Categories
Uncategorized

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Deila grein

21/12/2020

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Páll Pét­urs­son, fyrr­ver­andi ráðherra og þingmaður, lést 23. nóv­em­ber síðastliðinn á Land­spít­al­an­um. Páll var í tvígang for­seti Norður­landaráðs, í seinna skiptið árið 1990 þegar starf­semi Norður­landaráðs markaðist mjög af sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­saltsland­anna. Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar í sjálf­stæðis­bar­áttu ríkj­anna, enda um flókið mál að ræða, en segja má að Páll hafi sett spor. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu nýtt upp­haf í starfi ráðsins.

Mikl­ar umræður urðu í for­sæt­is­nefnd ráðsins og á Norður­landaráðsþingi sem fram fór í Reykja­vík snemma árs 1990 um það hvernig Norður­landaráð gæti best sýnt Lett­um, Lit­há­um og Eist­lend­ing­um stuðning. Sum­ir vildu fara var­lega í sak­irn­ar til að styggja ekki um of sov­ésk yf­ir­völd og þar með knýja fram harka­leg viðbrögð sem gætu komið niður á Eystra­saltslönd­un­um. Aðrir voru mun rót­tæk­ari, vildu bjóða Sov­ét­mönn­um birg­inn og sýna Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en sam­stöðu og stuðning með skýr­um hætti. Þannig lagði einn þingmaður danska Fram­fara­flokks­ins til árið 1989 að þeim yrði strax boðin aðild að Norður­landaráði.

Rætt um um­hverf­is-, efna­hags- og menn­ing­ar­mál

Í októ­ber 1990 fór sendi­nefnd Norður­landaráðs und­ir for­ystu Páls, þáver­andi for­seta ráðsins, til Moskvu og síðan til höfuðborga Eystra­saltsland­anna. Þetta var tæpu ári áður en yf­ir­völd í Sov­ét­ríkj­un­um viður­kenndu sjálf­stæði ríkj­anna. Ferðin vakti mikla at­hygli og fjöl­menn­ur hóp­ur nor­rænna blaðamanna fylgdi þing­mönn­un­um. Mark­mið henn­ar var að kanna hvernig haga mætti sam­starfi Norður­landa við Sov­ét­rík­in og Eystra­saltslönd­in. Niðurstaðan var sú að heppi­leg­ast væri að koma á sam­vinnu á sviði um­hverf­is-, lýðheilsu-, mennta- og fjar­skipta­mála. Jafn­framt var rætt um að fræða Eystra­saltslönd­in um störf og hlut­verk þinga í lýðræðis­ríkj­um, en af skilj­an­leg­um ástæðum skorti nokkuð upp á þekk­ingu þeirra á þessu sviði. Sendi­nefnd­in fundaði með nýj­um leiðtog­um Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­en. „Okk­ar er­indi var fyrst og fremst að ræða um­hverf­is­mál, efna­hags- og menn­ing­ar­mál og koma á sam­bandi,“ sagði Páll í viðtali við Tím­ann eft­ir heim­sókn­ina. „Við gát­um ekki bannað þeim að tala um póli­tík eða um viðhorf sitt til henn­ar, sem þeir gerðu óspart.“

Ræðan um sjálf­stæðis­bar­átt­una vakti lukku

Henrik Hagemann, þáver­andi rit­ari dönsku lands­deild­ar­inn­ar, fylgdi sendi­nefnd Norður­landaráðs á ferðalag­inu og skrifaði löngu síðar um hana í bók­inni „Nor­d­en sett ini­från“. Þar seg­ir meðal ann­ars frá því þegar þing­menn­irn­ir voru í kvöld­verði í Ríga í boði mátt­ar­stólpa komm­ún­ista­flokks­ins á staðnum. Páll þurfti að flytja þakk­arræðu fyr­ir hönd sendi­nefnd­ar­inn­ar. „Han var en stor rund bondemand fra Nord­is­land, og bens­indig­heden selv,“ sagði Hagemann um for­seta Norður­landaráðs, „men den dag var han godt nervøs.“ Páll þurfti að koma á fram­færi já­kvæðum skila­boðum um sjálf­stæðis­bar­áttu land­anna en jafn­framt þurfti hann að forðast að móðga menn og valda ágrein­ingi. Hagemann bauðst til að skrifa fyr­ir hann ræðupunkta en Páll hafnaði því. Hann endaði á því að halda ræðu um sjálf­stæðis­bar­áttu Íslend­inga gegn Dön­um. Þetta vakti í fyrstu nokkra furðu hjá gest­gjöf­un­um og ef­laust líka nor­rænu þing­mönn­un­um, en brátt áttuðu menn sig á skila­boðunum: Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar bar­áttu og þeir sem tak­ast á geta síðar náð sátt­um og orðið góðir vin­ir. Ræðan vakti lukku.

Vandrötuð slóð

Af frétt­um og grein­um í blöðum frá þess­um tíma má ráða að Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar: „Sjálf­stæðis­bar­átta Eystra­salts­ríkj­anna, sem ég hef per­sónu­lega afar mikla samúð með, ger­ist ekki á auga­bragði, það hlýt­ur að þurfa að vera þróun og samn­ings­atriði, en hér er um flókið mál að ræða. Á hinn bóg­inn hlýt­ur maður líka að hafa samúð með Gor­bat­sjov og hans mönn­um, sem telja það sitt hlut­verk að halda rík­inu sam­an, því ef ríkið leys­ist upp þá get­ur þetta einnig logað allt sam­an í ill­deil­um. Það er hægt að hugsa sér það, að ef Gor­bat­sjov sleppti öllu lausu, þá myndi her­inn taka málið í sín­ar hend­ur. Ég hef ekki trú á að það yrði und­ir stjórn komm­ún­ista, það gæti al­veg eins orðið ein­hverj­ir fas­ista­dólg­ar eft­ir suður­am­er­ískri fyr­ir­mynd. Til þess má maður ekki hugsa. Þannig að þetta er vandrötuð slóð,“ sagði Páll í of­an­greindu viðtali í Tím­an­um.

Áhrif Norður­landaráðs vöktu mikla at­hygli

Full­trú­um Eystra­salts­ríkj­anna var boðið á Norður­landaráðsþing 1991 og eft­ir það hófst náið og traust sam­starf Norður­landaráðs við þing­in í þess­um lönd­um og sam­tök þeirra, Eystra­saltsþingið, sem stofnað var að nor­rænni fyr­ir­mynd. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu á ýms­an hátt nýtt upp­haf í starfi Norður­landaráðs sem lengi vel hafði farið mjög var­lega í að skipta sér af ut­an­rík­is­mál­um. Eft­ir að Gor­bat­sjov tók við völd­um í Sov­ét­ríkj­un­um árið 1985 og spenna í sam­skipt­um aust­urs og vest­urs minnkaði var orðið auðveld­ara fyr­ir Norður­lönd og Norður­landaráð að beita sér í sam­ein­ingu, ekki síst var staða Finn­lands orðin mun frjáls­ari en áður. Lík­lega má segja að áhrif Norður­landaráðs á alþjóðavett­vangi hafi aldrei orðið meiri en ein­mitt á þess­um árum í sam­skipt­un­um við Eystra­saltslönd­in og Sov­ét­rík­in og um­mæli og at­hafn­ir þing­mann­anna vöktu mikla at­hygli.

Ýmis af þeim úr­lausn­ar­efn­um sem Norður­landaráð og Norður­lönd stóðu frammi fyr­ir í tengsl­um við sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna eiga sér ef­laust hliðstæður í þeirri stöðu sem lönd­in eru nú í gagn­vart Hvíta-Rússlandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.

Categories
Uncategorized

Gleðilega þjóðhátíð landsmenn allir!

Deila grein

18/06/2020

Gleðilega þjóðhátíð landsmenn allir!

Happy Independence Day everyone!

Categories
Uncategorized

Ferðamennskan skiptir sköpum

Deila grein

18/06/2020

Ferðamennskan skiptir sköpum

′′Ferðamennskan skiptir sköpum á Íslandi og við leggjum megináherslu á að koma henni aftur á skrið. Um leið verðum við að gæta þess að þetta gerist á kerfisbundinn hátt. Þess vegna eru sameiginlegar norrænar lausnir varðandi opnun mikilvægar.“” ▪Ásmundur Einar Daðason / Félags- og barnamálaráðherra✅#áframveginn

Categories
Uncategorized

Atvinnuleysi minnkar

Deila grein

18/06/2020

Atvinnuleysi minnkar

Categories
Fréttir Uncategorized

Dregið verði úr álagi á fjölskyldumeðlimi – hvort sem á maka eða börn

Deila grein

31/01/2020

Dregið verði úr álagi á fjölskyldumeðlimi – hvort sem á maka eða börn

Ásgerður K. Gylfadóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að öflug heimahjúkrun, félagsleg heimaþjónusta og dagdvalarrými séu úrræði sem komi til móts við einstaklinga sem vegna langvinnra veikinda eða öldrunar þurfi á stuðningi að halda. Það dragi og úr álagi á fjölskyldumeðlimi, hvort sem á maka eða börn viðkomandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um örorku kvenna og álag við umönnun á Alþingi í gær.
„Bið eftir dvalarúrræði getur verið mjög erfið og tekið mjög á fjölskyldur og jafnvel fjarskylda ættingja einstaklinga sem eiga ekki neina aðra að,“ sagði Ásgerður.

„Aukið fjármagn þarf til heimahjúkrunar og kom fram í máli ráðherra að unnið væri að því. En mig langar að beina athyglinni að heimahjúkrun í byggðum úti á landi þar sem langt er að fara því að fjármagnið, eins og kerfið er byggt upp í dag, byggir svolítið á fjölda heimsókna frekar en því að langt sé að fara til eins einstaklings.“

„Það er verið að efla heimaþjónustu, dagdvalir, hjúkrunarrými og innleiða velferðartækni í heimaþjónustu. Þetta eru allt aðgerðir sem munu létta álagi af þeim umönnunaraðilum sem í dag eru að vinna þessi störf, en við skulum ekki gleyma forvörnunum.
Líkamleg virkni og styrktarþjálfun, ekki síst á efri árum, er forvörn sem ríkið ætti að koma með afgerandi hætti að með sveitarfélögunum. Það er fjárfesting sem mun draga úr þörf fyrir heilbrigðisþjónustu til langs tíma.
Það er líka forvörn fyrir okkur sem yngri erum að vera dugleg að hreyfa okkur og hugsa vel um okkur þannig að það komi seinna til þess að börnin okkar eða skyldmenni þurfi að fara að hugsa um okkur,“ sagði Ásgerður.

Categories
Uncategorized

SKILMÁLAR VEGNA SKRÁNINGAR Í FRAMSÓKNARFLOKKINN

Deila grein

01/07/2018

SKILMÁLAR VEGNA SKRÁNINGAR Í FRAMSÓKNARFLOKKINN

Framsóknarflokkurinn er stofnaður um tiltekin stefnumál og skoðanir, en ein af forsendum lýðræðis er að frjáls starfsemi um stjórnmálaskoðanir fái að þrífast. Af þeirri ástæðu njóta stjórnmálaflokkar stjórnskipulegrar verndar sem sérstaklega mikilvægar félagagerðir í lýðræðisríki. Með aðild að flokknum er tekið undir grundvallarsjónarmið hans.

Framsóknarflokknum er umhugað um að upplýsa flokksmenn um það sem er að gerast á vettvangi flokksins og stendur því fyrir víðtækri upplýsingamiðlun til flokksfélaga sinna. Jafnan felur aðild í sér að flokkur og flokksmaður eigi í samskiptum, m.a. um stefnumál, fundi, framboð, kosningar, fjármál auk annars sem tengist starfsemi flokksins. 

Með samþykkt skilmála þessa við umsókn um aðild að Framsóknarflokknum undirgengst umsækjandi skilmála þá sem settir eru fram í þessu skjali um öflun, varðveislu og vinnslu persónuupplýsinga í þeim tilgangi sem að neðan er lýst. Á það skal bent, að þegar sótt er um flokksaðild, verður umsækjandi að samþykkja sérstaklega að Framsóknarflokkurinn hafi heimild til að eiga samskipti við félagsmanninn með tölvupósti eða í gegnum síma.

Þær persónuupplýsingar sem gefnar eru upp við skráningu í Framsóknarflokkinn eru vistaðar á skrifstofu hans. Til að tryggja áreiðanleika eru þær uppfærðar eftir þörfum, t.d. með samkeyrslu við þjóðskrá.

Hér að neðan er yfirlit yfir upplýsingar sem flokkurinn kann að afla um flokksmenn og í hvaða tilgangi þessar upplýsingar eru varðveittar.

NAFN

Upplýsingarnar eru notaðar til að halda utan um nöfn þeirra sem aðild eiga að flokknum og einstökum félögum hans. Einnig til að halda utan um þá sem eru í styrktarmannakerfi, greiða félagsgjöld sem og þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Nöfn, heimilisföng og kennitölur eru notuð til að halda utan um þá sem búa í hverju sveitarfélagi og kjördæmi og eiga m.a. rétt til setu á félagsfundum, njóta kjörgengi í viðkomandi félögum og samböndum og rétt til þátttöku í aðferð við val á framboðslista í aðdraganda alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. 

KENNITALA

Fyrir utan ofangreint eru kennitölur einkum nýttar til að aðgreina þá sem bera sömu nöfn hvern frá öðrum. Kennitölur eru jafnframt notaðar til að afla upplýsinga um aldur og kyn flokksfélaga. Auk þess eru þær notaðar til að sækja mánaðarlega uppfærslu í þjóðskrá um lögheimili og aðrar upplýsingar sem þjóðskrá geymir. Sjá nánar í Persónuverndarstefnu flokksins. 

HEIMILISFANG OG PÓSTNÚMER

Upplýsingar um heimilisfang og póstnúmer eru nýttar til þess að skrá flokksfélaga í rétt flokksfélög innan flokksins, þ.e. þau flokksfélög og ráð sem starfrækt eru í því sveitarfélagi/póstnúmeri þar sem viðkomandi býr. Þá eru upplýsingar um heimilisfang og póstnúmer jafnframt notaðar til að koma áleiðis upplýsingum í pósti varðandi flokksstarfið. Sjá nánar í Persónuverndarstefnu flokksins. 

NETFANG

Netföng eru notuð í þeim tilgangi að senda upplýsingar til flokksfélaga, sem geta verið af hvaða tagi sem er og varðað t.d. viðburði, fundi, skilaboð, fjáröflum, stefnumál auk ýmissa hluta í tengslum við kosningar o.fl. Haldið er utan um netföng þeirra sem veitt hafa fyrir því heimild.

SÍMANÚMER

Símanúmer eru notuð í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til flokksfélaga, sem geta verið af hvaða tagi sem er og varðað t.d. viðburði, fundi, skilaboð, fjáröflun, stefnumál auk ýmissa hluta í tengslum við kosningar o.fl. Haldið er utan um símanúmer þeirra sem veitt hafa fyrir því heimild. 

MEÐHÖNDLUN FLOKKSSKRÁR

Aðgang að flokksskránni í heild hafa einungis þeir starfsmenn Framsóknarflokksins sem vegna starfa sinna þurfa þess og er henni ekki deilt með þriðja aðila, sjá nánar í kafla um miðlun persónuupplýsinga í persónuverndarstefnu flokksins. 

Í miðlægri flokksskrá er haldið utan um upplýsingar um félagatal hvers aðildarfélags. Aðgang að slíku félagatali hafa einungis formenn þeirra og stjórnir í lögmætum tilgangi til þess að geta rækt skyldur við félagsmenn, m.a. vegna aðal- og félagsfunda auk við aðferð við val á framboðslista. Á það eftir atvikum líka við um flokksmenn í sérstökum trúnaðarstörfum eins og fundarstjóra og starfsmenn félagsfunda auk kjörstjórna og uppstillinganefnda í tengslum við aðferð við val á framboðslista. Stjórnir félaga geta veitt ákveðnum hópi félagsmanna takmarkaðan aðgang að félagatali, í húsnæði á vegum flokksins, til að miðla upplýsingum til annarra félagsmanna, t.a.m. í aðdraganda alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Þegar slík skrá er útbúin koma fram kennitölur, nöfn, heimilisföng, póstnúmer og eftir atvikum símanúmer allra sem aðild eiga að félagi. Félög og sambönd fá ekki afhent netföng úr flokksskrá, en skrifstofa flokksins sendir út skilaboð í tölvupósti á starfssvæði hvers félags og sambands eftir þörfum hverju sinni. Slíkur aðgangur að félagatali er einungis veittur gegn undirritun trúnaðarskuldbindingar um meðferð þess og að meðferð þess samræmist í einu og öllu reglum flokksins og landslögum.

Í tengslum við aðferð við val á framboðslista, röðun og kosningar til trúnaðarstarfa til félaga og sambanda flokksins geta frambjóðendur í þeim fengið aðgang að kjörskrá, þ.e. viðkomandi félagatali, gegn því að undirrita trúnaðarskuldbindingar um meðferð kjörskrárinnar, að meðferð hennar samræmist í einu og öllu reglum flokksins og landslögum. Við gerð kjörskrár eru netföng viðkomandi aldrei afhent þriðja aðila, en einstaka frambjóðendum gefst í aðferð við val á framboðslista kostur á að biðja skrifstofu flokksins um að senda út tölvupóst í sínu nafni á þá aðila sem eru á kjörskrá. 

Megintilgangurinn með öflun og vinnslu persónuupplýsinga er að flokkurinn geti efnt skyldur sínar og rækt hlutverk sitt gagnvart flokksmönnum. Upplýsingar eru ekki nýttar í öðrum tilgangi en þeirra var aflað til. 

Almenn lýsing á öflun og vinnslu persónuupplýsinga er sett fram í persónuverndarstefnu Framsóknarflokksins, sem hægt er að nálgast á heimasíðu flokksins, www.framsokn.is, og skoðast hún sem hluti skilmála þessara. 

Framsóknarflokkurinn hvetur alla sem óska eftir aðild að flokknum til að kynna sér stefnuna vel. 

Categories
Fréttir Uncategorized

Þingmenn Framsóknar vilja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni

Deila grein

01/02/2018

Þingmenn Framsóknar vilja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni

Þingmenn Framsóknarflokksins, með Willum Þór Þórsson í fararbroddi hafa lagt fram þingsályktunartillögu. Markmið hennar er að fjármála – og efnahagsráðherra skipi starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna á að horfa sérstaklega til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands en jafnframt skal meta hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti.
Þessi tillaga er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir: ,,Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella. Ríkisstjórnin mun hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvístölunnar.