Categories
Fréttir

Framsókn í meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Deila grein

03/06/2022

Framsókn í meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Guðmundur Haukur Jakobsson og Auðunn Steinn Sigurðsson undirrituðu samkomulagið í Hrútey í gær.

Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og íbúa þess.

Boðað hefur verið til fyrsta fundar nýrrar sveitarstjórnar þann 7. júní kl. 17:00 í Dalsmynni.

Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti D-listans, verður forseti sveitarstjórnar og Auðunn Steinn Sigurðsson, oddviti B-listans, verður formaður byggðaráðs.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Eftirtaldir listar voru í framboði til í kosningunum 2022: Framsóknar og annarra framfarasinna, Sjálfstæðismanna og óháðra, Gerum þetta saman og H-listinn.

Sjálfstæðismenn og óháðir hlutu 4 sveitarstjórnarmenn, Framsókn og aðrir framfarasinnar 3, H-listinn 1 og Gerum þetta saman 1. H-listann vantaði 11 atkvæði til að fella fjórða mann D-listans.

Úrslit:

Blönduós og Húnavatnshr.Atkv.%Fltr.
B-listi Framsókn o.fl.24931.72%3
D-listi Sjálfstæðism.o.fl.29637.71%4
G-listi Gerum þetta saman10012.74%1
H-listinn14017.83%1
Samtals gild atkvæði785100.00%9
Auðir seðlar131.62%
Ógild atkvæði30.37%
Samtals greidd atkvæði80183.70%
Kjósendur á kjörskrá957
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Guðmundur Haukur Jakobsson (D)296
2. Auðunn Steinn Sigurðsson (B)249
3. Ragnhildur Haraldsdóttir (D)148
4. Jón Gíslason (H)140
5. Elín Aradóttir (B)125
6. Edda Brynleifsdóttir (G)100
7. Zophonías Ari Lárusson (D)99
8. Grímur Rúnar Lárusson (B)83
9. Birgir Þór Haraldsson (D)74
Næstir innvantar
Berglind Hlín Halldórsdóttir (H)11
Erla Gunnarsdóttir (B)48
Sverrir Þór Sverrisson (G)51
Categories
Fréttir

Við treystum öll á Landhelgisgæsluna!

Deila grein

02/06/2022

Við treystum öll á Landhelgisgæsluna!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, tók þátt í umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landhelgisgæslu Íslandi. Sagði hún mikilvægt að þegar komi að því að vera með hagræðingarkröfu á stoðir og störf þeirra sem er falið að tryggja öryggi og björgun hér á landi, verði að stíga varðlega til jarðar. Er það mat hennar að gjörsamlega ómögulegt sé að viðhafa slíka kröfu þegar kemur að slíkri stoð Íslendinga, öryggi og björgun.

„Þurfum að búa vel að öryggi okkar Íslendinga í sínu víðasta samhengi og við gerum það ekki með því að draga alltaf úr og sýna málaflokknum skilningsleysi,“ sagði Hafdís Hrönn.

Upphaflegt hlutverk Landhelgisgæslu Íslands var fyrst og fremst að tryggja yfirráð Íslands yfir fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar og standa vörð um efnahagslögsöguna. Hlutverkið hefur hins vegar breyst í tímanna rás og áherslan á björgunar og leitarstörf ásamt sjúkraflutningum bæði á sjó og á landi orðið ríkari. Ljóst er að bæta þarf nýtingu og afköst varðskipa og auka viðveru flugvélarinnar TF-SIF á Íslandsmiðum.

Lögbundin verkefni LHG eru talin upp í 4. gr. laga nr. 52/2006. Meðal þeirra verkefna eru aðkallandi sjúkraflutningar og aðstoð við almannavarnir. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning.

„Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hins vegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Uppfærum umræðuna og tökum hana af alvöru hvernig við ætlum að haga þessum málum til framtíðar. Það er spurning hvort ekki sé kominn tími á að ein þyrla LHG sé með fasta staðsetningu á landsbyggðinni t.d. á Suðurlandi á sama tíma og að varðskipið Freyja er með staðsetningu á Norðurlandi.“

„Við treystum öll á Landhelgisgæsluna! En gæslan treystir líka á okkur og við verðum að axla ábyrgð í þeim efnum,“ sagði Hafdís Hrönn að lokum.

***

Ræða Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur í heild sinni í umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landhelgisgæslu Íslands:

„Virðulegi forseti!

Upphaflegt hlutverk Landhelgisgæslu Íslands var fyrst og fremst að tryggja yfirráð Íslands yfir fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar og standa vörð um efnahagslögsöguna. Hlutverkið hefur hins vegar breyst í tímanna rás og áherslan á björgunar og leitarstörf ásamt sjúkraflutningum bæði á sjó og á landi orðið ríkari.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er lagt áherslu á að stjórnendur Landhelgisgæslu Íslands leiti allra leiða til að hagræða í rekstri stofnunarinnar. Skoða þurfi gaumgæfilega áhrif ýmissa tækniframfara og sjálfvirknimöguleika á mannaflaþörf við einstök störf. Horfa þurfi til ólíkra álagspunkta og haga mannahaldi í samræmi við það. Sérstaklega þurfi að gæta að því að starfsemi stoðdeilda sé haldið í lágmarki þannig að mönnun skipa og loftfara sé hámörkuð. Þá telur Ríkisendurskoðun vera tækifæri til að einfalda rekstrarfyrirkomulag vaktstöðvar siglinga.

Fyrir nefndinni kom fram að Landhelgisgæslan hafi hagkvæmni að leiðarljósi og leiti sífellt leiða til hagræðingar innan þeirra marka sem viðmið um viðbragðsgetu, lög og reglugerðir og kjarasamningar leyfa. Landhelgisgæslan hafi jafnframt verið leiðandi í að nýta nýjustu tækni í starfsemi sinni með tilheyrandi hagræðingu. Megi þar nefna fjareftirlit með efnahagslögsögunni, nýtingu snjallforrita og notkun ómannaðra loftfara. Landhelgisgæslan taki jafnframt þátt í þróun tækninýjunga og að vorið 2021 hafi nýtt vaktakerfi verið innleitt í stjórnstöðvum sem veita svigrúm til að aðlaga mönnun enn frekari að álagi hvers tíma.

Þá ber að nefna að huga verður að mikilvægi starfsaldurslista flugmanna sem eru mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru iðulega í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Það þarf að huga vel að þessu þegar við tölum um að hagræða.

Finnst mikilvægt – þegar kemur að því að vera með hagræðingarkröfu á þær stoðir og störf þeirra sem er falið að tryggja öryggi og björgun hér á landi – AÐ VARLEGA SÉ STIGIÐ TIL JARÐAR og að mínu mati er gjörsamlega galið að við séum með slíka kröfu þegar kemur að þessum málaflokki. Þurfum að búa vel að öryggi okkar Íslendinga í sínu víðasta samhengi og við gerum það ekki með því að draga alltaf úr og sýna málaflokknum skilningsleysi.

Virðulegi forseti,
Ljóst er að bæta þarf nýtingu og afköst varðskipa og auka viðveru flugvélarinnar TF-SIF á Íslandsmiðum. Skortur á raunsærri langtímaáætlanagerð þegar kemur að rekstri og fjárfestingum í skipakosti LHG reynist alvarlegur veikleiki í starfsemi gæslunnar. Þá segir að því er varðar flugkost LHG þurfi að gera raunhæfar áætlanir um fjárfestingar og rekstur loftfara svo að viðunandi björgunargeta sé tryggð. Í skýrslunni er SKÝRT tekið fram að mikilvægt sé að TF-SIF sé FYRST OG FREMST notuð til eftirlits og annarra verkefna hérlendis í ljósi meginhlutverks LHG sem er að sinna öryggisgæslu, björgun og löggæslu á hafinu VIÐ ÍSLAND.
Í áliti háttvirtrar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur fram að TF-SIF sé stóran hluta ársins í útleigu til verkefna á vegum Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu. Flugstundir TF-SIF ættu að vera í meirihluta hér á landi og umfang eftirlits gæslunnar í lofti hreinlega krefst þess að TF-SIF sem er útbúin myndavélum og öðrum tæknibúnaði sem margfaldi eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Flugvélin sé því lykileining við eftirlit og löggæslu á hafinu og því ljóst að ekki sé hægt að halda uppi viðunandi eftirliti þegar flugvélin er ekki til staðar. Tek undir með sjónarmiðum háttvirtrar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar kemur að því að tryggja þurfi viðveru TF-SIF hér á landi allt árið svo að eftirlit með landhelginni sé bætt svo að tryggja megi fullnægjandi öryggis- og þjónustustig á hafinu umhverfis Ísland.

Virðulegi forseti,
Lögbundin verkefni LHG eru talin upp í 4. gr. laga nr. 52/2006. Meðal þeirra verkefna eru aðkallandi sjúkraflutningar og aðstoð við almannavarnir. Ég velti fyrir mér hvert hlutverk Þyrlu LHG er varðandi almenna sjúkraflutninga þar sem vegalengdir eru langar eða ómögulegar.
Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Til þess þurfum við einnig að huga að því að tryggja viðunandi lendingaraðstæður fyrir þyrlur víða um land. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð.

Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hins vegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa.
Uppfærum umræðuna og tökum hana af alvöru hvernig við ætlum að haga þessum málum til framtíðar. Það er spurning hvort ekki sé kominn tími á að ein þyrla LHG sé með fasta staðsetningu á landsbyggðinni t.d. á Suðurlandi á sama tíma og að varðskipið Freyja er með staðsetningu á Norðurlandi.

Virðulegi forseti,
Við treystum öll á Landhelgisgæsluna! En gæslan treystir líka á okkur og við verðum að axla ábyrgð í þeim efnum!“

Categories
Fréttir

Framsókn áfram í meirihluta í Reykjanesbæ

Deila grein

02/06/2022

Framsókn áfram í meirihluta í Reykjanesbæ

Framsókn, Samfylking og Bein Leið hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjanesbæ og mun sá meirihluti taka við á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní nk.  „Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru að viðhalda kröftugri uppbyggingu og horfa til framtíðar. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf en í senn að tryggja áfram trausta fjármálastjórn,“ segir í tilkynningu frá nýjum meirihluta.

„Meirihlutinn mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra.

Reykjanesbær er eitt stærsta fjölmenningarsamfélag landsins, tækifærin sem felast í því eru fjölmörg. Nýr meirihluti mun vinna markvisst að því að efla samstarf við atvinnulífið og félagasamtök í bænum með það fyrir augum að samfélagið allt styðji þá aðila, sem kjósa að setjast hér að, til virkni í samfélaginu.

Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri verður endurráðinn sem bæjarstjóri. Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar verður formaður bæjarráðs fyrri hluta kjörtímabilsins og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Framsóknar verður forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins og formaður bæjarráðs seinni hluta kjörtímabilsins.,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Fréttin birtist fyrst á vf.is 2. júní 2022

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í kosningunum 2022 buðu fram eftirtaldir listar: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Píratar og óháðir, Samfylkingin og óháðir og listi Umbóta. Efst á lista Umbóta eru bæjarfulltrúi og varabæjarfulltrúi MIðflokksins frá 2018.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur 3 og bætti við sig einum, Samfylkingin 3, Bein leið 1 og listi Umbóta 1 en framboðið bauð fram í fyrsta skipti. Miðflokkurinn missti sinn mann og Frjálst afl sem hlaut einn bæjarfulltrúa í síðustu kosningum bauð ekki fram. Píratar og óháðir náðu ekki kjörnum bæjarfulltrúa.

Úrslit:

ReykjanesbærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1,53622.64%38.72%1
D-listi Sjálfstæðisflokks1,90828.13%35.18%0
M-listi Miðflokksins1221.80%0-11.16%-1
P-listi Pírata og óháðra2754.05%0-1.94%0
S-listi Samfylkingar og óháðra1,50022.11%31.59%0
U-listi Umbóta5728.43%18.43%1
Y-listi Beinnar leiðar87012.83%1-0.66%0
Á-listi Frjálst afl-8.26%-1
V-listi Vinstri grænir-1.92%0
Samtals gild atkvæði6,783100.00%11-0.01%0
Auðir seðlar1392.00%
Ógild atkvæði270.39%
Samtals greidd atkvæði6,94947.45%
Kjósendur á kjörskrá14,646
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Margrét Ólöf A. Sanders (D)1,908
2. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B)1,536
3. Friðjón Einarsson (S)1,500
4. Guðbergur Ingólfur Reynisson (D)954
5. Valgerður Björk Pálsdóttir (Y)870
6. Bjarni Páll Tryggvason (B)768
7. Guðný Birna Guðmundsdóttir (S)750
8. Helga Jóhanna Oddsdóttir (D)636
9. Margrét Þórarinsdóttir (U572
10. Díana Hilmarsdóttir (B)512
11. Sverrir Bergmann Magnússon (S)500
Næstir innvantar
Alexander Ragnarsson (D)93
Helga María Finnbjörnsdóttir (Y)131
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (P)226
Bjarni Gunnólfsson (M)379
Gunnar Felix Rúnarsson (U)429
Róbert Jóhann Guðmundsson (B)465
Categories
Fréttir

Vöxturinn kallar á mikla innviðauppbyggingu

Deila grein

02/06/2022

Vöxturinn kallar á mikla innviðauppbyggingu

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, fór yfir athyglisverða staðreynd að útflutningur á eldislaxi skili næstmestum verðmætum allra fisktegunda sem fluttar eru frá landinu, í störfum þingsins á Alþingi í vikunni. KPMG hefur tekið saman fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi greiningu á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi. Þar má sjá að þessi grein skilar þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum, en sjá má að skipting tekna milli ríkis og sveitarfélaga er verulega skökk og hallar þá á sveitarfélögin.

„Hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtökunni í sjávarútvegi og fiskeldi hefur verið 29% á árunum 2016–2020. Útflutningsverðmæti eldislax jukust um 29% á milli ára og fór vægi hans í 70% útflutningsverðmætis eldisafurða á síðasta ári. Nú er svo komið að útflutningur á eldislaxi skilar næstmestum verðmætum allra fisktegunda sem fluttar eru frá landinu. Á Vestfjörðum eru sveitarfélögin sem hýsa starfsemina í vexti og sá vöxtur kallar á mikla innviðauppbyggingu,“ sagði Halla Signý.

„Sveitarfélögin bera hitann og þungann af uppbyggingu innviða og því er krafa þeirra að þau fái stærri hlut af gjaldtöku sveitarfélaga. Í umsögn Vestfjarðastofu við fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir þinginu er bent á mikilvægi þess að hraða uppbyggingu innviða fiskeldissveitarfélaga og að hlutdeild fiskeldissveitarfélaga af framlögum fiskeldisjóðs verði aukin og nemi að lágmarki 80% af tekjum sjóðsins. Það er mikilvægt að hæstv. matvælaráðherra nái að raungera stefnu stjórnvalda um að greina þjóðhagslegan ávinning fiskeldis og ávinning þeirra byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Þá segir í stefnu stjórnvalda að skoða þurfi sérstaklega gjaldtöku af fiskeldi og skiptingu þeirra gjalda sem til falla. Það er mikilvægt að matvælaráðherra hefur þegar hrundið því af stað að mynda stefnu um fiskeldi á landinu og inniheldur þessi breyting það líka“ sagði Halla Signý að lokum.

Categories
Fréttir

„Við þurfum að byggja“

Deila grein

02/06/2022

„Við þurfum að byggja“

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður, vék að stöðunni á húsnæðismarkaði í störfum þingsins á Alþingi í vikunni. Starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaðnum skilaði nýverið tillögum til innviðarráðherra, Sigurðar Ingi Jóhannssonar er hafa að geyma 28 tillögur í sjö málaflokkum. Lögð er áhersla á að auka framboð íbúða til að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði og aukið húsnæðisöryggi. Gerð er tillaga um húsnæðisáætlun fyrir allt landið og sérstök áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu almenna íbúðakerfisins og endurskoðun opinbers húsnæðisstuðnings. Þá er í tillögunum að finna tillögur um virkan og heilbrigðan leigumarkað sem raunverulegan valkost, tillögur um skilvirkt regluverk, stjórnsýslu og framkvæmd í skipulags- og byggingarmálum og um samþættingu uppbyggingu íbúða og samgönguinnviða. Tillögurnar voru fyrst kynntar í Þjóðhagsráði.

„Hún gefur okkur svigrúm og tækifæri til að vinna raunhæfar áætlanir sem við getum svo, bæði ríki og sveitarfélög, fylgt eftir með mjög markvissum aðgerðum. Það er nefnilega þannig, og það kemur skýrt fram í þessari skýrslu frá starfshópnum, að við þurfum að byggja. Við þurfum að byggja meira. Það vantar í dag um 4.500 íbúðir á markaðinn og til viðbótar svo 35.000 íbúðir á næstu tíu árum,“ sagði Ágúst Bjarni.

„Það er ánægjulegt að Samband íslenskra sveitarfélaga ætli að fara að vinna rammasamning sem mun tryggja uppbyggingu 4.000 íbúða til næstu fimm ára og svo 3.500 íbúðir næstu fimm árin þar á eftir. Auðvitað er mestur þunginn hér á höfuðborgarsvæðinu og þurfa sveitarfélögin öll sem á þessu svæði eru að lyfta grettistaki og hefja kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir alla hópa,“ sagði Ágúst Bjarni að lokum.

Categories
Greinar

Rétt­lát skipting gjald­töku í fisk­eldi

Deila grein

02/06/2022

Rétt­lát skipting gjald­töku í fisk­eldi

Þingsályktunartillaga mín um endurskoðun á reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi liggur inni í háttvirtri atvinnuveganefnd þingsins. Þessi tillaga var einnig lögð fram í lok síðasta þings og rataði meginefni hennar inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem stendur að mótuð verði heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Tillagan snýr einfaldlega að því að sú endurskoðun feli í sér heildargreiningu á gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga af fiskeldi og tillögur að lagabreytingu sem skýra heimildir til töku gjalda til að standa undir nauðsynlegri þjónustu ríkis og sveitarfélaga af sjókvíaeldi.

KPMG tók saman í vetur fyrir samtök sjávarútvegsfyrirtækja greiningu á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi. Þar má sjá að þessar greinar skila þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum. Í greiningunni má líka sjá að skipting tekna á milli ríkis og sveitarfélaga er verulega skökk og hallar þar á sveitarfélögin. Hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi hefur verið 29% á árunum 2016-2020. Útflutningsverðmæti á eldislaxi jukust um 29% á milli ára og fór vægi hans í 70% útflutningsverðmætis eldisafurða á síðasta árinu. Nú er svo komið að útflutningur á eldislaxi skilar næst mestum verðmætum allra fisktegunda sem fluttar eru frá Íslandi. Á Vestfjörðum eru sveitarfélögin, sem hýsa starfsemina í vexti og sá vöxtur kallar á mikla innviðauppbyggingu.

Hraða þarf innviðauppbyggingu

Sveitarfélögin bera hitann og þungann af uppbyggingu innviða og því er það krafan að þau fái stærri hlut af gjaldtöku stjórnvalda. Matvælaráðherra hefur sett af stað vinnu þar sem raungera á stefnu stjórnvalda um að greina þjóðhagslegan ávinning fiskeldis sem og ávinning þeirra byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Í framhaldi þarf að skoða sérstaklega gjaldtöku af fiskeldi og skiptingu þeirra gjalda og vinna að stefnumótun í greininni. Þessi greining fer fram samhliða stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á sviði fiskeldis. Stefnt er að því að mat á stöðu og greining á áhrifum, ávinningi, samkeppnisstöðu og gjaldtöku liggi fyrir á sama tíma og niðurstaða Ríkisendurskoðunar.

Stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis

Ríkisendurskoðun hefur samþykkt beiðni matvælaráðherra að stofnunin muni framkvæma úttekt á stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og undirstofnana þess á sviði fiskeldis. Er ætlunin að úttektin nái yfir alla stjórnsýslu málaflokksins, allt frá undirbúningi löggjafar og setningu afleiddra reglna til eftirlits með starfsemi fyrirtækja í greininni. Áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar er í vinnslu, en áætlað er að niðurstaða hennar verði birt í opinberri skýrslu til Alþingis á haustmánuðum 2022.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á Vísir.is 2. júní 2022

Categories
Fréttir

Sterkari Framsókn – 108 sveitarstjórnarfulltrúar – sigurvegarar kosninganna

Deila grein

01/06/2022

Sterkari Framsókn – 108 sveitarstjórnarfulltrúar – sigurvegarar kosninganna

Við í Framsókn erum gríðarlega þakklát og auðmjúk yfir sigri okkar í sveitarstjórnarkosningunum. Við þökkum kjósendum kærlega fyrir stuðninginn og erum stolt af kosningabaráttunni. Er afar ánægjulegt að við skyldum ná að bæta eins mikið við fulltrúafjölda okkar í sveitarstjórnum um land allt.

Af B-listum Framsóknar voru kjörnir alls 69 sveitarstjórnarfulltrúar og hafa aldrei verið fleiri í annan tíma. Framsókn bætir við sig yfir landið allt af B-listum 23 sveitarstjórnarfulltrúum. Af blönduðum framboðum voru síðan kjörnir alls 38 sveitarstjórnfulltrúar, flokksbundnir í Framsókn. Þetta gerir samantekið alls 108 sveitarstjórnarfulltrúa um land allt.

Sigrarnir voru víðsvegar um landið

Stórsigur var í höfuðborginni Reykjavík þar sem Framsókn fékk 4 borgarfulltrúa kjörna og hefur aldrei átt fleiri fulltrúa i borgarstjórn. Framsókn fékk alls 11.227 atkvæði eða 18,73%.

  • Reykjavík – 11.227 atkv. 4 fulltrúar eða 18,73% – +15,56%

Á höfuðborgarsvæðinu öllu var fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa Framsóknar. Þar ber hæst stórsigur í Mosfellsbæ en þar fékk Framsókn 4 fulltrúa kjörna í bæjarstjórnina með 32,20% atkv. Það eru 12 ár frá því Framsókn átti síðast fulltrúa í bæjarstjórninni, kjörtímabilið 2006-2010. Í Kópavogi og í Hafnarfirði bætti Framsókn við einum bæjarfulltrúa í hvoru sveitarfélaganna. Í Garðabæ fékk B-listi Framsóknar á ný fulltrúa í bæjarstjórn, en síðast hlaut B-listi kjörna fulltrúa í kosningunum 2002, er kjörnir voru 2 bæjarfulltrúar með 26,64% atkv.

  • Kópavogur – 2.489 atkv. 2 fulltrúar eða 15,16% – +6,99%
  • Garðabær – 1.116 atkv. 1 fulltrúi eða 13,06% – +9,99%
  • Hafnarfjörður – 1.750 atkv. 2 fulltrúar eða 13,67% – +5,64%
  • Mosfellsbær – 1.811 atkv. 4 fulltrúar eða 32,2% – +29,26%

Í Norðvesturkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti Framsóknar í Borgarbyggð, en þar hlaut Framsókn 49,66% atkv. Á Akranesi var bæting og einn bæjarfulltrúi til, alls hlut Framsókn 35,63% atkv. og 3 sveitarstjórnarmenn. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi Blönduós og Húnavatshrepps fékk B-listinn 3 sveitarstjórnarfulltrúa eða 31,72% atkv.

  • Akranes – 1.208 atkv. 3 fulltrúar eða 35,63% – +13,84%
  • Borgarbyggð – 947 atkv. 5 fulltrúar eða 49,66% – +13,47%
  • Ísafjarðarbær – 473 atkv. 2 fulltrúar eða 24,39% – +1,96%
  • Húnaþing vestra – 217 atkv. 3 fulltrúar eða 34,61% – -20,1%
  • Blönduós/Húnavatnahreppur – 249 atkv. 3 fulltrúar eða 31,72% – +31.72%
  • Skagafjörður – 732 atkv. 3 fulltrúar eða 32,35% – -1.7%

Í Norðausturkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði, fékk 4 sveitarstjórnarfultrúa kjörna eða 50,67% atkv. Í Múlaþingi og í Fjarðabyggð bætti Framsókn við sig einum fulltrúa í hvoru sveitarfélaganna.

  • Dalvíkurbyggð – 240 atkv. 2 fulltrúar eða 23,51% – -19,4%
  • Akureyri – 1.550 atkv. 2 fulltrúar eða 17% – -0.53%
  • Norðurþing – 489 atkv. 3 fulltrúar eða 31,61% – +5,22%
  • Vopnafjörður – 190 atkv. 4 fulltrúar eða 50,67% – +13.35%
  • Fjarðabyggð – 695 atkv. 3 fulltrúar eða 30% – +6,41%
  • Múlaþing – 587 atkv. 3 fulltrúar eða 25,09% – +5,92%

Í Suðurkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti í Mýrdalshreppi, 3 sveitarstjórnarfulltrúar með 53,31% atkv. B-listi Framfarasinna í Ölfusi bauð nú fram að nýju og hlut 2 sveitarstjórnarfulltrúa með 30,46% atkv. Í Hveragerði fékk B-listinn 2 sveitarstjórnarfulltrúa kjörna með 27,54% atkv. Í Reykjanesbæ bættist við einn bæjarfulltrúi til, 3 sveitarstjórnarfulltrúar kjörnir með 22,64% atkv.

  • Hornafjörður – 381 atkv. 2 fulltrúar eða 31,67% – -24%
  • Mýrdalshreppur 193 atkv. 3 fulltrúar eða 53,31% – +53,31%
  • Rangárþing eystra 378 atkv. 3 fulltrúar eða 36,31% – -0,06%
  • Árborg 956 atkv. 2 fulltrúar eða 19,33% – +3,85%
  • Hveragerði 480 atkv. 2 fulltrúar eða 27,54% – +13%
  • Ölfus 381 atkv. 2 fulltrúar eða 30,46% – +30,46%
  • Grindavík 324 atkv. 1 fulltrúi eða 20,24 – +6,42%
  • Suðurnesjabær 304 atkv. 2 fulltrúar eða 18,88% – +2,38%
  • Reykjanesbær 1.536 atkv. 3 fulltrúar eða 22,64% – +8,72%
Categories
Greinar

Verðum að gera betur!

Deila grein

01/06/2022

Verðum að gera betur!

Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Dæmi eru um að lögregla hafi ekki haft heimild til að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar máls vegna þess að t.d. foreldri er ekki sjálft aðili að málinu. En núgildandi ákvæði sakamálalaga gera ekki ráð fyrir því að aðstandendur hafi formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu/ákæruvaldi og þar af leiðandi þröngur stakkur sniðinn við að komast til botns í því hvað varð þess valdandi að viðkomandi lést. Við höfum heyrt af því að foreldrar barna sem eru nýorðnir lögráða hafi verið haldið utan við rannsókn mála, fengið litlar sem engar upplýsingar þar sem réttarstaða þeirra sem aðstandandendur hins látna er ekki tryggð að þessu leiti í ákvæðum sakamálalaga eins og staðan er í dag. Í núgildandi lögum öðlast aðstandendur ekki formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu og hafa þar af leiðandi ekki mörg úrræði til að fylgjast með framgangi rannsóknar hjá lögreglu. Úrbóta er verulega þörf því hagsmunirnir eru veigamiklir fyrir eftirlifandi aðstandendur og með réttu ættu að fá að geta farið þess á leit við lögreglu að fá upplýsingar um rannsókn á andláti og framvindu hennar.

Breytingin sem beðið er eftir

Til umræðu á Alþingi hefur verið frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og fullnustu refsinga. Það frumvarp felur í sér tímamótabreytingar í þágu réttarstöðu brotaþola en ekki síður gefur lögreglu betri verkfæri í hendurnar til að vinna með. Þá á einnig sjá þá réttarbót sem kallað hefur verið eftir og þar eru að finna ákvæði sem bætir réttarstöðu aðstandenda í þeim tilvikum þar sem rannsókn lögreglu beinist að orsök andláts einstaklings.

Umrædd breyting felur í sér að aðstandanda er heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. Þessar breytingar varða t.d. aukna upplýsingaskyldu lögreglu til fyrirsvarsmanns og gefur lögreglu heimild til að veita réttargæslumanni aðgangi að gögnum.

Það er afar mikilvægt að þessi breyting verði á löggjöfinni og við gefum aðstandendum þá hugarró við erfiðar aðstæður og mikla sorg að geta verið upplýst um hvernig framvindur með rannsókn á andláti sinna nánustu. Nú þegar höfum við séð hávært ákall um að þessi breyting verði á okkar réttarkerfi til og það er mín einlæga von að við getum komið skikki á þau atriði sem að þessum málum snúa og lögregla geti betur starfað í þeim lagaramma sem gildir um þeirra störf. Ljóst er að núverandi löggjöf gerir lögreglu það afar torvelt að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar vegna andláts og því getur, eins og gefur að skilja, mjög erfið staða komið upp beggja vegna borðsins.

Við fengum ákall um breytingar, fylgjum ákallinu eftir og það er mín einlæga von að við sjáum þessa breytingu á löggjöfinni verða að veruleika án tafar! Við eigum að gera betur og átta okkur á mikilvægi þess að við uppfærum löggjöfina í takt við þróun samfélagsins. Við þurfum að læra að horfa og hlusta. Við þurfum að breytast!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er þingmaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 1. júní 2022

Categories
Fréttir

Íris fjarskiptastrengur

Deila grein

01/06/2022

Íris fjarskiptastrengur

Íris er búinn sex ljósleiðarapörum og mun hafa flutningsgetu uppá 132Tb/s. Með tilkomu strengsins mun fjarskiptaöryggi Íslands við Bretland og meginland Evrópu stóraukast eins og stjórnvöld hafa lagt áherslu á að koma í framkvæmd.

Í tilefni af upphafi lagningar Írisar fagnaði Farice tímamótunum með stuttri kynningu í Hafinu bláa við Eyrarbakkaveg, þaðan sem gott útsýni er til landtökusvæðisins. Viðstaddir kynninguna voru m.a. forsætisráðherra, ráðherrar fjarskipta og innviða, auk fulltrúa frá sveitafélaginu Ölfusi, SubCom, innlendum fyrirtækjum og samtökum, sem komið hafa að framgangi verkefnisins með einhverjum hætti, og fjölmargir aðrir aðilar í atvinnulífinu, sem eiga ríkra hagsmuna að gæta af enn öflugri og öruggari fjarskiptatengingum við Bretlandseyjar og meginland Evrópu.

Sigurður Ingi Jóhannssoninnviðaráðherra og formaður Framsóknar:

“Árið 2020 var ákveðið að ríkið myndi tryggja fjármögnun á lagningu ÍRIS fjarskiptastrengnum sem hafði verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Nú í dag þegar við horfðum á skipið sem leggur fjarskiptastrenginn þokast af stað frá Þorlákshöfn á leið sinni yfir hafið til Írlands fylltist ég stolti yfir því að hafa verið þátttakandi í þessu mikilvæga verkefni, fyrst sem fjarskiptaráðherra og nú sem innviðaráðherra. ÍRIS fjarskiptastrengurinn er ekki aðeins mikilvægur fyrir þjóðaröryggi landsins heldur veitir ÍRIS stór tækifæri fyrir öflugt atvinnuuppbyggingu á Íslandi.”

Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf Í Norðurþingi undirritað

Deila grein

01/06/2022

Meirihlutasamstarf Í Norðurþingi undirritað

B-listi Framsóknarflokks og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samning um meirihlutasamstarf í Norðurþingi. Þetta var tilkynnt fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar nú síðdegis.

Forseti sveitarstjórnar af B-lista og formaður byggðarráðs af D-lista

Forseti sveitarstjórnar verði úr röðum Framsóknarflokks og formaður byggðarráðs frá Sjálfstæðisflokki. Þá verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs fulltrúi af B lista og formaður fjölskylduráðs fulltrúi af D lista.

Fjölgun íbúa, grænir iðgarðar og aukin sjálfbærni  

Eitt af meginmarkmiðum nýs meirihluta er að íbúum Norðurþings fjölgi um 100 á kjörtímabilinu. Þá verði stutt við uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka og orka í Þingeyjarsýslum verði nýtt á grunni sjálfbærni. Nægt framboð verði af byggingarlóðum fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og málefni barna og ungmenna verði í öndvegi.

Ákveðið er að nýr sveitarstjóri Norðurþings verði ráðinn á faglegum forsendum.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í sveitarstjórnarkosningunum buðu fram listar Framsóknar og félagshyggju, Sjálfstæðisflokks, M-listi Samfélagsins, Samfylkingin og VG og óháðir.

Framsókn og félagshyggja hlaut 3 sveitarstjórnarmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 og tapaði einum, VG og óháðir 2 og bættu einum við sig, M-listi Samfélagsins 1 en það var nýtt framboð og Samfylkingin 1. Síðastur inn var annar maður VG og óháðra og vantaði Sjálfstæðisflokki 25 atkvæði til að fella hann, Framsóknarflokki vantaði 36 atkvæði og M-lista Samfélagsins 37 til þess sama.

Úrslit:

NorðurþingAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar og félagsh.48931.61%35.22%0
D-listi Sjálfstæðisflokks36923.85%2-6.26%-1
M-listi Samfélagsins22614.61%114.61%1
S-listi Samfylkingar20112.99%1-1.40%0
V-listi VG og óháðra26216.94%21.91%1
E-listi Listi samfélagsins-14.08%-1
Samtals gild atkvæði1,547100.00%90.00%0
Auðir seðlar523.23%
Ógild atkvæði90.56%
Samtals greidd atkvæði1,60871.28%
Kjósendur á kjörskrá2,256
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Hjálmar Bogi Hafliðason (B)489
2. Hafrún Olgeirsdóttir (D)369
3. Aldey Unnar Traustadóttir (V)262
4. Soffía Gísladóttir (B)245
5. Áki Hauksson (M)226
6. Benóný Valur Jakobsson (S)201
7. Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)185
8. Eiður Pétursson (B)163
9. Ingibjörg Benediktsdóttir (V)131
Næstir innvantar
Kristinn Jóhann Lund (D)25
Bylgja Steingrímsdóttir (B)36
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir (M)37
Rebekka Ásgeirsdóttir (S)62