„Sveitarfélögin mega ekki vera dragbítur í baráttunni við húsnæðisvandann“
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðu um „framtíð félagslegs húsnæðis“ á Alþingi í liðinni viku að nauðsynlegt væri að skilgreina ábyrgð sveitarfélaganna þegar kemur að því að tryggja framboð félagslegs húsnæðis sem og annars húsnæðis.
„Það liggur fyrir að sveitarfélögin þurfa að tryggja að byggt verði nóg þannig að framboð á húsnæði, og þá líka félagslegu húsnæði, verði nægjanlegt. Sveitarfélögin mega ekki vera dragbítur í baráttunni við húsnæðisvandann,“ sagði Hafdís Hrönn.
Nefndi hún sem dæmi Reykjavíkurborg sem hefur lýsir því yfir að 1.000 íbúðum verði úthlutað í ár þegar þörfin er rúmlega 4.000.
„Það þarf að spýta í lófana ef stefnan er að bæta húsnæðismarkaðinn og stuðla að betri framtíð hans í heild.“
Sagði hún mikilvægt að tryggja framboðið og dreifa því þvert yfir landið en einnig mætti horfa til frekari útvíkkunar á hlutdeildarlánunum sem komið var á fót fyrir tilstilli Framsóknar á síðasta kjörtímabili.
Einar Eðvald leiðir B-lista Framsóknar í Akrahreppi og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
B-listi Framsóknarflokksins býður fram eftirfarandi lista í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí 2022.
Stríðið í Úkraínu hefur varað í rúman mánuð. Afleiðingarnar birtast okkur á degi hverjum, með myndum af mannfalli almennra borgara. Milljónir flóttamanna eru á vergangi, heilu íbúðahverfin hafa verið jöfnuð við jörðu, ungar fjölskyldur eru aðskildar – allt eru þetta birtingarmyndir miskunnarlauss stríðs í Evrópu, sem flest okkar þekkja einungis úr sögubókum. Við finnum fyrir afleiðingum stríðsins á hverjum degi; verð á bensín, mat, kambstáli og nikkel hefur hækkað verulega. Þessar hækkanir þýða að verðbólga eykst og neysla og hagvöxtur munu minnka. Lífskjör á heimsvísu rýrna! Þess má geta að Rússland og Úkraína framleiða 26% af hveiti, 16% af korni, 30% af byggi og 80% af sólblómaolíu. Ljóst er hagkerfi veraldarinnar munu finna fyrir miklum skorti á framleiðslu á þessum afurðum og því miður munu fátækustu lönd heimsins líklega finna enn meira fyrir þessu.
Þörf á samstilltum aðgerðum á heimsvísu
Það eru blikur á lofti og eftirspurnarkreppa gæti myndast vegna verðhækkana. Þessi þróun þarf ekki að raungerast ef efnahagsstjórnin er skynsöm. Til að kljást við Kremlar-ógnina verða leiðandi hagkerfi heimsins að stilla saman aðgerðir sínar sem miða að því að vera minna háð orkuframleiðslu Rússlands. Í hagsögunni eru dæmi eru miklar hækkanir á olíu, til dæmis eftir Yom Kippur-stríðið 1973 og írönsku byltinguna 1979 og svo þær hækkanir olíuverðs sem áttu sér stað 2010-2011 eftir fjármálakreppuna 2008. Áhrif þessara hækkana á heimshagkerfið voru þó gjörólík. Fyrri hækkanir höfðu mikil áhrif og urðu til þess að verulega hægðist á alþjóðahagkerfinu en þær seinni gerðu það ekki. Hver er þá munurinn?
Tímamótarannsókn Bernankes, Gertlers og Watsons
Árið 1997 birtu Bernanke, Gertler og Watson tímamótahagrannsókn sem fjallaði um áhrif hækkunar olíuverðs á bandaríska hagkerfið. Niðurstaða þeirra var að efnahagskreppa raungerðist ekki vegna þess að olíuverð væri að hækka, heldur vegna þess að seðlabankinn hefði áhyggjur af víxlverkun launa og verðlags, og hækkuðu því stýrivexti mikið sem viðbrögð við hækkun olíuverðs. Paul Krugman hefur nýlega bent á muninn á því hvað gerðist eftir olíuáfallið á 8. áratugnum annars vegar og hins vegar eftir fjármálakreppuna 2008 þegar Bernanke var við stjórnvölinn hjá bandaríska seðlabankanum og hélt aftur af vaxtahækkunum þrátt fyrir áköll um annað. Það ber þó að hafa bak við eyrað að aðstæður á hagkerfum heimsins eru ólíkar á hverjum tíma og þurfa viðbrögð stjórnvalda að taka mið af því. Við höfum lært af reynslunni að birtingarmyndir efnahagsáfalla eru ólíkar. Það er ljóst að verðbólga er stórskaðleg öllum hagkerfum og í ljósi verðhækkana undanfarinna mánaða er ekki að undra að vaxtahækkunarferlið sé hafið víða um heim. Það er þó afar brýnt að þær efnahagsþrengingar sem eru í vændum verði ekki of miklar og seðlabankar bregðist ekki of hart við. Í því sambandi er mikilvægt að samræmis sé gætt í stefnumörkun hins opinbera. Af þeim sökum er mikilvægt að hið opinbera gangi í takt og styðji við peningastefnuna, t.d. í ríkisfjármálum.
Horfurnar á Íslandi
Hnökrar í alþjóðaviðskiptum hafa hægt á endurreisninni í kjölfar Covid. Óverjanleg innrás Rússa í Úkraínu eykur enn á líkur þess að það hægi á hagvexti. Hrávöruverð hækkar mikið á alþjóðamörkuðum og því mun verðbólga aukast í kjölfarið. Það verður áfram óvissa um þróunina meðan stríðið varir. Óljóst er þó hvaða áhrif stríðið hefur á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins, þ.e. líklegt er að viðskiptakjör rýrni vegna hækkandi verðbólgu en á móti kemur að ferðaþjónustan virðist enn standa sterkt. Því ætti gengi krónunnar að haldast stöðugt að öllu öðru óbreyttu. Íslendingar þurfa ekki að leita í sögubækurnar til að kynna sér áhrif verðbólgu á heimilin. Stóra málið í efnahagsstjórninni hér á landi er að halda verðbólgunni í skefjum. Það er mjög sorglegt að horfa upp á að helmingurinn af 6,2% verðbólgunni á Íslandi er vegna mikillar hækkunar húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu. 22,4% hækkun mælist nú á höfuðborgarsvæðinu! Hér er ekki gengið í takt til stuðnings baráttunni gegn verðbólgunni! Það verður að auka framboð hagkvæmra lóða og fara í stórátak í húsnæðismálum ef þetta á ekki að enda með efnahagslegu stórslysi, því er afar gott að skipulagsmálin séu komin í innviðaráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar!
Það hafa orðið ótrúlegar breytingar í heiminum á einum mánuði og óvissan verður áfram ríkjandi á meðan stríðið varir og jafnvel lengur. Það er auðvitað hryllileg tilhugsun að heimurinn sé jafnbrothættur og raun ber vitni. Brýnast fyrir hagstjórnina bæði á heimsvísu og hér innanlands er að fara í aðgerðir sem miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi og styðja Seðlabanka Íslands í sinni vegferð.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2022.
Síðastliðna daga hefur sprottið upp umræða um fækkun sýslumannsembætta hér á landi. Talað er um að sameina ákveðin embætti í eitt og jafnvel að fækka sýslumönnum í einungis einn sýslumann, sem myndi hafa allt Ísland sem sitt umdæmi. Þetta er áhyggjuefni þar sem sýslumenn sinna veigamiklu hlutverki innan sinna umdæma. Þeir þjóna sínu nærsamfélagi í mikilvægum og persónulegum málum íbúa þess hvort sem það eru þinglýsingar, gjaldþrot eða mikilvæg málefni fjölskyldna. Af þessu er augljóst að mikilvægi þess að sýslumenn séu innan handar er óumdeilt. Sýslumenn eru umboðsmenn hins opinbera í héraði. Ef þau áform sem búið er að boða yrðu að veruleika þá verður búið að eyða grundvallarhlutverki þeirra.
Haft er eftir formanni Félags sýslumanna að dómsmálaráðuneytið hafi fundað með sýslumönnum um málið og að efasemdir séu um ágæti þess innan þeirra raða. Skiljanlega, enda er nauðsynlegt að sýslumenn séu til staðar í nærumhverfinu og hafi einhverja tengingu við samfélagið. Með brotthvarfi þeirra úr umdæminu eyðist sú tenging, eðli málsins samkvæmt.
Vissulega bjóða tækninýjungar fjórðu iðnbyltingarinnar upp á nýjungar, tækifæri og uppfærslu ferla og aðferða. Þó er augljóst að áform um að fækka sýslumannsembættum töluvert brjóta í bága við byggðasjónarmið, en við höfum skuldbundið okkur til að vinna í þágu þeirra. Fækkun embættanna hefur í för með sér neikvæð áhrif á mörg byggðarlög, þá helst utan höfuðborgarsvæðisins. Ásamt því er augljóst að atvinnutækifærum í fámennari byggðum fækkar, en það er gömul saga og ný að opinber störf hverfi af landsbyggðinni í óþökk íbúa. Boðað hefur verið að með þessu verði störfum og verkefnum sýslumanna fjölgað, sem er af hinu góða, enda höfum við í Framsókn verið ötulir talsmenn fjölgunar opinberra starfa á landsbyggðinni. Það færi betur á því að halda sýslumönnum og núverandi umdæmamörkum og færa þau störf sem áætlanir eru upp um að flytja í kjölfar breytinganna til núverandi embætta og þar með styrkja þær mikilvægu stjórnsýslueiningar sem sýslumannsembættin eru í dag.
Fækkun sýslumannsembætta þvert yfir landið mun ekki verða með mínu samþykki. Hún fer gegn þeim markmiðum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Fækkunin yrði mikið högg innan ýmissa byggða þvert yfir landið. Rökin fyrir henni halda ekki vatni eins og staðan er í dag.
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2022.
Guðveig Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknar í Borgarbyggð í þriðja sinn
Gríðarleg stemming og jákvæðni var í loftinu í gærkvöldi þegar framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð var kynntur. Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann þriðja kjörtímabilið í röð. Í öðru sæti er Davíð Sigurðsson, sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdarstjóri og í því þriðja Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi. Þá þakkaði fundurinn Finnboga Leifssyni sérstaklega fyrir sitt starf síðustu áratugi með dynjandi lófaklappi, en hann skipar nú heiðurssæti listans.
Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð fyrir n.k. sveitarstjórnarkosningar er eftirfarandi:
1 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi 2 Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi 3 Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi 4 Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís 5 Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður 6 Þórður Brynjarsson, búfræðinemi 7 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri 8 Weronika Sajdowska, kennari og þjónn 9 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu 10 Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari 11 Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur 12 Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari 13 Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi 14 Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður 15 Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks 16 Orri Jónsson, verkfræðingur 17 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður 18 Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
Hrönn Guðmundsdóttir, skógfræðingur, leiðir B-lista Framfarasinna í Ölfusi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Listinn samanstendur af öflugum hópi íbúa, bæði úr þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Frambjóðendurnir eru með fjölbreyttan bakgrunn og eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á samfélagsmálum og metnað til að vinna að bættu samfélagi og vönduðum vinnubrögðum, að því er segir í tilkynningu frá framboðinu.
Listinn er þannig skipaður: 1. Hrönn Guðmundsdóttir, 62 ára skógfræðingur. 2. Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, 47 ára húsasmíðameistari. 3. Gunnsteinn R. Ómarsson, 51 árs skrifstofustjóri. 4. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 37 ára hegðunarráðgjafi. 5. Hlynur Logi Erlingsson, 28 ára stuðningsfulltrúi. 6. Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, 33 ára kennaranemi. 7. Emil Karel Einarsson, 28 ára sjúkraþjálfari. 8. Sigrún Theodórsdóttir, 55 ára félagsliði. 9. Arnar Bjarki Árnason, 44 ára vél- og orkutæknifræðingur. 10. Helga Ósk Gunnsteinsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi. 11. Axel Orri Sigurðsson, 25 ára stýrimaður og hundaþjálfari. 12. Steinn Þór Karlsson, 83 ára búfræðingur. 13. Jón Páll Kristófersson, 51 ára rekstrarstjóri. 14. Anna Björg Níelsdóttir, 52 ára bókari.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra
Framboðslisti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí n.k. var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga í kvöld.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Björgvin Óskar Sigurjónsson, byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Gunnar Ásgeirsson, vinnslustjóri hjá Skinney Þinganesi og í fjórða sæti er Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.
Listann skipar kraftmikill hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem brennur fyrir öflugu og góðu samfélagi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framundan eru fundir með íbúum um málefni sveitarfélagsins þar sem áhugasömun gefst tækifæri til að taka þátt í sefnu framboðsins og þau verkefni sem framundan eru.
Listinn í heild sinni:
1. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 53 ára. Hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs.
2. Björgvin Óskar Sigurjónsson, 40 ára. Byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi.
3. Gunnar Ásgeirsson, 31 árs. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.
4. Gunnhildur Imsland, 53 ára Heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.
Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði
Framsókn í Hveragerði kynnti framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á fjölmennum fundi á Gróðurhúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði, leiðir listann en í öðru sæti er Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Þjóðskrá Íslands.
Framsókn bauð fram fyrir fjórum árum undir merkjum Frjálsra með framsókn og fékk þá einn bæjarfulltrúa kjörinn. Það var Garðar R. Árnason en hann fór í leyfi á miðju kjörtímabili og Jóhanna Ýr tók þá sæti í bæjarstjórn. Garðar skipar heiðurssæti listans.
Listi Framsóknar í Hveragerði er þannig skipaður: 1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi 2. Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri 3. Andri Helgason, sjúkraþjálfari og eigandi Tinds sjúkraþjálfun 4. Lóreley Sigurjónsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Fitnessbilsins 5. Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla 6. Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður 7. Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla 8. Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari 9. Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona 10. Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari 11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi 12. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri 13. Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunaþegi 14. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrv. bæjarfulltrúi
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra
Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 var samþykktur á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Rangæinga í dag.
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Rafn Bergsson, bóndi í Hólmahjáleigu A-Landeyjum, í þriðja sæti er Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri og fjórða sæti skipar Guri Hilstad Ólason kennari.
Uppstillingarnefnd, skipuð Bergi Pálssyni og Sigrúnu Þórarinsdóttur, hefur undanfarnar vikur unnið að uppstillingu listans. Óskað var eftir áhugasömum einstaklingum sem vildu taka sæti á listanum og fóru viðtökur langt fram út væntingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu.
„Listinn er skipaður kraftmiklu fólki á öllum aldri úr Rangárþingi eystra. Þeir sem skipa listann koma úr mismunandi stéttum samfélagsins með fjölbreyttan bakgrunn. Öll höfum við þann metnað að vinna af krafti við að styrkja og efla okkar góða samfélag.Við hlökkum til komandi vikna í kosningabaráttunni og vonumst til að kosningabaráttan verði háð á drengilegan hátt þar sem málefnin og hagsmunir sveitarfélagsins verða hafðir að leiðarljósi. Við teljum að það sé mikilvægt að heyra raddir sem flestra og því viljum við eiga gott samtal við íbúa Rangárþings eystra. Við munum auglýsa opna fundi okkar þar sem íbúum er boðið að koma og hafa áhrif á þau stefnumál sem við munum leggja upp með,“ segir í tilkynningunni.
Framboðslisti Framsóknar- og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra er þannig skipaður:
Í kjölfar óverjanlegrar innrásar Rússlands í hina frjálsu og fullvalda Úkraínu gjörbreyttist sá friðsami veruleiki sem Evrópa hefur búið við. Borgir og bæir hafa nánast verið jafnaðir við jörðu og milljónir manna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til vinveittra nágrannaríkja. Þar hefur lofsvert framlag Póllands skipt gríðarlega miklu máli en Pólverjar hafa með hlýju tekið á móti mestum fjölda þeirra Úkraínubúa sem flúið hafa landið sitt.
Nýverið átti ég áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem hugmynd að Samstöðutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd afar vel og setti tónleikana strax á dagskrá með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Samstöðutónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 24. mars klukkan 19.30 í Hörpu og fer miðasala fram á vefsíðunni sinfonia.is þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrána. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til hjálpar fötluðu fólki í Úkraínu sem er sérstaklega berskjaldað í stríðinu sem nú geisar. Þessi hópur getur síður flúið og orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar og því mikilvægt að leggja honum lið.
Ég hef trú á því að samtakamáttur í sinni víðustu mynd skipti máli í þeirri stöðu sem uppi er. Þannig hafa vestræn ríki sýnt fordæmalausa samstöðu við að refsa Rússum fyrir framferði þeirra sem og við að styðja Úkraínu á þessum erfiðu tímum með ýmsum hætti. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur málstað lið. Samstöðutónleikarnir eru þar eitt innlegg af mörgum.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir,menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 23. mars 2022
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.