Menu

Monthly Archives: maí 2020

//maí

Samvinna og útsjónarsemi – ný störf og nýjar tekjur!

Fréttir|

„Hlutastarfaleiðin hitti í mark, en óvissan var mikil þegar þingið samþykkti hana. Rúmlega 37.000 manns hafa nýtt leiðina og þetta fólk er í ráðningasambandi við tæplega 6.500 launagreiðendum. Markmið var að stuðla að því að fyrirtæki héldu ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast væri unnt, þó minnka þyrfti starfshlutfall vegna tímabundins rekstrarvanda og lokana [...]

Þriðja fjáraukalagafrumvarpið lagt fram

Fréttir|

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram þriðja fjáraukalagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra á þessu ári, til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19. Frumvarpið nú er það umfangsmesta hingað til en samtals er lögð til 65 ma.kr. aukning á fjárheimildum. Það samsvarar 6,3% aukningu frá áður samþykktum fjárheimildum í fjárlögum og fjáraukalögum fyrir [...]

Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað

Fréttir|

Fréttablaðið greinir frá að þingsályktunartillaga sex þingmanna Framsóknar um „Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað,“ hafi verið tekin fyrir hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. En með henni yrði þingforseta falið að skipa þverpólitískan starfshóp til að endurskoða þingsköp og skila tillögum um breytingar fyrir árslok. „Það sem vakti fyrir okkur var að vekja athygli á stöðu einstaklingsins [...]

Aukin tækifæri á Íslandi sem tökustað

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir í færslu á Facebook að ánægjlegt sé að segja frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, alls 2.120 m.kr. Þetta er niðurstaðan nú er þriðja fjáraukalagafrumvarp er lagt fram á þessu ári, til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19. [...]

Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar

Greinar|

Störf framtíðar­inn­ar verða í aukn­um mæli byggð á ný­sköp­un í at­vinnu­líf­inu og sam­spili þess við rann­sókn­ar­störf. Þess vegna hafa stjórn­völd stór­aukið fjár­fram­lög sín til rann­sókna og ný­sköp­un­ar. Viðspyrna Íslands er byggð á skýrri framtíðar­sýn um aukna verðmæta­sköp­un. Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­ar­starf um allt land er mik­il­vægt. Með aukn­um áhersl­um á [...]

Opinber störf á landsbyggðinni

Greinar|

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara [...]

Stafrænt kynferðisofbeldi stærsta áskorunin – löggjöfin hefur ekki að geyma vernd

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, bar upp fyrirspurn á Alþingi í vikunni um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir að stefnt skuli að gerð áætlunar um að útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi. Stýrihópi forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur varðandi kynferðislegt ofbeldi hefur [...]

Fjárfest í framtíðinni

Greinar|

Til að stuðla að hag­vexti til framtíðar þarf að efla tækn­ina með vís­ind­um og ný­sköp­un. Mik­il­vægt er að skapa framúrsk­ar­andi aðstæður til rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfs til að fyr­ir­tæk­in í land­inu sjá hag sinn í að fjár­festa í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi. Í gegn­um tíðina hef­ur rann­sókn­ar­vilj­inn og sann­leiksþráin knúið vís­ind­in áfram. Reynsla síðustu vikna hef­ur sýnt okk­ur að [...]

Áherslur ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og vísindum

Fréttir|

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja milljarði króna, fram til ársins 2023, til að styðja við rannsóknir og nýsköpun á samfélagslegum áskorunum, í gegnum Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu áætlunina í dag  sem og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna og fjölluðu að auki um frekari [...]

„Afrekið sem skólafólk vann“

Fréttir|

„Nú þegar farfuglarnir eru flestir komnir, reglur um samkomur rýmkaðar, sundlaugar opnar, margir nýklipptir og skólaárinu að ljúka er full ástæða til að rifja upp afrekið sem skólafólk vann í kjölfar kórónuveirunnar,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í gær. „Skólastjórnendur, kennarar, leiðbeinendur og annað starfsfólk á öllum skólastigum [...]

Load More Posts