Categories
Fréttir

Náum niður vaxtastigi

Deila grein

18/02/2016

Náum niður vaxtastigi

Villlum„Hæstv. forseti. Ég ræddi hér í störfunum þingsins í gær um húsnæðismál og vitnaði þar meðal annars í ágætisúttekt og greiningu frá Samtökum iðnaðarins sem telja mikla uppsafnaða þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir til að sinna leigumarkaði og/eða til handa ungu fólki sem hyggur á fyrstu kaup. Hv. þm. Helgi Hjörvar greip þessi skilaboð á lofti og setti fram kenningu um að það væri mögulega lausnin á vanda sem væri of hátt vaxtastig, þ.e. að byggja þá bara minna, það væri svarið. Mér fannst athugasemdin býsna athyglisverð í samhengi við lánafyrirkomulag sem neytendur búa við á húsnæðismarkaði. Það má nefnilega snúa þessu við og spyrja hvort hið verðtryggða lánafyrirkomulag þar sem verðtryggingunni er bætt við höfuðstólinn og dreift á langan lánstíma, eða 40 ár, deyfi ekki kostnaðarvitund lántaka og hafi leitt til þess að fólk kaupi í raun og veru stærra og dýrara en forsendur eru til.
Svo má líka velta því fyrir sér hvort hugsunarháttur nýrrar kynslóðar sé ekki breyttur þegar kemur að húsnæði, fermetrum og þeim kostnaði sem það vill í raun setja í aukafermetra.
Um eitt erum við hv. þingmaður þó sammála; lánafyrirkomulaginu viljum við breyta og kalla verðtrygginguna sínu rétta nafni, nefnilega breytilega vexti þar sem lánveitandinn metur raunvextina og þann raunkostnað sem hann býður lántakanum. Í slíku lánaumhverfi er líklegra að lögmál framboðs og eftirspurnar á þessum markaði virki betur, að kostnaðarvitund fólks verði meiri þar sem kostnaður og gagnsæi kostnaðar liggur fyrir. Fólk tengir þá frekar kostnaðinn við hvern fermetra sem það fjárfestir í og fer varlegar í sakirnar í fyrstu fjárfestingu. Það sem skiptir öllu máli hér er að (Forseti hringir.) við náum sameiginlegum markmiðum, þ.e. að ná vaxtastigi niður.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 17. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Auknum sveigjanleika í skólastarfi ber að fagna

Deila grein

17/02/2016

Auknum sveigjanleika í skólastarfi ber að fagna

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Hagstofan safnar upplýsingum um skólastarf frá öllum grunnskólum landsins og birtir árlega. Í kjölfar birtingar talnanna skapast oft og tíðum umræða um að stöðugt fjölgi nemendum í sérkennslu og hvað sé til ráða.
Hugtakið sérkennsla hefur eitt og sér afar mismunandi merkingu í hugum fólks og að mínu viti má færa rök fyrir því að upplýsingaöflun Hagstofunnar um framkvæmd sérkennslu í grunnskólum sé miklu frekar mælikvarði á sveigjanleika í skólastarfi en mælikvarði á hversu margir nemendur þurfa eða fá viðvarandi stuðning eða sérkennslu.
Þetta þekki ég af eigin raun eftir að hafa sem skólastjóri svarað spurningum Hagstofunnar nokkrum sinnum. Formaður Félags íslenskra sérkennara, Sædís Ósk Harðardóttir, skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn laugardag þar sem hún fer ítarlega yfir það hvernig sveigjanlegir kennsluhættir og sveigjanlegt skipulag getur talist sem sérkennsla í skýrslum til Hagstofunnar. Má þar nefna að ef nemandi missir úr skóla vegna veikinda og fær aðstoð við að vinna upp eða ef nemandi fær einu sinni á skólagöngunni aukaaðstoð við að ná tökum á tiltekinni hreyfingu í sundi eða aðferð í stærðfræði telst hann með í fjölda nemenda sem fá sérkennslu eins og sá sem fær aðstoð þroskaþjálfa, sérkennara eða stuðningsfulltrúa alla daga.
Ég tel mikilvægt að rekstraraðilar skóla, menntamálaráðuneytið og/eða Menntamálastofnun og Hagstofan skoði til hvers á að nýta upplýsingar um sérkennslu og velji viðeigandi mælitæki. Auknum sveigjanleika í skólastarfi ber að fagna og með sveigjanleika má mæta mörgum nemendum án þess að til sérkennslu þurfi að koma. Þegar lagt er í kostnað við upplýsingaöflun er mikilvægt að safna viðeigandi gögnum þannig að þau nýtist skólasamfélaginu öllu.“
Líneik Anna Sævarsdóttir – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Farið að snúast um allt annað og miklu meira en söluna

Deila grein

17/02/2016

Farið að snúast um allt annað og miklu meira en söluna

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Frá því að sá sem hér stendur talaði fyrstur manna hér 28. nóvember 2014 um sölu á hlut ríkisins í Borgun hefur margt komið í ljós sem styður þau orð sem þá voru töluð.
Í sjálfu sér má segja að þetta mál sé farið að snúast um allt annað og miklu meira en söluna sem slíka sem var nógu slæm, ógagnsæ og í sjálfu sér á móti öllum lögmálum um sölu á ríkiseignum þar sem nú eru aðilar málsins farnir í umkenningaleik og bera brigsl hver á annan og kenna hver öðrum um hvernig komið er.
Það kom fram í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að snemma árs 2014, sirka í mars, mátti sjá á erlendum fréttamiðlum að yfirtaka VISA Inc. í Ameríku á VISA Evrópu væri yfirvofandi. Í árshlutauppgjöri VISA Inc. í Ameríku kom einnig fram afkomuviðvörun vegna þessarar yfirtöku þar sem tekið var fram að það mundi kosta eina 13 milljarða bandaríkjadala að yfirtaka VISA Evrópu. Á erlendum fréttamiðlum í október 2014 kom fram um það bil hvaða upphæð kæmi í hlut þeirra sem ættu rétt til hvalreka af þessum ástæðum. Þá mátti mönnum sem fylgst höfðu með vera nákvæmlega ljóst, það mátti reikna út nákvæmlega, hver hluti Borgunar í þessu máli væri.
Nú bera menn af sér og segjast ekki hafa vitað þetta. Eins og ég hef sagt hér áður er fávísi ekki saknæm en hún er rándýr.
Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki.“
Þorsteinn Sæmundsson – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Getum við lagað það?

Deila grein

17/02/2016

Getum við lagað það?

Silja-Dogg-mynd01-vef„Hæstv. forseti. Við getum öll verið sammála um að laga þurfi það sem er brotið. Traust Alþingis er eitt af því sem er brotið. Getum við lagað það? Já, við getum það. En ef það á að takast verður þingheimur að vera sammála um að þörf sé á úrbótum. Þetta á ekki að snúast um einstaklinga eða flokka og þau rök að þetta hafi alltaf verið svona. Það dugar heldur ekki til. Vinnubrögðin á Alþingi verða að breytast sem og umgjörð þingsins, þ.e. þingsköpin og þær hefðir sem skapast hafa í áranna rás. Hegðun þingmanna verður að batna, hvernig fólk hagar sér hér í þingsal, hvernig það talar um og við hvert annað. Sífelld frammíköll eru til dæmis hlutur sem setja oft blett á störf þingsins. Nefndastörfin eru hjarta þingstarfanna en þau eru almenningi ekki sýnileg. Þar er unnið faglega og markvisst að úrlausn mála.
Herra forseti. Málþóf er atriði sem við verðum með einhverjum hætti að ná tökum á. Það er skilningur fyrir því innan þingsins að slíkt sé í sumum tilfellum nauðsynlegt tæki fyrir stjórnarandstöðu hverju sinni til að skapa sér samningsstöðu. En almenningur hefur ekki skilning á þessu sérstaka tæki þingmanna. Ég hef því með tímanum hallast að þeirri leið að þegar mál stoppa í þinginu verði að vera einhver útgönguleið, eins og t.d. þjóðaratkvæðagreiðsla.
Að síðustu vil ég nefna reglur um líftíma þingmála. Ég tel að þingmál eigi að fá að lifa kjörtímabilið til þess að hægt sé að auka skilvirkni þingsins. Þingmannamál fái til að mynda meira rými, en þar er oft um þverpólitísk þjóðþrifamál að ræða. Þau þurfa umræðu og helst afgreiðslu. Ef við breyttum því gæti verið að almenningur mundi upplifa okkur þingmenn sem afkastameiri og jafnvel traustari starfskrafta.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Ánægjuleg kjördæmavika – margt undir!

Deila grein

17/02/2016

Ánægjuleg kjördæmavika – margt undir!

flickr-Elsa Lára Arnardóttir„Hæstv. forseti. Í síðustu viku var kjördæmavika. Hv. þingmenn Framsóknarflokksins funduðu víða um landið og er gaman að segja frá því að á annað þúsund manns mættu á þá fundi sem fram fóru.
Helstu umræðuefni fundanna voru málefni hjúkrunarheimila, en margir hafa áhyggjur af þeim heimilum sem rekin eru á ábyrgð sveitarfélaga og óskuðu eftir því að þær viðræður sem í gangi eru skili sem fyrst viðunandi niðurstöðu fyrir alla aðila.
Auk þessa var mikið fjallað um búvörusamninga og samgöngur en mikil eftirspurn er eftir því að samgönguáætlun verði lögð fram.
Rætt var um málefni aldraðra og öryrkja. Ánægja var með að viðræður séu í gangi á milli Landssambands eldri borgara og ríkisins um kjaramál þessara stóru hópa. Mikilvægt er að þær viðræður klárist hratt og vel því að lausn verður að koma fram í þessum málum sem allra fyrst.
Jafnframt voru umræður um að varast skyldi að tala um þennan stóra hóp fólks sem eina heild því að afstaða og kjör þessara einstaklinga er mjög svo misjöfn.
Auk þessa var mikið rætt um húsnæðismál og mikilvægi þess að þau nái fram að ganga. Mikil þörf er á leiguhúsnæði víða um landið. Afar jákvætt var að finna þann stuðning sem við höfum í málinu. Það gefur okkur enn meiri kraft í að ljúka þessum málum hratt og vel.
Vert er að geta þess að gestakomum til hv. velferðarnefndar vegna málanna er að ljúka. Stefnt er að afgreiða málin úr nefndinni á allra næstu vikum.
Auk þessa voru verðtryggingarmálin mikið rædd og hv. þingmenn brýndir til góðra verka í þeim málum og að láta ekki deigan síga þrátt fyrir að varðhundar verðtryggingarinnar leynist víða. Fjallað var um mikilvægi þess að ríkisstjórnin komi fram með frumvarp um afnám verðtryggingar og fylgi þar með þeim tillögum sem sérfræðingahópar um afnám verðtryggingar skiluðu í janúar 2014. Þar undir liggur heildarsamhengi húsnæðismálanna og endurskoða þarf það vaxtaumhverfi sem við búum við. Skoða þarf hvata til sparnaðar og vinna að heildarsamhengi húsnæðismálanna.“
Elsa Lára Arnardóttir – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Heildarlausn á húsnæðismarkaði

Deila grein

17/02/2016

Heildarlausn á húsnæðismarkaði

Villlum„Hæstv. forseti. Kjördæmavika var að venju viðburðarík. Það er gott og hollt að gefa sér tíma til að funda með félagsmönnum og öðrum og fá tækifæri til að hitta félagasamtök og sækja aðra skipulagða viðburði án þess að það stangist á við þétta fundadagskrá þingsins.
Hér í Suðvesturkjördæmi eru húsnæðismálin í brennidepli. Það blasir við að við verðum að hraða vinnu við þau frumvörp sem hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra er með í þinginu og í vinnslu í hv. velferðarnefnd.
Þau frumvörp eru mikilvægur liður í heildarlausn á húsnæðismarkaði. Samhliða liggur fyrir frumvarp í efnahags- og viðskiptanefnd um breytingar á húsnæðislánum til neytenda þar sem aðallega er rætt um kröfur um fagleg vinnubrögð lánveitenda.
Nú fleira verður hins vegar að koma til ef jafnvægi á að skapast á húsnæðismarkaði; markaði þar sem sannarlega er skortur á húsnæði sem birtist í of háu verði sem kemur aðallega niður á leigjendum og þeim sem hyggja á fyrstu kaup.
Samtök iðnaðarins hafa greint þetta ágætlega og bent á uppsafnaða þörf fyrir lítið, ódýrt húsnæði, sniðið fyrir leigjendur og ungt fólk sem er að fara af stað til að koma þaki yfir höfuðið.
Við þurfum að horfa til þessara frumvarpa í heildarsamhengi og sem lið í því að mæta þessari þörf ásamt öðrum nauðsynlegum aðgerðum til að liðka til fyrir auknu framboði af minna húsnæði, ódýrara húsnæði, eins hratt og kostur er.
Það er því sama hvernig á er litið, lögmál framboðs og eftirspurnar gilda í þessu. Þess vegna er svo brýnt að klára frumvarpið um almennar íbúðir því að þar er áformað að auka framboð af slíku húsnæði og það er sannarlega áskorun sem við þurfum að mæta.“
Willum Þór Þórsson – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

41. Sambandsþing SUF

Deila grein

17/02/2016

41. Sambandsþing SUF

logo-suf-forsidaBoðað er til 41. Sambandsþings Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) þann 19. mars 2016 á Akureyri. Allir ungir framsóknarmenn (35 ára og yngri) hafa rétt til setu á þinginu.
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en tveim vikum fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 5. mars. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
SUF-arar eru hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 12. mars verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þremur málefnahópum sem verða starfandi á þinginu.
Samkvæmt grein 7.5  í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 5. mars. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
Samkvæmt grein 4.3 í lögum SUF hafa þeir atkvæðisrétt á þinginu sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþingið.
Þingið verður haldið í Lionssalnum á Akureyri laugardaginn 19. mars. Hátíðarkvöldverður verður um kvöldið og munu LFK-konur slást í hópinn með okkur. Því er ljóst að það verður töluverð skemmtun um kvöldið. Nánari upplýsingar um hátíðarkvöldverðinn kemur síðar.
Rúta verður í boði til og frá Akureyri. Stefnt er að því að rútan fari frá Reykjavík kl. 16:00 föstudaginn 18. mars og til baka í hádeginu sunnudaginn 20. mars. Mikilvægt er að skrá sig í rútuna fyrir 1. mars en kostnaði verður haldið í lágmarki. Skráning í rútuna fer fram á suf@suf.is.
Við hvetjum þinggesti til þess að bóka gistingu sem fyrst en við mælum með Hótel Norðurlandi, Hótel KEA og Icelandair hótel Akureyri. Einnig er fjöldi orlofshúsa og gistiheimila í boði á Akureyri.
Þinggjald er 1.000,- en innifalið eru þinggögn ásamt hressingu á laugardeginum.

Drög að dagskrá:

12:00 – Þingsetning
– Kosning þingforseta
– Kosning þingritara
– Kosning starfsnefndar
12:15 – Skýrsla stjórnar og reikningar
12:30 – Kosningar:
– Formaður
– Stjórn
– Varastjórn
– Skoðunarmenn reikninga
– Varaskoðunarmenn reikninga
13:30 – Málefnavinna:
– Hópur 1 – Húsnæðismál ungs fólks.
– Hópur 2 – Atvinnumál ungs fólks.
– Hópur 3 – Menntamál.
– Hópur 4 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
15:30 – Afgreiðsla mála
17:00 – Þingslit
19:30 – Hátíðarkvöldverður
Stjórn SUF

Categories
Fréttir

41. Sambandsþing SUF

Deila grein

17/02/2016

41. Sambandsþing SUF

logo-suf-forsidaBoðað er til 41. Sambandsþings Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) þann 19. mars 2016 á Akureyri. Allir ungir framsóknarmenn (35 ára og yngri) hafa rétt til setu á þinginu.
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en tveim vikum fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 5. mars. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
SUF-arar eru hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 12. mars verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þremur málefnahópum sem verða starfandi á þinginu.
Samkvæmt grein 7.5  í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 5. mars. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
Samkvæmt grein 4.3 í lögum SUF hafa þeir atkvæðisrétt á þinginu sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþingið.
Þingið verður haldið í Lionssalnum á Akureyri laugardaginn 19. mars. Hátíðarkvöldverður verður um kvöldið og munu LFK-konur slást í hópinn með okkur. Því er ljóst að það verður töluverð skemmtun um kvöldið. Nánari upplýsingar um hátíðarkvöldverðinn kemur síðar.
Rúta verður í boði til og frá Akureyri. Stefnt er að því að rútan fari frá Reykjavík kl. 16:00 föstudaginn 18. mars og til baka í hádeginu sunnudaginn 20. mars. Mikilvægt er að skrá sig í rútuna fyrir 1. mars en kostnaði verður haldið í lágmarki. Skráning í rútuna fer fram á suf@suf.is.
Við hvetjum þinggesti til þess að bóka gistingu sem fyrst en við mælum með Hótel Norðurlandi, Hótel KEA og Icelandair hótel Akureyri. Einnig er fjöldi orlofshúsa og gistiheimila í boði á Akureyri.
Þinggjald er 1.000,- en innifalið eru þinggögn ásamt hressingu á laugardeginum.

Drög að dagskrá:

12:00 – Þingsetning
– Kosning þingforseta
– Kosning þingritara
– Kosning starfsnefndar
12:15 – Skýrsla stjórnar og reikningar
12:30 – Kosningar:
– Formaður
– Stjórn
– Varastjórn
– Skoðunarmenn reikninga
– Varaskoðunarmenn reikninga
13:30 – Málefnavinna:
– Hópur 1 – Húsnæðismál ungs fólks.
– Hópur 2 – Atvinnumál ungs fólks.
– Hópur 3 – Menntamál.
– Hópur 4 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
15:30 – Afgreiðsla mála
17:00 – Þingslit
19:30 – Hátíðarkvöldverður
Stjórn SUF

Categories
Greinar

Af málefnum Borgunar hf.

Deila grein

11/02/2016

Af málefnum Borgunar hf.

Þorsteinn-sæmundssonÞann 28. nóvember 2014, þrem dögum eftir að gert var uppskátt um sölu á hlut ríkisins (Landsbanka Íslands hf.) í fyrirtækinu Borgun hf til valdra viðskiptavina án útboðs hvatti sá sem hér ritar í ræðustól Alþingis til sérstakrar athugunnar á sölunni.  Þessi krafa hefur verið ítrekuð af hálfu undirritaðs nokkrum sinnum síðan.    Einnig sendi undirritaður Bankasýslu ríkisins formlegt erindi síðastliðið ár um mat á hlut ríkisins sem seldur var en Bankasýslan hafnaði erindinu.  Undirritaður hefur því sent Ríkisendurskoðun formlega beiðni um mat á söluverði hlutar ríkisins í Borgun.  Öllum ætti nú að vera ljóst hvers vegna krafa um sérstaka athugun á þessari dæmalausu vegferð er nauðsynleg.  Frá því að salan fór fram hefur bankastjóri Landsbankans orðið margsaga um atriði tengd sölunni.  Þannig sagði hann þegar salan fór fram að Landsbankinn hefði ekki haft nein efni til að meta verðmæti hlutarins sem seldur var. Hann hélt því reyndar jafnframt fram þá að söluverðið hefði verið hagstætt bankanum hvernig sem þetta tvennt fer saman.  Það kom einnig fram þegar salan fór fram að Bankasýsla ríkisins var ekki höfð með í ráðum  meðan á söluferli á hlut ríkisins í Borgun stóð yfir.  Nú nýlega hélt bankastjórinn því svo fram að kaupendahópurinn hefði borið inn í bankann upplýsingar um verðmæti hlutarins og það mat hefði verið grunnur kaupverðsins.  Það er örugglega einsdæmi í viðskiptum að kaupandi hlutar ákveði verð hans sjálfur. Bankastjórinn hefur enn fremur haldið því fram að Samkeppniseftirlitið hafi rekið á eftir sölunni.  Sú staðhæfing hefur verið borin til baka.   Á síðustu dögum hefur bankastjórinn ánýjað yfirlýsingar sínar um að bankinn hafi ekki haft neina vitneskju um fyrirtækið Borgun, rekstur þess og verðmæti hlutar ríkisins í fyrirtækinu.  Borgun hf hefur nú í dag (8.febrúar) mótmælt þessum orðum bankastjórans í rökstuddri greinargerð.  Bankastjórinn hefur ekki heldur frá upphafi vegar og fram á þennan dag fært fram haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki var leitað til óháðs aðila til að meta verðmæti hlutarins.  Hvað þá heldur að rökstyðja það að hlutur ríkisins í Borgun var ekki seldur í gegnsæju opnu ferli sem er krafa eiganda bankans, fólksins í landinu.

Óvæntur hvalreki?
Á síðustu dögum hafa svo komið fram upplýsingar um n.k. hvalreka (e. windfall) sem Borgun varð aðnjótandi í kjölfar yfirtöku VISA Inc. á VISA Europe.  Þessar tekjur munu færa eigendum Borgunar milljarða.  Bæði bankastjóri Landsbankans og fulltrúar Borgunar hf. hafa fullyrt að þeir hafi ekki haft vitneskju um að slíkur hvalreki væri væntanlegur.  Það vekur nokkra furðu vegna þess að snemma árs 2014 komu fram vísbendingar í þessa átt bæði í erlendum fréttamiðlum og í árshlutauppgjörum VISA Inc.  Rétt um mánuði fyrir sölu á hlut ríkisins í Borgun mátti lesa á erlendum fréttamiðlum um hversu stór hvalrekinn yrði og samkvæmt því sem þá kom fram mátti hæglega áætla hlut Borgunar í honum.  Að auki mátti bæði seljanda og kaupanda hlutar ríkisins í Borgun vera ljóst hvernig tekjur Borgunar af erlendri starfsemi fóru síhækkandi árin fyrir sölu hlutarins.  Ef það er rétt og satt að stjórnendur Landsbankans hafi ekki vitað af eða gert sér grein fyrir ábata af yfirtöku VISA Inc. og VISA Europe þrátt fyrir þær upplýsingar sem fram höfðu komið í erlendum fréttamiðum er ljóst að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir.  Hafi þeir búið yfir vitneskju um væntanlegan ábata og samt farið fram með þeim hætti sem gert var er það hálfu alvarlegra.  Í þessu sambandi er ekki frítt við að hugurinn reiki til framgöngu bankanna við að yfirtaka sparisjóði víða um land nýlega.  Allir þeir sparisjóðir áttu það sameiginlegt að eiga nokkurn hlut í Borgun sem stóru bankarnir eignuðust við yfirtöku á sjóðunum.

Vantraust
Allt það sem að framan er sagt; misvísandi yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans, leyndin við sölu hlutar ríkisins í Borgun, ógagnsætt söluferlið, ,,skyndilegur“ hvalreki vegna yfirtöku VISA Inc. á VISA Europe fylla fólk vantrausti.  Vantrausti á yfirstjórn Landsbankans, vantrausti á Landsbankann sem stofnun, vantrausti á bankakerfið í heild.   Traust er eitt veigamesta atriði við rekstur banka.  Sé því stefnt í voða getur illa farið.  Ljóst er að Landsbanki Íslands og stjórnendur hans njóta ekki trausts almennings sem er eigandi bankans.  Framkvæma þarf því viðamikla athugun á sölu hlutar ríkisins í Borgun, aðdraganda, framkvæmd og áhrifum.  Sú athugun getur ekki verið á ábyrgð Bankasýslu ríkisins sem skipar stjórn Landsbankans.  Athugunin verður að vera framkvæmd af Alþingi, af kjörnum fulltrúum fólksins í landinu, eigendum Landsbankans.

Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Kominn á ofboðslegt vaxtamunarfyllirí

Deila grein

10/02/2016

Kominn á ofboðslegt vaxtamunarfyllirí

24671716596_29475601b0„Hæstv. forseti. Eitt af því sem einkenndi fjármálakerfið á Íslandi fyrir hrun var að þá var í gangi hávaxtastefna líkt og nú og inn streymdi erlent áhættufé. Nú er svo að í næsta mánuði stendur til að Seðlabankinn bjóði upp 200 milljarða af slíku fé til að losa um svokallaða snjóhengju. Maður hefði ætlað það að þessir atburðir, þ.e. það sem gerðist hér í aðdraganda hrunsins og nauðsynlegar ráðstafanir vegna þess núna, hefðu kennt Seðlabankanum eitthvað. En það kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá þeim sem hér stendur um innflæði gjaldeyris í fyrra að hingað hafi streymt fjármagn til kaupa á ríkisskuldabréfum upp á 54 milljarða kr. Og það á að fara að losa um 200 í næsta mánuði.
Í svarinu segir einnig að þetta innflæði einskorðist við fé sem kemur inn í landið eftir svokallaðri nýfjárfestingarleið Seðlabankans. Þetta þýðir að Seðlabankinn er að bjóða áhættufjárfestum aftur ekki einungis að koma hér í vaxtahimin heldur fá þeir 20% fleiri krónur fyrir þann gjaldeyri sem þeir koma hér með inn.
Seðlabankastjóri hefur sagt að innflæði fjármagns sé svolítið eins og áfengisáhrif, það sé mjög gott í hófi, en mér sýnist Seðlabankinn vera dottinn herfilega í það og ég held að hann sé kominn á ofboðslegt vaxtamunarfyllirí.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 3. febrúar 2016.