Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð samþykktur

Gudveig-EygloardottirFélagsfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra samþykkti 13. mars framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí í Borgarbyggð. Guðveig Eyglóardóttir verður oddvit listans, í öðru sæti er Helgi Haukur Hauksson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, og nemi á Bifröst. Núverandi bæjarfulltúar skipa svo þriðja og fjórða sæti listans, þau Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal og Sigríður G. Bjarnardóttir sem leiddi listann fyrir fjórum árum. Heiðurssæti listans skipar Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Framboðslistann skipa:

  1. Guðveig Eyglóardóttir, Borgarnesi
  2. Helgi Haukur Hauksson, Bifröst
  3. Finnbogi Leifsson, Hítardal
  4. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Borgarnesi
  5. Kolbeinn Magnússon, Stóra-Ási
  6. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
  7. Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum í Þverárhlíð
  8. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum
  9. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, Borgarnesi
  10. Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti
  11. Sigurjón Helgason, Mel
  12. Halla Magnúsdóttir, Borgarnesi
  13. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð
  14. Kristján Axelsson, Bakkakoti
  15. Dagný Sigurðardóttir, Inni-Skeljabrekku
  16. Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum
  17. Jenný Lind Egilsdóttir, Borgarnesi
  18. Ásmundur Einar Daðason, Þverholtum.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Fjallabyggð samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Fjallabyggð samþykktur

Solrun-JuliusdottirÁ félagsfundi Framsóknar í Fjallabyggð 13. mars var samþykktur samhljóða listi flokksins til sveitastjórnarkosninga þann 31. maí næstkomandi. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri, verður oddviti listans, en hún var í öðru sæti listans fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa:

  1. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verefnisstjóri, 40 ára
  2. Jón Valgeir Baldursson, pípari, 40 ára
  3. Ólafur Guðmundur Guðbrandsson, innheimtufulltrúi, 23 ára
  4. Rósa Jónsdóttir, heilsunuddari, 40 ára
  5. Hafey Björg Pétursdóttir, þjónustufulltrúi, 23 ára
  6. Kolbrún Björk Bjarnadóttir, þjónustufulltrúi, 22 ára
  7. Haraldur Björnsson, veitingamaður, 57 ára
  8. Kristófer Þór Jóhannsson, nemi, 20 ára
  9. Katrín Freysdóttir, fulltrúi, 37 ára
  10. Sigrún Sigmundsdóttir, leiðbeinandi, 22 ára
  11. Jakob Agnarsson, húsasmiður, 50 ára
  12. Gauti Már Rúnarsson, vélsmiður, 41 ára
  13. Gunnlaugur Haraldsson, verkstjóri, 31 ára
  14. Sverrir Sveinsson, fyrrv. veitustjóri, 80 ára

Framsókn í Fjallabyggð mun leggja meðal annars áherslu á eftirfarandi:

  • Jöfnuð í samfélaginu
  • Byggingu líkamsræktarstöðvar við sundlaug í Ólafsfirði
  • Fegrun umhverfis- og opinna svæða, auk endurnýjunar gatnakerfis og gerð göngustíga
  • Endurnýjun leiksvæða fyrir börn og gera unglingum mögulegt að nota sparkvelli yfir vetrarmánuðina
  • Efla félagsstarf eldri borgara
  • Hækkun frístundastyrks til barna og unglinga

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Ný stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

12/03/2014

Ný stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

adalfundur-FR-2014-03Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur (FR) fyrir árið 2014 var haldin 19. febrúar s.l.. Á dagskrá aðalfundar eru hefbundin verkefni, sem og val á nýrri stjórn og trúnaðarmönnum FR. Fundurinn gekk í alla staði mjög vel fyrir sig og ríkti mikil einhugur á meðal fundarmanna.
adalfundur-FR-2014-05Fráfarandi stjórn FR var þakkað mikið og gott starf. Að því tilefni færði Þingflokksformaður Framsóknarmanna, Sigrún Magnúsdóttur, fráfarandi formanni FR, Þuríði Bernódusdóttur, blómvönd frá þingkonum Framsóknar. Þórir Ingþórsson, formaður Kjördæmasambandsins (KFR) þakkaði Þuríði einnig með blómvendi fyrir vel unnin störf.
Undir liðnum önnur mál kvöddu margir félagsmanna sér hljóðs og komu á framfæri hamingjuóskum og þakklæti til nýrrar og fráfarandi stjórnar. Einnig ræddu fundarmenn um mikilvægi öflugs félagsstarfs; nýliðun félagsmanna í FR og þá ekki síst um þörf fyrir öfluga kosningabaráttu í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur
adalfundur-FR-2014-04Hafsteinn Höskuldur Ágústsson tók við embætti sem formaður FR á síðasta aðalfundi sem haldinn var þann 19. febrúar síðastliðin. Í þakkarræðu sinni ræddi Hafsteinn m.a. um hversu mikilvægt er hlúa að grasrót félagsins og þar með stuðla að bættu innra starfi gagnvart nýjum og gömlum félagsmönnum í Framsóknarflokknum.
Hafsteinn er fæddur í Reykjavík þann 3. september 1968. Hann er verkamaður og sjálfmentaður tölvukarl sem hefur starfað bæði hérlendis sem erlendis við kerfisstjórn í mörg ár. Áhugamálin eru fjölmörg og endurspeglast af tilvist og sögu mannfólksins, náttúrunni og þekkingarleit.
Ný stjórn FR (frá vinstri): Magnús Hartmann Gíslason, Hreiðar Eiríksson, Jóhanna Kristín Björnsdóttir, Rakel Dögg Óskarsdóttir, Ragnar Svanur Bjarnason og Hafsteinn H. Ágústsson, formaður FR.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík samþykktur

Deila grein

12/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík samþykktur

bryndisgunnlaugsÁ aðalfundi Framsóknarfélags Grindavíkur, haldinn 11. mars, var tillaga uppstillinganefndar að skipan framboðslista til sveitarstjórnarkosninga 31. maí n.k. lögð fram og samþykkt. Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur, verður oddviti listans líkt og fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur
  2. Ásrún Kristinsdóttir, kennari og deildarstjóri
  3. Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi, alþingismaður og útvegsbóndi
  4. Hjörtur Waltersson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Grindavíkur
  5. Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri 
  6. Hilmar Helgason, skipstjóri og bæjarfulltrúi
  7. Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri 
  8. Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari
  9. Sæbjörg Erlingsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
  10. Anton Guðmundsson, matreiðslumaður og slökkviliðsmaður
  11. Eva Björg Sigurðardóttir, snyrtifræðingur
  12. Hörður Sigurðsson, sjómaður
  13. Unnar Á. Magnússon, vélsmiður
  14. Sæbjörg M. Vilmundardóttir, heldri borgari

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn 3 bæjarfulltrúa.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Störf þingsins: Ákvörðun Neytendastofu – hækkanir á matvörumarkaði og um ökunám

Deila grein

11/03/2014

Störf þingsins: Ákvörðun Neytendastofu – hækkanir á matvörumarkaði og um ökunám

Elsa Lára Arnardóttir: „Fyrir stuttu síðan birti Neytendastofa ákvörðun sína vegna kvörtunar yfir verðtryggðu húsnæðisláni Íslandsbanka. Með ákvörðuninni eru staðfest alvarleg brot bankans á ákvæðum laga um neytendalán og um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa staðfestir að lánveitendum verðtryggðra neytendalána hafi verið með öllu óheimilt að taka mið af 0% verðbólgu við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, heildarlántökukostnaðar og framsetningu á greiðsluáætlun.“

Þorsteinn Sæmundsson: „Nýlega kom fréttatilkynning frá Alþýðusambandi Íslands þar sem segir að umtalsverðar hækkanir hafi orðið á matvörumarkaði síðastliðna18 mánuði. Þetta hefur gerst á sama tíma og gengi íslensku krónunnar hefur styrkst verulega gagnvart helstu viðskiptamiðlum en það dugar ekki til þannig að sveiflan er í raun miklu meiri en kemur fram í könnun ASÍ. Það er athyglisvert að samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er 35% vísitölugrunnsins á neysluvörur innfluttar neysluvörur og aðrar innfluttar vörur.
Og hvað þýðir 2% vísitölulækkun, ágætu þingmenn? Það þýðir að verðtryggð lán almennings í landinu mundu lækka um 34 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir með öðrum orðum að meðan verslunin skilar ekki til baka styrkingunni sem hefur orðið á íslensku krónunni eru verðtryggðu lánin okkar allra, sem ættu að vera að lækka, að hækka.“

Jóhanna María Sigmundsdóttir: „Árið 2010 var ákveðið að allir ökunemar verði að ljúka námi í ökugerði, ökuskóla 3, áður en farið er í ökupróf. Þetta verklag kemur niður á fólki sem býr langt frá höfuðborgarsvæðinu í umtalsverðum kostnaði.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Karlar – takið þátt!

Deila grein

08/03/2014

Karlar – takið þátt!

Eygló HarðardóttirÁ alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur.

Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta.

Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin.

Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar.

Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna?

Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé.

Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins.

Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum.

 

Eygló Harðardóttir

(Greinin birtist í Fréttablaðinu 8. mars 2014)

Categories
Greinar

Heiðarleg skýrsla Hagfræðistofnunar

Deila grein

08/03/2014

Heiðarleg skýrsla Hagfræðistofnunar

Sigrún MagnúsdóttirÍ aðdraganda síðustu kosninga ályktuðu flokksþing Framsóknarflokksins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins mjög ákveðið að aðild að ESB samræmdist ekki hagsmunum Íslands. Þessar samkomur hafa æðsta vald um stefnumótun viðkomandi flokka og ber kjörnum fulltrúum þeirra að framkvæma stefnuna eftir því sem þeim er unnt til næsta flokksþings. Í kosningunum í fyrravor unnu þessir flokkar báðir góða sigra en fráfarandi stjórnarflokkar biðu afhroð. Sigurvegararnir mynduðu ríkisstjórn svo sem vænta mátti og í málefnasamningi hennar var ákveðið að láta gera úttekt á stöðu Evrópumála. Í framhaldi af þeirri úttekt yrðu næstu skref ákveðin, hvað varðaði aðlögunarferli Íslands að ESB. Þó yrði ekki haldið áfram aðlögunarviðræðum, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði frestað, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Utanríkisráðherra fól Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að annast framangreinda úttekt. Það var eðlilegt val því ekki eru margar stofnanir hérlendis líklegri til að vera hafnar yfir gagnrýni og til að skila trúverðugri niðurstöðu.

Vönduð skýrsla

Nú hefur Hagfræðistofnun skilað ítarlegri skýrslu um stöðu mála hjá ESB og horfur í aðlögunarviðræðum Íslendinga og er skýrslan aðgengileg á netinu. Í stuttu máli er það ljóst að undanþágur frá reglum ESB eru ekki fáanlegar nema þá tímabundnar. Enda segir orðrétt í skýrslunni (bls. 65): »Í samanteknu máli má því segja að erfitt geti reynst að ná fram varanlegum undanþágum frá reglum sambandsréttar í þeirri merkingu sem hér er lögð í það orðasamband. Það á sérstaklega við á sviði fiskveiða og landbúnaðarmála þar sem stefnan er sameiginleg og Evrópusambandið fer að mestu leyti eitt með lagasetningarvald.«

Óhætt er að fullyrða að skýrslan er vönduð, varfærin og mjög trúverðug, greinir stöðuna af hófsemi en með sterkum rökum. Þrátt fyrir vikulanga umræðu á Alþingi, þar sem stjórnarandstaðan beitti miklu málþófi, gat hún ekki borið neinar niðurstöður skýrslunnar til baka.

500 ræður um fundarstjórn

Um 500 ræður voru fluttar undir liðnum fundarstjórn forseta. Það sjá það allir að einnar til tveggja mínútna innhlaup um fundarstjórn felur ekki í sér málefnalega uppbyggðar ræður um eitt höfuðmál íslenskra stjórnmála. Út á fundarstjórn forseta var ekkert að setja. Þetta var málþóf. Það var mjög leitt að vikan skyldi ekki nýtast betur í málefnalegar umræður um skýrslu Hagfræðistofnunar. Það er mikilvægt að finna leiðir til að kynna hana betur fyrir þjóðinni, vegna þess að skýrslan tekur af öll tvímæli um að það er rökrétt niðurstaða að hætta viðræðum við Evrópusambandið.

Undanþágur fást ekki

Það er þýðingarlaust að elta þann draum lengur, að okkur bjóðist viðunandi undanþágur eða sérlausnir vegna nauðsynja eða sérstöðu Íslands í frekari aðlögunarviðræðum. Það er því einboðið að draga til baka umsókn okkar að ESB eins og þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um.

 

Sigrún Magnúsdóttir

(Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. mars 2014.)

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

06/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

agustÁ fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í kvöld voru valdir frambjóðendur í sex efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 31. maí nk.
Sex efstu sætin skipa:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, 27 ára
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, 45 ára
  3. Sigurjón Norberg Kærnested, vélaverkfræðingur, 29 ára
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur, 28 ára
  5. Njóla Elisdóttir, hjúkrunarfræðingur, 55 ára
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, 41 árs

Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fá tvo menn í bæjarstjórn í vor og vill taka þátt í því samvinnuverkefni að gera bæjarfélagið að betra samfélagi og leggur þar áherslu á aukna þjónustu við bæjarbúa.
 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

ESB óskaði eftir skjótum svörum af eða á

Deila grein

05/03/2014

ESB óskaði eftir skjótum svörum af eða á

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór yfir Evrópumálin í samtali vil Helga Seljan í Kastljósþætti RÚV í gær. Nokkur umræða hefur skapast um það hvort orð forsætisráðherra um að ESB hafi óskað eftir skjótum svörum af eða á varðandi aðildarumsókn, eigi við rök að styðjast.
Staðreynd málsins er að aðalboðskapur ESB í viðræðum forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Brussel eftir að ný ríkisstjórn tók við síðast liðið sumar var að hún yrði að svara því fljótlega um framhald aðildarviðræðna. Formlegt hlé geti ekki varað að eilífu og að ákvörðun yrði að koma eins fljótt og auðið væri.
Þetta eru því engar nýjar upplýsingar í raun sem komu fram í Kastljósi í gær. Það kom skýrt fram í fréttum bæði erlendis og hér heima á þessum tíma og var orðað með beinum hætti í opinberri fréttatilkynningu ESB eftir fund Barroso og forsætisráðherra.
Því er nauðsynlegt að rifja þetta upp nú þegar umræðan snýr aftur að þessum skilaboðum ESB til Íslands.
Fréttatilkynning frá ESB eftir fund forsætisráðherra og Barroso (júlí 2013):
“We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn”, said President Barroso after their meeting. … “It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent and serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay”.
https://ec.europa.eu/commission_2010-2014/president/news/archives/2013/07/20130716_1_en.htm
Ræða Barroso á fréttamannafundi eftir fundinn með forsætisráðherra (júlí 2013):
“Let me be clear: The Commission respects the decision of the government regarding the accession process. We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn.
It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent, serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay.
We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead and we are ready to further discuss with the government how to shape this way forward together.
Let me also emphasise that the unanimous decision of the European Union Member States to open accession negotiations remains valid.
So, my message today is clear: provided Iceland wants it, we remain committed to continuing the accession negotiation process, which I am certain, could address Iceland’s specificities.”
https://europa.eu/rapid/press-release_SPEECH-13-640_en.htm
Frétt EUObserver.com eftir sama fund:
“EU clock is ticking, Iceland told.”
BRUSSELS – The EU Tuesday (16 July) told Iceland it is not going to wait around forever while the island weighs up whether it is worth joining the bloc.
European Commission President Jose Manuel Barroso said that the decision to open membership negotiations with Iceland was still “valid.” But he added: “The clock is ticking. It is in the interests of all that this decision is taken without further delay.”
https://euobserver.com/political/120881
PRESIDENT BARROSO DISCUSSES ICELAND’S RELATIONS WITH THE EU WITH PRIME MINISTER GUNNLAUGSSON
The President reaffirmed the shared interest of both Iceland and the EU to take a decision on Iceland’s possible EU membership: “It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent and serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay”.
https://ec.europa.eu/commission_2010-2014/president/news/archives/2013/07/20130716_1_en.htm
Frétt RÚV um blaðamannafund utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB, Stefan Fule nokkru áður (júní 2013):
„Takmörk fyrir því hvað viðræðuhlé er langt“
Hléð sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að gera á aðildarviðræðum við Evrópusambandið felur í sér tímamörk, segir stækkunarstjóri ESB. Hann segir sambandið bæði hafa getu og vilja til að ljúka viðræðunum.
Á blaðamannafundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Stefans Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins í Brussel á fimmtudaginn, kom sá síðarnefndi því skýrt á framfæri að þótt Evrópusambandið virti ákvörðun íslendinga um að gera hlé á viðræðunum, væru tímatakmörk á því að hefja þær aftur.
Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi. Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhaggaða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi.
https://www.ruv.is/frett/takmork-fyrir-thvi-hvad-vidraeduhle-er-langt
Frétt Vísir.is (28. júní 2013) um ummæli talsmanns stækkunarskrifstofu ESB um sama efni:
„Stækkunarstjóri ESB segir ekki hægt að hafa umsókn á ís að eilífu“
Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða sig sem fyrst hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki. Þetta segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB. … Stano minnist á að ESB sé kunnugt um að aðildarviðræður verði teknar upp á Alþingi með haustinu og ekki sé búist við því að mikið gerist fyrr en þá. „En það er ljóst að þetta getur ekki verið sett á ís að eilífu,“ segir hann. „Þess vegna þurfum við að fá viðbrögð frá íslenskum stjórnvöldum sem fyrst.“
https://visir.is/staekkunarstjori-esb-segir-ekki-haegt-ad-hafa-umsokn-a-is-ad-eilifu/article/2013706289935
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Deila grein

05/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Birkir-Jon-JonssonFundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi á mánudaginn staðfesti tillögu uppstillinganefndar að framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Stefnan sett hátt fyrir vorið. Mikil endurnýjun er á lista flokksins í Kópavogi og skipar ungt og kraftmikið fólk efstu sæti listans. Birkir Jón Jónsson fyrrv. alþingismaður mun leiða framboðslistann.
Fimm efstu sæti framboðslistans skipa:
1. Birkir Jón Jónsson, fyrrv. alþingismaður, 34 ára.
2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri, 30 ára.
3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lífstílsleiðbeinandi, 38 ára.
4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur, 56 ár.
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari, 57 ára.
Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 fékk Framsóknarflokkurinn einn mann kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs.