Categories
Greinar

Flýtimeðferð – já takk!

Deila grein

14/05/2014

Flýtimeðferð – já takk!

Silja-Dogg-mynd01-vefElsa-Lara-mynd01-vefurNú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi.  Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði ótverðtryggð.  Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.

Burt með verðtrygginguna

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög.  Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift.

Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.

Eru verðtryggð lán lögmæt?

Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán.  Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu.

Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og  munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð.  Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt.  En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.

Heimilin í járnum

Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán.  Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar.

Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir.  Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.

Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi

Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið.  Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið.

Þar er lagt  til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum.  Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta.  Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.

Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um.  Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við.

Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur.

 

Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Rétt skal vera rétt

Deila grein

13/05/2014

Rétt skal vera rétt

Elsa lára_SRGB_fyrir_vefTalsverð umræða hefur orðið um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins. Nokkur gagnrýni hefur verið um aðgerðirnar og hefur hún m.a. snúist um að þær gagnist að mestu þeim eignameiri og tekjuhærri. Þessi gagnrýni hefur verið nokkuð hávær frá stjórnarandstöðunni, sem hefur verið dugleg að halda þeirri villandi umræðu á lofti.

Tölulegar staðreyndir um skuldaleiðréttinguna

Skuldaleiðréttingafrumvörp ríkisstjórnarinnar eru samtals 150 milljarðar króna  að umfangi og ná þau saman, til allra þeirra heimila sem eru með verðtryggð húsnæðislán.

25 % af heildarupphæð höfuðstólsleiðréttingarinnar fer til heimila með heildar árstekjur undir 4 milljónum. Tæplega helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með heildar árstekjur undir 6 milljónum og um 60 % leiðréttingarinnar fer til heimila með heildar árstekjur undir 8 milljónum.

Það er staðreynd að hlutfall fjárhæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tækjulægri heimilum en þeim tekjuhærri og meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem börn á heimili eru fleiri.

Jafnframt er hlutdeild þeirra sem skulda 30 milljónir króna eða meira, rétt rúmlega 20 % af heildarumfangi leiðréttingarinnar. En flest heimili skulda á bilinu 10 – 30 milljónir króna, því  kemur stærstur hluti leiðréttingarinnar hjá þeim hópi eða 65 % upphæðarinnar.  Lægri skuld leiðir af sér lægri leiðréttingu.

Tölulegar staðreyndir um fyrri aðgerðir

Vegna þeirrar gagnrýni stjórnarandstöðunnar, að leiðrétting ríkisstjórnar Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins gagnist að mestu þeim eignameiri og tekjuhærri, þá er tilvalið að rýna í tölur úr skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kenndi sig við félagslegan jöfnuð og réttlæti.

Þar kemur í ljós að á síðasta kjörtímabili voru samtals 45 milljarðar af verðtryggðum húsnæðisskuldum færðar niður,  m.a. vegna 110 % leiðarinnar. Þær aðgerðir nýttust aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, þ.e. um 7.300 heimilum. Um 1% heimilanna fékk um helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna.  Þessi 1% heimila, það eru 775 heimili, fengu allt yfir 15 milljóna króna  niðurfærslu en meðaltal niðurfærslna var 26 milljónir króna. Meðaltekjur þessara heimila á mánuði árið 2009  voru 750 þúsund  krónur  en um tugur þessara heimila var með meðaltekjur yfir 2 milljónir króna á mánuði. Einnig fengu um 95% þessara 775 heimila sérstakar vaxtabætur frá ríkinu vegna húsnæðisskulda að fjárhæð tæplega 300 milljónir króna.

Á gagnrýnin rétt á sér?

Ef horft er á samanburðartölur milli aðgerða ríkisstjórnar Framsóknar – og Sjálfsstæðisflokksins og hins vegar aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kenndi sig við réttlæti og jöfnuð, þá sýna fyrirliggjandi gögn að 30% af heildarfjárhæð 110% leiðarinnar fór til heimila með yfir 10 milljónir króna tekjur í árslaun en um 25% af núverandi aðgerðum fara til heimila með sömu tekjur.

Sérstakar vaxtabætur námu 10 milljörðum króna, á tveggja ára tímabili, í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Áhrif þeirra aðgerða á tekjuhópa eru að mestu leyti svipuð áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á tekjuhópana. Þó er athyglisvert að heimili með tekjur undir 4 milljónum króna fengu 21% af sérstökum vaxtabótum en áætlað er að sami tekjuhópur fái 24% í aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú.

Hægt er að halda því fram að gagnrýni stjórnarandstöðunnar sé ekki réttmæt og óhætt er að vísa henni aftur til föðurhúsanna.

Elsa Lára Arnardóttir

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

110% leið hálaunafólksins

Deila grein

13/05/2014

110% leið hálaunafólksins

thorsteinn-saemundssonelsa
Ásmundur Einar DaðasonÍ umræðum um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hefur kennt ýmissa grasa. Stjórnarandstaðan hefur ýmist haldið því fram að of lítið eða of mikið sé gert og að frumvörpin hefðu átt að koma fyrr eða alls ekki. Þá hefur því verið haldið fram að frumvörpin nýtist fyrst og fremst hinum tekjuhærri og séu því ósanngjörn. Samkvæmt opinberum gögnum má hins vegar komast að því hver áhrif hinna takmörkuðu aðgerða fyrri ríkisstjórnar voru á einstaka tekjuhópa.

Samtals voru um 45 milljarðar króna af verðtryggðum húsnæðisskuldum færðir niður vegna aðgerða fyrri ríkisstjórnar. Megnið af því fjármagni kom til vegna flaggskipsins, 110% leiðarinnar, en eins og kunnugt er fól sú leið í sér að bankar viðurkenndu að lán sem ekki væri hægt að standa skil á væru töpuð. Aðgerðir fyrri ríkisstjórnar nýttust aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna fékk um helming niðurfærslunnar, eða rúmlega 20 milljarða króna. Þetta 1% heimilanna, eða 775 heimili, fékk yfir 15 milljóna króna niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslunnar um 26 milljónir króna. Meðaltekjur þessara heimila á mánuði á árinu 2009 voru um 750 þúsund en um tugur þessara heimila var með meðaltekjur yfir tvær milljónir króna á mánuði. Til að fullkomna hið félagslega réttlæti norrænu velferðarstjórnarinnar þá fengu um 95% þessara 775 heimila sérstakar vaxtabætur frá ríkinu vegna húsnæðisskulda að fjárhæð tæplega 300 milljónir króna.

Handhöfum hins stóra sannleika um félagslegt réttlæti á Alþingi hefur verið tíðrætt um tekjuáhrif leiðréttingarfrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Dreifing niðurfærslunnar eftir tekjuhópum í aðgerðum fyrri ríkisstjórnar var svo sannarlega hinum tekjuhærri í hag í samanburði við fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu húsnæðislána. Í 110% leiðinni fóru 30% heildarfjárhæðarinnar til heimila með yfir 10 milljón króna tekjur en 25% í Leiðréttingunni, sem þó nær til mun fleiri heimila.

Síðasta ríkisstjórn stakk örlítilli dúsu upp í landann með sérstökum vaxtabótum sem námu samtals rúmlega 10 milljörðum króna á tveimur árum. Áhrif þeirrar aðgerðar á tekjuhópa er að mestu leyti svipuð og áætluð áhrif Leiðréttingarinnar á tekjuhópa. Þó er athyglisvert að heimili með tekjur undir 4 milljónum króna fengu um 21% af sérstökum vaxtabótum en áætlað er að sami tekjuhópur fái um 24% af Leiðréttingunni.

Frumvörp ríkisstjórnarinnar gefa um 100 þúsund heimilum tækifæri til að lækka húsnæðisskuldir sínar eða spara til kaupa á húsnæði. Lækkun skulda getur orðið allt að 20% ef úrræðin eru nýtt að fullu. Leiðréttingin er sanngjörn og hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þá hafa fjármagnseigendur verið í sterkri stöðu þar sem skuldarar bera verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.

Ríkisstjórnin setur fólkið í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn með jákvæðum hvötum og gefur öllum tækifæri á að horfa til framtíðar. Hátekjuheimili með tugmilljóna króna niðurfærslu fá að sjálfsögðu ekki leiðréttingu samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar. En norræna velferðarstjórnin taldi ástæðu til að að veita þeim heimilum sérstakar vaxtabætur til viðbótar við niðurfærsluna.

Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Þorsteinn Sæmundsson

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

Deila grein

12/05/2014

Framboðslisti Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði samþykktur

vilhjalmurFramboðslisti Framsóknarfélags Seyðisfjarðar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, leiðir listann og í öðru sæti er Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður. B-listi Framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks fékk tvo fulltrúa á Seyðisfirði á síðasta kjörtímabili.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
2. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
3. Örvar Jóhannsson, rafvirkjanemi
4. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
5. Sigríður Stefánsdóttir, loftskeytamaður
6. Rúnar Gunnarsson, fiskverkamaður
7. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
8. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
9. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
10. Sigurður Ormar Sigurðsson, bæjarstarfsmaður
11. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
12. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
13. Páll Vilhjálmsson, sjómaður
14. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri
Listann skipa 6 konur og 8 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Breytt skipan húsnæðismála

Deila grein

07/05/2014

Breytt skipan húsnæðismála

Eygló HarðardóttirVerkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum. Fjármögnun húsnæðislána verður breytt, húsnæðissparnaður festur í sessi og leigumarkaðurinn efldur með margvíslegum aðgerðum. Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar kynnti tillögurnar í Safnahúsinu í dag á blaðamannafundi sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra boðaði til.
Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði verkefnisstjórnina 9. september 2013, í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Verkefnisstjórnin kynnti tillögur sínar í dag og er það mat hennar að með þeim verði unnt að tryggja til framtíðar stöðugleika og gegnsæi á húsnæðismarkaði og tryggja lánþegum örugga langtímafjármögnun húsnæðislána með stórauknum heimildum þeirra til endurfjármögnunar.
„Verkefnisstjórnin hefur unnið gott verk. Hér eru komnar skýrar og vel útfærðar tillögur sem munu stuðla að sjálfbærum húsnæðismarkaði með raunhæfum valkostum og skynsamlegum húsnæðisstuðningi við fólk eftir efnum þess og aðstæðum. Markmiðið er að tryggja öllum öruggt húsnæði og þessar tillögur eru góður grunnur að því“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Tillögur verkefnisstjórnarinnar snúa annars vegar að fjármögnun almennra húsnæðislána og hins vegar að uppbyggingu á virkum leigumarkaði.

Framtíðarskipan hýsnæðismála - lógó

Fjármögnun almennra húsnæðislána – helstu tillögur:

  • Tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem sérhæfð húsnæðislánafélög annast lánveitingar um allt land og umgjörð allra húsnæðisveðlána miðast við jafnvægi milli útlána og fjármögnunar lánanna.
  • Íbúðalánasjóði verði breytt og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt, opinbert húsnæðislánafélag sem annast almennar lánveitingar til húsnæðismála án ríkisábyrgðar. Hins vegar verði mörgum þeim verkefnum sem Íbúðalánasjóður sinnir í dag ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn færð til sérstakrar stofnunar, m.a. verkefni sem snúa að opinberri stefnumótun í húsnæðismálum.
  • Viðskiptavakt á eftirmarkaði íbúðabréfa verði áfram til staðar svo lengi sem þörf er á.
  • Félags- og húsnæðismálaráðherra setji fram og kynni húsnæðisstefnu ríkisins á heildstæðan hátt með aðkomu Alþingis.
  • Húsnæðissparnaður verði festur í sessi og heimild til að nýta séreignasparnað vegna húsnæðisöflunar verði varanleg.
  • Heimild til fullrar endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna húsnæðisframkvæmda verði varanleg.
  • Komið verði til móts við tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Húsnæðisbætur: Lagt er til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í eitt húsnæðisbótaskerfi. Stuðningurinn miðist við efnahag en ekki búsetuform og jafnræðis því gætt, óháð því hvort fólk á húsnæðið eða leigir það. Unnið verði á grundvelli fram kominna tillagna um hækkun húsaleigubóta.

Virkur leigumarkaður – helstu tillögur:

  • Leigufélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða fái opinberan stuðning í formi stofnframlaga í stað niðurgreiðslu á vöxtum.
  • Svigrúm leigufélaga til afskrifta á eignum samkvæmt lögum um tekjuskatt verði aukið.
  • Fjármagnsskattur á einstaklinga sem ekki eru í atvinnurekstri en leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma verði lækkaður úr 20% í 10%. Jafnframt verði sett frítekjumark á leigutekjur, tímabundið í þrjú ár, allt að 1200.000 kr. á ári, þegar ekki er um atvinnurekstur að ræða.
  • Löggjöf verði breytt þannig að eignarréttarstaða fólks sem kaupir sér rétt til búsetu í íbúðarhúsnæði, meðal annars fyrir aldraða, verði tryggð með veði í samræmi við útlagðan kostnað.
  • Húsaleigulög verði endurskoðuð til að treysta umgjörð leigumarkaðarins og efla úrræði leigusala og leigutaka.
  • Löggjöf um húsnæðissamvinnufélög verði endurskoðuð til að efla starfsemi þeirra og styðja við nýja framtíðarskipan húsnæðismála.

Fjárframlög úr ríkissjóði vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð

Verkefnisstjórnin leggur áherslu á að frekari fjárútlát ríkissjóðs vegna erfiðrar stöðu Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð, enda er gert ráð fyrir að sjóðurinn hætti útlánum á þeim forsendum sem verið hefur. Samhliða framangreindum breytingum er lagt til að núverandi lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og að lántakendur sjóðsins fái annað hvort þjónustu hjá húsnæðisfélagi í eigu ríkissjóðs eða hjá öðrum aðila í kjölfar útboðs á umsýslu lánanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra á Vopnafirði samþykktur

Deila grein

05/05/2014

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra á Vopnafirði samþykktur

bardur-jonassonFramboðslisti Framsóknarfélags Vopnafjarðar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 var samþykktur á opnum fundi þann 4. maí. Bárður Jónason, verkstjóri og oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps, leiðir listann. Listi Framsóknarfélagsins og óháðra átti þrjá sveitarstjórnarfulltrúa á Vopnafirði á síðasta kjörtímabili.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Bárður Jónasson, verkstjóri og oddviti
  2. Hrund Snorradóttir, viðskiptafræðingur
  3. Magnús Þór Róbertsson, vinnslustjóri
  4. Víglundur Páll Einarsson, verkstjóri
  5. Sigríður Bragadóttir, bóndi
  6. Linda Björk Stefánsdóttir, verkakona
  7. Sigurjón Haukur Hauksson, bóndi
  8. Elísa Joensen Creed, verkakona
  9. Hreiðar Geirsson, verkamaður
  10. Dorota Joanna Burba, verslunarstjóri
  11. Hafþór R. Róbertsson, kennari
  12. Árni Hlynur Magnússon, rafverktaki
  13. Helgi Sigurðsson, bóndi
  14. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður og bóndi

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ samþykktur

Deila grein

02/05/2014

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ samþykktur

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri hjá Latabæ, leiðir listann. Framsóknarmenn áttu ekki bæjarfulltrúa í Garðabæ á síðasta kjörtímabili en einn á Álftanesi.
Fyrstu 4
Listinn skipa eftirtaldir:
1. Einar Karl Birgisson, svæðisstjóri hjá Latabæ
2. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur, kennari og forstöðumaður
3. Björn Þorfinnsson, sölufulltrúi og alþjóðlegur meistari í skák
4. Anna Lena Halldórsdóttir, grunnskólakennari
5. Þórgnýr Albertsson, nemi og “Gettu betur” sigurvegari
6. Elín Jóhannsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
7. Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
8. Sigurbjörn Úlfarsson, atvinnurekandi
9. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur
10. Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður
11. Aðalsteinn Magnússon, rekstarhagfræðingur
12. Sonja Pálsdóttir, starfsmaður Sporthússins
13. Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent
14. Ellen Sigurðardóttir, tannsmiður
15. Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
16. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi
17. Þórður G Pétursson, íþróttakennari
18. Drífa Garðarsdóttir, leiðbeinandi í Krakkakoti
19. Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður
20. Ágúst Karlsson, tæknifræðingur
21. Rafn Pálsson, rafvirkjameistari
22. Sigrún Aspelund, fyrrv. bæjarfulltrúi
IMGP2471
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl

Deila grein

23/04/2014

Aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl

Af óviðráðanlegum orsökum er aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem breytingin kann að valda.
Boðað er til aukakjördæmaþings KFR þriðjudaginn 29. apríl að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 19.30.
Dagskrá:

  1. Setning
  2. Ræða formanns KFR, Þóris Ingþórssonar
  3. Tillaga stjórnar KFR að framboðslista Framsóknar í Reykjavík – umræður og atkvæðagreiðsla
  4. Ræða oddvita Framsóknar í Reykjavík

 
Atkvæðisrétt hafa þeir fulltrúar er valdir voru á kjördæmaþing KFR í október.
Stjórn KFR

Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Framsóknarfélag Hveragerðis samþykkti einróma á félagsfundi tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Framboðið skipar fólk sem kemur víða að úr samfélaginu, með fjölbreytta menntun og störf. Garðar Rúnar Árnason, kennari, leiðir listann, í öðru sæti er Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari og í því þriðja Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir.
frambodslisti-hveragerdi-2014
Á meðfylgjandi mynd eru fimm efstu frambjóðendur listans talið frá vinstri: Garðar Rúnar Árnason, Adda María Óttarsdóttir, Ásdís Alda Runólfsdóttir, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir og Daði Steinn Arnarsson.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Garðar Rúnar Árnason, kennari
  2. Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari
  3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir
  4. Ásdís Alda Runólfsdóttir, flutningafulltrúi
  5. Adda María Óttarsdóttir, háskólanemi
  6. Ágúst Örlaugur Magnússon, leiðbeinandi og knattspyrnuþjálfari
  7. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður og fjallaleiðsögn
  8. Sæbjörg Lára Másdóttir, háskólanemi
  9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuboltamaður og nemi
  10. Ingibjörg Sverrisdóttir, skrifstofumaður
  11. Fanný Björk Ástráðsdóttir, sjúkraliði og þroskaþjálfi
  12. Gísli Garðarsson, eldri borgari og fyrrv. bæjarfulltrúi
  13. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
  14. Pálína Agnes Snorradóttir, kennari á eftirlaunum

Listann skipa 8 konur og 6 karlar. Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010 en var þá hluti af A-listanum sem fékk tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Hvergerðis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Á fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 15. apríl var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, leiðir framboðslistann, Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, er í því þriðja. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra skipar heiðurssæti listans.
hafnarfjordur-frambodslisti
Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknarflokksins er við Thorsplan að Linnetstíg 2 í Hafnarfirði.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
  3. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
  5. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur
  7. Margrét Össurardóttir, grunnskólakennari
  8. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
  9. Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og meistaranemi
  10. Sveinn Heiðar Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður og söluráðgjafi
  11. Iuliana Kalenikova, lögfræðingur
  12. Garðar Smári Gunnarsson, vöruhússtjóri
  13. Árni Rúnar Árnason, tækjamaður í Suðurbæjarlaug
  14. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  15. Sigurbjörn Richter, framhaldsskólanemi
  16. Sólrún Þrastardóttir, BEd í kennslufræðum og háskólanemi
  17. Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari
  18. Ingunn Mai Friðleifsdóttir, tannlæknir
  19. Ingvar Kristinsson, formaður fimleikafélagsins Björk
  20. Elín Karlsdóttir, matráðskona
  21. Stefán Hákonarson, smiður
  22. Eygló Harðardóttir, ráðherra

Listinn er paralisti og skipa hann 11 konur og 11 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði Framsóknarflokkinn 15 atkvæði upp á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.