Categories
Fréttir

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Deila grein

26/03/2014

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Sigmundur Davíð GunnlaugssonRíkisstjórnin kynnti í dag tvö lagafrumvörp  sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Annars vegar er um að ræða leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattafslátt vegna séreignarlífeyrissparnaðar. Með lækkuninni léttist greiðslubyrði heimilanna og ráðstöfunartekjur þeirra aukast.

  • Heildarumfang leiðréttingarinnar um 150 milljarðar króna
  • Nær til allt að 100 þúsund heimila
  • Dæmigert húsnæðislán getur lækkað um u.þ.b. 20%
  • Einfalt að sækja um leiðréttinguna á vef ríkisskattstjóra
  • Skattafsláttur veittur af séreignarsparnaði sem nýttur er til húsnæðiskaupa

Leiðréttingin – glærukynning
Ný hugsun í húsnæðismálum
Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán sem veita rétt til vaxtabóta. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði.
Gert er ráð fyrir að höfuðstólslækkunin hefjist um leið og umsóknartímabili lýkur.
Frumvarp til laga um leiðréttingu fasteignaveðlána
gatt-hja-rikisskattstjora-leidrettingHámarksfjárhæð niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána verður 4 m.kr. á heimili.Til frádráttar koma fyrri opinber úrræði til lækkunar höfuðstóls sem lántakandi hefur þegar notið. Rétt til leiðréttingar skapa verðtryggð húsnæðislán, vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem mynda stofn til vaxtabóta og voru til staðar á tímabilinu 1. janúar 2008- 31.desember 2009. Leiðrétting er að frumkvæði lántaka og þarf að sækja um hana hjá ríkisskattstjóra á tímabilinu 15. maí til 1. september 2014.
Í frumvarpinu er fjallað um fyrirkomulag leiðréttingar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Það var samið af starfshópi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði sérstaklega til að vinna drög að nauðsynlegum lagabreytingum. Frumvarpið var samið í nánu samstarfi við verkefnastjórn um höfuðstólslækkun íbúðalána og samráðshóp um framkvæmd höfuðstólslækkunar.
Í frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili ráðherra að gera samkomulag við lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og fjármálafyrirtæki um framkvæmd almennrar leiðréttingar þeirra verðtryggðu fasteignaveðlána einstaklinga sem til staðar voru á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009.
Frumvarp til laga um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt og lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál.
Efni frumvarpsins má í grófum dráttum skipta í tvennt:

  • Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignarsparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðahúsnæðis til eigin nota. Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að þau séu grundvöllur til útreiknings vaxtarbóta. Hér undir falla einnig lánsveðslán ef þau uppfylla sömu skilyrði.
  • Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota (húsnæðissparnaður).

Í báðum tilfellum er um að ræða tímabundin, skattfrjáls úrræði til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu/ráðstöfun iðgjalda inn á lán, en í fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.
Grunnviðmið eru þessi í báðum tilvikum:

  • Heimili; fjölskyldur og einstaklingar.
  • Með fasteign er átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota.
  • Gildistíminn takmarkast við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
  • Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum).
  • Hámarksiðgjald, 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Einstaklingur sparar a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.

„Þetta er stór dagur“
„Þetta er stór dagur. Þetta er stór dagur þegar ríkisstjórnin kemur fram með loforðin og sönnun á því sem við lofuðum fyrir ári síðan,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, á Alþingi, í dag, í umræðum um störf þingsins, um tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar sem samþykkt voru í ríkisstjórn í gær og kynnt á blaðamannafundi í dag.
Skuldaleiðréttingarfrumvörpunum var dreift á Alþingi í dag, síðdegis:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Aukakjördæmaþing KFR

Deila grein

24/03/2014

Aukakjördæmaþing KFR

logo-framsokn-256x300Aukakjördæmaþing Kjördæmasambands Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR) verður haldið laugardaginn 5. apríl 2014 að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 16:00.
Drög að dagskrá:

  1. Þingsetning
  2. Kosning starfsmanna þingsins.
  3. Tillaga kjörnefndar kynnt
  4. Önnur mál.
  5. Þingslit.

Að kjördæmaþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
 
Þórir Ingþórsson, formaður KFR
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Deila grein

24/03/2014

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknar var viðmælandi í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Hér að neðan má nálgast viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við forsætisráðherra.
Sprengisandur (1): Skuldafrumvörpið kemur á þriðjudag
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skuldaleiðréttingafrumvarpið verði kynnt á þriðjudag. Hann segir einnig að hann sæki ekki ráð til forvera sinna, hvorki á stóli forsætisráðherra né í formennsku í Framsóknarflokksins.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=25666
Sprengisandur (2): Sigmundur Davíð útilokar ekki atkvæðagreiðslu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra útilokar ekki atkvæðagreiðslu um ESB-aðildarmálið. Hann er ósáttur með fullyrðingar Norðmanna í makríldeilunni.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=25667
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Deila grein

22/03/2014

Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Sigurður Ingi JóhannssonSigurður Ingi Jóhansson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að veita rúmlega 20 milljónum króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum. Um er að ræða verkefni á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar, og í Þórsmörk sem er í umsjón Skógræktar ríkisins.
Stofnanirnar telja þessi verkefni vera í forgangi yfir þær aðgerðir sem ráðast þarf í nú þegar til að koma í veg fyrir spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Um er að ræða viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar, svo og eflingu landvörslu í sumar.
Lagt verður m.a. til fjármagn til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar „Laugavegarins“ og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði.
Þessi verkefni eru meðal annars umfangsmikil uppbygging og lagfæring göngustíga á Þórsmerkursvæðinu sem hefur látið mikið á sjá, göngustígar og aðrir innviðir við Skútustaðagíga í Mývatnssveit, lagfæringar á gönguleiðum við Gullfoss, auk þess að vinna áætlun um þær aðgerðir sem þarf að fara í við gönguleiðina „Laugaveginn“ milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Einnig verða lagðir fjármunir í öryggismál við Dyrhólaey og aðgerðir gegn utanvegaakstri á Friðlandi að Fjallabaki.
Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er einnig unnið að gerð lagafrumvarps um heildstæða framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu í íslenskri náttúru í þágu ferðaþjónustu sem umhverfis- og auðlindaráðherra mun leggja fyrir Alþingi. Samhliða vinnur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að útfærslum á leiðum til tekjuöflunar til að fjármagna þá vernd, uppbyggingu og rekstur sem framkvæmdaáætlunin mun skilgreina til framtíðar.

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Deila grein

21/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

kopavogur-framsokn-frambodslistinnFulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi samþykkti einróma í gærkvöld tillögu að framboðslista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Efsta sæti listans skipar Birkir Jón Jónsson fyrrverandi alþingismaður, í öðru sæti er Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur og í því þriðja Guðrún Jónína Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Framboðslistinn í heild:

  1. Birkir Jón Jónsson, fv. alþingismaður/MBA
  2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur
  3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfr./lífsstílsleiðb.
  4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
  5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari
  6. Helga María Hallgrímsdóttir, grunnskólakennari/félagsráðgjafi
  7. Sigurbjörg Björgvinsd., fv. yfirm. öldrunarmála í Kópavogi
  8. Gunnleifur Gunnleifsson, forvarna- og fræðslufulltrúi
  9. Alexander Arnarson, málarameistari
  10. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólakennari
  11. Sigmar Ingi Sigurðarson, lögfræðingur
  12. Linda Wessman, konditor/lífsstílsleiðbeinandi
  13. Íris Lind Verudóttir, deildarstjóri/söngkona
  14. Marlena Anna Frydrysiak, viðskiptafræðingur
  15. Kristján Matthíasson, doktor í efnafræði
  16. Björg Baldursdóttir, aðstoðarskólastjóri
  17. Trausti Marel Guðmundsson, nemi
  18. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
  19. Einar Baldursson, grunnskólakennari
  20. Hulda Salómonsdóttir, sjúkraliði
  21. Einar Kristján Jónsson, rekstrarstjóri
  22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður

Framsóknarmenn fengu einn mann kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2010, Ómar Stefánsson oddvita flokksins. Hann gaf hins vegar ekki kost á sér að þessu sinni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

„Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum“

Deila grein

19/03/2014

„Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum“

Sigurður Ingi JóhannssonNýgerður samningur Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins um veiðar á makríl er gagnrýndur af Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs sökum þess að veiðarnar séu langt frá því að geta talist sjálfbærar þar sem að þær heimili langtum meiri veiðar en veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins ICES kveður á um. 
„„Ráðið gagnrýnir að í samningnum sé gert ráð fyrir veiðum sem séu langt frá því að geta talist sjálfbærar, þar sem þær heimili langt um meiri veiðar en veiðiráðgjöf” – Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum – það er ánægjulegt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson á facebook síðu sinni.
Sjúrdur Skaale talsmaður nefndarinnar segir það algert grundvallaratriði að fiskveiðiþjóðir haldi sig við veiðiráðgjöf. Það sé mikilvægt að strandríkin öll nái samkomulagi sín á milli um ákvörðun heildarafla og skiptingu hans. Í ljósi þess að of oft komi upp ágreiningur um þessi mál þá sé það jafnframt mikilvægt að ríkin sem hlut eigi að máli  komi sér saman um traustan lagalegan grundvöll til að byggja á ákvarðanir um veiðar á uppsjávarfiski og flökkustofnum.
Sjá frétt á síðu Norðurlandaráðs
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Hornafirði samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar á Hornafirði samþykktur

Asgerdur-GylfadottirFramboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí var einróma samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu 12. mars.
Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri, leiðir listann en hún var í öðru sæti fyrir fjórum árum. Heiðurssæti listans skipar Reynir Arnarson.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri
  2. Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður
  3. Gunnhildur Imsland, ritari
  4. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri
  5. Arna Ósk Harðardóttir, póstmaður
  6. Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari
  7. Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri
  8. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, húsmóðir
  9. Gunnar Páll Halldórsson, verkstjóri
  10. Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi
  11. Dóra Björg Björnsdóttir, nemi
  12. Gunnar Sigurjónsson, bóndi
  13. Örn Eriksen, fyrrv. bóndi
  14. Reynir Arnarson, vélstjóri og bæjarfulltrúi

Framsóknarmenn hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn í sveitarfélaginu s.l. 12 ár og verið með hreinan meirihluta s.l. 4 ár. Ljóst er með þennan öfluga hóp af frambærilegu fólki ganga Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra fullir eldmóðs til kosninga.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð samþykktur

Gudveig-EygloardottirFélagsfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra samþykkti 13. mars framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí í Borgarbyggð. Guðveig Eyglóardóttir verður oddvit listans, í öðru sæti er Helgi Haukur Hauksson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, og nemi á Bifröst. Núverandi bæjarfulltúar skipa svo þriðja og fjórða sæti listans, þau Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal og Sigríður G. Bjarnardóttir sem leiddi listann fyrir fjórum árum. Heiðurssæti listans skipar Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Framboðslistann skipa:

  1. Guðveig Eyglóardóttir, Borgarnesi
  2. Helgi Haukur Hauksson, Bifröst
  3. Finnbogi Leifsson, Hítardal
  4. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Borgarnesi
  5. Kolbeinn Magnússon, Stóra-Ási
  6. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
  7. Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum í Þverárhlíð
  8. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum
  9. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, Borgarnesi
  10. Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti
  11. Sigurjón Helgason, Mel
  12. Halla Magnúsdóttir, Borgarnesi
  13. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð
  14. Kristján Axelsson, Bakkakoti
  15. Dagný Sigurðardóttir, Inni-Skeljabrekku
  16. Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum
  17. Jenný Lind Egilsdóttir, Borgarnesi
  18. Ásmundur Einar Daðason, Þverholtum.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Fjallabyggð samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Fjallabyggð samþykktur

Solrun-JuliusdottirÁ félagsfundi Framsóknar í Fjallabyggð 13. mars var samþykktur samhljóða listi flokksins til sveitastjórnarkosninga þann 31. maí næstkomandi. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri, verður oddviti listans, en hún var í öðru sæti listans fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa:

  1. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verefnisstjóri, 40 ára
  2. Jón Valgeir Baldursson, pípari, 40 ára
  3. Ólafur Guðmundur Guðbrandsson, innheimtufulltrúi, 23 ára
  4. Rósa Jónsdóttir, heilsunuddari, 40 ára
  5. Hafey Björg Pétursdóttir, þjónustufulltrúi, 23 ára
  6. Kolbrún Björk Bjarnadóttir, þjónustufulltrúi, 22 ára
  7. Haraldur Björnsson, veitingamaður, 57 ára
  8. Kristófer Þór Jóhannsson, nemi, 20 ára
  9. Katrín Freysdóttir, fulltrúi, 37 ára
  10. Sigrún Sigmundsdóttir, leiðbeinandi, 22 ára
  11. Jakob Agnarsson, húsasmiður, 50 ára
  12. Gauti Már Rúnarsson, vélsmiður, 41 ára
  13. Gunnlaugur Haraldsson, verkstjóri, 31 ára
  14. Sverrir Sveinsson, fyrrv. veitustjóri, 80 ára

Framsókn í Fjallabyggð mun leggja meðal annars áherslu á eftirfarandi:

  • Jöfnuð í samfélaginu
  • Byggingu líkamsræktarstöðvar við sundlaug í Ólafsfirði
  • Fegrun umhverfis- og opinna svæða, auk endurnýjunar gatnakerfis og gerð göngustíga
  • Endurnýjun leiksvæða fyrir börn og gera unglingum mögulegt að nota sparkvelli yfir vetrarmánuðina
  • Efla félagsstarf eldri borgara
  • Hækkun frístundastyrks til barna og unglinga

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Ný stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

12/03/2014

Ný stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

adalfundur-FR-2014-03Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur (FR) fyrir árið 2014 var haldin 19. febrúar s.l.. Á dagskrá aðalfundar eru hefbundin verkefni, sem og val á nýrri stjórn og trúnaðarmönnum FR. Fundurinn gekk í alla staði mjög vel fyrir sig og ríkti mikil einhugur á meðal fundarmanna.
adalfundur-FR-2014-05Fráfarandi stjórn FR var þakkað mikið og gott starf. Að því tilefni færði Þingflokksformaður Framsóknarmanna, Sigrún Magnúsdóttur, fráfarandi formanni FR, Þuríði Bernódusdóttur, blómvönd frá þingkonum Framsóknar. Þórir Ingþórsson, formaður Kjördæmasambandsins (KFR) þakkaði Þuríði einnig með blómvendi fyrir vel unnin störf.
Undir liðnum önnur mál kvöddu margir félagsmanna sér hljóðs og komu á framfæri hamingjuóskum og þakklæti til nýrrar og fráfarandi stjórnar. Einnig ræddu fundarmenn um mikilvægi öflugs félagsstarfs; nýliðun félagsmanna í FR og þá ekki síst um þörf fyrir öfluga kosningabaráttu í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur
adalfundur-FR-2014-04Hafsteinn Höskuldur Ágústsson tók við embætti sem formaður FR á síðasta aðalfundi sem haldinn var þann 19. febrúar síðastliðin. Í þakkarræðu sinni ræddi Hafsteinn m.a. um hversu mikilvægt er hlúa að grasrót félagsins og þar með stuðla að bættu innra starfi gagnvart nýjum og gömlum félagsmönnum í Framsóknarflokknum.
Hafsteinn er fæddur í Reykjavík þann 3. september 1968. Hann er verkamaður og sjálfmentaður tölvukarl sem hefur starfað bæði hérlendis sem erlendis við kerfisstjórn í mörg ár. Áhugamálin eru fjölmörg og endurspeglast af tilvist og sögu mannfólksins, náttúrunni og þekkingarleit.
Ný stjórn FR (frá vinstri): Magnús Hartmann Gíslason, Hreiðar Eiríksson, Jóhanna Kristín Björnsdóttir, Rakel Dögg Óskarsdóttir, Ragnar Svanur Bjarnason og Hafsteinn H. Ágústsson, formaður FR.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.