Categories
Greinar

Nýtum auðlindirnar – sköpum störf

Deila grein

21/04/2013

Nýtum auðlindirnar – sköpum störf

Líneik Anna SævarsdóttirUm daginn las ég ævisögu og rakst þar á setninguna:„við rákum fyrirtæki sem veitti 40 manns atvinnu.“ Ég hef alltaf borið virðingu fyrir fólki sem hefur verið stolt af því að geta veitt öðrum vinnu og með því lagt til samfélagsins. Eins og ber ég virðingu fyrir fólki sem er stolt af því að leggja til samfélagsins með því að greiða sína skatta.

Á Íslandi eigum við mikið af auðlindum, bæði mikið nýttar og ónýttar. Arður af auðlindum verður ekki til fyrr en einhver nýtir þær. Til að nýta auðlind þarf þekkingu og framtakssemi. Á síðustu árum hefur því miður oft verið talað niður til þeirra sem valið hafa að nota sína þekkingu og framtaksemi til þess.

Þjóðin hagnast á auðlindum sínum þegar úr þeim eru framleidd verðmæti, verðmætin geta verið vara sem við notum innanlands og spörum með því gjaldeyri eða vara sem við seljum úr landi. Fólk fær störf, greiðir skatta og notar launin sín til að kaupa aðra vöru. Fyrirtækið sem nýtir auðlindina greiðir launatengd gjöld og aðra skatta. Fyrirtækið þróar sína framleiðslu og kaupir til þess aðstoð og þekkingu annars staðar frá o.s.frv. Þannig nýtur þjóðin arðs af auðlindinni.

Hvernig skilar arður af auðlindunum sér best til þjóðarbúsins, er það með því að skapa sem flest störf á Íslandi? Eða er það með því að fá sem flestar krónur fyrir hráefnið? Eigum við að reyna að skapa sem flest störf og mest verðmæti við úrvinnslu úr fiskinum okkar eða að flytja sem mest út beint af hafnarbakkanum? Eigum við að flytja orkuna beint úr landi þannig að fyrirtækið Landsvirkjun hagnist sem mest á pappírunum eða eigum við að nýta orkuna til þess að skapa sem flest störf og verðmæti innanlands? Er ekki tímabært að umræðan um auðlindarnar okkar fari að snúast um það hversu mörg störf við getum byggt á þeim en ekki um hvernig megi taka sem mesta peninga út úr framleiðslunni. Þannig þarf umræðan um Landsvirkjun að snúast um það hvernig við getum nýtt orkuna til að skapa sem flest störf innan lands en ekki um það hvort Landsvirkjun geti fengið fleiri krónur í hagnað í ársreikningum með því að senda orkuna úr landi á meðan Íslendingar eru á atvinnuleysisbótum eða í vinnu í Noregi.

Auðlindir eru ekki óþrjótandi og með aukinni þekkingu og tækni höfum við þurft að taka ákvarðanir um það hverjir hafa nýtingaréttinn að þeim og hvaða auðlindir við viljum nýta. Þessi árin snýst umræðan í þjóðfélaginu um mótun framtíðarstefnu um það með hvaða hætti eigi að greiða fyrir nýtingarréttinn á auðlindunum. Höfum við nokkuð týnt aðalatriðunum í þeirri umræðu – sjálfbærni og atvinnusköpun?

Hver eru lykilatriðin í umræðu um auðlindirnar okkar:

  • Auðlindirnar þurfa að vera í eigu þjóðarinnar.
  • Þeir sem nýta auðlindirnar þurfa að eiga möguleika á því að gera samninga um nýtingaréttinn til svo langs tíma að unnt sé að gera langtíma áætlanir í atvinnugreininni.
  • Samkomulag um nýtunguna þarf að tryggja viðhald auðlindanna þ.e. tryggja sjálfbærni.
  • Fyrir nýtingu auðlinda þarf að svo að greiða sanngjarnt gjald sem tekur mið af arðsemi í viðkomandi atvinnugrein.
  • En fyrst og fremst, einbeitum okkur að því að nýta þekkingu og frumkvæði okkar sjálfra til að skapa sem flest störf um allt land úr auðlindum Íslands.

 

Líneik Anna Sævarsdóttir, skipar 3. sæti á framboðslista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.

Categories
Fréttir

Ríkisstjórn sem þorir

Deila grein

20/04/2013

Ríkisstjórn sem þorir

xbfundurGrandHotel-01„Miðað við málflutning annarra flokka er nú komin upp augljós hætta á því að hér muni skapast verðtryggingarríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og lítur sem svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið. Ríkisstjórn sem er tilbúin að beygja sig undir kröfur erlendra kröfuhafa en er ekki tilbúin að standa með íslenskum heimilum. Ég trúi því ekki að Íslendingar vilji þannig ríkisstjórn, ég trúi því að Íslendingar vilji ríkisstjórn sem þorir.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson m.a. í ræðu sinni á fjölmennum fundi Framsóknar á Grand Hótel í dag. „Við megum ekki, enn og aftur, glata þeim tækifærum sem stendur þjóðinni til boða þegar kemur að réttlæti fyrir heimilin.“
Nú þegar slétt vika er í kosningar hefur kosningabaráttan harðnað og mikið hefur verið sótt að Framsókn sem hefur mælst stærsti flokkur landsins upp á síðkastið.  Sigmundur varaði fundargesti við erfiðri viku framundan en biðlaði jafnframt til þeirra að halda sig á málefnalegum nótum í allri gagnrýni á aðra flokka: „Þetta verður ljót kosningabarátta. Andstæðingar okkar, bæði til hægri og vinstri, virðast ekki sjá aðra leið en að ráðast á Framsókn og það er ekki gert á málefnalegum grundvelli. Flestir aðrir flokkar hafa síðustu vikur viðurkennt að aðferðir Framsóknar eru raunhæfar. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki þor til að taka á verkefnunum. Rökþrota um málefnin ráðast þeir því á okkur á persónulegan hátt. Þann hátt sem ég vildi að væri horfinn úr íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn munu ekki taka þátt í þannig kosningabaráttu. Við munum standa fyrir málefnalegri kosningabaráttu og berjast fyrir því að okkar baráttumál, afnám verðtryggingar og leiðrétting stökkbreyttra lána, nái fram að ganga. Eina leiðin til að tryggja að þessi mál nái fram að ganga er að Framsókn fái nægilega mikinn og góðan stuðning til að samningsstaða flokksins sé sem sterkust þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.“
Hér má finna myndir af fundinum:
https://www.flickr.com/photos/framsokn/
 

Categories
Fréttir

Hvað vilt ÞÚ vita? – Stórfundur á Grand Hótel

Deila grein

18/04/2013

Hvað vilt ÞÚ vita? – Stórfundur á Grand Hótel

Rvk_A5_flyer_austurb_r_fundur_
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Categories
Greinar

Hvernig geta skuldir gömlu bankanna orðið að ávinningi fyrir ríkið?

Deila grein

15/04/2013

Hvernig geta skuldir gömlu bankanna orðið að ávinningi fyrir ríkið?

Þorsteinn MagnússonFram kom hjá þekktum fréttamanni og álitsgjafa í morgun að hann skildi ekki hvernig mörg hundruð milljarða skuldir þrotabúa gömlu bankanna gætu orðið að ávinningi fyrir ríkið. Þekkingarleysi á því er algengt en vel afsakanlegt því vitaskuld eru ekki allir sérfróðir um uppgjör þrotabúa og slit fjármálafyrirtækja. Ástæða er til að útskýra málið. Framsóknarmenn leggja til að svigrúm sem væntanlega skapast í tengslum við uppgjör við kröfuhafa gömlu bankanna verði nýtt til að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán.
Skuld þrotabús er eign þess sem á viðkomandi kröfu í búið. Verðmæti krafna í þrotabú ræðst fyrst og fremst af væntingum um hversu mikið fáist úr búinu upp í þær kröfur. Þær væntingar ráðast svo einkum af ætluðu verðmæti þeirra eigna sem í búinu eru. Kröfur í Glitni og Kaupþing munu eftir hrun hafa selst á nálægt 5% af nafnvirði. Líklegt er að hinir svonefndu vogunarsjóðir hafi eignast sínar kröfur á verði nálægt því. Talið er að allt að 95% af kröfum í bú gömlu bankanna séu nú í eigu erlendra aðila, að langstærstum hluta vogunarsjóðanna. Í vetur bárust fréttir af því að kröfurnar seldust á 25-30% af nafnverði. Kröfurnar hafa því margfaldast í verði.
Ástæða þess að kröfurnar eru einhvers virði er sú að það eru eignir í búunum sem eigendur krafnanna eiga tilkall til. Samkvæmt tölum frá október 2012 er áætlað að heildarvirði eigna í búum gömlu bankanna sé 2544 milljarðar króna. Þar af séu um 460 milljarðar í íslenkum krónum og sem nemur 2084 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri, miðað við opinbert gengi. Við skipti á búunum væru þetta þær eignir sem rynnu til kröfuhafanna í hlutfalli við fjárhæðir krafna þeirra.
Mjög óæskilegt væri að úthluta kröfuhöfunum öllum krónueignunum úr búunum og leyfa þeim að skipta þeim yfir í erlendan gjaldeyri og fara með úr landi. Slíkt ylli allt of mikinn þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar. Þess vegna hefur víða komið fram að semja þurfi við þá um verulegan afslátt af krónueignunum. Umfjöllun um þær afskriftir sem þyrftu að koma til má m.a. sjá hér. Þar gæti ríkið komið inn sem milliliður en ýmsar útfærslur gætu verið á því með hvaða hætti andvirði afsláttarins rynni frá kröfuhöfunum til ríkisins. Slíkt væri samkomulagsatriði en einnig væri mögulegt að beita skattlagningarvaldinu ef með þyrfti. Sem dæmi má nefna þá leið að ríkið semdi um að eignast krónueignir úr búunum með verulegum afslætti og innleysti hagnað við endursölu. Slíkt yrði þó að fara fram samhliða uppgjöri við kröfuhafana að öðru leyti og samkvæmt heildstæðri áætlun um afnám fjármagnshafta. Þann hagnað mætti svo nýta til að fjármagna leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum.
Þorsteinn Magnússon
3. sæti í Reykjavík norður
Categories
Fréttir

Kosningastefnuskráin komin á vefinn

Deila grein

14/04/2013

Kosningastefnuskráin komin á vefinn

StefnuskraMyndKosningastefnuskrá Framsóknar 2013 er komin á netið í PDF formi sem bæði er hægt að skoða á vefnum eða hlaða niður.
Hér nálgist þið stóra útgáfu af kosningastefnuskránni
Hér nálgist þið minni útgáfu af kosningastefnusránni

Categories
Greinar

Upp með álverið

Deila grein

14/04/2013

Upp með álverið

sij-sdgKosningarnar í vor snúast um að taka á vanda skuldugra heimila. Við framsóknarmenn ætlum að leiðrétta lán og taka á verðtryggingunni sem er mein í íslensku samfélagi. Heimilin eru undirstaða samfélagsins. Samhliða þarf að grípa til margvíslegra aðgerða til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik.

Framsókn er atvinnumálaflokkur – við viljum byggja upp fjölbreytt atvinnulíf þar sem allir landsmenn geta fundið verkefni við sitt hæfi. Hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi búið að mælast mest og í lengstan tíma. Það þarf því að setja sérstakan kraft í atvinnuuppbyggingu hér.

Stóra atvinnuverkefnið
Stóriðjuframkvæmdir í Helguvík eru stórt atvinnuverkefni og þar með mikið hagsmunamál allra Suðurnesjamanna. En ekki bara Suðurnesjanna heldur Íslands í heild. Við þurfum verulega aukna fjárfestingu og aukinn hagvöxt.  Framsókn styður áframhaldandi uppbyggingu atvinnustarfsemi í Helguvík. Næg atvinna er forsenda og undirstaða velferðar t.a.m. nauðsynlegrar enduruppbyggingar heilbrigðiskerfisins.

Reykjanesvirkjun stækkuð í 180 MW
HS Orka fékk þann 15. september árið 2011 virkjunarleyfi frá Orkustofnun fyrir 80MW stækkun á Reykjanesi. Orkuverið er  nú 100MW þannig að þegar stækkunin hefur átt sér stað þá framleiðir orkuverið 180MW. Frekari stækkanir eru í farvatninu. – Ef samningar um orkuverð nást og álverið í Helguvík hefur starfsemi sína þá mun það kaupa raforku af fleiri orkufyrirtækjum, m.a. HS Orku.

Orkufyrirtækin í eigu Íslendinga
Framsókn stefnir að því að í framtíðinni verði virkjanaleyfi til stærri verkefna háð því að a.m.k. 2/3 hlutar orkufyrirtækisins verði í eigu opinberra aðila til að tryggja að arðurinn af orkunni renni til íslensks samfélags. Við teljum það öryggis- og hagsmunamál íslensku þjóðarinnar.

Nú er staðan sú að erlent einkafyrirtæki, Alterra Power, á meirihlutann í HS Orku en restin er í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að erlendir aðilar komi á morgun og geri Alterra gott tilboð í HS Orku. Til að tryggja samstöðu um orkunýtingu viljum við fara að fordæmi Norðmanna og tryggja breiðari eignaþátttöku opinberra aðila í stórum virkjanaframkvæmdum.  Orkufyrirtækin okkar eru eitt af því sem ekki á að ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði.

Með því að taka á skuldamálum heimila samhliða öflugri atvinnuuppbyggingu leggjum við grunn að góðu samfélagi framtíðar.

Sigurður Ingi Jóhannsson
1. sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi

Silja Dögg Gunnarsdóttir
2. sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi

Categories
Greinar

Valið er okkar

Deila grein

12/04/2013

Valið er okkar

Þórunn EgilsdóttirÍsland er ríkt land, bæði af auðlindum og mannauði. Á Norðausturlandi er mikil verðmætasköpun og íbúar landshlutans standa á bakvið drjúgan hluta af landsframleiðslunnar. En því miður er nú svo komið að veruleg óvissa ríkir um sjálfsagða grunnþjónustu í kjördæminu. Svo hart hefur verið vegið að grunnatvinnuvegum okkar að allt bendir til þess að þeir verði ekki það hryggjarstykki í hagkerfinu sem þeir þurfa að vera til að samfélagið virki sem skyldi.

Fram til þessa höfum við Íslendingar haft raunhæft val um búsetu hvar sem er á landinu, vitandi það að við bjuggum við sama rétt og grunnþjónustu um allt land. Því miður er nú svo komið að veruleg óvissa ríkir um grunnþjónustuna sem öllum landsmönnum er þó ætlað að greiða fyrir, þjónustuna sem er forsenda búsetu í landsbyggðunum og felur í sér örugga löggæslu, aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, fjölbreytta möguleika til náms, góðar samgöngur og fjarskipti.

Löggæslumál í kjördæminu eru ekki með þeim hætti að ásættanlegt sé, heilbrigðisþjónustan hefur stöðugt átt undir högg að sækja og við, íbúar kjördæmisins, þurfum oft um langan veg að fara til að sækja þá heilbrigðisþjónustu sem við þörfnumst.

Nú höfum við val um að snúa óheillavænlegri þróun til baka. Val um að efla grunnþjónustuna um landið og snúa okkur frá miðstýringu. Val um að á Íslandi verði hægt að fá læknisþjónustu án þess að þurfa að sækja hana um langan veg. Val um að íbúar Íslands verði öruggir þar sem lögreglan vakir yfir byggðunum. Val fyrir gamla fólkið okkar að verja ævikvöldinu í sinni heimabyggð en ekki vera flutt hreppaflutningum á hjúkrunarheimili í fjarlægum bæjarfélögum.

Nú höfum við val um að halda Íslandi í byggð.  Framsókn hefur lagt fram róttæka stefnu í byggðamál. Kjósum því X-B í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi.

Þórunn Egilsdóttir

Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

Categories
Greinar

Heima eða heiman?

Deila grein

11/04/2013

Heima eða heiman?

Jóhanna María Sigmundsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi

Minnkandi námsframboð á landsbyggðinni er vandi, það er vandi í hverju samfélagi fyrir sig. Þetta er mein sem smitar út frá sér til annarra grunnstoða. Ungt fólk getur ekki lært það sem það vill í sinni heimabyggð og þarf því að flytja annað. Um leið og það er komið á nýjan stað fer það að búa sér til umhverfi, sækja um vinnu, finna íbúð, eignast vini og þar fram eftir götunum.

Þetta sama fólk býr á staðnum í kannski fjögur ár á meðan það stundar námið. Að þessum árum liðnum er umhverfið orðið heilsteyptara. Inn í spilið er kominn maki, jafnvel barn og íbúðin er orðin að heimili, vinnan er skemmtileg  og viðkomandi er líka búin að vinna sig upp í góða stöðu þar. Eftir að hafa svo lokið námi býðst viðkomandi föst staða við fyrirtækið og góð laun.

Hvar er hvatinn til að flytja aftur heim í samfélagið þar sem ekkert var í boði fyrir þig, fyrir fjórum árum síðan? Af hverju ættir þú að rífa fjölskylduna upp, losa þig við íbúðina, segja upp vinnunni og flytja heim, til að byrja að skapa þér umhverfi upp á nýtt?

Heftandi eða hvetjandi?

Því miður missa samfélög á landsbyggðinni alltof mikið af ungu fólki á þennan hátt. Námsmöguleikar eiga að vera jafnir óháð búsetu, staðreyndin er sú að það er alls ekki svoleiðis í dag. En staðreyndin er einnig að ekki þarf mikið til að vinna til að svo geti orðið.

Ef við gætum aukið notkun á nútímatækni eins og er  t.d. í Háskólasetri Vestfjarða, væri hægt að efla menntaskóla á svæðinu enn frekar, auka fjölbreytni námsleiða, auðvelda námsgagnagerð og stuðla að gagngerðri uppbyggingu á meðan komið er í veg fyrir stöðnun svo við horfum ekki á sama vandamál sem lýst er hér að ofan.

Hægt er að efla tengingu á milli menntakerfis og atvinnulífs á hverju svæði.  Með því væri boðið upp á nám tengt blómstrandi atvinnugeirum í byggðarlaginu og möguleikar viðkomandi auknir á  að geta búið og starfað í heimabyggð.

Unga fólkið á ekki að þurfa að sækja allt nám til Reykjavíkur eða annarra stærri svæða, samfélagið þarf að koma til móts við þetta fólk. Því þættir sem þessir verka heftandi á ungt fólk og því miður nær það ekki að blómstra sem skyldi ef höft eru á námsvali eða búsetu. Nám á ekki að stýra því hvar fólk þarf að búa.

Færum unga fólkinu námsmöguleika og eflum byggðina heima um leið.

Jóhanna María Sigmundsdóttir,

4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

feykir@feykir.is

 

Categories
Greinar

Kæru landsmenn!

Deila grein

11/04/2013

Kæru landsmenn!

AlliÞann 27. apríl næstkomandi göngum við til alþingiskosninga. Ég el þá von í brjósti að þessar kosningar verði frábærar í því tilliti að flokkurinn minn, Framsókn komi afar vel út. Ég er í hjarta mínu sannfærður um að stefna Framsóknar í þeim málum sem brenna á landsmönnum, staðfesta í stjórnarandstöðu sl. fjögur ár, staðfesta forystumanna flokksins og úrræði þau sem flokkurinn hefur kynnt til handa landsmönnum eftir kosningar leiði flokkinn til forystu og gefi Framsókn tækifæri til að sýna landsmönnum hvað býr í því sterka og fjölhæfa liði sem í framboði er fyrir flokkinn.  Það er gaman að sjá stækkandi hóp þeirra sem sjá að loforð Framsóknar og forystumanna flokksins eru ekki innantóm orð, heldur raunhæf og vel útfærð markmið sem munu leiða okkur á braut gæfu og gengis og verða landi og þjóð til heilla til allrar framtíðar.

Kæri kjósandi, kynntu þér markmið og stefnu flokksins sem metur manngildi ofar auðgildi og vill að þjóðin hafi síðasta orðið.  Samvinna og samheldni er það sem þarf í dag.

Við setjum X við B.

Aðalsteinn Júlíusson

Greinarhöfundur er skipstjóri og skipar 9. sæti fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Deila grein

11/04/2013

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Sigmundur Davíð mætti í Forystusætið á RÚV, miðvikudaginn 10. apríl, þar sem hann útskýrði og svaraði algengum spurningum um stefnu Framsóknar.
Smellið hér til að sjá þáttinn í heild sinni.
forystusaetid2013