Categories
Fréttir

Aðildarríkjum EES ber að leyfa innflutning á fersku kjöti

Deila grein

03/02/2016

Aðildarríkjum EES ber að leyfa innflutning á fersku kjöti

líneikVirðulegi forseti. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins sem skilað var í gær veldur mér áhyggjum. Samkvæmt áliti dómstólsins kveður EES-samningurinn á um að aðildarríkjum hans beri að leyfa innflutning á fersku kjöti svo framarlega sem það hefur staðist heilbrigðiseftirlit í heimalandinu. Ekki sé heimilt að gera þá kröfu að afurðirnar verði frystar eins og íslenskt stjórnvöld hafa alltaf krafist. Ég vil þó árétta það að álitið er ráðgefandi og afnemur ekki sjálfkrafa gildandi reglur á Íslandi.
Í gegnum árin hafa dýralæknar og aðrir sérfræðingar sem best þekkja til á þessu sviði varað við innflutningi á fersku kjöti. Með leyfi forseta langar mig að vitna í orð Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, í Fréttablaðinu þar sem hann segir þessa niðurstöðu sorgartíðindi fyrir þá sem bera líf og dýraheilsu fyrir brjósti:
„Innflutningur á hráu kjöti til Íslands er bannaður vegna varna gegn dýrasjúkdómum og voru fyrstu lög í þá átt sett 1882. Staða Íslands með tilliti til dýrasjúkdóma er einstæð í heiminum og hana ber að varðveita með öllum tiltækum ráðum. Tilgangur bannsins er margþættur og er meðal annars að tryggja sem heilnæmasta innlenda matvöru, stuðla að dýravelferð, varðveita erfðafjölbreytileika eða erfðaauðlindir, draga úr lyfjakostnaði, vernda lýðheilsu og fleira. Liður í velferð dýra er að stuðla að góðu heilsufari dýra í landinu með því að koma í veg fyrir að nýir smitsjúkdómar berist til landsins. Um leið er lagður grunnur að því að áfram verði framleiddar heilnæmar búfjárafurðir í landinu, lausar við afleiðingar tiltekinna sjúkdóma eða lyfjaleifar þeim tengdum. Þar fyrir utan mætti svo auðvitað ræða æskileg umhverfisáhrif af flutningi kjöts, en það er annað mál.“
Líneik Anna Sævarsdóttir — í störfum þingsins 2. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Allir séu á sömu blaðsíðunni um öryggi og mikilvæga þjónustu

Deila grein

03/02/2016

Allir séu á sömu blaðsíðunni um öryggi og mikilvæga þjónustu

ÞórunnHæstv. forseti. Í liðinni viku barst þingmönnum Norðausturkjördæmis bréf frá flugrekstrarstjóra Norlandair og þjálfunarstjóra Mýflugs sem hafa aðsetur á Akureyrarflugvelli. Innihald bréfsins er þess efnis að það vekur áhyggjur því að leiddar eru líkur að því að hugmyndir Isavia um skert þjónustustig leiði einnig til skertra öryggishagsmuna notenda þjónustunnar.
Akureyrarflugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur landsins á eftir Reykjavík og Keflavík. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður frá náttúrunnar hendi og mikla flugumferð hefur flugumferðarstjórum tekist að halda uppi háum öryggisstuðli. Sá árangur grundvallast á radarstöð sem staðsett er við hlið flugbrautarinnar og stjórnast af flugumferðarstjórum í flugturni. Af ýmsum ástæðum stefnir í að flugumferðarstjórum fækki úr sex í þrjá. Ekki fyrr en nýlega hafa verið gerðar ráðstafanir til nýráðninga og þjálfunar á nýjum flugumferðarstjórum. Vitað er að þjálfun þeirra tekur tíma og hafa starfandi flugumferðarstjórar boðist til að dekka tímabilið með skipulagningu vakta, líkt og þeir hafa reyndar gert fram að þessu samkvæmt upplýsingum mínum.
Hæstv. forseti. Stefnan virðist vera sú að manna vaktir með starfsmönnum sem hafa einungis brot af þeirri menntun, starfsþjálfun og réttindum sem flugumferðarstjórar hafa. Þessir starfsmenn hafa til dæmis ekki réttindi til að veita radarþjónustu og því er það öryggi sem sú stöð veitir ekki til staðar þegar þeir verða á vakt.
Í ljósi mikillar flugumferðar um Akureyrarflugvöll og þess að hann er miðstöð sjúkraflugþjónustu sýnist mér afar mikilvægt að þessi þjónusta sé ekki skert. Ekki má gleyma því að flugvöllurinn er mikilvægur varaflugvöllur fyrir bæði innanlands- og utanlandsflug allan sólarhringinn. Mikilvægi þess að veita þjónustu með radarleiðsögn hafa dæmin sannað, en ekki gefst tími til að telja þau upp hér. Ágreiningur virðist um túlkun á því hvað skert þjónusta er. Það gengur ekki. Menn verða að vera á sömu blaðsíðunni þegar mál sem varða öryggi og mikilvæga þjónustu eru rædd. Ég efast ekki um að innanríkisráðherra skoðar þetta mál vel og treysti því að farsæl lausn finnist.
Þórunn Egilsdóttir — í störfum þingsins 2. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Umhverfismál til umræðu í þinginu

Deila grein

29/01/2016

Umhverfismál til umræðu í þinginu

Sigrún Magnúsdóttir 006Óhætt er að segja að umhverfismálin hafi verið áberandi í þinginu þessa vikuna. Þingmenn allra flokka viðhöfðu málefnalega og yfirvegaða umræðu. Umhverfismál hafa víðtæka tengingu og koma við hjá nær öllum atvinnugreinum og taka yfir vítt svið. Það er ánægjulegt að mikil vakning hefur orðið í samfélaginu á að finna raunhæfar lausnir til að vinna gegn loftslagsbreytingum og sporna gegn hverskonar sóun, eins og felast í sóknaráætlun. Mikil tækifæri felast í betri nýtingu, bættri umgengni og orkustjórnun sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu auðlinda og bættri samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.
Vikan byrjaði á því að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerði grein fyrir starfshópi sem er ætlað að koma með tillögur um hvernig draga megi úr notkun plastpoka.
Þá voru loftslagsmálin rædd ýtarlega á þriðjudag og miðvikudag og loks voru óundirbúnar fyrirspurnir á fimmtudag.
„Hér höfum við verið í einn og hálfan klukkutíma að ræða hápólitísk mál, einhver heitustu mál samtímans, bæði á Íslandi sem og erlendum vettvangi. Mál sem snerta efnahagsmál heimsins alls, mál sem eru náttúrlega utanríkismál líka og við gerum það hér undir hatti umhverfismála. Það segir mér að umhverfismál eru að verða þau mál sem snerta hvað flesta, allan almenning, fyrirtæki og heiminn allan. Einnig hefur komið fram í mörgum ágætum ræðum að til að ná sem mestum árangri á þessu sviði eins og víðast hvar annars staðar er að upplýsa og fræða. Það eru svona lykilorð. Sannarlega tek ég undir það. Ég vil benda á að í upphafsræðu var bent á og vísað í blaðagreinar í Vísi og fleiri miðlum. Með leyfi forseta langar mig til að sýna eina opnu í Morgunblaðinu í dag. Þar eru þrjár fréttir og þær snúa allar að loftslagsmálum, til dæmis: Bráðnun kann að breyta veðurfari. Hér er nefnd áætlun um hvernig auka megi notkun rafmagns í fiskiskipum. Og mjög skemmtileg verðlaun í sambandi við það voru afhent í Hnakkaþoni Háskólans í Reykjavík í gær. Annað sem er ekki gott og snertir okkur líka að ný plöntubaktería hefur greinst með innflutningi á rósum frá Hollandi. Það er því margt sem við sem stýrum umhverfismálum þurfum að hyggja að“, sagði Sigrún Magnúsdóttir.

Categories
Fréttir

Parísarfundurinn um loftslagsmál – munnleg skýrsla

Deila grein

28/01/2016

Parísarfundurinn um loftslagsmál – munnleg skýrsla

Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti Alþingi á þriðjudaginn skýrlsu um loftslagsfundinn í París og samkomulagið sem þar náðist.
„Virðulegi forseti. Það er mér ánægja að fá að flytja á Alþingi stutta skýrslu um loftslagsfundinn í París og samkomulagið sem þar náðist. Margir hafa kallað samkomulagið sögulegt og tel ég óhætt að taka undir það.
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru einn mesti vandi sem mannkynið stendur frammi fyrir. Ef ekki tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda er hætta á stórfelldri röskun á lífríki jarðar og lífsskilyrðum komandi kynslóða. Vandinn verður mestur í framtíðinni eftir tugi ára en krefst aðgerða nú.
Í París tóku þjóðir heims sig saman um að standa að metnaðarfullu samkomulagi sem felur í sér nýtt upphaf, nýja heimsmynd. Skilaboðin eru skýr, þau eru um breytta hegðun einstaklinga og fyrirtækja og markvissar aðgerðir ríkja. Árangurinn er ekki síst góðum undirbúningi Frakka að þakka.
Parísarsamkomulagið er sannarlega sögulegt. Í fyrsta sinn er gert ráð fyrir aðgerðum allra ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það var ógleymanlegt að skynja andrúmsloftið á Parísarfundinum sem þróaðist í átt til samkomulags og skynja þá hugarfarsbreytingu sem orðið hefur hjá stjórnvöldum, atvinnulífi og einstaklingum.
Ísland var í þeim hópi þjóða sem þrýstu á metnaðarfullt markmið á lokaspretti samningsins. Við berum öll ábyrgð á því að finna lausnir á þessu hnattræna verkefni og það skiptir engu máli hvort ríki eru stór eða smá, allir eiga og verða að leggja sitt að mörkum.
Markmið um hlýnun innan við 2°C var staðfest í Parísarsamkomulaginu en jafnframt segir að reynt verði að gera enn betur svo að hlýnun geti haldist innan við 1,5°C. Markmið hvers og eins ríkis er ekki nákvæmlega útfært enn þá en stóra myndin liggur nokkurn veginn fyrir. Það er ljóst að Parísarsamkomulagið mun kalla á herta viðleitni á Íslandi til þess að draga úr losun og auka bindingu kolefnis.
Íslendingar fjárfestu í upphafi síðustu aldar í betri framtíð með hitaveituframkvæmdum. Ég tel að fáar fjárfestingar hafi borgað sig betur. Þar sýndu Íslendingar einstaka framsýni og með henni fengum við risavaxið forskot þegar kemur að því að vinna gegn loftslagsbreytingum. Sú þekking sem Íslendingar búa yfir fleytir okkur af stað og er mikilvægur hlekkur í hnattrænu verkefni.
Á lofstslagsráðstefnunni í París flutti forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp við opnun á sérstökum orkudegi fundarins. Þar var meginþemað möguleikar jarðhitans á heimsvísu. Þá hélt hæstv. utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson ávarp um stofnun á hnattrænum samstarfsvettvangi um jarðhita þar sem Ísland er í fararbroddi ásamt mörgum öflugum ríkjum og alþjóðastofnunum. Jarðhiti var þó ekki það eina sem Ísland lagði til málanna í París. Aldrei fyrr höfum við staðið fyrir eins öflugri kynningu af Íslands hálfu á þingum loftslagssamningsins. Þannig lögðu fulltrúar Reykjavíkurborgar af festu fram yfirlýsingu yfir 100 íslenskra fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum auk þess sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir fimm viðburðum í Norræna skálanum á fundinum. Auk jarðhitans og orkumála var þar fjallað um landgræðslu og áhrif loftslagsbreytinga á haf og jökla. Viðburður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um landgræðslu og loftslagsmál var sérlega vel sóttur í skálanum og ekki síður hefur fólk um allan heim kynnt sér efni hans á vefnum.
Fjölmargir starfsmenn ráðuneyta og stofnana komu að þessum kynningum, samningafundum og öðrum verkefnum fyrir og á fundinum sem og undirbúningi hans. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka íslensku sendinefndinni og ekki síst formanni hennar, Huga Ólafssyni.
Við skynjuðum mikinn áhuga á því sem við erum að gera og það færði mér heim sanninn að Ísland á sannarlega erindi í alþjóðlega umræðu um loftslagsmál. Það horfa margir til endurnýjanlegrar orku hér og uppbyggingar hennar og að sú uppbygging sé til fyrirmyndar. Það er eftirspurn eftir þekkingu okkar á sviði jarðhita, landgræðslu, skipatækni o.fl.
Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin samþykkti og kynnti fyrir Parísarfundinn sóknaráætlun í loftslagsmálum. Þar eru 16 verkefni sem miða að minnkun losunar, aukinni kolefnisbindingu, þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og styrkingu innviða. Þessi verkefni bætast við það starf sem er unnið fyrir. Með þeim kemur nýtt fjármagn, liðsauki og aukinn kraftur í framkvæmd loftslagsmála. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld ráðstafa fjármagni sérstaklega til heildstæðrar áætlunar um aðgerðir í loftslagsmálum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að útfærslu verkefnanna og hefur yfirumsjón með framfylgd þeirra. Með þessari áætlun sýnir ríkisstjórnin vilja sinn í verki.
Samþykkt Parísarsamkomulagsins og sá áhugi sem var sýndur í París á framlagi Íslands verður byr í segl sóknaráætlunar. Sá ráðherra sem hér stendur og ríkisstjórnin í heild vill vinna í anda Parísarsamkomulagsins og tryggja að Ísland leggi þar hönd á plóg í hnattrænu verkefni með metnað og sanngirni að leiðarljósi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vill vinna með öllum þeim sem hafa hlutverk í þessu sambandi, félagasamtökum, atvinnulífinu, sveitarstjórnum, vísindasamfélaginu og almenningi. Það þarf víðtækt samstarf þessara aðila til að við náum markmiðum okkar.
Ég tel mjög mikilvægt að Alþingi láti sig loftslagsmálin varða bæði í umræðu og til að móta hinn lagalega ramma. Það var ánægjulegt að alþingismenn sóttu Parísarfundinn. Ég vænti góðs af samvinnu við þá og þingið allt.
Ég vil í lokin vitna til orða hæstv. forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem flutti ræðu fyrir Íslands hönd á leiðtogafundi í upphafi loftslagsþingsins. Þar lagði hann áherslu á að verkefnið fram undan væri erfitt og flókið en við þyrftum að nálgast það með jákvæðni og áræðni. Ég tek heils hugar undir það. Ríkisstjórnin hefur sýnt þann vilja í verki með gerð sóknaráætlunarinnar.
Vissulega er vá fyrir dyrum þar sem loftslagsvandinn er, en við megum ekki láta draga úr okkur kjark eða starfsgleði. Steinöldinni lauk ekki vegna þess að steinarnir kláruðust heldur urðu breytingar og við tók ný tækni.
Við lögðum í það verk að hitaveituvæða Ísland, m.a. á svokölluðum köldum svæðum, þótt ekki væri fyrir fram hægt að gefa sér að árangurinn og ávinningurinn yrði eins mikill og við vitum nú. Ég tel að við getum sömuleiðis dregið úr losun í samgöngum og atvinnustarfsemi með tilkomu nýrrar tækni. Á þann hátt eigum við sambærilegan möguleika á orkubyltingu eins og var í húshitun.
Það styrkir og hvetur að sjá víðs vegar í þjóðfélaginu virka þátttakendur í loftslagsmálum. Ráðstefnur um málefnið eru skipulagðar og atvinnulífið og sveitarfélög láta sér málefnið varða. Þá er jákvætt að m.a. þjóðkirkjan hyggur á endurheimt votlendis á jörðum sínum, sem mun gagnast í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Ég geng glöð til verka eftir þann góða árangur sem náðist í París og vona að við hér náum að vinna saman að þessu brýna hagsmunamáli Íslendinga og jarðarbúa allra svo að við náum settu marki og sómi sé að.“

Categories
Fréttir

Parísarfundurinn um loftslagsmál – munnleg skýrsla

Deila grein

28/01/2016

Parísarfundurinn um loftslagsmál – munnleg skýrsla

Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti Alþingi á þriðjudaginn skýrlsu um loftslagsfundinn í París og samkomulagið sem þar náðist.
„Virðulegi forseti. Það er mér ánægja að fá að flytja á Alþingi stutta skýrslu um loftslagsfundinn í París og samkomulagið sem þar náðist. Margir hafa kallað samkomulagið sögulegt og tel ég óhætt að taka undir það.
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru einn mesti vandi sem mannkynið stendur frammi fyrir. Ef ekki tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda er hætta á stórfelldri röskun á lífríki jarðar og lífsskilyrðum komandi kynslóða. Vandinn verður mestur í framtíðinni eftir tugi ára en krefst aðgerða nú.
Í París tóku þjóðir heims sig saman um að standa að metnaðarfullu samkomulagi sem felur í sér nýtt upphaf, nýja heimsmynd. Skilaboðin eru skýr, þau eru um breytta hegðun einstaklinga og fyrirtækja og markvissar aðgerðir ríkja. Árangurinn er ekki síst góðum undirbúningi Frakka að þakka.
Parísarsamkomulagið er sannarlega sögulegt. Í fyrsta sinn er gert ráð fyrir aðgerðum allra ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það var ógleymanlegt að skynja andrúmsloftið á Parísarfundinum sem þróaðist í átt til samkomulags og skynja þá hugarfarsbreytingu sem orðið hefur hjá stjórnvöldum, atvinnulífi og einstaklingum.
Ísland var í þeim hópi þjóða sem þrýstu á metnaðarfullt markmið á lokaspretti samningsins. Við berum öll ábyrgð á því að finna lausnir á þessu hnattræna verkefni og það skiptir engu máli hvort ríki eru stór eða smá, allir eiga og verða að leggja sitt að mörkum.
Markmið um hlýnun innan við 2°C var staðfest í Parísarsamkomulaginu en jafnframt segir að reynt verði að gera enn betur svo að hlýnun geti haldist innan við 1,5°C. Markmið hvers og eins ríkis er ekki nákvæmlega útfært enn þá en stóra myndin liggur nokkurn veginn fyrir. Það er ljóst að Parísarsamkomulagið mun kalla á herta viðleitni á Íslandi til þess að draga úr losun og auka bindingu kolefnis.
Íslendingar fjárfestu í upphafi síðustu aldar í betri framtíð með hitaveituframkvæmdum. Ég tel að fáar fjárfestingar hafi borgað sig betur. Þar sýndu Íslendingar einstaka framsýni og með henni fengum við risavaxið forskot þegar kemur að því að vinna gegn loftslagsbreytingum. Sú þekking sem Íslendingar búa yfir fleytir okkur af stað og er mikilvægur hlekkur í hnattrænu verkefni.
Á lofstslagsráðstefnunni í París flutti forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp við opnun á sérstökum orkudegi fundarins. Þar var meginþemað möguleikar jarðhitans á heimsvísu. Þá hélt hæstv. utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson ávarp um stofnun á hnattrænum samstarfsvettvangi um jarðhita þar sem Ísland er í fararbroddi ásamt mörgum öflugum ríkjum og alþjóðastofnunum. Jarðhiti var þó ekki það eina sem Ísland lagði til málanna í París. Aldrei fyrr höfum við staðið fyrir eins öflugri kynningu af Íslands hálfu á þingum loftslagssamningsins. Þannig lögðu fulltrúar Reykjavíkurborgar af festu fram yfirlýsingu yfir 100 íslenskra fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum auk þess sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir fimm viðburðum í Norræna skálanum á fundinum. Auk jarðhitans og orkumála var þar fjallað um landgræðslu og áhrif loftslagsbreytinga á haf og jökla. Viðburður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um landgræðslu og loftslagsmál var sérlega vel sóttur í skálanum og ekki síður hefur fólk um allan heim kynnt sér efni hans á vefnum.
Fjölmargir starfsmenn ráðuneyta og stofnana komu að þessum kynningum, samningafundum og öðrum verkefnum fyrir og á fundinum sem og undirbúningi hans. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka íslensku sendinefndinni og ekki síst formanni hennar, Huga Ólafssyni.
Við skynjuðum mikinn áhuga á því sem við erum að gera og það færði mér heim sanninn að Ísland á sannarlega erindi í alþjóðlega umræðu um loftslagsmál. Það horfa margir til endurnýjanlegrar orku hér og uppbyggingar hennar og að sú uppbygging sé til fyrirmyndar. Það er eftirspurn eftir þekkingu okkar á sviði jarðhita, landgræðslu, skipatækni o.fl.
Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin samþykkti og kynnti fyrir Parísarfundinn sóknaráætlun í loftslagsmálum. Þar eru 16 verkefni sem miða að minnkun losunar, aukinni kolefnisbindingu, þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og styrkingu innviða. Þessi verkefni bætast við það starf sem er unnið fyrir. Með þeim kemur nýtt fjármagn, liðsauki og aukinn kraftur í framkvæmd loftslagsmála. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld ráðstafa fjármagni sérstaklega til heildstæðrar áætlunar um aðgerðir í loftslagsmálum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að útfærslu verkefnanna og hefur yfirumsjón með framfylgd þeirra. Með þessari áætlun sýnir ríkisstjórnin vilja sinn í verki.
Samþykkt Parísarsamkomulagsins og sá áhugi sem var sýndur í París á framlagi Íslands verður byr í segl sóknaráætlunar. Sá ráðherra sem hér stendur og ríkisstjórnin í heild vill vinna í anda Parísarsamkomulagsins og tryggja að Ísland leggi þar hönd á plóg í hnattrænu verkefni með metnað og sanngirni að leiðarljósi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vill vinna með öllum þeim sem hafa hlutverk í þessu sambandi, félagasamtökum, atvinnulífinu, sveitarstjórnum, vísindasamfélaginu og almenningi. Það þarf víðtækt samstarf þessara aðila til að við náum markmiðum okkar.
Ég tel mjög mikilvægt að Alþingi láti sig loftslagsmálin varða bæði í umræðu og til að móta hinn lagalega ramma. Það var ánægjulegt að alþingismenn sóttu Parísarfundinn. Ég vænti góðs af samvinnu við þá og þingið allt.
Ég vil í lokin vitna til orða hæstv. forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem flutti ræðu fyrir Íslands hönd á leiðtogafundi í upphafi loftslagsþingsins. Þar lagði hann áherslu á að verkefnið fram undan væri erfitt og flókið en við þyrftum að nálgast það með jákvæðni og áræðni. Ég tek heils hugar undir það. Ríkisstjórnin hefur sýnt þann vilja í verki með gerð sóknaráætlunarinnar.
Vissulega er vá fyrir dyrum þar sem loftslagsvandinn er, en við megum ekki láta draga úr okkur kjark eða starfsgleði. Steinöldinni lauk ekki vegna þess að steinarnir kláruðust heldur urðu breytingar og við tók ný tækni.
Við lögðum í það verk að hitaveituvæða Ísland, m.a. á svokölluðum köldum svæðum, þótt ekki væri fyrir fram hægt að gefa sér að árangurinn og ávinningurinn yrði eins mikill og við vitum nú. Ég tel að við getum sömuleiðis dregið úr losun í samgöngum og atvinnustarfsemi með tilkomu nýrrar tækni. Á þann hátt eigum við sambærilegan möguleika á orkubyltingu eins og var í húshitun.
Það styrkir og hvetur að sjá víðs vegar í þjóðfélaginu virka þátttakendur í loftslagsmálum. Ráðstefnur um málefnið eru skipulagðar og atvinnulífið og sveitarfélög láta sér málefnið varða. Þá er jákvætt að m.a. þjóðkirkjan hyggur á endurheimt votlendis á jörðum sínum, sem mun gagnast í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Ég geng glöð til verka eftir þann góða árangur sem náðist í París og vona að við hér náum að vinna saman að þessu brýna hagsmunamáli Íslendinga og jarðarbúa allra svo að við náum settu marki og sómi sé að.“

Categories
Fréttir

„Ekki breytt með stjórnvaldsaðgerðum heldur hugarfarsbreytingu“

Deila grein

28/01/2016

„Ekki breytt með stjórnvaldsaðgerðum heldur hugarfarsbreytingu“

Villlum„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða fátækt eins og margir aðrir hv. þingmenn í tengslum við nýútkomna skýrslu UNICEF á Íslandi, sem lýtur að efnislegum skorti barna. Ég ætla að byrja á því að vitna til orða séra Bjarna Karlssonar sem rannsakar nú fátækt. Um fátæktina segir séra Bjarni í færslu sem birtist á vefmiðlum, með leyfi forseta:
„Þetta ástand er ekki lögmál heldur afstaða. [fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”][…]
Þessu vandamáli verður ekki breytt með stjórnvaldsaðgerðum heldur hugarfarsbreytingu.“
Eins og fram hefur komið í umræðunni um þessa skýrslu líða um 9,1% barna á Íslandi skort, eða 6.100 börn. Auðvitað getum við að einhverju marki með aðgerðum mætt þessum vanda. Hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir fór ágætlega yfir það hér áðan að vandi ungra foreldra og þeirra sem eru á leigumarkaði væri mikill og hefði versnað. Í því samhengi getum við litið til þeirra húsnæðisfrumvarpa sem eru nú til meðferðar í þinginu. Við getum skoðað lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Við getum skoðað atvinnuskapandi aðgerðir. Þrátt fyrir allt er mikilvægt að fólk hafi vinnu og tekjur. En við eigum það til hér á vettvangi löggjafans að vera hægfara og svifasein. Ástandið sem séra Bjarni lýsir þolir ekki bið á róttækum aðgerðum.
Ég ætla að taka undir með séra Bjarna um að við þurfum hugarfarsbreytingu. Við eigum ekki að líða það að einhverjir þurfi að fara halloka. Það á enginn að þurfa að búa við fátækt. Það bitnar á börnunum og við eigum ekki að láta það líðast. Við eigum ekki að sætta okkur við samanburð (Forseti hringir.) um að fátækt sé minni hér en annars staðar. Ekkert barn (Forseti hringir.) á að þurfa að líða skort.“
Willum Þór Þórsson — í störfum þingsins 26. janúar 2016.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Efnislegur skortur barna á Íslandi

Deila grein

28/01/2016

Efnislegur skortur barna á Íslandi

líneik„Virðulegi forseti. Ég vil, eins og fleiri þingmenn hafa gert, ræða nýja skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um efnislegan skort barna á Íslandi sem kynnt var í síðustu viku. Niðurstöðurnar vekja mig virkilega til umhugsunar. Ég tel að við eigum að taka þessar niðurstöður alvarlega og ígrunda vel ástæður skortsins og hvernig bregðast megi við.
Rannsókn sem gerð var árið 2014 leiðir í ljós að alls 9,1% barna á Íslandi á aldrinum 1–15 ára líður efnislegan skort, eða rúmlega 6.000 börn. Þar af eru um 1.600 börn sem skortir fleiri en þrenn af þeim gæðum sem spurt var um. Fjöldinn hefur tvöfaldast frá árinu 2009 þegar sams konar rannsókn var gerð. Skorturinn mælist mestur þegar kemur að húsnæði og á Íslandi eru mestar líkur á því að þau börn líði skort sem eiga foreldra sem eru í hálfu starfi eða í lægra starfshlutfalli, þar með talin eru börn þeirra sem eru atvinnulausir. Næst á eftir koma börn foreldra sem eru yngri en 30 ára og síðan börn foreldra sem eru í leiguhúsnæði.
Fyrstu viðbrögð mín voru að það er afskaplega mikilvægt að í vinnu velferðarnefndar þessa dagana verði hugað sérstaklega að því að þær breytingar á húsnæðiskerfinu sem nú er unnið að komi þessum hópum til góða. Nefndin verður að fara vel yfir það. Ég er líka mjög hugsi yfir skorti hvað varðar félagslíf barna en niðurstöðurnar sýna að 5,1% barna líður skort á sviði félagslífs eða um 3.400 börn. Algengasta ástæðan er sú að barnið getur ekki boðið vinum heim til að borða eða leika. Félagsleg einangrun barna er alvarlegt mál. Stafar hún af skorti á efnislegum gæðum, ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu við fjölskyldur, viðhorfum í samfélaginu eða einhverju öðru? Eru þetta sömu börnin og ekki geta tekið þátt í tómstundastarfi? Regluleg gagnaöflun um stöðu barna er mikilvæg og okkur ber stöðugt að vinna að velferð og tryggja réttindi þessa hóps.“
Líneik Anna Sævarsdóttir — í störfum þingsins 26. janúar 2016.

Categories
Fréttir

Dísilvélar keyrðar vegna skorts á rafmagni

Deila grein

28/01/2016

Dísilvélar keyrðar vegna skorts á rafmagni

Sigurður Páll Jónsson 005„Hæstv. forseti. Íslensk náttúra býr yfir mikilli fegurð, um það eru allir sammála, og er gríðarlega auðlindarík, bæði til sjávar og sveita. Af auðlindunum hefur þjóðin lifað frá því öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar ráku á land og jafnvel eitthvað fyrr. Ein er sú auðlind sem við Íslendingar höfum verið bæði þakklátir og stoltir af, en það eru fallvötnin sem með krafti sínum framleiða rafmagn þegar þau streyma í gegnum rafala sem komið hefur verið fyrir í byggingum virkjana vítt og breitt um landið á síðustu rúmum 100 árum. Virkjanamál okkar eru mikið mál sem flestir hafa skoðun á og ekki síst sú hlið sem kölluð er sjónmengun. Önnur mengun er minni vegna þess hreinleika sem í kröftunum er og framleiða rafmagnið, þ.e. vatninu. Hveravirkjanir eru nokkrar, vindorkuvirkjanir einhverjar, en sjávarfalla- og ölduvirkjanir að mestu enn á þróunarstigi. Eitthvað er um sólarrafhlöðuvirkjun, en þó aðallega til heimabrúks.
Þegar kemur að sjónmengun þykja loftlínur og þau stauravirki sem halda línunum uppi ekki mikil prýði og allra síst ef minnst er á að leggja þær yfir hálendið. Jarðstrengir er kostur sem byrjað er að nota í auknum mæli í háspennulögnum, en er þó dýrari í framkvæmd, en á móti kemur minni viðhaldskostnaður auk þess sem ísing og foktjón heyra sögunni til.
Þjónustuöryggi er sagt verulega ábótavant sakir flutningsgetu raflína annars vegar og mikils álags og aldurs lína hins vegar. Heyrt hef ég að á mestu annatímum á loðnuveiðum og -vinnslu séu vinnslur keyrðar á dísilvélum á sumum stöðum vegna skorts á rafmagni. Er þetta ekki eitthvað sem gæti verið í lagi ef rétt væri á málum haldið? Mitt álit er að umræða um virkjanamál sé ekki á góðum stað á Alþingi og því Alþingi ekki til sóma.“
Sigurður Páll Jónsson — í störfum þingsins 26. janúar 2016.
 

Categories
Fréttir

Skortur á efnislegum gæðum

Deila grein

28/01/2016

Skortur á efnislegum gæðum

Silja-Dogg-mynd01-vef„Hæstv. forseti. Á vef Hagstofunnar má finna skýrslu sem gefin var út í júlí 2015 um laun, tekjur og vinnumarkaðinn. Í skýrslunni er verið að mæla lífskjör fólks og bera saman hópa út frá skorti á efnislegum gæðum. UNICEF-skýrslan sem nokkrir þingmenn hafa rætt um nú þegar er að hluta til byggð á upplýsingum úr þessari skýrslu um félagsvísa. Í skýrslu Hagstofunnar kemur meðal annars fram að hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði á milli áranna 2013 og 2014. Árið 2013 var þetta hlutfall á Íslandi það fimmta lægsta í Evrópu. Þegar skortur er greindur eftir atvinnustöðu skera öryrkjar sig úr, en fjórðung þeirra skorti efnisleg gæði. Hlutfallið er mun lægra meðal atvinnulausra, 12,5%, sem er samt líka of hátt. Skortur á efnislegum gæðum er tíðari meðal einstæðra foreldra og barna þeirra en á meðal annarra heimilisgerða. Þá var hlutfallið nokkuð hátt á meðal einstaklinga undir 65 ára sem búa einir, eða 15,1%.
Það sem kemur verulega á óvart í skýrslunni er staða eldri borgara, en þeir eru sá hópur sem skortir síst efnisleg gæði. Þar var hlutfallið aðeins 2,3%. Sá hópur kemur meira að segja betur út en fólk í fullri vinnu, en þar mælist skorturinn örlítið meiri, eða 3,2%. Með þessu er ég ekki að segja að allir eldri borgarar hafi það stórfínt, alls ekki. Enginn ætti að líða skort á Íslandi. Og á bak við hverja einustu prósentu er einstaklingur.
Virðulegi forseti. Umræðan um almannatryggingar hefur verið hávær að undanförnu. Við erum sammála um að við eigum að gæta okkar minnsta bróður. Þess vegna er mikilvægt að við byggjum á öruggum upplýsingum og beinum aðstoðinni til þeirra sem þurfa mest á henni að halda.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir — í störfum þingsins 26. janúar 2016.

Categories
Fréttir

Framtíðarskipan húsnæðismála

Deila grein

28/01/2016

Framtíðarskipan húsnæðismála

Elsa-Lara-mynd01-vefur„Hæstv. forseti. Mig langar að fjalla í örstuttu máli um þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti á sumarþingi 2013. Um var að ræða aðgerðaáætlun í tíu liðum þar sem meðal annars átti að taka á skuldavanda heimila, auka stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði og vinna að framtíðarskipan húsnæðismála, þar á meðal úrbótum á leigumarkaði.
Liður tillögunnar númer 4 fjallaði um að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra mundi skipa verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórnin hafði meðal annars það hlutverk að koma með tillögur að nýju húsnæðislánakerfi með það í huga að tryggja virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þyrftu.
Verkefnisstjórnin skilaði af sér tillögum árið 2014 og út frá þeirri vinnu komu síðan frumvörp og núna er unnið að þeim frumvörpum í velferðarnefnd. Um er að ræða fjögur frumvörp sem öll varða leigumarkaðsmál hér á landi. Margar umsagnir hafa borist um málin og flestar jákvæðar. Því ber að þakka því viðamikla samráði sem málin fóru í gegnum við vinnslu þeirra. Unnið er hratt og vel að því að klára þessi mál svo þau komist til umræðu og atkvæðagreiðslu í þingsal.
Eins og fram hefur komið í umræðu og kynningu þá eru frumvörpin fjögur:
Frumvarp til laga um almennar íbúðir fyrir efnaminni leigjendur sem felur í sér að byggja samtals 2.300 íbúðir á þessu ári og næstu þremur árum.
Frumvarp til laga um húsnæðisbætur sem felur í sér stóraukinn stuðning fyrir leigjendur. Þar eru frítekjumörk hækkuð og stuðningur miðast við fjölskyldustærð. Verið er að jafna stuðning milli ólíkra búsetuforma svo einstaklingar og fjölskyldur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Auk þess er frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög þar sem verið er að styrkja þau félög og auka íbúalýðræði, og frumvarp um breytingu á húsaleigulögum sem felur í sér aukin réttindi leigjenda og leigusala.
Í framhaldi af þessari vinnu taka svo verðtryggingarmálin við og úrlausnir í því hvernig við ætlum að auðvelda fólki að kaupa sér húsnæði. Þar þarf meðal annars að horfa til hvata til sparnaðar og þeirra skilyrði sem sett eru um greiðslumat.“
Elsa Lára Arnardóttir — í störfum þingsins 26. janúar 2016.