Categories
Fréttir Greinar

Ó­þarfa sóun úr sam­eigin­legum sjóðum?

Deila grein

15/02/2024

Ó­þarfa sóun úr sam­eigin­legum sjóðum?

Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir:

„Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“

Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert.

Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst

Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla.

Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis.

Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum

Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar.

Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með:

Fyrri fyrirspurn

Seinni fyrirspurn

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Greinin birtist fyrst á visir.is 15. febrúar 2024.

Categories
Fréttir

Stórt framfaraskref!

Deila grein

14/02/2024

Stórt framfaraskref!

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, ræddi hversu góð ráðstöfun Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, hafi verið að ráðstafa árlega að með auknu fjármagni 55 millj. kr. til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) og stytta þannig bið barna eftir göngudeildarþjónustu. „Sú ákvörðun ásamt breyttu skipulagi hefur sannarlega skilað sér í umbreytingu á þjónustustigi fyrir það öfluga starfsfólk sem á deildinni starfar og á mikið hrós skilið fyrir.“

Á kjörtímabilinu 2017-2021 var mjög mikil umræða um langan biðlista hjá BUGL. Var þá haft eftir yfirlækni á BUGL í fréttum „að geðheilbrigðismál barna og ungmenna hefðu verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld virtust hafa lítinn áhuga á að bæta þar úr“.

„Við höfum sett okkur markmið um að ekkert barn þurfi að bíða lengur en í 90 daga eftir þjónustu frá því að beiðni þess efnis hefur verið samþykkt og markmiðið náðist um nýliðin áramót,“ sagaði Lilja Rannveig.

„Aukið fjárframlag gerði það kleift að hægt var að ráða fleiri sérfræðinga og fjölga meðferðarteymum göngudeildar úr tveimur í þrjú, þannig að í lok janúar voru 26 börn á þessum biðlista og biðin eftir þjónustu var einungis um einn til tveir mánuðir. Það skiptir miklu máli fyrir börnin og velferð þeirra að við náum að tryggja þeim þjónustu eins fljótt og auðið er.

Stytting biðlistans er ákveðinn áfangasigur sem við eigum að gleðjast yfir. Nú þurfum við í sameiningu að halda áfram að gera vel og gera gott enn betra,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.


Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni á Alþingi:

„Hæstv. forseti. Á síðasta kjörtímabili var mjög mikið rætt um langan biðlista hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans sem er í daglegu tali kallað BUGL. Árið 2021 bárust fréttir þar sem vitnað var í yfirlækni á BUGL sem sagði að geðheilbrigðismál barna og ungmenna hefðu verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld virtust hafa lítinn áhuga á að bæta þar úr. En í síðustu viku bárust fréttir úr heilbrigðisráðuneytinu um að með auknu fjármagni hefði tekist að stytta bið barna eftir göngudeildarþjónustu barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, og það er stórt framfaraskref.

Við höfum sett okkur markmið um að ekkert barn þurfi að bíða lengur en í 90 daga eftir þjónustu frá því að beiðni þess efnis hefur verið samþykkt og markmiðið náðist um nýliðin áramót. Hæstv. heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson tók ákvörðun um að ráðstafa árlega 55 millj. kr. til málaflokksins. Sú ákvörðun ásamt breyttu skipulagi hefur sannarlega skilað sér í umbreytingu á þjónustustigi fyrir það öfluga starfsfólk sem á deildinni starfar og á mikið hrós skilið fyrir. Fyrir tilkomu aukna fjárframlagsins biðu að jafnaði 100–130 börn eftir þjónustu og biðin var oft talin í mörgum mánuðum. Aukið fjárframlag gerði það kleift að hægt var að ráða fleiri sérfræðinga og fjölga meðferðarteymum göngudeildar úr tveimur í þrjú, þannig að í lok janúar voru 26 börn á þessum biðlista og biðin eftir þjónustu var einungis um einn til tveir mánuðir. Það skiptir miklu máli fyrir börnin og velferð þeirra að við náum að tryggja þeim þjónustu eins fljótt og auðið er. Stytting biðlistans er ákveðinn áfangasigur sem við eigum að gleðjast yfir. Nú þurfum við í sameiningu að halda áfram að gera vel og gera gott enn betra.“

Categories
Fréttir

„Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið“

Deila grein

14/02/2024

„Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins samgönguframkvæmdir og umferðarmenningu og hversu miklar framfarir hafi orðið á þessari öld. En ástæða sé til að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera betur þar sem banaslysin í umferðinni séu þegar orðin sjö á þessu ári, voru átta í heildina allt árið í fyrra.

„Við höfum farið í gríðarmikið átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir í bættu öryggi.“

En hvað hefur breyst á þessum árum, á þessari öld?

„Í dag eru uppi allt aðrar aðstæður en voru fyrir aldarfjórðungi. Á þeim tíma var samfélagsgerðin allt önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaganna og samfélaga mun stærri,“ sagði Halla Signý.

Nefndi hún að atvinnusóknarsvæði séu „stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin í skólann lengri leið og jafnvel í leikskóla um langan veg og þjónustan færist svo sífellt á færri staði.“

„Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hafa kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Við skulum muna það að eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Stöldrum við og íhugum málið,“ sagði Halla Signý að lokum.


Ræða Höllu Signýjar í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Banaslys í umferðinni sem af er þessu ári eru orðin sjö en þau voru átta í heildina allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvað við getum gert betur. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32. Flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og á Akureyri og sömu sögu er að segja árið á eftir. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í gríðarmikið átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir í bættu öryggi. Banaslysum hefur fækkað ár frá ári þótt hlutfallslega séu fleiri slys á vegum landsins núna síðustu ár. En hvað hefur breyst á þessum árum, á þessari öld? Í dag eru uppi allt aðrar aðstæður en voru fyrir aldarfjórðungi. Á þeim tíma var samfélagsgerðin allt önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaganna og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin í skólann lengri leið og jafnvel í leikskóla um langan veg og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hafa kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Við skulum muna það að eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Stöldrum við og íhugum málið.“

Categories
Fréttir

27 milljarðar í leigu á húsnæði!

Deila grein

14/02/2024

27 milljarðar í leigu á húsnæði!

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins þann mikla kostnað ríkisins er fer í leigu á húsnæði. Á síðasta ári var leigukostnaður ríkisins 27 milljarðar. Hann telur augljóst að hér megi fara betur með opinbert fé og ná fram meiri hagræðingu í nýtingu á húsnæði ríkisins.

Hefur Ágúst Bjarni í þessu augnamiði lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu, um uppbyggingu klasa opinberra fyrirtækja og stofnana, er hefur að markmiði ríkið efli samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana ásamt því að stuðla að hagræðingu, minnka yfirbyggingu og auka sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis o.s.frv.

„Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir hafi ekki alltaf verið samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til þáverandi hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra á sínum tíma þar sem m.a. var óskað eftir yfirliti yfir það hversu oft á síðustu árum ríkið hefði gert samninga við aðra en lægstbjóðendur, sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hefði verið samið við lægstbjóðanda,“ sagði Ágúst Bjarni.

Í svari fjármála- og efnahagsráðherra var staðfest „að í tíu tilfellum hafði ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafði lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, en þetta eru ansi þunn rök þegar við berum þetta saman við meðferð á opinberu fé.“

„Svarið var því tilefni til seinni fyrirspurnar minnar um sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem þá var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarað og í ljósi þess sem ég hef farið yfir þá tel ég fullt tilefni til að endurvekja hana og fá þá upp á yfirborðið hvað það er sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamninga við aðila sem buðu hærra verð,“ sagði Ágúst Bjarni að lokum.


Ræða Ágústs Bjarna í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegur forseti. Ríkið greiddi 27 milljarða í leigu á húsnæði árið 2023. Þetta eru háar tölur og ég tel að þarna sé svigrúm til þess að fara betur með opinbert fé og ná meiri hagræðingu með samnýtingu. Mér varð hugsað til þingsályktunartillögu sem ég lagði fram á sínum tíma sem fjallaði einmitt um þetta, hvernig nýta mætti hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana ásamt því að stuðla að hagræðingu, minnka yfirbyggingu og auka sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis o.s.frv. Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir hafi ekki alltaf verið samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til þáverandi hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra á sínum tíma þar sem m.a. var óskað eftir yfirliti yfir það hversu oft á síðustu árum ríkið hefði gert samninga við aðra en lægstbjóðendur, sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hefði verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafði ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafði lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, en þetta eru ansi þunn rök þegar við berum þetta saman við meðferð á opinberu fé.

Svarið var því tilefni til seinni fyrirspurnar minnar um sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem þá var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarað og í ljósi þess sem ég hef farið yfir þá tel ég fullt tilefni til að endurvekja hana og fá þá upp á yfirborðið hvað það er sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamninga við aðila sem buðu hærra verð.“

Categories
Fréttir Greinar

Förum var­lega á vegum úti

Deila grein

14/02/2024

Förum var­lega á vegum úti

Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða.

Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur.

Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins

Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því?

Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna.

Breytt þjóðfélagsmynd

Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta.

Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 14. febrúar 2024.

Categories
Fréttir

Áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum

Deila grein

14/02/2024

Áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum

Að beiðni Jóhanns Friðriks Friðrikssonar þingmanns Framsóknar flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á alþingi um áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðunesjum. Umræðan var góð og fróðleg og varpar ljósi á þær gífurlegu áskoranir sem standa fyrir dyrum. Forsætisráðherra fór í máli sínu yfir þann yfirgripsmikla undirbúning og margvíslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til, svo varna megi tjóni og neikvæðum áhrifum á líf fólks.

Fyrir hönd Framsóknar tóku til máls formaður flokksins og innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, auk Jóhanns Friðriks Friðrikssonar.

Í máli Sigurðar Inga kom meðal annars fram: ,,Staðreyndin er sú að við höfum frá fyrstu dögum, kallað fullt af fólki til vinnu og verka til að skipuleggja hvernig er hægt að takast á við náttúruna, undirbúa plan A, plan B, plan C jafnvel, og vera tilbúin til að gera fleiri hluti þegar það þarf vegna þess að stundum leikur náttúran á okkur. Stundum vinnum við en stundum vinnur náttúran og þá þurfum við að vera með viðbótarplan. Þess vegna hafa menn getað brugðist við svo hratt sem raun ber vitni í þeim atburðum sem við erum að horfa á núna í baksýnisspeglinum næst okkur.”

Enn fremur sagði Sigurður Ingi: ,, Við þurfum úti um allt land að átta okkur á því að náttúruváin er til staðar þó að hún hafi ekki ógnað okkur í 100 ár. Hún getur gert það á næstu 50 árum, getur gert það eftir nokkur ár, hún getur gert það þess vegna á næstu mánuðum. Það er mikilvægt til þess að hugsa, hér í þessari umræðu um hamfarirnar á Suðurnesjum, að við erum búin að undirbúa okkur gríðarlega vel. En við getum hins vegar ekki komið hér og fullyrt að við séum búin að koma í veg fyrir allt sem gerist af því að þrátt fyrir okkar virtu vísindamenn og þekkingu þá getum við ekki vitað hvað nákvæmlega gerist. Við getum spáð fyrir um það. Við getum undirbúið það eins og var gert svo vel í þessum hamförum síðustu daga og þess vegna var hægt að grípa til plans B þegar A gekk ekki og vera tilbúin með plan C ef það myndi ekki ganga.

Jóhann Friðrik vék að því hversu stolt við erum öll af því fólki sem stendur vaktina, dag og nótt, en það er í eðli okkar Íslendinga að standa saman þegar gefur á bátinn. ,,Ég er stoltur af öllu þessu frábæra fólki og veit að það eru íbúar á Suðurnesjum og landsmenn allir. En hér hefur verið nefnt: Og hvað svo? Nú þegar þessum viðburði er lokið í bili verðum við að fara yfir það sem betur mætti fara. Við eigum að taka þá umræðu á heiðarlegan hátt og halda ótrauð áfram. Suðurnesjamenn hafa gengið í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina en gríðarlegar jarðhræringar og eldgos í námunda við byggð hafa ekki ógnað tilveru okkar og lífsgæðum frá því að land byggðist. Sú byrði hefur lent af ómældum þunga á Grindvíkingum sem nú búa fjarri heimilum sínum og við þeim blasir óvissa sem stjórnvöld þurfa að mæta eftir fremsta megni. Það orðatiltæki að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur, hefur verið mjög ofarlega í huga á undanförnum dögum. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að huga að okkar innviðum til lengri tíma. Ég er stoltur af þeim verkefnum sem stjórnvöld hafa farið í á undanförnum mánuðum og árum til að bregðast við þeirri náttúruvá sem hefur blasað við okkur og ég er þess fullviss að sú vinna mun halda áfram. Ég vil nýta þetta tækifæri undir lok ræðu minnar til að segja aftur: Takk, kæru íbúar á Suðurnesjum, fyrir þolgæði ykkar, dugnað og samkennd á þessum tíma. Við munum áfram standa þétt við bakið á ykkur.”

Categories
Greinar Nýjast

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Deila grein

12/02/2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við treystum og trúum að þeim kröfum sé framfylgt hér á landi. Það hlýtur því  einnig að vera sjálfsögð krafa að við neytendur getum treyst á að sömu kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. Annað væri ótækt.  Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði  sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi.

Innflutningur flæðir yfir

Nú er það þannig að innflutningur á nautakjöti jókst um 48%  á sl. ári  og á kjöti í heild um 17%. Kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og dróst saman í kinda- og nautakjöti og salan dróst saman um 2%. Staðreyndin er sú að innflutt kjötvara er nú orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Samkeppnisstaða íslenskra bænda er sífellt að versna og matvælaöryggi landsins um leið. Samkeppnin er hörð, ekki bara hér á landi heldur einnig út í hinum stóra heimi.

Bændur í Evrópu eru farnir að mótmæla kröftuglega þar sem innflutningur landbúnaðarafurða flæðir yfir landamæri og veikir markaðsaðstæður. Í nágrannalöndum mótmæla bændur stjórnvöldum vegna stöðu sinnar og vekja athygli á að samkeppnisstaða þeirra sé sífellt að veikjast gagnvart innflutningi á matvöru frá nágrannalöndum. Bændur í Frakklandi óttast að mikill innflutningur frá Spáni á grænmeti og ávöxtum dragi úr sölu innlendrar framleiðsluvara enda eru þær falar fyrir mun lægra verð, en það er ekki að ástæðulausu. Á Spáni eru ekki gerðar eins ríkar kröfur á umhverfissjónarmið og þar er notað mun meira af eiturefnum við framleiðsluna. Er það framtíðin sem við viljum? Lægra verð fyrir minni gæði.

Aðgerðaráætlun í matvælaöryggi

Aðgerðaráætlun í matvælaöryggi og vernd búfjárstofna var samþykkt á Alþingi árið 2019 eða fyrir fimm árum. Sú áætlun var í 17. liðum og er ágætt að fara yfir hvað hefur áunnist frá því að hún var sett. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hamra á mikilvægi matvælaöryggis hér landi. Það sem yfir okkur hefur dunið frá því þessi áætlun leit dagsins ljós hefur einungis dýpkað skilning okkar enn frekar á mikilvægi þess tryggja það. Undirrituð sendi fyrirspurn á matvælaráðherra um stöðu aðgerðanna sem settar voru fram. Í svari ráðherra kom fram að öllum aðgerðunum 17 sé annaðhvort lokið eða eru í framkvæmd til lengri tíma. Aðgerðartillögunum 17 er samt aldrei lokið heldur er þetta leiðarljós sem stöðugt þarf að huga að og uppfæra, bæta við og endurmeta reglulega.

Sýklalyfjaónæmi

Ein aðgerð var að átaki skyldi hrundið á stað til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Árið 2019 var sett á stað vinna í ráðuneytinu við að móta viðbrögð ef greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur í dýrum, sláturafurðum og matvælum.   Í kjölfarið var ákveðið að víkka verkefnið út og skipa nýjan hóp undir forystu Þórólfs Guðnasonar, fyrrverandi sóttvarnalæknis, sem hefur það hlutverk að auka þverfaglegt samstarf á þessu sviði og móta framtíðarsýn í málaflokknum til næstu 10 ára. Þá er hópnum falið að móta aðgerðaáætlun í málefnum sýklalyfjaónæmis til næstu 5 ára og leggja til leiðir til að koma aðgerðum til framkvæmda auk þess að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu um sýklalyfjaónæmi. Hópurinn starfar á vegum heilbrigðisráðuneytisins en verkefnið er unnið í samstarfi þess, matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Einnig hefur verið gerður samningur við MAST og Tilraunastöð HÍ í meinafræðum á Keldum um að fjármagna og sinna ákveðnum rannsóknum tengdum sýklalyfjaónæmi. Auk þess hafa verið styrkt verkefni í sýklalyfjaónæmi.

Styrkja þarf matvælaöryggi landsins

En eitt er víst og það er að það þarf styrkja matvælaöryggi okkar betur og eins að styrkja samkeppnisstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Þá hefur Framsókn enn og aftur lagt fram þingsályktunartillögu sem ber með sér að leyfa innlendum afurðastöðvum í kjöti að vinna saman og sameinast til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Innlend matvöruframleiðsla er heilnæm þar stöndumst við erlendan samburð en við verðum að skapa henni betri samkeppnisstöðu til að standa undir rekstrinum. Að öðrum kosti er ekki svigrúm til nýsköpunar eða framþróunar.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Categories
Greinar

Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar

Deila grein

12/02/2024

Orkuinnviðir íslands eiga að vera sameign þjóðarinnar

Brestur á lífsgæðum

Hraun hefur nú runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum. Atburðarásinvar hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Nú blasir við gríðarlega alvarlegan skort á heitu vatni, í nokkra daga. Almannavarnir tala um mikilvægi þess er að allir leggist á eitt á stundu sem þessari og fari sparlega með rafmagn. Heitavatnslaust er nú orðið í Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavík, og Vogum. Brestur er orðin í lífsgæðum og vinnur nú fjöldi starfsmanna og verktaka að því að koma veitukerfunum aftur í gang og er það fólk að vinna þrekvirki í störfum sínum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona öflugt fólk sem bregst hratt og örugglega við á hamfaratímum.

Hitaveitan samvinnuhugsjón í upphafi

Hitaveita Suðurnesja var stofnuð 31. desember 1974, með lögum frá Alþingi, í þeim tilgangi að nýta jarðvarmann til húshitunar á svæðinu. Við stofnun fyrirtækisins skiptust eignarhlutar í fyrirtækinu þannig að ríkissjóður átti 40% og sveitarfélögin sjö, sem þá voru á svæðinu, 60%.
um virkilega mikilvægt samvinnuverkefni var að ræða sem gjörbylti orkunýtingu á svæðinu á sínum tíma.

Einkavæðing grunninnviða

Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni.
1.janúar 2007 var Hitaveita Suðurnesja, síðar HS Orka,  að fullu í eigu sveitarfélaga á svæðinu og íslenska ríkisins. Á vor mánuðum sama ár  auglýsti ríkið 15,2% hlut sinn í fyrirtækinu til sölu. Öðrum orkufyrirtækjum á Íslandi var meinað að bjóða í hann, tóninn var sleginn einkavæðing var hafinn og sveitarfélögin losuðu sinn eignarhlut í kjölfarið og í dag er HS Orka  til helminga í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélagsins Ancala partners. Mikill arður hefur verið greiddur út á síðustu árum út úr félaginu sem dæmi  Árið 2021 greiddu eigendurHS Orku út 28 milljónir dala, eða um 3,6 milljarða króna, til hluthafa með lækkun hlutafjár í kjölfar hluthafafundar í nóvember það ár. Eignir félagsins námu 59,5 milljörðum í árslok 2021, samanborið 56,5 milljarða ári áður.

Orkuauðlindir landsins eiga að vera í samfélagslegri eigu

Á þeim hamfaratímum sem við lifum nú sýnir mikilvægir þess að orkuinnviðir og auðlindir sem þessar séu í eigu sveitarfélaga og ríkisins sem sjá um að reka og nýta grunnstoðir í samfélaginu, arðurinn sem skilar sér af slíkri innviðarstarfsemi á síðan að fara markvist í uppbyggingu og varnir. Viljum við sem þjóð að arðgreiðsla af slíkri orkuauðlind sem þessari renni til einstaklinga eða að arðurinn sé nýttur til almunahagsmuna ?

Við sem þjóð eigum ekki að standa vörð um þann málflutning að einkavæðing orkuauðlinda og grunninnviða samfélagi okkar séu settar á dagskrá. Ég hef þá persónulegu skoðun og er á móti því að virkjanir og orkumannvirki séu í einkaeigu, Það kemur svo sterkt í ljós núna að það á ekki að einkavæða þessa hluti, hvort sem það eru fossar, eða virkjanir. Hægt hefði verið að nota allar þær arðgreiðslu sem hafa runnið til á síðustu ára vegna orkuvinnslunnar í Svartsengi til frekari uppbyggingu innviða t.d. að vera búin að leggja 2 varalagnir að Fitjum sem fæða Suðurnesjabæ, Flugstöðina ,Reykjarnesbæ og Voga. Einnig hefði verið hægt að fjármagna hluta varnagarðanna með fjármagni frá orkivirkinu.

Við í Framsókn höfum talað skýrt í þessum efnum Það er skoðun okkar að almennt eigi ríkið ekki að standa í hinum og þessum atvinnurekstri, en það er engum vafa undirorpið að opinbert eignarhald á innviðum sem þessum t.d Landsvirkjun hefur reynst þjóðinni farsælt og er í raun til fyrirmyndar táknmynd þess blandaða markaðshagkerfis sem við búum í. Í stefnu Framsóknar í atvinnumálum má finna kafla um Landsvirkjun en þar segir „Framsókn leggst alfarið gegn sölu á Landsvirkjun, að hluta eða að öllu leyti. Almenningur á að njóta hins mikla arðs sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Brýnt er að tengja arðgreiðslur við auðlindina. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar til hagsældar fyrir íslenska þjóð.“

Þjóð náttúruhamfara

Við sem byggjum þetta land vitum það manna best að ísland er gjöfult land, en landið getur líka reynst okkur erfit og það höfum við séð í hinum ýmsu atburðum, eldsumbrot, flóð, jarðskjálftar og skriðuföll eru allt hlutir sem Íslendingar þekkja og kannast við.

Auka þarf samvinnu með það að leiðarljósi að styrkja grunnstoðir landsins í jarðhita og raforkumálum, styrkja þarf dreifikerfi raforku og auka vatnsaflsvirkjanir. Einnig þurfum við að auka þarf fé til rannsóknar og til jarðhitakannana til að breikka nýtarkosti jarðvarma á íslandi.

Orð fjármálaráðherra hræða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra skrifaði um mikilvægi einföldunar og hagræðingar í rekstri ríkisins í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing, sem kom út á dögunum. Hún nefnir nokkrar aðgerðir sem ríkið ætti ráðist í, Hún vill selja Íslandspóst, ljúka sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nýta andvirði sölunnar til að bregðast við eldsumbrotum nálægt byggð, til lengri og skemmri tíma. En á ný á að hjóla í grunnstoðir samfélagsins með einkavæðingu. Við þurfum sem þjóð að gæta að hagsmunum samfélagsins í heild og setja samvinnuhugsjónir í forgrunn því þær eiga erindi við þjóðina.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á vf.is 9. febrúar 2024.

Categories
Greinar

Er Mosfellsbær að stuðla að betri heilsu bæjarbúa?

Deila grein

09/02/2024

Er Mosfellsbær að stuðla að betri heilsu bæjarbúa?

Góð heilsa er eitt af því dýrmætasta sem við eigum eða eins og spakmælið segir „Góð heilsa er gulli betri“.

Við berum mikla ábyrgð á eigin heilsu en það er ýmislegt í umhverfinu okkar sem getur ýtt undir að við verðum duglegri að leggja inn í heilsubankann. Það sem skiptir sköpum í því eru foreldrar, vinir, skólasamfélagið allt, íþrótta- og tómstundafélög og aðrir sem bjóða upp á almenna heilsurækt hvort sem hún er andleg, líkamleg eða félagsleg. Sveitarfélagið sjálft hefur líka mikil áhrif með því að hafa gott aðgengi að íþróttamannvirkjum, útivistarsvæðum, sundlaugum, göngu- og hjólreiðastígum, bjóða upp á fræðslu, hvatningu og leggja áherslu á það sem eykur heilsu og vellíðan íbúa.

Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag. Það þýðir að við leitumst við að allar ákvarðanir séu teknar með lýðheilsusjónarmið í huga.

Ákvarðanir sem stuðla að aukinni lýðheilsu

Í kjölfar stjórnsýsluúttektar hjá Mosfellsbæ sem var framkvæmd á síðasta ári var ákveðið að leggja enn meiri áherslu á menningu, íþróttir og lýðheilsu með því að búa til nýtt svið sem vinnur sérstaklega að þessum mikilvægu málum.

Við erum íþrótta- og lýðheilsubær. Við erum með þrjár íþróttamiðstöðvar sem iða af lífi alla daga vikunnar. Við rekum tvær sundlaugar sem eru opnar frá morgni til kvölds. Opnunartíminn hefur verið lengdur um 30 mín alla virka daga og það er ókeypis fyrir börn undir 15 ára og 67 ára og eldri.

Mosfellsbær býður upp á frístundaávísanir fyrir börn og eldra fólk. Fjárhæðir hafa verið hækkaðar og reglum breytt þannig að hægt er að nota ávísanirnar í styttri námskeið eða yfir sumartímann.

Nýlega var gerður samningur við Sporið um að leggja skíðagöngubrautir hér víðsvegar um bæinn sem hafa notið mikilla vinsælda. Þetta framtak stuðlar að útiveru og hreysti fyrir alla aldurshópa.

Íþróttasvæðið okkar að Varmá er mjög dýrmætt og mikilvægt að um það gildi skýr framtíðarsýn. Þess vegna hefur stýrihópur sem á að endurskoða framtíðarsýn fyrir svæðið hafið störf. Hlutverk hópsins er að kortleggja íþróttasvæðið að Varmá með tilliti til skipulagslegra þátta og þarfagreiningar vegna uppbyggingar til næstu 15 ára.

Fyrsti áfanginn, sem ljúka á 1. apríl, er endurskoðun þarfagreiningar vegna þjónustubyggingar og hópurinn mun að sjálfsögðu nýta þau gögn sem þegar hafa verið unnin. Seinni áfanginn er þá framtíðarsýn fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ og heildarsýn yfir uppbyggingu á Varmársvæðinu. Ég vænti mikils af starfi þessa hóps enda um mjög mikilvægt lýðheilsuverkefni að ræða sem skiptir fólk á öllum aldri hér í Mosfellsbæ máli.

Félag eldri borgara býður upp á mjög fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem ýtir heldur betur undir að fólki líði betur líkamlega sem og andlega. Maður getur hreinlega hlakkað til að eldast og fá að taka þátt í því fjölbreytta starfi.

Bærinn hefur tekið alfarið yfir rekstur félagsheimilisins okkar, Hlégarðs, og þannig stuðlum við að auknu menningarlífi fyrir íbúa en menning er mikilvægur hluti af lýðheilsu.

Við berum öll ábyrgð

Hér er aðeins stiklað á stóru en það eru fjölmörg verkefni og fjölmargir aðilar í Mosfellsbæ sem stuðla að aukinni lýðheilsu. Íþrótta- og tómstundafélög sem er stýrt af sjálfboðaliðum eru sérstaklega mikilvæg og þar eigum við Mosfellingar mikinn mannauð.

Það er nauðsynlegt að allir finni sér einhverja íþrótt eða tómstund sem ýtir undir að rækta líkama og sál en það sem skiptir líka miklu máli er hvað maður tileinkar sér og gerir dagsdaglega. Eins og að njóta útiveru, ganga í búðina, vera virkur heima við, fá nægan svefn, borða hollan mat, rækta garðinn sinn, moka snjó og ekki má gleyma að hugsa jákvætt.

Við lifum aðeins einu sinni og því þurfum við að vanda okkur og minna á að samfélagið okkar er betra með alla sem hraustasta, virkasta og glaðasta innanborðs.

Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæjarráðs.

Greinin birtist fyrst á mosfellingur.is 8. febrúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Menntun innflytjenda – falinn fjársjóður

Deila grein

08/02/2024

Menntun innflytjenda – falinn fjársjóður

Í janú­ar sá ég viðtal við tann­lækni frá Úkraínu sem kom til Íslands sem flóttamaður vorið 2022 og hef­ur nú fengið leyfi land­lækn­is til að starfa sem tann­lækn­ir hér á landi. Þetta eru virki­lega já­kvæðar frétt­ir. En því miður heyri ég sam­hliða of marg­ar sög­ur um að inn­flytj­end­ur fái fyrra nám eða starfs­rétt­indi ekki met­in á Íslandi. Hingað til hef­ur oft verið óljóst hvert eigi að snúa sér til að fá fyrra nám metið. Það er því mikið fagnaðarefni að í byrj­un fe­brú­ar var opnuð þjón­ustugátt fyr­ir mat á námi og starfs­rétt­ind­um á Is­land.is.

At­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda er mik­il

Inn­flytj­end­ur eru nú um 18 pró­sent af heild­ar­fjölda lands­manna en hlut­fallið er mjög breyti­legt á milli byggðarlaga. Hæst er hlut­fall inn­flytj­enda yfir 60% í Mýr­dals­hreppi, í all­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um er það yfir 30% en þar sem hlut­fall inn­flytj­enda er lægst fer það niður fyr­ir fimm pró­sent. Sveit­ar­fé­lög með hæst hlut­fall inn­flytj­enda eru öll á lands­byggðinni en ekk­ert sveit­ar­fé­lag á höfuðborg­ar­svæðinu fer yfir 20% nema Reykja­vík. Seinni hluta síðasta árs voru inn­flytj­end­ur um 23% af heild­ar­fjölda starf­andi á Íslandi. Al­menn at­vinnuþátt­taka á Íslandi er 82% en at­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda er enn meiri, eða tæp­lega 87%, og er það mun hærra hlut­fall en í öðrum nor­ræn­um ríkj­um. Ekki hefði verið mögu­legt að manna mik­il­væg störf síðustu ár án aðkomu inn­flytj­enda, t.d. í fisk­vinnslu, iðnaði, ferðaþjón­ustu og í vax­andi mæli í heil­brigðis- og vel­ferðarþjón­ustu.

Mennt­un­arstig inn­flytj­enda er áþekkt mennt­un­arstigi inn­lendra

Marg­ir inn­flytj­end­ur sinna störf­um þar sem ekki er gerð rík krafa um mennt­un og það oft þrátt fyr­ir að vera jafn­vel með sér­hæfða mennt­un sem mik­il þörf er fyr­ir á ís­lensk­um vinnu­markaði. Það þarf að nýta þenn­an mannauð bet­ur. Staðreynd­in er sú að um 42% inn­flytj­enda hér á landi vinna störf sem ekki krefjast sér­stakr­ar mennt­un­ar þrátt fyr­ir að hlut­fall þeirra inn­flytj­enda sem hér búa og ekki hafa lokið sér­tækri mennt­un sé 17%. Þá vek­ur það at­hygli að mennt­un­arstig inn­lendra og inn­flytj­enda á Íslandi er áþekkt. Þá er ekki mark­tæk­ur mun­ur á mennt­un­arstigi þeirra sem koma hingað frá svæðum utan EES og inn­an EES.

Bylt­ing við mat á mennt­un og færni

Eins og áður sagði var þjón­ustugátt fyr­ir mat á námi og starfs­rétt­ind­um opnuð í byrj­un fe­brú­ar. Með þjón­ustugátt­inni er verið að tengja um­sækj­end­ur í gegn­um miðlæga síðu við alla þá sem koma að mati og viður­kenn­ingu á námi hér á landi. Þannig batn­ar aðgengi fólks sem vill fá mennt­un frá út­lönd­um metna, óháð því hvort um er að ræða inn­flytj­end­ur eða inn­fædda. Hér er um að ræða mjög mik­il­vægt skref til ein­föld­un­ar og loks verður hægt að sjá á ein­um stað all­ar upp­lýs­ing­ar um kröf­ur sem gerðar eru til viður­kenn­ing­ar á mennt­un eða færni. Ég fagna þessu skrefi sem hér hef­ur verið tekið en legg áherslu á að frek­ari um­bóta er þörf. Matið heyr­ir und­ir þrjú ráðuneyti, heil­brigðisráðuneytið varðandi starfs­leyfi heil­brigðis­stétta; há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti varðandi starfs­rétt­indi iðngreina; og mennta- og barna­málaráðuneytið varðandi starfs­leyfi fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ara. Verk­efnið dreif­ist víða og þess vegna er brýnt að skil­greina vel hlut­verk skóla við mat á námi, leiðbein­ing­ar og þjón­ustu. Ég er sann­færð um að hér eru frek­ari tæki­færi til úr­bóta og auk­inn­ar skil­virkni án þess að slaka á kröf­um til þekk­ing­ar og færni.

Við þurf­um á þekk­ingu allra íbúa að halda

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið ber ábyrgð á mót­töku inn­flytj­enda, og þar hef­ur nú verið unn­in græn­bók um stöðuna í mál­efn­um inn­flytj­enda og unnið er að stefnu­mót­un í nánu sam­starfi við ráðherra­nefnd í mála­flokkn­um. Á kjör­tíma­bil­inu hafa nú þegar verið samþykkt­ar laga­breyt­ing­ar á grunni þeirr­ar vinnu til að auðvelda ráðningu sér­fræðinga frá út­lönd­um, þjón­ustug­átt­in er kom­in og unnið að efl­ingu raun­færni­mats og skil­virk­ara mati á námi og starfs­rétt­ind­um. Þessi vinna er í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar en þar seg­ir: „Tryggja þarf að inn­flytj­end­ur sem hér vilja búa og starfa fái tæki­færi til aðlög­un­ar og geti nýtt hæfi­leika sína, þekk­ingu og reynslu.“ Það er mik­il­vægt að fjár­festa í fólki eins og við í Fram­sókn leggj­um áherslu á. Við þurf­um á þekk­ingu allra að halda þar sem við á og kannski leyn­ist þekk­ing sem hef­ur skort í sum byggðarlög nú þegar meðal íbúa.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. febrúar 2024.