Categories
Fréttir

„Bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur“

Deila grein

25/07/2019

„Bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur“

„Mótmælendur streyma vestur til að mótmæla bættum vegi frá Ingólfsfirði yfir í Ófeigsfjörð. Mótmælendur þurfa á leið sinni vestur að fara um tvíbreiða vegi sem liggja um einkalönd til að setja sig upp á móti vegabótum á Vestfjörðum.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í yfirlýsingu í gær.
Tilefni þessa er að í fréttum hefur komið fram. hjá andstæðingum Hvalárvirkjunar. að stór hópur fólks sé á leið vestur til að mótmæla. Vesturverk hefur hafið undirbúning í Seljanesi í Árneshreppi vegna Hvalárvirkjunar, en unnið er að lagfæringum á veginum í firðinum.
„Kannski eru þau ekki að mótmæla vegi, heldur virkjun, eða kannski ekki, heldur bara breytingum. Því við hér fyrir vestan erum svo mikið krútt og breytingar fara okkur ekki vel. Fara svo heim og kveikja ljós í ágústhúminu og sjóða sér ýsu á rafeldavélinni, þau geta það. Hafa trausta græna orku allt árið til sinna tilbúnu þarfa.
Við hérna fyrir vestan pöntum okkur bara einn olíubrúsann í viðbót til að hafa tiltækan þegar græna orkan svíkur.
En verið velkomin, þau þurfa að borða, gista og spjalla, Vestfirðingar eru gestrisnir.
Alltaf gaman að fá gesti,“ segir Halla Signý.

Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Stefán Vagn Stefánsson

Deila grein

23/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Stefán Vagn Stefánsson

Í Skagafirði leiddi Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, framboðslista Framsóknarflokks 2018. Stefán Vagn er fæddur 17. janúar 1972 og er sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og Stefáns Guðmundssonar fyrrverandi alþingismanns frá Sauðárkróki.
Stefán Vagn hóf störf í lögreglunni á Sauðárkróki 1997 og starfaði þar til ársins 1998 er hann hóf störf í lögreglunni í Reykjavík. Hóf nám í lögregluskóla ríkisins árið 1998 og að skóla loknum hóf Stefán störf hjá lögreglunni í Reykjavík. Árið 2001 hóf hann störf í sérsveit ríkislögreglustjóra og starfaði þar til ársins 2007. Hóf störf í greiningardeild ríkislögreglustjóra árið 2007 til 2008 þegar hann hóf störf sem yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Stefán starfaði samhliða lögreglustarfinu hjá utanríkisráðuneytinu og fór til Afganistan sem friðargæsluliði 2006 til 2007. Stefán Vagn er giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Stefán var kjörinn til setu í sveitastjórn sveitafélagsins Skagafjarðar 2010 en hann var oddviti lista Framsóknar. Eftir sveitastjórnarkosningarnar 2010 var hann kjörinn formaður byggðarráðs sveitarfélagsins.

Hvers vegna í stjórnmál?

„Ég vil vinna að öflugum byggðum um land allt og að sjálfsögðu sérstaklega hér í Skagafirði. Ég segi það hreint út að við þurfum öfluga byggðarstefnu fyrir Ísland, við verðum að lyfta grettistaki. Það verður að jafna þann aðstöðumun sem hefur myndast á milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar og fyrir því berst ég,“ segir Stefán Vagn.

Áherslumál Framsóknar í Skagafirði

Hjá sveitarfélaginu verði viðhöfð ábyrg og gegnsæ stjórnsýsla líkt og undanfarin ár og öll framtíðarstörf auglýst eins og verið hefur. • Áfram verði sýnt aðhald og ábyrgð í rekstri sveitarsjóðs. Undir forystu Framsóknarflokksins hefur verið rekin ábyrg fjármálastjórn sem hefur skilað sér í mikilli innviðauppbyggingu á sama tíma og skuldahlutfall sveitarsjóðs hefur lækkað. • Í tengslum við endurskoðun á gildandi aðalskipulagi verði unnin sérstök stefnumörkun fyrir atvinnu- og byggðaþróun í Sveitarfélaginu Skagafirði í samvinnu við heimamenn á hverju svæði. • Tryggja þarf nægt framboð íbúðalóða á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki. • Tryggja þarf íbúum Skagafjarðar aðgang að öflugri félagsþjónustu og að allir aldraðir íbúar sveitarfélagsins njóti lögbundinnar þjónustu. • Farið verði í viðræður við samgönguyfirvöld um að tryggja viðhald safn-, tengi- og þjóðvega um allt héraðið. • Sveitarfélagið á að standa vörðu um hagsmuni bænda enda landbúnaður einstaklega mikilvægur þáttur í atvinnulífi héraðsins. • Halda þarf merki Skagafjarðar á lofti sem eins öflugasta matvælaframleiðsuhéraðs landsins.

Fréttir og greinar

Hvítabjörninn á Þverárfjalli þann 2. júní 2008


Lögregla fékk tilkynningu um hvítabjörn og fór á staðinn til að staðfesta upplýsingarnar en á undan hafði fjölmiðlum verið tilkynnt um komu hvítabjarnarins. Þegar fréttist af hvítabirninum streymdi mikið af fólki á vettvanginn og voru margir komnir á undan lögreglu á staðinn. Byrjað var á að loka veginum við afleggjara Þverárfjallsvegs og Hrauns á Skaga en fólk var staðráðið í því að sjá dýrið og taka myndir af því þannig að sumir notuðu hjáleið sem lögreglumaður vissi ekki af og komst því nær. Af upplýsingum sjónarvotta að dæma virtist fólk ekki gera sér nokkra grein fyrir þeirri hættu sem stafaði af dýrinu.
Lögregla kallaði til fjórar skyttur sem komu á vettvang skömmu á eftir lögreglu. Einnig var leitað aðstoðar Náttúrustofu Norðurlands vestra (NNV). Þegar hér var komið reyndi lögreglan að tryggja vettvang eftir föngum en það var erfitt þar sem mikið af fólki var á staðnum nokkur hundruð metra frá dýrinu. Lögregla og skyttur fylgdust með dýrinu en fljótlega kom að því styggð og dýrið fór á hreyfingu. Hvarf dýrið í um fimm mínútur og sást aftur þar sem það var komið töluvert lengra til suðvesturs og útfyrir þá lokun sem lögregla hafði sett. Mikil þoka var ofar í hlíðum Þverárfjalls og af öryggisástæðum og ótta við að dýrið myndi týnast í þokunni var tekin ákvörðun um að fella dýrið.
Stefáni Vagni varð á orði á dögunum: „Rakst aftur á þennan, nú í Perlunni.“

Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Ásgerður K. Gylfadóttir

Deila grein

19/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Ásgerður K. Gylfadóttir

Á Hornafirði leiddi Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs, lista Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ásgerður er 50 ára, fædd 10. desember 1968, í Hnífsdal í Ísafjarðardjúpi. Hún hefur búið á Höfn í Hornafirði frá árinu 2002 og „vil ég hvergi annars staðar búa“. Ásgerður er gift Jónasi Friðrikssyni rafvirkja, á þrjú börn á aldrinum 30 til 13 ára og einn sonarson sem er 6 ára.
Ásgerður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði hjá HSU Hornafirði. Í dag er hún hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi en ekki hjúkrunarstjóri enda hefur pólitíkin tekið aukinn tíma frá öðru. Ásgerður er einnig leiðbeinandi í skyndihjálp og kennir jóga eldsnemma á morgnanna þegar flestum finnst best að sofa. Ásgerður hefur verið í bæjarráði, fræðslu- íþrótta- og tómstundanefnd og skipulagsnefnd auk þess sem hún gegndi embætti bæjarstjóra um tíma. Einnig situr Ásgerður í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ásgerður er á sínu þriðja kjörtímabili í bæjarstjórn og jafnframt er hún varaþingmaður Suðurkjördæmis frá 2017 og hefur tekið sæti á Alþingi í maí-júní 2018 og nóvember 2018 til mars 2019.

Af hverju áhugi á bæjarmálefnum?

„Ég vil búa í góðu og heilbrigðu samfélagi. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að gera gott samfélag fjölskylduvænt og skilvirkt. Tækifærin séu enn betri fyrir okkur sem hér búum og það það sé eftirsóknarvert fyrir aðra að setjast hér að, og það fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Ásgerður.

Áherslumál Framsóknar og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði

Við leggjum áherslu á að bæjarstjórinn, ásamt öðru forystufólki sveitarfélagsins, láti að sér kveða og tali máli sveitarfélagsins, þannig að eftir sé tekið á landsvísu. • Byggð verði upp öflug og opin stjórnsýsla með skýrum verkferlum. • Auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku með auknu íbúalýðræði og viðhorfskönnun meðal íbúa um ýmsa þætti í þjónustu sveitarfélagsins. • Sveitarfélagið verði eftirsóttur vinnustaður þar sem meðal annars er vel hugað að sí- og endurmenntun starfsmanna auk heilsueflandi þátta. • Lækka fasteignaskatta á heimili í sveitarfélaginu. • Sveitarfélagið eigi gott samstarf við hagsmunafélög atvinnugreina í heimabyggð. • Stutt verði dyggilega við rannsóknir, nýsköpun og þróun. • Haldið verði áfram uppbyggingu á tækjakosti Matarsmiðjunnar í samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga. • Gerð verði könnun á húsnæðisþörf í sveitarfélaginu í heild, á meðal allra aldurshópa. • Nægt fé fáist til rannsókna á Grynnslunum. • Gerð verði verkáætlun um varanlega lausn á innsiglingunni með hliðsjón af rannsóknum. • Fylgt verði eftir samningi ríkis og sveitarfélagsins um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis. • Stutt verði við frumkvöðla í menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. • Sveitarfélagið verði í fararbroddi í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Fréttir og greinar

„Njótum lífsins í náttúruperlum Suðausturlands“

„Að gegna stjórnunarstöðu og vera oddviti í bæjarstjórn auk annarra trúnaðarstarfa getur verið ansi tímafrekt. Því hef ég undanfarin ár unnið markvisst að því að njóta hverrar einustu stundar og einfalda líf mitt. Liður í því var að skella mér í yogakennaranámYoga, núvitund og hugleiðsla er mín leið til að hlaða mig orku og krafti.
Fjölskyldan er nú orðin nokkuð vön því að ég hlaupi milli funda eða sé á flakki milli landshluta vegna starfa minna en ferðalög og útivist með þeim innan lands og utan eru bestu stundirnar sem við erum alltaf að reyna að fjölga,“ segir Ásgerður.
„Í sumar setjum við fókusinn sérstaklega á nærumhverfið og njótum lífsins í náttúruperlum Suðausturlands.“
 

Ljósmynd: Ásgerður K. Gylfadóttir, við  Svartafoss í Skaftafelli í  Vatnajökulsþjóðgarði, sem er nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO.

Categories
Fréttir

„Get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar“

Deila grein

19/07/2019

„Get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar“

Land er og hef­ur verið auðlind í aug­um Íslend­inga frá upp­hafi byggðar og bera marg­ar af Íslend­inga­sög­un­um þess merki að bar­átta um land og eign­ar­hald á því hafi verið einn af megin­á­steyt­ings­stein­um í gegn­um sögu okk­ar. Þetta segir Jón Björn Hákonarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og rit­ari Fram­sókn­ar, í grein í Morgunblaðinu 18. júlí sl.
Frá landnámsöld hefur það verið metnaður Íslendinga að það sé skýrt hvað landeigendur eiga með rétti, segir Jón Björn. „Skap­ast hef­ur mik­il umræða í kjöl­far upp­kaupa bresks auðmanns á jörðum í Vopnafirði og Norður-Þing­eyj­ar­sýslu, þar sem búið er að kaupa upp allt að því heilu laxveiðiárn­ar og vatna­svæði þeirra. Hef­ur því eðli­lega fylgt mik­il gagn­rýni á laga­setn­ingu og þann ramma sem skapaður hef­ur verið vegna jarðakaupa á Íslandi í kjöl­far breyt­inga á jarðalög­un­um sem gerð voru í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar. Þá hef­ur hluti af gagn­rýni þeirri sem komið hef­ur fram vegna inn­leiðing­ar orkupakka þrjú, hér á landi, einnig snúið að eign­ar­haldi á auðlind­um og vatns­rétt­ind­um á Íslandi.“
„Nauðsyn­legt er því í þessu ljósi að fara að styrkja þær stoðir sem snúa að laga­setn­ingu vegna búj­arða og slíkt get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar eins og verið hef­ur síðustu ár. Jarðalög­um þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar regl­ur varðandi eign­ar­hald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlind­ir okk­ar úr landi,“ segir Jón Björn.

Categories
Greinar

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Deila grein

19/07/2019

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Í Sam­fé­lags­sátt­mála Rous­seaus er fjallað um ein­kenni góðs stjórn­ar­fars. Fram kem­ur að ef íbú­um þjóðrík­is fjölg­ar og þeir efl­ast sem ein­stak­ling­ar væri um að ræða skýra vís­bend­ingu um gott stjórn­ar­far. Ísland hef­ur á síðustu öld borið gæfu til þess að upp­fylla þessi skil­yrði, þ.e. fjölg­un íbúa, auk­in tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga ásamt því að þjóðar­tekj­ur hafa hækkað. Hins veg­ar þurf­um við stöðugt að vera á tán­um og til­bú­in til að styrkja grunnstoðir sam­fé­lags­ins.

Sam­keppn­is­hæfni auk­in

Ný­verið voru kynnt frum­varps­drög um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna (SÍN), nýtt náms­styrkja- og lána­kerfi. Lánsþegum hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna hef­ur fækkað veru­lega á und­an­förn­um árum á sama tíma og marg­ir ís­lensk­ir náms­menn á Norður­lönd­um kjósa frek­ar að taka lán hjá nor­ræn­um lána­sjóðum en þeim ís­lenska. Auka þarf sam­keppn­is­hæfni ís­lenska kerf­is­ins, því ann­ars er hætta á spekileka vegna þessa, þ.e. að nem­ar hugi frek­ar að því að setj­ast að þar sem þeir hafa fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar.

30% niður­fell­ing náms­lána

Með nýju frum­varpi munu lánþegar sem ljúka próf­gráðu inn­an til­greinds tíma geta fengið náms­styrk sem nem­ur 30% af höfuðstóli náms­láns. Þetta er grund­vall­ar­breyt­ing frá nú­ver­andi kerfi sem mun gera stuðning við náms­menn skýr­ari og jafn­ari. Í nú­ver­andi kerfi felst styrk­ur­inn í niður­greidd­um vöxt­um og af­skrift­um náms­lána en hon­um er mjög mis­skipt milli náms­manna. Stærst­ur hluti styrks­ins hef­ur farið til þeirra náms­manna sem taka hæstu náms­lán­in og fara seint í nám. Á sama tíma eru þeir sem hefja nám ung­ir og taka hóf­legri náms­lán lík­legri til að fá eng­ar af­skrift­ir. Nýtt frum­varp mun breyta þessu en að auki munu náms­menn njóta bestu vaxta­kjara sem rík­is­sjóði Íslands bjóðast á lána­mörkuðum að viðbættu lágu álagi.

Barna­styrk­ir í stað lána

Önnur grund­vall­ar­breyt­ing sem felst í frum­varp­inu er styrk­ur vegna barna. Í nú­ver­andi náms­lána­kerfi er lánað fyr­ir fram­færslu barna en með nýju fyr­ir­komu­lagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkr­ar fram­færslu. Mark­miðið með barna­styrkn­um er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega. Gert er ráð fyr­ir að styrk­ur til fram­færslu hvers barns sé í sam­ræmi við náms­tíma náms­manns að há­marki 96 mánuðir. Styrk­ur­inn kem­ur til viðbót­ar við 30% niður­fell­ing­una sem náms­mönn­um býðst við lok próf­gráðu á til­sett­um tíma.

Nýja frum­varpið boðar rót­tæka breyt­ingu á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem mun stuðla að sterk­ari stöðu náms­manna og mun fjöl­skyldu­vænna um­hverfi. Mark­mið allra stjórn­valda á að vera að styrkja sam­fé­lagið sitt, þannig að það sé eft­ir­sókn­ar­vert til bú­setu. Frum­varps­drög til nýrra laga um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna er liður í því að efla sam­fé­lagið okk­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júlí 2019.

Categories
Fréttir

Skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði?

Deila grein

18/07/2019

Skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði?

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir að vel hafi tekist til við með uppbyggingu aðstöðu ferðamanna við Goðafoss í Þingeyjarsveit og að áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Hjaltastaðarþinghá gætu skapað ný tækifæri á Úthéraði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Líneik Anna spyr, „skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði“ og „hvaða tækifæri og áskoranir fylgja friðlýsingu þessara jarða.“
Á áformuðu friðlýstu svæði jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Hjaltastaðarþinghá er afar fjölbreytt landslag þar sem fjöll, klettar og björg, víkur og tangar setja mikinn svip á landslagið. Víða má sjá berghlaup og grjótjökla, en frægast þeirra er Stórurð undir Dyrfjöllum. Að Stórurð liggur vinsæl gönguleið frá Vatnsskarði.

Svæðið er að hluta innan Úthéraðs þar sem fuglalíf er mjög fjölbreytt og meðal annars að finna tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum. Enn fremur eru á svæðinu merkar sögulegar minjar, m.a. gamall verslunarstaður og höfn við Krosshöfða og Stapavík.
Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum við áformin er til 18. september 2019, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Categories
Greinar

Með lögum skal land tryggja

Deila grein

18/07/2019

Með lögum skal land tryggja

Land er og hef­ur verið auðlind í aug­um Íslend­inga frá upp­hafi byggðar og bera marg­ar af Íslend­inga­sög­un­um þess merki að bar­átta um land og eign­ar­hald á því hafi verið einn af megin­á­steyt­ings­stein­um í gegn­um sögu okk­ar. Þá ber Jóns­bók þess merki að Íslend­ing­ar hafi frá fyrstu tíð haft metnað til þess að ramma skýrt inn rétt­indi jarða og land­eig­enda. Þetta end­ur­spegl­ar vel þá stöðu sem land og auðlind­ir þess hafa fyr­ir al­menn­ing á Íslandi og nauðsyn þess að um það sé staðinn vörður. En jarðeign­ir og land eru ekki bara mæld í hekt­ur­um eða fer­metr­um, því landi fylgja oft ríku­leg hlunn­indi og auðlind­ir. Þar má meðal ann­ars nefna vatns- og mal­ar­rétt­indi, veiðihlunn­indi, dún- og eggja­tekju ásamt reka. Ekki síst eru ekki upp­tald­ar þær auðlind­ir sem fel­ast í góðu rækt­ar- og beitilandi sem er ómet­an­legt fyr­ir framtíð bú­skap­ar á Íslandi sem er for­senda mat­væla­ör­ygg­is þjóðar­inn­ar og órjúf­an­leg­ur hluti menn­ing­ar okk­ar og sögu sem þjóðar.

Með manni og mús

Búj­arðir og land al­mennt hef­ur ríku­legt gildi fyr­ir ís­lenska þjóð. Landið með sín­um auðlind­um er grund­völl­ur bú­setu og at­vinnu víða á lands­byggðinni. Það er því allá­huga­vert að fylgj­ast með þeirri þróun sem hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um árum þar sem jarðir hafa verið keypt­ar upp í stór­um stíl, jafn­vel heilu dal­irn­ir, með hurðum og glugg­um. Skap­ast hef­ur mik­il umræða í kjöl­far upp­kaupa bresks auðmanns á jörðum í Vopnafirði og Norður-Þing­eyj­ar­sýslu, þar sem búið er að kaupa upp allt að því heilu laxveiðiárn­ar og vatna­svæði þeirra. Hef­ur því eðli­lega fylgt mik­il gagn­rýni á laga­setn­ingu og þann ramma sem skapaður hef­ur verið vegna jarðakaupa á Íslandi í kjöl­far breyt­inga á jarðalög­un­um sem gerð voru í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar. Þá hef­ur hluti af gagn­rýni þeirri sem komið hef­ur fram vegna inn­leiðing­ar orkupakka þrjú, hér á landi, einnig snúið að eign­ar­haldi á auðlind­um og vatns­rétt­ind­um á Íslandi. Það er rétt­mæt gagn­rýni sem hlusta þarf á vegna þess að sag­an hér á Íslandi og ná­granna­lönd­um okk­ar kenn­ir okk­ur það að fjár­magn leit­ar sér far­vegs þar sem um mikl­ar og öfl­ug­ar auðlind­ir er að ræða og þar eru ekki alltaf hags­mun­ir heild­ar­inn­ar hafðir að leiðarljósi, því miður.

Styrkja þarf ramm­ann strax

Nauðsyn­legt er því í þessu ljósi að fara að styrkja þær stoðir sem snúa að laga­setn­ingu vegna búj­arða og slíkt get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar eins og verið hef­ur síðustu ár. Jarðalög­um þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar regl­ur varðandi eign­ar­hald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlind­ir okk­ar úr landi. Frændþjóðir okk­ar hafa stigið slík skref þannig að for­dæm­in eru til þannig að nú verða verk­in að tala á lög­gjaf­arþingi þjóðar­inn­ar þegar það kem­ur sam­an á haust­dög­um. Slíkt þolir enga bið. Ekki er held­ur eðli­legt að búið sé að rýra byggðir víða um land með þeim hætti að sveit­ar­fé­lög hafa misst stór­an hluta út­svar­stekna sinna vegna þess að stór hluti jarðanna er í eigu fólks sem býr í öðrum sveit­ar­fé­lög­um eða er­lend­is og borg­ar því ekki skatta í viðkom­andi sveit­ar­fé­lagi. Þá um leið er líka búið að kippa und­an heilu sam­fé­lög­un­um grund­velli þess að byggð þar hald­ist áfram og sam­hjálp­ar­hug­sjón­in sem sveit­ir þurfa á að halda get­ur ekki þrif­ist vegna fá­menn­is.

Það er ekki síst brýnt nú á tím­um að við hyggj­um að arf­leifð okk­ar og því sem við ætl­um að skila til kom­andi kyn­slóða. Ábyrgðin er okk­ar að tryggja að land sé í eigu þeirra sem landið ætla að byggja og nýta til framtíðar og það fylgi því ýms­ar skyld­ur að eiga land. Það er óviðun­andi að heilu sveit­irn­ar á Íslandi séu með lög­heim­ili í London.

Jón Björn Hákonarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. júlí 2019.

Categories
Fréttir

Fleiri kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar

Deila grein

17/07/2019

Fleiri kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs Akraness, greinir frá því að fleiri sveitarfélög á Vesturlandi en Akranes hafi kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum í yfirlýsingu í gær.
„Nú hafa sveitarfélögin Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær jafnframt kært ákvörðunina með sömu forsendum og við á Akranesi,“ segir Elsa Lára.
En fram hefur komið að Akranes og íbúar þess hafa lögvarinna hagsmuna að gæta þegar kemur að umferðaröryggi íbúa og að framkvæmdinni sé hraðað en Akraneskaupstað er umhugað um að ekki verði fleiri slys á umræddri leið segir m.a. í yfirlýsingu frá fundinum. „Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum.“ En það er mat bæjarráðs Akraness að ákvörðun Skipulagsstofnunar sé háð verulegum annmörkum, sé byggð á röngum forsendum og sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir og beri að ógilda. Ekki sé um að ræða nýjan veg heldur breikkun vegarins í 2+1 ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Land sem raskast við framkvæmdina hefur þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið.

Jafnframt hefur komið fram að það sé verulegt ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matsskyldu sambærilegra framkvæmda og ef breyta ætti stjórnsýsluframkvæmd þá þurfi að rökstyðja það sem ekki er gert. Ósamræmi er við ákvarðanir Skipulagsstofnunar er varða t.d. endurbætur á Þingvallavegi, breytingar á Kjalvegi og breikkun Grindavíkurvegar. Óskiljanlegt er hvers vegna önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun um matsskyldu breikkunar Vesturlandsvegar.
Þegar hefur Vegagerðin einnig ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Í yfirlýsingu Vegagerðarinnar segir að áformað sé að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum.
„Ákvörðunin eins og hún er fram sett getur að mati Vegagerðarinnar valdið vafa um hvernig meðhöndla eigi aðrar slíkar framkvæmdir með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. Vegagerðin mun samhliða flýta undirbúningi verkefnisins eins og kostur er þannig að framkvæmdir tefjist sem allra minnst,“ segir í yfirlýsingu Vegagerðarinnar.

Categories
Fréttir

Óþolandi staða að séu engin tengsl við byggðina né landið!

Deila grein

16/07/2019

Óþolandi staða að séu engin tengsl við byggðina né landið!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir það óþolandi stöðu að hlunnindatekjur falli í hendur sama aðila og það séu engin tengsl við byggðina né heldur landið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í gær.
„Þegar hlunnindatekjur sem hafa alltaf verið ein stoðin undir byggðinni fara út úr byggðunum bitnar það á samfélögunum á margan hátt.“ segir Líneik Anna.
Líneik Anna segir það skýra afstöðu sína að takmarka eigi fjölda og stærð jarðeigna á hendi sama aðila og eins séu tengsl við landið forsenda fyrir eignarhaldi. Hún vilji að á grunni skipulags sveitarfélaga verði búsetuskylda skilgreind, landbúnaðarland skilgreint og að lagaumgjörð um skráningu landeigna verði bætt.
 

Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Elsa Lára Arnardóttir

Deila grein

15/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Elsa Lára Arnardóttir

Á Akranesi leiddi Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum 2018. Elsa Lára er fædd árið 1975 og uppalin í Lambhaga í Hvalfjarðarsveit og einnig á Hornafirði. Hún er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og starfaði í nokkur ár sem kennari áður en hún fór út í stjórnmál 2013. Einnig hefur Elsa Lára lokið meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Elsa Lára hlaut sæti á Alþingi árið 2013 og sat þar fram að alþingiskosningunum 2017, en gaf þá ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Elsa Lára er gift Rúnari G. Þorsteinssyni, rafiðnfræðingi og saman eiga þau Þorstein Atla og Þórdísi Evu. Og ekki má gleyma heimiliskettinum, Ólafi Högnasyni.

Einstaklega heppin að fá að leiða hóp af duglegu og jákvæðu fólki

„Ég ákvað að stíga út úr landsmálunum og gefa kost á mér í bæjarstjórn Akraness. Mig langaði til að nota þekkingu mína og krafta til að nýta þau sóknarfæri sem Skaginn á. Ég vil gera gott samfélag enn betra og legg mikla áherslu á að gera Skagann okkar að fjölskylduvænna samfélagi, fyrir unga sem aldna. Áhugamál mín eru útivist eins og að skokka um Skagann og ganga á Akrafjall. Samverustundir með fjölskyldu og vinum gefa mér einnig mikið,“ segir Elsa Lára.
Elsa Lára var varabæjarfulltrúi fyrir Framsókn á Akranesi 2010-2018 og m.a. setið í stjórn Akranesstofu, afmælisnefnd Akraneskaupstaðar og verið varamaður í fjölskylduráði.
„Ég var einstaklega heppin að fá að leiða lista Framsóknar og frjálsra enda skipaður duglegu og jákvæðu fólki sem hefur brennandi áhuga á að gera gott Akranes að enn betra Akranesi.“

Áherslumál Framsóknar og frjálsra

Við í Framsókn og frjálsum leggjum áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. • Við munum tryggja fjölskyldum dagvistunarúrræði á loknu fæðingarorlofi. • Við munum efla góðu skólana okkar með auknum stuðningi og betri vinnuaðstæðum fyrir nemendur og starfsfólk. • Við viljum sveigjanleika milli skóla – og íþrótta og æskulýðsstarfs. • Leggjum áherslu á velferð Skagamanna á öllum aldri og auk þessa umhverfismál, atvinnumál, skipulagsmál, samgöngur, umferðaröryggi og mennta – og safnamál. • Auk þessa leggjum við áherslu á aukið íbúalýðræði.

Fréttir og greinar

Reykjavíkurmaraþon – Elsa Lára Arnardóttir #3994


„Þetta árið er ég nokkuð róleg og skokka 10 km. Málefnið er hins vegar mjög gott en að þessu sinni skokka ég fyrir Ólavíu 5 ára vinkonu mína. Ólavía greindist með heilaæxli þann 3. júní 2019 sem var svo fjarlægt með skurðaðgerð tveimur dögum síðar. Því miður kom í ljós að æxlið var illkynja stjarnfrumuæxli af gráðu 4. Af þeim sökum þarf Ólavía því að gangast undir erfiða lyfja- og geislameðferð sem mun taka rúmt ár. Hún byrjar á því að fara í 6 vikna lyfja- og geislameðferð þar sem hún þarf að fara í geisla alla virka daga á þessu tímabili og eftir að því lýkur tekur við ein lyfjagjöf á mánuði í rúmt ár. Mér þætti vænt um ef þið væruð til í að styrkja Ólavíu í þessu verkefni. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Elsa Lára.