Categories
Fréttir

Íbúafundur í Reykjahverfi

Deila grein

01/05/2018

Íbúafundur í Reykjahverfi

Frambjóðendur boðuðu til opins fundar í Heiðarbæ, félagsheimilinu í Reykjahverfi í kvöld. Fundurinn var afar gagnlegu. Íbúar komu skoðunum sínum á framfæri, ræddu um hagsmuni alls samfélagsins og það sem stendur þeim næst. Sömuleiðis kynnti framboðið hugmyndir sínar, leiðir og lausnir.

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Categories
Fréttir

Íbúafundur í Reykjahverfi

Deila grein

01/05/2018

Íbúafundur í Reykjahverfi

Frambjóðendur boðuðu til opins fundar í Heiðarbæ, félagsheimilinu í Reykjahverfi í kvöld. Fundurinn var afar gagnlegu. Íbúar komu skoðunum sínum á framfæri, ræddu um hagsmuni alls samfélagsins og það sem stendur þeim næst. Sömuleiðis kynnti framboðið hugmyndir sínar, leiðir og lausnir.

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Categories
Greinar

Sterkara samfélag

Deila grein

28/04/2018

Sterkara samfélag

Þann 26. maí er boltinn hjá okkur íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum.
Framsóknarmenn og stuðnings­menn þeirra völdu sinn framboðslista á fjölmennum aðalfundi þann 26. febrúar sl. og hafa síðan unnið að undirbúningi kosninganna. Undirrituð er stolt af því að leiða lista öflugra einstaklinga sem vilja vinna af krafti samfélaginu til heilla næstu fjögur árin. Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra vilja vera valkostur fyrir íbúa sem vilja enn sterkara samfélag. Þess vegna höfum við rætt við fjölmarga íbúa, bæði á opnum fundum og á öðrum vettvangi. Við munum kynna stefnumál okkar á næstu vikum en þetta er meðal annars það sem við viljum gera.

Öflug stjórnsýsla
Auglýsa eftir bæjarstjóra. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórinn ásamt öðru forystufólki sveitarfélagsins láti að sér kveða í samfélaginu og tali máli þess þannig að eftir sé tekið á landsvísu.

Kröftugt atvinnulíf
Tökumst á við nýjar áskoranir sem hafa komið upp á yfirborðið með auknum straumi ferðamanna. Fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar eiga mjög mikið undir ferðaþjónustunni komið. Gott samstarf sveitarfélags og ferðaþjónustufyrirtækja er öllum mikilvægt, ekki síst þeim fjölmörgu einyrkjum og fyrirtækjum sem þjónusta þessa atvinnugrein. Við viljum standa vörð um þessi staðbundnu fyrirtæki og þjónustuaðila. Auk þess þarf að byggja áfram upp innviði fyrir sjávarútveginn og leggja alla áherslu á að rannsaka Grynnslin og sjá hvað raunhæft er að gera til að bæta innsiglinguna. Sveitarfélagið stendur frammi fyrir mikilli áskorun um hvernig hægt sé að styrkja landbúnað í sessi og þarf að taka virkan þátt í því að leita leiða til að treysta afkomu bænda.

Félags- og heilbrigðismál í fyrirrúmi
Sveitarfélagið Hornafjörður er góður staður til að búa á en við getum gert betur. Við vitum að aðgengi að heilbrigðisþjónustu, ekki síst á sviði geðheilbrigði, þarf að bæta og við ætlum að tryggja að svo verði. Tryggja þarf uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis sem allra fyrst svo bæta megi aðbúnað og vinnuaðstöðu íbúa og starfsfólks. Við viljum efla heimaþjónustu til eldri Hornfirðinga og annarra þeirra sem á þurfa að halda.

Skólarnir hjarta samfélagsins
Eftir mikla fjárfestingu í húsnæði í grunn- og leikskóla er mikilvægt að hlúa nú að starfinu innan veggja skólanna. Ekki að því sé ábótavant heldur þarf sveitarfélagið að halda áfram áherslu á aðbúnað starfsfólks og nemenda, auka aðgengi að stuðningsþjónustu og fleiri atriðum sem gerir skólana okkar að enn betri vettvangi fyrir börn okkar og unglinga.
X-B fyrir sterkara samfélag.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 1. sæti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði

Greinin birtist á eystrahorni.is 26. apríl 2018.

Categories
Greinar

Öflugur valkostur í Árborg – XB

Deila grein

27/04/2018

Öflugur valkostur í Árborg – XB

Það eru ákaflega frambærilegir einstaklingar sem spanna mjög vítt svið er skipa lista Framsóknar og óháðra í Árborg. Hver og einn er tilbúinn að leggja sitt að mörkum til að bæta samfélagið okkar með meginhlutverk kjörinna fulltrúa í huga sem er að fara að lögum og gæta jafnræðis meðal íbúa. Við erum reiðubúin að axla ábyrgðina og teljum tímabært að fá ferska vinda inní ráðhús Árborgar.

Á næstunni mun framboðið kynna sínar áherslur þar sem forgangsröðun verkefna verða kynnt. Mörg krefjandi verkefni eru framundan í ört stækkandi sveitarfélagi við uppbyggingu og viðhaldi innviða. Við munum setja umhverfis- og skipulagsmál á dagskrá en auk þess verða málefni fjölskyldunnar sett í öndvegi. Í grunninn snýst val kjósenda um forgangsröðun á verkefnum og traust á þeim aðilum sem bjóða sig til þeirra verka sem framundan eru.

Ég vil skoða að sveitarfélagið fari leið sem mörg fyrirtæki, sem náð hafa árangri, hafa tileinkað sér og innleiða gildi samfélagslegrar ábyrgðar með sjálfbærni í huga. Á það bæði við í starfsemi bæjarins og eins meðal bæjarbúa sjálfra. Þetta felur í grunninn í sér að í sameiningu náum við betur settum markmiðum og aukum þannig verðmætasköpun bæði í veraldlegum og óveraldlegum gildum. Til að marka stefnuna er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að móta framtíðarsýn til lengri tíma.

Guðbjörg Jónsdóttir, 3. sæti á lista Framsóknar og óháðra í Árborg.

Greinin birtist á dfs.is 22. apríl 2018.

 

 

Categories
Greinar

Fjölgum fjársjóðum

Deila grein

27/04/2018

Fjölgum fjársjóðum

Ein af þeim áskorunum sem við tökumst á við um þessar mundir er að almennu læsi ungmenna hefur hrakað í alþjóðlegum samanburði. Það er skoðun mín að framboð barna- og unglingabóka á íslensku skipti máli í þessu samhengi. Það eru sóknarfæri til að gera betur í þeim efnum.

Á verðlaunahátíð barnanna, Sögum, um liðna helgi kynnti ég aðgerðir til umbóta. Það var ánægjulegt að geta þar greint frá nýjum styrkjaflokki fyrir barna- og unglingabækur sem verður bætt við bókmenntasjóð Miðstöðvar íslenskra bókmennta á næsta ári. Markmið hans er að styðja við ritun barna- og unglingabóka á íslensku og auka framboð af vönduðum bókmenntum fyrir þessa aldurshópa.

Það er vitundarvakning um þessi mál samhliða aukinni þjóðfélagsumræðu um menntamál. Það er ljóst að það er vilji til að gera betur í þessum efnum. Til að mynda efndu nemendur í Hagaskóla til málþings í vetur undir yfirskriftinni „Barnið vex en bókin ekki“. Þar kom fram að þau teldu áhuga barna og ungmenna á bókmenntum vera til staðar. Skólafólk, foreldrar og rithöfundar hafa einnig kallað eftir aðgerðum til þess að efla megi útgáfu barna- og unglingabóka hér á landi. Í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu var meðal annars bent á að efla þyrfti útgáfu barna- og unglingabóka með sérstöku tilliti til myndskreyttra bóka og léttlestrarbóka. Það slær í takt við stefnu mína sem mennta- og menningarmálaráðherra.

Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til þess að efla læsi í landinu er að tryggja gott aðgengi barna og ungmenna að bókum.

Læsi barna er samvinnuverkefni samfélagsins alls. Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi og nauðsynleg til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína til fulls. Bókmenntir er samofnar sögu okkar og við ætlum í sameiningu að tryggja að svo verði áfram. Nýju barna- og unglingabókastyrkirnir eru liður í því að fjölga þeim fjársjóðum sem íslenskar bókmenntir hafa að geyma.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. apríl 2018.

Categories
Greinar

Höggvum á hnútinn

Deila grein

25/04/2018

Höggvum á hnútinn

Þann 19. september árið 2016 var haldin mikil sýning í Kópavogi þar sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs undirrituðu samkomulag við heilbrigðisráðherra um uppbyggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Stefnt var að því að taka heimilið í notkun seinni hluta árs 2018.

Ekkert bólar hins vegar á upphafi framkvæmdanna og er nú málið komið fyrir dómstóla og ekki sér fyrir endann á þessum vandræðagangi. Hönnun og framkvæmdir munu ekki fara af stað fyrr en eftir einhver ár ef ekkert verður aðhafst. Það hefur vantað pólitíska forystu hjá núverandi meirihluta í Kópavogi til að knýja málið áfram og algjörlega óviðunandi að tugir einstaklinga fái ekki inn á hjúkrunarheimilið við Boðaþing vegna þessa seinagangs.

Kópavogsbær á að höggva á hnútinn í þessu máli og taka yfir hönnun og framkvæmdir við hjúkrunarheimilið. Reykjavíkurborg fór slíka leið í samvinnu við Hrafnistu vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg í Reykjavík. Eftir sem áður mun ríkið greiða sinn hluta af framkvæmdunum. Það er óásættanlegt að horfa upp á núverandi stöðu mála og við framsóknarmenn munum taka af skarið fáum við umboð til þess frá íbúum í Kópavogi.

Birkir Jón Jónsson, skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi

Baldur Þór Baldvinsson, skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Categories
Greinar

Ábyrg, róttæk og framsækin stefnumótun til framtíðar

Deila grein

25/04/2018

Ábyrg, róttæk og framsækin stefnumótun til framtíðar

Sogkraftur þéttbýliskjarna og höfuðborga er þekktur um allan heim. Okkar verkefni á landsbyggðinni miða að því að sporna við fólksflótta til höfuðborgarinnar með því að tryggja rekstrarumhverfi hefðbundinna greina til framtíðar og auk þess að skapa aðstæður sem miða að því að auka aðdráttarafl landsbyggðarinnar sem góðum valkost fyrir einstaklinga og fyrirtæki að setjast að. Aukin fjöldi fjölskyldufólks metur Borgarbyggð sem góðan búsetukost, stundar vinnu á höfuðborgarsvæðinu og keyrir daglega á milli. Borgarbyggð er orðinn hluti af atvinnusvæði höfuðborgarinnar og nauðsynlegt að við nýtum tækifærin sem því fylgja.

Í ársreikningum sveitarfélagsins síðust ár kemur fram að framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er hundruðum milljóna meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir sem er merki um aukin hagvöxt og góðan bata í efnahagsmálum. Skuldir ríkisjóðs hafa lækkað og efnahagsleg skilyrði hafa verið hagfelld.  Á landsvísu sjáum við að undirstöðu atvinnugreinum er að fjölga með meiri fjölbreytileika í atvinnulífinu. Tækifærin í matvælaframleiðslu hér á landi til framtíðar eru mikil með okkar sérstöðu.  Og það má gera þær væntingar til ferðaþjónustunnar að hún tryggi búsetu á ársgrunni og eigi þátt í að fjölga íbúum. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur verið mikill síðustu ár og talið er að um 50% af hagvaxtaraukningu sé hægt að rekja til ferðaþjónustunnar og ávinningurinn er ýmiskonar en því tengjast líka áskoranir.  Forsendur fyrir því að við getum nýtt okkur þessi tækifæri eru gott samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Það er okkur í hag að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur skilning, þekkingu og áhuga á atvinnugreinum landsbyggðarinnar. Það er samstarfsverkefni þessara aðila að gera gangskör í tryggja lífæðar atvinnulífsins það eru samgöngur og fjarskipti. Forgangsverk í byggðastefnu samtímans verður að vera skilvirkari uppbygging 3ja fasa rafmagns og viðhald og vöxtur vegsamgangna á landsbyggðinni. Það er undirstöðu atriði til að styðja við vöxt og viðgang atvinnu og búsetu.

Verkefni okkar sem sveitarfélags er að festast ekki í fortíðinni og hræðast breytingar og áskoranir sem fylgja framtíðinni. Við þurfum metnaðarfulla skólastefnu frá leikskóla upp í framhaldsskóla sem tekur mið af þeirri þróun sem á sér stað með áherslum á að virkja hugvit og sköpun og efla tækni- og raungreinar. Við þurfum að meta hvað hefur tekist vel og hvar má gera betur.  Verum ábyrg með skýra sín og óhrædd við það að vera róttæk.

Með framsækinni stefnumótun getum við sem sveitarfélag verið í fremstu röð.

Guðveig Anna Eyglóardóttir

Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði

Deila grein

23/04/2018

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur verið samþykktur. Flokkurinn er með 5 sveitarstjórnarmenn í sveitarstjórn Skagafjarðar og hreinan meirihluta.
Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs leiðir listann en hinir fjórir fulltrúar flokksins gefa ekki kost á sér í efstu sætin. Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr í öðru sætinu, Laufey Kristín Skúladóttir í því þriðja og Axel Kárason verður í því fjórða. Þórdís Friðbjörnsdóttir, Viggó Jónsson og Bjarki Tryggvason sem öll eru í framvarðasveit núverandi sveitarstjórnarlista eru í heiðurssætum nú eða þeim þremur síðustu.
Á framboðslistanum eru átta konur og tíu karlar og er jafnt kynjahlutfall í 16 efstu sætunum.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
  3. Laufey Kristín Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri
  4. Axel Kárason, dýralæknir
  5. Einar Einarsson, bóndi
  6. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi
  7. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
  8. Atli Már Traustason, bóndi
  9. Eyrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri
  10. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og doktor í lífvísindum
  11. Björn Ingi Ólafsson, starfsmaður í mjólkursamlagi
  12. Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
  13. Sigurður Bjarni Rafnsson, framleiðslustjóri
  14. Guðrún Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  15. Snorri Snorrason, skipstjóri
  16. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
  17. Viggó Jónsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
  18. Bjarki Tryggvason, skristofustjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð

Deila grein

23/04/2018

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi fyrir helgi. Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri skipar efsta sætið. Guðveig Anna  leiddi einnig lista flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi, er í öðru sæti listans og Finnbogi Leifsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, það þriðja. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Borgarbyggð.
Á myndinni eru frá vinstri: Davíð Sigurðsson, Guðveig Anna Eyglóardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Finnbogi Leifsson.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð:

  1. Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri
  2. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi
  3. Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi
  4. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, héraðslögreglumaður og körfuboltakona
  5. Orri Jónsson, tæknifræðingur
  6. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
  7. Einar Guðmann Örnólfsson, bóndi
  8. Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsmóðir og húsvörður
  9. Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi
  10. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður kennslukerfa
  11. Pavle Estrajher, náttúrufræðingur
  12. Sigurbjörg Kristmundsdóttir, viðskiptafræðingur
  13. Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrv. alþingismaður
  14. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi
  15. Þorbjörg Þórðardóttir, eldri borgari
  16. Höskuldur Kolbeinsson, húsasmiður og bóndi
  17. Sveinn Hallgrímsson, eldri borgari
  18. Jón G. Guðbjörnsson, bóndi
Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði

Deila grein

20/04/2018

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði var samþykktur á félagsfundi sem fram fór á Hótel Örk á sumardaginn fyrsta 19. apríl.
Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil.
Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi leiðir lista Frjálsra með Framsókn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, guðfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Snorri Þorvaldsson, lögreglunemi, fjórða sætið skipar Sæbjörg Lára Másdóttir, hjúkrunarfræðingur og fimmta sætið skipar Nína Kjartansdóttir, þroskaþjálfi.
Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði:

  1. Garðar R. Árnason, 63 ára grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
  2. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, 39 ára æskulýðsfulltrúi og fyrrv. bæjarfulltrúi
  3. Snorri Þorvaldsson, 28 ára lögreglunemi
  4. Sæbjörg Lára Másdóttir, 27 ára hjúkrunarfræðingur
  5. Nína Kjartansdóttir, 34 ára þroskaþjálfi
  6. Örlygur Atli Guðmundsson, 55 ára tónlistamaður, kennari og kórstjóri
  7. Vilborg Eva Björnsdóttir, 43 ára stuðningsfulltrúi
  8. Sigmar Egill Baldursson, 23 ára sölumaður
  9. Steinar Rafn Garðarsson, 35 ára sjúkraflutningamaður
  10. Daði Steinn Arnarsson, 46 ára grunnskólakennari
  11. Adda María Óttarsdóttir, 24 ára hjúkrunarfræðinemi
  12. Herdís Þórðardóttir, 59 ára innkaupastjóri
  13. Guðmundur Guðmundsson, 67 ára bifvélavirki
  14. Garðar Hannesson, 83 ára eldri borgari