Categories
Fréttir

Reglur ESB yfirsterkari markmiðum um framtíðarmatvælaframleiðslu – ógn við lýðheilsu þjóðarinnar og fæðuöryggi

Deila grein

28/02/2019

Reglur ESB yfirsterkari markmiðum um framtíðarmatvælaframleiðslu – ógn við lýðheilsu þjóðarinnar og fæðuöryggi

„Hæstv. forseti. Ég ætlaði að ræða fjórfrelsið og fullveldið og þegar reglur verða yfirsterkari þeim markmiðum sem við viljum ná fram. Von er á frumvarpi frá hæstv. landbúnaðarráðherra þar sem við bregðumst við og hlítum dómi um að íslensk stjórnvöld hafi ekki mátt setja strangar reglur um það að koma í veg fyrir innflutning á fersku, ófrosnu kjöti hingað til lands, að krafan um innflutningsleyfi og 30 daga frystiskyldu sé óheimil og brjóti í bága við EES-samninginn,“ sagði Willum Þór Þórsson, alþingismaður, í störfum þingsins á Alþingi í dag.
Ræða Willum Þórs Þórssonar, alþingismanns, í störfum þingsins 28. febrúar 2019.
„Ég get sýnt því skilning að hæstv. ráðherra bregðist við af ábyrgð eins og honum ber skylda til. Ég get sýnt því skilning að tollar og ýmis höft og hamlanir á viðskiptum milli þjóða skerði hagræði utanríkisviðskipta og að slíkir samningar eins og EES-samningurinn séu til þess fallnir að auka hagræði slíkra viðskipta, að fjórfrelsið, frjálst flæði fjármagns, vöru, þjónustu og fólks, miði að því. Ég get sýnt því skilning að slíkt geti falið í sér ábata fyrir neytendur, í þágu viðskiptanna og sé til þess fallið að bæta lífskjör.
En það er auðvitað önnur hliðin á málinu þegar við metum lífskjör þjóðar og framtíðarhagsmuni, sú hlið sem snýr að sérstöðu Íslands í hreinleika matvæla, búfjárstofna, sjálfbærni landbúnaðarframleiðslu, öryggi og lýðheilsu þjóðarinnar. Við slíkt mat finnst mér blasa við að dómurinn felur í sér að reglurnar verði yfirsterkari markmiðunum sem við setjum í þessu tilviki, að verja hreina íslenska búfjárstofna, að verja sérstöðu Íslands, að verjast raunverulegri ógn við sjálfbærni landbúnaðar, framtíðarmatvælaframleiðslu, ógn við lýðheilsu þjóðarinnar og fæðuöryggi.“

Categories
Fréttir

Við séum gerð að tilraunadýrum?

Deila grein

28/02/2019

Við séum gerð að tilraunadýrum?

„Virðulegi forseti. Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins sem er eðlilegt. Það fjallar um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og gerilsneyddum eggjum. Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir er liður í sóttvörnum landsins og snýst um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt frumvarpsins erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti. Það er ekki útséð hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað er í matinn og hvað það kostar, heldur hvað er í matnum. Við megum ekki gefast upp þótt ESB hrópi. Við þurfum að halda uppi vörnum hvað varðar sérstöðu okkar þjóðar og lands sem hlýtur að vega nokkuð inn í heildina og því dýrmætt að halda í hana. Sérstaða landsins byggist m.a. á hreinleika búfjárstofna sem okkur hefur tekist að halda í vegna legu landsins,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í umræðu um störfþingsins á Alþingi í dag.
Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur í störfum þingsins 28. febrúar 2019. 

„Við þurfum að verjast þeirri ógn sem blasir við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið tekur ekki nægilega á þeim hlutum. Þessir hagsmunir eru okkur jafn dýrmætir og hreinleiki lofts og vatns. Þetta er stórpólitískt mál og miklir hagsmunir í húfi. Því þurfa íslenskir ráðamenn að stíga fastar til jarðar og eiga samtal við þá sem stýra Evrópusambandinu. Dómur EFTA er unninn út frá lögum og reglum og niðurstaða fengin frá þeim sem vinna samkvæmt þeim. Eigum við endilega að beygja okkur undir það? Þá er að fara hærra í stigann og ná samkomulagi um undanþágu, fá það viðurkennt að við þurfum tíma til aðlögunar og til að byggja upp raunverulegar varnir. Það þarf að fara í áhættugreiningar til að meta hvaða afleiðingar það getur haft fyrir Ísland. Það getur ekki verið vilji Evrópusambandsbúa að við séum gerð að tilraunadýrum í þessum efnum.“

Categories
Fréttir

Mæta þörfum samfélagsins á hverjum tíma

Deila grein

28/02/2019

Mæta þörfum samfélagsins á hverjum tíma

„Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030.“ Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Fréttablaðinu 14. febrúar.
Menntadagur atvinnulífsins var haldinn 14. febrúar og er honum ætlað að vera vettvangur fyrir samtal og samráð um framtíðina á milli atvinnulífs og stjórnvalda. Bendir Lilja á að mikilvægi þessa til að auka samkeppnishæfni Íslands.
„Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira,“ segir Lilja.
Grein Lilju má lesa í heild sinni hér.

Categories
Fréttir

Tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna

Deila grein

28/02/2019

Tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna

„Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í grein í Fréttablaðinu 14. febrúar.
Stjórnvöld ætla sér að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu með að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og að til verði heildstætt kerfi. Í því felst að bæta þjónustustig, hafa sameiginlega upplýsingaveitu og þéttari tengingar á milli áfangastaða.
„Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu,“ segir Sigurður Ingi.
Grein Sigurðar Inga má lesa í heild sinni hér.

Categories
Fréttir

Ísland Framtíðar – Heilbrigði þjóðarinnar

Deila grein

21/02/2019

Ísland Framtíðar – Heilbrigði þjóðarinnar

Ísland tækifæranna
Heilbrigði þjóðarinnar
Fundur um lýðheilsu, hrein matvæli og heilbrigði dýra, fimmtudaginn 21. febrúar í Súlnasal Hótel Sögu, kl. 20:00
 
Framsókn stendur fyrir opnum fundi um innflutning á hráu kjöti og þær ógnir sem stafa af sýklalyfjaónæmum bakteríum. Aðalframsögumenn eru Lance Price, prófessor við George Washington háskóla, Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans ásamt Herborgu Svönu Hjelm, forstöðukonu Matartímans og eiganda Fjárhússins.

Categories
Fréttir

Áfram veginn – kjördæmavika Framsóknar um allt land!

Deila grein

07/02/2019

Áfram veginn – kjördæmavika Framsóknar um allt land!

Framsókn býður til samtals við ráðherra og þingmenn flokksins hringinn í kringum landið. Verið hjartanlega velkomin!

***

Dalvíkurbyggð, Menningarhúsinu Bergi, föstudaginn 8. febrúar, kl. 15.30.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÁsmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Ólafsfjörður, Höllinni veitingahús, föstudaginn 8. febrúar, kl. 20.30.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÁsmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Akureyri, Lionssalnum Skipagötu 14, 4. hæð, laugardaginn 9. febrúar, kl. 11.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisHalla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Egilsstaðir, Austrasalnum, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherra, Þórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi

***

Reyðarfjörður, Björgunarsveitarhúsinu, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi.

***

Hvammstangi, Sjávarborg, mánudaginn 11. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Djúpivogur, Hótel Framtíð, mánudaginn 11. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi.

***

Höfn í Hornafirði, Cafe Tee, mánudaginn 11. febrúar, kl. 17.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherraÁsgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi og bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og Líneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis

***

Sauðárkrókur, Framsóknarhúsinu Suðurgötu 3, mánudaginn 11. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Grundarfjörður, Sögumiðstöðinni, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Kirkjubæjarklaustri, Icelandair Hótel Klaustri, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 17.00.

Gestur fundarins verður: Ágerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður S kjördæmis.

***

Reykjavík, Hótel Saga (Kötlusal) , þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Lilja Alfreðsdóttirmennta-og menningamálaráðherra og Willum Þór Þórssonþingmaður SV kjördæmis og formaður fjárlaganefndar.

***

Stykkishólmur, Lionshúsinu, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Selfoss, Framsóknarslnum á Eyravegi, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.00. 

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður í S kjördæmi.

***

Bíldudalur, veitingstofunni Vegamót, miðvikudaginn 13. febrúar á  kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður NV kjördæmis.

***

Reykjanesbær, Framsóknarhúsinu við Hafnargötu, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður S kjördæmis.

***

Patreksfjörður, fundarsal Félagsheimilisins, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Akranes, Stúkuhúsinu, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Hella, föstudaginn 15. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður í S kjördæmi.

***

Hveragerði, Skyrgerðinni, föstudaginn 15. febrúar kl. 16.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður í S kjördæmi.

***

Kópavogur, Framsóknarsalurinn Bæjarlind 14-16, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra.

***

Garðabær, Bjarnastöðum á Álftanesi, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Willum Þór Þórssynialþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis.

***

Borgarnes, Icelandair Hótel Hamar, laugardaginn 16. febrúar, kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttirvaraþingmaður í NV kjördæmi og formaður SUF.

***

Húsavík, Kiwanis salurinn, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Þórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis, Líneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Hvolsvöllur, N1 þjónustumiðstöð Hlíðarenda, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður í S kjördæmi.

***

Categories
Fréttir

Við sem þjóð stefnum á græna framtíð – látum verkin tala

Deila grein

04/02/2019

Við sem þjóð stefnum á græna framtíð – látum verkin tala

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, ræddi í störfum þingsins um orkuöryggi og hvort að það væri til staðar á Íslandi og hvort flutningskerfi okkar gæti annað auknum orkuflutningi.
„Virðulegi forseti. Það er enn meira um orku. Orkuöryggi snýst um skýra orkustefnu, framboð sem uppfyllir þarfir þjóðarinnar, skilvirkt og hagkvæmt regluverk og trausta orku fyrir innviði. Er orkuöryggi á Íslandi? Eigum við næga tiltæka orku til að uppfylla orkuþarfir okkar og getur flutningskerfi raforku annað auknum orkuflutningi? Allt eru þetta þættir sem við verðum að geta svarað því við stefnum sem þjóð á græna framtíð.
Ræða Þórarins Inga Péturssonar, varaþingmanns, í störfum þingsins 30. janúar 2019.

Orkuspá gerir ráð fyrir að árið 2030 hafi orkuþörf okkar aukist um 230 MW ef miðað er við hægar framfarir, 480 MW ef miðað er við græna framtíð. Til að setja það í samhengi þá þurfum við níu Hvalárvirkjanir til að anna því. Flutningur á orku er síðan annað mál. Ljóst er að þar er mikið verk óunnið. Í dag er staðan sú að nær allir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni fá ekki nægjanlega orku til atvinnuuppbyggingar og rafvæðingu hafna, svo eitthvað sé nefnt. Á Akureyri t.d. eru fyrirtæki sem þurfa að reiða sig á brennslu olíu til að geta mætt sínum orkuþörfum.
Orkuöryggi er stór þáttur í því að við getum nálgast framtíðina á þann hátt sem við viljum. Í mínum huga er ljóst að við verðum að nýta okkur sem flesta virkjunarkosti sem landið gefur okkur. Þar á ég við virkjun fallvatna, vindorku og jarðhita, en með virkjunum komum við alltaf til með að hafa áhrif á umhverfi okkar. Annað er óumflýjanlegt. Markmiðið á samt alltaf að vera það að allar okkar gjörðir miðist við að lágmarka umhverfisáhrif við svona framkvæmdir.
Virðulegi forseti. Við sem þjóð stefnum á græna framtíð. Látum verkin tala,“ sagði Þórarinn Ingi.

Categories
Fréttir

Fólk viti hvaða heilbrigðisþjónustu verði á hverjum stað!

Deila grein

04/02/2019

Fólk viti hvaða heilbrigðisþjónustu verði á hverjum stað!

Ásgerður K. Gylfadóttir, varaþingmaður, ræddi í umræðu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, mikilvægi þess að „fyrsta stefnumiðið að löggjöf um heilbrigðisþjónustu verði skýr og kveði afdráttarlaust á um hlutverk heilbrigðisstofnana og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað.“
„Í dag er mjög mismunandi þjónusta á starfsstöðvum heilbrigðisstofnananna landsins og hefur verið kallað eftir skýrri stefnumörkun í heilbrigðisstefnu um hvaða þjónustu skuli veita á hverjum stað. Það var ánægjulegt að heyra í framsögu hæstv. heilbrigðisráðherra að verið er að skoða hvaða þjónusta er veitt á hverjum stað. Hún er mjög mismunandi yfir landið og kallað er eftir því að ef ákveðin þjónusta er í boði á einum stað sé hún það líka annars staðar, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt og ekki alltaf eitthvað sem útskýrir af hverju þjónustan er einungis í boði sums staðar,“ sagði Ásgerður.
„Ég má til með að nefna að fyrir einu og hálfu ári síðan, eða þann 31. maí 2017, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þingflokks Framsóknarflokksins, lagða fram af þáverandi hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur, um að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við heilbrigðisáætlun fyrir Ísland í samráði við fagfólk í heilbrigðisstéttum. Nú erum við komin af stað með það plagg,“ sagði Ásgerður.

„Liður tvö fjallar um fjármögnun, hlutverk og fjárhagslega ábyrgð ríkis og sveitarfélaga um veitingu heilbrigðisþjónustu, að hún verði vel skilgreind. Þrátt fyrir að komið hafi aukið fjármagn inn í heilbrigðisþjónustuna, eins og kom fram í ræðu hv. þm. Óla Björns Kárasonar, lítur ekki út fyrir að við höfum náð rekstrarjafnvægi í heilbrigðisþjónustunni. Það má vera að hluta til vegna þess að hlutverk eininganna er ekki nógu vel skilgreint. Bæði ég og fleiri hafa væntingar til þess að slík skilgreining komi fram til þess að fólk átti sig á því hvaða þjónustu ber að veita á hverjum stað og væntingar séu ekki umfram fjármagn sem veitt er til þjónustunnar,“ sagði Ásgerður.
Ræða Ásgerðar K. Gylfadóttur, varaþingmanns, í umræðu um heilbrigðisstefna til ársins 2030.

Categories
Fréttir

Dæmi er um hækkun um tæp 60% á einu ári

Deila grein

04/02/2019

Dæmi er um hækkun um tæp 60% á einu ári

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins um raforkukostnað í dreifbýli.
„Umræða um jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þéttbýli hefur lengi verið viðvarandi á Alþingi. Stundum hafa náðst ákveðin skref í rétta átt en svo vex munurinn aftur. Þetta er eins og með snigillinn sem skríður upp vegginn en sígur alltaf niður aftur. Staðan veldur viðvarandi óöryggi fyrir atvinnurekstur í dreifbýli.
Um áramótin hækkaði verðskrá Rarik fyrir flutnings- og dreifikostnaði raforku, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hækkun í þéttbýli nemur 1,9% en 2,6% í dreifbýli, það hækkar sem sagt um mun fleiri krónur í dreifbýli því að kostnaðurinn var hærri fyrir þar. Dæmi er um að dreifikostnaður raforku hjá grænmetisbónda í Eyjafirði hafi hækkað um tæp 60% á einu ári. Viðkomandi bóndi hefur slökkt á raflýsingu og raforkufyrirtæki hefur tapað viðskiptum.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns, í störfum þingins 30. janúar.

Það eru allt of mörg dæmi um atvinnu við ræktun og ferðaþjónustu sem stendur höllum fæti í samkeppni vegna þess að fyrirtæki hafa lent utan línu sem dregin er um þéttbýli á dreifingarkorti raforku. Tapið verður allra. Raforkufyrirtækið tapar viðskiptum þegar fyrirtæki gefast upp, dreifbýlið tapar atvinnutækifærum og samfélagið tapar verðmætum þegar fjárfesting nýtist ekki. Þannig standa færri og færri undir kostnaðinum sem búið er að leggja í við uppbyggingu dreifikerfisins. Kerfið étur sig upp innan frá.
Eitt af verkefnunum í núgildandi byggðaáætlun er að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar, bæði hvað varðar dreifingu á raforku og húshitun. Fleiri markmið í áætlunum stjórnvalda miða í sömu átt. Ég vil leggja áherslu á að horft verði heildstætt á verkefnið, að ekki verði eingöngu horft á heimilin heldur heimili, húshitun og atvinnulíf. Hægt er að ganga markvisst og heildstætt til verka varðandi jöfnun orkukostnaðar í landinu,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

„Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts“

Deila grein

04/02/2019

„Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts“

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, sagði í umræðu á Alþingi um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið að það megi „velta því fyrir sér hvort það sé vænlegur kostur að breyta öðrum ríkisbankanum í samfélagsbanka að þýskri fyrirmynd. Þá erum við um leið búin að skilgreina hvað samfélagsbanki er. Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts. Um 40% af umfangi fjármálakerfisins þar eru sparisjóðir. Þeir vinna fyrir nærumhverfið og hafa það á stefnuskrá sinni að sinna viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja á samfélagslegum forsendum. Það er gert í mjög nákvæmu regluverki, þ.e. það þýðir ekki að verið sé að niðurgreiða fjármálaþjónustu eða niðurgreiða vexti. Það yrði aldrei heimilt. Það felst hins vegar í því að farið sé með ákveðnum hætti með eigin fé. Það myndast ákveðin samfélagslegur sjóður sem fer til samfélagslegra verkefna.“
Ræða Willum Þórs Þórssonar, alþingismanns, í umræðu á Alþingi um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, 29. janúar 2019.

Í flokksþingssamþykktum Framsóknarmanna frá í mars á síðasta ári segir að „við endurskipulagningu fjármálakerfisins leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að fjármálakerfið þjóni fyrst og fremst heimilum og fyrirtækjum í landinu sem skapa störf og raunveruleg verðmæti á landsvísu.“
Síðan segir: „Framsóknarflokkurinn telur að annar ríkisbankanna eigi að vera áfram í eigu þjóðarinnar, með það markmiði að þjóna samfélaginu sem best. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að samfélagsbanki hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á sem bestum kjörum. Þannig má efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu.“
„Í stjórnarsáttmála hæstv. ríkisstjórnar segir um fjármálakerfið að það eigi að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er eitt það umfangsmesta í Evrópu og vill hæstv. ríkisstjórn leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í a.m.k. einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun. Þá liggur það bara fyrir. Lagt er upp með það í stjórnarsáttmála og það þýðir einfaldlega um leið að verið er að stíga varlega til jarðar,“ sagði Willum Þór.
„Hvað eignarhaldið varðar, eins og fram hefur komið í umræðu um þessa skýrslu og í umfjöllun á vettvangi fjölmiðla, þarfnast það frekari ígrundunar hvernig farið verður með eignarhald ríkisins á tveimur af þremur stóru bönkunum, hvaða eignarform á við í því tilliti. Og það er mikilvægt að greina á milli eignarforms og eignarhalds. En eins og komið hefur fram í umræðunni, og könnun meðal neytenda, fer því fjarri að samstaða eða meirihlutaskoðun sé til staðar um það. Í því tilliti er nærtækt að vitna til könnunar sem starfshópurinn lét Gallup gera fyrir vinnu hvítbókarinnar, um viðhorf almennings til bankaþjónustu. Þar kemur m.a. fram að 61% er jákvætt fyrir eignarhaldi ríkisins. Þar kemur einnig glöggt fram það vantraust sem ríkir á íslenskum bönkum. Í samhengi úrbóta nefnir fólk m.a. háa vexti, dýra þjónustu, græðgi og há laun og ljóst að tiltrúin á kerfinu hefur ekki unnist til baka frá hruni,“ sagði Willum Þór.