Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

Deila grein

15/05/2014

Framboðslisti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

reykjavik-efstusaetiFramboðslisti Framsóknar og flugvallarvina fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, lögmaður, leiðir listann. Í öðru sæti er Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður og í því þriðja er Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur. Framsóknarflokkurinn átti ekki fulltrúa í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.
Listinn skipa eftirtaldir:

  1. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, lögmaður
  2. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður
  3. Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur
  4. Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur / kennari / markþjálfi
  5. Hreiðar Eiríksson, lögmaður
  6. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
  7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur
  8. Herdís Telma Jóhannesdóttir, verslunareigandi
  9. Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, verkefnastjóri/jafnréttisfulltrúi lögreglunnar
  10. Jón Sigurðsson, viðskiptafræðingur
  11. Margrét Jónsdóttir, laganemi
  12. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
  13. Aurora Chitiga, viðskiptafræðingur
  14. Þórólfur Magnússon, flugstjóri
  15. Elka Ósk Hrólfsdóttir, hagfræðinemi
  16. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur / eldri borgari
  17. Ólafur Haukur Ólafsson, forstöðumaður
  18. Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur
  19. Ólafur Hjálmarsson, vélfræðingur
  20. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, guðfræðinemi
  21. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
  22. Ásgerður Jóna Flosadóttir, viðskiptafræðingur / formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
  23. Jóhann Bragason, matreiðslumeistari
  24. Dorota Anna Zaorska, fornleifafræðingur
  25. María Ananina Acosta, yfirmatreiðslukona
  26. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
  27. Hallur Steingrímsson, vélamaður
  28. Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík
  29. Sigrún Sturludóttir, eldri borgari
  30. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur

Listann skipa 17 konur og 13 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

Deila grein

12/05/2014

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

vilhjalmurFramboðslisti Framsóknarfélags Seyðisfjarðar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, leiðir listann og í öðru sæti er Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður. B-listi Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks fékk tvo fulltrúa á Seyðisfirði á síðasta kjörtímabili.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
2. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
3. Örvar Jóhannsson, rafvirkjanemi
4. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
5. Sigríður Stefánsdóttir, loftskeytamaður
6. Rúnar Gunnarsson, fiskverkamaður
7. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
8. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
9. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
10. Sigurður Ormar Sigurðsson, bæjarstarfsmaður
11. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
12. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
13. Páll Vilhjálmsson, sjómaður
14. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri
Listann skipa 6 konur og 8 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Breytt skipan húsnæðismála

Deila grein

07/05/2014

Breytt skipan húsnæðismála

Eygló HarðardóttirVerkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum. Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaðurinn efldur með margvíslegum aðgerðum. Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar kynnti tillögurnar í Safnahúsinu í dag á blaðamannafundi sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra boðaði til.
Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði verkefnisstjórnina 9. september 2013, í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Verkefnisstjórnin kynnti tillögur sínar í dag og er það mat hennar að með þeim verði unnt að tryggja til framtíðar stöðugleika og gegnsæi á húsnæðismarkaði og tryggja lánþegum örugga langtímafjármögnun húsnæðislána með stórauknum heimildum þeirra til endurfjármögnunar.
„Verkefnisstjórnin hefur unnið gott verk. Hér eru komnar skýrar og vel útfærðar tillögur sem munu stuðla að sjálfbærum húsnæðismarkaði með raunhæfum valkostum og skynsamlegum húsnæðisstuðningi við fólk eftir efnum þess og aðstæðum. Markmiðið er að tryggja öllum öruggt húsnæði og þessar tillögur eru góður grunnur að því“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Tillögur verkefnisstjórnarinnar snúa annars vegar að fjármögnun almennra húsnæðislána og hins vegar að uppbyggingu á virkum leigumarkaði.

Framtíðarskipan hýsnæðismála - lógó

Fjármögnun almennra húsnæðislána – helstu tillögur:

  • Tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem sérhæfð húsnæðislánafélög annast lánveitingar um allt land og umgjörð allra húsnæðisveðlána miðast við jafnvægi milli útlána og fjármögnunar lánanna.
  • Íbúðalánasjóði verði breytt og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt, opinbert húsnæðislánafélag sem annast almennar lánveitingar til húsnæðismála án ríkisábyrgðar. Hins vegar verði mörgum þeim verkefnum sem Íbúðalánasjóður sinnir í dag ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn færð til sérstakrar stofnunar, m.a. verkefni sem snúa að opinberri stefnumótun í húsnæðismálum.
  • Viðskiptavakt á eftirmarkaði íbúðabréfa verði áfram til staðar svo lengi sem þörf er á.
  • Félags- og húsnæðismálaráðherra setji fram og kynni húsnæðisstefnu ríkisins á heildstæðan hátt með aðkomu Alþingis.
  • Húsnæðissparnaður verði festur í sessi og heimild til að nýta séreignasparnað vegna húsnæðisöflunar verði varanleg.
  • Heimild til fullrar endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna húsnæðisframkvæmda verði varanleg.
  • Komið verði til móts við tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Húsnæðisbætur: Lagt er til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í eitt húsnæðisbótaskerfi. Stuðningurinn miðist við efnahag en ekki búsetuform og jafnræðis því gætt, óháð því hvort fólk á húsnæðið eða leigir það. Unnið verði á grundvelli fram kominna tillagna um hækkun húsaleigubóta.

Virkur leigumarkaður – helstu tillögur:

  • Leigufélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða fái opinberan stuðning í formi stofnframlaga í stað niðurgreiðslu á vöxtum.
  • Svigrúm leigufélaga til afskrifta á eignum samkvæmt lögum um tekjuskatt verði aukið.
  • Fjármagnsskattur á einstaklinga sem ekki eru í atvinnurekstri en leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma verði lækkaður úr 20% í 10%. Jafnframt verði sett frítekjumark á leigutekjur, tímabundið í þrjú ár, allt að 1200.000 kr. á ári, þegar ekki er um atvinnurekstur að ræða.
  • Löggjöf verði breytt þannig að eignarréttarstaða fólks sem kaupir sér rétt til búsetu í íbúðarhúsnæði, meðal annars fyrir aldraða, verði tryggð með veði í samræmi við útlagðan kostnað.
  • Húsaleigulög verði endurskoðuð til að treysta umgjörð leigumarkaðarins og efla úrræði leigusala og leigutaka.
  • Löggjöf um húsnæðissamvinnufélög verði endurskoðuð til að efla starfsemi þeirra og styðja við nýja framtíðarskipan húsnæðismála.

Fjárframlög úr ríkissjóði vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð

Verkefnisstjórnin leggur áherslu á að frekari fjárútlát ríkissjóðs vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð, enda er gert ráð fyrir að sjóðurinn hætti útlánum á þeim forsendum sem verið hefur. Samhliða framangreindum breytingum er lagt til að núverandi lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og að lántakendur sjóðsins fái annað hvort þjónustu hjá húsnæðisfélagi í eigu ríkissjóðs eða hjá öðrum aðila í kjölfar útboðs á umsýslu lánanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra á Vopnafirði samþykktur

Deila grein

05/05/2014

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra á Vopnafirði samþykktur

bardur-jonassonFramboðslisti Framsóknarfélags Vopnafjarðar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 var samþykktur á opnum fundi þann 4. maí. Bárður Jónason, verkstjóri og oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps, leiðir listann. Listi Framsóknarfélagsins og óháðra átti þrjá sveitarstjórnarfulltrúa á Vopnafirði á síðasta kjörtímabili.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Bárður Jónasson, verkstjóri og oddviti
  2. Hrund Snorradóttir, viðskiptafræðingur
  3. Magnús Þór Róbertsson, vinnslustjóri
  4. Víglundur Páll Einarsson, verkstjóri
  5. Sigríður Bragadóttir, bóndi
  6. Linda Björk Stefánsdóttir, verkakona
  7. Sigurjón Haukur Hauksson, bóndi
  8. Elísa Joensen Creed, verkakona
  9. Hreiðar Geirsson, verkamaður
  10. Dorota Joanna Burba, verslunarstjóri
  11. Hafþór R. Róbertsson, kennari
  12. Árni Hlynur Magnússon, rafverktaki
  13. Helgi Sigurðsson, bóndi
  14. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður og bóndi

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ samþykktur

Deila grein

02/05/2014

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ samþykktur

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri hjá Latabæ, leiðir listann. Framsóknarmenn áttu ekki bæjarfulltrúa í Garðabæ á síðasta kjörtímabili en einn á Álftanesi.
Fyrstu 4
Listinn skipa eftirtaldir:
1. Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri hjá Latabæ
2. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur, kennari og forstöðumaður
3. Björn Þorfinnsson, sölufulltrúi og alþjóðlegur meistari í skák
4. Anna Lena Halldórsdóttir, grunnskólakennari
5. Þórgnýr Albertsson, nemi og “Gettu betur” sigurvegari
6. Elín Jóhannsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
7. Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
8. Sigurbjörn Úlfarsson, atvinnurekandi
9. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur
10. Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður
11. Aðalsteinn Magnússon, rekstarhagfræðingur
12. Sonja Pálsdóttir, starfsmaður Sporthússins
13. Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent
14. Ellen Sigurðardóttir, tannsmiður
15. Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
16. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi
17. Þórður G Pétursson, íþróttakennari
18. Drífa Garðarsdóttir, leiðbeinandi í Krakkakoti
19. Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður
20. Ágúst Karlsson, tæknifræðingur
21. Rafn Pálsson, rafvirkjameistari
22. Sigrún Aspelund, fyrrv. bæjarfulltrúi
IMGP2471
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl

Deila grein

23/04/2014

Aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl

Af óviðráðanlegum orsökum er aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem breytingin kann að valda.
Boðað er til aukakjördæmaþings KFR þriðjudaginn 29. apríl að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 19.30.
Dagskrá:

  1. Setning
  2. Ræða formanns KFR, Þóris Ingþórssonar
  3. Tillaga stjórnar KFR að framboðslista Framsóknar í Reykjavík – umræður og atkvæðagreiðsla
  4. Ræða oddvita Framsóknar í Reykjavík

 
Atkvæðisrétt hafa þeir fulltrúar er valdir voru á kjördæmaþing KFR í október.
Stjórn KFR

Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Framsóknarfélag Hveragerðis samþykkti einróma á félagsfundi tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Framboðið skipar fólk sem kemur víða að úr samfélaginu, með fjölbreytta menntun og störf. Garðar Rúnar Árnason, kennari, leiðir listann, í öðru sæti er Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari og í því þriðja Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir.
frambodslisti-hveragerdi-2014
Á meðfylgjandi mynd eru fimm efstu frambjóðendur listans talið frá vinstri: Garðar Rúnar Árnason, Adda María Óttarsdóttir, Ásdís Alda Runólfsdóttir, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir og Daði Steinn Arnarsson.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Garðar Rúnar Árnason, kennari
  2. Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari
  3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir
  4. Ásdís Alda Runólfsdóttir, flutningafulltrúi
  5. Adda María Óttarsdóttir, háskólanemi
  6. Ágúst Örlaugur Magnússon, leiðbeinandi og knattspyrnuþjálfari
  7. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður og fjallaleiðsögn
  8. Sæbjörg Lára Másdóttir, háskólanemi
  9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuboltamaður og nemi
  10. Ingibjörg Sverrisdóttir, skrifstofumaður
  11. Fanný Björk Ástráðsdóttir, sjúkraliði og þroskaþjálfi
  12. Gísli Garðarsson, eldri borgari og fyrrv. bæjarfulltrúi
  13. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
  14. Pálína Agnes Snorradóttir, kennari á eftirlaunum

Listann skipa 8 konur og 6 karlar. Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010 en var þá hluti af A-listanum sem fékk tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Hvergerðis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Á fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 15. apríl var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, leiðir framboðslistann, Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, er í því þriðja. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra skipar heiðurssæti listans.
hafnarfjordur-frambodslisti
Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknarflokksins er við Thorsplan að Linnetstíg 2 í Hafnarfirði.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
  3. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
  5. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur
  7. Margrét Össurardóttir, grunnskólakennari
  8. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
  9. Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og meistaranemi
  10. Sveinn Heiðar Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður og söluráðgjafi
  11. Iuliana Kalenikova, lögfræðingur
  12. Garðar Smári Gunnarsson, vöruhússtjóri
  13. Árni Rúnar Árnason, tækjamaður í Suðurbæjarlaug
  14. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  15. Sigurbjörn Richter, framhaldsskólanemi
  16. Sólrún Þrastardóttir, BEd í kennslufræðum og háskólanemi
  17. Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari
  18. Ingunn Mai Friðleifsdóttir, tannlæknir
  19. Ingvar Kristinsson, formaður fimleikafélagsins Björk
  20. Elín Karlsdóttir, matráðskona
  21. Stefán Hákonarson, smiður
  22. Eygló Harðardóttir, ráðherra

Listinn er paralisti og skipa hann 11 konur og 11 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði Framsóknarflokkinn 15 atkvæði upp á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

Deila grein

14/04/2014

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

stefan-bogi-sveinsson-heradAðalfundur Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar er var haldinn 10. apríl samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum.

Skipan listans er eftirfarandi:
  1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
  2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
  3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
  4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
  5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
  6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
  7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
  8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
  9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
  10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
  11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
  12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
  13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
  14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
  15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
  16. Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
  17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
  18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1
Á listanum eru 8 konur og 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn hlut þrjá fulltrúa í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.

 

Categories
Fréttir

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Deila grein

11/04/2014

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Fanar-NordurlandathjodaFlokkahópur miðjumanna vill efla Norðurlandaráð til að flýta vinnu að landamæralausum Norðurlöndum. Þetta kom fram á fundi þeirra um umbætur í Norðurlandaráði á Akureyri 7.-8. apríl s.l..
Norðurlandaráð hefur sett sér það markmið að skapa landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta ferðast frjálst yfir landamæri. Til að ná því markmiði hefur flokkahópur miðjumanna ekki aðeins lagt fram tillögur til að flýta vinnu að landamæralausum norðurlöndum heldur einnig tillögur til að efla og styrkja Norðurlandaráð.
„Það er svekkjandi að sjá að tillögur okkar leiða jafnvel ekki til neinna aðgerða,“ segir varaformaður flokkahóps miðjumanna, Karen Elleman. „Flokkahópurinn er tilbúinn að gera miklar breytingar bæði innan Norðurlandaráðs og í ákvarðanatökum þjóðþinga landanna til þess að tillögur Norðurlandaráðs komi að leiða til árangurs og aðgerða.“
Nú standa yfir umbótaferli innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Flokkahópur miðjumanna hvetur norrænu þjóðþingin til að hefja umræðu um aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að þau geti fylgt eftir tillögum Norðurlandaráðs. „Það er mikilvægt að Norðurlandaráð skili góðri og vandari vinu en jafnframt ætti að vera farvegur í þjóðþingunum til að meðhöndla og fylgja eftir tillögum Norðurlandaráðs. Því hvetjum við þjóðþing og ríkisstjórnir norðurlandanna til aðgerða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, sem leiðir umbótavinnu flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.