Categories
Fréttir

Mynd af forsætisráðherra boðin upp til styrktar Barnaspítala hringsins og langveikum börnum

Deila grein

27/11/2015

Mynd af forsætisráðherra boðin upp til styrktar Barnaspítala hringsins og langveikum börnum

20151123_141643Listakonan Ýrr Baldursdóttir tattoo- og airbrush meistari, sem málað hefur andlitsmynd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, hefur lánað verkið á skrifstofu Framsóknarflokksins þar sem það mun hanga uppi til sýnis næstu vikur, eða þar til það verður selt í þágu góðs málefnis.
Verkið er í góðri stærð og er unnið með airbrush tækni og Ýrr segir að kveikjan að verkinu sé að hún hafi viljað skapa verk sem gæti safnað peningum fyrir gott málefni. Myndir eftir Ýrr hafa vakið athygli að undanförnu, nú síðast stór mynd af Arnari Gauta sem hún vann fyrir hann sjálfan.
Ýrr og Gilbert Sigurðsson umboðsmaður hennar leggja áherslu á að allur ágóði af sölunni renni til  Barnaspítala Hringsins og langveikra barna. Öllum er frjálst að bjóða í verkið, sem eins og fyrr sagði er hægt að skoða nánar á skrifstofu flokksins á Hverfisgötu 33, og lágmarksverð er 300 þúsund krónur.
Ýrr hefur áður unnið verk sem hafa verið seld til styrktar góðgerðamála, þar á meðal málaði hún gítar fyrir hljómsveitina Skálmöld sem var seldur á 500 þúsund sem runnu til samtakanna Blátt áfram. Hún er einnig með verk í vinnslu fyrir Barnaspítala Hringsins sem byggir á sögu sem hún bjó til sem barn um þorp kærleika þar sem allir eru velkomnir og börn eiga víst afdrep frá því sem hrjáir þau í raunveruleikanum. Þá er stór sýning á verkum Ýrrar í bígerð og eitt þekktasta tímarit heims um þrívíddarlist er að vinna að umfjöllun um hana og list hennar.
Ýrr og Gilbert vonast til að myndin af Sigmundi Davíð, og sams konar mynd sem Ýrr hefur gert af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, muni seljast fljótt og vel svo að hægt sé að veita rausnarlegan styrk nú í jólamánuðinum til þessara mikilvægu málefna sem að svo margar fjölskyldur treysta á í erfiðleikum sínum.
Þeir sem vilja leggja málefnunum lið með því að kaupa myndina geta haft beint samband við Gilbert Sigurðsson í síma 775 3268, og einnig má skoða fleiri verk eftir Ýrr og hafa samband við hana á facebook síðu hennar – www.facebook.com/Valkyrjart.
Við þökkum Ýrr og Gilbert kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim og hvetjum þá sem vilja láta gott af sér leiða til góðra málefna til að koma við á skrifstofunni og skoða verkið.

Categories
Fréttir

Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Deila grein

25/11/2015

Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Sigrún Magnúsdóttir_001Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. Verkefni og áherslur sem kynnt eru undir hatti sóknaráætlunar eru fjölbreytt og mörg hver sjálfstæð en eiga það m.a. sameiginlegt að efla baráttuna gegn loftslagsbreytingum og virkja betur einstaklinga og atvinnulíf.
Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs um að draga úr losun í tilteknum greinum og ýta undir nýsköpun og loftslagsvænar lausnir.
Í heildina miða átta verkefni að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.
Fjögur verkefni miða að því að efla samstarf Íslands og aðstoð við önnur ríki við að draga úr losun og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Settur verður á fót samstöðuhópur um nýtingu jarðhita á heimsvísu, þar sem Ísland verður í forystu. Stuðningur við þróunarríki verður efldur, m.a. verða framlög til Græna loftslagssjóðsins aukin og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna gert kleift að halda námsskeið í þróunarríkjum sem berjast gegn eyðimerkurmyndun. Virkari þátttaka verður af Íslands hálfu í loftslagsverkefnum á vegum Norðurskautsráðsins.
Þá verður hafið skipulagt starf varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum, sem m.a. verður byggt á skýrslu um áhrif breytinga á Ísland, sem ljúka á 2016. Vöktun á jöklum Íslands verður efld og stefnt að því að gera niðurstöður aðgengilegar fyrir vísindamenn, almenning og ferðamenn og kynna jöklana og umhverfi þeirra sem lifandi kennslustofu um loftslagsbreytingar.
[fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]

Frá hægri: Sigrún Magnúsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson

Sóknaráætlun er sett fram í tengslum við 21. aðildarríkjafund Loftslagssamningsins í París (COP21), þar sem reynt verður að ná hnattrænu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2030. Ísland styður metnaðarfullt samkomulag í París með virkri þátttöku allra ríkja. Ísland hefur kynnt landsmarkmið í aðdraganda fundarins um að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990.
Ekki er gert ráð fyrir að sóknaráætlunin sé miðstýrð eða að hún komi í staðinn fyrir núverandi aðgerðaáætlun til að draga úr nettólosun, sem er ætlað að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar skv. Kýótó-bókuninni til 2020. Settir verða ábyrgðarmenn fyrir verkefnin og óskað verður eftir  framvinduskýrslu um hvert verkefni á næsta ári.
Verkefni í sóknaráætlun munu setja kraft í vinnu í loftslagsmálum, fá fleiri að vinnunni og leggja línurnar varðandi markvisst starf til lengri tíma við að minnka losun og efla kolefnisbindingu.
Í viðauka er frekar gerð grein fyrir einstökum verkefnum og áherslum sóknaráætlunarinnar.

Verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Verkefni til að draga úr nettólosun á Íslandi
Í sóknaráætlun eru átta verkefni sem miða að samdrætti á nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þeim er ætlað að setja aukinn kraft í aðgerðir sem eiga að leiða til minni losunar og aukinnar kolefnisbindingar, sem aftur á að auðvelda Íslandi að standa við væntanlegar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum. Í sóknaráætlun er lögð áhersla á samstarf stjórnvalda og atvinnulífs þar sem lag er til þess, því raunverulegur árangur næst trauðla nema með samstilltum aðgerðum og breiðri þátttöku.

  • Orkuskipti í samgöngum: Aðgerðaáætlun til næstu ára vegna orkuskipta, jafnt á landi sem á hafi, verður lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi 2016. Áætlunin er unnin á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Grænu orkunnar, sem er samstarfsvettvangur um orkuskipti, sem miðar að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa á kostnað innflutts kolefnaeldsneytis.  Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að árið 2020 verði hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum orðið 10% og mun starf á grunni væntanlegrar þingsályktunar miða að því að ná því marki.
  • Rafbílar – efling innviða á landsvísu: Átak verður gert til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu á komandi árum. Mikil aukning hefur orðið í framboði og sölu rafbíla að undanförnu, en margir telja að ónógir innviðir hamli þessari þróun. Til lengri tíma er reiknað með því að uppbygging innviða, s.s. hraðdælna á rafmagni verði sjálfbær, þar sem margir hafa hag af því að setja upp rafdælur. Það er þó talið rétt að ríkisvaldið styrki tímabundið átak til að byggja upp innviði fyrir rafbíla þannig að hægt sé að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta, sem hefur nýlega orðið aðgengilegur almenningi. Vanda þarf til verka hvað þetta varðar og taka tillit m.a. til samkeppnissjónarmiða og reynslu Norðmanna og fleiri ríkja af verkefnum af þessu tagi. Grænu orkunni – samstarfsvettvangi um orkuskipti í samgöngum – verður falið að útfæra slíkt átak, sem verði fellt inn í framangreinda aðgerðaáætlun um orkuskipti sem lögð verður fram á Alþingi á vorþingi 2016. Sett verður til hliðar fjármagn til að tryggja að hægt verði að vinna að þessu verkefni strax á næsta ári.
  • Vegvísir íslensks sjávarútvegs um samdrátt í losun: Vegvísirinn verður unninn á vegum Hafsins – Öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins. Farið verður yfir tækifæri og hindranir við að draga úr losun í sjávarútvegi með innleiðingu nýrrar loftslagsvænnar tækni og markvissra aðgerða á öðrum sviðum, með það að markmiði að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) um 40% til 2030 miðað við 1990. Vegvísirinn verður kostaður af stjórnvöldum og samtökum í atvinnulífi.
  • Loftslagsvænni landbúnaður: Unninn verður vegvísir um minnkun losunar í landbúnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Vegvísirinn mun taka mið af sambærilegri vinnu í sjávarútvegi.
  • Efling skógræktar og landgræðslu: Sett verður aukið fjármagn til skógræktar og landgræðslu, sem á m.a. að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Framkvæmdir verða auknar á árinu 2016 og stefnt að frekari styrkingu á næstu tveimur árum eftir það. Þetta mun skila bindingu kolefnis úr andrúmslofti umfram það sem verið hefði.
  • Endurheimt votlendis: Sett verður á fót verkefni um endurheimt votlendis. Ráðist verður í fyrstu verkefnin undir þeim hatti sumarið 2016 á grunni vinnu starfshóps, sem hefur kortlagt vænleg svæði til endurheimtar, m.a. á þjóðlendum. Áfram verður unnið að kortlagningu framræstra svæða sem koma til til greina við endurheimt votlendis í samvinnu við bændur, landeigendur og náttúruverndarsamtök.
  • Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri: Styrkt verða verkefni sem miða að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri.
  • Átak gegn matarsóun: Matarsóun veldur óþarfa álagi á umhverfið, m.a. hvað varðar meiri losun gróðurhúsalofttegunda en ella. Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sambærileg meðallosun á hvern íbúa Evrópu þá er losun frá matarsóun Íslendinga á ári hverju áætluð rúmlega 200 Gg koldíoxíðígilda, sem jafngildir um 5% af árlegri heildarlosun Íslands árið 2013. Verkefni á vegum Umhverfisstofnunar sem og fleiri aðila hafa að markmiði að draga úr matarsóun með fjölþættum aðgerðum, sem gæti lækkað útgjöld almennings og stofnana og ná um leið ávinningi með minnkun losunar.

Blaðamnnafundur 270
Alþjóðlegar áherslur og verkefni til að draga úr losun á heimsvísu
Ísland hefur margt fram að færa til þess að draga úr losun á heimsvísu, t.d með verk- og tækniþekkingu á sviði jarðhita og landgræðslu. Auk þess er Ísland virkur málsvari samþættingar jafnréttis- og loftslagsmála. Hluti af sóknaráætlun verður að efla starf Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu.

  • Samstöðuhópur um nýtingu jarðhita á heimsvísu, Global Geothermal Alliance: Global Geothermal Alliance verður formlega sett á stofn í París í desember. Ísland ásamt IRENA, alþjóðastofnun um endurnýjanlega orku eiga frumkvæði að stofnun hópsins sem mun tala fyrir nýtingu jarðhita á heimsvísu í stað jarðefnaeldsneytis, til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um er að ræða vettvang ríkja, stofnana og fyrirtækja og mun IRENA, annast umsjón.
  • Loftslagsmál og norðurslóðir: Stefnt verður að því að efla þátttöku Íslands í starfi Norðurskautsráðsins þar sem unnið er að verkefnum tengdum loftslags- og umhverfisbreytingum á norðurslóðum. Meðal annars er áætlun um minnkun losunar á sóti og metani, rannsóknir á áhrifum hlýnunar af völdum loftslagsbreytinga á vistkerfi hafsins og efling vöktunar og rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Ísland tekur við formennsku í ráðinu árið 2019.
  • Græni loftslagssjóðurinn: Ísland mun leggja fram 1 milljón Bandaríkjadala í Græna loftslagssjóðinn árin 2016-2020 sem verður helsti sjóður í heiminum til framtíðar til loftslagstengdra verkefna.
  • Framlög til loftslagsvænnar þróunaraðstoðar: Ísland mun halda áfram stuðningi við loftslagstengd verkefni og sjóði sem varða þróunarríkin þ.á.m. jarðhita-, landgræðslu-, sjávarútvegs- og jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, jarðhitasamstarf Íslands og Alþjóðabankans í Austur-Afríku o.fl. Einnig verður landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna styrktur sérstaklega til þess að halda námskeið í þróunarríkjum sem berjast gegn eyðimerkurmyndun.

Styrking innviða
Sóknaráætlun og auknar kröfur í loftslagsmálum kalla á styrkingu innviða við að halda utan um málaflokkinn. Miklir efnahagslegir og pólitískir hagsmunir eru undir fyrir Ísland í loftslagsmálum, auk umhverfishagsmunanna, sem kalla á gott bókhald og spár um losun og kolefnisbindingu og öfluga greiningu á hagkvæmni og árangri við minnkun nettólosunar. Undir þessum lið eru einnig verkefni sem miða að því að efla starf sem miðar að því að greina afleiðingar loftslagsbreytinga og miðla þeim til almennings og þeirra sem bera ábyrgð á viðbrögðum við breytingum á náttúrufari.

  • Vísindaskýrsla um afleiðingar loftslagsbreytinga: Vísindaleg úttekt á afleiðingum loftslagsbreytinga á náttúru, efnahag og samfélag á Íslandi verður tekin saman og gefin út haustið 2016. Stefnt er að því að skýrslan verði viðamesta úttekt á líklegum áhrifum loftslagsbreytinga til þessa. Sérstakur kafli verður í skýrslunni um súrnun hafsins og líklegar afleiðingar hennar.
  • Aðlögun að loftslagsbreytingum: Sett verður á fót verkefni, stýrt af Veðurstofu Íslands, um hvernig íslenskt samfélag getur brugðist við áhrifum loftslagsbreytinga hér á landi. Þegar sjást ýmis merki langtímabreytinga á loftslagi og spár gera ráð fyrir áframhaldandi breytingum, sem bregðast þarf við. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst um að draga úr því tjóni vegna líklegra breytinga og nýta þjóðinni til hagsbóta þær breytingar sem gefa tilefni til slíks. Sums staðar er þegar tekið tillit til breytinga á náttúrufari í framtíðinni, en það hefur ekki verið gert á heildstæðan hátt til þessa. Verkefnið mun felast m.a. í samhæfingu á rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum, gerð sviðsmynda um líklega þróun loftslags á Íslandi og úttekt á aðlögunarþörf í samráði við hagsmunaaðila vegna afleiðinga loftslagsbreytinga hér á landi, s. breytinga á sjávarstöðu, gróðurfari og jöklum. Fagráð verður skipað til að tryggja samhæfingarhlutverk verkefnsins.
  • Bætt bókhald og spár um losun og kolefnisbindingu: Bæta þarf losunarbókhald Íslands, sérstaklega á sviði landnotkunar og kolefnisbindingar í gróðri og jarðvegi og búa það undir nýjar og auknar kröfur í væntanlegu Parísarsamkomulagi og í evrópskum reglum sem Ísland mun þurfa að taka upp. Gert verður samkomulag til tveggja ára við Landbúnaðarháskóla Íslands um bætt bókhald varðandi landnotkun. Þá þarf að gera reglulegar spár um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda skv. nýjum kröfum Loftslagssamnings S.þ. Slíkar spár hafa tvívegis verið gerðar hér á landi, en nýjar kröfur kveða á um örari spár með bættri aðferðarfræði. Spár auðvelda einnig mat á hagkvæmustu leiðum við að standa við kröfur um minnkun nettólosunar. Tryggt verður að slíkar spár verði gerðar framvegis og samþættar orkuspá og annari skyldri vinnu eins og kostur er.
  • Jöklar Íslands – Lifandi kennslustofa um loftslagsbreytingar: Loftslagsbreytingar eru að mörgu leyti ósýnilegur vandi, þótt áhrifa þeirra gæti nær alls staðar á jörðinni. Segja má að jöklar og búskapur þeirra sé kannski augljósasta birtingarform á loftslagsbreytingum, því þeir stækka eða hopa í takt við hitastig, úrkomu og fleiri þætti, sem flestir tengjast loftslagi. Íslenskir jöklar hafa rýrnað undanfarin ár og er gert ráð fyrir rýrnunin muni jafnvel verða hraðari í framtíðinni. Hvergi í Evrópu og óvíða í heiminum er jafn greiður aðgangur að jöklum og jökulsporðum og á Íslandi, ekki síst við Vatnajökul, þar sem er stærsti þjóðgarður í vestanverðri Evrópu. Búskapur jökla á Íslandi hefur mikið fræðslugildi fyrir Íslendinga, ferðamenn og heimsbyggðina. Jökulsporðar hafa verið vaktaðir um langa hríð, en samt er búskapur þeirra og afrennsli ekki nægjanlega þekkt. Bætt vöktun á búskap jökla getur skilað ávinningi varðandi nýtingu vatnsafls, eftirlit með náttúruvá og á fleiri sviðum, en í þessu verkefni er sérstaklega horft til að niðurstöðurnar verði gerðar sýnilegar og nýttar til almannafræðslu, í ferðaþjónustu og sem framlag Íslands til alþjóðlegs samstarfs um mælingar á jöklabreytingum. Vöktun jökla verður efld m.a. með nýtingu reglulegra gervihnattarmælinga og þátttöku í hnattrænu verkefni Alþjóða veðurmálastofnunarinnar (WMO) um vöktun á jöklum, ís og snjó. Stefnt er að því að niðurstöður úr vöktun jökla verði gerðar sýnilegar m.a. í gestastofum þjóðgarða, sem myndu kynna jökla landsins sem eins konar síritandi mæla og lifandi kennslustofur um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Þessi tenging vísindalegrar vöktunar, fræðslu og ferðaþjónustu gæti vakið mikla athygli í viðbót við áðurnefndan ávinning.

 

Spurningar og svör um sóknaráætlun og loftslagsmál almennt

•  Hvað felst í sóknaráætlun í loftslagsmálum?
Með sóknaráætlun kynnir Ísland efldar aðgerðir til að takast á við loftslagsvandann á sama tíma og ríki heims ætla að taka höndum saman um nýtt samkomulag þess efnis. Sett er aukið fé til aðgerða í loftslagsmálum og lagður grunnur að samstarfsverkefnum með atvinnulífinu og fleiri aðilum. Aðgerðir miða að minnkun losunar og eflingu kolefnisbindingar heima fyrir, en einnig er áhersla á alþjóðleg verkefni, þar sem loftslagsvæn tækni og þekking Íslendinga kemur að gagni. Sett er á fót markvisst starf til að bregðast við margvíslegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Sóknaráætlun er hugsuð sem efling til þriggja ára, en verkefni sem sett eru á fót undir merkjum hennar eiga að hjálpa Íslandi að ná markmiðum til 2030, sem tilkynnt hafa verið til Loftslagssamningsins fyrir Parísarfundinn.
•  Mun sóknaráætlun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?
Með sóknaráætlun er settur nýr kraftur í verkefni, sem mörg eiga að skila minni losun og meiri kolefnisbindingu en verið hefði að óbreyttu. Í sumum verkefnum eru sett fram töluleg viðmið, s.s. í vegvísi um minnkun losunar í sjávarútvegi, sem unninn verður af Hafinu, samstarfsvettvangi stjórnvalda, atvinnulífs og háskóla. Einnig verður hægt að meta líklega kolefnisbindingu vegna aukins fjármagns í skógrækt og landgræðslu þegar nánari útfærsla á framkvæmd liggur fyrir. Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum.
•  Eru sett fram ný markmið um heildarlosun Íslands í sóknaráætlun?
Sóknaráætlun inniheldur verkefni sem munu hjálpa Íslandi til að mæta hertum kröfum um minnkun losunar. Þar eru hins vegar ekki sett fram ný töluleg markmið um heildarlosun. Ísland hefur þegar tilkynnt markmið sitt til 2030 fyrir Parísarfundinn: 40% minnkun á nettólosun í samvinnu við ríki ESB og Noreg. Ríkin 30 munu útfæra þetta markmið nánar sín á milli, væntanlega á næsta ári. Hluti af ábyrgðinni verður sett á fyrirtæki innan samevrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir. Losun utan viðskiptakerfisins verður á ábyrgð ríkja og verða sett markmið fyrir hvert ríki. Inni í því markmiði er m.a. losun frá samgöngum, sjávarútvegi og landbúnaði. Upplegg Parísarfundarins er hins vegar á þann veg að ríki leggi fram sín markmið fyrir fundinn. Langflest ríki innan loftslagssamningsins hafa gert það og ná landsmarkmiðin samanlagt yfir 90% losunar í heiminum. Á Parísarfundinum er gert ráð fyrir að gengið verði frá ramma utan um þau markmið, reglur um bókhald, gegnsæi, fjárstuðning til þróunarríkja o.fl. M.ö.o. þá er ekki búist við að ríki sem hafa sent inn landsmarkmið muni setja fram ný markmið á Parísarfundinum.
•  Hvernig verður landsmarkmið Íslands útfært?
Útfærsla landsmarkmiðs liggur væntanlega fyrir á næsta ári hvað varðar Ísland og Noreg og ríkin 28 í ESB. Ísland er því á sama báti og 29 önnur Evrópuríki – staðfest er að þau verði með í sameiginlegu markmiði um minnkun losunar um 40%, en ekki er ljóst hver þeirra hlutur verður. Það liggja þó fyrir grófar reiknireglur um skiptingu losunar. Þar skiptir mestu máli að losuninni er tvískipt:

a) í losun innan viðskiptakerfis (ETS), þar sem yfir 10.000 fyrirtæki fá kvóta, og
b) í losun utan viðskiptakerfisins, þar sem ríkin 30 fá hvert um sig ákveðna hlutdeild eða kvóta.

Losunin innan ETS á að minnka um 43%, en þar bera fyrirtækin ábyrgð, ekki ríki. Hin losunin er á ábyrgð ríkja og þar er farið eftir ákveðnum reiknireglum. Þær liggja ekki endanlega fyrir né hlutfallsleg skipting á milli ríkja.
•  Hvernig tengist sóknaráætlun Parísarfundinum?
Framlagningu sóknaráætlunar fyrir Parísarfundinn er ætlað að búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um minnkun losunar og sýna að hugur fylgir máli við tilkynningu um metnaðarfull markmið til 2030. Ísland tilkynnti um landsmarkmið sitt (INDC) í júní 2015, eins og flest ríki heims hafa gert fyrir Parísarfundinn. Ekki er krafist annars af ríkjum í París, utan að taka þátt í viðræðum og samþykkt á væntanlegu alþjóðlegu samkomulagi um minnkun losunar og aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Mörg ríki munu þó nota tækifærið og tilkynna um aðgerðir til að uppfylla markmið sín. Sóknaráætluninni er ætlað að koma til móts við slík sjónarmið.
•  Hvernig er tekið tillit til orkufreks iðnaðar í markmiðssetningu Íslands?
Orkufrekur iðnaður ber kvaðir um minnkun losunar innan evrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir (ETS), sem Ísland tekur þátt í skv. ákvæðum EES-samningsins. Þar fá fyrirtæki úthlutað heimildum, sem duga fyrir hluta losunar, en þurfa að kaupa það sem upp á vantar ef þau geta ekki dregið úr losun. Fyrirtæki sem geta minnkað losun meira en heimildir leyfa geta hins vegar selt þær heimildir. Með þátttöku í ETS búa íslensk orku- og iðnfyrirtæki við sambærilegar reglur um losun og gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Losun á tonn af framleiddu áli á Íslandi er um 1,8 tonn CO2-ígilda, ef losun vegna orku er talin með, sem er sjöfalt minni en losun að meðaltali á heimsvísu sem er 11,3 tonn á hvert framleitt tonn af áli.
•  Er hægt að halda áfram uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi í ljósi yfirlýsinga um minnkun losunar?
Orkufrekur iðnaður fellur undir viðskiptakerfi ESB, eins og nefnt er hér að framan. Það þýðir að ný fyrirtæki á sviði orkufreks iðnaðar, sem hyggjast starfa hér á landi, þurfa að afla sér heimilda innan kerfisins, eins og fyrirtæki sem starfa hér fyrir. Þetta þýðir að áfram er að byggja upp orkusækna atvinnustarfsemi á Íslandi án þess að það hafi áhrif á losunarkvóta Íslands, svo lengi sem reglur ETS eru uppfylltar. Að sama skapi myndi minnkun losunar vegna minni framleiðslu, loftslagsvænni tækni eða niðurlagningar starfsemi sem fellur innan ETS ekki koma Íslandi til tekna.
•  Í gildi er aðgerðaáætlun um minnkun nettólosunar – kemur sóknaráætlun í staðinn fyrir hana?
Aðgerðaáætlun til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda var samþykkt 2010 og gildir til 2020. Eftirfylgni þessarar áætlunar heldur áfram. Henni er ætlað að stuðla að því að íslensk stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar 2013-2020. Sett eru viðmið fyrir þróun losunar í einstökum greinum og í heild til 2020 og á að reyna að halda losun innan þeirra marka með ýmsum aðgerðum. Sóknaráætlun er víðtækari og nær yfir alþjóðlegt samstarf Íslands í loftslagsmálum og eflingu innviða, auk aðgerða til að draga úr nettólosun. Sóknaráætlun mun auðvelda Íslendingum að standa við markmið sín til 2020 og einnig að mæta væntanlegum hertum kröfum til 2030.
•  Hvað segir sóknaráætlun um áform um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis eða tryggja kolefnishlutleysi Íslands?
Það er yfirlýst stefna Íslands að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, en engin tímasetning hefur verið sett á hvenær henni á að ljúka að fullu. Segja má að Ísland hafi nær eitt ríkja náð þeim áfanga að hætta nær með öllu notkun jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, þ.e. við hitun og framleiðslu rafmagns. Verkefnið framundan er ekki síst að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum og sjávarútvegi. Skref eru stigin til sóknar í þeim geirum m.a. með verkefnum um innviði fyrir rafbíla og vegvísum um minni losun í sjávarútvegi og landbúnaði. Kolefnishlutleysi er nokkuð flókið hugtak og tekur til fleiri þátta, m.a. landnotkunar. Efling skógræktar og landgræðslu bindur kolefni úr andrúmslofti á móti losun gróðurhúsalofttegunda og er mikilvægur þáttur á leið til kolefnishlutleysis.
•  Hver er gildistími sóknaráætlunar?
Sóknaráætlun er sett til þriggja ára. Henni er ætlað að setja aukinn kraft í margvíslegt starf sem tengist loftslagsmálum og að loknum gildistímanum má taka ákvörðun um framhald aðgerða. Reiknað er með að uppfæra þurfi heildstæða aðgerðaáætlun til að taka tillit til nýrra skuldbindinga um losun fram til 2030 í kjölfar Parísarfundarins. Aðgerðir innan sóknaráætlunar munu hjálpa Íslandi til þess og skila ávinningi í framtíðinni langt fram yfir næstu þrjú ár, þótt aðgerðir nú og fyrirhugaðar fjárveitingar miði við það tímabil.
•  Er Ísland loftslagsvænt ríki?
Ísland hefur nær eitt ríkja náð að því marki að 100% af framleiðslu rafmagns og hitunar kemur frá endurnýjanlegri orku. Ein þekktasta viðleitnin til að meta ríki út frá stöðu í loftslagsmálum er úttekt umhverfisverndarsamtakanna CAN og Germanwatch, sem kynna árlega svokallaða Frammistöðuvísitölu loftslagsmála (Climate Performance Index). Þar eru ýmsir þættir lagðir til grundvallar, s.s. losun gróðurhúsalofttegunda og þróun hennar, hlutur endurnýjanlegrar orku og stefnumótun í loftslagsmálum. Ísland var í 10. sæti á lista samtakanna tvö síðustu ár, af 58 ríkjum alls.
•  Hvernig hefur þróunaraðstoð verið beint til verkefna tengdum loftslagsmálum
Samkvæmt aðferðafræði Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) nýttust 54% af framlögum Íslands til þróunarsamvinnu á árinu 2014 til umhverfismála og 28% til verkefna sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Heildarsýn stjórnvalda skortir varðandi eyðijarðir

Deila grein

25/11/2015

Heildarsýn stjórnvalda skortir varðandi eyðijarðir

Silja-Dogg-mynd01-vef„Hæstv. forseti. Í fréttum RÚV í gær kom fram að helmingur ríkisjarða í Skaftárhreppi er í eyði eða landbúnaður ekki stundaður á þeim. Svo virðist sem ekki sé til nein heildarsýn hjá stjórnvöldum í því að byggja ríkisjarðir aftur þegar þær fara úr ábúð. Því verður að breyta. Íbúi í hreppnum segir í samtali við fréttastofu RÚV, með leyfi forseta:
„Það er niðurdrepandi fyrir fjölskyldur í fámennri byggð þegar hver jörðin af annarri leggst í eyði. Fólki fækkar í sveitinni og börnum í skólanum. Samfélagið líður fyrir þetta. Fólk vill koma og búa hér í sveitinni, en það virðist ekki nokkur leið að fá þessar jarðir. Jarðir eru ekki auglýstar fyrr en þeir sem fara hafa fellt allan bústofn og selt allar vélar. Þá hefur Vegagerð ríkisins oft tekið veginn heim að jörðinni af vegaskrá, Landgræðsla ríkisins tekið yfir hluta af henni og helst öll hlunnindi.“
Herra forseti. Vandamálið virðist meðal annars felast í því hversu mörg ráðuneyti og stofnanir koma að þessu. Ríkiseignir fara með útleigu ríkisjarða í umboði fjármálaráðuneytisins, landbúnaðarmál heyra undir landbúnaðarráðuneytið, Vegagerð ríkisins undir innanríkisráðuneytið og Landgræðsla ríkisins undir umhverfisráðuneytið.
Hæstv. forseti. Sú sem hér stendur lagði fram þingsályktunartillögu um nýtingu jarða í ríkiseigu á síðasta þingi og aftur á yfirstandandi þingi. Í henni er lagt til að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að leita allra leiða til að koma ónýttum eða ósetnum jörðum í ríkiseigu í notkun og að greiða fyrir ábúendaskiptum á ríkisjörðum.
Ég vona að sú tillaga komist sem fyrst á dagskrá og tek undir með hv. þm. Birgittu Jónsdóttur um að tími er til kominn að við greiðum fyrir mjög svo mikilvægum og góðum þingmannamálum sem ekki hafa komist að enn sem komið er og það er mikil synd.
Það er líka sorglegt að góðar bújarðir séu ekki í ábúð vegna þess að menn tala ekki saman og gefa sér ekki tíma til að móta framtíðarsýn í þeim málaflokki. Það verður að breytast.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir — störf þingsins, 24. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

Einungis 13% íbúðagistingu í heimahúsum í Reykjavík hafa tilskilin leyfi til að vera leigðar út til ferðamanna

Deila grein

25/11/2015

Einungis 13% íbúðagistingu í heimahúsum í Reykjavík hafa tilskilin leyfi til að vera leigðar út til ferðamanna


„Hæstv. forseti. Mig langar að gera að umtalsefni niðurstöður skýrslu sem voru kynntar nýlega og voru unnar af Háskólanum á Bifröst, um íbúðagistingu í heimahúsum í Reykjavík. Þar kemur í ljós að árið 2009 voru um það bil 200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyrðu svokölluðu deilihagkerfi þar sem var boðið upp á íbúðagistingu, en árið 2014 voru þær orðnar 1.100, þ.e. 450% aukning á fimm árum.
Það sem er sérstaklega uggvænlegt í þessu samhengi er að einungis 13% af þessum íbúðum eru skráðar og hafa tilskilin leyfi til þess að vera leigðar út til ferðamanna. Nú er þetta málefni sem ég hef rætt við að ég held þrjá ráðherra úr tveimur ráðuneytum og spurt hverju sæti. Víst er það að á vormánuðum síðastliðnum kom fram frumvarp sem náði til hluta af þessu vandamáli en það var ekki nægjanlega vel fram sett og náði því ekki fram að ganga. Það breytir ekki því að við eigum ekki að bíða með að hafa eftirlit með þessari starfsemi þar til fram koma einhver frumvörp sem ég vil segja að lagi lagasetninguna að lagabrotunum. Við eigum ekki að gera það. Við eigum að halda uppi eftirliti og við eigum að draga þá aðila fram sem leigja íbúðir án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.
Þetta er náttúrlega angi af því sem kom fram fyrir nokkrum dögum að skattsvik á Íslandi nema 80 milljörðum á hverju einasta ári. Það eru sem sagt einhver þrælmenni hér úti sem hafa af okkur einn Landspítala á hverju ári í skattsvikum. Þetta er náttúrlega kjöraðstæður til þess að fjárfesta í ríkisskattstjóraembættinu og skattrannsóknarstjóraembættinu sem virðist ekki vera samkvæmt því sem fjárlagafrumvarpið segir núna, en 2. umr. er að byrja, við getum enn þá leiðrétt þetta, vegna þess að ég held að við getum ekki varið peningum betur en til þess að koma í veg fyrir svona starfsemi.“
Þorsteinn Sæmundsson — störf þingsins, 24. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

Schengen-samstarfið: Ef einn hlekkurinn brotnar þá er keðjan ónothæf og jafnvel ónýt

Deila grein

24/11/2015

Schengen-samstarfið: Ef einn hlekkurinn brotnar þá er keðjan ónothæf og jafnvel ónýt


„Virðulegur forseti. Það er full ástæða fyrir íslensk stjórnvöld að skoða hvort ekki þurfi að herða landamæraeftirlit hérlendis þó ekki sé nema tímabundið. Schengen-samningurinn gerir ráð fyrir að aðildarríki geti gert slíkt og í ljósi hryðjuverkanna í París væri hreinlega óábyrgt að athuga ekki hvort nauðsynlegt sé að veita tímabundið auknu fjármagni í þennan málaflokk þannig að öryggi borgaranna sé betur tryggt. Þegar er búið að gera ráð fyrir 38 millj. kr. viðbótarframlagi til landamæradeildar lögreglu í Keflavík en ég efast um að það dugi. Ég er fylgjandi Schengen-samstarfinu en samstarfið er eins og keðja. Ef einn hlekkurinn brotnar þá er keðjan ónothæf og jafnvel ónýt.
Ég vek athygli á forsíðu Morgunblaðsins í morgun þar sem vitnað er í grein eftir fyrrverandi forstjóra Interpol í New York Times þar sem hann hvetur öll ríki Schengen-svæðisins til að bera öll vegabréf saman við gagnagrunn Interpol-svæðisins. Þannig hafi Bretar, sem standa fyrir utan Schengen, klófest um 10.000 manns á ári sem reyna að komast yfir landamæri þeirra á ógildum skilríkjum.
Fyrrverandi forstjóri Interpol segir að Schengen-samstarfið bjóði upp á raunverulega og viðvarandi hættu. Það að gera ekkert í þeirri trú að útilokað sé að hér gerist nokkuð sem kalli á aukinn viðbúnað er ekki bara barnaskapur heldur beinlínis hættulegur barnaskapur. Þetta snýst nefnilega ekki um að taka á móti öllum með faðmlagi og kossum, þetta snýst um öryggi þeirra sem búa og dvelja í þessu landi. Skoðum því í fullri alvöru hvort nauðsynlegt sé að herða eftirlit, fjölga þeim sem sinna eftirlitinu og veita nægu fjármagni í málaflokkinn. Jafnframt væri gott að vita hvernig raunverulegu eftirliti er háttað í Keflavík. Hvað eru til dæmis mörg vegabréf borin saman við kerfi Interpol? Og hversu auðvelt er að fara á fölsuðum vegabréfum í gegn? Svör óskast.“
Karl Garðarsson — störf þingsins, 24. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2013 – 2015

Deila grein

24/11/2015

Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2013 – 2015

EÞHFjallað er um stöðu karla og kvenna á öllum helstu sviðum samfélagsins í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra sem lögum samkvæmt er lögð fram ár hvert í upphafi jafnréttisþings. Þar er einnig fjallað um stöðu verkefna samkvæmt framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til ársins 2014.
Skýrslan spannar að venju vítt svið en þess má geta að í tilefni af 100 ára afmælisári kosningaréttar íslenskra kvenna er í inngangi hennar fjallað sérstaklega um völd og áhrif karla og kvenna í samfélaginu, á vinnumarkaði, í stjórnmálum og efnahagslífi.
Fjallað er um kynbundið ofbeldi, um heilbrigðismál, um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði, um kynbundið náms- og starfsval og þróun launajafnréttis og háskólaumhverfið. Sérstakur kafli er um kyn og völd, þar sem fjallað er um hlut kynjanna í opinberri stjórnsýslu, þar með talið innan dómstóla og lagaumhverfis. Einnig er þar fjallað um konur í stjórnum fyrirtækja og konur og karla á vettvangi stjórnmálanna.
Forsida_skyrslu_2015Sérstaklega er fjallað um fjölmiðla í skýrslu ráðherra og það er jafnframt eitt af aðalviðfangsefnunum jafnréttisþings að þessu sinni. Varpað er ljósi á hvernig kynin birtast í fjölmiðlum og hve mikilvægt er að breyta þeirri birtingarmynd.

Istanbúlsamningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi

Í skýrslunni er fjallað um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði jafnréttismála og sagt frá fjölmörgum verkefnum sem unnið er að í samvinnu við aðrar þjóðir, bæði á sviði norræns samstarfs en einnig í alþjóðlegu samstarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjallað er ítarlega um svokallaðan Istanbúlsamning, sem er samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Ísland var meðal fyrstu þjóða til að undirrita Istanbúlsamninginn. Undanfarin misseri hefur farið fram mikil vinna við undirbúning að innleiðingu hans hér á landi og er sú vinna vel á veg komin.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktunum kjördæmisþings framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

24/11/2015

Stjórnmálaályktunum kjördæmisþings framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar því hve vel gengur að efla hag fólksins í landinu eftir erfið ár í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Þingið fagnar einu lengsta skeiði verðstöðugleika sem þekkst hefur á síðari tímum, þökk sé styrkri efnahagsstjórn ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þingið bendir á að öll skilyrði fyrir áframhaldandi verðstöðugleika eru fyrir hendi. Til að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólguþróun ber þó nauðsyn til að verslunarfyrirtæki skili styrkingu krónunnar út í verðlag líkt og nokkur fyrirtæki s.s IKEA og Bónus hafa gert. Kjördæmisþingið fagnar frumkvæði þingmanna flokksins í neytendamálum.
Eitt alvarlegasta efnahagsvandamál sem Íslendingar eiga við að glíma nú um stundir er það taumlausa vaxtaokur sem bankarnir stunda í skjóli stýrivaxta Seðlabanka Íslands sem eru úr öllu samhengi við þróun efnahagsmála á Íslandi. Kjördæmisþingið hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að nýta tækifæri það sem nú er til að endurskipuleggja bankakerfið með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar þeim áföngum sem náðst hafa með efndum loforða flokksins frá í síðustu kosningum og varða leiðréttingu á neytendalánum heimilanna í landinu og því risaskrefi sem stigið hefur verið í afléttingu fjármagnshafta. Kjördæmisþingið hvetur til þess að strax verði tekið á afnámi verðtryggingar neytendalána í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og loforð í því efni. Kjördæmisþingið lýsir eindregnum stuðningi við forystu flokksins og þingflokk í þessu mikilvæga máli.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 lýsir yfir fullum stuðningi við nýtt húsnæðiskerfi sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt. Það byggir m. a. á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá maí síðastliðnum þar sem ríkisstjórnin skuldbindur sig til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði í samvinnu við sveitafélög og aðila vinnumarkaðarins. Í þessu felst bæði bygging hagkvæmra leiguíbúða og hækkun húsnæðisbóta.
Þá ber að fagna því sameiginlega átaki sem nú er hafið um lausnir til að lækka byggingarkostnað og auka framboð af ódýru húsnæði m.a. með endurskoðun byggingareglugerðar og skipulagslaga.
Með bættum efnahag og aukinni eftirspurn eftir húsnæði er jafnframt mikilvægt að sveitarfélögin, sem fara með skipulagsvald, sjái til þess að nægt framboð verið af lóðum á hagstæðu verði svo aukin eftirspurn leiði ekki til óhóflegrar hækkunar á húsnæðisverði líkt og varð á árunum 2006 og 2007. Öruggt húsnæði er ein af grundvallarþörfum fólksins í landinu. Þingið skorar á alla stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi að sameinast um að ná fram nýju húsnæðiskerfi á yfirstandandi þingi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna sem náðist fram undir forystu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hér er um eina stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar að ræða.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 telur mikilvægt að ríki og sveitarfélög standi þétt að baki þeim flóttamönnum sem hér fá hæli. Mikilvægt er að þeir fái þann stuðning sem nauðsynlegur er svo þeir finni sig heima í íslensku samfélagi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) á Seltjarnarnesi 12. nóvember 2015 fagnar þingsályktunartillögu Willums Þórs Þórssonar, alþingismanns, þar sem lagt er til bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Óréttlætanlegt er að nota heilsuspillandi efni á svæðum sem m.a. eru ætluð til íþróttaiðkunar barna og unglinga.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar einnig því landssamráði sem hafið er af frumkvæði þriggja ráðherra um að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála.Orðið hefur tímabær vitundarvakning í því að fólk komi skömminni þangað sem hún á heima hvað varðar einelti, kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 telur að fjölga þurfi lögreglumönnum eins og fram kemur í nýlegri skýrslu og tekur undir að leiðarljósið í því átaki verður niðurstaða nefndar um löggæslumál sem skilað hefur tillögum um forgangsröðun verkefna á næstu árum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 telur mikilvægt að stefnumótun í málefnum ferðaþjónustunnar verði efld í ljósi stóraukinnar komu ferðamanna til landsins. Þingið leggur áherslu á að Alþingi komi sér saman um leiðir til gjaldtöku af ferðamönnum í því skyni að standa straum af uppbyggingu innviða og grunnstoða í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er orðin ein mikilvægasta tekjulind landsins,en stefnumótun innan hennar er í engu samræmi við þann veruleika.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar þeirri nýlegu og sögulegu sátt sem náðst hefur um breytta löggjöf í náttúruvernd á Alþingi. Þingið telur rétt að næstu stóru skrefin í náttúruverndarmálum verði friðun heildstæðra svæða á miðhálendinu sem fari fram að loknu vönduðu undirbúningsferli.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 væntir mikils af störfum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins, sem starfar í umboði Félags- og húsnæðismálaráðherra. Greina þarf vanda þeirra hópa aldraðra og öryrkja sem verst standa og leita lausna sem tryggi bætta afkomu þeirra.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar sérstaklega nýframkominni þingsályktunartillögu um stefnumótun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð: Árangurinn leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar – árangur þjóða byggir á hugarfarinu

Deila grein

21/11/2015

Sigmundur Davíð: Árangurinn leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar – árangur þjóða byggir á hugarfarinu

Sigmundur-davíðMiðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn dagana 20.-21. nóvember í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fundurinn var ákaflega vel sóttur og fór fram mikið og gott hópastarf þar sem fjölmörg málefni voru brotin til mergjar. Mikil áhersla var lögð á málefni aldraðra og húsnæðismál á fundinum og voru fundarmenn einhuga um mikilvægi þess.
Upp úr hádegi í dag flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins yfirlitsræðu sína.
Í ræðu sinni beindi Sigmundur Davíð sjónum að mikilvægi hugarfarsins og því að velgengni legði aukna ábyrgð og skyldur á herðar Íslendinga.
Forsætisráðherra sagði að árangur Íslands væri einstakur, hvort sem litið væri til einstakra þátta uppbyggingar innanlands eða til alþjóðlegs samanburðar um efnahagsmál. Um 15000 ný störf hafi skapast á kjörtímabilinu, spáð væri rúmlega 5% hagvexti, fjárfesting væri að aukast víða um land, atvinnuleysi væri komið niður í um 3%, verðbólga hefði verið minni og stöðugari en um langt skeið og að kjarabætur í formi kaupmáttaraukningar væru nú meiri en áður hafi sést á svo stuttum tíma.
Sagði Sigmundur að þetta sýndi án þess að um verði villst að það skipti máli hverjir stjórna. Munurinn á þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu séu meira en 1500 milljarðar þegar talið sé saman árangur af áætlun um afnám hafta, því að ekki voru lagðar hundruða milljarða Icesave skuldir á almenning og svo árangurinn af efnahagsstjórninni og hallalausum rekstri ríkissjóðs á yfirstandandi kjörtímabili. Munurinn liggi í efnahagslegum hremmingum annars vegar og hins vegar hraðasta efnahagsárangri sem landið hafi séð marga áratugi aftur í tímann.
Sigmundur sagði að við eigum að leyfa okkur að tala um þessa hluti á jákvæðan hátt, og að í því felist alls ekki að litið sé fram hjá þeirri staðreynd að enn sé margt sem þurfi að bæta. Það að við höfum náð árangri á þessum sviðum sýni einmitt að við höfum tækifæri til að gera enn betur og lagfæra það sem enn má betur fara. Það sé því ekki óviðeigandi að tala um t.d. að á Íslandi sé hvað minnst fátækt í Evrópu því að það sýni okkur að við getum náð árangri og minnkað fátækt hér enn meira og útrýmt henni. Þannig geri það að viðurkenna árangurinn okkur hvatning til að gera enn betur.
Þessi árangur hafi náðst með þeim lausnum sem Framsóknarmenn hafi boðað. Þær lausnir séu sumar stórar og róttækar en aðrar snúist um að skapa öryggi, fyrirsjáanleika og jákvæða hvata. Þegar árangur hafi náðst sé svo nauðsynlegt að sýna ábyrgð til að verja árangurinn og til að byggja á honum, það gefi tækifæri til að halda áfram á sömu braut.
[fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]

Mynd: Jón Ingi Gíslason
Mynd: Jón Ingi Gíslason

Sigmundur vitnaði til orða John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna sem sagði í innsetningarræðu landsmönnum sínum að spyrja ekki hvað landið gæti gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir landið. Tímabært sé fyrir okkur á Íslandi að huga að þessum boðskap.
Of algengt sé að fyrst og fremst sé lögð áhersla á réttindi en síður á skyldur og ábyrgð, slíkt geti reynst dragbítur á framfarir þegar til lengdar er litið. Flestir séu mjög meðvitaðir um réttindi sín og um það séu gerðar miklar kröfur, en tímabært væri að spyrja hvort við sem samfélag séum nógu meðvituð um skyldur okkar og ábyrgð?
Þannig sé oft rætt um skyldur ríkis og sveitarfélaga við einstaklinga og fyrirtæki, og þær séu vissulega mikilvægar, einnig sé gjarnan minnst á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, sem að sönnu sé misjanft hvernig er uppfyllt. Hins vegar sé í þessu samhengi of lítið horft til ábyrgðar og skyldna einstaklinga sem séu ekki síður mikilvægar en réttindi. Einstaklingar hafi ekki mikilvægar samfélagslegar skyldur og ábyrgð gagnvart bæði meðborgurum og landinu.
Sigmundur sagði að árangur þjóða byggðist að stórum hluta á hugarfari. Íslendingar hefðu í gegn um tíðina komist mjög langt á hugarfari vinnusemi, samheldni, skyldurækni við landið og samfélagið, vitund um söguna, heiðarleika, fórnfýsi og æðruleysi. Slíkt hugarfar hefði ráðið því að hér byggðist sterkt samfélag sem hafi getað sótt fram þrátt fyrir fámenni og áföll, nýtt tækifærin sem í boði voru til að byggja sterkan grunn og í krafti þess sótt fram.
Ísland sé á grunni slíks hugarfars nú í efstu sætum í alþjóðlegum samanburði yfir þjóðir þegar litið sé til lífsgæða, öryggis, jafnréttis og margra fleiri þátta, eins og vel sé þekkt.
Í ljósi slíks árangurs komi á óvart að stundum sé mest bölsótast yrir því sem gengur best. Tvö dæmi megi nefna í því sambandi, sjávarútveg og umhverfismál. Íslenskur sjávarútvegur sé best rekni innan OECD, í raun sá eini sem ekki er ríkisstyrktur. Jafnvel í Noregi séu greiddar tugþúsundir króna með hverju lönduðu tonni. Þessum árangri eigi að fagna og byggja á honum. Það þýði hins vegar ekki að ekki megi gera betur bæði varðandi rekstur fyrirtækjanna og lagfæra fiskveiðistjórnunarkerfið. En til að það verði best gert þurfi allir aðilar að nálgast málið af ábyrgð. Sama gildi um umhverfismálin, þar sem Ísland sé í sérflokki hvað varðar framleiðslu og nýtingu á grænni endurnýjanlegri orku. Samt sé gjarnan talað eins og Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu.  Að sjálfsögðu þurfi að vinna að bótum í þessum málaflokkum eins og öðrum og þar séu full tækifæri til þess.
Sigmundur sagði það sérstaklega varhugavert þegar upp úr slíku hugarfari spryttu jafnvel stjórnmálaflokkar sem vilji ekki aðeins að einstaklingar fríi sig ábyrgð heldur að samfélagið allt afsali sér ábyrgð gagnvart erlendu valdi. Þar nefndi hann sem dæmi ákall stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar um að Íslendingar þyrftu að „flytja inn aga“ með því að flytja stjórn landsmála til ESB að sögn vegna þess að sagan sýndi að Íslendingar væru ekki færir um að stjórna sér sjálfir.  Einnig sé það furðulegt þegar stefna stjórnmálaflokka geri beinlínis ráð fyrir því að þeir taki ekki ábyrgð á neinu, þeir sækist eftir völdum en segist svo ætla að láta embættismenn stjórna á milli þjóðaratkvæðagreiðslna.
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]
Mynd: Eygló Harðardóttir
Mynd: Eygló Harðardóttir

Sigmundur benti á að Framsóknarflokkurinn hefði lagt til óhefðbundnar lausnir á óhefðbundnum vandamálum og fylgt þeim eftir og menn sæu nú árangurinn af þeim. Skuldir heimilanna hafi til dæmis verið um 108% af landsframleiðslu þegar unnið var að útfærslu leiðréttingarinnar. Nú ári eftir að leiðréttingin komst í framkvæmd sé hlutfallið komið niður fyrir 90% og skuldir Íslenskra heimila miðað við ráðstöfunartekjur séu nú orðnar lægri en í Danmörku, Noregi og Finnlandi og svipaðar og í Svíþjóð. Það sé árangur sem máli skiptir, ekki bara fyrir heimilin heldur allt efnahagslíf landsins.
Að leggja fram skýra stefnu og fylgja henni svo fast eftir í framkvæmd sé grundvallaratriði í því að takast á hendur þær skyldur og ábyrgð sem árangurinn legi á herðar þeirra sem starfa í stjórnmálum.
Sigmundur fór að lokum yfir þá umræðu sem enn færi nokkuð fyrir varðandi möguleika á upptöku evru, þrátt fyrir að ljóst hlyti að vera að slíkt væri út af borðinu. Sagði hann að ekki þyrfti að líta alla leið til Grikklands eða Spánar í því samhengi, nægilegt væri að líta til þess vanda sem evran skapar vinaþjóð okkar og nágrönum Finnum, sem nú er fjallað töluvert um í erlendum fjölmiðlum. Þrátt fyrir að Finnland sé á pappírunum ein samkeppnishæfasta þjóð Evrópu þar sem mikil áhersla sé lögð á menntun og nýsköpun og tækniþróun hafi verið gríðarlega hröð, þá skapi það Finnum nú mikinn efnahagslegan vanda að vera með gjaldmiðil sem er festur við hagkerfi annarra ríkja. Þannig geti Finnar ekki leyft sínu eigin efnahagslífi að aðlagast eins og nauðsynlegt er til að bregðast hratt við niðursveiflunni. Afleiðingin sé meira atvinnuleysi og meiri niðursveifla, hægari bati. Á þessum samanburði megi sjá hvaða jákvæðu hliðar það hefur haft fyrir Ísland að hafa gjaldmiðil sem hefur gert okkur kleift að vinna úr vandanum.
Sigmundur minntist þess að lokum að framsóknarmaðurinn John F. Kennedy hafi lokið innsetningarræðu sinni með þeim orðum að þau verkefni sem fyrir dyrum stæðu yrðu ekki kláruð á fyrstu hundrað dögunum, ekki fyrstu þúsund dögunum, ekki á kjörtímabilinu og jafnvel ekki á líftíma þeirra sem þar sætu. En einmitt þess vegna væri svo mikilvægt að byrja strax að vinna.
Og Íslendingar hefðu það nú sér til framdráttar að við værum þegar byrjuð. Og þess vegna væri svo mikilvægt að halda áfram af festu og með því hugarfari sem lengst af hefði vísað Íslendingum veginn til framfara.
Sigmundur lauk máli sínu undir dynjandi lófataki fundarmanna sem risu úr sætum sem einn maður.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Kjörið tækifæri til að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

Deila grein

19/11/2015

Kjörið tækifæri til að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

ásmundur„Virðulegi forseti. Í fréttum í gær á vefmiðli var verið að segja frá fundi sem haldinn var um mögulegan aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og á þeim fundi voru hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson og hv. þm. Frosti Sigurjónsson. Hv. þm. Frosti Sigurjónsson sagði að það væri kjörið tækifæri nú til þess að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.
Virðulegi forseti. Ég held að það hafi verið mistök eftir efnahagshrunið að gera ekki þær breytingar á fjármálakerfinu sem nauðsynlegar voru. Það var nú einu sinni bankakerfið sem hrundi og olli því sem við erum búin að vera að ganga í gegnum síðan 2008.
Hvað ætlum við að gera ef við stöndum frammi fyrir þeirri stöðu að tveir þriðju hlutar íslenska bankakerfisins verða í höndum ríkissjóðs á nýjan leik? Þá hljótum við að ætla að ráðast í einhverjar breytingar á fjármálakerfinu. Við hljótum að ætla að skoða þann möguleika og ráðast í það að aðskilja fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.
Stjórnvöld eiga að einhenda sér í þetta og það á að vera mögulegt að ná um það víðtækri sátt, þverpólitískri sátt, vegna þess að hingað til hafa eiginlega allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni nema kannski Sjálfstæðisflokkurinn, en á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þá ályktaði hann sérstaklega um þetta. Þar segir: „Landsfundur leggur áherslu á að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka verði að fullu aðskilin.“
Virðulegur forseti. Stjórnvöld eiga að setja það í algjöran forgang að aðskilja fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Stóra verkefnið fram undan er hvernig við ætlum að byggja upp fjármálakerfi á Íslandi. Það snýst ekki um það hversu hratt við seljum 10% í Landsbankanum eða hversu hratt Íslandsbanki verður seldur eins og bankastjórar stóru bankanna koma nú fram og segja, það snýst um hvernig fjármálakerfi ætlum við að byggja upp. Og aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka á að vera okkar fyrsta skref og lykilatriði í því efni.“
Ásmundur Einar Daðason — í störfum þingsins 18. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

Er stórum hópum ferðamanna skákað bakdyramegin inn í friðland?

Deila grein

19/11/2015

Er stórum hópum ferðamanna skákað bakdyramegin inn í friðland?

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstvirtur forseti. … En í dag langar mig til þess að ræða fréttir sem borist hafa upp á síðkastið um að færst hafi í vöxt í sumar að farþegum skemmtiferðaskipa sem fara hringinn í kringum Ísland sé siglt í smábátum í land í friðland Hornstranda.
Friðlandið á Hornströndum er ein dýrmætasta og um leið viðkvæmasta náttúruperla sem við Íslendingar eigum. Það er því mikið áhyggjuefni ef stórum hópum ferðamanna er svo að segja skákað bakdyramegin inn í friðlandið.
Það hlýtur líka að vera okkur áminning um að ef það er nauðsynlegt að við endurskoðum reglur og ef það er nauðsynlegt að Alþingi sjálft taki reglur og eða lög til endurskoðunar til þess að koma í veg fyrir þetta, þá ber okkur að sjálfsögðu skylda til þess að gera það.
Ég ítreka að það er eiginlega ekki forsvaranlegt ef verið er að skáka stórum hópum ferðamanna inn í Hornvíkina, nánast í hverri viku, og að þar séu menn að trampa niður viðkvæma náttúru. Það hefur tekist bærilega að stýra umgangi um þetta friðland og við verðum að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til þess að koma í veg fyrir að það opnist þannig að það verði fyrir skaða sem ekki er hægt að bæta.“
Þorsteinn Sæmundsson — í störfum þingsins 17. nóvember 2015.