Categories
Greinar

Hugum vel að samkeppnismálum

Deila grein

27/06/2022

Hugum vel að samkeppnismálum

Á und­an­förn­um ára­tug hef­ur náðst góður ár­ang­ur í stjórn efna­hags­mála á Íslandi. Á þeim tíma hef­ur skuld­astaða rík­is­sjóðs batnað mikið, af­gang­ur af ut­an­rík­is­viðskipt­um og kaup­mátt­ur launa hef­ur auk­ist veru­lega og verðbólgu­töl­ur hald­ist lág­ar í sögu­legu sam­hengi. Ýmsar áskor­an­ir hafa þó skotið upp koll­in­um und­an­far­in tvö ár. Heims­far­ald­ur­inn setti hið venju­bundna líf jarðarbúa á ís með ýms­um rösk­un­um á aðfanga­keðjum og til­heyr­andi áhrif­um á alþjóðaviðskipti. Þá hef­ur óverj­an­leg inn­rás Rússa í Úkraínu mik­il áhrif á verðlagsþróun í heim­in­um öll­um, meðal ann­ars á orku- og fæðukostnað.

Áhrifa þessa er farið að gæta í efna­hags­mál­um víða um ver­öld og hafa verðbólgu­töl­ur hækkað tölu­vert á skömm­um tíma. Áhrif­in af slíkri þróun koma við hvert ein­asta heim­ili í land­inu, sér í lagi tekju­lágt fólk. Gripu stjórn­völd meðal ann­ars til mót­vægisaðgerða með þetta í huga, með sér­tæk­um aðgerðum eins og hækk­un bóta al­manna­trygg­inga, sér­stök­um barna­bóta­auka til þeirra sem eiga rétt á tekju­tengd­um barna­bót­um og hækk­un hús­næðis­bóta. Auk­in­held­ur hafa rík­is­stjórn og Seðlabanki lagst sam­eig­in­lega á ár­arn­ar til þess að tak­ast á við hækk­andi verðbólgu. Kynnti rík­is­stjórn­in í því sam­hengi 27 millj­arða aðhaldsaðgerðir í rekstri hins op­in­bera til að draga úr þenslu og verðbólguþrýst­ingi.

Það er skoðun mín að það sé sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar sem sam­fé­lags, að halda aft­ur af verðlags­hækk­un­um eins og kost­ur er. Þar skipta sam­keppn­is­mál miklu. Virk sam­keppni er einn af horn­stein­um efna­hags­legr­ar vel­gengni. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur meðal ann­ars hafið upp­lýs­inga­öfl­un um þróun verðlags á helstu mörkuðum, til að meta hvort verðlags­hækk­an­ir kunni að stafa af ónægu sam­keppn­is­legu aðhaldi eða óeðli­leg­um hvöt­um. Mun eft­ir­litið leggja sér­staka áherslu á dag­vörumarkað, eldsneyt­is­markað og bygg­ing­ar­vörumarkað. Það ger­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu auðveld­ara um vik að greina óhag­stæð ytri áhrif á verðþróun og greina hvort verðhækk­an­ir kunni að stafa af mögu­leg­um sam­keppn­is­bresti á viðkom­andi mörkuðum. Í vik­unni samþykkti rík­i­s­tjórn­in einnig til­lögu mína um skip­un vinnu­hóps til að greina gjald­töku og arðsemi bank­anna. Við vit­um að stór hluti af út­gjöld­um heim­il­anna renn­ur til bank­anna, í formi af­borg­ana af hús­næðis-, bíla- og neyslu­lán­um auk vaxta og þjón­ustu­gjalda. Sam­setn­ing þess­ara gjalda er oft flók­in, sem ger­ir sam­an­b­urð erfiðan fyr­ir al­menna neyt­end­ur. Því tel ég brýnt að hlut­ur þess­ara þátta verði skoðaður ofan í kjöl­inn, með vís­an til sam­keppn­isþátta og hags­muna neyt­enda. Mark­miðið er að kanna hvort ís­lensk heim­ili greiði meira fyr­ir al­menna viðskipta­bankaþjón­ustu en heim­ili á hinum Norður­lönd­un­um.

Þrátt fyr­ir stór­ar áskor­an­ir á heimsvísu skipta aðgerðir okk­ar inn­an­lands miklu máli. Ég hvet okk­ur öll til þess að vera á tán­um, því sam­eig­in­lega náum við meiri ár­angri í verk­efn­um líðandi stund­ar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 24. júní 2022.

Categories
Greinar

Samvinna er hugmyndafræði

Deila grein

20/06/2022

Samvinna er hugmyndafræði

Á þess­um hátíðar­degi fögn­um við því að 78 ár eru liðin frá ákvörðun Alþing­is um að stofna lýðveldið Ísland. Hver þjóðhátíðardag­ur mark­ar tíma­mót í sögu lands­ins og veit­ir okk­ur tæki­færi til þess að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Saga ís­lenska lýðveld­is­ins er saga fram­fara. All­ar göt­ur frá stofn­un þess hafa lífs­kjör auk­ist veru­lega og þjóðar­tekj­ur á hvern íbúa eru með þeim mestu í ver­öld­inni. Staða Íslands er sterk í sögu- og alþjóðlegu sam­hengi, þegar flest­ir vel­sæld­ar­mæli­kv­arðar eru kannaðir. Slík­ur ár­ang­ur er ekki sjálf­gef­inn, held­ur ligg­ur þrot­laus vinna kyn­slóðanna sem byggt hef­ur landið hon­um að baki.

Mann­gildi ofar auðgildi

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn lýðræðis­sam­fé­lags. Virk lýðræðisþátt­taka er eitt af því sem hef­ur ein­kennt ís­lenskt sam­fé­lag. Marg­ir stíga sín fyrstu skref í fé­lags­störf­um með þátt­töku í starfi stjórn­mála­hreyf­inga með það að leiðarljósi að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið sitt. Í meira en heila öld hef­ur Fram­sókn fylgt þjóðinni og verið far­veg­ur fyr­ir fólk til þess að taka þátt í stjórn­mála­starfi. Sýn Fram­sókn­ar grund­vall­ast á sam­vinnu­hug­sjón­inni; að fólk geti náð meiri ár­angri með því að vinna sam­an og aukið styrk sinn. Sam­vinna bygg­ist ekki aðeins á trausti milli aðila held­ur einnig á góðum og mál­efna­leg­um umræðum sem leiðar til far­sælla niðurstaða.

Við trú­um því að jöfn tæki­færi séu eina leiðin til tryggja sann­girni í sam­fé­lag­inu. Brýnt er að dreifa valdi, án til­lits til auðs, stétt­ar, kyns eða annarra breyta. Mann­gildi ofar auðgildi. All­ar rann­sókn­ir sýna að öfl­ugt mennta­kerfi tryggi mest­an jöfnuð og það vilj­um við tryggja.

Ræt­ur sam­vinnu­hug­sjón­ar­inn­ar og frelsið

Fyrstu regn­hlíf­ar sam­vinnu­hug­sjón­ar­inn­ar, sam­vinnu­fé­lög­in, litu dags­ins ljós á Bretlandi. Það var hóp­ur vefara árið 1844 í bæn­um Rochdale á Norður-Englandi sem kom á lagg­irn­ar fyrsta sam­vinnu­fé­lag­inu. Vefar­arn­ir stóðu frammi fyr­ir lé­leg­um starfsaðstæðum, bág­um kjör­um og háu hrá­efn­is­verði. Í stað þess að starfa hver í sínu horni form­gerðu þeir sam­vinnu sína með sam­vinnu­fé­lagi, sam­nýttu fram­leiðsluþætti og juku þannig slag­kraft sinn til þess til þess að stunda viðskipti. Þeir opnuðu versl­un, eða kaup­fé­lag, og deildu hlut­deild í vel­gengni versl­un­ar­inn­ar með viðskipta­vin­um sín­um sem meðlim­ir í fé­lag­inu. Viðskipta­vin­irn­ir öðluðust jafn­an at­kvæðarétt í fé­lag­inu og áttu þannig sam­eig­in­legra hags­muna að gæta. Sam­vinnu­fé­lög urðu að sam­hjálp til sjálfs­bjarg­ar og höfðu al­mannaþjón­ustu að leiðarljósi með áherslu á nærum­hverfið. Fyrstu kaup­fé­lög­in voru hluti af þjóðfrels­is­bar­áttu okk­ar Íslend­inga. Bænd­ur í Þing­eyj­ar­sýslu voru vel lesn­ir í evr­ópsk­um frels­is­fræðum og árið 1882 stofnuðu þeir fyrsta kaup­fé­lagið til að ráða sjálf­ir versl­un og viðskip­um. Þar voru all­ir jafn­ir og sam­einaði þetta ný­inn­flutta form sjálf­stæði, fram­fara­vilja og lýðræði. Í kjöl­farið óx sam­vinnu­hreyf­ing­unni fisk­ur um hrygg hér­lend­is, sam­vinnu­fé­lög­um fjölgaði ört um allt land og urðu þau fyrstu keppi­naut­ar er­lendra kaup­manna hér á landi.

Kröf­ur tíðarand­ans

Þrátt fyr­ir áskor­an­ir og öldu­dali, sem sam­vinnu­hreyf­ing­in hér­lend­is gekk í gegn­um á árum áður, hef­ur þörf­in fyr­ir sterka sam­vinnu­hug­sjón sjald­an verið jafn rík og nú. Fyr­ir­mynd­ar­sam­vinnu­fé­lög eru rek­in hér á landi og sam­vinnu­hreyf­ing­in hef­ur haldið áfram að dafna er­lend­is, til að mynda í Evr­ópu og vest­an­hafs. Þannig eru Banda­rík­in merki­leg­ur jarðveg­ur ný­sköp­un­ar í sam­vinnu­starfi. Jafn­vel fyr­ir­tæki í tækni­grein­um, hug­búnaði og fjöl­miðlun sækja fyr­ir­mynd­ir í kaup­fé­lög og gera þannig sam­vinnu og lýðræði að horn­stein­um. Ung­ar og upp­lýst­ar kyn­slóðir okk­ar tíma sækja inn­blást­ur í sam­vinnu­formið og álíta það spenn­andi val­kost til að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tímas. Klasa­starf­semi og sam­vinnu­hús af ýmsu tagi eru dæmi um það. Krafa tím­ans er enn meira sjálf­stæði, sterk­ari rétt­ur al­menn­ings og sam­fé­lags, fram­far­ir á öll­um sviðum með lýðræði og jafn­rétti að leiðarljósi – rétt eins og í Þing­eyj­ar­sýslu forðum daga.

Fjöl­breytt­ir far­veg­ir til ár­ang­urs

Með of­an­greint í huga mun viðskiptaráðherra meðal ann­ars hrinda af stað end­ur­skoðun á lög­um um sam­vinnu­fé­lög á kjör­tíma­bil­inu til að auðvelda fólki við að vinna að sam­eig­in­leg­um hug­ar­efn­um sín­um. Sam­vinnu­fé­lags­formið get­ur verið hent­ug­ur far­veg­ur fyr­ir fólk til þess að tak­ast á við áskor­an­ir og bæta sam­fé­lagið. Heim­ur­inn stend­ur frammi fyr­ir fjöl­mörg­um úr­lausn­ar­efn­um sem ekki verða leidd til lykta nema með sam­vinnu, hvort sem um er að ræða í um­hverf­is­mál­um, mennta­mál­um, alþjóðaviðskipt­um eða öðru. Stjórn­völd eiga að tryggja eld­hug­um og hug­sjóna­fólki fjöl­breytta far­vegi til þess að tak­ast sam­eig­in­lega á við slík út­lausn­ar­efni.

Sam­fé­lag er sam­vinnu­verk­efni

Tæp­um 106 árum frá því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var stofnaður, höld­um við enn tryggð við þá sam­vinnu­hug­sjón sem flokk­ur­inn spratt upp úr. Það er ekki sjálfsagt fyr­ir stjórn­mála­afl að ná svo háum aldri. Fram­sókn er fjölda­hreyf­ing og 13.000 fé­lag­ar í flokkn­um, hring­inn í kring­um landið, eiga það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið ásamt því að sýna sterka for­ystu í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða við aðra flokka til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Vilji fólks­ins

Stjórn­mála­flokk­ur þarf á hverj­um tíma að geta rýnt sjálf­an sig með gagn­rýn­um hætti, aðlag­ast nýj­um áskor­un­um sam­tím­ans, hlustað á grasrót sína og virt vilja fé­lags­manna. Það sama á við um þjóðfé­lag sem vill ná langt. Sú staðreynd að við get­um fjöl­mennt á sam­kom­ur víða um land til þess að fagna þess­um merka áfanga, sem full­veldið er í sögu þjóðar­inn­ar, er ekki sjálf­gefið. Sú elja og þraut­seigja sem forfeður okk­ar sýndu í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar lagði grunn­inn að þeim stað sem við erum á í dag. Lýðveldið Ísland á sér bjarta framtíð og Fram­sókn mun halda áfram að vinna í þágu sam­fé­lags­ins með hug­mynda­fræði sam­vinn­unn­ar að leiðarljósi. Þau tæki­færi sem eru fyr­ir hendi til þess að sækja fram fyr­ir sam­fé­lagið eru fjöl­mörg. Það er okk­ar sam­eig­in­lega verk­efni sem þjóðar að grípa þau og tryggja að Ísland verði áfram í fremstu röð meðal þjóða heims og fagni full­veldi sínu um ókomna tíð. Í þess­um efn­um geym­ir saga sam­vinnu­starfs á Íslandi og víðar um ver­öld­ina dýr­mæta lær­dóma – fjár­sjóð á veg­ferð okk­ar til framtíðar. Við ósk­um lands­mönn­um öll­um gleðilegr­ar þjóðhátíðar.

Sig­urður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra og rit­ari Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. júní 2022.

Categories
Greinar

Ný straumhvörf í kvikmyndagerð á Íslandi

Deila grein

15/06/2022

Ný straumhvörf í kvikmyndagerð á Íslandi

Straum­hvörf urðu í um­hverfi kvik­mynda­gerðar árið 1999 þegar lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru samþykkt. Með þeim var rekstr­ar­um­hverfi kvik­mynda­geir­ans eflt með 12% end­ur­greiðslu­hlut­falli á fram­leiðslu­kostnaði hér­lend­is. Síðan þá hef­ur alþjóðleg sam­keppni á þessu sviði auk­ist til muna og fleiri ríki hafa fetað í fót­spor Íslands þegar kem­ur að því að auka sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­geir­ans með það að mark­miði að laða að er­lend verk­efni og efla inn­lenda fram­leiðslu. Það er í takt við þá áherslu stjórn­valda víða í heim­in­um að efla skap­andi grein­ar og hug­vits­drif­in hag­kerfi sem skara fram úr.

Það er skýr sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi í því að efla skap­andi grein­ar og hug­verka­drif­inn iðnað. Með það í huga er ánægju­legt að segja frá að frum­varp um hækk­un end­ur­greiðslu­hlut­falls úr 25% í 35% í kvik­mynda­gerð er nú á loka­metr­um þings­ins. Mark­mið þess er að styðja enn frek­ar við grein­ina með hærri end­ur­greiðslum til að stuðla að því að fleiri stór verk­efni verði unn­in al­farið á Íslandi. Verk­efn­in þurfa að upp­fylla þrjú ný skil­yrði til að eiga kost á 35% end­ur­greiðslu. Í fyrsta lagi verða þau að vera að lág­marki 350 m.kr að stærð, starfs­dag­ar hér á landi þurfa að vera að lág­marki 30 og fjöldi starfs­manna sem vinna beint að verk­efn­inu þarf að vera að lág­marki 50.

Mark­mið laga­setn­ing­ar­inn­ar frá 1999 hef­ur gengið eft­ir en um­svif kvik­mynda­gerðar hafa auk­ist all­ar göt­ur síðan. Kvik­mynda­gerð hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi og hef­ur velta grein­ar­inn­ar þre­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og nem­ur nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð. Sí­fellt fleira ungt fólk starfar við skap­andi grein­ar eins og kvik­mynda­gerðina enda er starfs­um­hverfið fjöl­breytt og spenn­andi og ýmis tæki­færi til starfsþró­un­ar hér inn­an­lands sem og er­lend­is. Þá er einnig óþarft að telja upp öll þau stór­verk sem tek­in hafa verið upp að hluta hér á landi með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á ferðaþjón­ust­una og ímynd lands­ins. Þannig kom til dæm­is fram í könn­un Ferðamála­stofu frá sept­em­ber 2020 að 39% þeirra sem svöruðu sögðu að ís­lenskt lands­lag í hreyfi­mynda­efni, þ.e. kvik­mynd­um, sjón­varpsþátt­um og tón­list­ar­mynd­bönd­um, hefði m.a. haft áhrif á val á áfangastað.

Hærra end­ur­greiðslu­hlut­fall hér á landi mun því valda nýj­um straum­hvörf­um í kvik­mynda­gerð hér á landi og auka verðmæta­sköp­un þjóðarbús­ins. Með kvik­mynda­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030 hafa stjórn­völd markað skýra sýn til að ná ár­angri í þess­um efn­um – enda hef­ur Ísland mannauðinn, nátt­úr­una og innviðina til þess að vera framúrsk­ar­andi kvik­mynda­land sem við get­um verið stolt af. Ég er þakk­lát fyr­ir þann þver­póli­tíska stuðning sem er að teikn­ast upp við málið á Alþingi Íslend­inga og er ég sann­færð um að málið muni hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 15. júní 2022

Categories
Greinar Uncategorized

Bréf frá Íslandi

Deila grein

13/06/2022

Bréf frá Íslandi

Um þess­ar mund­ir er þess minnst að 250 ár eru liðin frá merk­um vís­inda­leiðangri sem Eng­lend­ing­ur­inn sir Joseph Banks leiddi til Íslands árið 1772. Með hon­um í för og einna fremst­ur þeirra vís­inda­manna sem þátt tóku í leiðangr­in­um var hinn sænski Daniel Soland­er, nátt­úru­fræðing­ur og fyrr­ver­andi nem­andi Linnæ­us­ar við Upp­sala­há­skóla.

Daniel Soland­er fædd­ist árið 1733 í Norður­botni og það kom brátt í ljós að hann var góðum hæfi­leik­um bú­inn. Soland­er er lýst af sam­tíma­fólki sem vin­sæl­um og heill­andi manni sem klædd­ist iðulega lit­rík­um fatnaði. Að loknu námi í Upp­söl­um leiddi vís­inda­starfið Soland­er til Lund­úna þar sem hann hóf störf við Brit­ish Muse­um sem sér­fræðing­ur í flokk­un­ar­kerfi Linnæ­us­ar. Í kjöl­farið varð hann jafn­framt sam­starfsmaður Josephs Banks, hins fræga enska nátt­úru­fræðings. Áður en af Íslands­för­inni varð tóku þeir Banks meðal ann­ars þátt í mikl­um land­könn­un­ar­leiðangri um Kyrra­hafið með Cook kaf­teini og varð Soland­er þá fyrst­ur Svía til að sigla um­hverf­is hnött­inn.

Sir Lawrence, skipið sem bar leiðang­urs­menn frá Bretlandi, sigldi þann 29. ág­úst inn Hafn­ar­fjörð. Soland­er hélt rak­leiðis til Bessastaða á fund stift­amt­manns og amt­manns og hétu emb­ætt­is­menn­irn­ir full­um stuðningi við leiðang­ur­inn. Sir Lawrence fékk m.a. leyfi til að kasta akk­er­um í Hafnar­f­irði, en til þess þurfti leyfi vegna ein­ok­un­ar­versl­un­ar Dana sem enn var við lýði.

Ferðalöng­un­um var tekið með kost­um og kynj­um hér á landi. Þeir nutu fé­lags­skap­ar frammámanna í sam­fé­lag­inu, stunduðu nátt­úru­rann­sókn­ir, söfnuðu ýms­um rit­heim­ild­um og skrá­settu jafn­framt líf og aðbúnað í land­inu í máli og mynd­um. Einn af hápunkt­um leiðang­urs­ins var ferð um Suður­land þar sem m.a. var gengið á Heklu.

Hinn 9. októ­ber 1772 sigldi Sir Lawrence aft­ur frá Hafnar­f­irði og áleiðis til Bret­lands með gögn um nátt­úru, sam­fé­lag og sögu. Þessi til­tölu­lega stutta heim­sókn til Íslands markaði djúp spor.

Með í leiðangr­in­um til Íslands var Uno von Troil sem síðar varð erki­bisk­up í Upp­söl­um. Hann skrifaði bók um ferð þessa, Bref rör­ande en resa till Is­land eða Bréf frá Íslandi, sem var gef­in út árið 1777. Bók Uno von Troil var næstu ár á eft­ir þýdd á þýsku, ensku, frönsku og hol­lensku. Bók­in seld­ist vel og var prentuð í nokkr­um up­p­lög­um. Lýs­ing hans á Íslandi hafði mik­il áhrif í Evr­ópu 18. ald­ar og vakti áhuga ná­granna okk­ar á landi og þjóð.

Áhrifa leiðang­urs­ins varð ekki síst vart í Svíþjóð, þar sem Bréf frá Íslandi átti þátt í að skapa til­finn­ingu fyr­ir djúp­um tengsl­um þjóðanna, í gegn­um tungu­mál, sögu og menn­ingu. Sam­bland af sögu­legri teng­ingu Íslands og Svíþjóðar, for­vitni og fé­lags­lynd­um eig­in­leik­um Soland­ers og von Troils ásamt ein­stakri þekk­ingu þeirra skipti sköp­um fyr­ir leiðang­ur­inn. Menn­irn­ir tveir mynduðu sterk tengsl við ís­lensku gest­gjaf­ana í gegn­um sam­eig­in­leg­an bak­grunn í nor­rænu tungu­máli, menn­ingu og sögu.

Í sam­starfi við menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið mun sænska sendi­ráðið standa fyr­ir mik­illi dag­skrá tengdri rann­sókn­ar­ferð Daniels Soland­ers sem mun standa yfir í tvö ár með þátt­töku um 30 ís­lenskra sam­starfsaðila. Þema verk­efn­is­ins er Soland­er 250 – Bréf frá Íslandi. Tíma­móta­árið ein­kenn­ist af nánu sam­tali lista og vís­inda. Það er þver­menn­ing­ar­legt og opn­ar á sam­tal milli norður­skauts- og Kyrra­hafs­svæðis­ins og inn­an Norður­landa. Tíma­móta­árið lít­ur jafn­framt fram á við, inn í sam­eig­in­lega framtíð okk­ar. Verk­efnið snýst um sam­tal vinaþjóðanna Íslend­inga og Svía um sam­eig­in­lega sögu, sem og lofts­lag, nátt­úru og menn­ingu í fortíð, nútíð og framtíð.

Ein­stök lista­sýn­ing er horn­steinn tíma­móta­árs­ins. Í sam­starfi við Íslenska grafík hef­ur tíu ís­lensk­um lista­mönn­um verið boðið að hug­leiða Ísland, Soland­er og leiðang­ur­inn árið 1772. Lista­menn­irn­ir sem taka þátt í því eru Anna Lín­dal, Aðal­heiður Val­geirs­dótt­ir, Daði Guðbjörns­son, Gíslína Dögg Bjarka­dótt­ir, Guðmund­ur Ármann Sig­ur­jóns­son, Iré­ne Jen­sen, Laura Valent­ino, Soffía Sæ­munds­dótt­ir, Val­gerður Björns­dótt­ir og Vikt­or Hann­es­son. Tíu grafíklista­verk þeirra mynda sýn­ingu sem heit­ir Soland­er 250: Bréf frá Íslandi. Sýn­ing­in verður form­lega vígð í Hafnar­f­irði í ág­úst.

Sýn­ing þessi verður sýnd á ell­efu stöðum víðsveg­ar um Ísland ásamt lista­sýn­ing­unni Para­dise Lost – Daniel Soland­er’s Legacy og inni­held­ur verk eft­ir tíu lista­menn frá Kyrra­hafs­svæðinu sem áður hafa verið sýnd á Nýja-Sjálandi, í Ástr­al­íu og Svíþjóð. Þetta er ein­stak­ur viðburður, sam­tal í gegn­um list milli norður­slóða og Kyrra­hafs, hér á Íslandi. Von­ast er einnig til þess að þetta veki áhuga meðal hinna fjöl­mörgu er­lendu gesta Íslands. Auk þess er ætl­un­in, með öllu verk­efn­inu árin 2022 og 2023, að vekja áhuga og for­vitni barna á nátt­úru­vís­ind­um og stór­kost­legri flóru Íslands. Við send­um vissu­lega bréf frá Íslandi með þönk­um um list­ir og vís­indi, um menn­ing­ar­tengsl og um sam­eig­in­lega framtíð okk­ar!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og

Pär Ahlber­ger sendi­herra Svíþjóðar á Íslandi.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. júní 2022

Categories
Greinar

Íslenskan er okkar öflugasta vopn

Deila grein

07/06/2022

Íslenskan er okkar öflugasta vopn

Í mín­um huga er tungu­mál hverr­ar þjóðar henn­ar helsta ger­semi, þar sem öll mann­leg sam­skipti byggj­ast á því. Tungu­málið hafði mik­il­vægt hlut­verk í sjálf­stæðis­bar­áttu ís­lensku þjóðar­inn­ar á sín­um tíma. Segja má að það hafi verið vopn Íslend­inga. Í raun var það helsta rök­semd leiðtoga þjóðar­inn­ar þegar þeir kröfðust sér­stöðu inn­an danska kon­ungs­rík­is­ins. Vegna þeirra öru sam­fé­lags- og tækni­breyt­inga sem orðið hafa síðustu árin, er nauðsyn­legt að huga vel að framþróun tungu­máls­ins. Tækn­in hef­ur þurrkað út fjölda landa­mæra. Við kom­umst nú í fjöl­breytt­ari og nán­ari snert­ingu við aðra menn­ingu og menn­ing­ar­heima en eins og Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or em­er­ít­us, skrif­ar: „… er ein stærsta áskor­un­in sem við stönd­um nú frammi fyr­ir á sviði ís­lenskr­ar menn­ing­ar … að tryggja að leiðir milli ís­lensks menn­ing­ar­heims og annarra menn­ing­ar­heima hald­ist greiðar – í báðar átt­ir – án þess að það verði á kostnað ís­lensk­unn­ar.“

Fram­ar von­um

Á dög­un­um tók ég þátt í fundaröð sendi­nefnd­ar for­seta Íslands með tæknifyr­ir­tækj­um í Banda­ríkj­un­um, þar á meðal Apple, Meta, Amazon, Open AI og Microsoft. Mark­mið fund­anna var að sýna for­svars­fólki fyr­ir­tækj­anna fram á mik­il­vægi þess að ís­lensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýj­ustu tækni­lausn­um og að kynna þær afurðir sem þegar eru til staðar fyr­ir til­stilli mál­tækni­áætl­un­ar ís­lenskra stjórn­valda. Alls staðar var málstað ís­lensk­unn­ar tekið vel og frek­ara sam­starf rætt. Raun­ar fóru viðtök­urn­ar fram úr mín­um björt­ustu von­um.

Mark­mið mál­tækni

Mál­tækni snýst um að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið tungu­mál og stuðlað að notk­un þeirra í sam­skipt­um manns, tölvu og annarra tækja sem byggj­ast á sta­f­rænni tækni.

Mark­mið mál­tækni­áætl­un­ar stjórn­valda (2018-2022) er að tryggja að hægt verði að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu. For­gangs­verk­efni áætl­un­ar­inn­ar eru þau verk­efni sem mynda nauðsyn­leg­an grunn fyr­ir áfram­hald­andi þróun á mis­mun­andi sviðum mál­tækni fyr­ir ís­lensku. Gerður var samn­ing­ur við sjálf­seign­ar­stofn­un­ina Al­mannaróm um rekst­ur miðstöðvar mál­tækni­áætl­un­ar. Al­mannaróm­ur hef­ur gengið frá sam­starfs­samn­ing­um við hóp rann­sak­enda með sérþekk­ingu á sviði mál­vís­inda og mál­tækni og ber sá hóp­ur nafnið Sam­starf um ís­lenska mál­tækni (SÍM).

Með sam­starfs­samn­ing­um er rann­sak­end­un­um falið að ann­ast fram­kvæmd þeirra verk­efna sem eru til­greind í mál­tækni­áætl­un­inni.

Frá Emblu til yf­ir­lestr­ar

Verk­efni mál­tækni­áætl­un­ar eru flokkuð í tal­grein­ingu, tal­gerv­ingu, vélþýðing­ar, mál­rýni og mál­föng. Með smíði þeirra og inn­leiðingu verður fólki og fyr­ir­tækj­um auðveldað dag­legt líf með ýmsu móti í sam­skipt­um hér inn­an­lands sem og í sam­skipt­um við út­lönd. Yfir 60 sér­fræðing­ar hafa unnið af mikl­um metnaði und­an­far­in ár að eft­ir­töld­um lausn­um sem eru hjartað og sál­in í mál­tækni­verk­efni stjórn­valda. Þess­ar lausn­ir nýt­ast öll­um sem vilja smíða hug­búnaðarlausn­ir sem inni­halda hágæðaís­lensku fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir­tæki. Áhersla er lögð á aðgengi að þess­um lausn­um svo að þær nýt­ist öll­um.

Tal­grein­ir: Hug­búnaður sem breyt­ir töluðu máli í rit­mál. Tækniþróun fær­ist í þá átt að við stýr­um tækj­um með tal­skip­un­um, þ.e. með rödd­inni, í stað þess að nota fing­urna.

Tal­gervill: Hug­búnaður sem breyt­ir rituðum texta í talað mál, svo tæk­in geti bæði svarað okk­ur og lesið upp texta á sem eðli­leg­ast­an hátt.

Vélþýðing: Sjálf­virk­ar þýðing­ar milli ís­lensku og annarra tungu­mála sem gerðar eru af tölvu. Vélþýðing­ar flýta fyr­ir þýðing­ar­starfi og gera fjöl­breytt­ari texta aðgengi­lega á ís­lensku.

Mál­rýn­ir: Hug­búnaður sem aðstoðar alla við að vinna með texta á ís­lensku, t.d. leiðrétta vill­ur í staf­setn­ingu, mál­fræði eða orðanotk­un.

Mál­föng: Gagna­söfn og tól sem tengj­ast og nýt­ast í vinnu með mál­tækni fyr­ir ís­lensku. Þau eru meðal ann­ars nauðsyn­leg til þess að greina tungu­málið, safna orðaforða, finna regl­ur og mynstur. Nægi­legt magn viðeig­andi gagna og áreiðan­leg stoðtól eru grunn­ur og for­senda allr­ar þró­un­ar í mál­tækni.

Af hverju skipt­ir þetta máli?

Lífs­gæðin sem við sköp­um okk­ur í framtíðinni byggj­ast á mennt­un, rann­sókn­um og ný­sköp­un – og þeirri lyk­il­for­sendu að við höld­um í við þær öru tækni­breyt­ing­ar sem heim­ur­inn fær­ir okk­ur. Þess vegna verður að vera aðgengi­legt að nota ís­lensku í hug­búnaðarþróun tæknifyr­ir­tækja, hvort held­ur þeirra stóru út í heimi eða þeirra smærri hér á Íslandi. Þá er raun­in sú að tækn­inni í kring­um okk­ur er í aukn­um mæli stýrt af tungu­mál­inu. Þró­un­in er í þá átt að við mun­um í aukn­um mæli ein­fald­lega tala við tæk­in okk­ar. Radd­stýr­ing tækn­inn­ar fær­ir okk­ur ótal tæki­færi til að ein­falda og bæta lífið og get­ur gert dag­leg­ar at­hafn­ir ein­fald­ari og fljót­legri. Við þurf­um að halda áfram að smíða, aðlaga, þróa og rækta sam­starf um mál­tækni og gervi­greind. Það er ljóst að sú vinna skil­ar ár­angri og ís­lenska á fullt er­indi í sta­f­ræna tækni.

Gervi­greind­in

Árið 2017 átt sér stað hljóðlát bylt­ing þegar Alp­haZero, gervi­greind­ar­for­ritið sigraði Stockfish, öfl­ug­asta skák­for­rit í heimi. Sig­ur Alp­haZero var af­ger­andi: það vann tutt­ugu og átta leiki, gerði sjö­tíu og tvö jafn­tefli og tapaði engu. Þessi sig­ur markaði tíma­mót í þróun á gervi­greind og ljóst varð að hún yrði part­ur af okk­ar dag­lega lífi. Eitt af því sem liðsinnt get­ur framþróun tungu­mála eins og ís­lensku er ör þróun gervi­greind­ar. Þar fel­ast mörg tæki­færi, sem flest eru ókönnuð enn. Þróun gervi­greind­ar­tækni hef­ur verið ótrú­lega hröð síðustu ár og nú eru kom­in fram kraft­mik­il kerfi sem fær eru um bylt­ing­ar­kennda hluti sem geta haft gríðarleg áhrif á líf fólks og sam­fé­lög. Framtíð tungu­mála í sta­f­ræn­um heimi er samof­in þróun gervi­greind­ar. Íslenska og gervi­greind þurfa hvort á öðru að halda og gervi­greind­arþróun á Íslandi tek­ur stór stökk nú þegar inn­an mál­tækni­verk­efna sem hér eru unn­in. Enn stærri stökk verða svo tek­in í sam­starfi við alþjóðleg tæknifyr­ir­tæki.

Áfram veg­inn

Það er mark­mið okk­ar að ís­lensk­an eigi sér sess í þróun hug­búnaðar- og tækni­lausna hjá helstu tæknifyr­ir­tækj­um heims, og að því vinn­um við í góðri sam­vinnu. Fund­irn­ir með full­trú­um tækn­iris­anna vest­an­hafs gengu von­um fram­ar og voru full­trú­ar þeirra marg­ir þegar bún­ir að kynna sér mál­in vel og komu vel und­ir­bún­ir. Það kom fram á fund­un­um að ár­ang­ur sem við höf­um náð í smíði kjarna­lausna get­ur skilað okk­ur víðtæku sam­starfi á sviðum mál­tækni. Eft­ir­fylgni með fund­un­um er haf­in af hálfu SÍM (Sam­starfs um ís­lenska mál­tækni) og sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Al­mannaróms við að koma á frek­ari tengsl­um milli tækni­fólks hér heima og hjá fyr­ir­tækj­un­um til að stuðla að nýt­ingu ís­lensku gagn­anna og sam­vinnu um næstu skref.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 4. júní 2022

Categories
Greinar

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Deila grein

27/05/2022

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Eft­ir áskor­an­ir und­an­far­inna ára erum við far­in að hefja okk­ur til flugs í ferðaþjón­ust­unni á ný. Seigla ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu og stuðningsaðgerðir stjórn­valda hafa gert það að verk­um að end­ur­reisn grein­ar­inn­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi er mögu­leg. Og um leið end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og bættra lífs­kjara hér á landi. Tím­inn í far­aldr­in­um var vel nýtt­ur, bæði hjá stjórn­völd­um sem og hjá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um.

Hvað varðar aðgerðir stjórn­valda ber til dæm­is að nefna stofn­un áfangastaðastofa í hverj­um lands­hluta, stór aukn­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði sam­göngu­innviðum og innviðum á ferðamanna­stöðum svo þeir verði bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti aukn­um fjölda gesta á ný.

Ferðaþjón­usta er burðarás í ís­lensku efna­hags­lífi og er at­vinnu­grein sem get­ur skapað mik­il út­flutn­ings­verðmæti á skömm­um tíma. Eitt helsta mark­mið stjórn­valda á sviði ferðaþjón­ustu er að árið 2030 eyði ferðamenn 700 millj­örðum króna hér á landi. Eitt helsta for­gangs­verk­efnið nú í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er að klára vinnu við að móta nýja aðgerðaáætl­un á sviði ferðamála á grunni Framtíðar­sýn­ar og leiðarljóss ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 þar sem áhersla er lögð á sjálf­bærni á öll­um sviðum. Mik­il­vægt er að leggja áherslu á ávinn­ing heima­manna um allt land, í því sam­bandi er dreif­ing ferðamanna lyk­il­atriði. En ójöfn dreif­ing ferðamanna um landið hef­ur verið ein mesta áskor­un ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu frá upp­hafi. Mikið er í húfi, t.a.m. betri nýt­ing innviða, bætt bú­setu­skil­yrði og lífs­gæði heima­manna, betri rekstr­ar- og fjár­fest­ing­ar­skil­yrði fyr­ir­tækja og fjöl­breytt­ara at­vinnu­líf um land allt. Greitt milli­landa­flug skipt­ir í þessu sam­hengi miklu máli og hafa ánægju­leg­ar frétt­ir borist af því að und­an­förnu með stofn­un flug­fé­lags­ins Nicea­ir sem mun fljúga beint frá Ak­ur­eyri.

Aðgerðir á fyrstu mánuðum hins nýja ráðuneyt­is hafa meðal ann­ars ein­kennst af of­an­töldu. Tím­inn hef­ur verið vel nýtt­ur og meðal ann­ars auk­inn slag­kraft­ur var sett­ur með 550 m.kr fram­lagi í alþjóðlega markaðsverk­efnið „Sam­an í sókn“ sem haf­ur það að mark­miði að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Samn­ing­ur var gerður um markaðssetn­ingu á Norður- og Aust­ur­landi sem væn­leg­um áfanga­stöðum fyr­ir beint milli­landa­flug. Tæp­um 600 m.kr. út­hlutað úr fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að bæta innviði og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamanna­mönn­um, tvær reglu­gerðir und­ir­ritaðar til að koma móts við erfiða lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu vegna af­leiðinga heims­far­ald­urs. Þá mælti ég í vik­unni einnig fyr­ir breyt­ingu á lög­um um Ferðaábyrgðasjóð en með breyt­ing­unni verður láns­tími lána sjóðsins lengd­ur úr 6 árum í 10 ár sem auðveld­ar ferðaskrif­stof­um að standa við af­borg­an­ir, nú þegar viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar er haf­in af fullu krafti.

Það er ánægju­legt að heyra þá bjart­sýni sem rík­ir víða í ferðaþjón­ust­unni, bók­un­arstaðan er góð og mik­ill áhugi er á því að heim­sækja landið okk­ar. Íslensk ferðaþjón­usta er á heims­mæli­kv­arða og þar vilj­um við styrkja hana enn frek­ar í sessi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

ferðamálaráðherra og varaformaður Framsókar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 27. maí 2022

Categories
Greinar

Erindi Framsóknar

Deila grein

18/05/2022

Erindi Framsóknar

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn þess lýðræðis­sam­fé­lags sem við búum í. Það að búa í frjálsu og opnu lýðræðisþjóðfé­lagi er ekki sjálf­gef­inn hlut­ur eins og fjöl­mörg dæmi í heim­in­um sanna. Það er því hátíðar­stund í hvert skipti sem gengið er til kosn­inga og kjós­end­ur greiða þeim sem þeir treysta at­kvæði sín til að vinna að þörf­um mál­efn­um fyr­ir sam­fé­lagið. Vel heppnaðar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar um liðna helgi voru þar eng­in und­an­tekn­ing. Ég vil byrja á að óska öll­um þeim sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um sem náðu kjöri fyr­ir hönd ólíkra flokka inni­lega til ham­ingju með kjörið. Það er mik­il heiður sem fylg­ir því að vera val­inn af kjós­end­um til trúnaðarstarfa fyr­ir sam­fé­lagið.

Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli en á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta þjón­ustu sem snerta hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi. Það var ánægju­legt að sjá þann mikla meðbyr með fram­bjóðend­um Fram­sókn­ar raun­ger­ast í glæsi­leg­um fylgistöl­um um allt land. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunn­um, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess auka vel­sæld íbú­anna. Sem vara­formaður Fram­sókn­ar fyllt­ist ég stolti að fylgj­ast með þeirri mál­efna­legu og upp­byggi­legu kosn­inga­bar­áttu sem fram­bjóðend­ur flokks­ins ráku á landsvísu.

Sá vaski hóp­ur á það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Fjöl­marg­ir kjós­end­ur um allt land eru sam­mála þess­um boðskap og til dæm­is í sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu náði flokk­ur­inn sögu­leg­um fylgistöl­um og jók styrk sinn veru­lega. Sér­stak­lega ánægju­legt var að sjá upprisu flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur og bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þar sem flokk­ur­inn fór úr því að eiga enga full­trúa yfir í það að eiga fjóra í báðum sveit­ar­fé­lög­um. Við í Fram­sókn erum þakk­lát kjós­end­um fyr­ir það mikla traust sem þeir sýna flokkn­um og fram­bjóðend­um hans. Í því er fólg­in mik­il hvatn­ing til þess að vinna að já­kvæðum breyt­ing­um í sveit­ar­fé­lög­um um allt land. Und­ir þeirri ábyrgð munu sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar okk­ar rísa með glæsi­brag og gera sam­fé­lagið enn betra en það var í gær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Höfundur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. maí 2022

Categories
Fréttir Greinar

Framsókn um allt land!

Deila grein

09/05/2022

Framsókn um allt land!

Í dag eru fimm dag­ar til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í land­inu þar sem um 277.000 kjós­end­ur munu hafa tæki­færi til að tjá hug sinn með at­kvæðum sín­um. Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli í því góða lýðræðis­sam­fé­lagi sem við búum í. Á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um til þess að bæta sam­fé­lag sitt og auka lífs­gæði íbú­anna. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta nærþjón­ustu sem snert­ir hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi – til dæm­is með því að viðhalda litl­um um­ferðargöt­um, fjar­lægja rusl, skipu­leggja og út­hluta lóðum, veita barna­fjöl­skyld­um ýmsa stoðþjón­ustu, halda úti leik- og grunn­skól­um og þjón­usta eldri borg­ara.

Í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn um landið býður Fram­sókn fram öfl­uga lista, skipaða fólki sem brenn­ur fyr­ir það að gera sam­fé­lagið sitt betra en það var í gær. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunni, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess að auka vel­sæld íbú­anna. Það er ánægju­legt að finna fyr­ir og heyra af þeim mikla meðbyr sem fram­bjóðend­ur Fram­sókn­ar finna út um allt land. All­ir eiga þeir það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Það er ánægju­legt að sjá að kann­an­ir benda til þess að Fram­sókn sé sér­stak­lega að sækja í sig veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu. Fólk er í aukn­um mæli að kalla eft­ir auk­inni sam­vinnu til þess að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tím­ans. Það er klár­lega rými fyr­ir slíkt í ráðhúsi Reykja­vík­ur þar sem hörð átaka­stjórn­mál hafa verið stunduð und­an­far­in ár, á sama tíma og þjón­usta við borg­ar­búa hef­ur of oft ekki staðið und­ir vænt­ing­um – hvort sem um er að ræða ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki. Þannig mæl­ist traust á ráðhús­inu minnst af öll­um stofn­un­um sem eru mæld­ar og ánægja Reyk­vík­inga með þjón­ustu borg­ar­inn­ar mæl­ist tals­vert minni en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þessu þarf að breyta og hug­mynda­fræði Fram­sókn­ar mun þar leika lyk­il­hlut­verk.

Ég hvet kjós­end­ur til þess að kynna sér fram­bjóðend­ur og mál­efni Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar og nýta kosn­inga­rétt sinn í kosn­ing­un­um.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Höf­und­ur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2022.

Categories
Greinar

Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

Deila grein

29/04/2022

Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

Sam­kvæmt hagspá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem birt­ist í síðustu viku er spáð að veru­lega hægi á hag­vexti í kjöl­far árás­ar­stríðsins í Úkraínu og af sömu ástæðum jafn­framt spáð að enn muni bæt­ast í verðbólgu miðað við fyrri spá frá því í janú­ar sl. Ein stærsta efna­hags­áskor­un­in sem alþjóðahag­kerfið hef­ur staðið frammi fyr­ir um ára­bil er ein­mitt verðbólga og þær aðgerðir sem verður að ráðast í til að ná tök­um á henni. Það á ekki að koma á óvart að gert sé ráð fyr­ir um 7% verðbólgu meðal iðnvæddra ríkja í ljósi þess að pen­inga­magn í um­ferð jókst veru­lega í kjöl­far alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar 2008-2009. Ásamt því var ráðist í um­fangs­mik­l­inn rík­is­stuðning vegna Covid-19-far­ald­urs­ins á heimsvísu. Áskor­un­in fram und­an verður að ná tök­um á verðbólg­unni með skyn­sam­legri hag­stjórn án þess að það bíti frek­ar á hag­vexti, en til þess þarf sam­stillt átak.

Verðbólg­an á heimsvísu

Verðbólga í Banda­ríkj­un­um mæld­ist í mars 8,5% á árs­grund­velli og hef­ur ekki verið hærri í rúm 40 ár. Á síðustu vik­um hef­ur verðbólga enn auk­ist með hækk­andi verði á olíu, málm­um og mat­væl­um og enn frek­ari hnökr­um á alþjóðleg­um birgðakeðjum. Ofan á þetta bæt­ist skort­ur á vinnu­afli. Óvíst er þó að verðbólg­an haldi áfram að hækka á árs­grund­velli, en hins veg­ar eru kjöraðstæður fyr­ir verðbólgu að ná fót­festu. Raun­vext­ir seðlabanka Banda­ríkj­anna eru nei­kvæðir, rík­is­fjár­mál ekki nægi­lega aðhalds­söm og trú­verðug­leiki pen­inga­stefnu hef­ur greini­lega beðið hnekki. Hætta er á að kaup­mátt­ur launa drag­ist sam­an vegna verðbólgu. Þess­ar aðstæður geta leitt til þess að neysla og fjár­fest­ing­ar drag­ist sam­an í Banda­ríkj­un­um og eru það mjög nei­kvæðar frétt­ir fyr­ir heims­hag­kerfið, því eins og sagt er að ef banda­ríska hag­kerfið hóst­ar – þá fær heims­hag­kerfið kvef. Svipuð staða er uppi beggja vegna Atlantsála. Horf­urn­ar í Evr­ópu hafa jafn­framt dökknað eft­ir að stríðið í Úkraínu braust út, verðbólga þar er einnig í hæstu hæðum og stærsta hag­kerfið þeirra, Þýska­land, er áfram háð Rússlandi með orku­öfl­un. Slík óvissa, og þær hækk­an­ir sem eru að eiga sér stað á orku og mat­væl­um, veld­ur því að vænt­ing­ar neyt­enda þar hafa versnað hratt. Hag­vöxt­ur í Kína mæld­ist 4,8% á fyrsta árs­fjórðungi og enn hef­ur hægt á efna­hags­bat­an­um í Kína vegna Covid-19. Óljóst er hvenær hjarðónæmi mun mynd­ast í því landi sem stund­um er kallað verk­smiðja heims­ins. Þetta ástand mun leiða til þess að við sjá­um frek­ari rof á birgðakeðjum. Reynsl­an kenn­ir okk­ur að verðbólga bitn­ar helst á þeim sem síst skyldi. Hætta er á að fjár­magns­straum­ar sem hafa legið til ný­markaðsríkja snú­ist við og hækk­un mat­væla er jafn­framt mikið áhyggju­efni meðal ný­markaðs- og þró­un­ar­ríkja.

Ísland og horf­urn­ar

Ísland er mjög opið hag­kerfi og ná­tengt hag­kerfi ná­grannaþjóða og get­ur okk­ar hag­kerfi smit­ast af efna­hags­áföll­um ekki síður en af far­sótt­um. Nokk­ur óvissa rík­ir hins veg­ar um áhrif versn­andi horfa í heims­bú­skapn­um á Ísland. Ljóst er þó að auk­in óvissa og verðbólga kunna að draga úr ferðavilja, hins veg­ar benda þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um und­ir hönd­um til að ferðasum­arið 2022 verði gjöf­ult. Horf­urn­ar fyr­ir aðrar lyk­ilút­flutn­ingsaf­urðir eru góðar, þar á meðal sjáv­ar­út­veg, álfram­leiðslu og hug­verkaiðnað. Sam­kvæmt fjár­mála­stöðug­leikamati Seðlabanka Íslands er staða fjár­mála­kerf­is­ins góð. Það dró úr van­skil­um lána árið 2021 í banka­kerf­inu, bæði hjá fyr­ir­tækj­um og heim­il­um. Einnig hef­ur hægt á skulda­vexti heim­ila und­an­farna mánuði.

Verðbólg­an mun samt áfram verða hag­kerf­inu snú­in og því afar brýnt að öll hag­stjórn­in rói á sömu mið. Bú­ast má við að inn­flutt verðbólga hafi áhrif og mögu­lega munu vaxta­breyt­ing­ar hafa áhrif á mikl­ar eign­ir þjóðar­inn­ar er­lend­is. Rík­is­fjár­mál­in þurfa að verða aðhalds­söm og pen­inga­stefn­an þarf já­kvæða raun­vexti til lengri tíma séð ekki síður en aðrir seðlabank­ar um víða ver­öld. Ein helsta upp­spretta verðbólgu á Íslandi und­an­far­in miss­eri hef­ur þó verið íbúðamarkaður­inn og gott dæmi um það er að aug­lýst­um íbúðum til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu hafði fækkað um nærri 69% frá því í árs­lok 2019 og ekki verið jafn fáar frá því að byrjað var að safna gögn­un­um árið 2006! Það er auðvitað þyngra en tár­um taki að borg­ar­skipu­lagið hafi ekki tekið á þess­um vanda. Niðurstaðan er sú að þessi þróun kem­ur lang­sam­lega verst niður á ungu fólki sem er að kaupa í fyrsta sinn.

Aðgerðir sem draga úr verðbólgu

Stærsta verk­efnið fram und­an er að ná tök­um á verðbólg­unni. Seðlabanki Íslands hef­ur verið skýr í sinni af­stöðu og hóf vaxt­ar­hækk­un­ar­ferlið einna fyrst­ur allra seðlabanka þróaðra ríkja. Bank­inn þarf að gera allt sem í hans valdi stend­ur til að vænt­inga­stjórn­in sé skýr og ein­beita sér að því að verðbólg­an hörfi. Ljóst er að rík­is­fjár­mál­in þurfa jafn­framt að vera aðhalds­söm til að styðja við pen­inga­stefn­una ásamt því sem vinnu­markaður­inn verður að taka til­lit til aðstæðna. Mark­miðið er að draga jafnt og þétt úr af­komu­halla og stöðva hækk­un skulda hins op­in­bera í hlut­falli af lands­fram­leiðslu eigi síðar en árið 2026. Þessi skýra sýn fer einnig sam­an með því að rík­is­sjóður styðji við þau heim­ili sem eru í mestri þörf. Vera kann að flýta þurfi aðgerðum sem miða að því að fjár­mála­kerfið spili með, svo sem með sveiflu­jöfn­un­ar­auk­an­um sem á að taka gildi í sept­em­ber nk. og end­ur­skoðun á gildi eig­in­fjárauk­ans.

Staðan í efna­hags­mál­um er sann­ar­lega vanda­söm, því seðlabank­ar heims­ins mega ekki stíga það fast á brems­urn­ar að þeir fram­kalli efna­hagskreppu, sér­stak­lega í ljósi þess að heims­bú­skap­ur­inn var rétt að ná sér eft­ir far­sótt­ina. Þrátt fyr­ir efna­hags­áskor­an­ir í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð býr ís­lenska hag­kerfið yfir mikl­um viðnámsþrótti. Staða rík­is­sjóðs er sterk, hrein­ar er­lend­ar eign­ir þjóðarbús­ins hafa aldrei verið meiri, fjár­hags­staða fyr­ir­tækja og heim­ila er góð, út­flutn­ings­at­vinnu­veg­ir eru þrótt­mikl­ir, þ.e.a.s. sjáv­ar­út­veg­ur, orku- og hug­verkaiðnaður. Ferðaþjón­ust­an er einnig að koma mjög sterk inn. Að auki höf­um við sjálf­stæða pen­inga­stefnu og svig­rúmið til aðgerða er mun meira en þeirra ríkja sem til­heyra evru­svæðinu og skuld­astaða þjóðar­inn­ar og vaxt­ar­horf­ur betri en yf­ir­leitt geng­ur og ger­ist á því svæði.

Þeir sem komn­ir eru fram yfir miðjan ald­ur og muna verðbólgu­tím­ann vilja ekki hverfa aft­ur til þess tíma þegar verðbólgu­draug­ur­inn ógnaði lífs­kjör­um ár eft­ir ár. Með sam­stilltu átaki get­um við komið í veg fyr­ir að hag­stjórn­ar­mis­tök fyrri ára­tuga séu end­ur­tek­in og viðhaldið stöðug­leika.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2022.

Categories
Greinar

Halldór Kiljan Laxness í 120 ár

Deila grein

23/04/2022

Halldór Kiljan Laxness í 120 ár

120 ár eru frá því að Hall­dór Kilj­an Lax­ness fædd­ist í Reykja­vík 23. apríl árið 1902 og því fögn­um við. Til að und­ir­búa þau tíma­mót las ég bók Hall­dórs Guðmunds­son­ar: Hall­dór Lax­ness ævi­saga. Þessi bók er stór­virki og fjall­ar um ævi skálds­ins og menn­ing­ar- og stjórn­mála­sögu Íslands, Evr­ópu og Banda­ríkj­anna á 20. öld. Bók­in grein­ir frá bernsku Hall­dórs, náms­ár­um, dvöl hans í Kaup­manna­höfn, Taormínu, Hollywood, sam­skipt­um hans við helstu lista- og stjórn­mála­menn þjóðar­inn­ar, verk­um hans og svo hvernig átak­an­leg heila­bil­un­in náði und­ir­tök­un­um í lok­in. Saga Hall­dórs er ald­ar­speg­ill síðustu ald­ar.

Skáldið

Fyrsta skáld­saga Hall­dórs, Barn nátt­úr­unn­ar, kom út haustið 1919 þegar höf­und­ur­inn var aðeins 17 ára gam­all! Sag­an vakti at­hygli og í Alþýðublaðinu sagði m.a.: „Og hver veit nema að Hall­dór frá Lax­nesi eigi eft­ir að verða óska­barn ís­lensku þjóðar­inn­ar.“ Upp frá þessu sendi Hall­dór frá sér bók nán­ast á hverju ári í yfir sex ára­tugi. Af­köst hans voru mik­ill og skrifaði hann fjölda skáld­sagna, leik­rita, kvæða, smá­sagna­safna og end­ur­minn­inga­bóka og gaf auk þess út mörg greina­söfn og rit­gerðir. Kunn­ustu bók­mennta­verk Hall­dórs eru skáld­sög­urn­ar; Salka Valka, Sjálf­stætt fólk, Heims­ljós, Íslands­klukk­an og Gerpla, og raun­ar mætti telja upp mun fleiri. Árið 1955 hlaut Hall­dór Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um, fyrst­ur Íslend­inga, fyr­ir sagna­skáld­skap sinn sem end­ur­nýjað hafði stór­brotna ís­lenska frá­sagn­arlist. Verðlaun­in vöktu mikla at­hygli á verk­um Hall­dórs er­lend­is og hafa bæk­ur hans komið út á yfir fjöru­tíu tungu­mál­um um víða ver­öld og út­gáf­urn­ar eru yfir 500 tals­ins!

Per­són­an Hall­dór

Hall­dór var um­deild­ur vegna skrifa sinna og skoðana. Fylgispekt hans við Sov­ét­rík­in og þá hug­mynda­fræði er rétti­lega mest gagn­rýnd og eld­ist einkar illa. Í Skálda­tíma, sem kom út árið 1963, ger­ir Hall­dór til­raun til að gera þetta tíma­bil upp. Ýmsum fylgd­ar­mönn­um hans mis­líkaði mjög hvernig hann skrifaði um Sov­ét­rík­in en öðrum að hann hefði getað gengið lengra. Það mál verður ekki krufið hér enda erum við að fagna af­rek­um Nó­bels­skálds­ins. Að mínu mati eru það ekki aðeins skáld­verk Hall­dórs sem eru ald­ar­speg­ill ís­lensku þjóðar­inn­ar held­ur líka ævi hans sjálfs. Hann fæðist á tíma þegar Íslend­ing­ar eru fá­tæk þjóð og þegar hann kveður er heimalandið orðið eitt far­sæl­asta ríki ver­ald­ar­inn­ar. Umbreyt­ing­arn­ar eru gríðarleg­ar á þessu stuttu tíma­bili og eng­an skyldi undra að mik­il hug­mynda­fræðilega átök hafi átt sér stað á Íslandi. Eitt af því sem hef­ur heillað mig við ævi Hall­dórs er hversu mikið hug­rekki hann sýndi við að til­einka sér stefn­ur og strauma er­lend­is. Ung­ur sigldi hann til Kaup­manna­hafn­ar, dvaldi á Ítal­íu, hann fór til Hollywood til að kynna sér allt um hinn vax­andi kvik­myndaiðnað, var um­hverf­is- og húsafriðun­ar­sinni. Hann var á und­an sinni samtíð og án efa hef­ur þetta gert Hall­dór að þeim heims­borg­ara sem hann var en líka orðið til þess að hann sá land sitt og sögu í öðru ljósi.

Staf­setn­inga­stríð

Meðan seinni heims­styrj­öld­in geisaði háðu Íslend­ing­ar stríð um staf­setn­ingu. Frétt birt­ist í Vísi í októ­ber 1941 um vænt­an­leg­ar bæk­ur frá Vík­ingsprenti, þar sem áformað var að gefa Íslend­inga­sög­urn­ar út í nýrri út­gáfu, þar sem text­inn yrði með nú­tímastaf­setn­ingu og ætt­ar­tölu­langlok­um yrði sleppt. Til­kynnt var að Lax­dæla yrði fyrsta bók­in í flokkn­um. Að þess­ari út­gáfu stóðu þeir Ragn­ar Jóns­son – kennd­ur við Smára, Stefán Ögmunds­son og Hall­dór K. Lax­ness. Upp hófst hið svo­kallað staf­setn­inga­stríð. Jón­as Jóns­son frá Hriflu var al­farið á móti þess­ari út­gáfu en hafði af­rekað það að gjör­bylta mennta­kerf­inu, stofna Rík­is­út­varpið og leggja drög að stofn­un Þjóðleik­húss­ins. Jón­as taldi að Alþingi yrði að koma í veg fyr­ir að dýr­grip­ir þjóðar­inn­ar, forn­rit­in, væru dreg­in niður í svaðið, eins og hann orðaði það á þingi. Mikl­ar deil­ur ríktu um út­gáf­una í hart­nær tvö ár, höfðað var mál gegn út­gáf­unni og lyktaði með því að Hæstirétt­ur batt enda á staf­setn­ing­ar­stríðið í júní 1943 þegar þre­menn­ing­arn­ir voru sýknaðir, þar sem dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að forn­rita­lög­in brytu í bága við stjórn­ar­skrána. Vegna þess­ara deilna end­ur­nýjaði Hall­dór kynni sín við forn­bók­mennt­irn­ar enn frek­ar næstu árin og afrakst­ur þess, Gerpla, kom út árið 1952.

Ný sókn fyr­ir forn­bók­mennt­ir

En af hverju er ég að rifja upp þessa sögu og hvers vegna þykir mér hún merki­leg? Sag­an er merki­leg vegna þess að þarna voru í stafni helstu for­ystu­menn þjóðar­inn­ar og höfðu sterka skoðun á tungu­mál­inu og menn­ing­ar­arf­in­um. Ég tel að okk­ar kyn­slóð skuldi fyrri kyn­slóðum að við ger­um forn­bók­mennt­un­um betri skil og fær­um þær nær unga fólk­inu. Ég tel að það eigi að end­urút­gefa Íslend­inga­sög­urn­ar með það að mark­miði að ein­falda aðgengi að þeim. Sög­urn­ar eru okk­ar arf­leifð og eru stór­skemmti­leg­ar. Hins veg­ar er það því miður svo að unga kyn­slóðin á sí­fellt erfiðara með nálg­ast inn­takið. Eitt af því sem ég hef dáðst að und­an­far­in ár er end­ur­sögn Kristjáns Guðmunds­son­ar á Grett­is sögu og mynd­lýs­ing­ar Mar­grét­ar Ein­ars­dótt­ur Lax­ness. Það sama má segja um end­ur­sögn Bryn­hild­ar Þór­ar­ins­dótt­ur á Eg­ils sögu, Njálu og Lax­dælu, end­ur­sögn Ein­ars Kára­son­ar á sögu Grett­is og Emblu Ýrar Báru­dótt­ur á sög­um úr Njálu. Eins hef­ur Þór­ar­inn Eld­járn end­ur­samið Há­va­mál Snorra-Eddu fyr­ir börn. Ég hvet höf­unda okk­ar ein­dregið til að halda áfram á þess­ari braut og gera miklu meira af því að nú­tíma­væða forn­bók­mennt­irn­ar okk­ar fyr­ir kyn­slóðir nýrra les­enda. Hollywood hef­ur gert góða hluti með Mar­vel-mynd­un­um sín­um um Þór! Ég full­yrði að ein besta af­mæl­is­gjöf til nó­b­el­skálds­ins væri að við gerðum átak í þessa veru og tryggðum með því enn betra aðgengi barna að menn­ing­ar­arf­in­um. Öll börn ættu að þekkja Freyju, Þór og Óðin!

Að mínu mati stend­ur þó eitt stend­ur upp úr þegar ævi Hall­dórs er skoðuð; það at­læti og ást sem hann hlaut sem ung­ur dreng­ur frá for­eldr­um sín­um og ömmu. Þau áttuðu sig fljótt á því að hann var hæfi­leika­rík­ur og þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, þó efna­lít­il, til að stuðla að fram­göngu hans og að Hall­dór gæti látið drauma sína ræt­ast – sem um leið urðu draum­ar þjóðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. apríl 2022.