Menu

Monthly Archives: nóvember 2013

//nóvember

Tillögur kynntar í ríkisstjórn

Fréttir|

Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána skilaði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna niðurstöðum sínum á fundi klukkan níu í morgun. Að því búnu kynnti forsætisráðherra tillögurnar í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin samþykkti að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagnanna, m.a. smíði lagafrumvarpa á grundvelli þeirra. Útfærsla tillagnanna felur í sér viðamestu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa. [...]

Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi

Fréttir|

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði miðstjórn flokksins á Selfossi. Hlýða má á ræðu hans hér. Raeda Sigmundar Miðstjórnarfundurinn var mjög fjölsóttur og mikill hugur í mönnum. Á fundinum var sérstaklega til umræðu félagsstarf flokksins á komandi starfsári. Kosið var í fastanefndir miðstjórnar þ.e. í fræðslu- og kynningarnefnd og í málefnanefnd.

Hlutdeildarsetning á makríl

Greinar|

Nokkur umræða hefur verið undanfarna daga vegna fyrirhugaðrar hlutdeildarsetningar á makríl. Mismálefnaleg er hún og ekki alltaf farið rétt með staðreyndir. Ég fagna þeim áhuga sem málið fær, mér finnst margt áhugavert hafa komið fram. Aftur á móti finnst mér líka mjög varhugavert að margir fara af stað með misstaðreyndar fullyrðingar sem haldið er fram [...]

Sigurður Ingi brást skjótt við

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað í ljósi þess að síld er gengin inn á Kolgrafafjörð síldveiðar séu frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.Vonast er til þess að veiðar þessar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella. Þá mun Hafrannsóknarstofnun [...]

Skuldaleiðréttingar, er umræðan sanngjörn?

Greinar|

Nú er ekki nema nokkrir dagar í að ríkisstjórnin kynni framkvæmd boðaðra skuldaleiðréttinga. Heimilin eru orðin óþolinmóð eftir aðgerðum og undrar mig það ekki því biðin hefur verið löng. Gerum okkur samt grein fyrir að biðin hefur verið mun lengri en þetta kjörtímabil hefur staðið. En um leið og óþolinmæði brýst fram, sem hefur vissulega [...]

Beinn og breiður vegur – er á óskalistanum

Greinar|

Samgöngumál á landsbyggðinni eru víða í ólestri. Of litlu fé hefur verið varið til viðhalds vega síðustu ár og það er farið að segja verulega til sín. Ríkið mun þurfa að leggja í gríðarlegan kostnað eftir nokkur ár ef viðhaldi verður ekki betur sinnt. Svo virðist sem við séum að kasta krónunni fyrir aurinn. Margra [...]

Öll fyrirheit uppfyllt

Fréttir|

"Munum uppfylla öll þau fyrirheit sem við höfum gefið. Við ætlum að leiðrétta fyrir sérstökum verðbólguáhrifum sem bankarnir bjuggu til. Við blöndum leiðum í samræmi við stjórnarsáttmálann og þingsályktunartillögu og úr því kemur besta niðurstaðan. Það verður ekki vandamál fyrir okkur vegna þess að við lögðum sjálf til að skattaleiðin yrði farin. Hún hefur ýmsa [...]

Reykjavík fyrir alla – efstu sjö sætin ákveðin

Fréttir|

Kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík gengur til kosninga undir kjörorðunum Reykjavík fyrir alla.                       Efstu sjö sætin skipa: Óskar Bergsson, rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og [...]

Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni

Greinar|

Peningaþenslan er komin af stað, aftur. Bankar hafa aukið laust fé í umferð um 10% á aðeins hálfu ári. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á skjót viðbrögð. Í aðdraganda hrunsins óx peningamagn hratt, þrátt fyrir háa stýrivexti. Peningastefna Seðlabankans, sem á þeim tíma byggði á stýrivaxtatækinu, kom hvorki í veg fyrir gengdarlausa peningaþenslu bankanna, [...]

Nýjar aflahlutdeildir í útahfsrækju með sanngirni og heildarsýn að leiðarljósi

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í vikunni um að settar verði nýjar aflahlutdeildir í útahfsrækju. Er það gert vegna þeirrar ákvörðunar þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, Jóns Bjarnasonar, að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar frá og með fiskveiðiárinu 2010–2011. Sigurður Ingi fór yfir að það sé engin launung að styr stóð [...]

Load More Posts