Categories
Fréttir

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um lokað prófkjör

Deila grein

05/03/2021

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um lokað prófkjör

Kjörstjórn hefur ákveðið vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19 sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 19. júní 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.

Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum: Framboðsfrestur (til þátttöku í prófkjörinu) er til föstudagsins 4. júní 2021 kl. 12.00 á hádegi þ.e. 15 dögum fyrir kjördag.

Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 20. maí 2021, eða 30 dögum fyrir kjördag.

Frestur til skráningar í Framsóknarflokkinn er til miðnættis 19. maí 2021.

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Magneu Herborgar Björnsdóttur, á netfangið maggahb58@gmail.com

Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið. Kosið verður um fimm efstu sæti listans. Sjá nánar inn á www.framsokn.is

Stjórn KSFS óskar eftir öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Categories
Fréttir

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

18/02/2021

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.

Tíu eru í framboði og sækjast eftir eftirtöldum sætum, þau eru:      

 Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, sækist eftir 1. sæti.

 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, sækist eftir 1.-2. sæti.

 Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, Holti í Önundarfirði, sækist eftir 1.-2. sæti.

 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, sækist eftir 2. sæti.

 Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, sækist eftir 2.-3. sæti.

 Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður Blönduósi, sækist eftir 3. sæti.

 Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra, sækist eftir 3.-4. sæti.

 Tryggvi Gunnarsson, skipsstjóri frá Flatey, sækist eftir 3.-5. sæti.

 Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki, sækist eftir 5. sæti.

 Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð, sækist eftir 5.-6. sæti.

Categories
Fréttir

Kynningarblað um frambjóðendur í Norðvestur

Deila grein

15/02/2021

Kynningarblað um frambjóðendur í Norðvestur

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast kynningarblað á frambjóðendunum í póstkosningunni.

Smellið á myndina hér fyrir neðan!

Kynningarbæklingur á frambjóðendum í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi 16. febrúar – 13. mars 2021.
Categories
Fréttir

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi um lokað prófkjör

Deila grein

15/02/2021

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi um lokað prófkjör

Kjörstjórn hefur ákveðið vegna Covid-19 heimsfaraldursins sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 8. maí 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.

Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum:

  • Framboðsfrestur til þátttöku í prófkjörinu rennur út 15 dögum fyrir valdag eða föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 12.00 á hádegi.  
  • Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 8. apríl 2021, eða 30 dögum fyrir kjördag. (Frestur til skráningar á félagatal er til miðnættis 8. apríl 2021.)

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Helgu Hauksdóttur, á netfangið hauksdottir.helga@gmail.com.  Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið.

Kosið verður um 5 efstu sæti listans.  Sjá nánar inn á framsokn.is.

Categories
Fréttir

Þessi stóri

Deila grein

12/02/2021

Þessi stóri

Þá er komið að „þessum stóra“. En ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafa verið með opna fundi í kjördæmunum á netinu og rætt þau mál sem eru efst á baugi.

Þessi stóri verður í beinu streymi á facebook-síðu Framsóknar á mánudaginn, 15. febrúar, frá Reykjavík kl. 20.00.

Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknar og Lilja Dögg Alfreðsdóttirvaraformaður Framsóknar, munu leiða og vera með 10 mínútna inngang í hvoru holli. Í beinu framhaldi munu þau ásamt öðrum þingmönnum flokksins taka á móti spurningum.

  • Árangur, uppbygging, jákvæð stjórnmál, samgöngur, húsnæðismál, menntamál og atvinna, atvinna, atvinna.
  • Framfarir og umbætur byggja á samvinnu og samtali.
  • Þess vegna ræðst framtíðin á miðjunni.
15. febrúar kl. 20.00 — Þessi stóri með öllu liðinu í beinu streymi frá Reykjavík
Categories
Fréttir

Framtíð matarnýsköpunar

Deila grein

12/02/2021

Framtíð matarnýsköpunar

Ungt Framsóknarfólk í Reykjavík hélt opin fund í gærkvöldi um framtíð nýsköpunar í matvælaiðnaði. Á fundinum komu fram Brynja Laxdal, markaðsfræðingur og fyrrum verkefnastjóri Matarauðs Íslands, Finnbogi Magnússon, formaður stjórnar Landbúnaðarklasans, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Íris Gísladóttir, formaður Ung Framsókn í Reykjavík stýrði fundinum.

Farið var yfir víðan völl er kemur að tækifærum sem felast í nýrri tækni og nýjum leiðum til framleiðslu matvæla hér á landi. Augljóst var á fyrirlestrum Brynju og Finnboga að gríðarleg vaxtartækifæri væru í matvælaframleiðslu hér á landi. Þar má þakka nýrri tækni og því mikla hugviti sem býr í þeim framúrskarandi frumkvöðlum sem hafa lagt alúð sína í að tryggja Íslendingum hágæða matvöru framleidda úr þeim hágæða hráefnum sem finnast hér á landi.

Töluverð gróska hefur verið á þessu sviði síðustu ár og tilraunir til fjölbreyttari framleiðslu hafa skilað góðum árangri. Mikið er af matarfrumkvöðlum víðsvegar um land sem hafa með einstakri natni hafið fjölbreytta framleiðslu sem eru nú í boði fyrir landsmenn. Þó nokkur fyrirtæki hafa gert sér mat úr kartöflunni, en þar má til að mynda nefna Álfur brugghús og Ljótu kartöflurnar sem framleiða annarsvegar bjór og hinsvegar snakk úr kartöflum sem annars fara til spillis. Connective Collective, Bone & Marrow og North Marine Ingredients hafa einnig fundið leiðir til að nýta hráefni sem annars er hent með góðum árangri. Þá hafa fjölmargir frumkvöðlar hafið notkun á jurtum landsins við framleiðslu á matvörum, áfengi, lyfjum og hágæða snyrtivörur. Þannig mætti lengi telja. 

Ljóst er að mikil tækifæri felast í aukinni fjölbreytni í fullvinnslu matar, ræktun fjölbreyttara grænmetis og matjurta. Í því samhengi hefur verið horft til þess að nýta heita vatnið sem er ein af okkar bestu náttúrulegu auðlindum til þess að stunda útiræktun á ökrum allt árið um kring. Enn fleiri horfa einnig til aukinnar nýtingu á þeim gróðri sem hér vex náttúrulega, s.s. smáþörunga, gras, lúpínu, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, burnirót, hafþyrni, kúmen, mjaðjurt, hamp, lín ofl. 

Þó svo að töluverð gróska hafi farið af stað mátti heyra að enn stæðu ákveðnar hindranir í vegi fyrir enn meiri grósku í matarnýsköpun. Þar bar hæst erfiðleikar við að fóta sig í frumkvöðlaumhverfinu og að geta aflað fyrirtækjum nauðsynlegt fjármagn til að koma þeim af hugmyndastigi í sölu í búðir. Aukin samheldni og samvinna frumkvöðla á milli gæti hjálpað við það og því væri áhugavert að sjá hvort áform um uppbyggingu frekari klasastarfsemi hér á landi hefði jákvæð áhrif. Markviss innkaup á innlendri framleiðslu ríkis og sveitarfélaga gæti einnig ýtt undir slíka grósku. 

Möguleikarnir í auknum útflutningi matvæla myndi einnig styrkja enn frekari uppbyggingu í matvælaiðnaði. Íslenskir framleiðendur eiga þar mikið af ónýttum tækifærum. Hægt væri að nýta enn frekar ímynd Íslands sem hið hreina, örugga og óspillta land sem hefur byggst upp í tengslum við ferðaþjónustu í markaðssetningu á íslenskum matvælum erlendis. Markviss markaðssetning með þeim hætti myndi gera íslenskum matvælaframleiðendum kleift að gera útflutning á fjölbreyttari matvöru jafn arðbæra og útflutningur fisks hefur verið. Þannig væri hægt að skapa fleiri störf og meiri gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð.

Mörg tækifæri felast á þessu sviði, bæði við ræktun fjölbreyttari fæðu sem og í frekari fullnýtingu þeirra landbúnaðarvara sem nú þegar eru framleidd hér á landi. Fróðlegt var að heyra svo margar hliðar á þessum spennandi iðnaði sem á framtíðina fyrir sér hér landi.

Ef þú misstir af fundinum þá getur þú séð upptökur af beinu streymi fundarins á fésbókarsíðu UngFramsókn í Reykjavík

Categories
Fréttir

Við verðum á skjánum!

Deila grein

06/02/2021

Við verðum á skjánum!

Næstu daga verða ráðherrar og þingmenn Framsóknar með opna fundi á netinu að ræða þau mál sem eru efst á baugi. Árangur, uppbygging, jákvæð stjórnmál, samgöngur, húsnæðismál, menntamál og atvinna, atvinna, atvinna.

  • Framfarir og umbætur byggja á samvinnu og samtali.
  • Þess vegna ræðst framtíðin á miðjunni.
10. febrúar kl. 20.00 — Þessi með Höllu Signýju og Ásmundi Einari í Norðvesturkjördæmi

Zoom hlekkur á fundinn: https://us02web.zoom.us/j/83913435671

10. febrúar kl. 20.00 — Þessi með Sigurði Inga og Silju Dögg í Suðurkjördæmi

Zoom hlekkur á fundinn: https://us02web.zoom.us/j/85607846443

15. febrúar kl. 20.00 — Þessi stóri með öllu liðinu í beinu streymi frá Reykjavík
Categories
Fréttir

Framboð og tilnefningar!

Deila grein

05/02/2021

Framboð og tilnefningar!

Framsókn í Reykjavík leitar að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður fyrir komandi alþingiskosningar.

Áhugasamir eru hvattir til að tilnefna sjálfan sig.

Framboð þurfa að berast fyrir lok dags 14. febrúar næst komandi. Fullum trúnaði heitið.

Categories
Fréttir

Skriður kominn á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

Deila grein

04/02/2021

Skriður kominn á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, benti á að nú væri kominn skriður á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið, að með einum eða öðrum hætti, frá 2013. Þetta kom fram í ræðu hennar í störfum þingsins á Alþingi í gær.

„Uppbygging íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni er komin á skrið eftir langt hlé. Það er m.a. að þakka leigufélaginu Bríeti sem tók til starfa í mars 2019 en leigufélagið er mikilvægur liður í úrbótum á húsnæðismarkaði sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið að með einum eða öðrum hætti frá 2013 og nú eru komnar til framkvæmda. Ný Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og tryggja almenningi aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er á eignar- eða leigumarkaði,“ sagði Líneik Anna.

Bríeti er ætlað að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að búsetuöryggi með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Félagið vinnur með sveitarfélögum og langtímamarkmið þess er að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á húsnæði á landsbyggðinni.

„Félagið er sjálfstætt starfandi og er áhersla á rekstur og útleigu íbúða til lengri tíma en félagið byggir eða kaupir eldra húsnæði til endurbóta og kaupir og selur, til að vera í takt við þarfir á markaði á hverjum stað og tíma.“

„Tilvist Bríetar leigufélags hefur heldur betur sannað sig og er félagið ásamt hlutdeildarlánum að rjúfa stöðnun sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni í árum saman. Þá tryggir tilvist félagsins líka að nú er hægt að bregðast hratt við húsnæðisþörf á Seyðisfirði eftir náttúruhamfarirnar þar í desember. Í gær var undirritað samkomulag um byggingu sex íbúða þar með hraði og tækifæri eru til þess að byggja enn fleiri íbúðir á næstunni ef þörf reynist á. Bríet hefur einnig nýlega auglýst eftir samstarfsaðilum um byggingu hagkvæmra íbúða á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi og bygging er hafin á íbúðum á Vopnafirði,“ sagði Líneik Anna að lokum.

Categories
Fréttir

„Hakúna matata“

Deila grein

04/02/2021

„Hakúna matata“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, vakti máls á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengileg Íslendingum í fyrra, í störfum þingsins á Alþingi í gær.

„Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengileg Íslendingum í fyrra. Íslenskusérfræðingar og ráðamenn hafa vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Það er vel því að við viljum vernda íslenska tungu, tungumálið, sem er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það,“ sagði Halla Signý.

„En við þurfum að líta okkur nær. Textun innlends sjónvarpsefnis heyrir nánast til undantekninga í íslensku sjónvarpi. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna. Jafnvel erlent barnaefni vantar textun og heyrnarskertir krakkar, sem eiga erfitt með að fylgjast með talmáli, missa því af barnaefni. Það hefur verið baráttumál heyrnarskertra að íslenskur texti fylgi ávallt því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnis eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram af hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur, nú ráðherra, en ekki náð fram að ganga, sem er miður,“ sagði Halla Signý.

Um 200 börn og unglingar þurfa á heyrnartækjum að halda hér á landi. Einnig eru um 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leyti.

„Í dag er lögð mikil áhersla á læsi barna sem hefur farið hnignandi. Textun efnis gæti eflt læsi barna. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem er ábótavant heldur textun á öðru íslensku efni, svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun faraldurs var vel staðið að textun á sjónvarpsefni fyrir heyrnarskerta. Þá var ánægjulegt að sjá táknmálið sýnilegt. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu, að halda áfram á sömu braut. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „hakúna matata“ í þessum málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál,“ sagði Halla Signý að lokum.