Categories
Greinar

Kæru landsmenn!

Deila grein

11/04/2013

Kæru landsmenn!

AlliÞann 27. apríl næstkomandi göngum við til alþingiskosninga. Ég el þá von í brjósti að þessar kosningar verði frábærar í því tilliti að flokkurinn minn, Framsókn komi afar vel út. Ég er í hjarta mínu sannfærður um að stefna Framsóknar í þeim málum sem brenna á landsmönnum, staðfesta í stjórnarandstöðu sl. fjögur ár, staðfesta forystumanna flokksins og úrræði þau sem flokkurinn hefur kynnt til handa landsmönnum eftir kosningar leiði flokkinn til forystu og gefi Framsókn tækifæri til að sýna landsmönnum hvað býr í því sterka og fjölhæfa liði sem í framboði er fyrir flokkinn.  Það er gaman að sjá stækkandi hóp þeirra sem sjá að loforð Framsóknar og forystumanna flokksins eru ekki innantóm orð, heldur raunhæf og vel útfærð markmið sem munu leiða okkur á braut gæfu og gengis og verða landi og þjóð til heilla til allrar framtíðar.

Kæri kjósandi, kynntu þér markmið og stefnu flokksins sem metur manngildi ofar auðgildi og vill að þjóðin hafi síðasta orðið.  Samvinna og samheldni er það sem þarf í dag.

Við setjum X við B.

Aðalsteinn Júlíusson

Greinarhöfundur er skipstjóri og skipar 9. sæti fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Deila grein

11/04/2013

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Sigmundur Davíð mætti í Forystusætið á RÚV, miðvikudaginn 10. apríl, þar sem hann útskýrði og svaraði algengum spurningum um stefnu Framsóknar.
Smellið hér til að sjá þáttinn í heild sinni.
forystusaetid2013
 

Categories
Fréttir

Framsókn á samfélagsmiðlum

Deila grein

10/04/2013

Framsókn á samfélagsmiðlum

social mediaNú eru þéttskipulagðir dagar og mikið fjör hjá frambjóðendum og starfsfólki Framsóknar um land allt. Ykkur gefst tækifæri á að fylgjast enn betur með flokksstarfinu en Framsókn er notandi á öllum helstu samfélagsmiðlum sem í boði eru.
Hér er listi yfir helstu miðla Framsóknar.
Facebooksíða Framsóknar
Twittersíða Framsóknar
Instagram Framsóknar
Youtubesíða Framsóknar
Flickrsíða Framsóknar
Facebooksíða Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Facebooksíða Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Facebooksíða Landssambands framsóknarkvenna
Facebooksíða Sambands ungra framsóknarmanna
Heimasíða Sambands ungra framsóknarmanna
Til að finna upplýsingar um facebooksíður og heimasíður einstakra frambjóðenda og þingmanna, smellið hér og veljið viðkomandi.

Categories
Fréttir

Húsfyllir í Garðabæ

Deila grein

09/04/2013

Húsfyllir í Garðabæ


Image 13“Ég vil að við og börnin okkar búum við kerfi þar sem við getum tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir okkur og samfélagið í heild.”
sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar á fjölmennum verðtryggingarfundi í Garðabæ í gærkvöldi. Um 200 manns mættu á fund Framsóknar þar sem verðtryggingin og skuldamál heimilanna var umræðuefnið.
Auk Eyglóar voru Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi frá Akranesi og Ólafur Arnarson, hagfræðingur, með framsögur en þeir hafa farið mikinn í umræðunni um afnám verðtryggingarinnar og leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna.
 
“Númer eitt, leiðrétting skuldsettra heimila. Númer tvö, afnám verðtryggingarinnar og númer þrjú, efling atvinnulífsins” svaraði Eygló þegar hún var spurð um hver aðalatriði Framsóknar væru á komandi kjörtímabili.
Frekari upplýsingar veitir
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar
S: 895 5719
eyglo@althingi.is
og
Jón Ingi Gíslason
S: 894 0224
joningi@framsokn.is
Categories
Fréttir

Fylgist með á Twitter í kvöld!

Deila grein

08/04/2013

Fylgist með á Twitter í kvöld!

twitterlogoFramsókn mun vera með beinar stöðuuppfærslur af stóra verðtryggingarfundinum sem verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ í kvöld.
Hér er Twittersíða Framsóknar
Hér eru nánari upplýsingar um fundinn

Categories
Fréttir

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

Deila grein

08/04/2013

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

6.april2013-10Framsókn í Reykjavík bauð kjósendum upp á hraðstefnumót með frambjóðendum flokksins laugardaginn 6. apríl. Mjög góð mæting var á Suðurlandsbrautinni og voru umræður fjörugar. Þetta bráðskemmtilega fyrirkomulag á umræðum hefur slegið í gegn, en frambjóðendur fara á milli lítilla hópa kjósenda sem gefst kostur á að spyrja þá spjörunum úr.
 
Fleiri myndir af viðburðinum má finna hér

Categories
Fréttir

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Deila grein

07/04/2013

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Opinn fundur um brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ, við Bæjarbraut í Garðabæ, mánudaginn 8, apríl kl. 20.00
verdtrygging gardabae

Categories
Greinar

Skynsöm þjóð

Deila grein

07/04/2013

Skynsöm þjóð

HÞÞPistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu.

Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni.

Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar.

Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að “veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð.

Höskuldur Þórhallsson

Categories
Fréttir

Fjölmenn opnun kosningaskrifstofu Framsóknar í Reykjavík – vinningshafar í happadrættinu

Deila grein

25/03/2013

Fjölmenn opnun kosningaskrifstofu Framsóknar í Reykjavík – vinningshafar í happadrættinu

Kosningaskrifstofa framboðs Framsóknar í Reykjavík opnaði í dag kl. 14.00 að Suðurlandsbraut 24 með fjölmennri fjölskylduhátíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, ávarpaði gesti og fór yfir helstu stefnumál flokksins og mikilvægi þess að sýna staðfestu í þeim verkefnum sem framundan eru. “Það væri ábyrgðarleysi að ætla ekki að taka á þeim verkefnum sem samfélagið stendur augljóslega frammi fyrir, eins og skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni”
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Húsfyllir var á Suðurlandsbrautinni og mátti greina mikla tilhlökkun meðal gesta til komandi kosningamánaðar. Herbert Guðmundsson spilaði fyrir gesti og gangandi á meðan allir gæddu sér á léttum veitingum og spjölluðu við frambjóðendur.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Kosningaskrifstofa Framsóknar í Kópavogi opnar á morgun svo það er óhætt að segja að flokkurinn sé kominn á fullt í baráttunni nú þegar rúmur mánuður er í kosningarnar.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Vinningaskrá úr happadrættinu
Olíumálverk 30×30 eftir Sigríði Önnu Garðarsdóttur, í boði Karls Garðarssonar:
156
Brunch fyrir 2 á 19. í boði Frosta Sigurjónssonar:
167
Sögur og leiðsögn um Sjóminjasafnið í boði Sigrúnar Magnúsdóttur:
214
240
258
188
107
135
275
141
234
123
Skoðunarferð um Alþingishúsið í boði Vigdísar Hauksdóttur:
110
153
132
171
223
202
247
270
289
209
Vinninga skal vitjað fyrir 6. apríl 2013, í síma: 693 6900.
 
Frekari upplýsingar veitir:
Ingveldur Sæmundsdóttir, kosningastjóri
Sími: 693 6900
Netfang: reykjavik@framsokn.is

Categories
Greinar

Lítil fyrirtæki stækka mest

Deila grein

25/03/2013

Lítil fyrirtæki stækka mest

Silja Dögg GunnarsdóttirÖll vitum við að ekkert verður til úr engu. Til þess að skapa verðmæti þá þurfum við atvinnu. Til þess að auka hagvöxt og byggja upp velferð þá þurfum við að auka fjárfestingar og framleiðni. Stöðugt og fjölbreytt atvinnulíf byggist á hugviti og dugnaði einstaklinga en rekstrarumhverfið þarf líka að vera hagstætt. Skattpíning skilar engu. Fyrirtæki þurfa einfaldara regluverk og einfaldara skattkerfi til að geta vaxið. Við megum ekki höggva ræturnar af trénu, við verðum að vökva það og næra. Hið sama gildir um fyrirtækin okkar.

Blómlegt atvinnulíf er undirstaða velferðar

Um 90% íslenskra fyrirtækja eru lítil og meðalstór.  Stöðugleikinn er meiri þegar við höfum ekki öll eggin í sömu körfunni.  Því telur Framsóknarflokkurinn mikilvægt að leggja áherslu á að styrkja hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar skattaumhverfi þeirra er orðið vænlegra þá skila þessi fyrirtæki meiri tekjum, sem þýðir að þau geti fjölgað störfum.  Það þýðir að fleiri fá atvinnu, atvinnuleysi minnkar, tekjur heimilanna hækka og staða þeirra batnar.

Litli kallinn borgar

Rekstur smærri fyrirtækja hefur verið mjög erfiður síðustu misseri. Ástæðurnar eru margar. Helst má nefna sífelldar skattabreytingar, flóknara regluverk,  óhagstætt gengi krónunnar,  aukinn rekstrarkostnað  og hærri afborganir lána.  „Stóru kallarnir“ fengu margir hverjir afskrifaðar skuldir eftir Hrun en „litlu kallarnir“ sitja uppi með sínar skuldir. Sumir fyrirtækjaeigendur halda áfram ennþá á þrjóskunni en aðrir hafa því miður gefist upp. Í stað þess að auðvelda atvinnurekendum róðurinn á þessum erfiðu tímum, þá hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt til að þyngja hann enn frekar með endalausum skattaálögum. Rekstarumhverfið hefur verið mjög óstöðugt og menn veigrað sér við að fara út í frekari fjárfestingar því óvissa ríkir um í hverju skuldbindingarnar muni felast.

Þessu þarf að breyta og því ætlar Framsókn að beita sér fyrir fái hún til þess umboð frá kjósendum í vor. Vinna, vöxtur, velferð eru sígild slagorð. Við verðum að byggja upp atvinnulífið með öllum ráðum. Fjölskyldan og heimilin eru undirstaða samfélagsins en þau eiga allt sitt undir því að atvinnulífið gangi vel.

Framsókn fyrir atvinnulífið! Framsókn fyrir heimilin! Framsókn fyrir Ísland!

 

Silja Dögg Gunnarsdóttir 2. sæti Framsókn í Suðurkjördæmi