Categories
Greinar

Reykjanesið er svæði tækifæranna

Deila grein

12/02/2021

Reykjanesið er svæði tækifæranna

Íslendingar hafa tækifæri til að byggja upp nýjan grænan iðnað á sviði þörungavinnslu. Hér landi eru kjöraðstæður á heimsvísu, hreinn sjór og stór hafsvæði. Fjárfestar eru áhugasamir en lagaumgjörðin og regluverkið er enn ekki nógu gott. Alþingi þarf að skapa trausta umgjörð um þennan iðnað og skapa skýra stefnu. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis frá þingflokki Framsóknarflokksins.

Vaxandi markaður

Heimsmarkaður fyrir þörunga er stór og fer vaxandi. Samkvæmt skýrslu Report Linker um heimsmarkað fyrir þörunga frá júlí 2020 er áætluð velta árið 2020 fyrir þörungaprótein 912,8 millj. dala og því spáð að hann vaxi í 1,3 milljarða dala árið 2027. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að það sé vaxandi eftirspurn eftir matvæla- og drykkjarafurðum sem byggðar eru á þörungum. Efni úr þeim  má finna í mörgum matvælategundum, snyrtivörum og iðnaðarvörum eins og málningu, dekkjum o.fl. Á Ásbrú er t.a.m. starfandi öflugt og vaxandi fyrirtæki, Algalíf, sem ræktar smáþörunga. Úr þeim er unnið verðmætt efni, astaxanthin, sem notað er í eftirsótt fæðubótarefni. Vöxtur í þörungaframleiðslu í heiminum er áætlaður um 7,4% á ári til ársins 2024 og að veltan verði um 1,1 milljarður Bandaríkjadala árið 2024 samkvæmt greiningu Sjávarklasans frá nóvember 2019. Í þessari grein liggja mýmörg áhugaverð tækifæri fyrir íslenskt athafnalíf.

Súrefnisframleiðendur og stútfullir of næringarefnum

Þegar rætt er um þörunga þá er ekki bara átt við smáþörunga, eins og Algalíf ræktar, heldur einnig þang og þara sem vex villt allt í kringum landið okkar fagra. Yfirheiti þessara merkilegu lífvera, þ.e. þangs, þara og smáþörunga, eru þörungar. Þörungar eru ekki bara næringarrík fæða fyrir skepnur og mannfólk heldur framleiða þeir líka stóran hluta súrefnis jarðar, allavega helming alls súrefnis og sumir vísindamenn segja um 90%. Þörungar hreinsa sjóinn og þá má einnig nýta sem áburð. Sumar smáþörungategundir eru olíuríkar og úr þeim er hægt að framleiða lífeldsneyti sem endurnýtir koltvísýring úr loftinu. Það er því ljóst að sjálfbær öflun þörunga og aukin nýting þeirra getur hjálpað til við að minnka álag á önnur vistkerfi jarðarinnar, draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og hafa jákvæð áhrif á vistkerfi hafsins. Við Reykjanesið eru kjöraðstæður fyrir öflun og verkun þangs og þara. Hér eru miklar fjörur, hreinn sjór og mikið pláss. Hér eru svo sannarlega tækifæri fyrir duglegt fólk en löggjafinn þarf að bæta umgjörðina svo að áhugasamir hafi sterkan grunn til að byggja á, ef þeir hyggjast fara út í fjárfestingar á þessu sviði.

Hvernig getum við bætt umgjörðina?

Greinarhöfundur hefur lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingflokki Framsóknar um að umhverfis- og auðlindaráðherra í samvinnu við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra geri aðgerðaáætlun um þörungaræktun sem liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2021. Einnig er kveðið á um að ráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda hvað varðar þörungarækt eigi síðar en 1. maí 2021. Flutningsmenn telja að sá tímarammi ætti að vera nægilegur enda unnt að líta til fordæma nágrannaþjóða okkar, eins og Færeyja og Noregs, þar sem reynsla er þegar komin á framkvæmd sambærilegra lagaákvæða.

Með því að fjárfesta í menntun, rannsóknum og frumkvöðlafyrirtækjum á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þangs og þara og ræktunar smáþörunga.

Áfram veginn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Hlekkur á tillöguna: althingi.is/altext/151/s/0049.html

Categories
Greinar

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Deila grein

30/12/2020

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, lést 23. nóvember síðastliðinn á Landspítalanum. Páll var í tvígang forseti Norðurlandaráðs, í seinna skiptið árið 1990 þegar starfsemi Norðurlandaráðs markaðist mjög af sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna. Páll vildi fara hægt í sakirnar í sjálfstæðisbaráttu ríkjanna, enda um flókið mál að ræða, en segja má að Páll hafi sett spor því afskipti Norðurlandaráðs af málefnum Eystrasaltslandanna mörkuðu nýtt upphaf í starfi ráðsins.

Miklar umræður urðu í forsætisnefnd ráðsins og á Norðurlandaráðsþingi sem fram fór í Reykjavík snemma árs 1990 um það hvernig Norðurlandaráð gæti best sýnt Lettum, Litháum og Eistlendingum stuðning. Sumir vildu fara varlega í sakirnar til að styggja ekki um of sovésk yfirvöld og þar með knýja fram harkaleg viðbrögð sem gætu komið niður á Eystrasaltslöndunum. Aðrir voru mun róttækari, vildu bjóða Sovétmönnum byrginn og sýna Eistlandi, Lettlandi og Litháen samstöðu og stuðning með skýrum hætti. Þannig lagði einn þingmaður danska Framfaraflokksins til árið 1989 að þeim yrði strax boðin aðild að Norðurlandaráði.

Rætt um umhverfis-, efnahags-, og menningarmál

Í október 1990 fór sendinefnd Norðurlandaráðs undir forystu Páls, þáverandi forseta ráðsins, til Moskvu og síðan til höfuðborga Eystrasaltslandanna. Þetta var tæpu ári áður en yfirvöld í Sovétríkjunum viðurkenndu sjálfstæði ríkjanna. Ferðin vakti mikla athygli og fjölmennur hópur norrænna blaðamanna fylgdi þingmönnunum. Markmið hennar var að kanna hvernig haga mætti samstarfi Norðurlanda við Sovétríkin og Eystrasaltslöndin. Niðurstaðan var sú að heppilegast væri að koma á samvinnu á sviði umhverfis-, lýðheilsu-, mennta- og fjarskiptamála. Jafnframt var rætt um að fræða Eystrasaltslöndin um störf og hlutverk þinga í lýðræðisríkjum, en af skiljanlegum ástæðum skorti nokkuð upp á þekkingu þeirra á þessu sviði. Sendinefndin fundaði með nýjum leiðtogum Eistlands, Lettlands og Litháen. „Okkar erindi var fyrst og fremst að ræða umhverfismál, efnahags- og menningarmál og koma á sambandi,“ sagði Páll í viðtali við Tímann eftir heimsóknina. „Við gátum ekki bannað þeim að tala um pólitík eða um viðhorf sitt til hennar, sem þeir gerðu óspart.”

Ræðan um sjálfstæðisbaráttuna vakti lukku

Henrik Hagemann, þáverandi ritari dönsku landsdeildarinnar, fylgdi sendinefnd Norðurlandaráðs á ferðalaginu og skrifaði löngu síðar um hana í bókinni „Norden sett inifrån”. Þar segir meðal annars frá því þegar þingmennirnir voru í kvöldverði í Ríga í boði máttarstólpa kommúnistaflokksins á staðnum. Páll þurfti að flytja þakkarræðu fyrir hönd sendinefndarinnar. „Han var en stor rund bondemand fra Nordisland, og bensindigheden selv,“ sagði Hagemann um forseta Norðurlandaráðs, „men den dag var han godt nervøs.“ Páll þurfti að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum um sjálfstæðisbaráttu landanna en jafnframt þurfti hann að forðast að móðga menn og valda ágreiningi. Hagemann bauðst til að skrifa fyrir hann ræðupunkta en Páll hafnaði því. Hann endaði á því að halda ræðu um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga gegn Dönum. Þetta vakti í fyrstu nokkra furðu hjá gestgjöfunum og eflaust líka norrænu þingmönnunum, en brátt áttuðu menn sig á skilaboðunum: Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu og þeir sem takast á geta síðar náð sáttum og orðið góðir vinir. Ræðan vakti lukku.

Vandrötuð slóð

Af fréttum og greinum í blöðum frá þessum tíma má ráða að Páll vildi fara hægt í sakirnar: „Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna, sem ég hef persónulega afar mikla samúð með, gerist ekki á augabragði, það hlýtur að þurfa að vera þróun og samningsatriði, en hér er um flókið mál að ræða. Á hinn bóginn hlýtur maður líka að hafa samúð með Gorbatsjov og hans mönnum, sem telja það sitt hlutverk að halda ríkinu saman, því ef ríkið leysist um þá getur þetta einnig logað allt saman í illdeilum. Það er hægt að hugsa sér það, að ef Gorbatsjov sleppti öllu lausu, þá myndi herinn taka málið í sínar hendur. Ég hef ekki trú á að það yrði undir stjórn kommúnista, það gæti alveg eins orðið einhverjir fasistadólgar eftir suður-amerískri fyrirmynd. Til þess má maður ekki hugsa. Þannig að þetta er vandrötuð slóð,“ sagði Páll í ofangreindu viðtali í Tímanum.

Áhrif Norðurlandaráðs vakti mikla athygli

Fulltrúum Eystrasaltsríkjanna var boðið á Norðurlandaráðsþing 1991 og eftir það hófst náið og traust samstarf Norðurlandaráðs við þingin í þessum löndum og samtök þeirra, Eystrasaltsþingið, sem stofnað var að norrænni fyrirmynd. Afskipti Norðurlandaráðs af málefnum Eystrasaltslandanna mörkuðu á ýmsan hátt nýtt upphaf í starfi Norðurlandaráðs sem lengi vel hafði farið mjög varlega í að skipta sér af utanríkismálum. Eftir að Gorbatsjov tók við völdum í Sovétríkjunum árið 1985 og spenna í samskiptum austurs og vesturs minnkaði var orðið auðveldara fyrir Norðurlönd og Norðurlandaráð að beita sér í sameiningu, ekki síst var staða Finnlands orðin mun frjálsari en áður. Líklega má segja að áhrif Norðurlandaráðs á alþjóðavettvangi hafi aldrei orðið meiri en einmitt á þessum árum í samskiptunum við Eystrasaltslöndin og Sovétríkin og ummæli og athafnir þingmannanna vöktu mikla athygli.

Ýmis af þeim úrlausnarefnum sem Norðurlandaráð og Norðurlönd stóðu frammi fyrir í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna eiga sér eflaust hliðstæður í þeirri stöðu sem löndin eru nú í gagnvart Hvíta-Rússlandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu í desember 2020.

Categories
Uncategorized

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Deila grein

21/12/2020

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Páll Pét­urs­son, fyrr­ver­andi ráðherra og þingmaður, lést 23. nóv­em­ber síðastliðinn á Land­spít­al­an­um. Páll var í tvígang for­seti Norður­landaráðs, í seinna skiptið árið 1990 þegar starf­semi Norður­landaráðs markaðist mjög af sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­saltsland­anna. Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar í sjálf­stæðis­bar­áttu ríkj­anna, enda um flókið mál að ræða, en segja má að Páll hafi sett spor. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu nýtt upp­haf í starfi ráðsins.

Mikl­ar umræður urðu í for­sæt­is­nefnd ráðsins og á Norður­landaráðsþingi sem fram fór í Reykja­vík snemma árs 1990 um það hvernig Norður­landaráð gæti best sýnt Lett­um, Lit­há­um og Eist­lend­ing­um stuðning. Sum­ir vildu fara var­lega í sak­irn­ar til að styggja ekki um of sov­ésk yf­ir­völd og þar með knýja fram harka­leg viðbrögð sem gætu komið niður á Eystra­saltslönd­un­um. Aðrir voru mun rót­tæk­ari, vildu bjóða Sov­ét­mönn­um birg­inn og sýna Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en sam­stöðu og stuðning með skýr­um hætti. Þannig lagði einn þingmaður danska Fram­fara­flokks­ins til árið 1989 að þeim yrði strax boðin aðild að Norður­landaráði.

Rætt um um­hverf­is-, efna­hags- og menn­ing­ar­mál

Í októ­ber 1990 fór sendi­nefnd Norður­landaráðs und­ir for­ystu Páls, þáver­andi for­seta ráðsins, til Moskvu og síðan til höfuðborga Eystra­saltsland­anna. Þetta var tæpu ári áður en yf­ir­völd í Sov­ét­ríkj­un­um viður­kenndu sjálf­stæði ríkj­anna. Ferðin vakti mikla at­hygli og fjöl­menn­ur hóp­ur nor­rænna blaðamanna fylgdi þing­mönn­un­um. Mark­mið henn­ar var að kanna hvernig haga mætti sam­starfi Norður­landa við Sov­ét­rík­in og Eystra­saltslönd­in. Niðurstaðan var sú að heppi­leg­ast væri að koma á sam­vinnu á sviði um­hverf­is-, lýðheilsu-, mennta- og fjar­skipta­mála. Jafn­framt var rætt um að fræða Eystra­saltslönd­in um störf og hlut­verk þinga í lýðræðis­ríkj­um, en af skilj­an­leg­um ástæðum skorti nokkuð upp á þekk­ingu þeirra á þessu sviði. Sendi­nefnd­in fundaði með nýj­um leiðtog­um Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­en. „Okk­ar er­indi var fyrst og fremst að ræða um­hverf­is­mál, efna­hags- og menn­ing­ar­mál og koma á sam­bandi,“ sagði Páll í viðtali við Tím­ann eft­ir heim­sókn­ina. „Við gát­um ekki bannað þeim að tala um póli­tík eða um viðhorf sitt til henn­ar, sem þeir gerðu óspart.“

Ræðan um sjálf­stæðis­bar­átt­una vakti lukku

Henrik Hagemann, þáver­andi rit­ari dönsku lands­deild­ar­inn­ar, fylgdi sendi­nefnd Norður­landaráðs á ferðalag­inu og skrifaði löngu síðar um hana í bók­inni „Nor­d­en sett ini­från“. Þar seg­ir meðal ann­ars frá því þegar þing­menn­irn­ir voru í kvöld­verði í Ríga í boði mátt­ar­stólpa komm­ún­ista­flokks­ins á staðnum. Páll þurfti að flytja þakk­arræðu fyr­ir hönd sendi­nefnd­ar­inn­ar. „Han var en stor rund bondemand fra Nord­is­land, og bens­indig­heden selv,“ sagði Hagemann um for­seta Norður­landaráðs, „men den dag var han godt nervøs.“ Páll þurfti að koma á fram­færi já­kvæðum skila­boðum um sjálf­stæðis­bar­áttu land­anna en jafn­framt þurfti hann að forðast að móðga menn og valda ágrein­ingi. Hagemann bauðst til að skrifa fyr­ir hann ræðupunkta en Páll hafnaði því. Hann endaði á því að halda ræðu um sjálf­stæðis­bar­áttu Íslend­inga gegn Dön­um. Þetta vakti í fyrstu nokkra furðu hjá gest­gjöf­un­um og ef­laust líka nor­rænu þing­mönn­un­um, en brátt áttuðu menn sig á skila­boðunum: Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar bar­áttu og þeir sem tak­ast á geta síðar náð sátt­um og orðið góðir vin­ir. Ræðan vakti lukku.

Vandrötuð slóð

Af frétt­um og grein­um í blöðum frá þess­um tíma má ráða að Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar: „Sjálf­stæðis­bar­átta Eystra­salts­ríkj­anna, sem ég hef per­sónu­lega afar mikla samúð með, ger­ist ekki á auga­bragði, það hlýt­ur að þurfa að vera þróun og samn­ings­atriði, en hér er um flókið mál að ræða. Á hinn bóg­inn hlýt­ur maður líka að hafa samúð með Gor­bat­sjov og hans mönn­um, sem telja það sitt hlut­verk að halda rík­inu sam­an, því ef ríkið leys­ist upp þá get­ur þetta einnig logað allt sam­an í ill­deil­um. Það er hægt að hugsa sér það, að ef Gor­bat­sjov sleppti öllu lausu, þá myndi her­inn taka málið í sín­ar hend­ur. Ég hef ekki trú á að það yrði und­ir stjórn komm­ún­ista, það gæti al­veg eins orðið ein­hverj­ir fas­ista­dólg­ar eft­ir suður­am­er­ískri fyr­ir­mynd. Til þess má maður ekki hugsa. Þannig að þetta er vandrötuð slóð,“ sagði Páll í of­an­greindu viðtali í Tím­an­um.

Áhrif Norður­landaráðs vöktu mikla at­hygli

Full­trú­um Eystra­salts­ríkj­anna var boðið á Norður­landaráðsþing 1991 og eft­ir það hófst náið og traust sam­starf Norður­landaráðs við þing­in í þess­um lönd­um og sam­tök þeirra, Eystra­saltsþingið, sem stofnað var að nor­rænni fyr­ir­mynd. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu á ýms­an hátt nýtt upp­haf í starfi Norður­landaráðs sem lengi vel hafði farið mjög var­lega í að skipta sér af ut­an­rík­is­mál­um. Eft­ir að Gor­bat­sjov tók við völd­um í Sov­ét­ríkj­un­um árið 1985 og spenna í sam­skipt­um aust­urs og vest­urs minnkaði var orðið auðveld­ara fyr­ir Norður­lönd og Norður­landaráð að beita sér í sam­ein­ingu, ekki síst var staða Finn­lands orðin mun frjáls­ari en áður. Lík­lega má segja að áhrif Norður­landaráðs á alþjóðavett­vangi hafi aldrei orðið meiri en ein­mitt á þess­um árum í sam­skipt­un­um við Eystra­saltslönd­in og Sov­ét­rík­in og um­mæli og at­hafn­ir þing­mann­anna vöktu mikla at­hygli.

Ýmis af þeim úr­lausn­ar­efn­um sem Norður­landaráð og Norður­lönd stóðu frammi fyr­ir í tengsl­um við sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna eiga sér ef­laust hliðstæður í þeirri stöðu sem lönd­in eru nú í gagn­vart Hvíta-Rússlandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.

Categories
Greinar

Framsækin frumvörp í boði Framsóknar

Deila grein

27/11/2020

Framsækin frumvörp í boði Framsóknar

Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi á vettvangi jafnréttismála og fjölskyldumála um áratugaskeið. Páll Pétursson var félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins þegar gerð var veigamikil breyting á lögum um fæðingarorlof árið 2000. Ísland var þá fyrsta landið í heiminu til að lögbinda rétt beggja foreldra til töku fæðingarorlofs.

Viðamikil endurskoðun

Núverandi félags- og barnamálaráðherra, og þingmaður Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Ráðherra skipaði nefnd í ágúst 2019 sem hafði það hlutverk að endurskoða lögin frá árinu 2000 í heild sinni. Alls er gert ráð fyrir að 19,1 milljarði króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021 sem er tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs.

12 mánuðir

Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu er lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2021. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður sex mánuðir en foreldrum verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli, og því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm.

Undantekningar frá reglunni

Þá eru lagðar til frekari heimildir til yfirfærslu réttinda á milli foreldra þegar annað foreldri getur ekki af nánar tilgreindum ástæðum nýtt sinn rétt til fæðingarorlofs. Það gæti t.d. átt við þegar börn hafa ekki feðruð og þegar umgengni annars foreldris við barnið er engin eða verulega takmörkuð á grundvelli niðurstöðu lögmælts stjórnvalds eða dómstóla.

Styrkur til þeirra sem búa fjarri fæðingarstað

Þá er lagt til að barnshafandi foreldri verði veittur sérstakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæðingarþjónustu. Það þýðir aðí þeim tilvikum þegar barnshafandi foreldri þarf að mati sérfræðilæknis að dvelja fjarri heimili sínu, fyrir áætlaðan fæðingardag, í tengslum við nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barnsins getur það fengið fjárhagsstyrk. Því síðastnefnda fagna ég sérstaklega, en á haustþingi 2017  lagði ég fram frumvarp þess efnis að fæðingarorlof þeirra sem þyrftu að hefja töku fæðingarorlofs snemma vegna búsetu fjarri fæðingarstað, yrði lengd sem næmi þeim tíma sem fólk yrði að dvelja fjarri heimili. Þar með yrði réttur barna til samveru við foreldra fyrstu mánuði lífsins tryggður án tillits til búsetu þeirra.

Mögulegar breytingar í meðferð Alþingis

Alþingi hefur nú fengið málið til efnislegrar meðferðar. Það kann að fara svo að gerðar verði einhverjar breytingar á framlögðu frumvarpi ráðherra, því þingmenn kunna að hafa ólíka sýn á einstaka útfærslur laganna. Stóra myndin er hins vegar alltaf sú, að vegna áherslna Framsóknarflokksins mun fæðingarorlof foreldra og þar með réttur barna til samvista við foreldra sína verða lengdur úr 9 mánuðum, eins og staðan var við upphafi kjörtímabilsins 2017,  og í 12 mánuði frá og með komandi áramótum.

Enn eitt framfaraskrefið hefur verið stigið í boði Framsóknarflokksins. Áfram veginn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á vf.is 25. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Mikilvægi norræns samstarfs fyrr og nú

Deila grein

27/11/2020

Mikilvægi norræns samstarfs fyrr og nú

Margt hef­ur áunn­ist frá þeim tíma sem Norður­landaráð var stofnað árið 1952 til að bæta sam­vinnu og sam­starf land­anna. Sama ár og Norður­landaráð var stofnað var tekið upp vega­bréfa­frelsi á ferðum inn­an Norður­land­anna og tveim­ur árum síðar gekk sam­eig­in­leg­ur vinnu­markaður Norður­landa í gildi með frjálsri för launa­fólks sem varð und­an­fari innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Árið 1955 tók Norður­landa­samn­ing­ur­inn um fé­lags­legt ör­yggi gildi. Þá höfðu farið fram viðræður um tolla- og efna­hags­banda­lag milli Norður­land­anna og Evr­ópu­ríkj­anna en í júlí árið 1959 ákváðu stjórn­völd land­anna að taka þau áform af nor­rænni dag­skrá. Tíu dög­um síðar náðu Dan­mörk, Nor­eg­ur og Svíþjóð sam­an um Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) en Finn­land gerðist aukaaðili árið 1961. Ekki leið á löngu þar til Dan­ir og Norðmenn sóttu um aðild að EBE, Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu. Staðan inn­an EFTA breytt­ist og viðleitni nor­rænna landa til að ger­ast aðilar að EBE ýtti und­ir fast­an sátt­mála um nor­rænt sam­starf. Úr varð að „Nor­ræna stjórn­ar­skrá­in“ var samþykkt í Hels­inki hinn 23. mars árið 1962, svo­nefnd­ur Hels­ing­fors­samn­ing­ur. Þar var því slegið föstu að Norður­landaráð skyldi fá tæki­færi til að tjá sig um mik­ils­verð efni nor­rænn­ar sam­vinnu.

Græn­lend­ing­ar verða aðilar að ráðinu

Árið 1958 var um­fangs­meiru nor­rænu vega­bréfa­sam­bandi komið á sem var und­an­fari Schengen-sam­starfs­ins sem við þekkj­um í dag. Þá varð mun auðveld­ara fyr­ir Norður­landa­búa að ferðast til ná­granna­land­anna. Árið 1962 var nor­ræni lýðheilsu­há­skól­inn vígður í Gauta­borg og fjór­um árum síðar var samn­ing­ur um nor­ræna menn­ing­ar­sjóðinn und­ir­ritaður en sjóðnum var einkum ætlað að styrkja menn­ing­ar­verk­efni með þátt­töku eigi færri en þriggja nor­rænna landa. Í ág­úst árið 1968 var Nor­ræna húsið í Reykja­vík vígt en finnski arki­tekt­inn Al­var Aalto teiknaði það. Tveim­ur árum síðar samþykkti Norður­landaráð að full­trú­ar Álands­eyja og Fær­eyja gætu tekið þátt í störf­um ráðsins í gegn­um lands­deild­ir Dan­merk­ur og Finn­lands. Árið 1984 urðu full­trú­ar Græn­lands einnig aðilar að ráðinu í gegn­um lands­deild danska ríkja­sam­bands­ins.

Hindr­an­ir á landa­mær­um

Það er áhuga­vert að líta til baka rúm 60 ár aft­ur í tím­ann þegar und­an­fara Schengen-sam­starfs­ins var komið á en Norður­landaráð hef­ur ein­mitt á for­mennsku­ár­inu nú í ár bent á að marg­ar nýj­ar hindr­an­ir hafa komið upp á landa­mær­um nor­rænu ríkj­anna í tengsl­um við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Þetta hef­ur valdið venju­legu fólki og fyr­ir­tækj­um mikl­um vand­ræðum. Norður­landaráð tel­ur betra að komið sé í veg fyr­ir slík­ar hindr­an­ir og að erfiðleik­ar komi upp með sam­eig­in­leg­um fyr­ir­byggj­andi aðgerðum. Nor­ræna ráðherra­nefnd­in og Norður­landaráð hafa unnið mikið starf á síðustu árum að því að draga úr stjórn­sýslu­hindr­un­um á landa­mær­um ríkj­anna en sér­stakt stjórn­sýslu­hindr­anaráð er að störf­um fyr­ir Nor­rænu ráðherra­nefnd­ina og stjórn­sýslu­hindr­ana­hóp­ur á veg­um Norður­landaráðs.

Áhersla á um­hverf­is­mál

Í lok sjötta ára­tug­ar síðustu ald­ar hófu stjórn­völd ríkj­anna skuld­bind­andi sam­starf með stofn­un Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar en á þeim tíma hafði ráðið opnað skrif­stofu í Stokk­hólmi. Stofn­un Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans gaf til­efni til fyrsta aukaþings Norður­landaráðs sem haldið var í nóv­em­ber árið 1975 en aðal­bækistöðvar hans voru staðsett­ar í Hels­inki í Finn­landi. Í kjöl­far hins al­var­lega kjarn­orku­slyss sem varð í Tsjerno­byl í Norður-Úkraínu árið 1986 hélt Norður­landaráð tvær stór­ar ráðstefn­ur um um­hverf­is­mál þar sem umræðuefn­in voru meng­un and­rúms­lofts­ins ásamt líf­ríki sjáv­ar. Allt frá þess­um tíma hef­ur verið lögð mik­il áhersla á um­hverf­is­mál í nor­rænu sam­starfi.

Múr­inn fell­ur

Árið 1990, áður en Sov­ét­rík­in liðu und­ir lok og Eystra­salts­rík­in end­ur­heimtu sjálf­stæði sitt, höfðu verið tek­in upp sam­skipti við stjórn­mála­fólk í balt­nesku lönd­un­um. Full­trú­ar Eystra­salts­ríkj­anna sóttu þing Norður­landaráðs í Kaup­manna­höfn í lok fe­brú­ar árið 1991 en mánuði áður hafði dregið til tíðinda í Viln­íus og Riga. Þegar lönd­in end­ur­heimtu sjálf­stæði sitt hófst náið sam­starf Norður­landaráðs við ný systra­sam­tök, Eystra­salts­ríkjaráðið. Smám sam­an jókst einnig sam­starf við rúss­neska þing­menn. Árið 1996 flutti skrif­stofa Norður­landaráðs frá Stokk­hólmi til Kaup­manna­hafn­ar und­ir sama þak og skrif­stofa Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar. Sam­starfið er enn að þró­ast og Norður­landaráð hef­ur myndað tengsl við þing­menn í ýms­um öðrum lönd­um utan Norður­land­anna. Árið 2007 voru tek­in upp sam­skipti við stjórn­ar­and­stöðu og stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi. Grunn­gildi nor­rænna sam­fé­laga eru mann­rétt­indi, lýðræði og rétt­ar­ríkið. Það er mik­il­vægt að Norður­lönd­in haldi þess­um gild­um á lofti, ekki síst nú á tím­um þar sem öfga­hyggja fer vax­andi og sótt er að rétt­ar­rík­inu og lýðræðinu. Norður­lönd­in eiga að taka sér meira pláss í alþjóðasam­fé­lag­inu því þar eig­um við er­indi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokks og forseti Norðurlandsráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens

Deila grein

19/11/2020

Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens

Íslensk-danski mynd­höggv­ar­inn Bertel Thor­vald­sen var einn þekkt­asti listamaður Evr­ópu um sína daga og hlotnaðist á langri ævi nán­ast hver sá heiður sem lista­manni get­ur fallið í skaut. Í dag, 19. nóv­em­ber, eru 250 ár liðin frá fæðingu hans. Af því til­efni er ærin ástæða til að minn­ast veg­lega þessa stór­merka mynd­höggv­ara hér á landi bæði vegna upp­runa hans og rækt­ar­semi sem hann sjálf­ur sýndi „Íslandi, ætt­ar­landi sínu“.

Bertel sótti inn­blást­ur til klass­ískr­ar mynd­list­ar Forn-Grikkja og Róm­verja og er tal­inn einn helsti full­trúi nýklass­íska stíls­ins í högg­myndal­ist ásamt hinum ít­alska Ant­onio Canova. Thor­vald­sen var lengst af bú­sett­ur í Róm og vann þar meðal ann­ars verk fyr­ir páfann, Napó­leon og marg­ar af kon­ungs­fjöl­skyld­um álf­unn­ar. Er hann eini mynd­höggv­ar­inn sem á verk í Pét­urs­kirkj­unni í Róm sem er ekki kaþólsk­ur. Finna má verk Thor­vald­sens um all­an heim, ým­ist í söfn­um, kirkj­um eða ut­an­dyra. Thor­vald­sen-safnið í Kaup­manna­höfn varðveit­ir verk Bertels Thor­vald­sens og held­ur minn­ingu hans á lofti. Er listamaður­inn jarðsett­ur í garði safns­ins.

Fagnað sem þjóðhetju

Bertel Thor­vald­sen fædd­ist í Kaup­manna­höfn árið 1770 og ólst þar upp. Faðir hans, Gott­skálk Þor­valds­son, prests­son­ur úr Skagaf­irði, var fædd­ur árið 1741. Fór hann ung­ur til iðnnáms í Kaup­manna­höfn og lærði myndsk­urð í tré og vann síðar við að skera út stafn­mynd­ir á skip og höggva í stein. Móðir Bertels hét Kar­en Dagnes, fædd á Jótlandi 1735 þar sem faðir henn­ar var djákni. Þau hjón­in bjuggu við frek­ar þröng­an kost en snemma komu list­ræn­ir hæfi­leik­ar einka­son­ar­ins í ljós og hóf hann nám við Kunstaka­demiet eða Kon­ung­lega lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn árið 1781, aðeins 11 ára að aldri, og lauk þar námi árið 1793. Hlaut hann fjölda verðlauna og viður­kenn­inga fyr­ir verk sín, meðal ann­ars ferðastyrk sem gerði hon­um kleift að fara til Róm­ar árið 1796. Borg­in var þá há­borg menn­ing­ar og lista og bjó Thor­vald­sen þar við góðan orðstír allt til árs­ins 1838 er hann flutti aft­ur til Dan­merk­ur og var hon­um þá fagnað sem þjóðhetju.

Eft­ir­sótt­asti mynd­höggv­ari Evr­ópu

Bertel Thor­vald­sen gerði rúm­lega 90 frístand­andi högg­mynd­ir, tæp­lega 300 lág­mynd­ir og yfir 150 brjóst­mynd­ir auk mik­ils fjölda af teikn­ing­um, skiss­um og mód­el­um. Í safni Thor­vald­sens eru varðveitt­ar upp­runa­leg­ar gifs­mynd­ir af flest­um verka hans, en þar má einnig sjá mörg verk hans höggv­in í marm­ara eða steypt í brons. Thor­vald­sen varð á sín­um tíma einn eft­ir­sótt­asti mynd­höggv­ari Evr­ópu og fékk pant­an­ir frá kon­ungs­hirðum og aðals­fólki víðs veg­ar að. Mörg helstu verka hans sækja efnivið sinn og fyr­ir­mynd­ir í grísk-róm­verska goðafræði og kenn­ing­ar Winckel­manns og Less­ings um yf­ir­burði grískr­ar klass­ískr­ar högg­myndal­ist­ar þar sem lögð var áhersla á hrein­leika marm­ar­ans og full­komn­un forms­ins.

Fjöldi verka á Íslandi

Í Reykja­vík eru þrjár bronsaf­steyp­ur af verk­um Thor­vald­sens í al­manna­rými auk þess sem þrjú verka Thor­vald­sens höggv­in í marm­ara eru í op­in­berri eigu. Í kirkju­görðum lands­ins má sjá lág­mynd­ir Thor­vald­sens á fjöl­mörg­um leg­stein­um og í söfn­um lands­ins eru varðveitt­ar ýms­ar eft­ir­gerðir af vin­sæl­ustu verk­um hans. Nálg­ast má upp­lýs­ing­ar um verk Bertels Thor­vald­sens á ís­lensk­um söfn­um á vefn­um sarp­ur.is. Ekk­ert verk Thor­vald­sens hef­ur enn verið sett upp úti við á slóðum ætt­menna hans í Skagaf­irði þó að sú til­laga hafi verið bor­in upp. Til að heiðra minn­ingu hins mikla lista­manns væri ekki úr vegi að koma því í verk, „í rækt­ar­skyni“ eins og hann sjálf­ur orðaði það þegar hann gaf Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík skírn­ar­font eft­ir sig árið 1827. Það má líka með sanni segja að rekja megi hina list­rænu æð Thor­vald­sens til Íslands að hluta en ævi­starf hans varpaði skær­um ljóma á danska kon­ungs­ríkið.

Höf­und­ur er for­seti Norður­landaráðs og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. silja­dogg@alt­hingi.is

Categories
Greinar

Fjár­fest í heilsu íbúa Norður­landanna

Deila grein

18/11/2020

Fjár­fest í heilsu íbúa Norður­landanna

Fyrr á árinu birti norræna rannsóknastofnunin NordForsk skýrsluna The Nordic Commons, sem er sýn um örugga stafræna innviði heilsufarsgagna. Í skýrslunni er lögð til innleiðing í skrefum við að safna saman heilsufarsgögnum í hverju landanna fyrir sig. Það myndi síðan opna á stækkunarmöguleika fyrir Norðurlöndin sem heild, þar sem auðveldara væri að greina og deila gögnum sem tekin yrðu saman og þau greind sameiginlega til að gera Norðurlöndin samkeppnishæfari á þessu sviði.

Skilvirkt og gegnsætt ferli

Norræna rannsóknastofnunin NordForsk, styrkir rannsóknarsamstarf á landsbundnum áherslusviðum þar sem norrænir rannsóknarhópar starfa saman til að ná sameiginlegum virðisauka. NordForsk vinnur náið með alþjóða rannsóknarfjárfestum við útboð á rannsóknarsamvinnuverkefnum. Til þess að bjóða út rannsóknarstyrki verður alltaf að vera aukafjárfesting frá að lágmarki þremur norrænum löndum eða tveimur löndum og eitt af sjálfstjórnarsvæðunum Færeyjum, Grænlandi eða Álandseyjum. NordForsk getur aldrei lagt meira en 1/3 til af fjárhagsáætlun í hverju útboði. Það sem upp á vantar, 2/3 koma frá þjóðarframlagi. Árangur NordForsk fer eftir góðri samvinnu milli stofnunarinnar og þjóðarfjárfestum ásamt því að þeir hafi áhuga á samvinnu þvert á Norðurlöndin. Til þess að svo sé verður NordForsk að vera viðeigandi á hverjum tíma ásamt því að vera skilvirkt og gegnsætt í sínum ferlum.

Ryðja þarf hindrunum úr vegi

Norðurlöndin eru framarlega á heimsvísu á sviði heilbrigðisrannsókna og hafa möguleika á að verða leiðandi á ákveðnum sviðum eins og í sérsniðnum lyfjum. Í slíkum rannsóknum er nýst við heilsufars- og lífsýnagögn sem mikið er til af í norrænu löndunum. Samt sem áður eru hindranir sem gera norrænum vísindamönnum erfitt fyrir að nýta sér þennan möguleika til fullnustu til þess að geta orðið leiðandi á heimsvísu. Reyndin er sú að það er erfitt að fá heilsufarsupplýsingar út úr skrám í hverju landi og það er erfitt að nota gögn þvert á landamæri. Heilsufarsupplýsingar eru mjög viðkvæmar og því er mikilvægt að tryggja persónuverndina. Öll norrænu löndin hafa löggjöf og vinnureglur sem gera rannsóknarfólki erfitt fyrir að nálgast þessar upplýsingar, deila þeim eða stunda samstarf þvert á landamæri.

Stjórnmálamenn þurfa að stíga skrefið

Stjórnmálamenn og gagnaeigendur á Norðurlöndunum ættu að vinna betur saman við að gera notkun heilsufarsupplýsinga auðveldari í norrænum verkefnum. Í dag eru til góðar tæknilausnir sem gerir samstarfið vel gerlegt án þess að persónuverndinni sé ógnað. Það er þetta viðfangsefni sem Nordic Commons-skýrslan, sem kom út fyrr á árinu, setur fram í dagsljósið. Norræna ráðherranefndin hefur nú veitt í kringum 300 milljónum íslenskra króna til að fylgja skýrslunni eftir og er okkar von að í kjölfarið verðum við duglegri á Norðurlöndunum við að vinna saman með heilsufarsupplýsingar. Til þess að við náum árangri með það verða stjórnmálamenn í norrænu löndunum að stíga skrefið og sýna vilja til samstarfs með því að taka ákvarðanir sem gerir það löglegt og einfalt að deila og vinna saman með heilsufarsupplýsingar til að stunda rannsóknir sem gagnast öllum íbúum landanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Arne Flåøyen

Höfundar eru forseti Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóri NordForsk.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Kristallar norrænan virðisauka

Deila grein

06/11/2020

Kristallar norrænan virðisauka

Það var veru­lega ánægju­legt að frétta af því á dög­un­um að rann­sókn­ar­hóp­ur und­ir for­ystu Unn­ar Önnu Valdi­mars­dótt­ur, pró­fess­ors í lýðheilsu­vís­ind­um við Há­skóla Íslands, hlaut 150 millj­óna króna styrk frá nor­rænu rann­sókna­stofn­un­inni Nor­d­Forsk, til rann­sókn­ar sem teng­ist áhrif­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á geðheilsu í hinum fjór­um nor­rænu ríkj­un­um og Eistlandi.

Verk­efnið var eitt af fimm nor­ræn­um rann­sókn­ar­verk­efn­um sem tengd­ust heims­far­aldr­in­um sem fengu styrk en mark­mið þeirra er að auka þekk­ingu í þágu heims­ins alls á áhrif­um þessa skæða sjúk­dóms. Rann­sókn­ar­verk­efn­in fimm snerta fjöl­breytt rann­sókn­ar­svið geðrænna þátta í or­sök­um og af­leiðing­um Covid-19-sjúk­dóms­ins. Von­ast er til að hin nýja þekk­ing sem hlýst út úr rann­sókn­un­um geri nor­rænu lönd­un­um kleift að tak­ast bet­ur á við nýj­ar áskor­an­ir inn­an heil­brigðis­kerfa land­anna í kjöl­far far­ald­urs­ins og far­aldra framtíðar­inn­ar.

Skrá yfir 27 millj­ón­ir íbúa

Þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reið yfir nor­rænu lönd­in í mars samþykkti stjórn Nor­d­Forsk án taf­ar að aug­lýsa útboð til rann­sókna á Norður­lönd­un­um á Covid-19. Rann­sókn­ar­ráð í hverju landi lagði inn pen­inga í sam­eig­in­leg­an sjóð til að raun­gera stöðuna og tók Rannís þátt í þeirri fjár­mögn­un. Smám sam­an bætt­ust Eist­land og Lett­land inn í sam­starfið. Frá því far­ald­ur­inn hófst hafa heil­brigðis­yf­ir­völd á Norður­lönd­un­um safnað kunn­áttu og gögn­um sem vistuð eru í heilsu­fars­skrám. Á Norður­lönd­un­um eru 27 millj­ón­ir íbúa og því er nú þegar til nægt magn rann­sókn­ar­gagna um Covid-19-sjúk­linga og með sam­starfi land­anna í milli eru til nægi­leg gögn til að út­færa góðar rann­sókn­ir.

Sam­vinna og vís­inda­leg gæði

Það er eng­um blöðum um það að fletta að slík­ur styrk­ur sem barst ís­lenska rann­sókn­art­eym­inu á dög­un­um hef­ur gríðar­mikla þýðingu, ekki ein­ung­is hér­lend­is, held­ur fyr­ir Norður­lönd­in í heild og hefði ekki orðið að veru­leika nema fyr­ir til­stuðlan nor­rænu rann­sókna­stof­unn­ar Nor­d­Forsk. Hún var stofnuð árið 2005 af Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni og er aðal­mark­miðið að gera rann­sókn­ar­sam­vinnu á Norður­lönd­un­um skil­virk­ari og að hún byggi á trausti. Ákveðinn gæðastimp­ill á alþjóðavísu er á rann­sókn­um sem fjár­magnaðar eru af Nor­d­Forsk sem krist­all­ar nor­ræn­an virðis­auka. Við val á verk­efn­um sem fjár­mögnuð eru legg­ur Nor­d­Forsk ætíð áherslu á vís­inda­leg gæði og mögu­leik­ann á að skapa aukið virði fyr­ir Norður­lönd­in.

Virðið er fengið með því að krafa er um að rann­sókn­araðilar frá að lág­marki þrem­ur lönd­um starfi sam­an að hverju verk­efni og þegar unnið er með ákveðin viðfangs­efni, fyr­ir­bæri eða álita­mál sem eiga sér ein­ung­is stað á Norður­lönd­un­um eins og til dæm­is nor­ræna vel­ferðarlíkanið, sér­stak­ar lofts­lagsaðstæður, áskor­an­ir varðandi sam­fé­lags­ör­yggi og við notk­un á skrám sem eru ein­göngu fengn­ar á Norður­lönd­un­um. Aukna nor­ræna virðið verður einnig til þegar sam­vinna rann­sókna leiðir til þess að mik­il­væg þekk­ing bygg­ist upp inn­an ákveðins sviðs. Þetta ger­ist þegar gögn eru fram­kölluð sem hægt er að nota til stefnu­mót­un­ar og til bættr­ar op­in­berr­ar stjórn­sýslu eða að rann­sókn­arniður­stöður leiða til þess að nor­rænt at­vinnu­líf verður sjálf­bær­ara og sam­keppn­is­hæf­ara.

Silja Dögg Guunarsdóttir, for­seti Norður­landaráðs og Arne er fram­kvæmda­stjóri Nor­d­Forsk.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Ostur í dulargervi

Deila grein

26/10/2020

Ostur í dulargervi

Íslenskir bændur eiga skilið að staðið sé við gerða samn­inga og að þeir sitji við sama borð og sam­keppn­is­að­ilar þeirra. Flest ríki í heim­inum nota tolla til að vernda sinn land­bún­að. Það gera sér allir grein fyrir mik­il­vægi þess að hlúa að land­bún­aði og þar með að tryggja fæðu­ör­yggi þjóð­ar. Í ljós hefur komið að umfangs­mik­ill mis­brestur hefur orðið á toll­skrán­ingu land­bún­að­ar­af­urða frá Evópu til Íslands. Það er ekki nóg að hafa tolla­samn­ing ef inn­flutn­ings­að­ilar fara ekki eftir honum og opin­bert eft­ir­lit er ekki full­nægj­and­i. 

Ostur fluttur inn sem osta­líki í tonna­vís

Í minn­is­blaði sem barst Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd frá Bænda­sam­tökum Íslands kemur fram að árið 2019 hafi verið flutt inn 299 tonn af mozzarella­osti með við­bættri pálma­ol­íu. Við nán­ari athugun kom svo í ljós að um var að ræða ann­ars­vegar mozzarella­blöndu þar sem uppi­staðan er um 83% ostur og í hinu til­vik­inu er um að ræða 100% ost. 

Til fram­leiðslu á þessu magni af ost þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til árs­fram­leiðslu 8-10 íslenskra kúa­búa. Eftir að grun­semdir vökn­uðu um að þarna kynni að vera á ferð­inni vara, þar sem uppi­staða væri jurta­ostur óskaði MS eftir bind­andi áliti Skatts­ins um toll­flokkun á tveimur til­teknum vör­u­m. AUGLÝSING

Við­brögð yfir­valda

Fjár­mála­ráð­neytið hefur stað­fest að þessi mozzarella­ost­ur, eigi  að bera toll enda sé hann ostur en ekki osta­líki. Þrátt fyrir það hefur hafa tolla­yf­ir­völd ekki enn lagt toll á vör­una, en 48 tonn voru flutt inn í ágúst. Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins áttu frum­kvæði að því að málið var tekið upp á í Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. Nefndin hefur ekki lokið sinni umfjöllun en vinna nefnd­ar­innar og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hefur nú þegar stað­fest að það er fullt til­efni til að skoða þessi mál nánar og bregð­ast við með við­eig­andi hætti.

Tap rík­is­sjóðs og töpuð störf

Ein­hverjir halda því fram að hér sé um að ræða mis­brest á fram­kvæmd samn­inga. En hvernig er hægt sé að nota slíkt orða­lag þegar kerf­is­bundið er verið að flytja inn afurðir úr mjólk, kjöti, eggjum og græn­meti fram hjá kerf­inu til þess að losna við að borga skatta í rík­is­sjóð? Rík­is­sjóður verður af gíf­ur­legum fjár­hæð­um, verið að setja störf inn­an­lands í hættu, bændur og neyt­endur hljóta skaða af. 

Íslenskir bændur hafa ekki burði til þess að standa undir sam­keppni á inn­fluttum land­bún­að­ar­vörum þegar þær eru fluttar inn á und­ir­verði og án tolla. Við þurfum verðum að standa vörð um íslenskan land­bún­að, tryggja fæðu­ör­yggi og störf í land­in­u. 

Áfram veg­inn!

Höf­undur er þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Categories
Greinar

Matur er mannréttindi

Deila grein

26/10/2020

Matur er mannréttindi

Það var gleðilegt að sjá á dögunum að matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut Friðarverðlaun Nóbels því þar er unnið mikilvægt starf í þágu friðar og mannréttinda fólks sem á um sárt að binda og lifir við ósæmandi kjör í heiminum. Markmiðið með áætluninni er að bjarga og breyta lífum fólks og stefna að engu hungri í heiminum. En eins og á flestum sviðum þjóðlífsins um allan heim hefur COVID-19 faraldurinn haft gríðarlega mikil áhrif á starf áætlunarinnar.

300 milljónir við hungurmörk

Þegar krísan skall á vöruðu forystumenn matvælaáætlunarinnar við því að alheimsfaraldurinn gæti orsakað hungurfaraldur og ekki er ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Nýlega gáfu Sameinuðu þjóðirnar út að í lok árs myndu hátt í 300 milljónir manna lifa við hungurmörk í 88 löndum sem er 82 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru beinar afleiðingar af COVID-19. Þetta er sláandi aukning. Ljóst er að starf matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hefur aldrei verið jafn mikilvægt eins og nú á tímum.

António Guterres á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík

Í fyrsta sinn í sögu Norðurlandaráðs er árlegu þingi ráðsins, sem halda átti í Hörpu í lok október, aflýst. Þess í stað verður það stafrænt. Þar verða mörg mikilvæg málefni norrænu ríkjanna í brennidepli og ljóst að COVID-19 fær sinn sess á þinginu. Það er mikil viðurkenning fyrir starf Norðurlandaráðs að António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun taka þátt í sameiginlegum stafrænum fundi Norðurlandaráðs um COVID-19 í þingvikunni þann 27. október næstkomandi. Þá fáum við Norðurlandabúar innsýn inn í hvaða áskoranir alheimsfaraldurinn hefur haft í för með sér fyrir alla heimsbyggðina. Áskoranir sem ekki enn sér fyrir endann á.

Það er ákaflega spennandi að fá að heyra sýn António Guterres á hinu alþjóðlega starfi í baráttunni við COVID-19. Það er barátta sem við vinnum ekki einsömul heldur með sameiginlegu átaki og samvinnu, bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðlegum vettvangi. Við höfum upplifað að Sameinuðu þjóðirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að alþjóðlegum krísum, ekki hvað síst við að standa vörð um líf fólks sem býr á átakasvæðum eða við ósæmandi kjör. Norðurlöndin styðja löglega heimsskipun og öflugar Sameinaðar þjóðir.

Samræður um alheimssamvinnu

Fundurinn með António Guterres hefur mikla þýðingu fyrir Norðurlandaráð enda hafa markmið og stefnur Sameinuðu þjóðanna oft á tíðum gengið í takt við þau gildi sem Norðurlöndin vinna eftir. Þar eru mannréttindi og jafnrétti burðarstólpar í starfi samtakanna beggja. Sameinuðu þjóðirnar fagna 75 ára afmæli á þessu ári og hafa á undanförnum áratugum efnt til umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu til að móta betri framtíð í þágu allra jarðarbúa. Starfsemi samtakanna er samofið þeirri hugmyndafræði sem Norðurlandaráð byggir á en það voru einmitt Danir og Norðmenn sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar árið 1945. Íslendingar og Svíar bættust síðan í hópinn ári eftir og Finnar urðu aðilar árið 1955. Því má með sanni segja að norræna samstarfið, sem er elsta samstarf í heimi af sínu tagi, hafi lagt grundvöll að því farsæla starfi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið af sér í gegnum tíðina.

Áskoranir og afleiðingar COVID-19

Í kjölfar erindis António Guterres á þingi Norðurlandaráðs þann 27. október næstkomandi gefst norrænum þingmönnum og forsætisráðherrum landanna í fyrsta sinn tækifæri til að ræða sameiginlega um alheimsfaraldurinn, áskoranir sem honum hefur fylgt og hvaða afleiðingar hann hefur haft í för með sér. Einnig verða umræður milli þátttakenda hvaða lærdóm Norðurlöndin geta tekið með sér eftir krísuna. Norrænu ríkisstjórnirnar hafa valið ólíkar aðferðir við að berjast gegn COVID-19 sem hefur meðal annars leitt til hertara landamæraeftirlits og takmörkunum á frjálsri för fólks sem er einn af kjarnanum í norræna samstarfinu.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu fimmtudaginn 22. október 2020.