Categories
Fréttir

Gagnlegur fundur með Seðlabanka

Deila grein

31/08/2016

Gagnlegur fundur með Seðlabanka

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Í gær fór fram opinn fundur í hv. efnahags- og viðskiptanefnd með fulltrúum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til þess að ræða peningamálin, síðustu skýrslu og vaxtaákvarðanir, en nú síðast var sú ánægjulega ákvörðun tekin að lækka stýrivexti.
Þessi skýrslugjöf og samræða sem á sér stað millum þingsins og Seðlabankans um þessi málefni er samkvæmt lögum og hefur verið afar gagnleg og nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að ræða milliliðalaust forsendur slíkra ákvarðana og þá stöðu í þjóðarbúinu sem grundvallar slíkar ákvarðanir og ekki er síður mikilvægt að gefa peningastefnunefnd færi á að bregðast við þeirri gagnrýni sem viðhöfð er á peningastefnuna, aðallega hátt vaxtastig, og svara spurningum um að beita m.a. öðrum tækjum af meiri krafti.
Fundurinn í gær var engin undantekning, hann var afar gagnlegur. Ég ætla að draga fram það sem mér fannst markverðast á þessum fundi. Í fyrsta lagi: Jákvæð staða þjóðarbúsins og sá árangur sem hefur náðst í efnahagsmálum þar sem flestallir hagvísar eru jákvæðir. Í öðru lagi er erfitt að hrekja það að aðhaldssöm peningastefna hefur náð raunverulegum árangri. Það er þriggja ára samfellt stöðugleikatímabil til vitnis um. Eftir stendur sú spurning hvort sama árangri hefði verið hægt að ná með lægra vaxtastigi og með teknu tilliti til hagstæðra ytri skilyrða. Í þriðja lagi nefni ég styrkingu krónunnar og stöðu útflutningsatvinnugreina. Þar var sérstaklega rætt um ferðaþjónustu sem hefur vaxið hratt með tilheyrandi fjárfestingum. Í fjórða lagi er það jákvæð þróun í lagaumgjörð ríkisfjármála sem með auknum aga og festu ætti til lengdar að geta stutt betur við peningastefnu en hingað til. Í síðasta lagi nefni ég þær miklu áskoranir fyrir peningastefnuna sem sannarlega felast í frekari losun fjármagnshafta.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 30. ágúst 2016. 

Categories
Fréttir

Þetta er allt ógeðslegt

Deila grein

31/08/2016

Þetta er allt ógeðslegt

Karl Garðarsson„Virðulegur forseti. Þær fréttir sem berast af bónusgreiðslum tengdum fjármálakerfinu eru ömurlegar en því miður fyrirsjáanlegar. Fjórir stjórnendur LBI, eignarhaldsfélags utan um eignir gamla Landsbankans, geta fengið samtals mörg hundruð milljónir kr. í bónusgreiðslur hver um sig á komandi árum ef þeir geta aukið virði eigna gamla Landsbankans. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fær 23 millj. kr. í þóknun á ári fyrir að sitja í stjórn LBI, fyrir utan væntanlegar bónusgreiðslur. Þau laun miða við að hann starfi fyrir stjórnina að hámarki 40 daga á ári. Það þýðir að hann fær 575 þús. kr. fyrir hvern dag sem hann starfar fyrir stjórnina, rúma hálfa milljón á dag.
Í DV segir að heildarbónusgreiðslur til þessara fjögurra æðstu stjórnenda félagsins sé litið fram í tímann geti numið milljörðum króna. Ef þetta er ekki nóg þá skýrði DV frá því í síðustu viku að um 20 starfsmenn eignarhaldsfélags Kaupþings, sem tók við hlutverki slitabús Kaupþings, geti tryggt sér 1.500 millj. kr. í bónusgreiðslur ef þeim tekst að hámarka virði þeirra eigna sem eru óseldar.
Rétt er að benda á að stærsta óselda eign Kaupþings er 87% hlutur í Arion banka, viðskiptabanka sem starfar að mestu á íslenskum markaði og var endurreistur af íslenska ríkinu með íslenskum innstæðum.
Við höfum nýjar persónur og leikendur á sviðinu. Tilgangurinn er sá sami, að græða sem mest á sem einfaldastan hátt. Þetta verður að stöðva með öllum ráðum.
Fyrrverandi ritstjórn Morgunblaðsins lét þau orð falla fyrir nokkrum árum að þetta væri ógeðslegt þjóðfélag, „… þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Sagði hann.
Okkur hefur miðað í rétta átt á mörgum sviðum síðan þessi orð féllu, en það er greinilega margt ógert.“
Karl Garðarsson í störfum þingsins 30. ágúst 2016

Categories
Fréttir

Finnum leið gegn bankabónusum

Deila grein

31/08/2016

Finnum leið gegn bankabónusum

flickr-Elsa Lára Arnardóttir„Hæstv. forseti. Í síðustu viku ræddum við nokkrir hv. þingmenn bankabónusa hjá eignarhaldsfyrirtækinu Kaupþingi. Í dag lesum við hins vegar fréttir þess efnis að fjórir starfsmenn gamla Landsbankans geti hver um sig fengið samtals mörg hundruð milljónir í bónusgreiðslur á komandi árum. Manni dettur helst til hugar við lestur þessara frétta orðatiltækið: Mikið vill meira.
Þetta eru ekki góðar fréttir af vinnubrögðum innan þessara eignarhaldsfélaga. Þessar fréttir eða réttara sagt þessar ákvarðanir innan umræddra eignarhaldsfélaga hjálpa okkur ekki að byggja upp traust að nýju í samfélagi okkar. Þessar ákvarðanir ala hins vegar á óánægju og sundrungu í okkar annars ágæta samfélagi. Það getur ekki verið það sem við viljum. Ég verð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að sjá vinnubrögð sem þessi.
Mig langar að biðla til þeirra sem ráða innan umræddra eignarhaldsfélaga að endurskoða ákvarðanir sínar um bónusgreiðslur. Að eignarhaldsfélagið Kaupþing hætti við ákvörðun sína sem fyrirhugað er að samþykkja á fundi félagsins í dag. Mig langar að biðja forsvarsmenn eignarhaldsfélags Landsbankans að endurskoða ákvörðun sína um það bónuskerfi sem samþykkt var á vormánuðum. Ég biðla til þessara félaga að hjálpa okkur að byggja upp traust að nýju, sýna samfélagslega ábyrgð og byggja með okkur betra samfélag. Ef ekki, virðulegur forseti, þá þarf að hugsa aðrar leiðir. Það þarf að skoða frekari skattlagningu á þessi félög í gegnum bankaskattinn, en núverandi ríkisstjórn skattlagði þau með bankaskatti. Þessar fréttir sýna að svigrúm til skattlagningar virðist vera enn meira. Það væri bæði ábyrgt og gott að ganga til þeirra verka.
Ósættið vegna þessara bónusákvarðana má m.a. rekja til þess að eftir hrun fengu nýju bankarnir skuldir heimilanna með miklum afslætti. Bankarnir hafa gengið hart fram í því að innheimta þær að fullu. Á sama tíma hafa bankarnir hagnast um 500 milljarða frá hruni, vaxtagjöldin eru há og þjónustuliðir og þjónustugjöld sem rukkuð er fyrir hafa sjaldan eða aldrei verið hærri.
Hv. þingheimur. Tökum höndum saman og finnum lausn í þessu mikilvægu málum. Samkvæmt fréttum og umræðunni virðist vera þverpólitísk sátt um að finna lausn eða leið. Vinnum saman að því.“
Elsa Lára Arnardóttir í störfum þingsins 30. ágúst 2016.

Categories
Fréttir

90-98% skatturá bónusgreiðslur

Deila grein

31/08/2016

90-98% skatturá bónusgreiðslur

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Hrunið sem hér varð árið 2008 lét nánast engan Íslending ósnortinn. Fólk missti heimili sín, fyrirtæki, vinnuna, þeir sem ekki misstu vinnuna urðu fyrir launaskerðingum í nokkur ár. En það var einn hópur sem tapaði ekki í hruninu heldur stórgræddi á því. Það voru erlendir kröfuhafar. Ríkisstjórn þess tíma á árunum 2010–2013 afhenti þessum aðilum íslensku bankana með einu pennastriki og það er væntanlega stærsti gjafagerningur í Íslandssögunni samanlagðri. Svo vill til að nú er búið að endurheimta nokkuð af þessu í gegnum stöðugleikaframlög sem unnin voru undir forustu framsóknarmanna.
Það sætir hins vegar nokkrum tíðindum að slitabúin eru núna búin að ráða sér nokkra rukkara til þess að hámarka gróða sinn af áðurnefndum gjafagerningi. Við vitum ekki hvaða eignir þetta eru. Eru þetta fyrirtæki sem voru rifin af fólki? Eru þetta heimili þeirra? Við vitum ekki hvaða eignir þetta eru. En rukkararnir eiga að innheimta þessa peninga og fyrir þá vinnu sína eiga þeir að fá bónusa sem eru eins og ársvelta lítilla fyrirtækja.
Ég vil nefna það sem hægt er að gera til þess að vinda ofan af þessu. Glaður vil ég að slitabúin skili peningum aftur til Íslands eins og þarna er ráð fyrir gert, ég kæri mig bara ekki um að þeir lendi í fjögurra eða fimm manna höndum. Ég mundi leggja til að við yrðum fljót að setja lög um það að 90–98% skattur yrði lagður á slíkar bónusgreiðslur þannig að við gætum tryggt að þessi framlög slitabúanna sem eru að koma til Íslands færu ekki til fjögurra til fimm manna hóps heldur þjóðarinnar allrar.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 30. ágúst 2016.

Categories
Fréttir

Aukið samstarf milli Íslands og Nígeríu

Deila grein

31/08/2016

Aukið samstarf milli Íslands og Nígeríu

LDA3Formlegur samstarfsvettvangur vegna viðskipta milli Íslands og Nígeríu er í burðarliðnum, eftir að utanríkisráðherra Nígeríu lýsti stuðningi við tillögu Lilju Alfreðsdóttur þess efnis á fundi þeirra í Abuja í Nígeríu. Markmiðið er að styrkja viðskiptasamband ríkjanna, auka gagnkvæm viðskipti og kanna möguleikann á útflutningi á íslensku hugviti til Nígeríu, m.a. tæknilausnum í fiskvinnslu og útgerð.
Nígería hefur um langt skeið verið afar mikilvægur markaður fyrir herta þorkshausa og annan þurrkaðan fisk frá Íslandi. Útflutningsverðmætin námu 13,8 milljörðum króna á síðasta ári og var Nígería þá annar stærsti útflutningsmarkaður íslenskra afurða utan Evrópu, næst á eftir Bandaríkjunum. Á þessu ári hefur útflutningurinn hins vegar dregist saman um ríflega 60% vegna efnahagsþrenginga og tollahækkana. Nígería glímir við mikinn efnahagsvanda sökum verðfalls á olíu, sem er helsta útflutningsvaran. Vegna verðfallsins hafa tekjur nígeríska ríkisins lækkað um 70%, skv. upplýsingum frá Seðlabanka Nígeríu.
,,Frá árinu 2010 höfum við flutt út vörur til Nígeríu fyrir 75 milljarða króna og öllum ætti að vera ljóst hve mikilvæg þessi viðskipti eru fyrir íslenska þjóðarbúið. Varan er mikils metin hér í Nígeríu og ég finn fyrir miklum áhuga á því að styrkja samband þjóðanna til hagsbóta fyrir báða aðila. Nígeríumenn horfa t.d. til þess árangurs sem náðst hefur á Íslandi við fullnýtingu á sjávarafurðum og þar kunna að vera tækifæri fyrir íslensk þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki,” segir Lilja Alfreðsdóttir.
Vegna reglna hjá Seðlabanka Nígeríu geta innflytjendur á íslenskum fiski ekki keypt gjaldeyri á opinberum markaði. Þess í stað þurfa þeir að afla hans á hliðarmarkaði og greiða þar hátt verð fyrir dollarann. Það hefur þrýst niður verðinu sem íslenskir fiskverkendur hafa fengið fyrir vöruna. Til viðbótar hefur innflutningstollur á sjávarafurðir fjórfaldast á undanförnum 18 mánuðum, úr 5% í 20%.
,,Þrátt fyrir krefjandi aðstæður virðast ráðamenn áhugasamir um að auðvelda viðskipti milli landanna, enda hafa þau staðið í áratugi og eru mikils metin beggja vegna borðsins. Ég er bjartsýn á að þetta stærsta hagkerfi Afríku muni rétta úr kútnum og hér séu mörg tækifæri til frekari viðskipta,” segir Lilja.
Heimsókn Lilju Alfreðsdóttur til Nígeríu hófst í fyrradag og henni lýkur í dag. Hún mun ræða við fjóra ráðherra í ríkisstjórn Nígeríu um samskipti ríkjanna auk þess sem hún fundar með Seðlabankastjóra Nígeríu og hittir kaupendur íslenskra fiskafurða. Með í för eru fulltrúar þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja þurrkaðar íslenskar sjávarafurðir til Nígeríu, sendiherra Íslands gagnvart Nígeríu (með aðsetur í London) og fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Heimild: www.utanrikisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Auglýsing vegna framboða í Norðausturkjördæmi

Deila grein

31/08/2016

Auglýsing vegna framboða í Norðausturkjördæmi

logo-framsokn-gluggiKjörstjórn Norðausturkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista sóst er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd.
Sjá reglur á vef Framsóknar: www.framsokn.is/reglur-um-tvofalt-kjordaemisthing/
Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 2. september nk.
Framboðum skal skilað á netföngin: brattahlid10@simnet.is og eythor1@simnet.is.
Kjörstjórn Norðausturkjördæmis
Norðaustur - framboðsauglýsing 2016

Categories
Fréttir

Breytingar á húsnæðismálum lagðar fram á Alþingi

Deila grein

31/08/2016

Breytingar á húsnæðismálum lagðar fram á Alþingi

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem snýr að hlutverki Íbúðalánasjóðs á húsnæðismarkaði til framtíðar. Aukin áhersla er lögð á stefnumótun og áætlanagerð og ákvæði um skyldu sveitarfélaga til að aðstoða þá sem erfitt eiga með að afla sér húsnæðis eru skýrð.
Helstu breytingar á lögum um húsnæðismál sem frumvarpið felur í sér eru eftirfarandi:

  • Stefnumótun, greiningum og áætlanagerð er gert hærra undir höfði og ákvæði um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og skyldu þeirra til að aðstoða þá sem eiga erfitt með að afla sér húsnæðis eru skýrð. Íbúðalánasjóði er falið að annast veitingu stofnframlaga og eftirlit með þeim aðilum sem fengið hafa slík framlög en grundvöllur þeirra er góð yfirsýn og áætlanir um húsnæðisþörf.
  • Íbúðalánasjóði var með lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir falin umsjá með veitingu stofnframlaga og eftirlit með þeim sem fengið hafa slík framlög. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar þannig að ákvæði um sjóðinn endurspegli þetta hlutverk. Jafnframt eru breytingar á ákvæðum um tekjur Íbúðalánasjóðs sem miðast við að stofnframlög verði fjármögnuð með framlögum úr ríkissjóði í samræmi við fjárlög hverju sinni.
  • Heimildir sjóðsins til lánveitinga verða takmarkaðar við sértæk lán á félagslegum forsendum eða vegna markaðsbrests. Lán til einstaklinga verða einskorðuð við þá sem ekki eiga kost á fasteignalánum á ásættanlegum kjörum hjá öðrum lánastofnunum svo sem vegna staðsetningar fasteignarinnar eða af öðrum ástæðum. Núgildandi ákvæði um hámarkslán og hámarksverð fasteigna verða óbreytt og sama máli gegnir um greiðslugetu lántaka og veðhæfi fasteignar. Íbúðalánasjóður mun áfram veita lán til leigufélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og til sveitarfélaga s.s. vegna húsnæðis fyrir fatlað fólk, aldraðra, öryrkja, námsmenn og vegna hjúkrunarheimila.
  • Til að takmarka áhættu sjóðsins og ríkissjóðs og tryggja samræmi við ríkisstyrkjareglur EES-samningsins er kveðið á um skýran bókhaldslegan aðskilnað milli eldra lánasafns og skuldbindinga og nýrra lána og stofnframlaga.

Efni frumvarpsins um breytingu á lögum um húsnæðismál byggist að miklu leyti á tillögum verkefnisstjórnar og samvinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála frá árinu 2014 og tengist einnig yfirlýsingu stjórnvalda um ráðstafanir í tengslum við gerð kjarasaminga á almennum vinnumarkaði vorið 2015. Á þessum grundvelli var áður búið að samþykkja á Alþingi frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðissamvinnufélög, almennar íbúðir, húsnæðisbætur og húsaleigulög.

Heimild: www.velferdarraduneyti.is

Categories
Fréttir

Óskað eftir framboðum!

Deila grein

29/08/2016

Óskað eftir framboðum!

logo-framsokn-gluggiKjörstjórn Suðurkjördæmis auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október nk.
Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu fyrir kl. 12:00, föstudaginn 9. september, þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum sínum auk þess að tilgreina í hvaða sætum listans þeir sækjast eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd.
Sjá reglur á vef Framsóknar: www.framsokn.is/reglur-um-tvofalt-kjordaemisthing/
Frekari upplýsingar og móttöku framboða veitir Björn Harðarson formaður kjörstjórnar, netfang: holt@emax.is eða í síma: 861 8651.
Kjörstjórn KSFS.
Suður - framboðsauglýsing 2016

Categories
Fréttir

Seðlabankinn hefur hangið á vaxtaákvörðuninni

Deila grein

29/08/2016

Seðlabankinn hefur hangið á vaxtaákvörðuninni

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Undanfarin missiri hefur Seðlabanki Íslands hangið á vaxtaákvörðun sem tekin var í fáti í kjölfar síðustu kjarasamninga þegar stýrivextir voru hækkaðir í tveimur áföngum. Nú loksins eftir um það bil 18 mánuði eða svo hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að sjá ljósið eða alla vega smátíru og lækka stýrivexti um 0,5%. Þeirri ákvörðun hefur verið vel tekið. Það sést á markaði, kröftug hækkun hefur verið á markaði. Málið er að auðvitað er þetta allt of lítið og allt of seint. Það sem ég staldraði við voru skýringar seðlabankastjóra í morgun, sem eru m.a. þær að útlit sé fyrir kröftugan hagvöxt. Kröftugur hagvöxtur var einmitt undirstaða þess fyrir nokkrum missirum eða mánuðum að hækka eða halda stýrivöxtum óbreyttum. Þannig að enn halda menn áfram að elta rófuna á sér í Seðlabankanum í staðinn fyrir að líta upp og taka rökum skynsamra manna eins og dr. Ólafs Margeirssonar og fleiri sem bent hafa á að stýrivextir á Íslandi eru úr takti við það sem gerist alls staðar annars staðar í heiminum.
Ég ætla enn einu sinni að minnast á verðbólgumælingar Seðlabankans sem eru ekki með sama hætti og verðbólgumælingar í OECD-ríkjunum sem hafa orðið til þess að verðbólgumæling þó að hún sé verulega lág og árangur hafi náðst, þá er verðbólgumælingin á Íslandi of há af því að húsnæðisliðurinn er inni. Þetta hefur kostað almenning í landinu verulegt fé á síðustu mánuðum og missirum vegna þess að lán þeirra aðila hafa hækkað í takti við þá verðbólgu sem lögð er til grundvallar hjá Seðlabanka Íslands. Ég vona auðvitað að þetta verði til þess fyrst menn hafa aðeins öðlast kjark að hann endist þeim og þetta sé einungis fyrsta skrefið af fleirum vegna þess að hvað sem öðru líður eru stýrivextir á Íslandi enn þá allt of háir og ekki í neinu samræmi við þær efnahagshorfur og efnahagsástand sem hér er ríkjandi í landinu.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 24. ágúst 2016.

Categories
Fréttir

Vísbending um styrka efnahagsstjórn

Deila grein

29/08/2016

Vísbending um styrka efnahagsstjórn

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Ég ætla að gera það enn og aftur í upphafi umræðu um störf þingsins að lýsa ánægju minni með framgang þingstarfanna, bæði hér í þingsal og í vinnu í nefndum með mörg mikilvæg mál. Það er ekki óeðlilegt að þegar styttist til þingloka og ætlaðar kosningar að órói hlaupi í mannskapinn, og þá mun reyna frekar á hæstv. forseta með skipulag og skýrar áherslur á framgang mála og væntanlega í gegnum góða samvinnu við formenn þingflokka. Þetta segi ég til hvatningar og áherslu á skilvirkni og árangur þingsins þannig að öll sú vinna sem liggur að baki málum skili sér með þeim hætti að afgreiðslan verði sem vönduðust.
En tíðindi dagsins, virðulegi forseti, hlýtur þó að vera ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun stýrivaxta um 0,5% þar sem meginvextir Seðlabankans lækka úr 5,75% í 5,25%. Ég velti því upp fyrir viku síðan hvaða ákvörðun peningastefnunefndin tæki í grunninn, hvort peningastefnunefnd mundi halda áfram að einblína á að halda neyslu og lántöku niðri með háum stýrivöxtum eða meta væntingar í takt við þær efnahagslegu forsendur sem liggja fyrir um lágt olíuverð, gengisstyrkingu krónunnar og lágt verð á öðrum innfluttum aðföngum. (ÖS: … gengi KR.) Þegar ég segi tíðindi, virðulegi forseti, þá ásamt hagstæðum skilyrðum, stöðugleika, hefur peningastefnan verið aðhaldssöm og auðvitað er það mikilvægt til að varðveita stöðugleikann. Þessi ákvörðun felur jafnframt í sér vísbendingu um styrka efnahagsstjórn hæstv. ríkisstjórnar og ákvarðanir á þessu kjörtímabili sem gefa fyrirheit um að við getum enn frekar lækkað raunvexti. Þar má nefna lög um opinber fjármál, hófstillta og raunhæfa fjármálastefnu og fjármálaáætlun til næstu fimm ára, hóflega stígandi afgang á fjárlögum þrjú ár í röð og margt fleira. Allt að einu, virðulegi forseti, þetta eru góð tíðindi fyrir almenning og atvinnulíf.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 24. ágúst 2016.