Menu

Monthly Archives: apríl 2020

//apríl

Tíminn til að lesa meira

Greinar|

Bók­mennta­arfur Ís­lendinga sprettur úr frjóum jarð­vegi ís­lenskrar sögu og menningar. Um aldir hafa Ís­lendingar haft ríka þörf fyrir að segja, lesa og hlusta á sögur. Þá þörf höfum við enn, líkt og blóm­leg bóka­út­gáfa og glæsi­leg stétt rit­höfunda er til marks um. Grunnurinn að þessari sagna­hefð var lagður fyrir nærri þúsund árum, þegar stór­menni á [...]

Framhald varna, verndar og viðspyrnu tryggð

Fréttir|

Ríkisstjórnin hefur kynnt framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir umfangsmiklu tekjutapi og koma þannig í veg fyrir fjöldagjaldþrot. Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti til að tryggja réttindi launafólks. Hlutastarfaleiðin verður framlengd til hausts með breytingum og settar verða [...]

Vísindakapphlaupið 2020

Greinar|

Tækni­fram­far­ir og vís­inda­upp­götv­an­ir eru stærsta hreyfiafl sam­fé­laga. End­ur­bætt gufu­vél hins skoska James Watts lagði grunn­inn að vél­væðingu iðnbylt­ing­ar­inn­ar, upp­götv­un raf­magns­ins breytti meiru en orð fá lýst, upp­götv­un bakt­ería og löngu síðar sýkla­lyfja bylti lík­ast til meiru í mann­kyns­sög­unni en all­ar hefðbundn­ar bylt­ing­ar sam­an­lagt! Enn og aft­ur horf­ir all­ur heim­ur­inn til vís­ind­anna. Nú er þess beðið [...]

Íslensk matvæli, gjörið svo vel

Greinar|

Í öðrum aðgerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar Viðspyrna fyr­ir Ísland er lögð mik­il áhersla á inn­lenda fram­leiðslu og verðmæta­sköp­un. Ný­sköp­un er þar í önd­vegi enda lengi verið ljóst að skjóta verður fleiri stoðum und­ir ís­lensk­an efna­hag. Síðustu vik­urn­ar hef­ur helsta umræðuefni fólks um heim all­an verið heilsa og heil­brigði. Fólk ótt­ast þenn­an vá­gest sem kór­ónu­veir­an er og legg­ur [...]

Samvinna afurðastöðva

Greinar|

Á undanförnum árum hafa afurðastöðvar í kjöti mátt þola gríðarmiklar breytingar í sínu samkeppnisumhverfi. Þar sem innflutningur á kjöti hefur aukist verulega frá löndum þar sem aðstæður til framleiðslu eru mun hagfelldari út frá mörgum sjónarhornum, t.d. aðbúnaði dýra, launakostnaði og veðurfari. Einnig er slátrun og vinnsla í mörgum þessara landa mun hagkvæmari vegna stærðarhagkvæmni [...]

Varnir, vernd og viðspyrna

Fréttir|

Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu með nýsköpun í aðgerðaáætlun stjórnvalda. Lögð eru til aukin framlög til fjárfestingar í sprotafyrirtækjum og hækkun endurgreiðsluhlutfalls og fjárhæðarþaks til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar, en áhrif þessara aðgerða nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Stefnt er að því að flýta endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar fyrir árið 2019. Auk [...]

Leiðin til öflugra Íslands

Greinar|

Ríkisstjórnin kynnti í dag annan hluta Viðspyrnu fyrir Ísland í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Heldur þannig áfram vinna stjórnvalda til að bregðast við þeim mikla vanda sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað um allan heim. Eins og í fyrri pakka þá eru aðgerðirnar þrískiptar: Varnir, vernd og viðspyrna. Aðgerðirnar eru fjölbreyttar. Varnirnar felast í því að veita [...]

Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 — 2. hluti

Fréttir|

Ríkisstjórnin hefur kynnt framhald efnahagsaðgerða sinna vegna áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins. Um fyrsta hluta aðgerðanna frá 21. mars sl. Markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar er að verja grunnstoðir samfélagsins, vernda afkomu fólks og fyrirtækja, og tryggja öfluga viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftir því sem neikvæð efnahagsleg áhrif Corona-faraldursins raungerast ber aukna nauðsyn til að huga að félagslegu öryggi og [...]

Við eigum og ætlum að standa með fjölskyldum

Greinar|

COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og fram undan eru miklar áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Heilu atvinnugreinarnar eru lamaðar og ljóst er að fjöldi fyrirtækja hefur orðið fyrir eða mun verða fyrir miklum og jafnvel óyfirstíganlegum vanda. Um leið og faraldurinn ágerðist var brugðist við með markvissum aðgerðum. Ég lagði strax um [...]

„Liður í að skapa störf bæði í bráð og lengd“

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir að samvinnuverkefni (PPP) í samgöngum hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem hluta af samgönguáætlun, tvo síðustu þingvetra. „Við afgreiðslu samgönguáætlunar fyrir ári síðan var samþykkt (með auknum meirihluta án mótatkvæða) að fela samgönguráðherra að útfæra leiðir til að auka fjármagn í til vegasamgangna og þar á [...]

Load More Posts