Categories
Greinar

Motivating men to fight for gender equality

Deila grein

28/11/2014

Motivating men to fight for gender equality

Gunnar bragi_SRGB_fyrir_vefGender inequality is one of the most significant human rights and development challenges facing the world. It harms women and girls and limits the potential of communities and nations. The effort to promote gender equality is too often seen as a “women’s issue”, with only women interested or responsible. But gender inequality is a global challenge and to solve it we must bring men and boys into the conversation. In essence, we need to tear down the stereotypes of men and women that are reinforced among men. Men are not only the problem; men are part and parcel of the solution and need to assume responsibility for the way things stand.

Twenty years ago, the Fourth World Conference on Women resulted in the most progressive blueprint ever for advancing women’s rights.  But in 2014, too many inequalities still exist, in politics, business, the law, culture, education and beyond. Our progress is stagnating on a global scale.

The problems are serious. In many parts of the world, rape is not considered a crime, violence of all kinds against women is routine, and forced prostitution is not uncommon. Even in countries where progress in gender equality has been achieved, women earn less than men, do not have equal representation in parliaments, hold too few executive positions, and are slotted into gender-specific professions.

The involvement of men in the effort to achieve gender equality is widely recognised as a necessity. Countless UN Goodwill Ambassadors have spoken of the vital role men must play in mobilising communities, speaking out against inequality and sexism, and taking action against this pressing global issue, most recently through the HeForShe campaign.

At the UN General Assembly in September this year Iceland and Suriname launched the “Barbershop Conference”, to be held in New York 14-15 January 2015. The Barbershop conference is an initiative that aims at activating men and boys in the fight for gender equality and changing the discourse among men and boys. We believe that by having men talk about masculinity and gender equality with other men we may get a different kind of insight and may produce innovative ways of engaging, mobilizing and motivating men to fight for gender equality and address unhealthy stereotypes of masculinity.

The focus of the Conference is ending violence against women – the most pervasive violation of human rights and an unacceptable manifestation of gender-based discrimination and inequality. In particular, men will be encouraged to look at their own attitudes and behaviour and how they relate to the perpetuation of men’s violence against women. Various studies have shown linkages between rigid definitions of what it means to be a man or a woman and men’s use of violence against women. And in a wide variety of settings, the most consistent predictor of attitudes condoning violence against women is beliefs about appropriate roles for men and women. With the Barbershop Conference initiative, Iceland adds its weight to the Liberal International’s important Campaign on the Istanbul Convention.

The Barbershop Conference is not a question of the men “taking it from here” but rather of men facing up to the issues. We extend an invite to join us in this debate. And our hope is that the Barbershop conference in New York will be a meaningful contribution to change hearts and minds and towards for gender equality.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Liberal International Human Rights Bulletin 26. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Mikil skuldabyrði heimila hægir á efnahagsbata

Deila grein

27/11/2014

Mikil skuldabyrði heimila hægir á efnahagsbata

frosti_SRGB_fyrir_vefWillum Þór ÞórssonÍ skýrslu AGS frá 2012 um horfur í heimsbúskapnum var Ísland í hópi ríkja þar sem skuldabyrði heimilanna var einna mest. Hlutfall skulda íslenskra heimilanna náði 133% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2010. Að mati AGS getur mikil skuldsetning heimila bæði dýpkað niðursveiflur í hagkerfi þjóða og hægt á efnahagsbata. Það sé því mikilvægt að draga úr skuldsetningu.

Skuldastaða íslenskra heimila fer batnandi
Skuldastaða heimilanna hefur farið batnandi frá 2010, ekki síst vegna gengislánadóma, 110% leiðar bankanna og heimilin hafa lagt kapp á að greiða upp skuldir og dregið úr neyslu. Eftir að höfuðstólslækkun verðtryggðra lána og séreignarsparnaðarleið hefur nýst að fullu er útlit fyrir að heildarskuldir íslenskra heimila verði komnar í 90% af VLF og húsnæðislán í rúm 60% af VLF. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkjast og um fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Þótt þetta sé mikil framför er skuldsetning íslenskra heimila eftir sem áður hærri en góðu hófi gegnir.

Lægri skuldsetning heimila eykur stöðugleika og hagvöxt
Eftir því sem skuldsetning heimila er meiri því líklegra er að efnahagsáföll þjóðarbúsins verði meiri og afturbatinn hægari. Þetta kemur fram í skýrslu AGS frá 2012 um efnahagshorfur í heiminum og er byggt á greiningu á hagtölum frá fjölda ríkja undanfarna þrjá áratugi. Í sömu skýrslu kemur fram sú skoðun að djarfar efnahagsaðgerðir til lækkunar á skuldum heimila geti flýtt umtalsvert fyrir því að hagkerfi rétti úr kútnum eftir áföll. Það er ekki tilviljun að bæði í aðdraganda kreppunar miklu í Bandaríkjunum 1930 og fjármálakreppunar 2008, höfðu skuldir heimila farið hraðvaxandi.

Skuldavandi víðar en á Íslandi
Á meðan skuldir íslenskra heimila hafa farið lækkandi, hafa skuldir heimila í ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við, ýmist staðið í stað eða hækkað. Í Noregi og Sviss hafa skuldir heimila vaxið, en staðið í stað í Danmörku og Hollandi. Skuldir heimila í Hollandi námu í árslok 2012 um 127% af VLF.

Á Íslandi er nú spáð góðum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á meðan útlit er fyrir slakan hagvöxt og viðvarandi atvinnuleysi í mörgum evrópuríkjum, ekki síst þeim ríkjum sem búa við evruna. Í Bandaríkjunum hefur skuldsetning heimila hins vegar farið minnkandi og hagvöxtur farið vaxandi.

Góðar horfur fyrir íslensk heimili
Hagvöxtur næstu ára mun halda áfram að bæta lífskjör hér á landi svo um munar. Það mun veita heimilunum mikilvægt tækifæri til að draga enn frekar úr skuldsetningu sinni. Leiðréttingin er mikilvæg efnahagsaðgerð sem eflir viðnámsþrótt hagkerfisins, eykur hagvöxt og bætir þannig lífskjör almennt í landinu.

Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 20. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

26/11/2014

B – hliðin

Eygló HarðardóttirÍ þessari viku er það félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, sem sýnir B – hliðina. „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.“
Fullt nafn: Eygló Þóra Harðardóttir.
Aldur: 41.
Hjúskaparstaða? Gift Sigurði E. Vilhelmssyni.
Börn? Hrafnhildur Ósk (14) og Snæfríður Unnur (8).
Hvernig síma áttu? Samsung Galaxy S4.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Morðgátur og matreiðsla. Ekkert betra en skammtur af Miss Marple og Anthony Bourdain No Reservations.
Uppáhalds vefsíður: nytimes.com, guardian.co.uk, dn.se, bbc.co.uk/food, arla.se og foodnetwork.com.
Besta bíómyndin? Svo margar … the Commitments, the Breakfast Club, La Reine Margot, G.I. Jane, Star Trek (2009), öll Alien serían, the Murder on the Orient Express (1974) og Hringadróttinssaga e. Peter Jackson. Nú þegar fer að líða að jólum er einnig notalegt að kíkja á Die Hard seríuna með Bruce Willis og the Long Kiss Goodnight með Geena Davis og Samuel Jackson.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Popp, r&b og blues.
Uppáhaldsdrykkur: Kolsýrt vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allur matur er góður, svo lengi sem hann er vel eldaður. Lengi vel var indverskur matur í miklu uppáhaldi, en hef verið að prófa mig áfram með ítalskan, franskan, amerískan og breskan mat auk þess að norræn matur er alltaf að verða betri og betri.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? River deep, mountain high eða Hung up með Madonnu.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Móðir mín og Vigdís Finnbogadóttir.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Móðir mín, Vigdís Finnbogadóttir, Hillary Clinton og eiginmaður minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Hver eru helstu áhugamálin? Stjórnmál, vinnan, matreiðsla og útsaumur.
Helsta afrekið hingað til? Fimmtán ára gott og hamingjuríkt hjónaband og dætur mínar.
Besti skyndibitinn? Kjötbollurnar í Ikea.
Það sem þú borðar alls ekki? Súrsaðan mat og hákarl.
Lífsmottóið? „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup“. Geðráðin 10 eru einnig mjög góð lífsmóttó.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Deila grein

26/11/2014

33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

logo-framsokn-gluggi33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA verður haldið 10.-12. apríl 2015 í Reykjavík, en boðun þingsins var samþykkt á miðstjórnarfundi Framsóknar á Hornafirði um liðan helgi.
Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.
FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.
flokksthingHvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hvar eru karlarnir?

Deila grein

25/11/2014

Hvar eru karlarnir?

Gunnar bragi_SRGB_fyrir_vefÍ dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis?

Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð?

Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast.

Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni.

Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt.

Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim.

Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram.

Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku.
Ertu með?

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 25. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Staðgöngumæðrun og samkynhneigð

Deila grein

25/11/2014

Staðgöngumæðrun og samkynhneigð

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefNú hafa fyrstu drög að frumvarpi um staðgöngumæðrun litið dagsins ljós og byrjar í formlegu umsagnarferli. Vinna hefur greinilega verið ítarleg enda allt gert til að framkvæmd staðgöngumæðrunar verði fagleg. »Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu.« Þarna er komið inn í frumvarpið að samkynhneigðir megi notast við þessa leið. Því er ekki haldið fram að það séu sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast barn. Að geta eignast barn og svo að eignast barn og ala það upp eru forréttindi. En í dag hafa ekki allir jafnan rétt til mögulegra úrræða. Til að mynda getur kona sem vantar eggjastokka fengið alla þá læknisfræðilegu hjálp sem möguleg er í dag til að verða ólétt á meðan kona sem ekki er með leg eða getur af öðrum ástæðum ekki gengið með barn fær engar hjálp. Kona sem er án legs, en með eggjastokka sem framleiða heilbrigð egg, má ekki láta búa til fósturvísa og geyma en má hins vegar gefa egg sín annarri konu í velgjörðarskyni sem leiðir að því að eggþeginn má fæða og eiga líffræðilega barn þeirrar konu sem ekki er með leg en hefur heilbrigðar eggfrumur. Með því að koma staðgöngumæðrun á sem hefur strangan lagaramma, gott aðhald lækna og sérfræðinga auk samþykkis einstaklings sem uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í frumvarpinu ætti staðgöngumæðrun alls ekki að vera verri leið.

Íslensk heilbrigðis- og félagsþjónusta
Andstæðingar staðgöngumæðrunar hafa farið mikinn í baráttunni gegn því að frumvarpið líti dagsins ljós og reyna að slá ryki í augu fólks með því að benda á þær aðstæður sem eru í umhverfi staðgöngumæðra í hinum fátækustu löndum, slæm og oft engin læknisþjónusta, nauðung til þátttöku og mikil fátækt sem hvetur konur til að reyna allt ef það færir mat á borðið. En hérlendis yrði raunin ekki sú. Lykilpunktur í umræðunni er sá að staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil, þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna. Það er ekki verið að reyna að fara framhjá neinu heldur tryggja vandaða framkvæmd, hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Þá eru álíka ákvæði og við ættleiðingu þegar kemur að því að segja barninu frá fæðingu þess með staðgöngumæðrun, en það skal gera eigi síðar en fyrir sex ára afmælisdag þess. Ég fagna því að drögin eru komin fram og hlakka til umræðunnar, því þrátt fyrir að einstaklingur geti nýtt sér ættleiðingu þá hugnast sú leið ekki öllum og með frumvarpinu værum við að stíga skref í átt að jafnari rétti til mögulegra úrræða en að sjálfsögðu með réttindi barnsins að leiðarljósi.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Eigum að leyfa okkur að gleðjast

Deila grein

22/11/2014

Eigum að leyfa okkur að gleðjast

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefur lokið ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknar á Hornafirði. Kom hann víða víð í ræðunni. Fagnaði hann að núna einu og hálfu ári eftir að miðstjórn flokksins samþykkti stjórnarsáttmála og ríkisstjórnarsamstarf í maí 2013 hafi orðið algjör viðsnúningur á fjölmörgum sviðum. Þetta mun gera svo mikið betur kleift að leysa úr þeim vanda sem eftir stendur og bæta hag allra í íslensku samfélagi.

„Á innan við einu og hálfu ári er skuldaleiðréttingin komin til framkvæmda. Mál sem við framsóknarmenn höfum barist fyrir frá því í upphafi árs 2009. Mál sem við töldum svo mikilvægt að við vorum reiðubúin til að gefa öðrum flokkum tækifæri til að stjórna í minnihlutastjórn gegn því skilyrði að ráðist yrði í aðgerðina.“
Fór Sigmundur Davíð yfir að með hjálp góðra manna hafi tekist „að gera það besta úr stöðu sem hafði virst nánast vonlaus“. Sagði Sigmundur Davíð að með því hafi verð staðið að öllu leiti við fyrirheit sem gefin voru fyrir síðustu kosningar. Minnti hann á að andstæðingarnir hafi kallað það „stærsta kosningaloforð allra tíma“.
Sigmundur Davíð sagði að næstu dagar muni að mestu snúast um fjárlagavinnuna sem nú er í fullum gangi. „Við erum að komast í stöðu til að bæta í og halda áfram endurreisn heilbrigðiskerfisins. Það er þó mikilvægt að ekki gleymist í þeirri umræðu allri að þótt Landsspítalinn sé gríðarlega mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu er hann ekki heilbrigðiskerfið allt.“
Framlög til Landsspítalans á næsta ári verða þau mestu frá 2008, ekki aðeins í krónutölu heldur að raunvirði, á föstu verðlagi.
Stendur vinna yfir við fjárlög ársins 2015 á Alþingi og eftir helgi verða kynntar tillögur um breytingar vegna annarrar umræðu fjárlaga. Sagði Sigmdundur Davíð að þar væri að vænta góðra frétta og ekki bara á sviði heilbrigðismála. Agi er ný ríkisstjórn innleiddi í ríkisfjármálunum sé þegar byrjaður að skila sér.
Ríkið skuldar um 1.500 milljarða króna
„Árlegar vaxtagreiðslur hafa numið um það bil tvöföldum rekstrarkostnaði Landsspítalans undanfarin ár. Það er því augljóst að á þessum vanda verður að vinna og það er gert annars vegar með því að greiða niður skuldir og hins vegar með því að lækka vextina á þeim skuldum sem eftir standa“, sagði Sigmundur Davíð.
Breytingar á virðisaukaskattskerfinu
„Öll þekkjum við umræðuna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og allir höfum við, framsóknarmenn, viljað fá vissu fyrir því að þær breytingar sem ráðist verður í muni örugglega bæta stöðu almennings, sérstaklega fólks með tekjur undir meðaltali, sagði Sigmundur Davíð og hélt áfram, “skattkerfisbreytingum var ætlað að draga úr skattaundanskotum ekki hvað síst í virðisaukaskattskerfinu með því að, fækka undanþágum, leysa úr flækjum og minnka bilið milli skattþrepa“.
hofn-midstjfundur„Við framsóknarmenn settum það sem skilyrði að tryggt yrði að afleiðingin af aðgerðunum yrði sú að verðlag í landinu myndi lækka“, sagði Sigmundur Davíð.
„Þegar allt er talið á matvælaverð ekki að hækka vegna breytinganna um nema í mesta lagi um 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauðsynleg lyf alveg sérstaklega. Heildaráhrif breytinganna þýða að neysluskattar lækka verulega og, það sem er mikilvægast, áhrifin verða mest hjá þeim tekjulægstu.“
„Takist okkur svo að varðveita verðlagsstöðugleikann með kaupmáttarsamningum á vinnumarkaði getur kaupmáttur haldið áfram að vaxa hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og við tryggt að jöfnuður verði áfram einhver sá mesti í Evrópu en nú er Ísland það land þar sem fæstir eru undir lágtekjumörkum eða 12,7% en meðaltalið í Evrópusambandinu er 25%“, sagði Sigmundur Davíð.
„Búast má við mikilli uppbyggingu iðnaðar víða um land, íslenskur sjávarútvegur skilar nú meiri verðmætum til samfélagsins en nokkurn tímann áður og nýjum lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að veita greininni stöðugleika og virkja nýsköpunarmöguleika í sjávarútvegi en um leið tryggja hámarks samfélagslegan ávinning.
Landbúnaður, atvinnugrein framtíðarinnar eins og menn eru nú farnir að kalla það, getur vaxið mikið á komandi árum og aukin áhersla á rannsóknir og vísindi auk nýrra hvata mun gera það að verkum að enn fleiri nýsköpunarfyrirtæki munu spretta upp á Íslandi en á undanförnum árum.“
Það skiptir máli hverjir fara með stjórnvöldin og með stefnumótun Framsóknar á síðasta flokksþingi hefur náðst ótrúlegur viðsnúningur.
„Við vitum öll að það er gríðarlega mikið verk óunnið. Við vitum að margt fólk stendur enn höllum fæti í íslensku samfélagi og við vitum að kjörin þurfa að batna meira“, sagði Sigmundur Davíð.
Að lokum sagði Sigmundur Davíð að: „hvers konar árangri er hægt að ná með trúa því að við séum í aðstöðu til að ná lengra, trúa því hægt sé að gera betur. Þess vegna getum við leyft okkur að vera enn bjartsýnni á framhaldið en við vorum fyrir einu og hálfu ári síðan og þess vegna eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Framsókn Ísland er frábært land, íslenska þjóðin er frábær þjóð og ef hún hefur trú á sér og því að framtíðin á Íslandi verði enn betri“.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Skrifstofa Framsóknar lokuð í dag, föstudag

Deila grein

21/11/2014

Skrifstofa Framsóknar lokuð í dag, föstudag

logo-framsokn-gluggiSkrifstofa Framsóknar verður lokuð í dag, föstudag, vegna fundar miðstjórnar flokksins á Hornafirði. Vöfflukaffi skrifstofu mun því falla niður í dag.

*****

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

haldinn 21.-22. nóvember 2014 í Nýheimun á Hornafirði

Drög að dagskrá:

Föstudagur 21. nóvember 2014
18.30  Setning
18.35  Kosning embættismanna
18.40   Skýrsla landsstjórnar, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður landsstjórnar
18.55  Skýrsla málefnanefndar
19:05  Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar
19.15  Kynning á hópastarfi – málefnaundirbúningur fyrir flokksþing
20.15  Fundi frestað til næsta dags
20.30  Kvöldverður
 
Laugardagur 22. nóvember 2014
09.15  Hópastarf, framhald
11.30  Hópar ljúka starfi
11.45  Matarhlé
13.00   Ræða formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra
13.45  Almennar umræður
16.00  Boðun reglulegs flokksþings, sbr. gr. 9.1 í lögum flokksins
16.15  Kosið í fastanefndir miðstjórnar:
a)    Fjóra fulltrúa í málefnanefnd og tvo til vara
b)    Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd og tvo til vara
16.30  Niðurstöður hópastarfs kynntar
17.00  Önnur mál – fundarslit
20:30  Kvöldverðarhóf
*****
Samkvæmt lögum flokksins skal á haustfundi taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu.
Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.
Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið: framsokn@framsokn.is.
*****
Gisting og málsverðir á Hótel Höfn:
HÓTEL HÖFN – sími: 478 1240 – netfang: info@hotelhofn.is

  • Eins manns með morgunverði kr. 15.200,-
  • Tveggjamanna með morgunverði kr. 20.300,-

Sértilboð – tvær nætur fyrir eina.
Föstudagskvöld tvær tegundir af pottréttum kr. 2.200,-
Laugardagur hádegi, saltfiskur að spænskum hætti kr. 1.950,-
Laugardagskvöld, í forrétt er humarsúpa, í aðalrétt er lambafille með soðsósu og rótargrænmeti og í eftirrétt frönsk súkkulaðikaka, kr. 6.500,-
Það verður langferðabílar frá Reykjavík, en verðið pr./mann er ekki enn ljóst.
*****
Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.
Nánari tilhögun verður kynnt síðar en miðstjórnarfulltrúar eru beðnir að taka dagana frá.
Frekari upplýsingar um miðstjórn flokksins má nálgast hér.
*****
Staðsetning Hótels Hafnar og Nýheima:
NyheimaraHofn
*****
Framsóknarflokkurinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin

Deila grein

21/11/2014

Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin

Líneik Anna SævarsdóttirKarl GarðarssonSkuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt.

Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina.

Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt.

Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.

Veruleg áhrif til lækkunar
Í umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið.

Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla.

Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa.
Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin.

Líneik Anna Sævarsdóttir og Karl Garðsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hverjir fá?

Deila grein

19/11/2014

Hverjir fá?

willum-þorunn-þorsteinnFjölmörg heimili fá nú leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum. Markmiðið er að skila til baka því „tjóni“ sem heimilin urðu fyrir og færa lánin í þá stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu þeirra í uppnám á árunum 2008 og 2009. Einungis 10% íslenskra heimila nutu 110% leiðar fyrri ríkisstjórnar eða um sjö þúsund heimili og 1% þeirra fékk helminginn af niðurfærslunni. Þau heimili sem voru með gengistryggð lán fengu leiðréttingu í gegnum dómstóla en heimili með verðtryggð húsnæðislán sátu eftir.

Hversu margir fá?
Niðurstaðan nú er sú að yfir 90.000 manns fá leiðréttingu og enn getur bæst í hópinn. Ef við tökum með þá sem nýta sér að auki séreignarsparnaðarleiðina njóta yfir 120.000 einstaklingar aðgerðanna og geta náð allt að 20% leiðréttingu eða því sem nemur allri óvæntri verðbólgu á umræddu tímabili umfram 4%, sem eru eftir vikmörk Seðlabankans.

Hvert fer leiðréttingin?
Meðaltal leiðréttingar á umsækjanda er 1.350 þúsund krónur og tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1.400 þúsund krónur og 800 þúsund krónur fara til einstaklinga. Meirihluti leiðréttingarinnar fer sannarlega til fólks sem hefur meðaltekjur eða þaðan af minna. Einstaklingur með 330 þúsund í mánaðartekjur er tíðasta gildi leiðréttingarinnar. Til samanburðar er vert að geta þess að meðal heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2013 voru 526.000 krónur. Rúmlega helmingur leiðréttingarinnar rennur til einstaklinga sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimila sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé. Einstaklingar sem skulda minna er 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir króna fá 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar

Áhrif leiðréttingarinnar?
Tökum dæmi af heimili sem tekur 15 milljóna króna lán til 40 ára á 4,15% vöxtum og meðalverðbólgan á tímabilinu er 6%. Fjölskyldan mun þurfa að greiða 22 milljónum króna minna þegar upp er staðið. Þessir peningar fara ekki til bankanna heldur nýtast fjölskyldunni beint í daglegu lífi. Ráðstöfunartekjur heimilanna aukast og viðnámsþróttur þeirra eykst. Minni skuldsetning heimila eflir allt hagkerfið.

Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.