Categories
Greinar

Höfn í höfn í Þorlákshöfn

Deila grein

22/12/2020

Höfn í höfn í Þorlákshöfn

Fyrir rúmum þremur árum urðu vörusiglingar til Þorlákshafnar að veruleika, eftir hundrað ára bið. Aðdraganda þeirra má rekja til þess þegar bændur af öllu landinu komu saman til fundar að Þjórsártúni í janúar 1916. Tilefnið var að berjast fyrir jákvæðri byggðaþróun og uppbyggingu landsins. Í framhaldinu varð Framsóknarflokkurinn stofnaður, 16. desember sama ár, og er því nýorðinn 104 ára. Enn er þörf fyrir flokk sem berst fyrir uppbyggingu landsins. Á fundinum að Þjórsártúni, sem haldinn var úti um miðjan vetur, var samþykkt ályktun um nauðsyn þess að byggja upp höfn í Þorlákshöfn sem myndi tryggja bændum ódýrari og betri flutninga til og frá landinu án afskipta Reykjavíkurvaldsins og kaupmanna.

Haustið 2017 skrifaði ég grein sem birtist í Dagskránni um vörusiglingar til Þorlákshafnar sem þá voru loks nýhafnar, eftir 100 ára bið. Þar hvatti ég Sunnlendinga sem aðra að nýta tækifærin sem út- og innflutningshöfn hefur að færa. Forsenda þess að stærri höfn gæti orðið að veruleika væri sú að ríkisstjórnin kæmi að með aukna fjármuni. Það er því afar ánægjulegt að geta sagt nú, að ríkisstjórnin hefur samþykkt að auka fjármagn svo um munar, til hafnarbótasjóðs og styðja dyggilega við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og aðrar brýnar framkvæmdir við hafnir og sjóvarnir. Þetta hefur verið staðfest á Alþingi með nýsamþykktri fjármálaáætlun.

Það er engum blöðum um það að fletta að vöruflutningar um Þorlákshöfn hafa opnað nýja möguleika fyrir ferskflutning á sjávarföngum frá Íslandi til meginlands Evrópu. Eftirspurn eftir vöruflutningum hefur aukist jafnt og þétt á ekki lengri tíma og er árangurinn framar vonum. Tvær vöruflutningaferjur, Mykines og Mistral, sigla á vegum færeyska skipafélagsins Smyril-Line vikulega og hugmyndir eru uppi um farþegasiglingar frá Þorlákshöfn til Evrópu. Kostirnir eru ótvíræðir með verulegum ávinningi fyrir sunnlenskt atvinnulíf og byggðaþróun. Fyrir utan störf sem skapast við löndun og ýmsa aðra þjónustu þá er sjóflutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem styrkir ferskfiskútflutninginn til muna. Flutningur á ferskum sjávarafurðum kemur til með að stóraukast á næstunni þar sem meiri krafa er um að afurðir séu fluttar á markað á sem hagkvæmastan hátt, fyrir umhverfið. Ef fyrirætlanir um stækkun í fiskeldi verða að veruleika þurfa innviðir að vera í stakk búnir til þess að afkasta aukinni framleiðslu á markaði erlendis. Núverandi skip sem venja komu sína til Þorlákshafnar fullnýta stærðarramma hafnarinnar og því er ekki möguleiki á að taka við stærri skipum ef uppfylla á alþjóðlegar öryggiskröfur.

Inn á núgildandi samgönguáætlun er endurbygging á tveimur stálþilsbryggjum í Þorlákshöfn, við Svartaskersbryggju og Suðurvarabryggju auk dýpkunar framan við Svartaskersbryggju. Aukið fjármagn í fjármálaáætlun gefur sveitarfélaginu svigrúm til að ráðast í þær breytingar sem þarf að gera á höfninni til þess að taka á móti stærri skipum og er ekki inn á samþykktri samgönguáætlun. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vinnur að forgangsröðun verkefna miðað við aukið fjármagn sem verður lögð fram á nýju ári.

Þolinmæði er dyggð og ekkert gerist af sjálfu sér. Samstaða sunnlenskra sveitarfélaga með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur skilað sér. Stuðningur þingmanna kjördæmisins var mikilvægur. Áratuga löng barátta er loks í höfn. Jú, það er sagt að við Sunnlendingar séum þolinmóðir. Það þarf þrautseigju og dugnað til. Áfram veginn.

Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. desember 2020.

Categories
Greinar

Jólakveðja frá Framsókn

Deila grein

18/12/2020

Jólakveðja frá Framsókn

Það eru að koma jól. Og eins og alltaf fyrir jólin síðustu ár, í ati þingsins, verður mér hugsað til þess þegar dýralæknirinn Sigurður Ingi fékk símtal seint að kvöldi aðfangadags um að lítil tík ætti í erfiðleikum með fæðingu. Á þessum tíma var ég ekki með fullkomna aðstöðu fyrir skurðaðgerðir þannig að ég bað fólkið um að koma með hundinn heim til mín. Síðar um nóttina framkvæmdi ég keisaraskurð á tíkinni sem fæddi heilbrigða hvolpa. Þessi minning frá jólanótt er mér alltaf kær.

Það líður að lokum þessa árs, sem betur fer, myndi einhver segja. Það er ljóst að það verður lengi í minnum haft. Ekki hefur aðeins geisað heimsfaraldur heldur hafa náttúruöflin verið okkur erfið; síðasti vetur með sín vályndu veður og jarðskjálftar sunnanlands og norðan. Maður finnur fyrir þreytu í kringum sig og sér á samfélaginu að fólk er komið með nóg af þessu ástandi. Það er skiljanlegt. Maður finnur til með þeim sem hafa misst ástvini og strítt við erfið veikindi og þeim sem hafa misst vinnuna vegna faraldursins. Við í ríkisstjórninni höfum lagt mikla áherslu á að milda höggið með fjölbreyttum aðgerðum eins og hlutabótaleiðinni, lengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnustyrkja og svo mætti lengi telja. Og áfram munum við leita leiða til að brúa bilið þangað til bóluefni tryggir hjarðónæmi þjóðarinnar. Þegar því verður náð hef ég trú á því að efnahagslífið nái hröðum bata. Verkefnið er, eins og ég hef áður sagt, að standa vörð um störf og skapa störf. Atvinna, atvinna, atvinna.

Þótt ég sé kannski ekki mjög aldraður maður, hef ég lifað þá tíð að horfa upp á íslenskt efnahagslíf rísa og hníga til skiptis. Það mun halda áfram. En ég er búinn að átta mig á því að það er beinlínis óskynsamlegt að treysta of mikið á eitthvað eitt. Við þurfum fjölbreytt atvinnulíf. Við þurfum að styðja við nýjar greinar en hlúa áfram að rótgrónari atvinnuvegum. Eitt á ekki að útiloka annað. Við verðum að byggja á samvinnu, málamiðlunum og árangri. Við finnum leiðir.

Mér þykir það augljóst að styðja verður dyggilega við íslenska matvælaframleiðslu, hvort heldur hún felst í því að yrkja jörðina, rækta búpening eða veiða eða ala fisk. Það er mikilvægt að standa vörð um matvælaöryggi og þá framleiðslu sem er hér á landi. Það er ekki síður mikilvægt að við breikkum þann grundvöll sem verðmætasköpun á Íslandi stendur á.

Við þekkjum öll mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnu um allt land. Hún er augljóslega lykillinn að hraðri viðspyrnu. Við sáum það í ferðum okkar um landið í sumar hversu metnaðarfull uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið. Nú standa flest hótel tóm og tækifæri þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu fá og jafnvel engin. En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu.

Við eigum eftir að minnast þessara jóla lengi vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem við búum við. Veturinn verður erfiður fyrir marga en með krafti samfélagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímulaus fram á veginn.

Ég óska þér, lesandi góður, gleðilegra jóla.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 17. desember 2020.

Categories
Greinar

Hugrekki stýrir för

Deila grein

14/12/2020

Hugrekki stýrir för

Óvæntar aðstæður eru stundum ógnvekjandi. Þær bera með sér áskoranir, sem við getum valið að taka eða hafna. Við slíkar aðstæður sést úr hverju stjórnmálamenn eru gerðir – hvort þeir takast á við aðsteðjandi vanda með kreppta hnefana og hugann opinn, eða hræðast og láta kylfu ráða kasti.

Frá því Covid-faraldurinn skall á Íslandi í mars hefur reynt á hugrekki okkar allra. Vilja okkar til að mæta ógninni sem steðjar að samfélaginu; heilbrigðis- og hagkerfinu, menntun og menningu, börnum og ungmennum. Það krefst áræðis að hugsa í lausnum og ráðast í fordæmalausar og kostnaðarsamar aðgerðir, en einmitt þá er hugrekkið mikilvægast. Það smitar út frá sér og sameinar fólk.

Kórónuveirukreppan er um margt lík Kreppunni miklu. Árið 1929 reyndi hún mjög á stjórnmálamenn og -kerfi þess tíma. Atvinnuleysi varð sögulega mikið og í tilraun til að skilja aðstæður mótaði John M. Keynes þá kenningu sína, að í kreppum ættu stjórnvöld að örva hagkerfið með öllum tiltækum ráðum; ráðast í framkvæmdir og halda opinberri þjónustu gangandi, jafnvel þótt tímabundið væri eytt um efni fram. Skuldsetning ríkissjóðs væri réttlætanleg til að tryggja umsvif í hagkerfinu, þar til það yrði sjálfbært að nýju. Kenningin var í algjörri andstöðu við ríkjandi skoðun á sínum tíma, en hefur elst vel og víðast hvar hafa stjórnvöld stuðst við hana í viðleitni sinni til að lágmarka efnahagsáhrif kórónuveirunnar.

Á Íslandi ákváðu stjórnvöld að verja grunnkerfi ríkisins og tryggja afkomu þeirra sem tóku á sig þyngstu byrðarnar. Miklum fjármunum hefur verið varið til heilbrigðismála, fjárfestinga í menntun og atvinnuleysistryggingakerfisins. Hlutabótaleiðin er í mörgum tilvikum forsenda þess að ráðningarsamband hefur haldist milli vinnuveitanda og starfsmanns. Ríkið hefur líka fjárfest í innviðum og m.a. ráðist í auknar vegaframkvæmdir.

Aðgerðirnar lita að sjálfsögðu afkomu ríkissjóðs og nemur umfang þeirra um 10% af landsframleiðslu. Það bendir til ákveðnari inngripa hér en víða annars staðar, því þróuð ríki hafa að meðaltali ráðist í beinar aðgerðir sem jafngilda rúmum 8% af landsframleiðslu.

Stjórnvöld sýna hugrekki í þeirri baráttu að lágmarka efnahagssamdráttinn, vernda samfélagið og mynda efnahagslega loftbrú þar til þjóðin verður bólusett. Það er skylda okkar að styðja við þá sem hafa misst vinnuna, bæta tímabundið tekjutap og koma atvinnulífinu til bjargar.

Sjálfbær ríkissjóður eykur farsæld

Staða ríkissjóðs Íslands í upphafi faraldursins var einstök. Skuldir voru aðeins um 20% af landsframleiðslu, en til samanburðar voru skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna um 100%. Góður og traustur rekstur hins opinbera undanfarin ár hefur þannig reynst mikil þjóðargæfa, enda býr hann til svigrúmið sem þarf þegar illa árar. Viðvarandi hallarekstur er hins vegar óhugsandi og því er brýnt að ríkissjóður verði sjálfbær, greiði niður skuldir og safni í sjóði að nýju um leið og efnahagskerfið tekur við sér. Þá mun líka reyna á hugrekki stjórnvalda, að skrúfa fyrir útstreymi fjármagns til að tryggja stöðugleika um leið og atvinnulífið þarf að grípa boltann.

Íslenska hagkerfið hefur alla burði til að ná góðri stöðu að nýju. Landið er ríkt að auðlindum og við höfum fjárfest ríkulega í hugverkadrifnum hagvexti. Við höfum alla burði til að ná aftur fyrri stöðu í ríkisfjármálum, en fyrst þarf að gefa vel inn og komast upp brekkuna fram undan.

Markmið ríkisstjórnarinnar hafa náðst að stórum hluta. Heilbrigðis- og menntakerfið hefur staðist prófið og ýmsar hagtölur þróast betur en óttast var. Á þriðja ársfjórðungi var einkaneysla t.d. meiri en víðast hvar þrátt fyrir sögulegan samdrátt. Auknar opinberar fjárfestingar ríkisins og aukin samneysla hafa gefið hagkerfinu nauðsynlegt súrefni. Nú ríður á, að við höfum hugrekki til að klára vegferðina sem mun að lokum skila okkur öruggum í höfn. Þótt hugrekki snerti bæði áræði og ótta er þessum tengslum ólíkt háttað. Án hugrekkis fetum við aldrei ótroðna slóð. Án ótta gerum við líklega eitt og annað heimskulegt. Leitin að jafnvæginu milli þessara tveggja póla er viðvarandi, sameiginlegt verkefni okkar allra.

Eftir Sigurð Inga Jóhannsson, Lilju D. Alfreðsdóttur og Willum Þór Þórsson.

Sigurður Ingi er formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Lilja er varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra og Willum Þór er formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. desember 2020.

Categories
Fréttir

Opnun Dýrafjarðarganga – ræða Sigurðar Inga

Deila grein

26/10/2020

Opnun Dýrafjarðarganga – ræða Sigurðar Inga

Ég fagna því að vera með ykkur á öldum ljósvakans – hvar sem þið eruð stödd í dag – og fá að opna Dýrafjarðargöng. Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum og skipta sköpum fyrir byggðir þar. Gögnin koma í stað fjallvegarins um Hrafnseyrarheiði sem  hingað til hefur aðeins verið fær á sumrin. Þetta eru mikil tímamót.  Með göngunum og framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Dynjandisheiði opnast ný heilsársleið – hringtenging um Vestfirði.

Eitt fyrsta embættisverk nýkjörins forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, var að fara í opinbera heimsókn til sunnanverðra Vestfjarða í september 1996. Hann sá tækifæri til að bæta lífskjör á svæðinu ekki síst á sviði ferðaþjónustu. Hann kvaðst sannfærður um að Vestfirðir yrðu næsta framtíðarland í ferðaþjónustu á Íslandi. Það yrði þó aðeins að veruleika ef vegakerfið stæðist samanburð við aðra landshluta. Enn fremur sagði hann:

„Það kemst enginn hjá því sem um Barðaströnd fer að kynnast því að því miður er verulegur munur á vegakerfinu í Barðastrandasýslu og öðrum landshlutum. Það er greinilegt að það þarf að gera verulegt átak á næstu árum til að Barðastrandasýsla haldi jöfnuði á við aðra landshluta.“          

Síðan eru liðin 24 ár. Unnið hefur verið að verkefninu með mismiklum hraða síðan en stórar og umfangsmiklar framkvæmdir hafa fengið að bíða. Í þeirri samgönguáætlun sem lögð var fram og samþykkt á Alþingi í sumar er með sanni hægt að segja að Vestfirðingar muni loks sjá smiðshöggið rekið á þetta risavaxna verkefni.

Í dag opnum við eitt þessara stóru verka, sjálf Dýrafjarðargöng, en framkvæmdir hófust árið 2017. Göngin eru ein umfangsmesta einstaka framkvæmd í vegakerfinu og munu leysa erfiðan farartálma af hólmi, Hrafnseyrarheiði. Göngin munu bæta umferðaröryggi, spara tíma á ferðalögum og nýtast vel um ókomin ár.

Í framhaldi af Dýrafjarðargöngum er eðlilegt að vegurinn yfir Dynjandisheiði verði endurbyggður. Nýverið var fyrsti áfangi þess verkefnis boðinn út af Vegagerðinni þar sem gert er ráð fyrir verklokum næsta haust. Heildarverkið á svo að klárast á fyrsta tímabili samgönguáætlunar eða fyrir árið 2024.

Annað risastórt samgönguverkefni hér á svæðinu er Vestfjarðavegur um Gufudalssveit. Hluti þess vegstæðis liggur eins og þjóðkunnugt er um Teigsskóg. Sú framkvæmd hefur hangið í lausu lofti um árabil vegna kærumála. Með úrskurði umhverfis- og auðlindamála fyrr í haust gefst nú loks kostur á að ýta þessari nauðsynlegu samgöngubót úr vör. Hún mun stytta vegalengdir og auka umferðaröryggi mikið. Strax í haust stefnir Vegagerðin að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar en  heildarverkið á að klárast fyrir árið 2024, rétt eins og með Dynjandisheiði.

Á samgönguáætlun er einnig þriðja risaverkefnið í landshlutanum, nýr Bíldudalsvegur frá flugvellinum á Bíldudal og upp á Dynjandisheiði. Þetta verkefni er á á öðru tímabili  samgönguáætlunar, og ætti því að vera lokið á tímabilinu 2025-2029.

Í þessum þremur verkefnum ásamt Dýrafjarðargöngum munu alls um 105 km af nýjum, greiðum og öruggum vegum bætast við vegakerfið hér á Vestfjörðum og koma í stað erfiðustu og hættulegustu vegkafla á svæðinu.

Þetta er þó ekki það eina sem við ætlum að bæta í samgöngukerfi Vestfjarða á næstu árum. Á undanförnum misserum hafa staðið yfir endurbætur á 7 km kafla af Djúpvegi milli Hestfjarðar og Seyðisfjarðar. Á Ströndum eru komin á áætlun framkvæmdir á Veiðileysuhálsi og Innstrandavegi, alls 17 km. Einnig mætti telja til framkvæmdir um Hattardalsá í Álftafirði, Örlygshafnarveg um Hvallátur auk þess sem við erum að breikka brýrnar yfir Botnsá í Tálknafirði og Bjarnardalsá í Önundarfirði.

Þar fyrir utan höfum við aukið umtalsvert framlög í uppbyggingu á tengivegum, en það nýtist ekki síst í hinum dreifðu byggðum. Að lokum er rétt að benda á að á síðustu árum höfum við tekið viðhald vega föstum tökum og stóraukið framlög til þess, en það tryggir að vegakerfið, verðmætasta einstaka eign ríkisins, hér og annars staðar haldist öruggt og áreiðanlegt.

Í almenningssamgöngum höfum við tekið það mikilvæga skref að opna Loftbrú, sem veitir 40% afslátt af flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjarri höfuðborgarsvæðinu, svo sem hér á Vestfjörðum. Þetta tel ég vera mikið jafnréttismál. Þetta breytir öllu fyrir íbúana sjálfa sem nú greiða talsvert lægra verð til að sótt sækja þjónustu, menningu eða bara gert það sem þá langar til á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur einnig gríðarlega mikla þýðingu fyrir flugreksturinn sjálfan. Hagfræðin og heilbrigð skynsemi segir okkur að verð skiptir máli þegar kemur að eftirspurn. Það að hér um vil helminga verð til almennings á þessari mikilvægu samgönguleið ætti að skila sér í bættum lífskjörum almennings á Vestfjörðum auk þess að skjóta styrkari stoðum undir flugsamgöngur sem vonandi leiðir til aukinnar tíðni áætlunarflugs. 

Dýrafjarðargöng er enn einn áfanginn í þeirri vegferð að koma Vestfjörðum öllum í almennilegt heilsársvegasamband og sumir myndu segja við umheiminn. Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsárstengingar milli Suðurfjarða og norður um. Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir krakkana á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar að bregða sér t.d. til Ísafjarðar á skíði. Og á sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá, að skreppa til þessara staða, nú eða fara suður til Reykjavíkur. En síðast og ekki síst þá munu Dýrafjarðargöng auka umferðaröryggi íbúa á svæðinu.

Það er ekki nokkur spurning í mínum huga að allar þessar framkvæmdir muni skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Það var hárrétt hjá hinum nýkjörna forseta á sínum tíma að góðir samgönguinnviðir eru grunnforsenda þess að atvinnulíf geti haldið áfram að þróast og eflast. Samfélagslegur ábati verður ekki til vegna efnahagslegra umsvifa heldur ekki síst ef okkur tekst að fækka slysum.

Við sjáum skýr merki um það í slysatölum að við erum að ná árangri í fækkun alvarlegra slysa á Vestfjörðum (sjá graf) og miðað við metnaðarfull uppbyggingaráform okkar ættum við að geta gert okkur vonir um að svo haldi áfram.

Fyrir mig sem ráðherra samgöngumála er ánægjulegt að sjá að allt hefur gengið að óskum við þessa framkvæmd. Ég vil þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn síðastliðin ár svo göngin gætu orðið að veruleika. Það eru liðin rétt rúm þrjú ár frá því að vinna hófst við göngin. Það er ekki á hverjum degi sem risaframkvæmd eins og þessi opnar samkvæmt áætlun.

Síðasta haftið var sprengt fyrir rúmu ári síðan, haustið 2019, og hér stöndum við svo í dag með þessa mikilvægu samgöngubót. Allt er klárt, og það þrátt fyrir Covid sem setti strik í reikninginn, þökk sé snurðulausri samvinnu hins íslenska Suðurverks og hins tékkneska fyrirtækis Metrostav.

Góðir gestir – ég endurtek hamingjuóskir – til Vestfirðinga sérstaklega – í tilefni dagsins og megi þetta verða upphaf að lokaáföngum í Vestfjarðahringnum.

Líkast til er enginn hópur sem á eftir að njóta Dýrafjarðarganga jafn vel og lengi og börnin. Enda voru það börnin, nánar tiltekið nemendur við Grunnskólann á Þingeyri, sem að eigin frumkvæði tóku fyrstu skóflustunguna fyrir svo löngu síðan, heilum áratug, að þau sem það gerðu eru orðin fullorðin. Það er því viðeigandi að það séu vestfirsk börn sem fara fyrst í gegnum göngin í sannkallaðri vígsluferð. Það er einnig gaman að segja frá því að í þessari fyrstu ferð um Dýrafjarðargöng verður hann Gunnar Gísli Sigurðsson, með nemendum Grunnskólans á Þingeyri. Hann hefur hátt í hálfa öld haldið Hrafnseyrarheiðinni opinni, alltaf þegar það var hægt.

En áður en ég hringi vestur til að biðja um að slárnar við gangamunnana verði reistar fyrir almennri umferð, gef ég Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar orðið.

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins, við vígslu Dýrafjarðarganga laugardaginn 25. október í húsnæði Vegagerðinnar í Reykjavík.

Categories
Fréttir

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Deila grein

23/10/2020

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði nálgun Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns, vera mjög ómálefnalega þegar hann segði að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að stefna sveitarfélögunum í einhvern vanda, þegar allir vita við hvað sé að fást í þessu samfélagi, sem er heimsfaraldur, Covid. Þetta koma fram í óundirfyrirspurnum á Alþingi í dag.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, spurði Sigurð Inga hvernig það megi vera að hann hafi varið jafn glæfralega og ábyrgðarlausa stefnu gagnvart sveitarfélögum landsins. Þingmaðurinn sagði stöðu sveitarfélaga geta orðið alvarlega ef stefna ríkisstjórnarinnar næði fram að ganga. Vitnaði hann til þess að rekstur sveitarfélaga hafi ekki verið losaralegur á undanförnum árum og það samkvæmt mati aðalhagfræðings Kviku. Sveitarfélögin hafi skilað álíka rekstrarjöfnuði og ríkissjóður ef frá eru taldar einskiptistekjur ríkissjóðs vegna slitabúa föllnu bankanna.

„Það er markmið stjórnvalda að gefa í upp úr niðursveiflunni, að koma með innspýtingu og drífa allt af stað aftur,“ sagði þingmaðurinn og í framhaldi, „en á sama tíma sýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að fjárfesting sveitarfélaga verður langt undir sögulegu meðaltali. Niðurstaðan er að þótt fjárfestingar ríkisins tvöfaldist á næsta ári miðað við árið 2019 minnkar fjárfesting bæði sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja“.

Sigurður Ingi sagði fullyrðingar þingmannsins um að hér væru öll sveitarfélög vel rekin ekki vera rétta, heldur standi sveitarfélögin mjög misjafnlega. „Sum sveitarfélög gætu staðið sig mun betur og jafnvel stærsta sveitarfélag landsins sem ætti þó að hafa mestu hagræðingarmöguleikana í krafti stærðar,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við, „margt bendir til þess að ef það sveitarfélag eitt og sér þarf að treysta á byggingarréttartekjur til þess að vera í plús þá sé eitthvað verulega að í þeim rekstri“.

Sagðist Sigurður Ingi vera tilbúin í umræðu hvernig megi auka opinberar fjárfestingar, á málefnalegan hátt. „Við gætum aukið þær og að því hefur ríkisstjórnin stefnt. Ég veit að slíkur áhugi er til staðar, ég heyri það alla vega hjá einstökum þingmönnum fjárlaganefndar,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi sagði að hvetja eigi til fjárfestinga sveitarfélaganna og sagði ekki rétt að þau geti ekki nálgast lánsfé.

„Það eru 75 milljarðar í lánasjóði sveitarfélaga á mjög góðum kjörum sem sveitarfélögin geta sótt í en sækja ekki í,“ sagði Sigurður Ingi.

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

Deila grein

10/10/2020

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skoðun sín sé að segja eigi upp tollasamningi við ESB. Ríkisstjórnin sé með það til skoðunar að segja eigi þessum ESB-tollasamningi upp, segir Sigurður Ingi enn fremur. Mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, hafi ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim og að Bret­land sé gengið úr ESB.

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Að auki hef­ur orðið forsendubrestur eft­ir að samn­ing­ur­inn komst á. Ann­ars veg­ar hafa þeir sem fóru fram á að samn­ing­ar yrðu gerðir, mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, ein­hverra hluta vegna ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim. Hins veg­ar er Bret­land gengið úr ESB – eða í þann mund að gera það. Það er því mín skoðun og til skoðunar inn­an ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þess­um ESB-tolla­samn­ingi upp, segir Sigurður Ingi.

Landbúnaður – hvað er til ráða? er í yfirskrift greinar Sigurðar Inga. Segir hann landbúnað á Íslandi standa á kross­göt­um og hafi gert í þó nokk­ur ár. „Neyslu­breyt­ing­ar al­menn­ings, auk­in alþjóðleg sem og inn­lend sam­keppni og breytt­ur rík­is­stuðning­ur (minni beinn fram­leiðsl­u­stuðning­ur) hafa valdið lægri tekj­um á fram­leiðslu­ein­ingu hjá bænd­um. Á móti hafa vax­andi ferðamanna­fjöldi, ný­sköp­un í störf­um á lands­byggðinni og stærri bú vegið á móti,“ segir Sigurður Ingi. 

Nefnir Sigurður Ingi að landsmenn sýni mikinn stuðning við inn­lenda fram­leiðslu og þá hafi auk­in krafa um minna kol­efn­is­fót­spor, minni lyfja­notk­un, meiri sjálf­bærni og meiri holl­ustu ýtt und­ir fram­leiðslu ís­lenskra bænda.

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk, segir Sigurður Ingi.

Categories
Greinar

Landbúnaður – hvað er til ráða?

Deila grein

10/10/2020

Landbúnaður – hvað er til ráða?

Land­búnaður á Íslandi stend­ur á kross­göt­um og hef­ur gert í þó nokk­ur ár. Neyslu­breyt­ing­ar al­menn­ings, auk­in alþjóðleg sem og inn­lend sam­keppni og breytt­ur rík­is­stuðning­ur (minni beinn fram­leiðsl­u­stuðning­ur) hafa valdið lægri tekj­um á fram­leiðslu­ein­ingu hjá bænd­um. Á móti hafa vax­andi ferðamanna­fjöldi, ný­sköp­un í störf­um á lands­byggðinni og stærri bú vegið á móti. Mik­ill stuðning­ur lands­manna er við inn­lenda fram­leiðslu – enda er hún hágæðavara, hrein og ómenguð. Þá hef­ur auk­in krafa um minna kol­efn­is­fót­spor, minni lyfja­notk­un, meiri sjálf­bærni og meiri holl­ustu ýtt und­ir fram­leiðslu ís­lenskra bænda. Ljóst er þó að gera þarf bet­ur. Rík­is­stjórn­in hef­ur tekið á nokkr­um þeim þátt­um sem munu ýta und­ir já­kvæða þróun – en nefna má fleiri. Í þess­ari grein verður tæpt á nokkr­um þeirra.

Sam­starf afurðastöðva

Í þó nokk­ur ár hef­ur það blasað við að litl­ar afurðastöðvar í kjöti mega sín lít­ils í alþjóðlegri sam­keppni við mun stærri aðila – hvort sem er inn­an­lands eða á er­lend­um mörkuðum. Því er lífs­nauðsyn­legt að heim­ila afurðastöðvun­um sam­starf – ekki ósvipað og heim­ilt er í mjólk­uriðnaðinum. Ný­verið lýsti rík­is­stjórn­in vilja sín­um til að fara þá leið og auka þar með hag­kvæmni og skil­virkni í grein­inni, í yf­ir­lýs­ingu sinni vegna end­ur­skoðun­ar­á­kvæðis lífs­kjara­samn­ing­anna. Fyr­ir­mynd­ir má sækja til mjólk­uriðnaðar­ins eða sjáv­ar­út­vegs fyrri tíma og sam­starfs fyr­ir­tækja und­ir merkj­um SÍS, SÍF og SH svo dæmi séu tek­in. Einnig hafa þing­menn Fram­sókn­ar lagt fram slíkt mál á liðnum þing­um.

Frelsi til heima­vinnslu

Sam­hliða breyt­ing­um hjá afurðastöðvun­um er mjög mik­il­vægt að auka frelsi bónd­ans til at­hafna og tengja hann bet­ur markaðsstarf­inu. Í því skyni á að heim­ila ör­slátrun og minni slát­ur­hús með heima­vinnslu. Á bak við slíka laga­breyt­ingu þarf að liggja já­kvætt áhættumat sam­bæri­legt við það sem Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un Þýska­lands, með Íslands­vin­inn Dr. Andreas Hen­sel í broddi fylk­ing­ar, gerði þegar heim­iluð var heimaslátrun og nær­markaðssala á lömb­um/​lamba­kjöti í Þýskalandi fyr­ir nokkr­um árum. Í kjöl­far áhættumats á lambaslátrun ætti að fara í sam­bæri­legt verk­efni varðandi ungnauta­slátrun með sama mark­mið, þ.e.a.s. heim­ila ör­slát­ur­hús með ung­neyti. Það sama er hægt að gera í mjólk­ur­fram­leiðslunni. Vax­andi áhugi er á að kaupa mjólk beint frá bónda og nú­tíma­tækni ger­ir það kleift að vera með ger­il­sneyðingu við af­greiðslu.

Einnig þarf að styrkja ný­sköp­un og markaðsþekk­ingu hjá hinum al­menna bónda. Það er mik­ill áhugi hjá bænd­um en einnig al­menn­ingi á að versla „beint frá býli“. Rík­is­stjórn­in hef­ur þess vegna stór­aukið fjár­magn til ný­sköp­un­ar með stofn­un mat­væla­sjóðs. Þar eru tæki­færi fyr­ir fram­sækið fólk til sveita.

Tolla­samn­ing­ar skoðaðir

Fyr­ir­komu­lag toll­vernd­ar er mik­il­væg­ur þátt­ur í starfs­kjör­um bænda. Inn­an stjórn­kerf­is­ins hef­ur verið unnið að út­tekt (sbr. þings­álykt­un 1678-149, aðgerðaáætl­un í 17 liðum, um hrátt kjöt, o.fl.). Vinn­unni hef­ur seinkað, átti að vera lokið í des­em­ber 2019 en ligg­ur von­andi fyr­ir von bráðar enda vænt­an­lega ein af for­send­um þeirr­ar stefnu­mót­un­ar sem er í gangi.

Í kjöl­far tolla­samn­inga við ESB er mik­il­vægt að fara yfir hvernig eft­ir­liti er háttað með fram­kvæmd þeirra. Þar und­ir er út­færsla útboða – toll­vernd er til að jafna mun milli inn­lendr­ar fram­leiðslu og er­lendr­ar – og þess vegna ætti mark­mið út­færsl­unn­ar að vera að vernda inn­lenda fram­leiðslu.

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Að auki hef­ur orðið for­sendu­brest­ur eft­ir að samn­ing­ur­inn komst á. Ann­ars veg­ar hafa þeir sem fóru fram á að samn­ing­ar yrðu gerðir, mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, ein­hverra hluta vegna ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim. Hins veg­ar er Bret­land gengið úr ESB – eða í þann mund að gera það. Það er því mín skoðun og til skoðunar inn­an rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar að það eigi að segja þess­um ESB-tolla­samn­ingi upp.

Lýðheilsa og ör­yggi

Ein stærsta áskor­un sam­tím­ans og þar með framtíðar­inn­ar er sjálf­bær mat­væla­fram­leiðsla sem trygg­ir ann­ars veg­ar ör­ugg mat­væli og hins veg­ar nægj­an­leg­an mat handa sí­fellt fleira fólki án þess að ganga á auðlind­ir jarðar. Víða um heim eru fram­leidd mat­væli sem hvor­ugt stand­ast, þ.e.a.s. eru ágeng í auðlinda­nýt­ingu (menga, spilla landi/​vatni) og eru menguð/​spillt sjálf. Þannig er þauleldi (svín, fugl­ar, naut) víða þannig að afurðirn­ar eru salmo­nellu­smitaðar, kam­fýlu­bakt­eríu­smitaðar og í vax­andi mæli með bakt­erí­ur sem þola öll venju­leg sýkla­lyf. Al­mennt má segja að all­ur heim­ur­inn glími við þessi vanda­mál – þó mis­mikið. Ísland og Nor­eg­ur skera sig þó úr – staðan í þess­um lönd­um er mjög góð og Svíþjóð og Finn­land skammt þar fyr­ir aft­an. Enda er tíðni mat­ar­sýk­inga hér­lend­is mjög lág í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og þ.a.l. kostnaður við slík leiðindi lág­ur hér­lend­is. Staðan er víða mjög slæm – t.a.m. víða í Asíu, Suður- og Aust­ur-Evr­ópu og Am­er­íku. Þannig er talið að um 50 þúsund manns lát­ist ár­lega vegna sýkla­lyfja­ónæm­is bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Og um 2050 muni jafn­marg­ir lát­ast vegna sýkla­lyfja­ónæm­is og af völd­um krabba­meins.

Staðan á Íslandi er því eft­ir­sókn­ar­verð með hrein og ör­ugg mat­væli, gnægð af hreinu hágæðavatni og loft­gæði eins og þau ger­ast best. Í þessu fel­ast mik­il lífs­gæði.

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október 2020.

Categories
Fréttir

Ræða Sigurðar Inga

Deila grein

02/10/2020

Ræða Sigurðar Inga

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fimmtudaginn 1. október 2020.

***

Virðulegi forseti. Formaður Miðflokksins fór í ræðu sinni yfir að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom svo upp og sagði að þessi stefna væri hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi: Stefna þessarar ríkisstjórnar er stefna Framsóknarflokksins. [Hllátur í þingsal.] Það er rétt sem formaður Samfylkingarinnar sagði: Vinna, vöxtur, velferð. Þetta eru kjörorð framsóknarstefnunnar og Samfylkingin er að taka þau upp. Þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu var hann lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar. Það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þá átt. Ræða mín er ónýt því að ég þurfti að byrja á þessu en ég ætla samt að fara í nokkra hluti.

Upp er runnin 1. október og áttundu mánaðamótin frá því að kórónuveirufaraldurinn fór fyrir alvöru að hafa áhrif á líf okkar. Fjöldi fólks sem var með vinnu 1. mars er nú án atvinnu. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að milda þetta mikla högg um leið og heilsa landsmanna er vernduð eftir því sem best er hægt. Og hvað felst í því að milda höggið? Jú, það felst fyrst og fremst í því að standa vörð um atvinnu fólks og lifibrauð þess og líklega er stærsta aðgerðin hlutastarfaleiðin. Eftir því sem á hefur liðið höfum við framlengt hana og framlengt tekjutengdar atvinnuleysisbætur. Markmiðið er að standa vörð um ráðstöfunartekjur heimilanna eftir því sem kostur er því að mánaðamótin koma með öllum sínum skuldbindingum. Við stöndum vörð um störfin og við sköpum ný störf. Það er atvinna, atvinna, atvinna sem málið snýst um.

Sumarið var ólíkt síðustu sumrum, engir erlendir ferðamenn. Íslendingar fóru hins vegar um landið og ég held að það hafi aukið skilning okkar allra á aðstæðum fólks hringinn í kringum landið og skapað sterkari tilfinningu fyrir landinu. Okkar fagra Ísland er nefnilega ekki bara höfuðborg og landsbyggð. Við eigum landsbyggðir, ólíkar en samt með sömu hagsmuni fólks, hagsmuni þar sem atvinna er efst á blaði, það að geta mætt mánaðamótunum án þess að vera með kvíðahnút í maganum. Um það snýst vinna okkar á Alþingi og í ríkisstjórn, síðustu mánuðina, næstu vikur, næstu mánuði: Að standa vörð um störf og skapa ný störf. Atvinna, atvinna, atvinna.

Næstu mánuði leggjum við grunn að framtíðinni. Það eru viðamikil mennta- og starfsúrræði fram undan fyrir þá sem missa vinnuna auk áherslunnar á að skapa ný störf og ný tækifæri. Það á ekki síst við á þeim svæðum sem hafa orðið harðast úti vegna frosts í ferðaþjónustu, atvinnugreininni sem hefur auk landbúnaðar og sjávarútvegs verið lífæðin í byggðum landsins. Við vitum öll að þegar þessar hörmungar hafa gengið yfir er framtíðin björt í ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúran er enn jafn fögur, innviðir enn til staðar og styrkjast með ári hverju með metnaðarfullum samgönguframkvæmdum, og það sem er mikilvægast: Þekkingin hjá fólkinu og krafturinn er enn til staðar og mun springa út sem aldrei fyrr þegar veiran gefur eftir og ferðaþráin springur út að nýju. Nú eiga lítil og meðalstór fyrirtæki allt sitt undir því að fjármagnseigendur séu þolinmóðir og bíði af sér ölduganginn. Þar eru störf fólks og heimili í húfi.

Ég er bjartsýnn að eðlisfari og síðustu mánuðir hafa styrkt þann eiginleika minn því að ég hef upplifað mikla samstöðu þjóðarinnar við erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir, þrátt fyrir að við getum ekki lifað eðlilegu lífi og þrátt fyrir að kreppan komi mismunandi við fólk hefur ríkt skilningur um að við komumst í gegnum þetta saman, með samvinnu, með skilningi á aðstæðum annarra, umburðarlyndi og bjartsýni. Og verkefnið er fyrst og fremst atvinna, atvinna, atvinna.

Í dag er gleðidagur. Eftir margra ára baráttu fyrir bættum samgöngum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur sá dómur loks verið kveðinn upp að framkvæmdir geti hafist í gegnum Teigsskóg. Áfram veginn um Teigsskóg.

Fullyrða má að aukningin í nýframkvæmdum á næstu árum í samgöngum vegi á móti samdrætti næstu ára á ýmsum öðrum sviðum. Sú sókn grundvallast annars vegar á metnaðarfullri framtíðarsýn í 15 ára samgönguáætlun og á viðbótarfjármagni sem lagt var í samgönguframkvæmdir og fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar. Samgönguframkvæmdir næstu ára skapa 8.700 störf einar og sér.

Þá er mikilvægt að við séum meðvituð um áhrif okkar sem neytenda þegar við kaupum íslenskar vörur, hvort heldur er lambakjöt eða súkkulaði eða fatnaður. Þannig verjum við störf og sköpum ný. Við höfum val. Íslenskt – gjörið svo vel og Láttu það ganga.

Haustið bítur aðeins í nef okkar og veturinn færist nær. Frá því að þing var sett haustið 2019 hefur margt gengið á, ekki aðeins veiran heldur var síðasti vetur mörgum erfiðum með vályndum veðrum. Óveður sem gengu yfir landið síðasta vetur sýndu svo ekki verður um villst aðstöðumun milli landshluta. Ríkisstjórnin brást við af festu og nú myndu óveður af þessari stærðargráðu ekki hafa slík áhrif. Það er búið að framkvæma.

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er breið í eðli sínu. Þar koma saman ólíkir kraftar sem endurspegla að miklu leyti skoðanir þjóðarinnar. Hún hefur verið einbeitt í því að horfa á sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar og vinna að sátt í samfélaginu. Hún er á réttum tíma á réttum stað. Við þurfum að vernda störf, við þurfum að skapa störf. Það er verkefni sem við getum sameinast um. Þegar fer að vora verðum við tilbúin til að snúa vörn í sókn. Framsókn fyrir íslenskt samfélag. Vinna, vöxtur, velferð, formaður Samfylkingarinnar, því að framtíðin ræðst á miðjunni

Það er 1. október 2020 í dag og við erum í miðju stríði við kórónuveiruna. En hver mánaðamót sem renna upp héðan í frá segja okkur líka að það styttist í að lífið færist að nýju í eðlilegt horf. Gleymum því ekki. Sameinumst um að vernda störf og skapa störf því að verkefnið er brýnt og verkefnið er ljóst: Atvinna, atvinna, atvinna. — Góðar stundir.

***

Categories
Fréttir

It is in our DNA to stick together in times like this

Deila grein

30/09/2020

It is in our DNA to stick together in times like this

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, var í viðtali við vefritið Prisma Reports á dögunum. Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.

***

INTERVIEW WITH SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, MINISTER OF TRANSPORT AND LOCAL GOVERNMENT

Prisma Reports: Let us begin the interview today by discussing COVID-19, which at the global level is still very relevant. Only yesterday the world registered a new daily record for single day infections. Iceland’s handling of the pandemic drew international praise for its effectiveness. What can you tell us about Iceland’s resilience when dealing with shocks of this magnitude? How is your country adapting to the ‘new reality’ and what is your assessment of the impact at the socioeconomic and cultural levels?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: The pandemic is rising everywhere. In Iceland, our government aims to safeguard the general health of the residents of Iceland and economic livelihood of people and businesses as well as protecting the welfare system and creating strong demand in the economy. Our goal is very clear, as we want to secure stability and keep society going, given the circumstances of the pandemic at this precise moment, because it is continuously changing. Our pledge is to meet the crisis on the offensive. We will not raise taxes or make heavy cuts to the budget for the next years. On the contrary, we will meet the challenges by increasing investment in infrastructure and by safeguarding jobs and the welfare system.

Our strategy is to make the best out of this unprecedented situation and to invest wisely in infrastructure. For instance, investments in roads and public transport construction for the creation of jobs to stimulate the economy and foster innovation and infrastructure for tourism. We are using the time to build up our infrastructure for the future. We know for a fact that when demand for travel rises again, we will be the preferred destination and perhaps more because of how we have dealt with the pandemic in Iceland so far. This is the way we are looking at it now and for the last seven months.

Prisma Reports: Since the beginning of the pandemic you have been very much involved in developing the recovery program as well as the implementation of pertinent measures to protect Iceland and Icelanders. What new priorities have you established at your Ministry and what are some of the latest measures you have implemented at Iceland’s international transport hubs?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: Tourism is a major economic force in Iceland and aviation has become in the recent years an increasingly important industry for the nation being a major contributor to GDP. In 2010, Oxford economics estimated last year of aviation and related activities was about 6.6 percent of GDP. Since then, and before COVID-19, the number of passengers passing through Keflavík International Airport rose from 2 million to about 10 million when it reached its peak in 2018. The estimate for air transport and tourism can rise to 38.3 percent of GDP and 72,000 jobs based on 2017 figures. We have witnessed phenomenal growth in this sector in the last 10 years but, clearly, not in the last seven months.

The objective of our aviation policy is to support economic growth and creation of jobs. It is the government’s policy to open more international gateways into Iceland and in this way support the growth of aviation, not only in the southwest area of Iceland, where Keflavik is, but in the whole country. We are currently renovating and expanding the terminal in Akureyri, the largest town in the northern part of Iceland.

We are also making improvements to the airport in Egilsstadir, where the main airport in the Eastern part of Iceland is found. The main function of this airport is to serve as a reserve airport for Keflavík. We have also looked at our harbours as they are important for the fishing industry and the transportation of goods. They are mostly operated by municipalities, but the goal is to improve the capacity of the harbours for goods transport. Iceland relies on shipping for almost 99 percent of its goods transport, even though we had, and we will have again great aviation. A new transport link is under development and growing fast in the south of Iceland.

Prisma Reports: Could you tell us a bit more about the ISK 20 billion investment initiative that is focused at upgrading and expanding infrastructure, both transport and technology?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: The government introduced very early an important investment initiative to cope with the foreseeable economic effects of the pandemic and it was passed in Parliament in the spring of 2020 in addition to the fiscal budget. It was a diverse investment plan of ISK 20 billion, with a heavy focus on transport. The criteria for the selection of transport projects to receive funding was safety, economic viability and job creation. These investments in transport were added to our existing plans for investment in infrastructure which are part of the 15-year national transport plan. The economic crisis in 2008 and the surge in tourism after 2012 paralysed the plan and we have a lot of infrastructure still to be built. However, we will discuss in parliament this autumn a further stimulus plan for the next few years, that aims to protect the economy, preserve jobs and increase the effectiveness and the value of our transport system. I believe that when we speak of ISK 20 billion, we are talking about an amount that is three or four times that for the next three or four years.

The investment initiative allowed us to speed up the construction of large economically feasible expansion projects in all modes of transport. In our highway system, we are now planning to speed up construction to increase safety and capacity on the main cities and to and from the capital area, which is used mostly. We would like to increase safety on these roads.

With regards to harbours, we are studying opportunities in a number of places that can greatly boost economic activity and investments in buildings and logistics. In aviation, we continue to invest in our main international airport in Keflavík. However, the investment initiative has put the long overdue focus on all of Iceland’s international airports. We hope this will allow them to develop and create more international links, thereby supporting the local tourism industry in each of these areas in the years to come. Tourists that come through Keflavík and mostly utilize the infrastructure in that part of the country, but not as much in the north-eastern or the western part of the country.

Prisma Reports: During the last decade, Iceland has positioned itself as an emerging tourist destination, a sector that also contributed greatly to the economic recovery following 2008. However, tourism and travel at the global level is one of the most affected sectors by COVID-19. What has the experience been this last summer season, in terms of finding the balance between reigniting tourism while minimizing healthcare risks? Moving forward, what will be your strategy to keep the tourism alive and buoyant?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: You have to have a balance to analyse how the pandemic is being dealt with and, on the other hand, assess the economic situation. Iceland was one of the first countries in Europe to create a policy of quarantine, isolation, high volume testing and contact tracing. All our measures have been made in order to protect public health and our healthcare infrastructure and that was the aim in the start and is still the main aim.

We rely on the active cooperation and responsible behaviour of the general population and this extends to everyone who is visiting Iceland. The government started easing restrictions on the international arrivals since 15th of June this summer and we experienced an increased in tourism. The government had to impose more comprehensive measures from the 19th of August given the increase in infections worldwide and the widespread effect that a small outbreak could have on the functioning of our society.

Since then, from the 19th of August we have all arriving passengers choosing between a 14-day quarantine and a double testing procedure along with a quarantine of five or six days. These measures will be reviewed and revised according to how the situation develops. Both domestically and internationally and just for the time being these days we have to learn and see that will not be changed in the next weeks. When it is possible to change this policy, we will do that, but we have to take notice of what the virus is doing.

Prisma Reports: The U.S. is Iceland’s single largest trading partner and biggest investor. Until recently, U.S. investments in Iceland were mostly aimed at the aluminum sector thanks to Iceland’s abundant geothermal energy. However, U.S. investments have diversified to areas such as hotel chains, consumer goods, and retail with the entrance of several U.S. brands and franchises. What is your assessment of the overall state of U.S. – Icelandic relations, especially those concerning investments and economic partnership in your portfolio?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: The U.S.-Iceland partnership has always been an important factor in our foreign policy, and we have had good relationship with the U.S. We have lots of opportunities for making our relationship stronger. We see foreign investment as very positive. There are always opportunities, for example regarding our expertise in fisheries, which is one of the things we are good at, as well as in energy, creative and innovative industries. We will look more into new economic sectors, those that are driven by innovation and which create jobs based on the human mind.

Prisma Reports: Iceland has earned itself a reputation as a leader in sustainability and green economy, being one of the few countries around the world that runs on renewable energy. However, your government has pledged to cut emissions by 50-60 percent by 2030. What are you plans to improve the carbon footprint in the maritime and transportation sector? What opportunities will emerge from these new measures?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: Despite COVID-19, it is important that other topics continue to be priority items on the global stage as well. One of the things we have been talking about is climate change and what measures have been presented by our government in recent months. Iceland is expected to exceed 35 percent reduction in greenhouse gas emissions by 2030 and we are making a huge effort to reduce the target to meet the commitments of the Paris Agreement which requires 29 percent reduction, that we have already surpassed. According to rough estimates, additional measures currently under development could result in a further decrease of five up to 11 percent bringing the total reduction in emissions to 46 percent compared to 2005 levels. This government’s Climate Action Plan marks a turning point in climate issues in Iceland.

During the first months of this government, we took climate change actions and allocated funding towards those issues. With the measures that we have now taken and intend to implement, we will achieve greater progress towards the international commitments the Paris agreement requires of us.

An important aspect is to ensure that the public can take part in the changes that need to take place and feel that every person’s contribution matters. The energy transition in transport plays a major role here. It is also clear that Iceland has economic interest at stake in switching to green energy sources, because many billions currently flow out of the country to buy fossil fuels and the government has initiated the study into how we can increase the use of domestically green biofuel for transportation industry, vehicle and ships.

And the first electrically charged ferries started sailing between the Western Islands and the mainland last year towards the end of 2019. This ferry is the most important maritime passenger link in Iceland than transports over 2000 people every year. Our goal is that all ferries around Iceland can run on an environmentally friendly fuel, most likely electricity to minimize the carbon footprint. We will implement this in coming years when the ferries will be renewed or replaced. Finally, the government is exploring ways to increase the chance for electric connection and charging in Icelandic harbours. This effort will require cooperation of different stakeholders, ministers and municipalities and others. We are using our own energy which we are producing from hydro power and geothermal and with it we don’t have to use our money to buy fossil fuel from others. Economically, it is very positive and at the same time it is climate friendly.

Prisma Reports: What would be your final message to the readers of Foreign Policy around the globe?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: Our strategy to come out of this pandemic is to meet this crisis on the offensive by not raising taxes or making heavy cuts to the budget, but, on the contrary, by investing more in all areas where it is both feasible and economically favourable and by that, safeguarding jobs and the welfare system. There has been a consensus of using science to tackle the pandemic and the government has cooperated closely with scientists and experts in every field. Looking back now for the last seven months, we have gone through these unprecedented and unique circumstances and I am incredibly proud to witness the unity of the nation and the solidarity of the people. Iceland has fought the virus together, adopted individual responsibility following strict measures when needed. This nation has faced natural disasters before and it this in our DNA to stick together in times like this. We are very optimistic that we will bring the current situation back to normal soon. We have learnt a valuable lesson and hopefully grown as a society so, in the end, I am optimistic for the future.

Categories
Greinar

Dagur norrænu grannríkjanna í vestri

Deila grein

24/09/2020

Dagur norrænu grannríkjanna í vestri

Vestn­or­ræna deg­in­um, sem hald­inn er hátíðleg­ur 23. sept­em­ber ár hvert, voru gerð góð skil með veg­legri dag­skrá í Nor­ræna hús­inu á dög­un­um. Mark­mið dags­ins er að styrkja og gera sýni­legt menn­ing­ar­sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands og Íslands. Í ár var áhersl­an á menn­ingu, sjálfs­mynd og tungu­mál og hvernig við not­um móður­málið í skap­andi aðstæðum.

Veiga­mik­ill þátt­ur í hátíðahöld­um dags­ins var að staldra við og fara yfir hvaða þýðingu vestn­or­ræna sam­starfið hef­ur. Það eru ákveðnir þætt­ir sem tengja lönd­in sam­an sem öll hafa það sam­eig­in­legt að vera eyríki sem nýta mögu­leika nátt­úr­unn­ar um leið og þau tak­ast af æðru­leysi á við áskor­an­ir sem henni fylgja. Íbúar vestn­or­rænu ríkj­anna hafa all­ir móður­mál sem talað er af fá­menn­um hópi fólks sem und­ir­strik­ar sér­stöðu þeirra.

Sögu­leg og menn­ing­ar­leg tengsl

Það er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að horfa inn á við og halda á lofti góðu og nánu sam­starfi milli vestn­or­rænu ríkj­anna. Sam­starf þjóðanna er reist á sögu­leg­um og menn­ing­ar­leg­um tengsl­um ásamt sam­eig­in­leg­um hags­mun­um í efna­hags­mál­um og um­hverf­is­mál­um. Vestn­or­ræna ráðið hef­ur á liðnum árum lagt höfuðáherslu á um­hverf­is­mál, menn­ing­ar­mál, sjáv­ar­út­vegs­mál, sam­göng­ur og viðskipta­mál. Unnið hef­ur verið mark­visst að því að efla stöðu Íslands sem tengipunkts á sviði sam­göngu- og ferðamála á þessu svæði. Einnig hef­ur mik­il­vægi þess að efla tengsl við ná­granna­lönd vestn­or­rænu land­anna í austri og vestri með upp­bygg­ingu skipu­lagðrar svæðis­sam­vinnu á Norðvest­ur-Atlants­hafs­svæðinu í huga sýnt sig að bera ávinn­ing fyr­ir hlutaðeig­andi aðila.

Aukið sam­starf á ýms­um sviðum

Á und­an­förn­um mánuðum, á tím­um Covid-19, hef­ur komið í ljós hversu þýðing­ar­mikið vestn­or­rænt sam­starf er lönd­un­um. Fær­eyj­ar voru meðal fyrstu landa til að opna á kom­ur farþega frá Íslandi, sem var mik­il­vægt fyrsta skref í af­námi ferðahindr­ana milli Norður­landaþjóðanna. Þegar að því kem­ur að við náum yf­ir­hönd­inni í bar­átt­unni við þenn­an vá­gest ætti það að vera æski­legt fyr­ir lönd­in þrjú að vinna sam­an í að efla ferðamennsku á svæðinu. Það hef­ur sýnt sig að svæðið allt hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðafólk.

Þá hafa for­send­ur fyr­ir aukn­um flutn­ingi á vör­um og fólki aldrei verið betri meðal nor­rænu grann­ríkj­anna í vestri. Nú sjást vör­ur frá Íslandi í hill­um dag­vöru­versl­ana í Nuuk, í fram­haldi af sam­starfi Eim­skips og Royal Arctic Line, þar sem fé­lög­in skipta með sér plássi í skip­um sín­um í sigl­ing­um á milli Græn­lands, Íslands, Fær­eyja og Skandi­nav­íu. Þá verða nýju flug­vell­irn­ir þrír á Græn­landi ekki aðeins hags­bót fyr­ir Græn­land og Græn­lend­inga held­ur allt vestn­or­ræna svæðið.

Á tím­um sem þess­um eru heil­brigðismál og geta heil­brigðis­kerfa til að tak­ast á við erfið verk­efni og áföll of­ar­lega í huga okk­ar allra. Við von­umst eft­ir auknu vestn­or­rænu sam­starfi um heil­brigðismál. Þá þarf að huga að hags­mun­um ungs fólks á vestn­or­ræna svæðinu. Vinna þarf bet­ur að því að auka sam­starf og sam­gang ungs fólks og þar skipta sköp­um mögu­leg mennt­unar­úr­ræði þvert á lönd­in.

Miðjan fær­ist nær vestn­or­rænu sam­starfi

Á síðasta ári í for­mennskutíð Íslands í Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni var samþykkt ný stefnu­mörk­un um þróun Atlants­hafs­sam­starfs­ins, sem hef­ur hlotið yf­ir­skrift­ina NAUST. Það fel­ur í sér nán­ara sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands, Íslands og strand­lengju Nor­egs frá Roga­landi til Finn­merk­ur. Hér er kom­inn veg­vís­ir fyr­ir sam­starfið í heild sinni og stuðlar að því að efla tengsl og sam­skipti á svæðinu. Stefnu­mörk­un­in er enn ein viðbót­in við hið far­sæla og mik­il­væga vestn­or­ræna sam­starf og það er mik­il­vægt að leita leiða til að efla það enn frek­ar. En for­gangs­röðun verk­efna inn­an ramma NAUST bygg­ist á vel­ferðar- og jafn­rétt­is­mál­um, mál­efn­um hafs­ins og bláa hag­kerf­is­ins, orku­mál­um, sam­göng­um og björg­un á sjó, sjálf­bærni í ferðaþjón­ustu og menn­ing­ar­mál­um. Því má segja að miðjan fær­ist nær hinu vestn­or­ræna sam­starfi.

Sig­urður Ingi Jóhannsson, sam­starfs­ráðherra Norður­landa og

Silja Dögg Gunnarsdóttir, for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2020.