Categories
Fréttir

Vilhjálmur Hjálmarsson látinn

Deila grein

15/07/2014

Vilhjálmur Hjálmarsson látinn

vilhjalmur-hjalmarssonVilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og fyrrverandi þingmaður og ráðherra lést í gær, 14. júlí, á heimili sínu Brekku í Mjóafirði, 99 ára að aldri.
Hann fæddist á Brekku 20. september árið 1914, og var jafna kenndur við bæinn, sonur hjónanna Hjálmars Vilhjálmssonar og Stefaníu Sigurðardóttur.
Vilhjálmur var kvæntur Önnu Margréti Þorkelsdóttur, sem lést 21. apríl 2008. Þau eignuðust fimm börn; Hjálmar (látinn 2011), Pál, Sigfús Mar, Stefán og Önnu. Barnabörn Vilhjálms og Margrétar eru átján, barnabarnabörnin 35, barnabarnabarnabörnin fimm og tvö til viðbótar eru á leiðinni.
Vilhjálmur lauk héraðsskólaprófi frá Laugarvatni árið 1935. Hann stundaði búskap í um þrjátíu ár, kenndi við barnaskólann í Mjóafirði og sinnti auk þess ýmis konar félagsmálastörfum.
Vilhjálmur sat í hreppsnefnd Mjóafjarðar í á fimmta áratug, frá 1944 til 1990. Þar af var hann oddviti hreppsins frá 1950 til 1978.
Þingferill Vilhjálms, sem stóð í þrjátíu ár, hófst árið 1949 þegar hann tók fyrst sæti á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn sem þingmaður Suður-Múlasýslu. Hann gegndi embætti menntamálaráðherra á árunum 1974-1978. Hann sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum, þar á meðal var hann formaður útvarpsráðs árin 1980-1983.
Þegar þingsetu lauk árið 1979 tóku ritstörf við. Samtals komu út 24 bækur eftir Vilhjálm sem hann skrifaði sjálfur og þrjár sem hann átti hlutdeild í.
Á meðal bóka Vilhjálms eru endurminningarnar, „Raupað úr ráðuneyti“ frá 1981 og sjálfsævisagan „Hann er sagður bóndi“ frá 1991. Þá skrifaði hann ævisögu Eysteins Jónssonar í þremur bindum árin 1983-1985 og Mjófirðingasögur í þremur bindum árin 1987-1990.
Síðasta bók Vilhjálms, „Örnefni í Mjóafirði“, kemur út 20. september nk. en þá hefði hann átt hundrað ára afmæli. Af þessu tilefni sló Fréttablaðið á þráðinn til Vilhjálms síðastliðinn föstudag en hann var ern til dánardags. „Þetta er reyndar smá svindl því handritið var til,“ sagði Vilhjálmur þegar blaðamaður hrósaði honum fyrir framtakssemina. Og ekki vantaði gamansemina þegar rætt var um ritstörf hans. „Ég hef alla tíð skrifað mikið. Ég skrifaði til dæmis allar mínar ræður þegar ég var ráðherra, mér fannst það líka betra að vita hvað ég hafði sagt.“
Framsóknarflokkurinn vottar aðstandendum dýpstu samúð.
 

Categories
Fréttir

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

Deila grein

09/07/2014

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

vilhjalmur-hjalmarssonÞann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig  kort,  litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978.  Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína.  Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.
Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.
Hægt er að panta bókina í netfanginu erna@holabok.is  eða í síma. 587-2619.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Góður árangur í sveitarstjórnarkosningunum

Deila grein

05/06/2014

Góður árangur í sveitarstjórnarkosningunum

logo-xb-14Framsóknarmenn geta verið mjög ánægðir með úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Framsóknarfólki um land allt eru þökkuð mikil og árangursrík störf á liðnum vikum.
Niðurstaðan er mikil aukning í fylgi og fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum af B-listum eða þar sem framsóknarfólk var í samstarfi við aðra. Það voru alls 56 sveitarstjórnarmenn kjörnir af B-listum. Með flesta sveitarstjórnarmenn er Sveitarfélagið Skagafjörður, fimm fulltrúa, í 9 manna sveitarstjórn. Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Ölfus eru með fjóra fulltrúa í sjö manna sveitarstjórn.
Sveitarfélög sem bættu við sig fulltrúum eru, Reykjavík, Borgarbyggð, Húnaþing vestra, Skagafjörður, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Fjarðabyggð, Hveragerði og Sandgerði.
B-listar með yfir 30% fylgi:
Sveitarfélagið Ölfus – 54,79%
Mýrdalshreppur – 53,72%
Rangárþing eystra – 46,41%
Skagafjörður – 45,42%
Dalvíkurbyggð – 44,90%
Húnaþing vestra – 40,84
Vopnafjörður – 38,7
Hornafjörður – 37,81
Seyðisfjörður – 32,55
Úrslit kosninganna á höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavík
Seltjarnarnes
Kópavogur
Garðabær
Hafnarfjörður
Mosfellsbær
Úrslit kosninganna í Norðvesturkjördæmi:
Akranes
Borgarbyggð
Ísafjarðarbær
Húnaþing vestra
Sveitarfélagið Skagafjörður
Úrslit kosninganna í Norðausturkjördæmi:
Fjallabyggð
Dalvíkurbyggð
Akureyri
Norðurþing
Vopnafjarðarhreppur
Seyðisfjörður
Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað

Úrslit kosninganna í Suðurkjördæmi:
Hornafjörður
Mýrdalshreppur
Rangárþing eystra
Árborg
Hveragerði
Sveitarfélagið Ölfus
Grindavík
Sandgerði
Reykjanesbær

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Rétt merktur kjörseðill B-lista

Deila grein

31/05/2014

Rétt merktur kjörseðill B-lista

Hér er rétt merktur kjörseðill Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.
aaarettmerkturkjorsedill

Categories
Fréttir

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

Deila grein

27/05/2014

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

logo-suf-forsidaHér að neðan má sjá áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Það er mikilvægt að ungt fólk nýti atkvæðisrétt sinn og hefur Framsókn á að skipa ungum frambjóðendum um land allt sem eru tilbúnir að endurspegla hugmyndir og hugsjónir ungs fólks og koma þeim í framkvæmd.
 
ungir-siguroliSiguróli Magni Sigurðsson, 3. sæti á Akureyri
 
 
 
ungir-karenKaren H. Karlsdóttir Svendsen, 4. sæti í Árborg
 
 
 
ungir-johannaJóhanna María Kristinsdóttir, í 12. sæti í Reykjanesbæ
 
 
 
 
Á kjördag setjið þið X við B á kjörseðlinum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Kosningaskrifstofur B-lista

Deila grein

25/05/2014

Kosningaskrifstofur B-lista

Categories
Fréttir

Húsnæðismál rædd í Reykjanesbæ

Deila grein

15/05/2014

Húsnæðismál rædd í Reykjanesbæ

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fór yfir tillögur verkefnahóps um framtíðarskipan húsæðiskerfisins á fundi hjá Framsókn í Reykjanesbæ í sl. laugardag.
Húsnæðisbætur og jafnræði
Eygló lagði áherslu á að í vinnu verkefnahópsins hefði áhersla verið lögð á sem víðtækast samráð við þá sem koma að húsnæðismálum. Hópurinn hefði lagt fram tillögur sem nú væri verið að meta og skoða hvernig hægt væri að koma í framkvæmd.
Meðal þess sem verið er að fara yfir nú er að breyta núverandi rekstrarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, koma á húsnæðisbótum þ.e. að fólk fengi húsnæðisbætur hvort sem það væri að leigja eða kaupa íbúð. Nú fá leigjendur svokallaðar húsaleigubætur og kaupendur vaxtabætur en til að gæta meira jafnræðis þá er stefnan að báðir hópar fái húsnæðisbætur.
Hvatar til húsnæðissparnaðar
Verið er að skoða að séreignasparnað yrði varanlega hægt að greiða inn á höfuðstól lána og einnig er mikilvægt að komið verði á hvötum fyrir húsnæðissparnað. En þess má geta að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem felur í sér skattaafslátt vegna húsnæðissparnaður. Fyrsti flutningsmaður þess er Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknar og meðal meðflutningsmanna er Silja Dögg Gunnarsdóttir: https://www.althingi.is/altext/143/s/0210.html
„Íslendingar geta sparað en hingað til hafa réttir hvatar kannski ekki verið til staðar. Það myndi breyta miklu ef ungt fólk ætti fyrir útborgun þegar það keypti sér sína fyrstu íbúð. Ef fólk kýs að kaupa ekki íbúð heldur leigja, þá mætti hugsa sér að sparnaðinn væri hægt að nota sem tryggingu fyrir leigu, en það reynist mörgum erfitt að reiða fram 3-6 mánaða leigu sem tryggingu þegar fólk flytur úr foreldrahúsum,“ sagði Eygló á fundinum.
reykjanesbaer-husnaedismal-eygloHúsnæðissamvinnufélög væri góð lausn
Húsnæðissamvinnufélög er leið sem gæti hentað mörgum að sögn Eyglóar og þarf að skoða nánar, lífeyrissjóðir, félagasamtök, verkalýðsfélög og fleiri gætu t.d. komið að stofnun slíkra félaga og þannig væri hægt að tryggja fólki öruggt húsnæð á góðum kjörum. „Ég hef oft talað um „Breiðholtsleiðina“ og þá á ég ekki við að við eigum að byggja nýtt Breiðholt, heldur fara þá leið sem farin var. Að félög taki sig saman og byggi upp íbúðir eins og gert var í Breiðholtinu,“ sagði Eygló.
Niðurstaða verkefnahópsins er að stefna beri á að bjóða aðeins upp á óverðtryggð neytendalán til húsnæðiskaupa.
Tómar íbúðir um allan bæ
Mjög fjörugar umræður urðu á fundinum. Fundarmenn höfðu allir sterka skoðanir á núverandi stöðu húsnæðismála á Suðurnesjum og sammála um að tillögur verkefnahóps yrðu til mikilla bóta en ráðherra hyggst leggja fram frumvörp á haustþingi sem í samræmi við þessar niðurstöður.
Brýnt er að finna lausnir og tryggja íbúum á Reykjanesi og um land allt, öruggt og heilnæmt húsnæði á sanngjörnum kjörum. Ástandið á húsnæðismarkaði er orðið mjög alvarlegt á svæðinu. Hér stendur mikið af húsnæði autt en á sama tíma er eftirspurn eftir leiguhúsnæði mjög mikil.
Eygló Harðardóttir tók undir með fundarmönnum að leysa þyrfti þess mál hið fyrsta með þeim lausnum sem ríkis- og sveitarstjórnir stæðu til boða innan ramma laga og reglna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

Deila grein

15/05/2014

Framboðslisti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

reykjavik-efstusaetiFramboðslisti Framsóknar og flugvallarvina fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, lögmaður, leiðir listann. Í öðru sæti er Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður og í því þriðja er Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur. Framsóknarflokkurinn átti ekki fulltrúa í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.
Listinn skipa eftirtaldir:

 1. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, lögmaður
 2. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður
 3. Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur
 4. Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur / kennari / markþjálfi
 5. Hreiðar Eiríksson, lögmaður
 6. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
 7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur
 8. Herdís Telma Jóhannesdóttir, verslunareigandi
 9. Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, verkefnastjóri/jafnréttisfulltrúi lögreglunnar
 10. Jón Sigurðsson, viðskiptafræðingur
 11. Margrét Jónsdóttir, laganemi
 12. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
 13. Aurora Chitiga, viðskiptafræðingur
 14. Þórólfur Magnússon, flugstjóri
 15. Elka Ósk Hrólfsdóttir, hagfræðinemi
 16. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur / eldri borgari
 17. Ólafur Haukur Ólafsson, forstöðumaður
 18. Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur
 19. Ólafur Hjálmarsson, vélfræðingur
 20. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, guðfræðinemi
 21. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
 22. Ásgerður Jóna Flosadóttir, viðskiptafræðingur / formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
 23. Jóhann Bragason, matreiðslumeistari
 24. Dorota Anna Zaorska, fornleifafræðingur
 25. María Ananina Acosta, yfirmatreiðslukona
 26. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
 27. Hallur Steingrímsson, vélamaður
 28. Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík
 29. Sigrún Sturludóttir, eldri borgari
 30. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur

Listann skipa 17 konur og 13 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

Deila grein

12/05/2014

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

vilhjalmurFramboðslisti Framsóknarfélags Seyðisfjarðar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, leiðir listann og í öðru sæti er Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður. B-listi Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks fékk tvo fulltrúa á Seyðisfirði á síðasta kjörtímabili.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
2. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
3. Örvar Jóhannsson, rafvirkjanemi
4. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
5. Sigríður Stefánsdóttir, loftskeytamaður
6. Rúnar Gunnarsson, fiskverkamaður
7. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
8. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
9. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
10. Sigurður Ormar Sigurðsson, bæjarstarfsmaður
11. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
12. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
13. Páll Vilhjálmsson, sjómaður
14. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri
Listann skipa 6 konur og 8 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Breytt skipan húsnæðismála

Deila grein

07/05/2014

Breytt skipan húsnæðismála

Eygló HarðardóttirVerkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum. Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaðurinn efldur með margvíslegum aðgerðum. Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar kynnti tillögurnar í Safnahúsinu í dag á blaðamannafundi sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra boðaði til.
Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði verkefnisstjórnina 9. september 2013, í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Verkefnisstjórnin kynnti tillögur sínar í dag og er það mat hennar að með þeim verði unnt að tryggja til framtíðar stöðugleika og gegnsæi á húsnæðismarkaði og tryggja lánþegum örugga langtímafjármögnun húsnæðislána með stórauknum heimildum þeirra til endurfjármögnunar.
„Verkefnisstjórnin hefur unnið gott verk. Hér eru komnar skýrar og vel útfærðar tillögur sem munu stuðla að sjálfbærum húsnæðismarkaði með raunhæfum valkostum og skynsamlegum húsnæðisstuðningi við fólk eftir efnum þess og aðstæðum. Markmiðið er að tryggja öllum öruggt húsnæði og þessar tillögur eru góður grunnur að því“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Tillögur verkefnisstjórnarinnar snúa annars vegar að fjármögnun almennra húsnæðislána og hins vegar að uppbyggingu á virkum leigumarkaði.

Framtíðarskipan hýsnæðismála - lógó

Fjármögnun almennra húsnæðislána – helstu tillögur:

 • Tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem sérhæfð húsnæðislánafélög annast lánveitingar um allt land og umgjörð allra húsnæðisveðlána miðast við jafnvægi milli útlána og fjármögnunar lánanna.
 • Íbúðalánasjóði verði breytt og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt, opinbert húsnæðislánafélag sem annast almennar lánveitingar til húsnæðismála án ríkisábyrgðar. Hins vegar verði mörgum þeim verkefnum sem Íbúðalánasjóður sinnir í dag ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn færð til sérstakrar stofnunar, m.a. verkefni sem snúa að opinberri stefnumótun í húsnæðismálum.
 • Viðskiptavakt á eftirmarkaði íbúðabréfa verði áfram til staðar svo lengi sem þörf er á.
 • Félags- og húsnæðismálaráðherra setji fram og kynni húsnæðisstefnu ríkisins á heildstæðan hátt með aðkomu Alþingis.
 • Húsnæðissparnaður verði festur í sessi og heimild til að nýta séreignasparnað vegna húsnæðisöflunar verði varanleg.
 • Heimild til fullrar endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna húsnæðisframkvæmda verði varanleg.
 • Komið verði til móts við tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Húsnæðisbætur: Lagt er til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í eitt húsnæðisbótaskerfi. Stuðningurinn miðist við efnahag en ekki búsetuform og jafnræðis því gætt, óháð því hvort fólk á húsnæðið eða leigir það. Unnið verði á grundvelli fram kominna tillagna um hækkun húsaleigubóta.

Virkur leigumarkaður – helstu tillögur:

 • Leigufélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða fái opinberan stuðning í formi stofnframlaga í stað niðurgreiðslu á vöxtum.
 • Svigrúm leigufélaga til afskrifta á eignum samkvæmt lögum um tekjuskatt verði aukið.
 • Fjármagnsskattur á einstaklinga sem ekki eru í atvinnurekstri en leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma verði lækkaður úr 20% í 10%. Jafnframt verði sett frítekjumark á leigutekjur, tímabundið í þrjú ár, allt að 1200.000 kr. á ári, þegar ekki er um atvinnurekstur að ræða.
 • Löggjöf verði breytt þannig að eignarréttarstaða fólks sem kaupir sér rétt til búsetu í íbúðarhúsnæði, meðal annars fyrir aldraða, verði tryggð með veði í samræmi við útlagðan kostnað.
 • Húsaleigulög verði endurskoðuð til að treysta umgjörð leigumarkaðarins og efla úrræði leigusala og leigutaka.
 • Löggjöf um húsnæðissamvinnufélög verði endurskoðuð til að efla starfsemi þeirra og styðja við nýja framtíðarskipan húsnæðismála.

Fjárframlög úr ríkissjóði vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð

Verkefnisstjórnin leggur áherslu á að frekari fjárútlát ríkissjóðs vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð, enda er gert ráð fyrir að sjóðurinn hætti útlánum á þeim forsendum sem verið hefur. Samhliða framangreindum breytingum er lagt til að núverandi lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og að lántakendur sjóðsins fái annað hvort þjónustu hjá húsnæðisfélagi í eigu ríkissjóðs eða hjá öðrum aðila í kjölfar útboðs á umsýslu lánanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.