Categories
Greinar

Klárum leikinn með samvinnu

Deila grein

06/05/2021

Klárum leikinn með samvinnu

Framsóknarflokkurinn hefur allt síðasta ár lagt áherslu á stuðningsaðgerðir til að fleyta fólkinu í landinu í gegnum kreppuna sem Covid skapar. Nú þegar við sjáum til lands í glímunni við farsóttina er mikilvægt að halda út og brúa síðustu vikurnar með lokaspretti sem tengir saman aðgerðir, viðheldur tekjum fólks og auðveldar fyrirtækjum að hefja vöxt.

Stjórnvöld hafa nú kynnt á annan tug aðgerða sem miða að þessu markmiði. Lokunarstyrkir verða framlengdir, fleiri geta sótt um viðspyrnustyrki, endurráðningar í fyrra starfshlutfall styrktar, bætt í ýmsar félagslegar ráðstafanir og úrræðum í menntakerfinu framhaldið.

Fjárfestum í fólki

Það er mikilvægt að fjárfesta í fólki með því að tryggja afkomu heimila, en samhliða því þarf að vinna gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á einstaklinga. Það er best gert með því að tryggja fólki tækifæri til sjálfseflingar hvort sem er í gegnum nám, félagslega þátttöku eða þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í gegnum allan faraldurinn hefur verið lögð áhersla á tækifæri til menntunar, þátttöku barna í íþróttum og ýmis félagsleg úrræði.

Ákveðið er að hlutabótaleiðin falli nú inn í atvinnuátakið „Hefjum störf“. Þannig að þeir sem nýta hlutabótaleiðina geta farið í fyrra starfshlutfall hjá vinnuveitanda og að hann fær styrk á móti í allt að fjóra mánuði. Stuðningurinn er þá bæði við fólk og fyrirtæki.

Bætt verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa þar sem sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna. Í því skyni verður 600 milljóna króna viðbótarframlagi veitt til geðheilbrigðismála og 200 milljónum inn í aðgerðaáætlun um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á börn, eldri borgara, öryrkja og fólk af erlendum uppruna.

Ákveðið er að í sumar verði boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna eins og á síðasta ári. Auk þess verða tiltekin viðbótarlán í boði.

Fólk grípur tækifærin

Úrræðin sem gripið hefur verið til hafa nýst samfélaginu vel af því að fólk er tilbúið að nýta þau. Það liggur fyrir að fólk er sveigjanlegt, bregst við þegar einar dyr lokast og endurskoðar sín framtíðarplön.

Þannig fjölgaði nemendum töluvert bæði á framhalds- og háskólastigi milli skólaára. Ársnemum í framhaldsskóla fjölgaði um 1.340 og háskólanemum um 1.800 á haustönn 2020 frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Ef þessi fjölgun nemenda hefði komið fram í atvinnuleysi hefði það aukist um 1,5%. Þannig var ein af lykilákvörðun síðasta árs yfirlýsing Menntamálaráðherra um að tekið yrði við öllum nemum sem skólarnir gætu tekið við og nauðsynlegt fjármagn tryggt til kennslu þeirra.

Það liggur svo fyrir að þau mörgu félagslegu úrræði sem gripið hefur verið til hafa reynst það vel að þau eru komin til að vera. Einkum úrræði sem efla viðkvæma hópa samfélagsins.

Áfram veginn.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. mai 2021.

Categories
Greinar

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Deila grein

03/05/2021

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu.

Hlutabótaleiðin

Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid.

Hefjum störf

Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar.

Viðspyrna framundan

Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu.

Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust.

Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru.

Klárum leikinn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. maí 2021.

Categories
Fréttir

Kynningarblað á frambjóðendum í Suðvestur

Deila grein

03/05/2021

Kynningarblað á frambjóðendum í Suðvestur

Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.

Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.

Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.

Categories
Fréttir

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

03/05/2021

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14-16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.

Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.

Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.

Í framboði eru:

Willum Þór Þórsson, Kópavogi – sækist eftir 1. sæti.

Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafnarfirði – sækist eftir 2. sæti.

Linda Hrönn Þórisdóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 2. sæti.

Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 3. sæti.

Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi – sækist eftir 3.-4. sæti.

Þórey Anna Matthíasdóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 3.-4. sæti.

Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi – sækist eftir 4. sæti.

Categories
Greinar

Við sjáum til lands

Deila grein

01/05/2021

Við sjáum til lands

Hún var hátíðleg og hjartnæm stundin sem við urðum vitni að í fréttum í vikunni þegar brast á með miklu lófaklappi þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir mætti í Laugardalshöll í bólusetningu. Það var verðskuldað. Það er líka einstaklega ánægjulegt að fylgjast með hversu vel bólusetningar ganga og ekki síst fagmennskuna og skipulagið hjá heilbrigðisstarfsfólkinu okkar og þeim sem koma að almannavörnum.

Bólusetningarmyndir hafa leyst eldgosamyndirnar af hólmi á samfélagsmiðlum. Hvort tveggja er stórkostleg upplifun. Annars vegar er það ægikraftur náttúrunnar og hins vegar kraftur vísinda og samvinnu.

Við klárum leikinn saman

Í gær samþykkti ríkisstjórnin nýjar aðgerðir sem er ætlað að klára leikinn eins og við í Framsókn höfum orðað það. Þessar aðgerðir bætast á lista umfangsmikilla aðgerða sem hafa skipt sköpum í því að tryggja heilsu og afkomu landsmanna síðasta árið. Styrkur til þeirra sem hafa verið atvinnulausir í lengri tíma, barnabótaauki til þeirra sem lægstar tekjur hafa, tímabundin hækkun framfærslu námsmanna, aukinn stuðningur í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna um allt land, rýmkun á viðspyrnustyrkjum, styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall, ný ferðagjöf og framlenging á stuðningi við íþróttafélög. Allt eru þetta aðgerðir sem munu styrkja samfélagið síðustu mínútur leiksins.

Atvinna, atvinna, atvinna

Ríkisstjórnin brást hratt og örugglega við því frosti sem varð í ferðaþjónustu fyrir ári síðan. Stærsta og mikilvægasta aðgerðin þá var hlutabótaleið félags- og barnamálaráðherra sem gerði fólki og fyrirtækjum kleift að viðhalda ráðningarsambandinu og halda úti lágmarksstarfssemi. Stærsta aðgerðin sem kynnt var í gær er styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall. Þessi aðgerð gerir það að verkum að þeir fjölmörgu sem er á hlutabótum og vinna 50% verða ráðnir í fyrra starfshlutfall með stuðningi ríkisins, ganga í raun inn í þá stóru og merkilegu aðgerð sem kynnt var fyrir skömmu undir heitinu Hefjum störf. Þessar aðgerðir eru mikilvægur liður í viðspyrnu fyrir Ísland og því að skapa störf og hefja störf. Atvinna, atvinna, atvinna.

Landsýn

Við sjáum til lands. Stundin er að renna upp, stundin sem við höfum beðið eftir síðan heimsfaraldurinn skall á með öllu sínu tjóni á heilsu og hag fólks um allan heim. Allt síðasta ár hefur verið helgað baráttunni við faraldurinn, helgað því að vernda heilsu fólks og afkomu og því að tryggja hraða og markvissa viðspyrnu fyrir Ísland. Augnablikið þegar allt horfir til betri vegar er ekki síst upplifun okkar hvers og eins þegar við fáum stunguna í öxlina, þegar við sjáum fram á að losna við óttann við veiruna, ótta sem snýst ekki aðeins um okkur sjálf heldur ekki síst um ástvini okkar.

Ég er stoltur af þjóðinni okkar. Á erfiðum tímum, tímum þegar faraldurinn hefur ógnað heilsu okkar og okkar nánustu, hefur þjóðin staðið saman og mætt erfiðleikum af einurð og styrk. Sól hækkar á lofti, hópur bólusettra stækkar, atvinnulausum fækkar. Við horfum bjartsýn fram á veginn og klárum leikinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Categories
Greinar

Klárum leikinn – fyrir fjölskyldur

Deila grein

30/04/2021

Klárum leikinn – fyrir fjölskyldur

Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu.

Barnabótaauki

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021.

Ferðagjöf

Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu.

Geðheilbrigði þjóðar

Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins.

Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn!

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 30. apríl 2021.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Norðaustur samþykktur

Deila grein

29/04/2021

Framboðslisti Framsóknar í Norðaustur samþykktur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi KFNA sem haldið var í fjarfundi nú í kvöld.

Fram fór prófkjör með póstkosning um sex efstu sæti listans. Valið fór fram dagana 1.-31. mars. Kjörstjórn KFNA gerði tillögu um önnur sæti listans samkvæmt framboðsreglum Framsóknar í heild að öðru leyti til stjórnar kjördæmissambandsins sem lagði hann fyrir aukakjördæmisþingið nú í kvöld.

Hvert sæti listans er skipað öflugu fólki hvaðanæva að í kjördæminu með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu á grunni samvinnu og jafnaðar. Á listanum fer saman víðtæk þekking, reynsla, framsýni og kraftur til að vinna að öflugu samfélagi, með öruggar grunnstoðir og fjölbreytt atvinnulíf í öndvegi. 

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar er oddviti listans. Í öðru sæti er Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður. Þriðja sætið skipar Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og alþingismaður. Í fjórða sæti er Helgi Héðinsson, bóndi og oddviti Skútustaðahrepps. Fimmta sætið skipar Halldóra Hauksdóttir, lögfræðingur og sjötta sætið Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi. Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi, skipar heiðurssæti listans.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri, Akureyri 

2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði

3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi, Grýtubakkahreppi 

4. Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi 

5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri 

6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi 

7. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum

8. Ari Teitsson, lífeyrisþegi, Þingeyjarsveit 

9. Brynja Rún Benediktsdóttir, verkefnastjóri, Húsavík

10. Eiður Gísli Guðmundsson,  leiðsögumaður, Djúpavogi  

11. Íris Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi, Dalvíkurbyggð

12. Sverre Andreas Jakobsson, handboltaþjálfari, Akureyri 

13. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri, Fljótsdalshreppi

14. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólastarfsmaður, Eyjafjarðarsveit 

15. Eggert Stefánsson, bóndi, Þistilfirði

16. Rósa Jónsdóttir, nemi, Fjallabyggð

17. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði

18. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari, Egilsstöðum

19. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Húsavík 

20. Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi, Vopnafirði

Categories
Fréttir

Ævintýraþráin óttanum sterkari

Deila grein

26/04/2021

Ævintýraþráin óttanum sterkari

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddviti framboðslista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var í skemmtilegu viðtali í Fréttablaðinu s.l. laugardag. 

Stefán Vagn hafði aðeins verið yfirlögregluþjónn í Skagafirði í tvo mánuði þegar tveir ísbirnir gengu á land. Þar áður hafði hann starfað í sérsveitinni og í friðargæslusveit í Afganistan. Í haust stefnir Stefán á þing. Kristinn Haukur Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu tók viðtalið við okkar mann.

Stefán ólst upp á Suðurgötunni á Sauðárkróki, gegnt Framsóknarhúsinu. Sonur Stefáns heitins Guðmundssonar, alþingismanns til tuttugu ára. Pólitíkin var mikið rædd á æskuheimilinu og það kom því ekkert annað til greina en að ganga í flokkinn. Framan af áttu þó íþróttirnar hug hans allan en Stefán spilaði sem markvörður með Tindastól fram í meistaraflokk.

„Ég var þokkalegur námsmaður en hafði engan sérstakan áhuga á bókinni. Hugurinn var úti á fótboltavelli,“ segir Stefán. „Í eitt skipti var ég að vinna verkefni í grunnskóla, þá kom kennarinn og horfði yfir öxlina og sagði: Stefán, þetta er allt í fótunum á þér.“

Til 25 ára aldurs komst fátt annað að en fótboltinn nema ung stúlka frá Siglufirði, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, sem hann kynntist árið 1995. Í dag eiga þau saman þrjú börn og tvö þeirra spila nú sem markverðir hjá Tindastól. Stefán segir mikla stemningu vera í bænum fyrir sumrinu enda á félagið í fyrsta sinn lið í efstu deild, en kvennaliðið komst upp í fyrrasumar.

„Ég var ekki með miklar áætlanir um framtíðina á þessum árum. En árið 1997 spurði gamall varðstjóri mig hvort ég vildi ekki leysa af hjá lögreglunni um sumarið. Og hann væri búinn að ganga frá því að ég fengi stöðuna ef ég vildi,“ segir Stefán. „Þar með var teningunum kastað.“

Lærði að aftengja sprengjur

Stefán fann sig vel í lögreglunni á Sauðárkróki en f ljótlega f luttu þau Hrafnhildur til Reykjavíkur. Þar vann Stefán sig upp og endaði loks í sérsveitinni sem sprengjusérfræðingur. Hann segir mikinn mun á starfi lögreglumanns á landsbyggðinni og í borginni.

„Í borginni ertu svolítið andlitslaus lögga og álagið mikið. Þú klárar þitt verkefni, svo tekur rannsóknardeild eða tæknideild við og þú ferð í það næsta og svo næsta,“ segir Stefán. „Á landsbyggðinni þarf maður að standa meira á eigin fótum og klára verkefni frá byrjun til enda. Þetta er öðruvísi álag. Maður þarf einnig að aðskilja starfið frá sínu persónulega lífi, því að oftar en ekki er maður að kljást við fólk sem maður þekkir vel og þarf jafnvel að mæta í búðinni daginn eftir.“

Engu að síður lítur Stefán á það sem góð örlög að hafa slysast inn í lögregluna. Starfið sé afar gefandi, mannlegt en líka spennandi. „Að komst inn í sérsveitina var mikil þrautaganga en áskorunin kitlaði mig,“ segir hann. „Ég var ungur, í góðu formi og ákafur maður og verkefni sérsveitarinnar af öðrum toga en hinnar venjulegu lögreglu.“

Jánkar hann því að starfið minni um margt á það sem við sjáum í Hollywood-bíómyndum. Hann gekk í sveitina árið 2000 og árið 2004 lærði hann að aftengja heimatilbúnar sprengjur hjá breska hernum. Aðspurður hvort það sé ekki stressandi svarar Stefán því játandi. „Þú vilt ekki fá kvíðakastið þegar þú ert með sprengjuna í höndunum,“ segir hann og brosir.

Sveitin starfar við hlið hinnar almennu lögreglu og er kölluð til í hvert skipti þar sem grunur liggur á að einstaklingur beri hnífa eða skotvopn, eða þá að ofbeldi brjót ist út. „Útköllin voru mörg og gátu verið afar fjörug,“ segir hann.

Friðargæsla í Afganistan

Þegar Stefán hafði starfað í sex ár í sveitinni bauðst honum að fara út til að leiða hóp friðargæsluliða Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Þar hafði stríð geisað síðan Tvíburaturnarnir féllu 11. september 2001. Eftir umhugsun ákvað Stefán að slá til en það var ekki léttvæg ákvörðun.

„Auðvitað var ég smeykur. Við vorum það allir,“ segir Stefán. „En það var einhver ævintýraþrá sem togaði í mig. Þetta var enn ein áskorunin og ég vissi að reynslan yrði dýrmæt, bæði starfsins vegna og til að fá aðra sýn á lífið. Það stóð heima.“

Aðspurður hvað fjölskyldan hafi sagt á þessum tímapunkti segir Stefán hana hafa sýnt mikinn stuðning. „Ég og konan mín vissum bæði að þessu fylgdi áhætta. En við vissum líka að ef ég léti þetta tæki færi mér úr greipum ganga yrði ég aldrei sáttur í sálinni. Það tók mislangan tíma fyrir fólk að melta þetta og sumir skildu ekki hvað í andskotanum ég væri að hugsa. En að lokum urðu allir sáttir, enda fer maður ekki í svona verkefni án þess að hafa fjölskylduna þétt að baki sér.“

Sjö manna sveit hélt út til Noregs í þjálfun hjá hernum og þaðan til norðurhéraða Afganistan þar sem Litháar ráku herstöð. Einnig voru nokkrir Íslendingar staðsettir í höfuðborginni Kabúl.

„Fjallahéröðin þarna í kring voru mjög óstöðug og talíbanar úti um allt,“ segir Stefán. „En það gekk allt afskaplega vel enda frábærir strákar sem voru með mér í sveitinni.“ Aldrei kom það fyrir að sveitin lenti í beinum skotbardögum við talíbana.

Þrátt fyrir það voru aðstæður heimamanna skelfilegar að sögn Stefáns. „Það var ekkert til þarna. Fólk bjó í moldarkofum og átti varla til hnífs og skeiðar,“ segir hann. „Fólkið tók okkur misjafnlega, og fór eftir því hvaða svæði við fórum inn á. Við fundum vel að við vorum ekki velkomnir á þeim svæðum þar sem talíbanar höfðu ítök. Annars staðar var viðmótið betra enda var verið að lofa uppbyggingu. En margir vissu varla hvað Afganistan var og höfðu aldrei farið út fyrir sinn dal. Í þeirra augum skipti efnahagsuppbygging landsins engu máli heldur aðeins að fá brú yfir næstu á. Þau höfðu ekki skilning á því sem við vorum að reyna að kynna fyrir þeim.“

Fékk þrjá tíma til að ákveða sig

Ári 2007 sneri Stefán aftur heim en í stað þess að starfa áfram með sérsveitinni bauðst honum að taka þátt í að byggja upp nýja greiningardeild hjá Ríkislögreglustjóra. Hlutverk hennar var að meta öryggi landsins og finna þá veikleika sem voru til staðar. „Þetta er það verkefni sem ég er hvað stoltastur af að hafa komið að og það náði inn að hjartanu frá fyrsta degi,“ segir Stefán. „Við þurftum að koma okkur upp svona einingu til að við gætum verið fullgildir þátttakendur í alþjóðastarfi og fengið aðgang að upplýsingum og gögnum annarra lögreglustofnana.“

Í dag skipar greiningardeildin veigamikinn sess í löggæslu landsins, ekki síst vegna aukinnar hættu af erlendum skipulögðum glæpahópum. En Stefán átti ekki eftir að verða lengi starfandi hjá deildinni því að vorið 2008 fékk hann símtal.

„Ég var staddur á fundi í Finnlandi þegar sýslumaðurinn á Sauðárkróki hringdi í mig,“ segir Stefán. „Hann spurði hvort ég gæti komið norður og tekið við stöðu yfirlögregluþjónsins sem hætti nokkrum dögum áður. Ég sagðist ætla að hugsa þetta og svara þegar ég kæmi heim en þá sagði hann að ég hefði þrjá klukkutíma til að ákveða þetta, annars yrði fundinn einhver annar.“

Stefán hringdi þá í Hrafnhildi, sagði henni tíðindin en þau höfðu rætt það áður að flytja norður á einhverjum tímapunkti. En þetta var ekki sá tímapunktur. Stefán var nýbyrjaður í spennandi starfi og Hrafnhildur með sína vinnu sem félagsráðgjafi í Reykjavík.

„Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Ég vissi að ef ég tæki ekki stöðuna byðist hún mér aldrei aftur,“ segir hann. „Hrafnhildur hringdi í of boði norður í land til að leita að vinnu, meðal annars í grunnskólann. Stjörnurnar röðuðust þannig upp að námsráðgjafinn hafði hætt deginum áður og hún fékk vinnuna.“ Tveimur tímum eftir hringinguna frá sýslumanni hringdi Stefán til baka og þremur dögum seinna voru þau komin á Sauðárkrók þar sem þau eru enn.

Eltingarleikur við ísbjörn

Stefán hafði ekki stýrt lögreglunni á Króknum lengur en tvo mánuði þegar ísbjörn gekk á land og alla leið upp á Þverárfjall. Sá sem sá björninn fyrst, þann 2. júní 2008, tók hins vegar upp tólið og hringdi beint í fréttastofu Bylgjunnar og var því útvarpað klukkan tíu um morguninn.

„Allt í einu byrjuðu allir símarnir á lögreglustöðinni að hringja og fólk að spyrja um ísbjörn sem við vissum ekkert um,“ segir Stefán. „Við drifum okkur af stað og uppi á fjallinu blasti við sjón eins og í villta vestrinu. Hver einasti vopnfæri Skagfirðingur var mættur með riffilinn sinn ásamt tugum fólks sem vildi sjá björninn.“

Ástandið var að sögn Stefáns stórhættulegt og mikill tími fór í að koma fólki burtu og loka svæðið af. Á meðan sat björninn spakur í hlíðinni og fylgdist með. Lögreglumenn pössuðu að hafa augun ávallt á honum á meðan hringt var í stjórnvöld og stofnanir því að engar viðbragðsáætlanir voru til.

„Allt í einu byrjaði björninn að hreyfa sig og fór bak við hól. Við fórum þá nær til að missa ekki sjónar á honum á meðan við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig við ættum að taka á þessu,“ segir Stefán. Mikil þoka var á fjallinu þennan morgun og aðstæður ekki góðar. „Þá kom í ljós að hann var búinn að finna lyktina af okkur. Á meðan við vorum að leita að honum var hann að leita að okkur og svo mættumst við á toppnum á einni hæðinni.“

Stefán áætlar að það hafi aðeins verið sex eða sjö metrar á milli þeirra. „Við hlupum niður og björninn tók á sprett á eftir. Ég hugsaði að eftir öll ævintýrin í sérsveitinni, sprengjusveitinni og Afganistan væri það eftir öllu ef ég yrði svo étinn af ísbirni hér uppi á Þverárfjalli,“ segir hann og hlær. „Allt í einu sneri björninn við og um tíma misstum við sjónar á honum. Þá var ákveðið að ekkert annað væri í stöðunni en að fella dýrið og það var gert.“

Annar björn gengur á land

Stefán er ekki í nokkrum vafa um að ákvörðunin um að fella ísbjörninn var rétt. Sumir vildu þó meina að réttast hefði verið að reyna að fanga hann og koma aftur til síns heima. Hann bendir á að engar deyfibyssur eða gildrur hafi verið til staðar. Í eftirvinnslu málsins var einnig stað fest að lögreglan hefði ekkert annað getað gert.

Tveimur vikum síðar, þann 16. júní, fékk lögreglan símtal um að annar björn hefði sést en nú við bæinn Hraun á Skaga. „Ég hélt að einhver væri að fíflast í mér en eftir eftirgrennslan komumst við að því að svo var ekki,“ segir Stefán. Aðstæðurnar voru hins vegar allar aðrar, og lögreglan fékk nú að vita af bangsa á undan alþjóð. Því tókst að loka svæðið af og takast á við dýrið á yfirvegaðri hátt. En þá var komin fram krafa frá Umhverfisstofnun og ráðuneytinu um að fanga það.

„Ekkert var til sparað. Tíu dýralæknar voru mættir á svæðið, allt lögregluliðið á Norðurlandi vestra, björgunarsveitarmenn og skyttur. Björgúlfur Thor borgaði undir þotu til að flytja sérstakt búr frá Kaupmannahöfn til Akureyrar. Síðan var komið varðskip í höfnina til að flytja björninn til Grænlands og þyrla til að flytja hann í varðskipið,“ segir Stefán. „Þetta voru háleitar hugmyndir og göfugt markmið en veruleikinn sem fólk vildi ekki horfast í augu við var að Grænlendingar vildu ekki fá dýrið til baka.“

Ein helsta ástæðan fyrir því voru smitvarnir. Hér á Íslandi gætu geisað sjúkdómar í búfénaði og öðru sem Grænlendingar vildu ekki fá inn í sitt land. Þegar loks björninn fór af stað og gerði sig líklegan til þess að fara aftur út á sjó var tekin ákvörðun um að fella hann.

Fé til höfuðs honum í Kanada

Stefán segir að það hafi aldrei verið og verði ekki gefið upp hver tók í gikkinn og felldi ísbirnina tvo þetta sumar. „Opinberlega var ég gerður ábyrgur fyrir því og kveinka mér ekki undan því,“ segir hann. „Eftir þetta fékk ég morðhótanir alls staðar að úr heiminum. Sem dæmi settu dýraverndarsinnar í Kanada fé mér til höfuðs. Sem mér fannst reyndar skammarlega lítið. Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta og brosti frekar út í annað.“

Bjarnarsögunni var þó ekki lokið eftir þetta því þrálátur orðrómur gekk um þriðja dýrið. Stefán segir söguna vera þá að hann hafi verið felldur og grafinn án þess að nokkur fengi að vita, til þess að koma í veg fyrir annan sirkus. „Ég held að það sé skemmtilegast að leyfa fólki að hafa sínar kenningar um það,“ segir hann. „Við höfum aldrei gefið neitt annað út nema að þriðji björninn hafi ekki fundist.“ Eftir þetta voru gerðar verklagsreglur um komur ísbjarna og eru þeir alltaf felldir. Síðan 2008 hefur einn björn komið til Skagafjarðar. Birnirnir tveir sem felldir voru 2008 voru stoppaðir upp og hafðir til sýnis í Skagafirði og á Blönduósi. Þverárfjallsbjörninn er nú til sýnis í Perlunni í Reykjavík.

Kjósa ekki blint

Stefán hefur gegnt stöðu oddvita Framsóknarmanna í Skagafirði síðan 2010. Skagafjörður er eitt helsta vígi flokksins og hefur honum vegnað vel í sveitarstjórnarkosningum. Árið 2014 fékk flokkurinn til að mynda 45 prósenta fylgi.

„Stjórnmál hafa alltaf verið mér hugleikin. Þótt ég hafi ekki sinnt þeim þegar ég bjó fyrir sunnan fann ég þörf til að láta gott af mér leiða þegar við fluttum heim á Krókinn. Ég ímyndaði mér þó ekki að endast í þessu í ellefu ár og að þetta myndi leiða mig í framboð til þings. En eftir því sem tíminn leið fann ég að þetta átti vel við mig,“ segir Stefán.

Hann segir ekki sjálfgefið að Framsóknarflokkurinn fái mikið fylgi í Skagafirði. „Flokkurinn hér hefur talað sterklega fyrir byggðarsjónarmiðum sem skipta íbúana hér miklu máli,“ segir hann. „Okkur hefur einnig gengið vel í því verkefni að reka sveitarfélagið. Það er mikið um framkvæmdir og þjónustustigið er hátt. Ef íbúarnir fyndu að svo væri ekki myndum við ekki fá þetta fylgi sem við sjáum í kosningum. Þótt margir séu Framsóknarmenn í grunninn kjósa þeir ekki blint heldur leita annað ef þeir telja þá geta sinnt verkefninu betur.“

Klofningurinn skildi eftir sár

Forveri Stefáns í oddvitasætinu var Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk til liðs við Miðflokkinn eftir klofninginn árið 2016. Stefán segir klofninginn hafa tekið sinn toll í Skagafirði eins og annars staðar.

„Þetta var einn ömurlegasti tími sem ég hef upplifað í pólitík og skildi eftir sig djúp sár í flokknum,“ segir hann. Leiðir flokkanna tveggja hafi þó legið í ólíkar áttir. „Ef þú horfir á stefnumál Framsóknarflokksins og Miðflokksins í dag sérðu að þeir eru ekki mjög líkir.“ Hann segir Miðflokkinn í dag eiga meira sammerkt með flokkum á hægri kantinum en á miðjunni.

Hvað persónuleg sárindi varðar segir Stefán tímann lækna þau, og á einhverjum tímapunkti verði gróið um heilt. „Fólk er misjafnlega langt komið í því ferli en ég held að flestir horfi fremur fram á veginn en til baka,“ segir hann.

Byggðamálin brýnust

Stefán hefur haft augastað á landsmálunum um nokkurt skeið en þegar klofningurinn var að eiga sér stað fannst honum ekki rétti tímapunkturinn til að sækjast eftir þingsæti. Upphaflega stefndi hann á annað sætið í prófkjöri en þegar Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ákvað að færa sig í annað Reykjavíkurkjördæmið tók Stefán af skarið og sigraði í prófkjörinu. Mun hann því leiða lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi í september.

Stefán segir prófkjörið hafa hjálpað við ákvörðunina, því þá væri ljóst að grasrótin væri að baki honum en ekki þröngur hópur í uppstillingarnefnd. Aðspurður hverju hann vonast til að koma til leiðar segir hann byggðamálin verða efst á baugi.

„Byggðamálin eiga hug minn og hjarta og það þarf að gera verulegt átak í þeim málum á landsvísu,“ segir hann. „Það er gríðarlegur aðstöðumunur hjá fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu og því sem býr á Bíldudal eða Hvammstanga. Það er sama til hvers er horft, samgöngumála, heilbrigðisþjónustu eða annars, það hallar alltaf á landsbyggðina. Þegar gögn frá Byggðastofnun og Háskólanum á Akureyri eru skoðuð kemur alltaf í ljós að það hallar mest á Vestfirði og Norðurland vestra. Þarna þarf að stíga inn í.“

Spurður um núverandi ríkisstjórn segir Stefán hana hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum og sér ekki ástæðu til annars en að framhald verði skoðað, haldi fylgið. Enginn hefði getað ímyndað sér þau verkefni sem þau fengu í fangið.

„Faraldurinn litar allt og mun lita næsta kjörtímabil einnig. Árin eftir bankahrunið var farið í fækkun opinberra starfa á landsbyggðinni, þar á meðal tuga starfa hér í Skagafirði sem svæðið var lengi að jafna sig á. Ég hef áhyggjur af því að það sama gæti gerst núna,“ segir Stefán. „Við sjáum fram á erfið ár og það þarf að taka skynsamlega á málum.“

Viðtal í Fréttablaðinu 23. apríl 2021.

Categories
Greinar

Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna

Deila grein

23/04/2021

Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna

Í lok þessa mánaðar mun ég staðfesta síðustu samn­inga rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög á grund­velli sam­vinnu­verk­efn­is­ins Ísland ljóstengt, en um það verk­efni hef­ur ríkt þver­póli­tísk samstaða. Margt má læra af skipu­lagi og fram­kvæmd þessa verk­efn­is sem ég lagði horn­stein að með grein minni „Ljós í fjós“ árið 2013. Það vega­nesti þurf­um við að nýta við áfram­hald­andi upp­bygg­ingu fjar­skiptainnviða á landsvísu. Fjar­skiptaráð, sem starfar á veg­um sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins, fundaði ný­verið með öll­um lands­hluta­sam­tök­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins um stöðu og áskor­an­ir í fjar­skipt­um. Niðurstaða þess­ara funda var m.a. sú að áskor­an­ir eru ekki alls staðar þær sömu þó að brýn­asta úr­lausn­ar­efnið sé hið sama um allt land, en það er ljós­leiðara­væðing byggðakjarna.

Stóra mynd­in í ljós­leiðara­væðingu lands­ins er sú að eft­ir sitja byggðakjarn­ar vítt og breitt um landið, sem hafa ekki aðgang að ljós­leiðara nema að tak­mörkuðu leyti. Það er ein­fald­lega ekki boðleg staða á fyrstu árum fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar. Skila­boð sveit­ar­fé­laga eru af­drátt­ar­laus og skýr í þess­um efn­um – það er for­gangs­mál að ljós­leiðara­væða alla byggðakjarna.

Í ný­legri grein okk­ar Jóns Björns Há­kon­ar­son­ar, for­manns fjar­skiptaráðs, und­ir yf­ir­skrift­inni „Ísland full­tengt – ljós­leiðari og 5G óháð bú­setu“, er kynnt framtíðar­sýn um al­menn­an aðgang heim­ila og fyr­ir­tækja að ljós­leiðara án þess þó að fjalla um hvernig sam­fé­lagið geti náð henni fram. Tíma­bært er að taka upp þann þráð. Eft­ir því sem nær dreg­ur verklok­um í Ísland ljóstengt er oft­ar spurt hvort ríkið ætli að láta sig ljós­leiðara­væðingu byggðakjarn­anna varða og þá hvernig. Fram til þessa hef ég talið mik­il­vægt að draga ekki at­hygli sveit­ar­fé­laga of snemma frá ljós­leiðara­væðingu dreif­býl­is­ins, sem hef­ur reynst tölu­verð áskor­un, einkum fyr­ir minni og dreif­býlli sveit­ar­fé­lög. Von­ir stóðu til þess að ljós­leiðara­væðing byggðakjarna færi fram sam­hliða Ísland ljóstengt-verk­efn­inu á markaðsleg­um for­send­um en sú upp­bygg­ing hef­ur því miður ekki gengið eft­ir sem skyldi.

Ég hyggst svara ákalli um ljós­leiðara­væðingu byggðakjarna og leggja grunn að nýju sam­vinnu­verk­efni, Ísland full­tengt, í sam­ræmi við mark­mið fjar­skipta­áætl­un­ar um að ljúka ljós­leiðara­væðingu lands­ins alls fyr­ir árs­lok 2025. Fjar­skiptaráði og byggðamálaráði hef­ur þegar verið falið að greina stöðuna á landsvísu í sam­vinnu við Póst- og fjar­skipta­stofn­un, í því skyni að und­ir­byggja val­kosti og ákvörðun­ar­töku um aðkomu stjórn­valda að einu brýn­asta byggðamáli sam­tím­ans.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. apríl 2021.

Categories
Greinar

Gleðilegt sumar!

Deila grein

22/04/2021

Gleðilegt sumar!

Fyr­ir 50 árum stóð mik­ill mann­fjöldi á miðbakk­an­um í Reykja­vík. Sól­in skein og eft­ir­vænt­ing­in í loft­inu var áþreif­an­leg. Lúðrasveit Reykja­vík­ur lék á als oddi, og tón­list­in gladdi hvers manns hjarta enn meir. Skát­ar og lög­regluþjón­ar stóðu heiðursvörð og lands­menn í sínu fín­asta pússi. Varðskipið Ægir fylgdi danska varðskip­inu Vædd­eren til hafn­ar. Hand­rit­in voru kom­in!

Áhugi þjóðar­inn­ar kom eng­um á óvart, enda farm­ur­inn í Vædd­eren ómet­an­leg­ur; Flat­eyj­ar­bók, feg­urst og glæsi­leg­ust allra bóka, og Kon­ungs­bók Eddu­kvæða sem er fræg­ust fyr­ir inni­hald sitt, frek­ar en um­gjörðina.

Und­ir lok 16. ald­ar upp­götvuðu fræðimenn í Dan­mörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna hand­rit að forn­um sög­um sem vörðuðu fortíð land­anna. Áhugi þeirra var mik­ill og smám sam­an komust frændþjóðir okk­ar yfir fjölda dýr­gripa. Er­ind­rek­ar þeirra fluttu suma úr landi, en krúnu­djásn­in – Flat­eyj­ar­bók og Kon­ungs­bók eddu­kvæða – færði Brynj­ólf­ur bisk­up Sveins­son Dana­kon­ungi að gjöf í þeirri von að rit­smíðarn­ar yrðu þýdd­ar og gefn­ar út. Sú varð ekki raun­in fyrr en löngu síðar en það má halda því fram, að gjöf­in hafi orðið hand­rit­un­um til bjarg­ar enda aðstæður til varðveislu ekki góðar á þeim tíma hér­lend­is.

Það var mik­ill áfangi þegar hand­rit­in komu heim, og 21. apríl 1971 er einn af mik­il­væg­ustu dög­un­um í okk­ar menn­ing­ar­sögu.

Í dag stönd­um við aft­ur á tíma­mót­um. Við lögðum horn­stein í Hús ís­lensk­unn­ar og kynnt­um sam­eig­in­lega nefnd Íslands og Dan­merk­ur í gær. Nefnd­in fær það hlut­verk að semja um nán­ara hand­rita­sam­starf Dana og Íslend­inga. Mark­miðið er að auka veg þessa fjár­sjóðs sem þjóðunum tveim­ur er treyst fyr­ir, efla rann­sókn­ir á hon­um og bæta miðlun menn­ing­ar­arfs­ins.

Þótt margt hafi breyst frá því eddu­kvæðin voru rituð á inn­takið enn brýnt er­indi við okk­ur. Mik­il­vægi vinátt­unn­ar, heiðarleika og trausts er vand­lega rammað inn í Há­va­mál og Völu­spá birt­ir í skáld­leg­um leift­ur­sýn­um heims­mynd og heims­sögu hinn­ar fornu trú­ar, sem í dag er inn­blást­ur lista­manna um all­an heim – rit­höf­unda, kvik­mynda­gerðarmanna og tölvu­leikja­fram­leiðenda.

Skila­boð eddu­kvæðanna eru heim­ild sem á brýnt er­indi við börn og ung­linga, upp­spretta hug­mynda og ímynd­un­ar – eig­in­leika sem hafa lík­lega aldrei verið mik­il­væg­ari en nú. Framtíðar­hag­kerfi munu ráðast að miklu leyti af þess­um þátt­um og það er stór­kost­legt að menn­ing­ar­arf­ur þjóðar­inn­ar rími eins vel og raun ber vitni við framtíðina.

Í dag er sum­ar­dag­ur­inn fyrsti. Við skul­um njóta þess að ís­lenska sum­arið er fram und­an. Hús ís­lensk­unn­ar rís og ég er vongóð um að já­kvæð niðurstaða komi út úr dansk/​ís­lensku sam­starfs­nefnd­inni. Við sjá­um fyr­ir end­ann á bar­átt­unni við far­ald­ur­inn, bólu­setn­ing­ar ganga vel og sam­an klár­um við þetta á loka­sprett­in­um.

Gleðilegt sum­ar!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu fimmtudaginn 22. apríl 2021.