Réttlæti fyrir íslensk heimili
23/04/2013
Réttlæti fyrir íslensk heimili23/04/2013
Réttlæti fyrir íslensk heimili23/04/2013
Einherji kominn útEinherji, blað framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, er komið út.
Hér getið þið nálgast blaðið á PDF formi
23/04/2013
Róttækar fyrirætlanir FramsóknarSigmundur Davíð kveðst hafa áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hyggist koma saman ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að róttækar fyrirætlanir Framsóknarflokksins nái fram að ganga. Hann undrast hörð viðbrögð forystumanna annarra stjórnmálaflokka við þessum tillögum á sama tíma og sífellt fleiri stígi fram og viðurkenni að svigrúm sé til staðar, með samkomulagi við kröfuhafa og eigendur aflandskróna um hina svonefndu snjóhengju.
„Miðað við umræðuna síðustu vikur virðist vera ljóst að annað af tvennu muni gerast. Annað hvort fær Framsóknarflokkurinn nógu mikið fylgi til að hafa nógu sterka samningsstöðu til að geta knúið á um að þessi stefna nái fram að ganga, að komið verði loksins til móts við skuldsett heimili og tekið á verðtryggingunni eða að aðrir stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórn um að vera á móti stefnu Framsóknarflokksins í skuldamálum heimilanna, sem yrði þá ríkisstjórn um verðtryggingu og ríkisstjórn um óbreytt ástand,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Eyjuna nú þegar aðeins eru fimm dagar til kosninga.
Formaður Framsóknarflokksins kveðst gera sér glögga grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgi því að setja fram slík kosningaloforð. Hann viti að við þau þurfi að standa. „Ef við fáum stuðning til að ráðast í þetta verkefni, að veita heimilunum það réttlæti sem þau hafa beðið eftir í fjögur og hálft ár, þá er enginn annar valkostur en að uppfylla þær væntingar og klára það dæmi.“
Og hann tekur skýrt fram að Framsóknarflokkurinn muni ekki semja sig frá þessum loforðum til þess eins að komast í ríkisstjórn. „Það kemur ekki til greina að semja sig frá þessu, Framsókn mun ekki gefa þetta eftir,“ segir hann.
Viðtal við Sigmund Davíð á eyjan.is er hér.
22/04/2013
10 spurningum Össurar um Framsóknarleiðina svaraðÖssur Skarphéðinsson spurði nýlega 10 spurninga um Framsóknarleiðina. Hér eru svör við þeim.
“1. Snýst leið Framsóknar bara um krónueignir kröfuhafa í þrotabúunum, það er reiðufé og virði Arion banka og Íslandsbanka? Ef svarið er já er þá ekki ljóst að 300 milljarðarnir sem Stefán talar um verða ekki notaðir tvisvar, það er (A) til þess að fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og til að liðka fyrir afnámi gjaldeyrishafta annarsvegar og svo (B) hins vegar til að lækka lánaskuldir heimilanna um 20%?”
Svar: Í lið (A) koma fram ósamrýmanleg markmið: “fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og liðka fyrir afnámi hafta”. Það er ekki hægt að taka krónur úr umferð með því að lækka skuldir ríkisins. Það er augljóst að ef ríkið notar krónur til að greiða skuldir sínar, þá fá einhverjir þær krónur til afnota og þær eru þá aftur komnar í umferð. Nema viðtakendur krónanna geti greitt upp einhverjar skuldir við banka og geri það. Í lið (B) er hægt að ná fram lækkun skulda heimila og að fækka krónum um leið. Að því leiti sem krónur væru notaðar til að greiða niður skuldir heimila við banka – þá myndi peningamagn lækka sem því næmi.
“2. Sé 300 milljörðum dælt út í hagkerfið þar sem þegar er allt of mikið peningamagn í umferð, myndi það ekki hafa þensluáhrif svipuð því sem raunin varð með Kárahnjúkavirkjun, valda verðbólguþrýstingi og éta upp stóran hluta einskiptislækkunar á höfuðstól skulda – auk þess að viðhalda fjármagnshöftum?”
Svar: Niðurfærsla skulda heimila leiðir ekki sjálfkrafa til aukningar peningamagns. Hér skiptir aðferðin máli. Ef lækkunin væri staðgreidd til lánastofnana, þá myndi það vissulega leiða til aukningar og auka hættu á þenslu. Ef lækkunin er greidd út á löngum tíma (t.d. 20 árum) þá yrðu þensluáhrifin hverfandi.
“3. Má kanski af málflutningi Framsóknarmanna ráða að leið þeirra felist frekar í að reka þrotabú föllnu bankanna í gjaldþrot og krónuvæða búin, sem vel má halda fram að sé í samræmi við íslensk gjaldþrotalög, þar sem gert er upp í íslenskum krónum að öllum jafnaði?”
Svar: Ekki er ástæða til binda sig fyrirfram við aðra af þeim tveim leiðum sem hægt er að fara, þrot eða nauðasamninga.
“4. Felst leið Framsóknar í því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings verði látnir skila öllum gjaldeyri búanna inn í Seðlabankann gegn greiðslum í krónum á álandsgengi – og í kjölfarið verði þeim boðið að kaupa hann aftur út á gengi sem er Íslendingum hagstæðara? Eða gegn því að greiða ríflegan útgönguskatt”
Svar: Kröfuhafar gömlu bankanna eiga ekki að hafa forskot fram yfir Íslendinga varðandi heimildir til að taka fjármagn úr landi. Eitt verður yfir alla að ganga í því efni. Þeir sem vilja fá forgang um útgöngu þurfa að fórna einhverju á móti. Útgönguskattur væri ein leið til þess.
“5. Leiðin í spurningu 3 er líklegri til þess að skila fjármunum sem hægt er að nota í tvennum tilgangi heldur en leiðin í spurningu 1. En hefur Framsókn hugsað út í hvernig „hrægammasjóðirnir“ munu bregðast við henni? Það er líka milljarðaspurning.”
Svar: Já, við höfum hugsað út í það.
“6. Munu „hrægammasjóðir“ leita réttar síns á þeirri forsendu að um eignaupptöku sé að ræða sem varði eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands? Hefur Framsókn hugsað út í augljósa mótleiki kröfuhafa á þeirri forsendu?”
Svar: Framsókn hefur reyndar ekki talað fyrir upptöku á eignum föllnu bankana enda ýmsar aðrar leiðir færar að ásættanlegri niðurstöðu.
“7. Með innköllun gjaldeyris þrotabúanna og skiptum í krónur myndaðist risakrónufjall, sem er margföld núverandi snjóhengja. Hefur Framsókn hugsað út í amk. einn eitraðan mótleik kröfuhafa? Hann gæti falist í að krefjast ekki skipta á krónufjallinu yfir í erlendan gjaldeyri heldur setja þrýsting á Íslendinga á móti með því eiga það hér í einhver ár til þess að græða á vaxtamun meðan við berðumst við mikla verðbólgu með himinháuum vöxtum?”
Svar: “Ef” til þess kæmi að skipta öllum gjaldeyri þrotabúa yfir í krónur, gæti Seðlabanki beitt sömu aðferðum og hann notar í dag til að binda þær á sérstökum reikningum. Þrýstingurinn væri því ekki á Íslendinga, heldur kröfuhafana.
“8. Er nóg að koma á skilaskyldu allra á gjaldeyri, líka kröfuhafa? Þarf ekki líka að koma á skiptaskyldu? En væri hægt að koma á skiptaskyldu á þrotabúin ein án þess að brjóta gegn jafnræðisreglu? Verður þá að setja skiptaskyldu á öll útflutningsfyrirtæki til þess að Framsóknarleiðin gangi upp? Hvað myndu sjávarútvegs- og álfyrirtækin segja, ef þau mættu ekki lengur hafa gjaldeyrisreikninga á Íslandi, en þyrftu að skipta öllum gjaldeyri sem þau öfluðu á því gengi sem Seðlabankanum hentaði dag frá degi?”
Svar: Skiptiskylda á gjaldeyri væri ekki nauðsynleg. Nærtakara væri að skýra ákvæði laga um að öll þrotabú í landinu greiði út í krónum. Þannig væri gætt jafnræðisreglu.
“9. Þrotabú bankanna föllnu hafa starfað um fjögurra ára skeið. Sú spurning vaknar því, hvort lög um skilaskyldu á gjaldeyri með skiptiskyldu myndu ná yfir þau? Fróðlegt væri að vita hvernig Framsókn hefur skoðað það mál.”
Svar: Vísa til svars við 8.
“10. Rök Framsóknar um að ekki sé rétt að hlífa „hrægammasjóðum“ byggja á að sjóðirnir hafi keypt kröfur í þrotabúin á hrakvirði og muni hagnast gríðarlega á uppgjöri búanna. Að sönnu rétt, en gilda þau rök einnig um þá 30- 40% kröfuhafa í þrotabúunum sem lánuðu Kaupþingi og Glitni fé og eru enn svokallaðir upprunalegir kröfuhafar sem vonast til að endurheimta hluta af töpuðu fé?”
Svar: Já, þetta gildir líka um upprunalega kröfuhafa. Þeir gerðu vel í því að selja ekki á hrakvirði eins og margir aðrir gerðu og hafa grætt vel á þeirri ákvörðun sinni. Þeir munu eins og aðrir kröfuhafar þurfa að færa eignir að raunvirði til að komast út fyrir höftin.
FROSTI SIGURJÓNSSON
22/04/2013
Framundan í Norðausturkjördæmi22/04/2013
Þjóðólfur kominn útÞjóðólfur er tímarit sem gefið er út í Suðurkjördæmi. Blaðið kom út í mars 2013 og í því eru viðtöl og greinar eftir frambjóðendur Framsóknar í kjördæminu. Blaðinu var dreift á öll heimili og fyrirtæki í kjördæminu.
Þess má geta að í því er sérstaklega skemmtileg umfjöllun um sveitir kjördæmisins sem kallast “Blessuð sértu sveitin mín” þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga segja stuttlega frá sínu sveitarfélagi.
22/04/2013
Dagur Austri kominn út21/04/2013
Nýtum auðlindirnar – sköpum störfUm daginn las ég ævisögu og rakst þar á setninguna:„við rákum fyrirtæki sem veitti 40 manns atvinnu.“ Ég hef alltaf borið virðingu fyrir fólki sem hefur verið stolt af því að geta veitt öðrum vinnu og með því lagt til samfélagsins. Eins og ber ég virðingu fyrir fólki sem er stolt af því að leggja til samfélagsins með því að greiða sína skatta.
Á Íslandi eigum við mikið af auðlindum, bæði mikið nýttar og ónýttar. Arður af auðlindum verður ekki til fyrr en einhver nýtir þær. Til að nýta auðlind þarf þekkingu og framtakssemi. Á síðustu árum hefur því miður oft verið talað niður til þeirra sem valið hafa að nota sína þekkingu og framtaksemi til þess.
Þjóðin hagnast á auðlindum sínum þegar úr þeim eru framleidd verðmæti, verðmætin geta verið vara sem við notum innanlands og spörum með því gjaldeyri eða vara sem við seljum úr landi. Fólk fær störf, greiðir skatta og notar launin sín til að kaupa aðra vöru. Fyrirtækið sem nýtir auðlindina greiðir launatengd gjöld og aðra skatta. Fyrirtækið þróar sína framleiðslu og kaupir til þess aðstoð og þekkingu annars staðar frá o.s.frv. Þannig nýtur þjóðin arðs af auðlindinni.
Hvernig skilar arður af auðlindunum sér best til þjóðarbúsins, er það með því að skapa sem flest störf á Íslandi? Eða er það með því að fá sem flestar krónur fyrir hráefnið? Eigum við að reyna að skapa sem flest störf og mest verðmæti við úrvinnslu úr fiskinum okkar eða að flytja sem mest út beint af hafnarbakkanum? Eigum við að flytja orkuna beint úr landi þannig að fyrirtækið Landsvirkjun hagnist sem mest á pappírunum eða eigum við að nýta orkuna til þess að skapa sem flest störf og verðmæti innanlands? Er ekki tímabært að umræðan um auðlindarnar okkar fari að snúast um það hversu mörg störf við getum byggt á þeim en ekki um hvernig megi taka sem mesta peninga út úr framleiðslunni. Þannig þarf umræðan um Landsvirkjun að snúast um það hvernig við getum nýtt orkuna til að skapa sem flest störf innan lands en ekki um það hvort Landsvirkjun geti fengið fleiri krónur í hagnað í ársreikningum með því að senda orkuna úr landi á meðan Íslendingar eru á atvinnuleysisbótum eða í vinnu í Noregi.
Auðlindir eru ekki óþrjótandi og með aukinni þekkingu og tækni höfum við þurft að taka ákvarðanir um það hverjir hafa nýtingaréttinn að þeim og hvaða auðlindir við viljum nýta. Þessi árin snýst umræðan í þjóðfélaginu um mótun framtíðarstefnu um það með hvaða hætti eigi að greiða fyrir nýtingarréttinn á auðlindunum. Höfum við nokkuð týnt aðalatriðunum í þeirri umræðu – sjálfbærni og atvinnusköpun?
Hver eru lykilatriðin í umræðu um auðlindirnar okkar:
Líneik Anna Sævarsdóttir, skipar 3. sæti á framboðslista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.
20/04/2013
Ríkisstjórn sem þorir„Miðað við málflutning annarra flokka er nú komin upp augljós hætta á því að hér muni skapast verðtryggingarríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og lítur sem svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið. Ríkisstjórn sem er tilbúin að beygja sig undir kröfur erlendra kröfuhafa en er ekki tilbúin að standa með íslenskum heimilum. Ég trúi því ekki að Íslendingar vilji þannig ríkisstjórn, ég trúi því að Íslendingar vilji ríkisstjórn sem þorir.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson m.a. í ræðu sinni á fjölmennum fundi Framsóknar á Grand Hótel í dag. „Við megum ekki, enn og aftur, glata þeim tækifærum sem stendur þjóðinni til boða þegar kemur að réttlæti fyrir heimilin.“
Nú þegar slétt vika er í kosningar hefur kosningabaráttan harðnað og mikið hefur verið sótt að Framsókn sem hefur mælst stærsti flokkur landsins upp á síðkastið. Sigmundur varaði fundargesti við erfiðri viku framundan en biðlaði jafnframt til þeirra að halda sig á málefnalegum nótum í allri gagnrýni á aðra flokka: „Þetta verður ljót kosningabarátta. Andstæðingar okkar, bæði til hægri og vinstri, virðast ekki sjá aðra leið en að ráðast á Framsókn og það er ekki gert á málefnalegum grundvelli. Flestir aðrir flokkar hafa síðustu vikur viðurkennt að aðferðir Framsóknar eru raunhæfar. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki þor til að taka á verkefnunum. Rökþrota um málefnin ráðast þeir því á okkur á persónulegan hátt. Þann hátt sem ég vildi að væri horfinn úr íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn munu ekki taka þátt í þannig kosningabaráttu. Við munum standa fyrir málefnalegri kosningabaráttu og berjast fyrir því að okkar baráttumál, afnám verðtryggingar og leiðrétting stökkbreyttra lána, nái fram að ganga. Eina leiðin til að tryggja að þessi mál nái fram að ganga er að Framsókn fái nægilega mikinn og góðan stuðning til að samningsstaða flokksins sé sem sterkust þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.“
Hér má finna myndir af fundinum:
https://www.flickr.com/photos/