Categories
Fréttir

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

Deila grein

08/04/2013

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

6.april2013-10Framsókn í Reykjavík bauð kjósendum upp á hraðstefnumót með frambjóðendum flokksins laugardaginn 6. apríl. Mjög góð mæting var á Suðurlandsbrautinni og voru umræður fjörugar. Þetta bráðskemmtilega fyrirkomulag á umræðum hefur slegið í gegn, en frambjóðendur fara á milli lítilla hópa kjósenda sem gefst kostur á að spyrja þá spjörunum úr.
 
Fleiri myndir af viðburðinum má finna hér

Categories
Fréttir

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Deila grein

07/04/2013

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Opinn fundur um brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ, við Bæjarbraut í Garðabæ, mánudaginn 8, apríl kl. 20.00
verdtrygging gardabae

Categories
Greinar

Skynsöm þjóð

Deila grein

07/04/2013

Skynsöm þjóð

HÞÞPistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu.

Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni.

Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar.

Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að “veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð.

Höskuldur Þórhallsson

Categories
Fréttir

Fjölmenn opnun kosningaskrifstofu Framsóknar í Reykjavík – vinningshafar í happadrættinu

Deila grein

25/03/2013

Fjölmenn opnun kosningaskrifstofu Framsóknar í Reykjavík – vinningshafar í happadrættinu

Kosningaskrifstofa framboðs Framsóknar í Reykjavík opnaði í dag kl. 14.00 að Suðurlandsbraut 24 með fjölmennri fjölskylduhátíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, ávarpaði gesti og fór yfir helstu stefnumál flokksins og mikilvægi þess að sýna staðfestu í þeim verkefnum sem framundan eru. “Það væri ábyrgðarleysi að ætla ekki að taka á þeim verkefnum sem samfélagið stendur augljóslega frammi fyrir, eins og skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni”
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Húsfyllir var á Suðurlandsbrautinni og mátti greina mikla tilhlökkun meðal gesta til komandi kosningamánaðar. Herbert Guðmundsson spilaði fyrir gesti og gangandi á meðan allir gæddu sér á léttum veitingum og spjölluðu við frambjóðendur.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Kosningaskrifstofa Framsóknar í Kópavogi opnar á morgun svo það er óhætt að segja að flokkurinn sé kominn á fullt í baráttunni nú þegar rúmur mánuður er í kosningarnar.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Vinningaskrá úr happadrættinu
Olíumálverk 30×30 eftir Sigríði Önnu Garðarsdóttur, í boði Karls Garðarssonar:
156
Brunch fyrir 2 á 19. í boði Frosta Sigurjónssonar:
167
Sögur og leiðsögn um Sjóminjasafnið í boði Sigrúnar Magnúsdóttur:
214
240
258
188
107
135
275
141
234
123
Skoðunarferð um Alþingishúsið í boði Vigdísar Hauksdóttur:
110
153
132
171
223
202
247
270
289
209
Vinninga skal vitjað fyrir 6. apríl 2013, í síma: 693 6900.
 
Frekari upplýsingar veitir:
Ingveldur Sæmundsdóttir, kosningastjóri
Sími: 693 6900
Netfang: reykjavik@framsokn.is

Categories
Greinar

Lítil fyrirtæki stækka mest

Deila grein

25/03/2013

Lítil fyrirtæki stækka mest

Silja Dögg GunnarsdóttirÖll vitum við að ekkert verður til úr engu. Til þess að skapa verðmæti þá þurfum við atvinnu. Til þess að auka hagvöxt og byggja upp velferð þá þurfum við að auka fjárfestingar og framleiðni. Stöðugt og fjölbreytt atvinnulíf byggist á hugviti og dugnaði einstaklinga en rekstrarumhverfið þarf líka að vera hagstætt. Skattpíning skilar engu. Fyrirtæki þurfa einfaldara regluverk og einfaldara skattkerfi til að geta vaxið. Við megum ekki höggva ræturnar af trénu, við verðum að vökva það og næra. Hið sama gildir um fyrirtækin okkar.

Blómlegt atvinnulíf er undirstaða velferðar

Um 90% íslenskra fyrirtækja eru lítil og meðalstór.  Stöðugleikinn er meiri þegar við höfum ekki öll eggin í sömu körfunni.  Því telur Framsóknarflokkurinn mikilvægt að leggja áherslu á að styrkja hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar skattaumhverfi þeirra er orðið vænlegra þá skila þessi fyrirtæki meiri tekjum, sem þýðir að þau geti fjölgað störfum.  Það þýðir að fleiri fá atvinnu, atvinnuleysi minnkar, tekjur heimilanna hækka og staða þeirra batnar.

Litli kallinn borgar

Rekstur smærri fyrirtækja hefur verið mjög erfiður síðustu misseri. Ástæðurnar eru margar. Helst má nefna sífelldar skattabreytingar, flóknara regluverk,  óhagstætt gengi krónunnar,  aukinn rekstrarkostnað  og hærri afborganir lána.  „Stóru kallarnir“ fengu margir hverjir afskrifaðar skuldir eftir Hrun en „litlu kallarnir“ sitja uppi með sínar skuldir. Sumir fyrirtækjaeigendur halda áfram ennþá á þrjóskunni en aðrir hafa því miður gefist upp. Í stað þess að auðvelda atvinnurekendum róðurinn á þessum erfiðu tímum, þá hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt til að þyngja hann enn frekar með endalausum skattaálögum. Rekstarumhverfið hefur verið mjög óstöðugt og menn veigrað sér við að fara út í frekari fjárfestingar því óvissa ríkir um í hverju skuldbindingarnar muni felast.

Þessu þarf að breyta og því ætlar Framsókn að beita sér fyrir fái hún til þess umboð frá kjósendum í vor. Vinna, vöxtur, velferð eru sígild slagorð. Við verðum að byggja upp atvinnulífið með öllum ráðum. Fjölskyldan og heimilin eru undirstaða samfélagsins en þau eiga allt sitt undir því að atvinnulífið gangi vel.

Framsókn fyrir atvinnulífið! Framsókn fyrir heimilin! Framsókn fyrir Ísland!

 

Silja Dögg Gunnarsdóttir 2. sæti Framsókn í Suðurkjördæmi

Categories
Fréttir

Framsókn bætir enn við sig fylgi

Deila grein

18/03/2013

Framsókn bætir enn við sig fylgi

Framsókn heldur áfram að bæta við sig fylgi í skoðanakönnunum og mælist nú sem stærsti stjórnmálaflokkurinn með 31,9% fylgi. Þetta eru niðurstöðurnar úr nýjustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem kom út föstudaginn 15. mars.
fylgi15mars

Categories
Greinar

Samfélagið verður Sigurvegarinn

Deila grein

18/03/2013

Samfélagið verður Sigurvegarinn

Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin.

Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.

Samfélagið í uppnámi

Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans.

Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu.
Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar.

Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald.

Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar.

Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin.

Willum Þór Þórsson

Categories
Fréttir

Framsókn mælist með 25,9% fylgi

Deila grein

15/03/2013

Framsókn mælist með 25,9% fylgi

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 7. til 12. mars 2013.
Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og stendur það nú í 25,9%, borið saman við 23,8% í síðustu mælingu.
fylgi 13.3.13
 

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð og Siv heimsóttu MR-inga

Deila grein

15/03/2013

Sigmundur Davíð og Siv heimsóttu MR-inga

Sigmundur Davíð og Siv kíktu við í Menntaskóla Reykjavíkur sl fimmtudag, en þau luku bæði námi þaðan. Var það hluti af kynningu á þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða fram lista til alþingiskosninga núna í vor.
mr1
Fengu þau margar góðar spurningar frá nemendum og má þar nefna um afnám gjaldeyrishafta, hvað möguleikar eru á ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningar og jákvæð áhrif reykingabanns á íslenskum veitinga- og skemmtistöðum.
mr2
Sigmundur Davíð hitti svo á barnabarnabarn Tryggva Þórhallssonar fv. forsætisráðherra, Pétur Björnsson sem er meðstjórnandi í Framtíðinni, nemendafélagi MR.
Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra Íslands (1927-1932), formaður Framsóknarflokksins (1927-1932) og Ritstjóri Tímans (1917-1927). Varð hann síðan Bankastjóri Búnaðarbankans 1932 til æviloka 1935 en hann lést aðeins 46 ára.
Nánar um Tryggva Þórhallsson: https://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=582
mr3

Categories
Fréttir

Sameiginlegur laugardagsfundur Reykjavíkur og Suðvesturkjördæmis

Deila grein

15/03/2013

Sameiginlegur laugardagsfundur Reykjavíkur og Suðvesturkjördæmis

Laugardaginn 9. mars kl. 11.00 sameina Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmi laugardagsspjallið og verður fundurinn að Digranesvegi 12 í Kópavogi. Umræðuefni fundarins er húsnæðiskerfið á Íslandi og hvort hægt sé að innleiða kerfi hér á landi að danskri fyrirmynd.
9.3.13