Categories
Fréttir

Áfram veginn – kjördæmavika Framsóknar um allt land!

Deila grein

07/02/2019

Áfram veginn – kjördæmavika Framsóknar um allt land!

Framsókn býður til samtals við ráðherra og þingmenn flokksins hringinn í kringum landið. Verið hjartanlega velkomin!

***

Dalvíkurbyggð, Menningarhúsinu Bergi, föstudaginn 8. febrúar, kl. 15.30.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÁsmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Ólafsfjörður, Höllinni veitingahús, föstudaginn 8. febrúar, kl. 20.30.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÁsmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Akureyri, Lionssalnum Skipagötu 14, 4. hæð, laugardaginn 9. febrúar, kl. 11.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisHalla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Egilsstaðir, Austrasalnum, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherra, Þórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi

***

Reyðarfjörður, Björgunarsveitarhúsinu, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi.

***

Hvammstangi, Sjávarborg, mánudaginn 11. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Djúpivogur, Hótel Framtíð, mánudaginn 11. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi.

***

Höfn í Hornafirði, Cafe Tee, mánudaginn 11. febrúar, kl. 17.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherraÁsgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi og bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og Líneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis

***

Sauðárkrókur, Framsóknarhúsinu Suðurgötu 3, mánudaginn 11. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Grundarfjörður, Sögumiðstöðinni, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Kirkjubæjarklaustri, Icelandair Hótel Klaustri, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 17.00.

Gestur fundarins verður: Ágerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður S kjördæmis.

***

Reykjavík, Hótel Saga (Kötlusal) , þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Lilja Alfreðsdóttirmennta-og menningamálaráðherra og Willum Þór Þórssonþingmaður SV kjördæmis og formaður fjárlaganefndar.

***

Stykkishólmur, Lionshúsinu, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Selfoss, Framsóknarslnum á Eyravegi, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.00. 

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður í S kjördæmi.

***

Bíldudalur, veitingstofunni Vegamót, miðvikudaginn 13. febrúar á  kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður NV kjördæmis.

***

Reykjanesbær, Framsóknarhúsinu við Hafnargötu, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður S kjördæmis.

***

Patreksfjörður, fundarsal Félagsheimilisins, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Akranes, Stúkuhúsinu, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Hella, föstudaginn 15. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður í S kjördæmi.

***

Hveragerði, Skyrgerðinni, föstudaginn 15. febrúar kl. 16.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður í S kjördæmi.

***

Kópavogur, Framsóknarsalurinn Bæjarlind 14-16, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra.

***

Garðabær, Bjarnastöðum á Álftanesi, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Willum Þór Þórssynialþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis.

***

Borgarnes, Icelandair Hótel Hamar, laugardaginn 16. febrúar, kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttirvaraþingmaður í NV kjördæmi og formaður SUF.

***

Húsavík, Kiwanis salurinn, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Þórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis, Líneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Hvolsvöllur, N1 þjónustumiðstöð Hlíðarenda, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður í S kjördæmi.

***

Categories
Fréttir

Við sem þjóð stefnum á græna framtíð – látum verkin tala

Deila grein

04/02/2019

Við sem þjóð stefnum á græna framtíð – látum verkin tala

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, ræddi í störfum þingsins um orkuöryggi og hvort að það væri til staðar á Íslandi og hvort flutningskerfi okkar gæti annað auknum orkuflutningi.
„Virðulegi forseti. Það er enn meira um orku. Orkuöryggi snýst um skýra orkustefnu, framboð sem uppfyllir þarfir þjóðarinnar, skilvirkt og hagkvæmt regluverk og trausta orku fyrir innviði. Er orkuöryggi á Íslandi? Eigum við næga tiltæka orku til að uppfylla orkuþarfir okkar og getur flutningskerfi raforku annað auknum orkuflutningi? Allt eru þetta þættir sem við verðum að geta svarað því við stefnum sem þjóð á græna framtíð.
Ræða Þórarins Inga Péturssonar, varaþingmanns, í störfum þingsins 30. janúar 2019.

Orkuspá gerir ráð fyrir að árið 2030 hafi orkuþörf okkar aukist um 230 MW ef miðað er við hægar framfarir, 480 MW ef miðað er við græna framtíð. Til að setja það í samhengi þá þurfum við níu Hvalárvirkjanir til að anna því. Flutningur á orku er síðan annað mál. Ljóst er að þar er mikið verk óunnið. Í dag er staðan sú að nær allir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni fá ekki nægjanlega orku til atvinnuuppbyggingar og rafvæðingu hafna, svo eitthvað sé nefnt. Á Akureyri t.d. eru fyrirtæki sem þurfa að reiða sig á brennslu olíu til að geta mætt sínum orkuþörfum.
Orkuöryggi er stór þáttur í því að við getum nálgast framtíðina á þann hátt sem við viljum. Í mínum huga er ljóst að við verðum að nýta okkur sem flesta virkjunarkosti sem landið gefur okkur. Þar á ég við virkjun fallvatna, vindorku og jarðhita, en með virkjunum komum við alltaf til með að hafa áhrif á umhverfi okkar. Annað er óumflýjanlegt. Markmiðið á samt alltaf að vera það að allar okkar gjörðir miðist við að lágmarka umhverfisáhrif við svona framkvæmdir.
Virðulegi forseti. Við sem þjóð stefnum á græna framtíð. Látum verkin tala,“ sagði Þórarinn Ingi.

Categories
Fréttir

Fólk viti hvaða heilbrigðisþjónustu verði á hverjum stað!

Deila grein

04/02/2019

Fólk viti hvaða heilbrigðisþjónustu verði á hverjum stað!

Ásgerður K. Gylfadóttir, varaþingmaður, ræddi í umræðu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, mikilvægi þess að „fyrsta stefnumiðið að löggjöf um heilbrigðisþjónustu verði skýr og kveði afdráttarlaust á um hlutverk heilbrigðisstofnana og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað.“
„Í dag er mjög mismunandi þjónusta á starfsstöðvum heilbrigðisstofnananna landsins og hefur verið kallað eftir skýrri stefnumörkun í heilbrigðisstefnu um hvaða þjónustu skuli veita á hverjum stað. Það var ánægjulegt að heyra í framsögu hæstv. heilbrigðisráðherra að verið er að skoða hvaða þjónusta er veitt á hverjum stað. Hún er mjög mismunandi yfir landið og kallað er eftir því að ef ákveðin þjónusta er í boði á einum stað sé hún það líka annars staðar, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt og ekki alltaf eitthvað sem útskýrir af hverju þjónustan er einungis í boði sums staðar,“ sagði Ásgerður.
„Ég má til með að nefna að fyrir einu og hálfu ári síðan, eða þann 31. maí 2017, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þingflokks Framsóknarflokksins, lagða fram af þáverandi hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur, um að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við heilbrigðisáætlun fyrir Ísland í samráði við fagfólk í heilbrigðisstéttum. Nú erum við komin af stað með það plagg,“ sagði Ásgerður.

„Liður tvö fjallar um fjármögnun, hlutverk og fjárhagslega ábyrgð ríkis og sveitarfélaga um veitingu heilbrigðisþjónustu, að hún verði vel skilgreind. Þrátt fyrir að komið hafi aukið fjármagn inn í heilbrigðisþjónustuna, eins og kom fram í ræðu hv. þm. Óla Björns Kárasonar, lítur ekki út fyrir að við höfum náð rekstrarjafnvægi í heilbrigðisþjónustunni. Það má vera að hluta til vegna þess að hlutverk eininganna er ekki nógu vel skilgreint. Bæði ég og fleiri hafa væntingar til þess að slík skilgreining komi fram til þess að fólk átti sig á því hvaða þjónustu ber að veita á hverjum stað og væntingar séu ekki umfram fjármagn sem veitt er til þjónustunnar,“ sagði Ásgerður.
Ræða Ásgerðar K. Gylfadóttur, varaþingmanns, í umræðu um heilbrigðisstefna til ársins 2030.

Categories
Fréttir

Dæmi er um hækkun um tæp 60% á einu ári

Deila grein

04/02/2019

Dæmi er um hækkun um tæp 60% á einu ári

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins um raforkukostnað í dreifbýli.
„Umræða um jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þéttbýli hefur lengi verið viðvarandi á Alþingi. Stundum hafa náðst ákveðin skref í rétta átt en svo vex munurinn aftur. Þetta er eins og með snigillinn sem skríður upp vegginn en sígur alltaf niður aftur. Staðan veldur viðvarandi óöryggi fyrir atvinnurekstur í dreifbýli.
Um áramótin hækkaði verðskrá Rarik fyrir flutnings- og dreifikostnaði raforku, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hækkun í þéttbýli nemur 1,9% en 2,6% í dreifbýli, það hækkar sem sagt um mun fleiri krónur í dreifbýli því að kostnaðurinn var hærri fyrir þar. Dæmi er um að dreifikostnaður raforku hjá grænmetisbónda í Eyjafirði hafi hækkað um tæp 60% á einu ári. Viðkomandi bóndi hefur slökkt á raflýsingu og raforkufyrirtæki hefur tapað viðskiptum.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns, í störfum þingins 30. janúar.

Það eru allt of mörg dæmi um atvinnu við ræktun og ferðaþjónustu sem stendur höllum fæti í samkeppni vegna þess að fyrirtæki hafa lent utan línu sem dregin er um þéttbýli á dreifingarkorti raforku. Tapið verður allra. Raforkufyrirtækið tapar viðskiptum þegar fyrirtæki gefast upp, dreifbýlið tapar atvinnutækifærum og samfélagið tapar verðmætum þegar fjárfesting nýtist ekki. Þannig standa færri og færri undir kostnaðinum sem búið er að leggja í við uppbyggingu dreifikerfisins. Kerfið étur sig upp innan frá.
Eitt af verkefnunum í núgildandi byggðaáætlun er að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar, bæði hvað varðar dreifingu á raforku og húshitun. Fleiri markmið í áætlunum stjórnvalda miða í sömu átt. Ég vil leggja áherslu á að horft verði heildstætt á verkefnið, að ekki verði eingöngu horft á heimilin heldur heimili, húshitun og atvinnulíf. Hægt er að ganga markvisst og heildstætt til verka varðandi jöfnun orkukostnaðar í landinu,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

„Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts“

Deila grein

04/02/2019

„Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts“

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, sagði í umræðu á Alþingi um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið að það megi „velta því fyrir sér hvort það sé vænlegur kostur að breyta öðrum ríkisbankanum í samfélagsbanka að þýskri fyrirmynd. Þá erum við um leið búin að skilgreina hvað samfélagsbanki er. Sparisjóðirnir þýsku njóta trausts. Um 40% af umfangi fjármálakerfisins þar eru sparisjóðir. Þeir vinna fyrir nærumhverfið og hafa það á stefnuskrá sinni að sinna viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja á samfélagslegum forsendum. Það er gert í mjög nákvæmu regluverki, þ.e. það þýðir ekki að verið sé að niðurgreiða fjármálaþjónustu eða niðurgreiða vexti. Það yrði aldrei heimilt. Það felst hins vegar í því að farið sé með ákveðnum hætti með eigin fé. Það myndast ákveðin samfélagslegur sjóður sem fer til samfélagslegra verkefna.“
Ræða Willum Þórs Þórssonar, alþingismanns, í umræðu á Alþingi um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, 29. janúar 2019.

Í flokksþingssamþykktum Framsóknarmanna frá í mars á síðasta ári segir að „við endurskipulagningu fjármálakerfisins leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að fjármálakerfið þjóni fyrst og fremst heimilum og fyrirtækjum í landinu sem skapa störf og raunveruleg verðmæti á landsvísu.“
Síðan segir: „Framsóknarflokkurinn telur að annar ríkisbankanna eigi að vera áfram í eigu þjóðarinnar, með það markmiði að þjóna samfélaginu sem best. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að samfélagsbanki hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á sem bestum kjörum. Þannig má efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu.“
„Í stjórnarsáttmála hæstv. ríkisstjórnar segir um fjármálakerfið að það eigi að vera traust og þjóna samfélaginu á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er eitt það umfangsmesta í Evrópu og vill hæstv. ríkisstjórn leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í a.m.k. einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun. Þá liggur það bara fyrir. Lagt er upp með það í stjórnarsáttmála og það þýðir einfaldlega um leið að verið er að stíga varlega til jarðar,“ sagði Willum Þór.
„Hvað eignarhaldið varðar, eins og fram hefur komið í umræðu um þessa skýrslu og í umfjöllun á vettvangi fjölmiðla, þarfnast það frekari ígrundunar hvernig farið verður með eignarhald ríkisins á tveimur af þremur stóru bönkunum, hvaða eignarform á við í því tilliti. Og það er mikilvægt að greina á milli eignarforms og eignarhalds. En eins og komið hefur fram í umræðunni, og könnun meðal neytenda, fer því fjarri að samstaða eða meirihlutaskoðun sé til staðar um það. Í því tilliti er nærtækt að vitna til könnunar sem starfshópurinn lét Gallup gera fyrir vinnu hvítbókarinnar, um viðhorf almennings til bankaþjónustu. Þar kemur m.a. fram að 61% er jákvætt fyrir eignarhaldi ríkisins. Þar kemur einnig glöggt fram það vantraust sem ríkir á íslenskum bönkum. Í samhengi úrbóta nefnir fólk m.a. háa vexti, dýra þjónustu, græðgi og há laun og ljóst að tiltrúin á kerfinu hefur ekki unnist til baka frá hruni,“ sagði Willum Þór.

Categories
Fréttir

Ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði – markaðsbrestur

Deila grein

01/02/2019

Ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði – markaðsbrestur

„Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar yfir bænd­um, mikl­ar óhag­stæðar geng­is­sveifl­ur og lok­an­ir markaða í Evr­ópu – ekki síst í Nor­egi – hafa valdið al­gjör­um markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hef­ur valdið því að raun­verð til sauðfjár­bænda hef­ur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu 30. janúar sl.
„Staðreynd­in er sú að ís­lensk slát­ur­hús eru ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en nú kem­ur sam­keppn­in ein­mitt þaðan – að utan. Þing­menn Fram­sókn­ar hafa nú lagt fram frum­varp þess efn­is að und­an­skilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam­keppn­islaga eins og þekk­ist reynd­ar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyr­ir­tæk­in geti sam­nýtt og hagrætt í rekstri sín­um sem von­andi skil­ar sér á end­an­um í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neyt­enda. Málið er fram­fara-, sam­vinnu-, og hags­muna­mál neyt­enda sem og bænda.“

Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns, á Alþingi er hún mælti fyrir frumvarpinu.

Lesa má grein Höllu Signýjar í heild sinni hér.

Categories
Greinar

Efling sveitarstjórnarstigsins

Deila grein

30/01/2019

Efling sveitarstjórnarstigsins

Ég átti fyr­ir skemmstu ánægju­leg­an fund með full­trú­um fjög­urra sveit­ar­fé­laga í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu sem ræða nú sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna. Þar var ég upp­lýst­ur um stöðu viðræðna og þá vinnu sem er í gangi við að greina áhrif­in ef af sam­ein­ingu yrði og þær áskor­an­ir sem tak­ast þyrfti á við í ná­inni framtíð. Íbúum sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur fækkað á umliðnum árum, hefðbund­inn land­búnaður dreg­ist sam­an og at­vinnu­líf er frem­ur ein­hæft í sam­b­urði við aðra lands­hluta. Þá þarf að bæta sam­göng­ur inn­an héraðs, en al­mennt má segja að staða annarra innviða er góð.

Á fund­in­um var einnig rætt um þau fjöl­mörgu tæki­færi sem eru til staðar í héraðinu og að með sam­stilltu átaki heima­manna og stjórn­valda væri hægt að snúa þess­ari þróun við. Upp­bygg­ing gagna­vers á Blönduósi er nær­tæk­asta dæmið um það auk marg­vís­legr­ar upp­bygg­ing­ar sem átt hef­ur sér stað í tengsl­um við ferðaþjón­ustu.

Styrk­ur kem­ur með stærð

Það verður að sjálf­sögðu íbú­anna sjálfra að ákveða hvort af sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra verður eða ekki. Það er sjálfsagt að sveit­ar­fé­lög­in taki sér góðan tíma til und­ir­bún­ings og kynn­ing­ar meðal íbúa.

Ég hef þá bjarg­föstu skoðun að al­mennt hafi stærri sveit­ar­fé­lög meiri burði til að sinna lög­bund­inni þjón­ustu við íbú­ana. Þau eru bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við hvers kon­ar breyt­ing­ar í um­hverfi sínu, svo sem á sviði tækni og til að berj­ast fyr­ir mik­il­væg­um hags­muna­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins. Mörg sveit­ar­fé­lög hér á landi eru ansi fá­menn og það er um­hugs­un­ar­efni. Verk­efn­is­stjórn um stöðu og framtíð ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sem skilaði áliti sínu og til­lög­um árið 2017, taldi að of mik­ill tími og fjár­mun­ir færu í rekst­ur sveit­ar­fé­laga og of lítið væri af­lögu til stefnu­mót­un­ar og til að móta framtíðar­sýn fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in. Nú­ver­andi sveit­ar­stjórn­ar­skip­an væri að hluta til haldið við með sam­starfi á milli sveit­ar­fé­laga og byggðasam­lög­um.

Stefnu­mót­un fyr­ir sveit­ar­stjórn­arstigið

Ég hef ný­lega skipað starfs­hóp sem hef­ur það hlut­verk að vinna stefnu­mót­andi áætl­un um mál­efni sveit­ar­fé­laga, sem meðal ann­ars er ætlað að sam­ræma stefnu­mót­un rík­is og sveit­ar­fé­laga með heild­ar­hags­muni sveit­ar­stjórn­arstigs­ins að leiðarljósi. Stefnu­mót­un rík­is­ins á þessu sviði er ný­mæli og fel­ur í sér gerð lang­tíma­áætl­un­ar í takt við aðra stefnu­mót­un og áætlana­gerð á verksviði sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is, þ.e. sam­göngu­áætlun, fjar­skipta­áætl­un og byggðaáætl­un og sókn­aráætlan­ir.

Vinn­an hefst form­lega í þess­ari viku þegar starfs­hóp­ur­inn kem­ur sam­an í fyrsta skipti. Meðal þátta sem stefnu­mót­un­in mun taka til er stærð og geta sveit­ar­fé­lag­anna til að rísa und­ir lög­bund­inni þjón­ustu og vera öfl­ug­ur mál­svari íbúa sinna. Þá hef ég áður lýst yfir að stór­auka þurfi fjár­hags­leg­an stuðning Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga við sam­ein­ing­ar. Mik­il­vægt er að nýsam­einuð sveit­ar­fé­lög hafi gott fjár­hags­legt svig­rúm til að vinna að nauðsyn­legri end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórn­sýslu og þjón­ustu í sam­ræmi við for­send­ur sam­ein­ing­ar og hafi svig­rúm til að styðja við ný­sköp­un. Þá er mik­il­vægt að svig­rúm sé til lækk­un­ar skulda í kjöl­far sam­ein­ing­ar, þar sem það á við.

Samstaða um framtíðina

Ég bind mikl­ar von­ir við starfs­hóp­inn og þá vinnu sem framund­an er, sem meðal ann­ars fel­ur í sér víðtækt og gott sam­ráð um allt land. Það er mín von og trú að afurðin verði áætl­un sem samstaða er um og stuðli mark­visst að efl­ingu sveit­ar­fé­lag­anna á Íslandi til hags­bóta fyr­ir íbúa þeirra og landið allt.

Þar sem til­efni grein­ar­inn­ar var ánægju­leg heim­sókn sveit­ar­stjórn­ar­manna úr Aust­ur-Húna­vatns­sýslu er að lok­um gam­an að segja frá því að formaður starfs­hóps­ins er Aust­ur-Hún­vetn­ing­ur­inn Val­g­arður Hilm­ars­son, fyrr­ver­andi odd­viti og sveit­ar­stjórn­ar­maður á Blönduósi til langs tíma og nú síðast bæj­ar­stjóri á Blönduósi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2019.

Categories
Greinar

Verk að vinna

Deila grein

30/01/2019

Verk að vinna

Áskor­an­ir ís­lensks land­búnaðar eru marg­ar ótví­ræðar. Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar yfir bænd­um, mikl­ar óhag­stæðar geng­is­sveifl­ur og lok­an­ir markaða í Evr­ópu – ekki síst í Nor­egi – hafa valdið al­gjör­um markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hef­ur valdið því að raun­verð til sauðfjár­bænda hef­ur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.

Sauðfjár­bænd­ur upp­lifa mik­inn vel­vilja í garð fram­leiðslu sinn­ar, enda er hún ein­stök á heims­mæli­kv­arða. En það er ekki nóg. Upp­runa­merk­ing­ar þurfa að vera næg­ar og skýr­ar og eft­ir­lit með þeim þarf að vera til staðar, ekki síst í veit­ing­a­rekstri og þjón­ustu. Þá má hvergi slá slöku við að upp­lýsa al­menn­ing um sér­stöðu ís­lensks land­búnaðar, þann ein­staka stofn sem hvorki étur sýkla­lyf né horm­óna.

Það er mikið hags­muna­mál að slát­ur- og kjötiðnaður fái að þró­ast til auk­inn­ar hagræðing­ar til þess stand­ast sam­keppni. Staðreynd­in er sú að ís­lensk slát­ur­hús eru ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en nú kem­ur sam­keppn­in ein­mitt þaðan – að utan. Þing­menn Fram­sókn­ar hafa nú lagt fram frum­varp þess efn­is að und­an­skilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam­keppn­islaga eins og þekk­ist reynd­ar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyr­ir­tæk­in geti sam­nýtt og hagrætt í rekstri sín­um sem von­andi skil­ar sér á end­an­um í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neyt­enda. Málið er fram­fara-, sam­vinnu-, og hags­muna­mál neyt­enda sem og bænda.

Það er staðreynd að fákeppni rík­ir á inn­an­lands­markaði í kjöti [DK1]. Þær radd­ir sem tala á móti því að ís­lensk­ur kjöt­markaður verði und­anþeg­inn þessu sam­keppnisákvæði benda á að það komi sér illa fyr­ir neyt­end­ur og hækki verð á mat­væl­um. Sam­keppni verði bara til þess að bænd­ur aðlagi sig breyttu um­hverfi með betri vöru og hag­kvæm­ari fyr­ir neyt­end­ur.

Hag­ur neyt­enda snýst einnig um að hér sé áfram gott og vist­vænt inn­lent kjöt sem lýt­ur ströng­um heil­brigðis­kröf­um, ásamt því að bera miklu minna kol­efn­is­spor held­ur en inn­flutt kjöt. Fákeppni í versl­un hér á landi er ekki nein trygg­ing fyr­ir vist­væn­um kjöt­markaði á viðráðan­legu verði. Með þessu frum­varpi er verið að tryggja ís­lensk­um neyt­end­um áfram góð mat­væli sem tikka í öll box krafna hér­lend­is.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2019.

Categories
Fréttir

Sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri

Deila grein

29/01/2019

Sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri

Átakshópur um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti nýverið tillögur sínar. Hóp­ur­inn skilaði af sér 40 til­lög­um sem all­ar eru til þess falln­ar að bæta stöðu á hús­næðismarkaði. Til­lög­urn­ar varða allt frá al­mennu íbúðakerfi, hús­næðis­fé­lög­um og leigu­vernd, til skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála, sam­göngu­innviða og rík­is­lóða, auk upp­lýs­inga­mála og eft­ir­lits­mála ým­iss kon­ar.

Niðurstaða hóps­ins er að tölu­verður skort­ur er á hús­næði hér landi, hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli, en sem stend­ur vant­ar á bil­inu 5.000-8.000 íbúðir á land­inu öllu. Um 10.000 nýj­ar íbúðir eru á leið á markaðinn á næstu þrem­ur árum en vegna fyr­ir­sjá­an­legr­ar fólks­fjölg­un­ar mun okk­ur vanta í kring­um 2.000 íbúðir í upp­hafi árs 2022.
Vinna hóps­ins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mik­il­væg­ur liður í sam­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga og heilda­sam­taka á vinnu­markað fyr­ir yf­ir­stand­andi kjaraviðræður. All­ir hags­munaaðilar eru sam­mála um að tryggja þurfi aukið fram­boð íbúða á hag­kvæm­an og skjót­virk­an hátt og bæta stöðu þeirra sem standa höll­um fæti á hús­næðismarkaði, ekki síst stöðu leigj­enda. Þetta skrifar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu 26. janúar.
Verk­efnið fram und­an er stórt en í góðu sam­starfi við aðila vinnu­markaðar og aðra hags­munaaðila er ég sann­færður um að við get­um náð til­ætluðum ár­angri. Hús­næðistil­lög­urn­ar sem kynnt­ar voru eft­ir sam­ráð stjórn­valda og aðila vinnu­markaður eru góðar. Þær sýna okk­ur að sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri. Stjórn­völd eru til­bú­inn til sam­tals um frek­ari út­færsl­ur þess­ara til­lagna og um önn­ur mik­il­væg mál sem tengj­ast kjara­mál­um. En for­senda slíks er auðvitað alltaf sú að aðilar vinnu­markaðar nái sam­an um skyn­sam­leg­ar lausn­ir sín á milli. Ég er sann­færður um að ef all­ir leggj­ast á eitt er mögu­legt að ná hag­stæðri niður­stöðu þess­ara mála.
Grein Ásmundar Einars Daðasonar í heild sinni má lesa hér.

Categories
Fréttir

Hafa slagkraft umfram þyngd – með samvinnu

Deila grein

28/01/2019

Hafa slagkraft umfram þyngd – með samvinnu

Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Þetta skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í grein í Fréttablaðinu 24. janúar sl.
Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum.
Grein Sigurðar Inga í heild má nálgast hér.