Categories
Fréttir

Willum Þór kynnir nýjan samning við sérgreinalækna – stórt samfélagslegt mál

Deila grein

27/06/2023

Willum Þór kynnir nýjan samning við sérgreinalækna – stórt samfélagslegt mál

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýjan fimm ára samning sérlækna við Sjúkratrygginar Íslands á ríkisstjórnarfundi í morgun.

„Þetta eru mikil ánægjuleg tímamót. Þetta er mjög stórt samfélagspólitískt mál. Þetta er auðvitað í stjórnarsáttamála, áform um að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er stór liður í því,“ sagði Willum Þór

„Þetta er samningur sem gerður er í góðri sátt þar sem horft er til framtíðar og hvernig og við þróum þjónustuna í takt við þjónustuþörf samfélagsins,“ sagði Willum Þór ennfremur.

Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafa náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Samningurinn er langtímasamningur til 5 ára og tekur samningurinn að fullu gildi 1. september 2023. Samningurinn stuðlar að umtalsverðri lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna og myndar styrka umgjörð um starfsemi sérfræðilækna sem stuðlar bæði að framþróun þjónustunnar og auknu aðgengi að henni.

Í samningnum er aukið fjármagn til þjónustu sérgreinalækna um 4,2 milljarða á ársgrundvelli en megin hluti þeirra hækkunar er tilkomin vegna verðlags- og launaþróunar. Aukin þátttaka Sjúkratrygginga í kostnaði þjónustunnar leiðir til lægri kostnaðar fyrir sjúklinga þar sem aukagjöld, sem lögð hafa verið á þjónustuna undanfarin ár, falla niður. Ætla má að með nýjum samning lækkar greiðsluþáttaka almennings um allt að 3 milljarða á ári. Samningurinn felur í sér mikinn ávinning fyrir almenning og tryggir jafnt aðgengi að þjónustu sérfræðilækna óháð efnahag. Með samningnum er bundinn endi á þá óvissu og óhagræði sem hlotist hefur af samningsleysi undanfarinna ára en sérgreinalæknar hafa verið samningslausir síðan í janúar 2019.

Á samningstímanum verður unnið að ýmsum samstarfsverkefnum sem er ætlað að efla umgjörð starfsemi sérgreinalækna með það að markmiði að auka þjónustu við sjúklinga og tryggja að starfsemi sérgreinalækna endurspegli öra þróun læknavísinda. Samningnum er ætlað að styðja við framþróun í þjónustu sérfræðilækna með sérstakri áherslu á nýsköpun, stafræna þróun og fjarðheilbrigðisþjónustu Samningurinn felur í sér ýmis nýmæli þessu til stuðnings og ber helst að nefna sértaka hvata til lækna að vinna innan svonefndra starfsheilda sem sinna gæðamálum, stuðla að bættu aðgengi að þjónustu og styðja við þverfaglega teymisvinnu. Jafnframt verður komið verður á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár.

Categories
Fréttir

Allir umsækjendur fá boð um skólavist í dag – starfsbrautir í fleiri framhaldsskóla en áður!

Deila grein

23/06/2023

Allir umsækjendur fá boð um skólavist í dag – starfsbrautir í fleiri framhaldsskóla en áður!

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að þau börn sem sóttu um nám á starfsbrautum framhaldsskóla fái boð um skólavist. Hann hefur lagt mikla áherslu á að öll börn fái boð um skólavist eins fljótt og auðið er. Mennta- og barnamálaraðuneytið ásamt Menntamálastofnun, í samvinnu við framhaldsskóla, hafa unnið að því síðustu vikur að tryggja að svo verði.

Liggur nú fyrir að öll börn sem sóttu um nám á starfsbraut fá boð um skólavist. Starfsbrautin er ætluð nemendum sem hafa fengið umtalsverða sérkennslu í grunnskóla og hafa ekki forsendur til að stunda nám á öðrum brautum.

„Umsóknum um nám á starfsbrautum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Það er afar mikilvægt að við tökum vel utan um þennan viðkvæma hóp og tryggjum þátttöku ólíkra hópa, ekki bara i menntakerfinu heldur samfélaginu öllu,“ segir Ásmundur Einar.

Til þess að koma betur til móts við sem flest börn í framhaldskólakerfinu verða opnaðar starfsbrautir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík næsta haust auk þess sem nær allir framhaldsskólar stækka brautir sínar frá því sem verið hefur. Þetta er í fyrsta sinn sem Kvennaskólinn og MR innrita nemendur á starfsbraut.

„Ég er sérstaklega ánægður með góð viðbrögð skólafólks um land allt og finn fyrir miklum vilja til þess að tryggja að skólakerfið mæti öllum börnum. Það er mikið gleðiefni að Kvennaskólinn og Menntaskólinn í Reykjavík ætli að innrita nemendur á starfsbraut í fyrsta sinn í sögu skólanna,“ segir Ásmundur Einar.

Jafnframt hefur Verzlunarskóli Íslands lýst yfir vilja til að skoða uppbyggingu starfsbrautar í skólanum frá haustinu 2024. Þá hefur ráðherra sett af stað vinnu sem miðar að því að koma þessum málum í betri farveg til framtíðar.

Categories
Fréttir Greinar

Stór­felld upp­bygging hag­kvæmra í­búða

Deila grein

23/06/2023

Stór­felld upp­bygging hag­kvæmra í­búða

Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað.

Stofnframlög og hlutdeildarlán

Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða.

Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði.

Samfélagslega mikilvægt

Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna.

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 23. júní 2023.

Categories
Fréttir Greinar

2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni

Deila grein

22/06/2023

2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni

Á þriðju­dag var stór stund í húsa­kynn­um Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar þegar kynnt var þriggja millj­arða út­hlut­un til upp­bygg­ing­ar hag­kvæmra íbúða fyr­ir tekju- og eignam­inni. Á ár­un­um 2023-2025 verða byggðar 2.800 íbúðir fyr­ir þenn­an hóp sem er veru­leg aukn­ing frá fyrri áætl­un­um. Þar af verða 800 byggðar á þessu ári. Þessi út­hlut­un er liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að mæta þrýst­ingi á hús­næðismarkaði á krefj­andi verðbólgu­tím­um. Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að tvö­falda fram­lög til stofn­lána til leigu­íbúða inn­an al­menna íbúðakerf­is­ins og hlut­deild­ar­lána til íbúðakaupa. Fjár­mögn­un er tryggð með svig­rúmi í fjár­mála­áætl­un og hliðrun annarra verk­efna.

Minni sveifl­ur – meira jafn­vægi

Mik­il­væg­asta verk­efni þess­ara miss­era er að skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Við höf­um á síðustu árum og ára­tug­um upp­lifað gríðarleg­ar sveifl­ur á hús­næðismarkaðinum sem hafa ákaf­lega mik­il áhrif á verðbólgu og þar af leiðandi vaxtaum­hverfi fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja. Þess­ar miklu sveifl­ur koma verst niður á þeim sem minnst hafa á milli hand­anna.

Stuðning­ur til að eign­ast eða leigja

Við höf­um á síðustu árum verið að búa til nýja um­gjörð til að styðja við ungt fólk og aðra tekju­lága hópa við að eign­ast eða leigja hús­næði á viðráðan­legu verði. Skipta má kerf­inu í tvo hluta. Ann­ars veg­ar er það stofn­lána­kerfið þar sem stutt er við upp­bygg­ingu leigu­íbúða inn­an al­menna hús­næðis­kerf­is­ins. Með því að ríki og sveit­ar­fé­lög leggi til stofn­fram­lög til upp­bygg­ing­ar á veg­um óhagnaðardrif­inna leigu­fé­laga á borð við Bjarg og Bríeti þá er lagður grunn­ur að öfl­ugu al­mennu íbúðakerfi þar sem áhersl­an er lögð á að leigu­fjár­hæð sé að jafnaði ekki um­fram fjórðung tekna. Þar sem ekki er greidd­ur út arður úr leigu­fé­lag­inu þá munu fjár­mun­ir sem safn­ast upp inn­an þeirra verða nýtt­ir til frek­ari upp­bygg­ing­ar á leigu­íbúðum til tekju- og eignam­inni hópa.

Hins veg­ar er það hlut­deild­ar­lána­kerfið. Hlut­deild­ar­lán fel­ast í því að ríkið fjár­fest­ir 20% í eign­inni með fyrsta kaup­anda eða kaup­anda sem hef­ur ekki átt eign í til­tek­inn tíma og því þarf kaup­and­inn ein­ung­is að reiða fram 5% kaup­verðs í út­borg­un. Eng­ir vext­ir eða af­borg­an­ir eru af hlut­deild­ar­láni og þegar eign­in er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Há­marks­verð er á íbúðunum þannig að þær verði eins hag­kvæm­ar eins og kost­ur er með til­skil­inni stærð og her­bergja­fjölda. Þessi sér­eign­ar­leið höfðar til þeirra sem frek­ar vilja eiga en leigja.

Mark­mið að minnka þrýst­ing

Nú er tím­inn fyr­ir stjórn­völd til að stíga inn með stuðning við þá hópa sem erfiðast eiga með að eign­ast hús­næði eða leigja. Auk­inn stuðning­ur við upp­bygg­ingu hús­næðis fyr­ir þessa hópa er sveiflu­jöfn­un­araðgerð sem lækk­ar þrýst­ing­inn sem er á hús­næðismarkaði og minnk­ar lík­urn­ar á mikl­um hækk­un­um þegar fram í sæk­ir. Í fyrsta skipti eru stjórn­völd kom­in með heild­ar­y­f­ir­sýn yfir hús­næðismál­in. Nú liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um hvernig hús­næði þarf að byggja, fyr­ir hverja og hvar, en einnig hvaða áform eru fyr­ir hendi um íbúðaupp­bygg­ingu. Sú yf­ir­sýn sem hef­ur náðst með nýju innviðaráðuneyti sem hús­næðis-, skipu­lags- og sveit­ar­stjórn­ar­mál heyra und­ir er gríðarlega mik­il­væg. Hið góða sam­starf á milli Hús­næðis- og mann­virkja­stof­un­un­ar, Skipu­lags­stofn­un­ar í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög um að gera fer­il hús­næðis­upp­bygg­ing­ar að einu og skil­virku ferli er hryggj­ar­stykkið í því að okk­ur tak­ist að vinda ofan af því ójafn­vægi sem nú rík­ir í hús­næðismál­un­um.

Rétt­læti á hús­næðismarkaði

Nú er rétt ár síðan ég und­ir­ritaði ramma­sam­komu­lag við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um sam­eig­in­lega sýn um upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis og mark­mið um 35 þúsund nýj­ar íbúðir á næstu tíu árum. Hálft ár er liðið frá fyrsta sam­komu­lagi innviðaráðuneyt­is­ins og HMS við Reykja­vík­ur­borg. Þetta þétta sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga mark­ar tíma­mót í upp­bygg­ingu hús­næðis og mark­ar leiðina að jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Jafn­vægi sem mun tryggja meira rétt­læti og ör­yggi á hús­næðismarkaði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 2023.

Categories
Greinar

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Deila grein

22/06/2023

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Suður­nesja­bær, sem varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis og Garðs árið 2018, hýs­ir nú tæp­lega 4.000 íbúa. Þar er hins veg­ar ekki um neina heilsu­gæslu að ræða né hjúkr­un­ar­heim­ili og þurfa því íbú­ar að leita til annarra sveit­ar­fé­laga eft­ir heil­brigðisþjón­ustu. Ef mið er tekið af stærð er bæj­ar­fé­lagið eina sveit­ar­fé­lagið á Íslandi sem stend­ur í þeim spor­um. Gríðarlega hef­ur fjölgað í sveit­ar­fé­lag­inu á und­an­förn­um árum og er sveit­ar­fé­lagið með stórt og mikið verk­efni í fang­inu sem snýr að vega­laus­um börn­um þar sem flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar er staðsett í Suður­nesja­bæ og fell­ur því þessi mála­flokk­ur sjálf­krafa á barna­vernd sveit­ar­fé­lags­ins með til­heyr­andi kostnaði sem það hef­ur í för með sér.

Bæj­ar­yf­ir­völd og íbú­ar í Suður­nesja­bæ hafa lengi kallað eft­ir því að þjón­ust­an verði end­ur­vak­in líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjón­ustu í vax­andi sam­fé­lagi sem er nú orðið næst­stærsta sveit­ar­fé­lag Suður­nesja. Sveit­ar­fé­lagið hef­ur nú þegar boðið fram hent­ugt hús­næði und­ir starf­sem­ina sem bæði er vel staðsett, með næg­um bíla­stæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð.

Í álykt­un Alþing­is um heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 kem­ur fram að heilsu­gæsluþjón­usta sé veitt öll­um. Heilsu­gæsl­unni er ætlað stórt hlut­verk í heil­brigðisþjón­ustu við lands­menn sam­kvæmt lög­um. Hún á að vera fyrsti viðkomu­staður fólks í heil­brigðis­kerf­inu þar sem not­end­ur eiga kost á al­menn­um lækn­ing­um, hjúkr­un, end­ur­hæf­ingu, heilsu­vernd og for­vörn­um. Jafn­framt kem­ur fram að heilsu­gæsluþjón­usta er veitt í öll­um heil­brigðisum­dæm­um og skipu­lögð af heil­brigðis­stofn­un hvers heil­brigðisum­dæm­is. Starfs­stöðvar heilsu­gæslu eru víða og aðgengi að jafnaði nokkuð gott á lands­byggðinni.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um heilsu­gæsl­ur á lands­byggðinni sem kom út 2018 kem­ur fram að 18 heilsu­gæslu­sel séu staðsett á land­inu og eru þau rek­in af heil­brigðis­stofn­un­um hvers heil­brigðisum­dæm­is. Sem stend­ur er HSS eina heil­brigðis­stofn­un­in á lands­byggðinni sem ekki starf­ræk­ir heilsu­gæslu­sel. Nauðsyn­legt er að tryggja getu HSS til þess að opna á ný þjón­ust­ur heilsu­gæslu­sela á Suður­nesj­um sam­fara aukn­um áhersl­um á aðgengi og fyr­ir­byggj­andi þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Suður­nesja­bæ eru öll boðin og búin að hefja form­leg­ar viðræður við heil­brigðisráðuneytið og for­svars­menn HSS við fyrsta tæki­færi svo að hægt sé að und­ir­búa hús­næðið sem Suður­nesja­bær hef­ur upp á að bjóða und­ir slíka starf­semi.

Um er að ræða stórt rétt­læt­is­mál fyr­ir íbúa Suður­nesja­bæj­ar, að heil­brigðisþjón­usta verði í boði í sveit­ar­fé­lag­inu líkt og í öll­um öðrum sveit­ar­fé­lög­um á Íslandi af þess­ari stærð.

Það er ein­læg von mín að heil­brigðisráðherra og þing­menn í Suður­kjör­dæmi muni beita sér fyr­ir því að hafn­ar verði form­leg­ar viðræður við Suður­nesja­bæ við fyrsta tæki­færi svo að hægt sé að marka skýra stefnu og sýn sem mun stuðla að opn­un heil­brigðisþjón­ustu í Suður­nesja­bæ.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 2023.

Categories
Fréttir

Bréf frá formanni Þingflokks Framsóknar

Deila grein

21/06/2023

Bréf frá formanni Þingflokks Framsóknar

Í lok síðustu viku var fundum Alþingis frestað til 12. september. Þó svo við þingmenn séum komnir í frí frá þingfundum er ekki þar með sagt að við séum komin í sumarfrí. Nú nýtum við tækifærið til að heyra í ykkur, funda með fólki í kjördæmunum okkar og undirbúa næsta þingvetur. Hér má nálgast minnisblað með yfirliti yfir þingmál þingmanna Framsóknar  síðastliðinn þingvetur. Þar kennir ýmissa grasa sem endurspeglar fjölbreytni þingflokksins.

Verðbólgan er og verður eitt umfangsmesta verkefni stjórnvalda komandi mánaða. Ríkisstjórnin kynnti fyrir hálfum mánuði aðgerðir til að vinna gegn hárri verðbólgu og frekari hækkun vaxta, hægt er að nálgast þær upplýsingar inn á vef stjórnarráðsins. Áður hafði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 komið fram og verið skýr varðandi fjármálastefnuna, um umsvif og rekstur hins opinbera og markmið hagstjórnarinnar. Var farið vel yfir það í síðasta bréfi.

Þá kynnti formaður okkar, Sigurður Ingi Jóhannsson, á fundi hjá HMS í gær lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu. Hér er um að ræða áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Stefnt að því að byggja 2.800 íbúðir fyrir þennan hóp á árunum 2023-2025 í stað 1.250 íbúða sem áður var áætlað. Þar af verða 800 byggðar þegar á þessu ári. Með þessum aðgerðum sem nú hafa verið kynntar er verið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Hér er um að ræða lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Til þess að við getum ná markmiðum okkar um að ná niður verðbólgu þurfum við að sýna ábyrgð og stíga skref sem styðja við aðgerðir Seðlabankans. Á sama tíma og við ætlum okkur að sporna gegn þenslu höfum við það ávallt að leiðarljósi að verja sérstaklega viðkvæma hópa fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana.

Í lok hvers þingvetrar er haldinn eldhúsdagur

Ræðumenn Framsóknar á eldhúsdegi Alþingis voru undirrituð og Jóhann Friðrik Friðriksson. Í ræðu minni kom ég inn á mikilvægi þess að bæta réttarkerfið og samfélagið þolendum ofbeldis til hagsbóta. Við eigum að skapa öruggan grundvöll fyrir þolendur ofbeldis til að koma reynslu sinni á framfæri og vinna úr henni, stytta málsmeðferðartíma enn frekar. Í máli mínu fór ég einnig inn á þau áhrif sem slaufun getur haft á einstaklinga, þó svo að fólk tengi slaufun við þekkta einstaklinga er hún því miður í öllum lögum samfélagsins. Getur beinst gegn þolanda, meintum geranda auk þess sem hún er farin að sýna sig hjá börnunum okkar og ungmennum sem fylgja fordæmi sinna fyrirmynda og beita útskúfun og jafnvel líkamlegu – eða stafrænu ofbeldi hvort gegn öðru.  Hlutverk samfélagsins hlýtur að vera að finna raunverulegar leiðir til að útrýma ofbeldi og skapa öryggi. Þar til við höfum náð því markmiði viljum við finna jafnvægi þar sem skilningur, ábyrgð og skýrar leiðir til betrunar og sátta eru leiðandi sjónarmið fyrir alla aðila.  Eitt skref í þá átt er fundurinn sem haldinn verður í haust, þar sem við hefjum samtalið, vinnum þvert á ráðuneyti í samvinnu við alla þá aðila sem hlut eiga að máli. 

Jóhann Friðrik fór vel yfir gildi Framsóknar, þar sem við leggjum áherslu á landið allt og höfum í heiðri gildi félagshyggju, samvinnu og lýðræðis. Við fjárfestum í fólki, frá velferð barnanna okkar og yfir í að það sé gott að eldast hér á landi. Allt þar á milli eru áskoranir varðandi fjórðu iðnbyltinguna, hagkerfið og verðbólgu. En að við minnum okkur á að það sé gott að búa á Íslandi.

Þá vil ég nýta hér tækifærið og þakka ykkur sem sáuð ykkur fært um að mæta á vorfund miðstjórnar. Það var ánægjulegt að hitta svo mikið af góðu Framsóknarfólki og má eflaust fullyrða að fáir flokkar standa að svo öflugu baklandi eins og við í Framsókn. Formaðurinn okkar, Sigurður Ingi Jóhannsson, fór  þar yfir aðgerðir í húsnæðismálum sem er eitt af stóru og mikilvægu verkefnum okkar ásamt því að ná niður verðbólgunni.  Einnig taldi hann upp þau mikilvægu mál sem náðu fram að ganga hjá okkar ráðherrum á líðandi þingvetri og starfið fram undan.  Skráning í málefnastarf Framsóknar var kynnt á fundinum og hefur verið opnað fyrir skráningu allra sem skráð eru í Framsókn. Vil ég hvetja ykkur til þátttöku í málefnastarfinu – með því að smella hér má nálgast skráningarformið og val um málefnaflokka.

Fundurinn var í styttri kantinum eins og vorfundir eru gjarnan en engu að síðu mikilvægur. Því eins og formaðurinn sagði, þá á jú einnig að vera gaman að starfa í kringum pólitík. Fólkið í flokknum er það sem gerir starfið skemmtilegt sem sýndi sig með góðu spjalli og skemmtun fram á kvöld.

Í lokin vil ég nefna ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun veiða á langreyðum eða fram til 31. ágúst. Ákvörðunin kemur á óvart enda skammur fyrirvari þar til áætlaðar veiðar áttu að hefjast. Ykkur til upplýsinga er þingflokkurinn í þéttu samtali varðandi málið, sömuleiðis er formaður atvinnuveganefndar Alþingis Stefán Vagn Stefánsson að undirbúa opinn fund með ráðherra vegna þessa.

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa haft samband við þingflokkinn í vetur, mætt á fundi og tekið þátt í starfi flokksins með einum eða öðrum hætti. Það er ómetanlegt fyrir okkur að fá upplýsingar, hvatningu og eins rýni til gagns.

Ég óska ykkur öllum góðra stunda og vona að þið njótið sumarsins með öllu því sem því fylgir með von um að þessi gula láti sjá sig sem oftast og lengst.

Framtíðin er björt með Framsókn!
Með kveðju frá Akureyri,
Ingibjörg Isaksen
Categories
Fréttir Greinar

Björg í þjóðarbú

Deila grein

21/06/2023

Björg í þjóðarbú

Það mun­ar um ferðaþjón­ust­una. Hlut­ur ferðaþjón­ustu í lands­fram­leiðslu árs­ins 2022 nem­ur 7,8% og út­gjöld er­lendra ferðamanna námu 390,4 millj­örðum króna og er áætlað að rúm­lega 18 þúsund ein­stak­ling­ar hafi starfað við ferðaþjón­ustu í fyrra. Það gef­ur auga­leið að fyr­ir lítið opið hag­kerfi er nauðsyn­legt að hafa öfl­ug­ar út­flutn­ings­stoðir eins og ferðaþjón­ust­una. Eft­ir mik­inn sam­drátt er ferðaþjón­ust­an aft­ur orðin sú at­vinnu­grein sem skap­ar mest­an er­lend­an gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið. Síðustu fjóra árs­fjórðunga skilaði grein­in 411 millj­örðum króna í út­flutn­ings­tekj­ur eða tæp­um fjórðungi heild­ar­út­flutn­ingstekna þjóðarbús­ins. Það ger­ir grein­ina að stærstu gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein lands­ins.

Ferðaþjón­ust­an er ein ár­ang­urs­rík­asta byggðaaðgerð Íslands­sög­unn­ar – sjálfsprott­in at­vinnu­upp­bygg­ing um allt land. Á ár­un­um 2009-2019 skapaði ferðaþjón­usta að jafnaði 500 ný störf á ári á lands­byggðinni. Það er gríðarlega mik­il­vægt að þessi þróun tap­ist ekki. Ferðaþjón­ust­an hef­ur einnig átt stór­an þátt í að auka lífs­gæði okk­ar með ríku­legra mann­lífi, ný­stár­legu fram­boði af afþrey­ingu og góðum mat og gefið Íslend­ing­um tæki­færi til að víkka út tengslanet sín svo dæmi séu tek­in. Sá aukni áhugi á Íslandi sem fylg­ir ferðaþjón­ust­unni hef­ur einnig aukið skiln­ing lands­manna á eig­in landi – og varpað ljósi á hversu sér­stakt það er fyr­ir margra hluta sak­ir. Það er ánægju­legt að geta tekið á móti fjölda gesta og deilt með þeim nátt­úru okk­ar, sögu og menn­ingu. Það er mik­il­vægt að ferðaþjón­ust­an fái svig­rúm og tæki­færi til að vaxa enn frek­ar en mark­miðið er sjálf­bær upp­bygg­ing ferðaþjón­ustu til lengri tíma í sátt við nátt­úr­una og menn, sem áfram­hald­andi lyk­il­stoð í okk­ar efna­hags­lífi. Sam­hliða end­ur­reisn ferðaþjón­ust­unn­ar hef­ur fyr­ir­komu­lag gjald­töku í grein­inni verið skoðað með það að mark­miði breikka skatt­stofn­inn og tryggja jafn­ræði aðila á markaði, meðal ann­ars fyr­ir­komu­lag gistinátta­gjalds í sam­vinnu við ferðaþjón­ust­una og sveit­ar­fé­lög­in með það að mark­miði að sveit­ar­fé­lög­in njóti góðs af gjald­tök­unni.

Ýmsir í sam­fé­lag­inu hafa talið að allt það sem ferðaþjón­ust­an legg­ur til sam­fé­lags­legr­ar upp­bygg­ing­ar sé ekki um­tals­vert og líta svo á að vas­ar at­vinnu­grein­ar­inn­ar séu óþrjót­andi. Þeir hinir sömu eru jafn­vel til­bún­ir að stíga skref sem ógna sam­keppn­is­hæfni ferðaþjón­ust­unn­ar og átta sig ekki á hinni þjóðhags­legu heild­ar­mynd. Það er úti­lokað í mín­um huga að samþykkja til­lög­ur um aukna gjald­heimtu eins og OECD legg­ur til í nýrri skýrslu, séu þær þess eðlis að þær stefni í hættu sam­keppn­is­hæfni ferðaþjón­ust­unn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. júní 2023.

Categories
Fréttir

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Deila grein

21/06/2023

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Alls voru veittir styrkir til 57 verkefna til margvíslegra framkvæmda og endurbóta á hjúkrunarheimilum um allt land, auk nýframkvæmdar við byggingu þjónustumiðstöðvar í Grindavík.

Úthlutanirnar eru í samræmi við tillögur stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra sem leggur mat á umsóknir í samræmi við reglugerð um sjóðinn og gerir tillögur til ráðherra um úthlutanir úr honum.

Hæsta framlagið að þessu sinni, tæpar 112 milljónir króna, fer til Grindavíkurbæjar til byggingar þjónustumiðstöðvar með félagsaðstöðu fyrir aldraða. Við mat á umsóknum og forgangsröðun úthlutana lagði stjórnin sérstaka áherslu á verkefni sem miða að bættum aðbúnaði íbúa, s.s. breytingu fjölbýla í einbýli, endurbótum á hreinlætisaðstöðu, aðgengismál og endurbætur á öryggiskerfum. Einnig var áhersla lögð á brýn viðhaldsverkefni, bættan aðbúnað í sameiginlegum rýmum íbúa og endurbætur á starfsmannarýmum.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um þá aðila sem hljóta framlög úr sjóðnum að þessu sinni og til hvaða verkefna.

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni – 2.800 íbúðir á næstu þremur árum

Deila grein

20/06/2023

Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni – 2.800 íbúðir á næstu þremur árum

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, kynnti stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni á fundi hjá HMS í hádeginu. Sigurður Ingi upplýsti að samtals væri stefnt að því að byggja 2.800 íbúðir fyrir þennan hóp á árunum 2023-2025 í stað 1.250 íbúða sem áður var áætlað. Þar af verða 800 byggðar þegar á þessu ári. Þetta er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu en stjórnvöld hafa ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun er tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna.

Sigurður Ingi sagði einnig frá því að reglugerð um hlutdeildarlán hafi í dag verið breytt til að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Hlutdeildarlán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem ekki hefur átt íbúð undanliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörk. Meðal breytingar er að hámarksverð íbúða hefur verið uppfært, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Einnig verður þjónusta bætt með því að hlutdeildarlánum verður nú framvegis úthlutað mánaðarlega en ekki annan hvern mánuð.

„Eitt mikilvægasta verkefni okkar er að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er þjóðhagslega brýnt að gott aðgengi sé að íbúðum á viðráðanlegu verði sem dregur úr ójöfnuði í samfélaginu. Stofnframlög ríkis og sveitarfélaga leggja grunn að lægra leiguverði til neytenda og því er mikilvægt að stórauka fjármagn til hagkvæmra íbúða fyrir þau sem eru tekju- og eignaminni. Stofnlánakerfið hefur reynst vel en markmiðið er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

3 milljörðum úthlutað til byggingar á 286 íbúðum

Á fundinum í dag fór fram fyrri úthlutun ársins á stofnframlögum. Úthlutað var til byggingar á 286 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignalága í sextán sveitarfélögum. 70% íbúðanna eru á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni.

Heildarfjárhæð framlaga ríkisins eru rúmlega þrír milljarðar króna (3.050 ma. kr.) Sveitarfélög veita tæplega 1,8 milljarða (1.757 ma. kr.) framlag á móti framlagi ríkisins til íbúðanna.

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir Greinar

Lýðveldið og framtíðin

Deila grein

17/06/2023

Lýðveldið og framtíðin

Það var fram­sýnt og þýðing­ar­mikið skref sem Alþingi Íslend­inga steig fyr­ir 79 árum, þegar tek­in var ákvörðun um stofn­un lýðveld­is­ins Íslands. Þar með lauk bar­áttu þjóðar­inn­ar fyr­ir fullu frelsi og nýr kafli í sögu henn­ar hófst. Það er enn rík ástæða til þess að fagna þess­um tíma­mót­um. Við fögn­um þess­um áfanga í dag en hverj­um þjóðhátíðar­degi má líkja við vörðu á veg­ferð frels­is og fram­fara til þess að gera ís­lenskt þjóðfé­lag betra í dag en það var í gær.

Saga fram­fara

Sum­um þótti það svaðilför og fjar­stæðukennt á sín­um tíma að þjóð sem taldi inn­an við 130 þúsund manns í svo stóru og víðfeðmu landi gæti dafnað og vaxið sem sjálf­stæð þjóð. Þegar litið er yfir tíma­bilið frá lýðveldis­töku þá er niðurstaðan skýr og ótví­ræð. Íslend­ing­um hef­ur farn­ast vel við að reisa þrótt­mikið og öfl­ugt sam­fé­lag sem þykir einkar far­sælt til bú­setu. All­ar göt­ur frá lýðveld­is­stofn­un hafa alþjóðateng­ing­ar verið sterk­ar og þjóðar­tekj­ur á hvern íbúa eru með þeim mestu í ver­öld­inni og lífs­kjör mjög góð í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Staða Íslands er sterk í sögu­legu sam­hengi þegar flest­ir vel­sæld­ar­mæli­kv­arðar eru kannaðir og skap­andi grein­ar blómastra. Slík­ur ár­ang­ur er ekki sjálf­gef­inn held­ur ligg­ur að baki þrot­laus vinna kyn­slóðanna sem byggt hef­ur landið.

Ábyrgð stjórn­mál­anna

Stjórn­mála­mönn­um hvers tíma er fal­in mik­il ábyrgð að halda á því fjör­eggi sem stjórn lands­ins er. Her­mann Jónas­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, komst vel að orði í blaðagrein sinni Lýðveldið og framtíðin í 17. júní út­gáfu Tím­ans árið 1944. Þar rit­ar Her­mann; „Í stað bar­átt­unn­ar fyr­ir því að öðlast sjálf­stæðið, hefst ný bar­átta því til varn­ar. Það er sá þátt­ur, sem nú er að hefjast. Það verður meg­in­hlut­verk okk­ar, er nú lif­um, – að tryggja hinu fengna frelsi ör­ugg­an, efna­leg­an og menn­ing­ar­leg­an grund­völl og skila því síðan óskertu til óbor­inna kyn­slóða“. Þetta eru orð að sönnu sem ávallt eiga er­indi við stjórn­mál­in. Að und­an­förnu höf­um við verið minnt á að frjáls sam­fé­lags­gerð er ekki sjálf­gef­in, meðal ann­ars með ófyr­ir­leit­inni og ólög­legri inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. Árás­in vek­ur upp ófriðardrauga fortíðar frá tím­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar og kalda stríðsins. Þessi ógn­vekj­andi at­b­urðarás alþjóðamál­anna hef­ur sýnt enn frek­ar fram á mik­il­vægi breiðrar sam­vinnu þjóða til að rækta þau grunn­gildi sem mestu máli skipta: Frelsi, lýðræði og mann­rétt­indi.

Aðals­merki þjóðar­inn­ar

Tveir af horn­stein­um lýðræðis­sam­fé­lags­ins eru frjáls­ar kosn­ing­ar og öfl­ug­ir fjöl­miðlar. Það er eng­um vafa und­ir­orpið að öfl­ug­ir fjöl­miðlar skiptu sköp­um í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar. Miðlun frétta á þjóðtung­unni okk­ar, ís­lensku, var ein helsta rök­semd þess að Íslend­ing­ar væru sér­stök þjóð og að sjálf­stæðis­kröf­ur okk­ar væru rétt­mæt­ar. Vék Her­mann Jónas­son einnig að þessu í fyrr­nefndri þjóðhátíðarút­gáfu Tím­ans árið 1944: „Eitt er víst. Blaðakost­ur á Íslandi er til­tölu­lega sterk­ur. Hann mót­ar móður­málið okk­ar, sem er aðals­merki þjóðar­inn­ar og grund­vall­ar­rétt­ur henn­ar til sjálf­stæðis. Það eru og blöðin sem ráða lang­mestu um góðvilja milli manna og flokka. Blöðin ráða miklu um það, hvaða stefnu áhuga­mál al­menn­ings taka. Þau hafa eins, eins og nú er komið, mik­il áhrif á hugs­an­ir alls al­menn­ings, móta þær eða setja á þær sinn blæ viðkom­andi mönn­um og mál­efn­um. Þau eru skóli og upp­eld­is­stofn­un þjóðar – góður eða vond­ur.“ Það er áhuga­vert að lesa þessi orð Her­manns, 79 árum eft­ir að hann ritaði þau, og heim­færa upp á sam­tím­ann þar sem örar tækni­breyt­ing­ar, eins og í gervi­greind, hafa leitt af sér stór­ar áskor­an­ir fyr­ir fjöl­miðla hér á landi sem og tungu­málið okk­ar.

Stærsta sam­vinnu­verk­efni okk­ar kyn­slóða

Það er mik­il­vægt fyr­ir grund­völl lýðræðis­ins að tak­ast á við slík­ar áskor­an­ir af festu. Her­mann Jónas­son gerði sér grein fyr­ir nauðsyn þess að sjá fyr­ir hætt­ur og tak­ast á við þær frá fyrsta degi. Með það fyr­ir aug­um ritaði hann eft­ir­far­andi: „Það er ekki vanda­laust svo fá­mennri þjóð að vernda sjálf­stæði sitt og lifa menn­ing­ar­lífi sem sjálf­stæð þjóð. Þess­um vanda vilj­um við gera okk­ur grein fyr­ir þegar í upp­hafi. Hætt­urn­ar hverfa því aðeins að menn sjái þær nógu snemma til að af­stýra þeim.“ Í þess­um anda hafa þýðing­ar­mik­il skref verið tek­in á und­an­förn­um árum til þess að styðja við rit­stýrða einka­rekna fjöl­miðla til þess að gera þá bet­ur í stakk búna til þess að tak­ast á við hið breytta lands­lag, sinna lýðræðis­legu hlut­verki sínu og miðla efni á ís­lenskri tungu. Fjöl­miðlastefna og aðgerðir henni tengd­ar verða kynnt­ar í haust. Að sama skapi hef­ur ís­lensk tunga verið sett í önd­vegi með marg­háttuðum aðgerðum til þess að snúa vörn í sókn í henn­ar nafni, meðal ann­ars með mál­tækni­áætl­un stjórn­valda sem stuðlar að því að ís­lensk­an verði gerð gjald­geng í heimi tækn­inn­ar. Viðhald og vöxt­ur ís­lensk­unn­ar er um­fangs­mikið verk­efni sem er mik­il­vægt að heppn­ist vel. Ljóst er að það er ekki á færi ör­fárra ein­stak­linga að vinna slíkt verk, held­ur er um að ræða helsta sam­vinnu­verk­efni okk­ar kyn­slóða. Það er mik­il­vægt að vel tak­ist til enda geym­ir ís­lensk tunga sjálfs­mynd okk­ar sem þjóðar og er und­ir­staða lýðræðis­legr­ar umræðu hér á landi.

Lær­dóm­ar forfeðranna

Til­koma lýðveld­is­ins fyr­ir 79 árum síðan var heilla­drjúgt skref og aflvaki fram­fara. Sú staðreynd, að við get­um fjöl­mennt í hátíðarskapi til þess að fagna þess­um merka áfanga í sögu þjóðar­inn­ar, er ekki sjálf­sögð. Það bar­áttuþrek, sú þraut­seigja og bjart­sýni á framtíð Íslands, sem end­ur­speglaðist í orðum og gjörðum forfeðra okk­ar í sjálf­stæðis­bar­átt­unni, geym­ir mik­il­væga lær­dóma. Þar voru öfl­ug­ir fjöl­miðlarn­ir og þjóðtung­an í lyk­il­hlut­verki. Með sam­vinn­una að leiðarljósi ætl­um við í Fram­sókn að halda áfram að leggja okk­ar af mörk­um til þess að treysta stoðir Íslands, líkt og flokk­ur­inn hef­ur gert í tæp 107 ár, enda skipt­ir lýðveldið og framtíðin okk­ur öll miklu máli. Við ósk­um lands­mönn­um öll­um gleðilegr­ar þjóðhátíðar.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir og Ásmund­ur Ein­ar Daðason.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. júní 2023.