Categories
Greinar Uncategorized

Bréf frá Íslandi

Deila grein

13/06/2022

Bréf frá Íslandi

Um þess­ar mund­ir er þess minnst að 250 ár eru liðin frá merk­um vís­inda­leiðangri sem Eng­lend­ing­ur­inn sir Joseph Banks leiddi til Íslands árið 1772. Með hon­um í för og einna fremst­ur þeirra vís­inda­manna sem þátt tóku í leiðangr­in­um var hinn sænski Daniel Soland­er, nátt­úru­fræðing­ur og fyrr­ver­andi nem­andi Linnæ­us­ar við Upp­sala­há­skóla.

Daniel Soland­er fædd­ist árið 1733 í Norður­botni og það kom brátt í ljós að hann var góðum hæfi­leik­um bú­inn. Soland­er er lýst af sam­tíma­fólki sem vin­sæl­um og heill­andi manni sem klædd­ist iðulega lit­rík­um fatnaði. Að loknu námi í Upp­söl­um leiddi vís­inda­starfið Soland­er til Lund­úna þar sem hann hóf störf við Brit­ish Muse­um sem sér­fræðing­ur í flokk­un­ar­kerfi Linnæ­us­ar. Í kjöl­farið varð hann jafn­framt sam­starfsmaður Josephs Banks, hins fræga enska nátt­úru­fræðings. Áður en af Íslands­för­inni varð tóku þeir Banks meðal ann­ars þátt í mikl­um land­könn­un­ar­leiðangri um Kyrra­hafið með Cook kaf­teini og varð Soland­er þá fyrst­ur Svía til að sigla um­hverf­is hnött­inn.

Sir Lawrence, skipið sem bar leiðang­urs­menn frá Bretlandi, sigldi þann 29. ág­úst inn Hafn­ar­fjörð. Soland­er hélt rak­leiðis til Bessastaða á fund stift­amt­manns og amt­manns og hétu emb­ætt­is­menn­irn­ir full­um stuðningi við leiðang­ur­inn. Sir Lawrence fékk m.a. leyfi til að kasta akk­er­um í Hafnar­f­irði, en til þess þurfti leyfi vegna ein­ok­un­ar­versl­un­ar Dana sem enn var við lýði.

Ferðalöng­un­um var tekið með kost­um og kynj­um hér á landi. Þeir nutu fé­lags­skap­ar frammámanna í sam­fé­lag­inu, stunduðu nátt­úru­rann­sókn­ir, söfnuðu ýms­um rit­heim­ild­um og skrá­settu jafn­framt líf og aðbúnað í land­inu í máli og mynd­um. Einn af hápunkt­um leiðang­urs­ins var ferð um Suður­land þar sem m.a. var gengið á Heklu.

Hinn 9. októ­ber 1772 sigldi Sir Lawrence aft­ur frá Hafnar­f­irði og áleiðis til Bret­lands með gögn um nátt­úru, sam­fé­lag og sögu. Þessi til­tölu­lega stutta heim­sókn til Íslands markaði djúp spor.

Með í leiðangr­in­um til Íslands var Uno von Troil sem síðar varð erki­bisk­up í Upp­söl­um. Hann skrifaði bók um ferð þessa, Bref rör­ande en resa till Is­land eða Bréf frá Íslandi, sem var gef­in út árið 1777. Bók Uno von Troil var næstu ár á eft­ir þýdd á þýsku, ensku, frönsku og hol­lensku. Bók­in seld­ist vel og var prentuð í nokkr­um up­p­lög­um. Lýs­ing hans á Íslandi hafði mik­il áhrif í Evr­ópu 18. ald­ar og vakti áhuga ná­granna okk­ar á landi og þjóð.

Áhrifa leiðang­urs­ins varð ekki síst vart í Svíþjóð, þar sem Bréf frá Íslandi átti þátt í að skapa til­finn­ingu fyr­ir djúp­um tengsl­um þjóðanna, í gegn­um tungu­mál, sögu og menn­ingu. Sam­bland af sögu­legri teng­ingu Íslands og Svíþjóðar, for­vitni og fé­lags­lynd­um eig­in­leik­um Soland­ers og von Troils ásamt ein­stakri þekk­ingu þeirra skipti sköp­um fyr­ir leiðang­ur­inn. Menn­irn­ir tveir mynduðu sterk tengsl við ís­lensku gest­gjaf­ana í gegn­um sam­eig­in­leg­an bak­grunn í nor­rænu tungu­máli, menn­ingu og sögu.

Í sam­starfi við menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið mun sænska sendi­ráðið standa fyr­ir mik­illi dag­skrá tengdri rann­sókn­ar­ferð Daniels Soland­ers sem mun standa yfir í tvö ár með þátt­töku um 30 ís­lenskra sam­starfsaðila. Þema verk­efn­is­ins er Soland­er 250 – Bréf frá Íslandi. Tíma­móta­árið ein­kenn­ist af nánu sam­tali lista og vís­inda. Það er þver­menn­ing­ar­legt og opn­ar á sam­tal milli norður­skauts- og Kyrra­hafs­svæðis­ins og inn­an Norður­landa. Tíma­móta­árið lít­ur jafn­framt fram á við, inn í sam­eig­in­lega framtíð okk­ar. Verk­efnið snýst um sam­tal vinaþjóðanna Íslend­inga og Svía um sam­eig­in­lega sögu, sem og lofts­lag, nátt­úru og menn­ingu í fortíð, nútíð og framtíð.

Ein­stök lista­sýn­ing er horn­steinn tíma­móta­árs­ins. Í sam­starfi við Íslenska grafík hef­ur tíu ís­lensk­um lista­mönn­um verið boðið að hug­leiða Ísland, Soland­er og leiðang­ur­inn árið 1772. Lista­menn­irn­ir sem taka þátt í því eru Anna Lín­dal, Aðal­heiður Val­geirs­dótt­ir, Daði Guðbjörns­son, Gíslína Dögg Bjarka­dótt­ir, Guðmund­ur Ármann Sig­ur­jóns­son, Iré­ne Jen­sen, Laura Valent­ino, Soffía Sæ­munds­dótt­ir, Val­gerður Björns­dótt­ir og Vikt­or Hann­es­son. Tíu grafíklista­verk þeirra mynda sýn­ingu sem heit­ir Soland­er 250: Bréf frá Íslandi. Sýn­ing­in verður form­lega vígð í Hafnar­f­irði í ág­úst.

Sýn­ing þessi verður sýnd á ell­efu stöðum víðsveg­ar um Ísland ásamt lista­sýn­ing­unni Para­dise Lost – Daniel Soland­er’s Legacy og inni­held­ur verk eft­ir tíu lista­menn frá Kyrra­hafs­svæðinu sem áður hafa verið sýnd á Nýja-Sjálandi, í Ástr­al­íu og Svíþjóð. Þetta er ein­stak­ur viðburður, sam­tal í gegn­um list milli norður­slóða og Kyrra­hafs, hér á Íslandi. Von­ast er einnig til þess að þetta veki áhuga meðal hinna fjöl­mörgu er­lendu gesta Íslands. Auk þess er ætl­un­in, með öllu verk­efn­inu árin 2022 og 2023, að vekja áhuga og for­vitni barna á nátt­úru­vís­ind­um og stór­kost­legri flóru Íslands. Við send­um vissu­lega bréf frá Íslandi með þönk­um um list­ir og vís­indi, um menn­ing­ar­tengsl og um sam­eig­in­lega framtíð okk­ar!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og

Pär Ahlber­ger sendi­herra Svíþjóðar á Íslandi.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. júní 2022

Categories
Uncategorized

Framboðslistar Framsóknar 2022

Deila grein

12/05/2022

Framboðslistar Framsóknar 2022

Við í Framsókn göngum bjartsýn til þessara kosninga. Góður árangur næst sem fyrr með samstöðu og að allir leggist á eitt. Framsókn er stjórnmála­aflið til að standa við orð sín og gerðir. Við erum rétt að byrja!

AkranesAkureyri
Árborg

Blönduósbær og Húnavatnshreppur
Borgarbyggð
Dalvíkurbyggð
Fjarðabyggð
Garðabær

Grindavík
HafnarfjörðurHornafjörður
Húnaþing vestra
Hveragerði
Ísafjarðarbær
Kópavogur
Mosfellsbær
Múlaþing

Mýrdalshreppur
NorðurþingRangárþing eystraReykjanesbær
ReykjavíkSkagafjörðurÖlfus
Suðurnesjabær
Vopnafjörður
Categories
Uncategorized

Að kjósa utan kjörfundar

Deila grein

05/05/2022

Að kjósa utan kjörfundar

Allir þeir sem ekki komast á kjörstað þann 14. maí nk. geta kosið utankjörfundar. Dómsmálaráðuneytið hefur undirbúið leiðbeiningarmyndbönd á íslensku og ensku um hvernig er kosið utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningum.

Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt. Á vefsíðu sýslumanna má sjá hvar og hvenær hægt er að kjósa. Á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram í Holtagörðum á 2. hæð.

Opnunartími í Holtagörðum er:
  • 2. maí – 13. maí, kl. 10:00-22:00.

Á kjördag laugardaginn 14. maí verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Kjörstaðir erlendis:

Þau sem eru erlendis geta kosið á  skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns. Á vef utanríkisráðuneytisins eru að finna frekari upplýsingar.

Kjörstaðir á stofnunum:

Hægt er að kjósa á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum. Tilkynnt verður um slíka kosningu á hverju heimili, sjúkrahúsi eða stofnun fyrir sig.

Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann geti kosið á sjúkrahúsi, dvalarheimili, fangelsi eða á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og bera fram við sýslumann eigi síðar en kl. 10. tveimur dögum fyrir kjördag.

Categories
Uncategorized

Sveitarstjórnarframboð – hlekkir á framboðin

Deila grein

03/05/2022

Sveitarstjórnarframboð – hlekkir á framboðin

Akranesheimasíðastefnuskrá

Akureyriheimasíðastefnuskrá

Árborg

Borgarbyggð

Blönduós og Húnavatnshreppur

Dalvíkurbyggð

Fjarðabyggð – heimasíða – stefnuskrá

Garðabær

Grindavíkheimasíðastefnuskrá

Hafnarfjörður

Hornafjörður

Húnaþing vestra – heimasíða – stefnuskrá

Hveragerði

Ísafjarðarbær – heimasíða – stefnuskrá

Kópavogur

Mosfellsbær

Múlaþing

Norðurþing – heimasíða – stefnuskrá

Mýrdalshreppur

Rangárþing eystraheimasíðastefnuskrá

Reykjanesbær

Reykjavík

Skagafjörður – heimasíða – stefnuskrá

Suðurnesjabær – heimasíða – stefnuskrá

Vopnafjarðarhreppur

Ölfus

Categories
Fréttir Uncategorized

LANDSÞINGI LFK FRESTAÐ!

Deila grein

27/04/2022

LANDSÞINGI LFK FRESTAÐ!

Vegna fjölda áskorana hefur framkvæmdastjórn LFK ákveðið að fresta á ný fyrirhuguðu landsþingi félagsins þann 30. apríl nk. Ástæða þessa er nálægð við sveitastjórnarkosningar þann 14. maí og ljóst að stór hluti Framsóknarkvenna standa nú í stafni í sinni heimabyggð og kraftar þeirra best nýttir þar flokknum okkar til framdráttar. Það er LFK mikilvægt að landsþingið sé vel sótt og að sem flestar konur sjái sér fært að taka þátt og þannig efla stöðu kvenna innan sérsambandsins, flokksins og í stjórnmálaþátttöku almennt.

Ný dagsetning fyrir Landsþing LFK verður auglýst þegar nær dregur.

Gangi okkur öllum vel í slagnum sem framundan er.

Áfram veginn!

Categories
Uncategorized

Framsókn í verðmætasköpun

Deila grein

11/04/2022

Framsókn í verðmætasköpun

Kröftugt atvinnulíf er forsenda þess að við eflum okkar bæ, löðum að nýja íbúa og tryggjum að unga fólkið okkar geti snúið heim aftur eftir nám. Við í Framsókn leggjum áherslu á gott samstarf við atvinnulífið og að við tölum okkur upp sem öflugt atvinnusvæði. 

Hlutverk sveitarfélagsins er að markaðssetja bæinn sem öflugt atvinnusvæði, móta skipulag sem býður upp á atvinnuþróun, vera vakandi fyrir tækifærum í ytra umhverfi, styrkja við nýsköpun, tryggja raforku og í samstarfi við atvinnulífið kynna fyrir nemendum störf tengd verk- og tæknigreinum. 

Hömpum því sem vel er gert

Sem dæmi kom fram á opnum fundi um sjávarútveg á Akureyri á dögunum að aðeins 7% fiskafla er fluttur óunninn úr landi, rest er unnið hér innanlands. Þannig skapast störf.  Á sama tíma flytur Noregur helming síns afla óunninn úr landi.

Á ársfundi Norðurorku var erindi sem fjallaði um uppbyggingu Skógarbaðanna og magnað að sjá þann metnað sem lagður var í að leggja lagnir og hjóla- og göngustíg á mettíma. Hömpum því sem vel er gert. 

Verðmætasköpun og velferð er sitthvor hliðin á sama peningnum  

Á Eyjafjarðarsvæðinu hefur matvælaframleiðsla lengi verið ein af mikilvægustu atvinnugreinunum. Af því hafa skapast fjöldi afleiddra starfa og skipt sköpum í verkefnastöðu margra fyrirtækja í bænum, svo sem Frost, Vélfag, Slippurinn, verkfræðistofur eins og Mannvit, Efla og Raftákn og lengi mætti telja. 

Það er mikill gróska í byggingariðnaði og fyrirtæki eins og SS Byggir, BE Húsbyggingar, Húsheild, Trétak, BB Byggingar blómstra sem aldrei fyrr ásamt fleiri fyrirtækjum. Verktakar í mannvirkjageiranum eru margir hverjir öflugir eins og Áveitan, Bútur, Rafeyri, Rafmenn, Múrey, Blikkrás og Blikk og tækni. Það er gaman að sjá verktakafyrirtæki eins og Nesbræður vaxa hratt á öflugum verktakamarkaði ásamt Finni ehf, GV Gröfum og G. Hjálmarssyni. 

Kynnumst atvinnulífinu

Við í Framsókn hlökkum til að heimsækja fyrirtæki á Akureyri á næstu vikum og fræðast enn frekar um starfsemi þeirra því við trúum á framsókn í verðmætasköpun. Það er nefnilega þannig að við byggjum ekki upp það velferðarsamfélag sem við viljum búa í nema vegna þeirra öflugu fyrirtækja sem starfa í bænum. 

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.

Greinin birtist fyrst á vikubladid.is 11. apríl 2022.

Categories
Fréttir Uncategorized

Ragnar B. Sæmundsson leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Deila grein

22/03/2022

Ragnar B. Sæmundsson leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi var kynntur og samþykktur á flokksfundi á Breiðinni fyrir skemmstu.

Oddviti listans verður Ragnar B Sæmundsson bæjarfulltrúi og verslunarmaður.

Listinn í heild er þannig:

Nr. 1. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi

Nr. 2 Liv Åse Skarstad, verkefnastjóri

Nr. 3. Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri

Nr. 4. Magni Grétarsson, byggingatæknifræðingur

Nr. 5. Aníta Eir Einarsdóttir, hjúkrunarnemi

Nr. 6. Guðmann Magnússon, löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Nr. 7. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi

Nr. 8. Ellert Jón Björnsson, fjármálastjóri

Nr. 9. Martha Lind Róbertsdóttir, forstöðumarður búsetuþjónustu fatlaðra

Nr. 10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræðinemi og knattspyrnukona

Nr. 11. Monika Górska, verslunarmaður

Nr. 12. Jóhannes Geir Guðnason, birgðastjóri og viðskiptafræðingur

Nr. 13. Sigrún Ágústa Helgudóttir, þjónusturáðgjafi

Nr. 14. Eva Þórðardóttir, stuðningsfulltrúi og tækniteiknari

Nr. 15 Sigfús Agnar Jónsson, vélfræðingur og vaktstjóri

Nr. 16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi

Nr. 17. Þröstur Karlsson, vélstjóri

Nr. 18. Gestur Sveinbjörnsson, eldriborgari, fyrrum sjómaður.

Categories
Greinar Uncategorized

 Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Deila grein

16/03/2022

 Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Staðan í orkumálum er alvarleg, ný útgefin grænbók – stöðuskýrsla áskorana í orkumálum staðfestir það. Áframhaldandi orkuskortur er fram undan og þá eru til staðar flutningstakmarkanir á milli landsvæða, það á tímum þegar græn orka hefur aldrei verið mikilvægari.

Takmarkað hefur verið virkjað á undanförnum árum miðað við eftirspurn og engin ný virkjun yfir 10 MW hefur fengið virkjunarleyfi sl. 5 ár, en veitt hafa verið virkjunarleyfi fyrir aflaukandi aðgerðum í vatnsafls og jarðvarmavirkjunum sem og fyrir allnokkrum smávirkjunum. Þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp í Grænbókinni um aukna orkuþörf Íslands með vísan í loftslagsmarkmið spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. Allt eftir því hvort stefnt er að stöðnun eða auknum hagvexti.

Verndun og nýting getur haldist í hendur eins og dæmin hafa sannað. En mikilvægt er að framtíðarorkuvinnslu sé fundin staður í skipulagi þar sem mest sátt ríkir um staðsetningu þeirra, jafnframt sem að umhverfisáhrif verði lágmörkuð eins og kostur er.

Ísland og græna orkan

Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka. Við getum verið stolt af því. Þá skilaði þverpólitísk nefnd orkustefnunni til ársins 2050 í mikilli sátt og horfa stjórnvöld á þá stefnu sem leiðarljós inn í framtíðina. Í stefnunni voru sett metnaðarfull markmið þar sem lögð er áhersla á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneti fyrir 2050.

Þá tilkynnti Forsætisráðherra efld markmið Íslands í loftlagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þar er markið fært úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þessum efldu aðgerðum fylgir fjármagn sem er vel, eftir því sem við aukum metnað okkar í loftlagsmálum þurfum við meiri græna orku – græna orkan er lykillinn.

Sjálfbærni er eftirsóknarverð

Það er einlægur vilji minn að þjóðin verði sjálfbær hvað eldsneyti varðar og hætti alfarið að kaupa olíu og bensín erlendis frá. Við hljótum öll að vilja ná þessum markmiðum og leggja okkar af mörkum í loftlagsmálum. Ávinningurinn fyrir loftslagið er eitt en ef Ísland nær að verða sjálfbært varðandi orku mun það einnig hafa jákvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland. Við komum til með að spara gríðarlegar gjaldeyristekjur ásamt því að mörg verðmæt störf geta skapast.

Ísland hefur öll tækifæri til þess að verða leiðandi í grænum lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi og því samhengi er mikilvægt að hið opinbera og almenningur styðji við nýsköpunarfyrirtæki. Sjálfbærni er eftirsóknarvert markmið hvort heldur sé í eldsneyti eða fæðuöryggi þjóða og hagvöxtur framtíðarinnar mun byggjast á grænni orku.

Hvernig ætlum við okkur að ná í þessa orku?

Orkustefnan segir að orkuþörf samfélagsins verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma og að jafn aðgangur verði á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Að við verðum alltaf með græna orku til heimila og fyrirtækja. Þessi markmið eru metnaðarfull og góð en spurningunni hvernig við ætlum að afla þessarar grænu orku er enn ósvarað. Nú þurfum við að fara að taka ákvarðanir, sem sumum geta þótt erfiðar, en þær eru þó nauðsynlegar.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. mars 2022

Categories
Uncategorized

Kjördæmisþingi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi frestað

Deila grein

12/11/2021

Kjördæmisþingi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi frestað

Kjördæmisþingi KFSV, sem halda átti laugardaginn 13. nóvember kl. 10 í húsnæði framsóknarfélaganna í Kópavogi, Bæjarlind, hefur verið frestað vegna Covid-19.
Tilkynnt verður um nýja dagsetningu og viðeigandi ráðstafanir til að draga úr smithættu á þinginu fljótlega.
Stjórn KFSV

Categories
Uncategorized

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Deila grein

21/12/2020

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Páll Pét­urs­son, fyrr­ver­andi ráðherra og þingmaður, lést 23. nóv­em­ber síðastliðinn á Land­spít­al­an­um. Páll var í tvígang for­seti Norður­landaráðs, í seinna skiptið árið 1990 þegar starf­semi Norður­landaráðs markaðist mjög af sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­saltsland­anna. Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar í sjálf­stæðis­bar­áttu ríkj­anna, enda um flókið mál að ræða, en segja má að Páll hafi sett spor. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu nýtt upp­haf í starfi ráðsins.

Mikl­ar umræður urðu í for­sæt­is­nefnd ráðsins og á Norður­landaráðsþingi sem fram fór í Reykja­vík snemma árs 1990 um það hvernig Norður­landaráð gæti best sýnt Lett­um, Lit­há­um og Eist­lend­ing­um stuðning. Sum­ir vildu fara var­lega í sak­irn­ar til að styggja ekki um of sov­ésk yf­ir­völd og þar með knýja fram harka­leg viðbrögð sem gætu komið niður á Eystra­saltslönd­un­um. Aðrir voru mun rót­tæk­ari, vildu bjóða Sov­ét­mönn­um birg­inn og sýna Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en sam­stöðu og stuðning með skýr­um hætti. Þannig lagði einn þingmaður danska Fram­fara­flokks­ins til árið 1989 að þeim yrði strax boðin aðild að Norður­landaráði.

Rætt um um­hverf­is-, efna­hags- og menn­ing­ar­mál

Í októ­ber 1990 fór sendi­nefnd Norður­landaráðs und­ir for­ystu Páls, þáver­andi for­seta ráðsins, til Moskvu og síðan til höfuðborga Eystra­saltsland­anna. Þetta var tæpu ári áður en yf­ir­völd í Sov­ét­ríkj­un­um viður­kenndu sjálf­stæði ríkj­anna. Ferðin vakti mikla at­hygli og fjöl­menn­ur hóp­ur nor­rænna blaðamanna fylgdi þing­mönn­un­um. Mark­mið henn­ar var að kanna hvernig haga mætti sam­starfi Norður­landa við Sov­ét­rík­in og Eystra­saltslönd­in. Niðurstaðan var sú að heppi­leg­ast væri að koma á sam­vinnu á sviði um­hverf­is-, lýðheilsu-, mennta- og fjar­skipta­mála. Jafn­framt var rætt um að fræða Eystra­saltslönd­in um störf og hlut­verk þinga í lýðræðis­ríkj­um, en af skilj­an­leg­um ástæðum skorti nokkuð upp á þekk­ingu þeirra á þessu sviði. Sendi­nefnd­in fundaði með nýj­um leiðtog­um Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­en. „Okk­ar er­indi var fyrst og fremst að ræða um­hverf­is­mál, efna­hags- og menn­ing­ar­mál og koma á sam­bandi,“ sagði Páll í viðtali við Tím­ann eft­ir heim­sókn­ina. „Við gát­um ekki bannað þeim að tala um póli­tík eða um viðhorf sitt til henn­ar, sem þeir gerðu óspart.“

Ræðan um sjálf­stæðis­bar­átt­una vakti lukku

Henrik Hagemann, þáver­andi rit­ari dönsku lands­deild­ar­inn­ar, fylgdi sendi­nefnd Norður­landaráðs á ferðalag­inu og skrifaði löngu síðar um hana í bók­inni „Nor­d­en sett ini­från“. Þar seg­ir meðal ann­ars frá því þegar þing­menn­irn­ir voru í kvöld­verði í Ríga í boði mátt­ar­stólpa komm­ún­ista­flokks­ins á staðnum. Páll þurfti að flytja þakk­arræðu fyr­ir hönd sendi­nefnd­ar­inn­ar. „Han var en stor rund bondemand fra Nord­is­land, og bens­indig­heden selv,“ sagði Hagemann um for­seta Norður­landaráðs, „men den dag var han godt nervøs.“ Páll þurfti að koma á fram­færi já­kvæðum skila­boðum um sjálf­stæðis­bar­áttu land­anna en jafn­framt þurfti hann að forðast að móðga menn og valda ágrein­ingi. Hagemann bauðst til að skrifa fyr­ir hann ræðupunkta en Páll hafnaði því. Hann endaði á því að halda ræðu um sjálf­stæðis­bar­áttu Íslend­inga gegn Dön­um. Þetta vakti í fyrstu nokkra furðu hjá gest­gjöf­un­um og ef­laust líka nor­rænu þing­mönn­un­um, en brátt áttuðu menn sig á skila­boðunum: Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar bar­áttu og þeir sem tak­ast á geta síðar náð sátt­um og orðið góðir vin­ir. Ræðan vakti lukku.

Vandrötuð slóð

Af frétt­um og grein­um í blöðum frá þess­um tíma má ráða að Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar: „Sjálf­stæðis­bar­átta Eystra­salts­ríkj­anna, sem ég hef per­sónu­lega afar mikla samúð með, ger­ist ekki á auga­bragði, það hlýt­ur að þurfa að vera þróun og samn­ings­atriði, en hér er um flókið mál að ræða. Á hinn bóg­inn hlýt­ur maður líka að hafa samúð með Gor­bat­sjov og hans mönn­um, sem telja það sitt hlut­verk að halda rík­inu sam­an, því ef ríkið leys­ist upp þá get­ur þetta einnig logað allt sam­an í ill­deil­um. Það er hægt að hugsa sér það, að ef Gor­bat­sjov sleppti öllu lausu, þá myndi her­inn taka málið í sín­ar hend­ur. Ég hef ekki trú á að það yrði und­ir stjórn komm­ún­ista, það gæti al­veg eins orðið ein­hverj­ir fas­ista­dólg­ar eft­ir suður­am­er­ískri fyr­ir­mynd. Til þess má maður ekki hugsa. Þannig að þetta er vandrötuð slóð,“ sagði Páll í of­an­greindu viðtali í Tím­an­um.

Áhrif Norður­landaráðs vöktu mikla at­hygli

Full­trú­um Eystra­salts­ríkj­anna var boðið á Norður­landaráðsþing 1991 og eft­ir það hófst náið og traust sam­starf Norður­landaráðs við þing­in í þess­um lönd­um og sam­tök þeirra, Eystra­saltsþingið, sem stofnað var að nor­rænni fyr­ir­mynd. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu á ýms­an hátt nýtt upp­haf í starfi Norður­landaráðs sem lengi vel hafði farið mjög var­lega í að skipta sér af ut­an­rík­is­mál­um. Eft­ir að Gor­bat­sjov tók við völd­um í Sov­ét­ríkj­un­um árið 1985 og spenna í sam­skipt­um aust­urs og vest­urs minnkaði var orðið auðveld­ara fyr­ir Norður­lönd og Norður­landaráð að beita sér í sam­ein­ingu, ekki síst var staða Finn­lands orðin mun frjáls­ari en áður. Lík­lega má segja að áhrif Norður­landaráðs á alþjóðavett­vangi hafi aldrei orðið meiri en ein­mitt á þess­um árum í sam­skipt­un­um við Eystra­saltslönd­in og Sov­ét­rík­in og um­mæli og at­hafn­ir þing­mann­anna vöktu mikla at­hygli.

Ýmis af þeim úr­lausn­ar­efn­um sem Norður­landaráð og Norður­lönd stóðu frammi fyr­ir í tengsl­um við sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna eiga sér ef­laust hliðstæður í þeirri stöðu sem lönd­in eru nú í gagn­vart Hvíta-Rússlandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.