Categories
Fréttir

Framsókn í meirihluta í Grindavík

Deila grein

30/05/2022

Framsókn í meirihluta í Grindavík

Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu í dag málefnasamning um verkefni og samstarf næsta kjörtímabils.

Nýr forseti bæjarstjórnar verður Ásrún H. Kristinsdóttir, fulltrúi Framsóknar, en þriðja ár kjörtímabilsins tekur Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi Raddar unga fólksins, við embættinu. Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður formaður bæjarráðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri verður endurráðinn.

Málefnasamningur verður birtur að loknum fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. júní.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram eftirtalin framboð: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Samfylking og óháðir og Rödd unga fólksins.

Miðflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur, Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 1 og Rödd unga fólksins 1. Samfylkingin og óháðir töpuðu sínum bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkinn vantaði 23 atkvæði til að fella þriðja mann Miðflokksins og Samfylkinguna og óháða vantaði 25 atkvæði til þess sama.

Úrslit:

GrindavíkAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks32420.24%16.42%0
D-listi Sjálfstæðisflokks39724.80%2-8.75%-1
M-listi Miðflokksins51932.42%318.86%2
S-listi Samfylkingar og óháðra1499.31%0-1.17%-1
U-listi Raddar unga fólksins21213.24%1-5.91%0
G-listi Grindavíkurlistans-9.45%0
Samtals gild atkvæði1,601100.00%7-0.01%0
Auðir seðlar201.23%
Ógild atkvæði20.12%
Samtals greidd atkvæði1,62364.12%
Kjósendur á kjörskrá2,531
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M)519
2. Hjálmar Hallgrímsson (D)397
3. Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)324
4. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)260
5. Helga Dís Jakobsdóttir (U)212
6. Birgitta H. Ramsey Káradóttir (D)199
7. Gunnar Már Gunnarsson (M)173
Næstir innvantar
Sverrir Auðunsson (B)23
Siggeir Fannar Ævarsson (S)25
Eva Lind Matthíasdóttir (D)123
Sævar Þór Birgisson (U)135
Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Deila grein

25/05/2022

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Bæjarfulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis skrifuðu í kvöld undir málefnasamning um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Lystigarðinum Fossflöt í Hveragerði.

Í málefnasamningnum segir að framboðin munu á kjörtímabilinu fjárfesta í innviðum sveitarfélagsins samhliða íbúafjölgun. Ábyrgur rekstur verði í forgangi og lögð áhersla á opna og gagnsæja stjórnsýslu ásamt því að veita íbúum framúrskarandi þjónustu.

Megináherslur málefnasamningsins eru tilgreindar í helstu málaflokkum. Nýi meirihlutinn hyggst auglýsa starf bæjarstjóra og ráða í það á faglegum forsendum.

Framboðin munu skipta með sér verkum á kjörtímabilinu þannig að forseti bæjarstjórnar kemur úr röðum Framsóknar fyrsta og þriðja árið og Okkar Hveragerði annað og fjórða árið. Á móti verður sami háttur hafður á varðandi formann bæjarráðs, þannig að hann kemur úr röðum Okkar Hveragerði fyrsta árið.

Framsókn mun sinna formennsku í menningar-, íþrótta- og frístundanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd og kjörstjórn Hveragerðisbæjar. Okkar Hveragerði mun sinna formennsku í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.

Í kosningunum þann 14. maí síðastliðinn fengu Okkar Hveragerði og Framsókn samtals fimm bæjarfulltrúa af sjö en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. 

Fréttin birtist fyrst á Sunnlenska.is 25. maí 2022

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í kjöri voru listar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Okkar Hveragerði. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur og meirihlutanum í bæjarstjórn. Okkar Hveragerði hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum og Framsóknarflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa og bætti einnig við sig einum. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 120 atkvæði til að koma sínum þriðja manni að á kostnað Okkar Hveragerðis.

Úrslit:

HveragerðiAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar48027.54%213.00%1
D-listi Sjálfstæðisflokks57232.82%2-19.58%-2
O-listi Okkar Hveragerði69139.64%36.58%1
Samtals gild atkvæði1,743100.00%70.00%0
Auðir seðlar281.58%
Ógild atkvæði00.00%
Samtals greidd atkvæði1,77177.54%
Kjósendur á kjörskrá2,284
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Sandra Sigurðardóttir (O)691
2. Friðrik Sigurbjörnsson (D)572
3. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)480
4. Njörður Sigurðsson (O)346
5. Alda Pálsdóttir (D)286
6. Halldór Benjamín Hreinsson (B)240
7. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)230
Næstir innvantar
Eyþór Ólafsson (D)120
Andri Helgason (B)212
Categories
Fréttir

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Deila grein

25/05/2022

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar hafa náð sam­komu­lagi um mynd­um meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir að sam­komu­lag hafi náðst um það að Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar, verði formaður bæj­ar­ráðs. Þá verður Anna Sig­ríður Guðna­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,  for­seti bæj­ar­stjórn­ar en Lovísa Jóns­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, mun taka við embætt­inu að ári liðnu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra full­trúa í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um en Sam­fylk­ing­in og Viðreisn einn hvor.

„Sam­starf flokk­anna bygg­ist á stefnu­skrám þeirra og verður mál­efna­samn­ing­ur form­lega kynnt­ur við und­ir­rit­un, sem boðað verður til fyr­ir fyrsta fund nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar. Fram­boðin þrjú eru sam­mála um að leggja til á fyrsta fundi bæj­ar­ráðs að bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar verði ráðinn og að leitað verði ráðgjaf­ar ut­anaðkom­andi aðila til að aðstoða við ráðning­ar­ferlið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningum buðu fram Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Vinir Mosfellsbæjar, Miðflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Bæjarfulltrúum fjölgaði úr 9 í 11.

Framsóknarflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa en hafði engan fyrir, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 4 eins og síðast, Vinir Mosfellsbæjar hlutu 1, Samfylkingin 1 og Viðreisn 1. Miðflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð misstu sína bæjarfulltrúa. Vinum Mosfellsbæjar vantaði 36 atkvæði til að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingunni grænu framboð vantaði 63 atkvæði til þess sama og til að halda sínum bæjarfulltrúa.

Úrslit:

MosfellsbærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.81132,20%429,26%4
C-listi Viðreisnar4447,89%1-3,35%0
D-listi Sjálfstæðisflokks1.53427,28%4-11,92%0
L-listi Vinir Mosfellsbæjar73113,00%12,37%0
M-listi Miðflokksins2784,94%0-4,03%-1
S-listi Samfylkingar5058,98%1-0,56%0
V-listi Vinstri grænna3215,71%0-3,92%-1
Í-listi Íbúasamtaka og Pírata-7,86%0
Samtals gild atkvæði5.624100,00%11-0,01%2
Auðir seðlar1252,17%
Ógild atkvæði150,26%
Samtals greidd atkvæði5.76461,18%
Kjósendur á kjörskrá9.422
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Halla Karen Kristjánsdóttir (B)1.811
2. Ásgeir Sveinsson (D)1.534
3. Aldís Stefánsdóttir (B)906
4. Jana Katrín Knútsdóttir (D)767
5. Dagný Kristinsdóttir (L)731
6. Sævar Birgisson (B)604
7. Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)511
8. Anna Sigríður Guðnadóttir (S)505
9. Örvar Jóhannsson (B)453
10. Lovísa Jónsdóttir (C)444
11. Helga Jóhannesdóttir (D)384
Næstir innvantar
Guðmundur Hreinsson (L)36
Bjarki Bjarnason(V)63
Sveinn Óskar Sigurðsson (M)106
Leifur Ingi Eysteinsson (B)107
Ólafur Ingi Óskarsson (S)263
Valdimar Birgisson (C)324
Categories
Fréttir

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Deila grein

25/05/2022

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihlutar í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 

Fram kemur í tilkynningu frá flokkunum að síðustu daga hafi verið unnið að málefnasamningi flokkanna og hann verði kynntur á næstu dögum. 

Helstu verkefni nýs meirihluta verði að undirbúa þá miklu íbúafjölgun sem framundan sé á kjörtímabilinu, stuðla áfram að kröftugri uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis, tryggja öfluga og skilvirka þjónustu, velferð fyrir alla aldurshópa og halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun. 

Þá segir í tilkynningunni að Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi bæjarstjóri, verði áfram bæjarstjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, taki þá við starfinu. Þar til verði hann formaður bæjarráðs. 

Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar út kjörtímabilið.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum 2022 voru eftirtaldir listar í kjöri: Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn og óháðir, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Samfylking 4 og bætti við sig tveimur, Framsóknarflokkur 2 og bætti við sig einum og Viðreisn 1. Bæjarlistinn og Miðflokkurinn töpuðu sínum bæjarfulltrúum. Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð fengu ekki kjörna bæjarfulltrúa. Pírata vantaði 92 atkvæði til að ná inn bæjarfulltrúa á kostnað Framsóknarflokks.

Úrslit:

HafnarfjörðurAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.75013,67%25,64%1
C-listi Viðreisnar1.1709,14%1-0,36%0
D-listi Sjálfstæðisflokks3.92430,66%4-3,05%-1
L-listi Bæjarlistans5464,27%0-3,48%-1
M-listi Miðflokksins3632,84%0-4,74%-1
P-listi Pírata7846,13%0-0,40%0
S-listi Samfylkingar3.71028,99%48,84%2
V-listi Vinstri grænna5524,31%0-2,40%0
Samtals gild atkvæði12.799100,00%110,04%0
Auðir seðlar2952,25%
Ógild atkvæði390,30%
Samtals greidd atkvæði13.13360,40%
Kjósendur á kjörskrá21.744
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Rósa Guðbjartsdóttir (D)3.924
2. Guðmundur Árni Stefánsson (S)3.710
3. Orri Björnsson (D)1.962
4. Sigrún Sverrisdóttir (S)1.855
5. Valdimar Víðisson (B)1.750
6. Kristinn Andersen (D)1.308
7. Árni Rúnar Þorvaldsson (S)1.237
8. Jón Ingi Hákonarson (C)1.170
9. Kristín Thoroddsen (D)981
10. Hildur Rós Guðbjargardóttir (S)928
11. Margrét Vala Marteinsdóttir (B)875
Næstir innvantar
Haraldur Rafn Ingvason (P)92
Davíð Arnar Stefánsson (V)324
Sigurður P. Sigmundsson (L)330
Guðbjörg Oddný Jónsdóttir (D)452
Sigurður Þ. Ragnarsson (M)513
Karólína Helga Símonardóttir (C)581
Stefán Már Gunnlaugsson (S)666

 

Categories
Fréttir

Samkomulag um myndun meirihluta í Múlaþingi undirritað

Deila grein

25/05/2022

Samkomulag um myndun meirihluta í Múlaþingi undirritað

Oddvitar B- og D- lista í sveitarstjórn Múlaþings undirrituðu í gær, þriðjudaginn 24. maí, samkomulag um myndun meirihluta á komandi kjörtímabili. Í samkomulaginu er kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

Í samkomulaginu kemur fram að Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti B- lista, verður forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti D- lista, verður formaður byggðarráðs. Í samkomulaginu kemur fram að gengið verði til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram.

Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun.

Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði.

Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í sveitarstjórnarkosningunum voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Austurlistans, Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjöri.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 3 og bætti við sig einum, Austurlistinn hlaut 2 og tapaði einum, Vinstrihreyfingin grænt framboð hlaut 2 og bætti við sig einum og Miðflokkurinn hlaut 1. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 99 atkvæði til að fella þriðja mann Framsóknarflokks.

Úrslit

MúlaþingAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks58725.09%35.92%1
D-listi Sjálfstæðisflokks68429.23%3-0.03%-1
L-listi Austurlistans47020.09%2-7.11%-1
M-listi Miðflokksins2078.85%1-2.10%0
V-listi Vinstri grænna39216.75%23.33%1
Samtals gild atkvæði2,340100.00%110.00%0
Auðir seðlar753.09%
Ógild atkvæði120.49%
Samtals greidd atkvæði2,42766.26%
Kjósendur á kjörskrá3,663
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Berglind Harpa Svavarsdóttir (D)684
2. Jónína Brynjólfsdóttir (B)587
3. Hildur Þórisdóttir (L)470
4. Helgi Hlynur Ásgrímsson (V)392
5. Ívar Karl Hafliðason (D)342
6. Vilhjálmur Jónsson (B)294
7. Eyþór Stefánsson (L)235
8. Guðný Lára Guðrúnardóttir (D)228
9. Þröstur Jónsson (M)207
10. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V)196
11. Björg Eyþórsdóttir (B)196
Næstir innvantar
Ólafur Áki Ragnarsson (D)99
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (L)118
Hannes Karl Hilmarsson (M)185
Pétur Heimisson (V)196



Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ

Deila grein

24/05/2022

Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ

B-listi Framsóknar og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í Suðurnesjabæ. Samkomulag þess efnis var undirritað sunnudaginn 22. maí af bæjarfulltrúum beggja framboða.

Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa.

Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anton Guðmundsson, oddviti B-listans, verður formaður bæjarráðs.

Stefnt er að því að boða til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar í næstu viku.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðiflokkur og óháðir, Bæjarlistinn og Samfylkingin og óháðir.

Sjálfstæðisflokkur og óháðir hlutu 3 bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur og H-listi fólksins sameinuðu krafta sína undir merkjum D-listans og töpuðu því í raun tveimur fulltrúum. Bæjarlistinn sem bauð fram í fyrsta skipti hlaut 2, Samfylking og óháðir 2 og Framsóknarflokkur 2 og bættu við sig einum. Bæjarlistann vantaði 30 atkvæði til að fella annan mann Framsóknarflokksins og Samfylkinguna vantaði 53 atkvæði til þess saman.

Úrslit:

SuðurnesjabærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarfl.og óháðra30418.88%22.38%1
D-listi Sjálfstæðisfl.og óháðra47529.50%3-24.75%-2
O-listi Bæjarlistans42726.52%226.52%2
S-listi Samfylkingar og óháðra40425.09%225.09%2
J-listi Jákvæðs samfélags-29.25%-3
Samtals gild atkvæði1,610100.00%90.00%0
Auðir seðlar432.59%
Ógild atkvæði90.54%
Samtals greidd atkvæði1,66260.95%
Kjósendur á kjörskrá2,727
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Einar Jón Pálsson (D)475
2. Jónína Magnúsdóttir (O)427
3. Sigursveinn Bjarni Jónsson (S)404
4. Anton Kristinn Guðmundsson (B)304
5. Magnús Sigfús Magnússon (D)238
6. Laufey Erlendsdóttir (O)214
7. Elín Frímannsdóttir (S)202
8. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir (D)158
9. Úrsúla María Guðjónsdóttir (B)152
Næstir innvantar
Jón Ragnar Ástþórsson (O)30
Önundur S. Björnsson (S)53
Svavar Grétarsson (D)134
Categories
Fréttir

„Þorum og dugum og hugsum leiðirnar áfram veginn“

Deila grein

17/05/2022

„Þorum og dugum og hugsum leiðirnar áfram veginn“

Helgi Héðinsson, Mývetningur og Þingeyingur og varaþingmaður, flutti jómfrúarræðu sína í störfum þingsins á Alþingi í dag. Ræddi hann málefni sveitarfélaga, þá nærþjónustu sem þau veita og mikilvægi þess að skapa grundvöll til framþróunar lausna sem snúa að fólki, svo sem í velferðarþjónustu og í skólamálum. „En við þurfum líka að huga að því að nýta betur fjármagnið íbúum til heilla, t.d. með því að spara í yfirbyggingu og stjórnsýslukostnaði og með aukinni áherslu á þjónustuna og styðja betur við frumkvöðla sem koma með góðar hugmyndir en vantar fjármagn til að hrinda góðum verkum í framkvæmd og faglegan stuðning, sem við getum sannarlega veitt.“

Ræða Helga í heild sinni:

„Virðulegur forseti. Það er sannur heiður fyrir Mývetning og Þingeying að fá tækifæri til að taka til máls á þessum vettvangi. Mig langar að nota tækifærið og víkja að málefnum sveitarfélaga. Eins og við öll vitum veita sveitarfélögin mikilvæga nærþjónustu við íbúa þessa lands og markmið okkar er alveg skýrt: Við viljum efla sveitarstjórnarstigið, við ætlum að hlúa að sveitarstjórnarstiginu og við ætlum að skapa grundvöll til framþróunar lausna sem snúa að fólki, svo sem í velferðarþjónustu og í skólamálum, svo dæmi séu tekin. Við ætlum að efla þjónustuna en við þurfum líka að huga að því að nýta betur fjármagnið íbúum til heilla, t.d. með því að spara í yfirbyggingu og stjórnsýslukostnaði og með aukinni áherslu á þjónustuna og styðja betur við frumkvöðla sem koma með góðar hugmyndir en vantar fjármagn til að hrinda góðum verkum í framkvæmd og faglegan stuðning, sem við getum sannarlega veitt.

Það hefur verið talsverð umræða um þennan málaflokk og það er mjög ánægjulegt að nokkrar sameiningar hafi náð fram að ganga á síðustu misserum. Það er ávöxtur umræðunnar og góðrar vinnu að þetta sé að þokast fram á við. En það eru næg verkefni fram undan engu að síður. Boðskapur þessa erindis, nýkominn úr sveitarstjórnarkosningunum, er hvatning til þingheims og hæstv. innviðaráðherra að halda áfram að styðja rækilega við bakið á frekari framþróun þessara mála íbúum til heilla. Að sama skapi er þetta hvatning mín til sveitarstjórnarstigsins, nýkominn úr þessum kosningum. Margir eru í viðræðum um hvað taki við, hver séu næstu mál. Hugsum um þetta. Hugsum um það hvernig við getum nýtt fjármagnið betur, þjónustað fólkið okkar betur.

Kæru kollegar. Þorum og dugum og hugsum leiðirnar áfram veginn.“

Categories
Fréttir Greinar

Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni

Deila grein

14/05/2022

Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni

Kæri les­andi. Í dag göng­um við til kosn­inga til sveit­ar­stjórna. Í dag mark­ar at­kvæði okk­ar stefn­una í stjórn sveit­ar­fé­lags­ins okk­ar til næstu fjög­urra ára. Ég hef síðustu vik­ur og mánuði sem odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík átt mörg og gef­andi sam­töl við borg­ar­búa um þarf­ir þeirra og vænt­ing­ar til borg­ar­inn­ar okk­ar. Ég hef fundið fyr­ir mikl­um meðbyr og fyr­ir það er ég þakk­lát­ur.

Sterk Fram­sókn fyr­ir borg­ar­búa

Við höf­um á síðustu árum horft upp á mikla skaut­un í sam­fé­lag­inu sem birt­ist í harðari átök­um í stjórn­mál­um. Fram­sókn hef­ur komið fram sem sterk­ur full­trúi miðjunn­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um og staðið fyr­ir hóf­söm­um gild­um. Við erum lausnamiðuð og umb­urðarlynd og höf­um unnið hörðum hönd­um að um­bót­um í ís­lensku sam­fé­lagi á vett­vangi lands­mál­anna. Í sam­töl­um mín­um við Reyk­vík­inga hef ég fundið fyr­ir því að það þarf sterka Fram­sókn í borg­ar­stjórn.

Meiri­hlut­inn hef­ur sofið á verðinum

Það er margt gott í borg­inni okk­ar en það er fjöl­margt sem þarf að bæta. Meiri­hluti síðustu ára hef­ur sofið á verðinum hvað varðar upp­bygg­ingu á íbúðar­hús­næði. Um það eru all­ir sam­mála, Seðlabank­inn, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, íbú­ar borg­ar­inn­ar, íbú­ar lands­ins; all­ir nema meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sem hef­ur lagt alla áherslu á borg­ar­línu en gleymt hús­næðismál­un­um. Af­leiðing­arn­ar eru stór­kost­leg hækk­un á hús­næði, hækk­un vaxta og verðtryggðra lána. Þess­ari þróun verður að snúa við. Það þolir enga bið. Lausn­in er að mínu mati aug­ljós: Borg­ar­stjórn verður að segja skilið við trú­ar­brögðin sem boða það að eina leiðin sé þétt­ing byggðar. Við þurf­um líka að byggja ný hverfi og skapa þannig jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

Stór hluti ungs fólks hef­ur ekki ráð á því að koma sér þaki yfir höfuðið. Við get­um ekki búið við það að eina leiðin fyr­ir ungt fólk til að eign­ast hús­næði sé með veðsetn­ingu for­eldra og annarra aðstand­enda. Hús­næði er ekki munaðar­vara, hús­næði er ekki áhættu­fjár­fest­ing, hús­næði á að vera sjálf­sögð lífs­gæði.

Fram­sókn gef­ur þér val­kosti

Fram­sókn hef­ur ekki átt borg­ar­full­trúa síðustu árin en samt hef­ur flokk­ur­inn, með Sig­urð Inga Jó­hanns­son í for­ystu verið í lyk­il­hlut­verki við það að leysa borg­ina úr klaka­bönd­um sem ríkt höfðu í ára­tugi í sam­göngu­mál­um höfuðborg­ar­inn­ar. Sam­göngusátt­máli Sig­urðar Inga rauf kyrr­stöðuna. Upp­bygg­ing stofn­brauta til að greiða leið fjöl­skyldu­bíls­ins og upp­bygg­ing al­menn­ings­sam­gangna eru ekki and­stæður held­ur styðja hvor aðra. Mark­miðið er greiðari og ör­ugg­ari um­ferð fyr­ir alla borg­ar­búa. Við í Fram­sókn ætl­um ekki að segja þér, les­andi góður, hvernig þú ferð til og frá vinnu held­ur bjóða þér upp á val­kosti sem henta þér.

Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur mikið talað um framtíðina. Tákn­mynd framtíðar­inn­ar í þeirra huga er borg­ar­lína. Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur hins veg­ar ekki verið sam­stíga og í raun verið und­ar­lega áhuga­laus um arðsöm­ustu sam­göngu­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, Sunda­braut. Í upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar hef­ur Fram­sókn dregið vagn­inn. Og Sunda­braut mun ekki aðeins bæta veru­lega teng­ingu borg­ar­inn­ar við Vest­ur­land held­ur bæta sam­göng­ur milli borg­ar­hverf­anna. Íbúar Grafar­vogs og Kjal­ar­ness munu upp­lifa bylt­ingu í sam­göng­um. Og með Sunda­braut spar­ast 150 þúsund kíló­metra akst­ur á degi hverj­um.

Framtíðin er ekki bara hvernig borg­in lít­ur út eft­ir 10 ár. Framtíðin er líka á morg­un. Þessu hef­ur meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn gleymt. Borg­ar­bú­ar upp­lifa að þjón­usta borg­ar­inn­ar sé verri en annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. Sorp­hirða, snjómokst­ur, óviðun­andi viðhald skóla­bygg­inga með þeim af­leiðing­um að hundruð barna eru keyrð milli hverfa á hverj­um degi, allt er þetta vitn­is­b­urður um það að meiri­hlut­inn hef­ur verið sof­andi þegar kem­ur að dag­legu lífi borg­ar­búa. Þessu verður að breyta.

Breyt­ing­ar í borg­inni

Kæri les­andi. Sterk Fram­sókn í borg­inni er lyk­ill að breyt­ing­um. Lyk­ill að breytt­um stjórn­mál­um í borg­inni, lyk­ill að meiri upp­bygg­ingu, meiri sátt og meira sam­tali við borg­ar­búa. At­kvæði þitt get­ur brotið upp meiri­hlut­ann í borg­inni og haft úr­slita­áhrif um stjórn borg­ar­inn­ar næstu fjög­ur árin. Ég bið um þinn stuðning í kjör­klef­an­um í dag. X við B er stuðning­ur við breyt­ing­ar í borg­inni.

Einar Þorsteinsson

Höf­und­ur er odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Nýtum kosningaréttinn

Deila grein

13/05/2022

Nýtum kosningaréttinn

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti en á síðustu vikum hafa frambjóðendur Framsóknar verði á ferð og flugi um sveitarfélagið til þess að kynnast íbúum, fyrirtækjum og einstaklingum og vita hvað brennur á þeim.

Það er gríðarlega mikilvægt að ná snertingu við íbúana. Þessi samtöl taka frambjóðendur með sér sem veganesti næstu fjögur árin. Það hefur verið tekið vel á móti frambjóðendum Framsóknar og það er ánægjulegt að finna meðbyrinn. Fyrir það ber að þakka.

Það er mikilvægt að í sveitastjórnir veljist fólk sem hefur ríka samvinnuhugsjón. Við í Framsókn höfum ávallt lagt áherslu á samvinnu innan bæjarstjórna, nefnda og ráða sem og samvinnu við íbúa. Við þurfum að hlusta á þá sem þiggja þjónustuna.

Sveitarstjórnarkosningar eru á fjögra ára fresti, ólíkt kosningum til Alþingis þar sem hægt er að rjúfa þing og boða til kosninga ef ósætti kemur upp. Því skiptir máli að það fólk sem velst í sveitarstjórn sem með hugann að samvinnu allt kjörtímabilið

Það skiptir fleira máli en stefnumál

Í Framsókn býr mikil mannauður, ólíkir einstaklingar sem koma úr ólíkum hópum en ganga saman í takt. Það skiptir máli að hafa kröftugt fólk í framboði sem hefur áhuga, vilja og getu til að leysa hnúta saman og ganga í framkvæmdir. Á lista Framsóknar í Múlaþingi situr traust fólk í hverju sæti sem státar af mikill og breiðri reynslu. Fólk sem vill leggja sitt fram til þess að gera gott samfélag enn betra.

Stefnumál skipta vissulega máli, en það sem skiptir mestu er að í sveitastjórn sé fólk sem vinnur af samviskusemi, samheldni og samvinnu að leiðarljósi. Framboð Framsóknar í Múlaþingi hefur svo sannarlega þá eiginleika til að bera.

Höfum áhrif á nærsamfélagið

Á laugardaginn fáum við tækifæri til þess að nýta kosningarétt okkar. Fullt af frambærilegu fólki hefur gefið kost á sér, og það er svo sannarlega ekki sjálfgefið. Í kosningunum höfum við tækifæri til þess að hafa bein áhrif á stjórn í okkar nær samfélagi og það er mikilvægt að sem flestir nýti þann rétt. Ég vil biðla til ykkar að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn Þá vil ég biðla til þín kæri kjósandi að veita Framsókn traust til þess að starfa fyrir þig og setja X við B á kjördag.

Ingibjörg Isaksen

Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 13. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.