Categories
Greinar

Viðspyrna fyrir viðkvæma hópa

Deila grein

07/05/2020

Viðspyrna fyrir viðkvæma hópa

Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn.

Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf.

Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir

Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum.

Virkjum samtakamáttinn

Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga.

Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð.

Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. maí 2020.

Categories
Fréttir

„Samgöngur eru grunnstoð efnahagskerfisins“

Deila grein

06/05/2020

„Samgöngur eru grunnstoð efnahagskerfisins“

„Góðar samgöngur leggja grunn að samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæðum í landinu. Þegar samgönguáætlun er lögð fram hefur langt og mikið ferli átt sér stað. Framkvæmdir detta ekki niður úr loftinu eins og einhverjum virtist detta í hug við umræðu í þinginu í gær,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í dag.

„Aðdragandinn felst í samráði og samtali svo hægt sé að forgangsraða og vinna faglega að framlagningu áætlunarinnar. Sviðið er vítt og tekur yfir fjáröflun og útgjöld til allra greina samgangna, þ.e. flugmála, vegamála og siglingamála, þar með talið almenningssamgangna, hafnamála, sjóvarna, öryggismála, umhverfismála og samgöngugreina. Málaflokkurinn snertir í raun alla þætti þjóðfélagsins og þar með alla íbúa landsins. Þess vegna er samtal og samráð um þessi mál mikilvægt. Það liggur þó algjörlega ljóst fyrir að ekki fá allir sínar ýtrustu óskir uppfylltar. Þrátt fyrir stóraukin framlög undanfarin ár til framkvæmda, viðhalds vega og hafna er enn langt í land.“

Frumvarp hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem var til umfjöllunar hér í gær og snýr að leið sem kallast samvinnuleið í framkvæmdum, opnar okkur leið til að flýta framkvæmdum og koma verkefnum framar í framkvæmdaröðinni. Það er gróði fyrir okkur öll en ljóst er að innviðafjárfestingar verða lykilþáttur í aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við efnahagsáhrifum heimsfaraldursins. Það er því dauðafæri fyrir okkur núna að efla atvinnulíf, auka störf og styrkja innviði innlenda hagkerfisins en stærsti ávinningurinn verður alltaf fyrir notandann, ekki bara að hann geti valið um leið heldur eykur það öryggi okkar allra. Það er það sem við eigum að hafa á oddinum þegar við tölum um samgöngur og samgöngukerfið okkar,“ sagði Þórunn í lokin.

Categories
Fréttir

„Rothögg fyrir fjöldamargar litlar fjölskylduútgerðir“

Deila grein

06/05/2020

„Rothögg fyrir fjöldamargar litlar fjölskylduútgerðir“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að sjómenn telji að meira sé af grásleppu en talið sé og að þeir kalli eftir að ráðgjöf Hafró verði endurmetin. Þetta koma fram í ræðu hennar í störfum þingsins á Alþingi í dag. Grásleppuveiðar verið stöðvaðar þar sem að 4.600 tonna veiðiráðgjöf hefur verið náð eftir mokveiði við norðan- og austanvert landið.
„Grásleppuveiði hefur verið stunduð víða um land og er það áberandi að þessar veiðar eru orðnar stór þáttur í útgerð á mörgum stöðum og halda sér betur í veikari byggðum eins og á Ströndum, í Búðardal og á Brjánslæk svo einhver svæði séu nefnd,“ sagði Halla Signý.

„Þessar veiðar voru ekki hafnar núna við innanverðan Breiðafjörð og í Stykkishólmi biðu um 20 útgerðir eftir að opnað yrði á svæðið. Nú á að opna það svæði eftir 20. maí og leyfa veiðar í allt að 15 daga. Í Stykkishólmi er að jafnaði 120 manns sem fá vinnu á gráslepputímanum og þar er komið að fimmtungur heildaraflans að landi undanfarin ár er grásleppa. Kvótakerfi í grásleppu er ekki svarið þar sem byggðasjónarmið vantar inn í kvótakerfið.“

„Það gefur augaleið að ofan í Covid-ástandið er þetta rothögg fyrir fjöldamargar litlar fjölskylduútgerðir sem margar hverjar halda lífi í byggðum landsins. Það hefði átt að gefa þessari ákvörðun tíma, mæta henni með mótvægisaðgerðum eða endurmeta ráðgjöf. Það er lágmark að þessir 15 dagar í Breiðafirði verði tryggðir. Smábátaútgerðir munu þurfa að snúa sér fyrr að strandveiðum en þar hefur heildaraflamarkið verið skert um 1.000 tonn og ásókn stóreykst í þetta kerfi við þá ákvörðun að loka fyrir grásleppuveiði.
Virðulegi forseti. Fordæmalausir tímar kalla á önnur sjónarmið og nýjar nálganir,“ sagði Halla Signý að lokum.

Categories
Fréttir

„Nýtum samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin“

Deila grein

06/05/2020

„Nýtum samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, gerði sérstaklega að að umtalsefni félagslegar aðgerðir í störfum þingsins á Alþingi í gær.
„Í tillögum sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi eru 5,7 milljarðar kr. ætlaðir til að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu. Komið verði til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir. Fjármagn er ætlað til stuðnings við tómstundir barna af tekjulágum heimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs og átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og námsmenn er í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Þessi áhersla er því gríðarlega mikilvæg,“ sagði Líneik Anna.
„Félagsleg verkefni eru flest, ef ekki öll, þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga sem geta þá komið þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaganna, þjálfara og tengiliði foreldra. Börn ættu á hættu að detta út úr tómstundastarfi ef ekkert væri að gert. Vinnum gegn því, nýtum samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin, tækifærin til viðspyrnu liggja víða,“ sagði Líneik Anna að lokum.
 

Categories
Fréttir

Hjólað í vinnuna: Landsmenn hvattir til að nýta virka ferðamáta til og frá vinnu

Deila grein

06/05/2020

Hjólað í vinnuna: Landsmenn hvattir til að nýta virka ferðamáta til og frá vinnu

Heilsu- og hvatningarátakið Hjólað í vinnuna var sett í morgun í Laugardalnum en þetta er í átjánda sinn sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir verkefninu í samvinnu við landsmenn. Markmiðið er að vekja athygli á heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum ferðamáta og eru þátttakendur hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu. Hjólað í vinnuna stendur yfir dagana 6.-26. maí og á þeim tíma er hægt að skrá virkan ferðamáta til og frá vinnu í keppni vinnustaða.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti átakið af stað við athöfnina í Laugardag í morgun. Hann sagði að þrátt fyrir að undanfarnar vikur hafi verið okkur öllum erfiðar hafa þær líka haft jákvæð áhrif á daglegt líf. „Á einhvern einstakan hátt hefur ástand liðinna mánaða um margt haft hvetjandi áhrif á útivist og heilsamlega hreyfingu. Aldrei hafa fleiri farið út að ganga eða hjóla, einir sér eða með sínum nánustu, svo nánast ríkir örtröð á göngu- og hjólastígunum sem lagðir hafa verið á undanförnum árum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga,“ sagði Sigurður Ingi.

Aukið fjármagn til hjóla og göngustíga

Ráðherra sagði að sú stefna sín og fyrirrennara í embætti að hvetja fólk til fjölbreyttra og heilsueflandi ferðamáta hafi þegar skilað sér í meira fé til hjóla- og göngustíga. „Fjármagn til hjóla- og göngustíga verður aukið verulega á næstu árum með samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða eykst rými til að leggja slíka stíga samhliða þjóðvegum sem tengja þéttbýliskjarna vinnusóknarsvæða víða um land.  Hjólastígar hafa verið nú lagðir eða eru í undirbúningi við Hrafnagil, í  Árborg og Ölfusi, Borgarnesi, á Suðurnesjum og Vogum, á  Dalvík, Akureyri og í Fellabæ svo nokkuð sé nefnt.“
Mikilvægi hreyfingar fyrir þjóðina alla var sameiginlegur tónn í hvatningarávörpum sem haldin voru á setningarhátíðinni í morgun. Ávörp héldu þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Að setningarhátíðinni lokinni var hjólað af stað einn hring í Laugardalnum.

  • Frá setningarathöfn Hjólað í vinnuna í Laugardal.
  • Frá setningarathöfn Hjólað í vinnuna í Laugardal.
  • Frá setningarathöfn Hjólað í vinnuna í Laugardal.

Heimild: stjornarradid.is

Categories
Fréttir

„4000 ársverk“

Deila grein

06/05/2020

„4000 ársverk“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, mælti fyrir frumvarpi til nýrra laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir á Alþingi í gær.
„Frumvarp þetta, sem er eitt af áherslumálum mínum, hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu sl. tvö ár og snýr að því að auka nauðsynlegt fjármagn til vegaframkvæmda.“
„Álag á vegi landsins hefur aukist mikið á undanförnum árum, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna. Á meðan við bíðum eftir að ferðamennirnir komi aftur er því skynsamlegt að nýta vel tímann til undirbúnings framkvæmda og á það hafa ýmsir bent á síðustu dögum og vikum. Markmið frumvarpsins er sem sagt að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. Þannig er áætlað að samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt að 4.000 ársverk sem skiptist á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktaka á framkvæmdatíma fyrir utan þau störf sem leiðir af slíkri starfsemi. Því er þetta frumvarp ákaflega mikilvægt verkfæri í því skyni að efla innlenda starfsemi á næstu mánuðum og árum, efla efnahaginn og fjölga störfum.“
Með þessu frumvarpi er komið fjárfestingartækifæri, til að mynda fyrir lífeyrissjóðina, fjárfesting til langs tíma, 15–30 ára.

Notum því tímann vel og höldum áfram
„Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á innviðauppbyggingu á öllum sínum starfsferli, ekki síst samgöngumálin. Því til upprifjunar hef ég tvisvar sinnum lagt fram samgönguáætlun síðustu tvö árin. Í þeirri sem þingið fjallar um núna er umtalsverð aukning fjármuna. Fjármagn til vegaframkvæmda mun aukast um 4 milljarða ár hvert næstu fimm árin. Framkvæmdum upp á 214 milljarða verður flýtt innan 15 ára tímabilsins. Fjármagn til viðhalds og þjónustu mun aukast um 1 milljarð á ári næstu 15 árin. Þá er samkomulag um beina fjármögnun ríkisins í samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem er á dagskrá síðar í dag upp á eina 45 milljarða, verkefni alls upp á 120 milljarða. Í samgönguáætlun sem er fyrir þinginu er einnig að finna fyrstu flugstefnu Íslands og fyrstu heildarstefnu um almenningssamgöngur milli byggða. Mikil áhersla er lögð á samgöngumálin.
Fyrir utan samgönguáætlun er síðan flýtifjármögnun og samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sem er hér til umfjöllunar. Með flýtiframkvæmdum sem frumvarpinu er ætlað að flýta mun því losna um framkvæmdafé sem unnt verður að ráðstafa til verkefna sem annars hefðu þurft að bíða lengur en áætlað var.“
Vegfarendur eigi val um aðra leið
„Helstu forsendur fyrir ákvörðun um samvinnuverkefni í vegagerð er að vegfarendur eigi val um aðra leið þar sem ekki þarf að greiða notendagjald. Í samvinnuverkefnunum sem hér er fjallað um er lykilatriði að stytting verði á vegalengd og að þannig sé ábati vegfaranda verulegur. Gert er ráð fyrir að notendagjöld standi að mestu undir kostnaði og rekstri. Þessu til viðbótar má færa rök fyrir því að samvinnuverkefni hafi hámarkshagnað í för með sér þegar litið er til ábata samfélags af samgöngubót þar sem val á framkvæmdum er oftar en ekki háð eftirspurn eftir þjónustunni. Þannig fær samfélagið meira fyrir peningana þegar samvinnuverkefni eiga í hlut.“
Ýmsar ástæður eru fyrir því að leitað hefur verið til einkafyrirtækja um að koma í auknum mæli að uppbyggingu samgöngukerfa:

  • samvinnuverkefni geta verið leið til að viðhalda fjárfestingu í erfiðu árferði.
  • samvinnuverkefni eru leið til að virkja kosti einkaframtaks í samgöngum, nánar tiltekið nýsköpun og sveigjanleika í uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins.
  • samvinnuverkefni geta stuðlað að því að skattgreiðendur fái meira fyrir peningana sína, þjónustan verði betri og áhættuskipting milli hins opinbera og einkaaðila hagfelld.

„Samvinnuverkefni felur í sér að greiðslur fyrir verkið geta falist í notendagjöldum, skuggagjöldum eða föstum greiðslum ríkissjóðs til verksala. Ekki er óalgengt að einkaaðili taki nokkra fjárhagslega áhættu, hvort sem er af fjármögnuninni sjálfri og/eða af því að umferðarþungi sé ekki undir áætlun. Það eru áhöld um hvort umferðarspár haldi.
Oft er horft til þess að aðilar á markaði búi yfir þekkingu og reynslu sem nýtist við að vinna með áhættu í framkvæmdum. Engu að síður má gera ráð fyrir því að tilboð verktakans um að ganga til samstarfs við ríkið um verkefni hækki í takt við þá áhættu sem hann tekur í samstarfinu en mismunandi mikið eftir aðilum og verkefnum. Í lok samningstíma tekur ríkið við rekstri mannvirkjanna endurgjaldslaust. Við þekkjum svona verkefni. Þarna er verið að lýsa Hvalfjarðargangamódelinu.
Þau verkefni sem lagt er til að verði unnin sem samvinnuverkefni í þessu frumvarpi eru eftirfarandi: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót og ný brú þar, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall og síðan Sundabraut. Í öllum tilvikum hafa vegfarendur val um aðra leið og allar framkvæmdirnar hafa í för með sér aukið umferðaröryggi.
Í frumvarpinu eru upplýsingar um hvert og eitt verkefni ásamt upplýsingum sem hafa áhrif á útreikninga notendagjalds, svo sem kostnaðaráætlun þar sem hún liggur fyrir og upplýsingar um vegstyttingu.
Megintilgangur frumvarpsins er að veita heimild til að fjármagna samvinnuverkefni að hluta eða að öllu leyti með gjaldtöku af umferð um vegaframkvæmdirnar. Gjaldtakan skal þó ekki hefjast fyrr en að framkvæmdum lýkur og aldrei standa lengur en í 30 ár.
Notendagjöldin geta staðið að heild eða að hluta undir byggingar- eða framkvæmdakostnaði, viðhaldi, rekstri, þróun eða eðlilegum afrakstri af fjárfestingu vega. Í frumvarpinu er veitt heimild til að semja um að eignarhald mannvirkjanna geti á samningstímanum verið hjá einkaaðilanum en í lok samningstímans skulu mannvirkin teljast eign ríkisins án sérstaks endurgjalds.“

„Við núverandi aðstæður svarar frumvarpið brýnni þörf fyrir uppbyggingu fyrir komandi tíma, nýtt álag á vegi með vaxandi ferðamannastraumi. Það svarar brýnni þörf fyrir fjölgun starfa. Það svarar því að fleiri arðsamir fjárfestingarkostir verða fyrir langtímafjárfestingar, til að mynda lífeyrissjóðanna,“ sagði Sigurður Ingi.

Categories
Fréttir

Nýsköpun og atvinnuþróun í héraði skapa störf!

Deila grein

05/05/2020

Nýsköpun og atvinnuþróun í héraði skapa störf!

„Gaman að sjá að sveitarfélög vítt og breitt um landið eru að auglýsa störf í tengslum við nýsköpun og atvinnuþróun í heimahéraði. Þetta kallar námsmenn heim og eykur möguleika á að ný tækifæri skapist og fjölbreytni eykst í atvinnulífi úti á landi,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í færslu á Facebook í dag.
Hér er Halla Signý að vísa til auglýsingar atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra um umsóknir um styrki til að stuðla að og styrkja frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Markmið atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Áherslur lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra.
Styrkir sem veittir eru úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.

Categories
Fréttir

Lögbundnar tímaviðmiðanir ekki virtar?

Deila grein

05/05/2020

Lögbundnar tímaviðmiðanir ekki virtar?

„Þegar kemur að leyfum í fiskeldismálum er oft tiltekið að bíða þurfi lengi eftir afgreiðslu á málum hjá Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í óundirbúnum fyrirspurn á Alþingi í gær.

„Það að flýta afgreiðslu leyfa til fiskeldis gæti á þessu ári og til framtíðar haft í för með sér mikla fjárfestingu hér á landi og ráðningar á fleira fólki til starfa og það er það sem við þurfum á þessum tímum.“

Nýlega hefur sjávarútvegsráðherra gert átak til að stytta málsmeðferðartíma í útgáfu rekstrarleyfa fyrir fiskeldi og vildi Halla Signý fá svar við í framhaldi til hvaða ráðstafana umhverfis- og auðlindaráðherra megi grípa svo að lögbundnar tímaviðmiðanir séu virtar?

„Til að geta starfrækt fiskeldi þarf álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum að liggja fyrir og auk rekstrarleyfis frá MAST þarf starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Mig langar að beina þeirri spurningu til hæstv. umhverfisráðherra hvort hann hafi skoðað tímalengd leyfisveitinga í þessum stofnunum sem heyra undir hann, þ.e. Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun, með tilliti til þessara aðgerða sem stjórnvöld vilja fara í. Til hvaða ráðstafanir má grípa til svo lögbundnar tímaviðmiðanir séu virtar.“

Umhverfis- og auðlindaráðherra viðurkenndi að „að í sumum tilfellum gætu ferlar verið of flóknir og í öðrum tilfellum taki það hreinlega langan tíma að afgreiða málin hjá stofnunum okkar sem er oft og tíðum vegna þess að þar er mannekla“. Bætti hann svo við að gæta verði þess að aðkoma umhverfisverndarsamtaka og almennings sé tryggð.

„En það er alveg skýrt að við viljum ekki ganga á rétt eins né neins heldur bara að hraða ferlinu til þess að við getum komið þessari vinnu af stað sem skiptir gríðarlega miklu máli hvað varðar að fá aukin útflutningsverðmæti og koma fleira fólki að til að vinna við þetta,“ sagði Halla Signý.

Categories
Greinar

Þrekvirki íslenska menntakerfisins á tímum COVID-19

Deila grein

04/05/2020

Þrekvirki íslenska menntakerfisins á tímum COVID-19

Hinn 16. mars tóku gildi tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skóla­haldi til að hægja á út­breiðslu COVID-19 hér á landi. Frá því að aug­lýs­ing­ar um þess­ar tak­mark­an­ir voru birt­ar hef­ur ráðuneytið í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­band Íslands fylgst náið með skipu­lagi og fram­kvæmd skóla­starfs í leik- og grunn­skól­um.Í leik- og grunn­skól­um lands­ins eru um 64.650 nem­end­ur og 11.450 starfs­menn. Í fram­halds- og há­skól­um eru um 41.000 nem­end­ur. Það varð því strax ljóst að fram und­an væri mik­il brekka. Staðan var vissu­lega óljós um tíma og skipt­ar skoðanir um hver viðbrögð skóla­kerf­is­ins ættu að vera við veirunni sem olli mikl­um sam­fé­lags­skjálfta. Nú, sjö vik­um síðar, gefst okk­ur tæki­færi til að líta um öxl og skoða hvernig til tókst.

Leik­skól­ar

Al­mennt hef­ur leik­skólastarf gengið vel og hlúð hef­ur verið að börn­um með vel­ferð þeirra að leiðarljósi. Skóla­stjórn­end­ur höfðu frelsi til að skipu­leggja og út­færa starf­semi hvers skóla, þar sem aðstæður voru ólík­ar milli skóla, jafn­vel inn­an sama sveit­ar­fé­lags. Þetta krafðist mik­ill­ar út­sjón­ar­semi og reynd­ist ef­laust mörg­um erfitt. Mik­il ábyrgð hvíldi á herðum allra hlutaðeig­andi við að tryggja ör­yggi kenn­ara og nem­enda og það er aðdá­un­ar­vert að þetta hafi tek­ist eins vel og raun ber vitni. Tæki­fær­in í mennt­un framtíðar­inn­ar liggja á leik­skóla­stig­inu. Sí­fellt fleiri rann­sókn­ir sýna fram á mik­il­vægi fyrstu ævi­ár­anna fyr­ir all­an þroska ein­stak­linga síðar á lífs­leiðinni og því hef­ur áhersl­an á snemm­tæka íhlut­un í mál­efn­um barna orðið sí­fellt fyr­ir­ferðarmeiri. Tengsl eru á milli taugaþroska og um­hverf­isáhrifa hjá ung­um börn­um og því er afar mik­il­vægt að tryggja að mennt­un barna á leik­skóla­aldri sé sem allra best úr garði gerð. Ég skipaði því starfs­hóp um styrk­ingu leik­skóla­stigs­ins sem er ætlað að finna leiðir til að styrkja leik­skóla­stigið og fjölga leik­skóla­kenn­ur­um. Starfs­hóp­ur­inn er hvatt­ur til að veigra sér ekki við að koma með rót­tæk­ar breyt­inga­til­lög­ur á t.d. nú­ver­andi lög­um, reglu­gerðum og starfs­um­hverfi ef það er talið mik­il­vægt til að styrkja leik­skóla­stigið.

Grunn­skól­ar

Grunn­skól­ar hafa haldið úti kennslu fyr­ir nem­end­ur þótt skóla­dag­ur­inn hafi oft verið styttri en venju­lega og fjar­nám al­gengt í ung­linga­deild­um. Skólastarf hef­ur gengið vel og fólk var sam­stiga í þeim aðstæðum sem ríktu; kenn­ar­ar, skóla­stjórn­end­ur, starfs­fólk, for­eldr­ar og nem­end­ur. Vik­urn­ar voru lær­dóms­rík­ar, skipu­lagið breytt­ist hratt og dag­lega voru aðstæður rýnd­ar með til­liti til mögu­legra breyt­inga. Nýir kennslu­hætt­ir og fjar­kennsla urðu stærri þátt­ur en áður og tækn­in vel nýtt í sam­skipt­um við nem­end­ur. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga aflaði reglu­lega upp­lýs­inga um skipu­lag skóla­starfs frá fræðslu­um­dæm­um og skól­um. Meg­inniður­stöður bentu til þess að vel væri hugað að ör­yggis­atriðum, svo sem skipt­ingu nem­enda í fá­menna hópa og að eng­inn óviðkom­andi kæmi inn í skóla­bygg­ing­una.Eins og gef­ur að skilja voru út­færsl­ur á skóla­starfi ólík­ar. Í ein­hverj­um til­fell­um mættu nem­end­ur heil­an skóla­dag á meðan aðrir studd­ust við fjar­kennslu ein­göngu. Allt gekk þetta þó von­um fram­ar. Und­ir­bún­ing­ur að næstu vik­um er í full­um gangi hjá skól­um sem eru að leggja loka­hönd á þetta skóla­ár og und­ir­búa út­skrift nem­enda úr 10. bekk.

Við þess­ar óvenju­legu aðstæður hef­ur mikið verið rætt um ann­ar­lok og náms­mat í grunn­skól­um en fram­kvæmd og út­færsla þess er á ábyrgð hvers skóla að upp­fyllt­um ákveðnum viðmiðum. Náms­matið get­ur því verið með mis­mun­andi hætti, en fram­kvæmd á birt­ingu lokamats úr grunn­skóla þarf engu að síður að vera eins sam­ræmd og mögu­legt er til að tryggja eins og unnt er jafn­ræði nem­enda við inn­rit­un í fram­halds­skóla. Við leggj­um okk­ur öll fram við að tryggja sem far­sæl­asta inn­rit­un nem­enda í fram­halds­skóla fyr­ir haustönn 2020 í góðri sam­vinnu við kenn­ara­for­yst­una, Skóla­stjóra­fé­lag Íslands, Skóla­meist­ara­fé­lag Íslands og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Fram­halds­skól­ar

Við gildis­töku sam­komu­banns var skóla­bygg­ing­um fram­halds- og há­skóla lokað fyr­ir nem­end­um, sem stunduðu þó fjar­nám af full­um krafti. Strax komu upp á yf­ir­borðið áhyggj­ur af nem­end­um í brott­hvarfs­hættu og því var haf­ist handa við að halda þétt utan um þann hóp. Marg­vís­leg­ar aðferðir voru notaðar til að styðja nem­end­ur áfram í námi. Jafn­framt var kast­ljós­inu beint að nem­end­um í starfs­námi, enda áttu þeir á hættu að vera sagt upp náms­samn­ingi eða missa af sveins­prófi á rétt­um tíma. Það voru því mik­il gleðitíðindi þegar ráðuneytið, skóla­meist­ar­ar starfs­mennta­skóla og um­sýsluaðilar sveins­prófa tóku hönd­um sam­an og fundu leiðir til að tryggja náms- og pró­flok með sveins­próf­um.Allt kallaði þetta á mikla vinnu og gott sam­starf ólíkra aðila í fram­halds­skóla­sam­fé­lag­inu. Það tókst svo sann­ar­lega, því áskor­an­irn­ar hafa þétt mjög raðirn­ar og sam­ráð á fram­halds­skóla­stig­inu efld­ist mjög á þess­um erfiða tíma. Stjórn­end­ur skipt­ust á góðum ráðum og hvatn­ingu, sem blés öll­um byr und­ir báða vængi. Ég bind mikl­ar von­ir við að þetta góða sam­starf muni fylgja okk­ur áfram eft­ir að líf kemst í eðli­legt horf.

Há­skól­ar

Aðstæðurn­ar höfðu óneit­an­lega áhrif á ann­ar­lok í há­skól­um og fram­halds­skól­um, sem höfðu búið sig vel und­ir þá staðreynd. Í mörg­um skól­um var upp­haf­leg­um kennslu­áætlun­um fylgt og ann­ar­lok og út­skrift­ir verða því á rétt­um tíma. Skól­arn­ir fengu frelsi til að út­færa náms­mat að aðstæðunum, enda varð fljótt ljóst að prófa­hald yrði óhefðbundið og vinna við ein­kunna­gjöf flókn­ari. Sum­ir ákváðu að halda sig við hefðbundna ein­kunna­gjöf, en aðrir staðfesta að nem­andi hafi staðist eða ekki staðist kröf­ur sem gerðar eru í hverri grein.Staða há­skóla­nema er mér mjög hug­leik­in. Stofnaður var sam­hæf­ing­ar­hóp­ur fjöl­margra hagaðila sem vinn­ur nú hörðum hönd­um að því að skoða stöðu at­vinnu­leit­enda og ekki síður náms­manna. Ljóst er að bregðast þarf hratt við. Mark­miðið er að styðja mark­visst við náms­menn ásamt því að nýta mennta­kerfið til þess að efla og styrkja nám og þjálf­un í þeim at­vinnu­grein­um sem mögu­lega verða hvað verst úti.

Fram hef­ur komið að álag er mikið á nem­end­ur og marg­ir þeirra hafa áhyggj­ur af fram­færslu, þar sem þeir hafa misst störf til að fram­fleyta sér. Há­skól­arn­ir brugðu á það ráð að auka við ráðgjöf og þjón­ustu við nem­end­ur. Stjórn Lána­sjóðs náms­manna ákvað einnig að koma til móts við náms­menn og greiðend­ur náms­lána með ýms­um aðgerðum.

Mik­il­vægt er að allt sé gert til að hlúa að gæðum náms en nem­end­um verður að vera mætt með aukn­um sveigj­an­leika. Vellíðan og ör­yggi nem­enda skipt­ir afar miklu.

Heim­spek­ing­ur­inn John Stu­art Mill sagði: „Öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði, því að mennt­un­in veit­ir aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar og skoðana.“ Ljóst er að ís­lenskt sam­fé­lag stend­ur frammi fyr­ir veru­leg­um breyt­ing­um á vinnu­markaðnum. Mik­il­vægt er að for­gangsraða í þágu gæða mennt­un­ar. Til að mæta þeim áskor­un­um þurf­um við að huga vel að sveigj­an­leika og sam­spili vinnu­markaðar­ins og mennta­kerf­is­ins, nálg­ast þau mál heild­rænt og í virku sam­hengi við þróun þeirra ann­ars staðar í heim­in­um. Kæra skóla­fólk og nem­end­ur. Hafið þið mikl­ar þakk­ir fyr­ir þrek­virkið sem þið hafið unnið, sem er ein­stakt á heimsvísu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst 4. maí 2020.

Categories
Greinar

Stöndum með ferðaþjónustunni

Deila grein

04/05/2020

Stöndum með ferðaþjónustunni

Þegar ég horfi upp í him­in­inn á kvöld­in á leiðinni úr hest­hús­inu er hann eins og hann var þegar ég var lít­ill strák­ur. Þótt það séu ekki ald­ir síðan voru rák­irn­ar sem þot­urn­ar skildu eft­ir sig á himn­in­um sjald­gæfari en síðustu ár. Um all­an heim eru þot­urn­ar sem fyr­ir nokkr­um vik­um fluttu fólk milli landa og heims­álfa í stæðum á jörðu niðri og bíða þess að heim­ur­inn opn­ist að nýju og fólk láti draum­inn um fjar­læg­ari staði ræt­ast.Mörg­um gæti þótt róm­an­tískt að okk­ar fögru ferðamannastaðir séu fá­menn­ir og að ein­hverju leyti er það heill­andi. Af­leiðing­arn­ar af þessu fá­menni eru þó gríðarleg­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur um allt land. Ferðaþjón­ust­an hef­ur lengi verið mik­il­væg­ur þátt­ur í ís­lensku mann­lífi en aldrei eins og síðustu árin þegar áhugi heims­ins á Íslandi hef­ur verið mik­ill og ferðalag til eyj­unn­ar okk­ar í Atlants­haf­inu á óskalista margra. Okk­ur hef­ur líka lánast það að Ísland er áfangastaður sem fólk vill heim­sækja aft­ur og mæl­ir með við vini sína og fjöl­skyld­ur.

Rík­is­stjórn­in hef­ur á síðustu vik­um komið með fjöl­marg­ar aðgerðir sem ætlað er að brúa bilið þangað til aft­ur er hægt að ferðast um heim­inn. Við höf­um lagt áherslu á að vernda lífs­gæði fólks og það að fyr­ir­tæk­in geti hafið starf­semi sína að nýju þegar óveðrinu slot­ar, veitt fólki störf og skapað sam­fé­lag­inu tekj­ur.

Ég er bjart­sýnn maður að eðlis­fari og trúi því að ekki verði grund­vall­ar­breyt­ing­ar á ferðaþrá fólks og ferðalög­um. Það er ein­fald­lega mjög sterk­ur þráður í mann­in­um að vilja skoða sig um á ókunn­um slóðum. Þess vegna er mik­il­vægt að við séum viðbúin þegar náðst hef­ur stjórn á veirunni.

Ferðaþjón­ust­an er gríðarlega mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið og ekki síst er hún stór­kost­legt afl úti í hinum dreifðu byggðum. Og þangað til hún end­ur­heimt­ir kraft­inn úr ferðaþrá heims­ins hef ég lagt of­urá­herslu á að rík­is­stjórn­in skapi ný störf sem geta veitt fólki um allt land tekj­ur á meðan þetta ástand var­ir. Margra millj­arða aukn­ing í verk­efn­um tengd­um sam­göng­um um allt land er til þess ætluð að skapa fjöl­skyld­um tekj­ur til að lifa góðu lífi. Og auk þess eru sam­göngu­fram­kvæmd­ir arðsam­ar fyr­ir sam­fé­lagið.

Fram­sókn hef­ur alltaf verið ná­tengd líf­inu í land­inu, enda spratt flokk­ur­inn upp úr bænda­sam­fé­lagi fyr­ir rúmri öld. Við höf­um stutt við upp­bygg­ingu um allt land og ferðaþjón­ust­an hef­ur staðið okk­ur nærri. Við mun­um áfram berj­ast fyr­ir því að hags­mun­ir fjöl­skyldna um allt land séu hafðir í önd­vegi við ákv­arðana­töku við rík­is­stjórn­ar­borðið.

Ég hvet alla Íslend­inga til að ferðast um okk­ar fagra land í sum­ar. Þannig styðjum við við það fólk sem hef­ur haldið uppi mik­il­vægu starfi fyr­ir land og þjóð síðustu árin og höld­um hjól­un­um gang­andi þangað til rák­un­um á himn­in­um fjölg­ar að nýju.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. maí 2020.