Categories
Greinar

Það eru verkin sem tala

Deila grein

26/02/2020

Það eru verkin sem tala

Allt frá aldamótum hafa úttektir og skýrslur verið gerðar um starfs- og tæknimenntun í landinu, þar sem niðurstaðan er sú sama. Aðgerða er þörf, til að fjölga fólki á vinnumarkaði með færni sem samfélagið kallar eftir. Allar eru úttektirnar góðar og gagnlegar en duga ekki einar og sér. Verkin verða að tala.

Þörfin á að rækta tiltekna færni í samfélaginu er raunveruleg, því vöntun á henni hefur í för með sér háan samfélagslegan kostnað. Efnahags- og framfarastofnunin (e. OECD) segir þetta ójafnvægi leiða til minni framleiðni, sem á endanum bitnar á lífsgæðum í landinu. Stofnunin bendir líka á leiðir til úrbóta, þar sem menntakerfið gegnir lykilhlutverki.

Stjórnvöld hafa þegar gripið til margvíslegra aðgerða. Við höfum fjárfest ríkulega í framhaldsskólamenntun og gjörbreytt rekstrarforsendum starfsmenntaskólanna, sem hafa nú meiri burði til að fjárfesta í búnaði og tækjum til kennslu. Undirbúningur vegna fyrirhugaðra fjárfestinga í nýju húsnæði er á fleygiferð. Ásókn í starfs- og tækninám hefur þegar aukist, en það er mikilvægt að nýta meðbyrinn og ráðast í aðgerðir sem munu brúa færnibilið á vinnumarkaði. Einnig höfum við stuðlað að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og bent á samfélagslegt mikilvægi starfsins, gert áhugasömum auðveldara að sækja sér kennaramenntun og opnað fyrir flæði kennara milli skólastiga.

Margir eru um borð í bátnum sem rær á þessi mið; atvinnulífið, stjórnvöld, samtök starfs- og iðngreina, fulltrúar atvinnurekenda og skóla, svo nokkrir séu nefndir. Við höfum sett okkur skýr og sameiginleg markmið; að auka markvisst áhuga á starfs- og tæknimenntun, tryggja að ungt fólk kynnist þeim fjölbreyttu náms- og starfsmöguleikum sem bjóðast og ryðja úr vegi kerfishindrunum. Við ætlum jafnframt að bæta aðgengi fólks með tækni- og starfsmenntun að háskólamenntun.

Hver vegferð hefst með einu skrefi. Við höfum þegar tekið mörg og erum komin á fulla ferð.

Categories
Greinar

Betri vegir, fyrr

Deila grein

26/02/2020

Betri vegir, fyrr

Stórt stökk er tekið til að bæta umferðaröryggi sem birtist í samgönguáætlun sem ég lagði fram á Alþingi í byrjun desember. Þar eru settar fram tillögur um að flýta samgönguframkvæmdum upp á 214 milljarða króna. Fjármagn til vegaframkvæmda mun aukast um fjóra milljarða króna hvert ár næstu fimm árin. Fjármagn til viðhalds og þjónustu mun aukast um milljarð á ári næstu 15 árin.

Ríkisstjórnin er sammála um að örvun hagkerfisins er sjaldan eins nauðsynleg og nú þegar tekjur ríkisins eru fallandi og atvinnuleysi fer vaxandi. Mikilvægt er að forgangur innviðafjárfestinga mæti uppsafnaðri fjárfestingaþörf, auki framleiðni og séu þjóðhagslega arðbærar. Reiknað hefur verið að hvert og eitt alvarlegt umferðarslys kosti kringum 90 milljónir króna, slys með minni meiðslum um 30 milljónir og að samfélagslegur kostnaður vegna banaslysa sé yfir 600 milljónir króna. Ofan á þetta bætist hinn mannlegi harmleikur sem slysin hafa í

Hver króna sem flýtir samgönguframkvæmdum skilar sér margfalt til baka í aukinni framleiðni. Með flýtingu samgönguframkvæmda verður tekið stórt skref í átt að núllsýn í umferðaröryggi. Með samstilltu átaki hefur tekist að fækka slysum á sjó, slíkt er einnig hægt í umferðinni. Þetta snýst um hugsun og skipulag, þar sem aðilar sameinast um að sætta sig ekki við að missa mannslíf. Sú sýn er þegar orðuð í umferðaröryggisáætlun og í samgönguáætlun sem ég hef lagt fram tvisvar sinnum til að flýta framkvæmdum. Það skiptir sköpum fyrir umferðaröryggi að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu þjóðvegum og stofnbrautum. Það verða mikilvægustu öryggisaðgerðir sem við höfum ráðist í hér á landi í seinni tíð.

Á landsbyggðinni er framkvæmdum flýtt um 125 milljarða sem allar miða að því að bæta umferðaröryggi. Þær stærstu eru Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur (Kjalarnes), Suðurlandsvegur, brú yfir Ölfusá, jarðgangaframkvæmdir á Austfjörðum og Vestfjörðum. Samstillt átak allra aðila þarf til að útrýma banaslysum og alvarlegum slysum sem byggist á veginum, ökutækinu og ökumanni. Umferðaröryggi er þjóðhagslega arðbært.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Góð þjónusta í Hafnarfirði

Deila grein

07/02/2020

Góð þjónusta í Hafnarfirði

Gallup framkvæmir árlega þjónustukönnun meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins og á fundi bæjarráðs í Hafnarfirði nú í lok janúar var farið yfir niðurstöður síðasta árs. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu gleðilegar fyrir okkur, en ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu leikskóla og þjónustu við fatlað fólk hefur ekki mælst hærri frá upphafi mælinga. Aðrir þættir ná einnig hæsta gildi og eru níu af hverjum tíu íbúum ánægðir með bæinn sinn.

Við höfum talað mikið fyrir aukinni áherslu á barnafjölskyldur í Hafnarfirði og höfum sýnt það í verki með mjög afgerandi hætti í formi verkefna og aðgerða sem innleidd hafa verið undanfarið ár. Markvisst höfum við t.a.m. bætt aðstæður og lækkað álögur á barnafjölskyldur með því að stórauka systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiða nýja á skólamáltíðir grunnskólabarna, hætt gjaldtöku á ungmenni í sund, byggt skynsamlega upp íþróttamannvirki og hækkað frístundastyrki svo fátt eitt sé nefnt. Rík áhersla hefur jafnframt verið á fjölgun félagslegs húsnæðis og byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Öflugt og traust atvinnulíf er hverju samfélagi mikilvægt og árið 2018 steig núverandi meirihluti stórt skref þegar tekin var ákvörðun um að lækka álagningastuðul fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði úr 1,57% í 1,40%. Var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi og traust umhverfi.

Líkt og sjá má hefur rík áhersla hefur verið lögð á innleiða og framkvæma í öllum málaflokkum og virðist það skila sér beint í mælingar. Það á bæði við um þá sem nýta sér þjónustuna og þeirra sem leggja mat á hana út frá tilfinningu og umtali í bæjarfélaginu. Þessar niðurstöður þjónustukönnunar Gallup gefa okkur því nokkuð góða mynd af ánægju íbúa og eru um leið mikilvæg hvatning til okkar um að gera enn betur á næstu misserum og árum. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði.

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Táknmál er opinbert mál

Deila grein

06/02/2020

Táknmál er opinbert mál

Nú í fe­brú­ar fagn­ar Fé­lag heyrn­ar­lausra 60 ára af­mæli. Fé­lagið er bar­áttu- og hags­muna­fé­lag sem veit­ir hvers kon­ar ráðgjöf og álit er snúa að mál­efn­um heyrn­ar­lausra. Menn­ing og saga heyrn­ar­lausra er stór­brot­in og saga mik­ill­ar bar­áttu fyr­ir til­veru­rétti sín­um. En heyrn­ar­laus­ir eru málm­inni­hluta­hóp­ur með merki­lega sögu og ríka menn­ingu en þurfa því miður að reiða sig mikið á túlka í sín­um sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu þar sem þeirra tungu­mál er lítt þekkt í ís­lensku sam­fé­lagi.

Bar­áttu­saga þeirra er merki­leg og hreint ótrú­leg og bar­átt­an fyr­ir tungu­máli þeirra hef­ur ekki verið áfalla­laus í gegn­um tíðina. Í ára­tugi var tákn­málið bannað og það var ekki fyrr en árið 1980 að það var leyft aft­ur. Árið 2011 var tákn­málið lög­leitt sem fyrsta mál heyrn­ar­lausra, heyrn­ar­skertra og dauf­blindra og aðstand­enda þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tján­ing­ar og sam­skipta. Þar með skuld­bundu stjórn­völd sig til að hlúa að því og styðja. Þarna var mik­il­væg­um áfanga náð.

Mörg bar­áttu­mál

Þó þess­um áfangi sé náð eru bar­áttu­mál­in mörg. Þrátt fyr­ir að tákn­málið sé op­in­bert mál hér á landi er lít­il sem eng­in fræðsla eða kennsla í skól­um lands­ins. Lítið sem ekk­ert er gert til að kynna og kenna ís­lenskt tákn­mál sem og menn­ingu og sögu heyrn­ar­lausra fyr­ir nem­end­um en það er með þetta eins og svo margt annað að með því að auka fræðslu í sam­fé­lag­inu myndu for­dóm­ar minnka og auk­inn skiln­ing­ur yrði á þörf­um ná­ung­ans. Textun og túlk­un á sjón­varps­efni er gríðarlega ábóta­vant í ís­lensku sam­fé­lagi. En það myndi koma mjög mörg­um til góða ef þessi ein­falda þjón­usta stæði til boða bæði heyrn­ar­laus­um og heyrn­ar­skert­um börn­um sem og öðrum (svo sem inn­flytj­end­um, börn­um sem eru að læra staf­setn­ingu og fleir­um). Þeir sem lifa ekki og hrær­ast í ná­lægð við döff sam­fé­lagið þekkja sjaldn­ast þetta stór­kost­lega ís­lenska mál sem á er­indi við alla, vegna þess hversu skemmti­legt og opið það er. Þess vegna eru heyrn­ar­laus­ir háðir túlkaþjón­ustu í sínu hvers­dags­lega lífi.

Tákn­mál er ekki einka­mál

Tákn­mál er ekki einka­mál heyrn­ar­lausra, held­ur er það tungu­mál stórs hóps og op­in­bert mál hér á landi og ætti auðvitað að vera gert hærra und­ir höfði held­ur en nú er gert. Öll op­in­ber þjón­usta ætti að huga bet­ur að þessu.

Ég vil nota tæki­færið og færa Fé­lagi heyrn­ar­lausra árnaðarósk­ir í til­efni þess­ara tíma­móta og þakka þeim þeirra bar­áttu fyr­ir rétt­ind­um þessa málm­inni­hluta­hóps.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Categories
Fréttir

Gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla!

Deila grein

06/02/2020

Gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla!

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Hafnarfjarðarbær sé að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi svo að breikka megi Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Áætlað er að flýta framkvæmdum, frá áætlaðri samgönguáætlun, náist lending í þessa veru og að athafnasvæði álversins í Straumsvík.

„Takk – þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla.“

Aðilar eru sammála um að vinna samkvæmt niðurstöðu nýlegrar skýrslu Vegargerðarinnar og Mannvits. Það þýðir að nú erum við að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi og að Reykjanesbrautin verði breikkuð í núverandi vegstæði. Um leið þarf að treysta athafnasvæði álversins. Ráðherra hefur sagt; náist þessi lending muni hann beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt og að þær fari á fyrsta tímabil samgönguáætlunar. Takk – þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla.

Categories
Greinar

Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Deila grein

06/02/2020

Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Mik­il­vægt er að fram­kvæmd­um við tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar, frá gatna­mót­un­um við Krýsu­vík að Hvassa­hrauni, ljúki hið fyrsta. Á sín­um tíma, þegar uppi voru áform um stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík, keypti ál­verið land und­ir þá stækk­un og á því landi ligg­ur Reykja­nes­braut­in í dag. Sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi átti Reykja­nes­braut­in því að fær­ast frá ál­ver­inu um leið og ál­verið þyrfti lóðina til stækk­un­ar. Þau áform um stækk­un voru naum­lega felld í íbúa­kosn­ingu árið 2007 og ekk­ert hef­ur því orðið af til­færslu braut­ar­inn­ar.

Fram­kvæmd­um flýtt

Ný­leg skýrsla Vega­gerðar­inn­ar og Mann­vits sýndi að hag­kvæm­ast er að breikka Reykja­nes­braut­ina í nú­ver­andi veg­stæði í stað þess að færa hana líkt og gild­andi aðal­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Góð og lausnamiðuð sam­töl hafa verið við Sig­urð Inga Jó­hanns­son sam­gönguráðherra og full­trúa Vega­gerðar­inn­ar og ál­vers­ins í Straums­vík. Samstaða og skiln­ing­ur er á milli aðila um að vinna í sam­ræmi við þær for­send­ur sem fram koma í skýrsl­unni, ásamt því – og um leið – að treysta at­hafna­svæði ál­vers­ins til framtíðar. Þetta hef­ur gefið okk­ur raun­hæf­ar vænt­ing­ar, líkt og ráðherra hef­ur boðað, um að fram­kvæmd­um á þess­um veg­kafla verði flýtt um nokk­ur ár og kom­ist inn á fyrsta tíma­bil sam­göngu­áætlun­ar. Um­ferðarör­yggi er mál­efni sem snert­ir okk­ur öll og eru þetta því mik­il gleðitíðindi fyr­ir okk­ur Hafn­f­irðinga og lands­menn alla. Í ljósi þessa og í sam­ræmi við það sem fram kem­ur í skýrsl­unni og eft­ir sam­ráð við full­trúa ál­vers­ins í Straums­vík er nú haf­in vinna við breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar og mun bæj­ar­fé­lagið, eðli máls­ins sam­kvæmt, vera í sam­starfi við fyr­ir­tækið í allri þeirri vinnu.

Óboðleg­ur mál­flutn­ing­ur um ál­verið

Öflugt at­vinnu­líf er hverju sam­fé­lagi mik­il­vægt og höf­um við lagt ríka áherslu á að skapa fyr­ir­tækj­um í bæn­um aðlaðandi og traust um­hverfi. Slíkt hef­ur gefið okk­ur mögu­leika á að fjár­festa í innviðum og létta und­ir með íbú­um bæj­ar­fé­lags­ins. Ný­verið sagði Tóm­as Guðbjarts­son lækn­ir ál­verið í Straums­vík vera dauðvona og á líkn­andi meðferð. Það er dap­ur­legt að skynja þau viðhorf sem fram koma í um­mæl­um lækn­is­ins til þessa stóra vinnustaðar í land­inu og þeirra ein­stak­linga sem þar starfa. Í ál­ver­inu í Straums­vík starfa um 400 starfs­menn með ólíka mennt­un og reynslu, ásamt því að ál­verið er einn stærsti út­flytj­andi vara frá Íslandi. Það gef­ur því auga­leið að fyr­ir­tækið er sam­fé­lag­inu mik­il­vægt og er eitt af okk­ar góðu og traustu fyr­ir­tækj­um. Mál­flutn­ing­ur sem þessi er því óá­sætt­an­leg­ur og í raun með öllu óboðleg­ur.

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæj­ar­ráðs í Hafnar­f­irði. ag­ustg@hafn­ar­fjor­d­ur.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Vísindi fólksins í landinu

Deila grein

06/02/2020

Vísindi fólksins í landinu

Hug­mynda­fræði lýðvís­inda bygg­ist á sjálfsprottn­um áhuga al­menn­ings á að taka þátt í vís­ind­um, oft­ast í sjálf­boðaliðastarfi. Hug­takið er til­tölu­lega nýtt af nál­inni en lýðvís­indi á Íslandi hafa nú þegar skilað miklu til rann­sókna. Gott dæmi um slíkt sam­starf vís­inda­manna og al­menn­ings er starf­semi Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands. Þetta sam­starf hef­ur notið verðugr­ar at­hygli og eflt jökla­rann­sókn­ir á Íslandi. Sjálf­boðaliðar á veg­um fé­lags­ins hafa stundað mæl­ing­ar á hopi og framskriði jökla frá miðri síðustu öld, og þannig safnað mik­il­væg­um gögn­um um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ís­lenska jökla um ára­tuga skeið.

Auk þess má nefna mörg dæmi um frjáls fé­laga­sam­tök og fé­lög aðstand­enda sjúk­linga sem hafa lagt mikið af mörk­um til vís­inda með því að safna fé og hvetja til umræðu um al­genga jafnt sem sjald­gæfa sjúk­dóma og þannig stutt dyggi­lega við og hvatt til rann­sókna á þeim. Vís­inda- og tækni­ráð hef­ur í stefnu sinni jafn­framt lagt sterka áherslu á opin vís­indi og miðlun vís­inda­legra gagna og niðurstaðna til sam­fé­lags­ins. Þess má einnig geta að ný stefna ráðsins er nú í smíðum og mun birt­ast á vor­mánuðum. Þar er miðlun vís­inda­starfs og þátt­taka al­menn­ings í vís­inda­starfi eitt af leiðandi stef­um stefn­unn­ar.

Það er hlut­verk okk­ar sem störf­um á þess­um vett­vangi, hvort sem það er við stefnu­mót­un um vís­inda­mál eða fram­kvæmd rann­sókna, að virkja og efla þekk­ingu al­menn­ings á vís­inda­starfi og hvetja til sam­tals milli vís­inda­manna og borg­ar­anna. Ég tel einnig mik­il­vægt að auka sýni­leika lýðvís­inda í vís­indaum­ræðunni og hvetja til þátt­töku al­menn­ings í vís­inda­starfi í breiðasta skiln­ingi þess orðs.

Ísland stend­ur jafn­framt framar­lega í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi og hafa stjórn­völd lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda enn frek­ar ásamt því að auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Íslensk­ir vís­inda­menn og stofn­an­ir búa yfir dýr­mætri reynslu og þekk­ingu á fjöl­mörg­um sviðum. Það eru mikl­ir hags­mun­ir fólgn­ir í því fyr­ir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi tengdu norður­slóðum.

Rann­sókn­ir, vís­indi og hag­nýt­ing hug­vits eru for­send­ur fjöl­breytts at­vinnu­lífs, vel­ferðar og styrkr­ar sam­keppn­is­stöðu þjóða. Á tím­um fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar og lofts­lags­breyt­inga verða lýðvís­indi þjóðum sí­fellt mik­il­væg­ari. Þau hvetja til læsis á vís­inda­leg­um upp­lýs­ing­um, þjálfa gagn­rýna hugs­un og færa vís­ind­in til fólks­ins í land­inu. Einnig geta lýðvís­indi vakið áhuga unga fólks­ins okk­ar á vís­ind­um og starfs­frama inn­an þeirra. Síðast en ekki síst eru lýðvís­indi mik­il­væg í að auka færni vís­inda­manna í að miðla upp­lýs­ing­um um rann­sókn­ir og niður­stöður þeirra til al­menn­ings og eins að hlusta á radd­ir hins al­menna borg­ara um áhersl­ur í vís­inda­starfi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Categories
Fréttir

Fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna – ætlað að styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi vegna matvælaöryggis og vernd búfjárstofna

Deila grein

05/02/2020

Fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna – ætlað að styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi vegna matvælaöryggis og vernd búfjárstofna

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir í yfirlýsingu í dag að það sé fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna að á koppinn sé kominn sjóður í samræmi við aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Þórarinn Ingi Pétursson og Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismenn Framsóknar, unnu ötullega að verkefninu í atvinnuveganefnd Alþingis s.l. vor. En stofnaður var í dag „Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður“ og hafa úthlutunarreglur sjóðsins verið birtar með formlegum hætti.
Tilgangur sjóðsins er að fjármagna verkefni undir formerkjum „Einnar heilsu“ (e. One Health) í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Sjóðurinn mun, meðal annars, styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi, auk þess að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri. Sjóðurinn er settur á laggirnar í samræmi við aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna og sameiginlegt átak ráðherranna um að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.
Í greininni „matvælalöggjöf“ eftir Þórarinn Inga og Höllu Signý í Bændablaðinu frá því í sumar segir m.a.:

„Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag.
Undir þetta taka fjölmargir sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Við afgreiðslu lagabreytinga um innflutning ferskra matvæla náðist góð samvinna í atvinnuveganefnd sem skilaði niðurstöðu sem rímar vel við landbúnaðarkafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Þar segir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum en auk þess boðar ríkisstjórnin metnaðarfull áform í loftslagsmálum.“

Categories
Fréttir

Tvímælalaust hvatning fyrir mikilvæga starfsemi – ávinningur af starfi þriðja geirans til almannaheilla getur styrkt samfélagið allt

Deila grein

05/02/2020

Tvímælalaust hvatning fyrir mikilvæga starfsemi – ávinningur af starfi þriðja geirans til almannaheilla getur styrkt samfélagið allt

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, fór yfir, í störfum þingsins á Alþingi í gær, starf starfshóps er Willum Þór Þórsson, alþingismaður, leiddi um skattumhverfi almannaheillastarfsemi sem fellur undir þriðja geirann. Starfshópurinn skilaði af sér nýlega tillögu til ríkisstjórnarinnar.
„Þar er átt við starfsemi sem fellur hvorki undir einkageirann né opinbera geirann, svo sem eins og starfsemi íþróttafélaga, björgunarsveita, góðgerðarfélaga og mannúðarsamtaka.“

„Starfshópurinn leggur áherslu á aukna skattalega hvata til að efla starfsemi þessara aðila með því að útvíkka núverandi hvata og lögfesta nýja. Meðal nýmæla eru tillögur um:

  • hvata til einstaklinga til að styrkja félög,
  • fjárstuðning á móti útlögðum kostnaði vegna viðhalds eða endurbóta á mannvirkjum undir starfsemi til almannaheilla, og
  • niðurfellingu á fjármagnstekjuskatti aðila sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla.“

„Þá er lögð áhersla á að almannaheillafélagaskrá verði komið á, eins og raunar er lagt til í frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir Alþingi, og lagðar eru til breytingar á:

  • erfðafjárskatti,
  • fasteignaskatti,
  • fjármagnstekjuskatti,
  • stimpilgjaldi,
  • tekjuskatti og
  • virðisaukaskatti.“

„Leitað er fyrirmynda í nágrannalöndunum og tillögur hópsins eru greinilega vel ígrundaðar og vandaðar. Þær munu styrkja rekstrarleg skilyrði almannaheillastarfsemi og færa starfsskilyrði nær nágrannaríkjum okkar.
Ég hef væntingar til þess að ríkisstjórnin fylgi tillögunum eftir og ég legg áherslu á að við fáum frumvörp til þingsins sem allra fyrst til að tryggja nauðsynlegar lagabreytingar til að hrinda tillögunum í framkvæmd. Skýr umgjörð um starfið og skýrir hvatar geta tvímælalaust orðið hvatning fyrir mikilvæga starfsemi því að ávinningur af starfi þriðja geirans til almannaheilla getur styrkt samfélagið allt og haft mikil áhrif á samfélagsþróun í smáum og stórum byggðum um land allt. Á síðustu vikum höfum við einmitt upplifað hvað bjargir samfélaganna sem liggja í almannaheillasamtökunum eru mikilvægar,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Skattalegt umhverfi þriðja geirans – tillögur um ívilnun

Deila grein

05/02/2020

Skattalegt umhverfi þriðja geirans – tillögur um ívilnun

Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, stýrði starfshópi um skattalegt umhverfi þriðja geirans sem m.a. snýr að íþróttafélögum, björgunarsveitum, góðgerðarfélögum og mannúðarsamtökum. Markmið vinnu starfshópsins var að leggja fram tillögur til að styrkja skattalegt umhverfi þriðja geirans og hefur starfshópurinn skilað af sér skýrslu til ríkisstjórnarinnar.
Einkum var horft til þess í vinnu starfhópsins að finna leiðir til þess að auka skattalega hvata gefenda til lögaðila sem starfa að almannaheillum, styrkja starfsemi þeirra lögaðila sem starfa að almannaheillum með skattalegum ívilnunum og efla og styrkja skattalega umgjörð og skráningu slíkra lögaðila hjá Skattinum, m.a. með skráningu í almannaheillafélagaskrá.
Alþjóðlegur samanburður leiddi í ljós að víðast hvar í nágrannaríkjum okkar væru skattalegir hvatar víðtækari fyrir gefendur vegna fjárframlaga eða annarra framlaga til slíkrar starfsemi. Auk þess væru slíkir hvatar víðtækari fyrir þiggjendur slíkra framlaga. Var það mat starfshópsins að tækifæri væru til þess að útvíkka skattalega hvata, annars vegar fyrir gefendur og hins vegar fyrir þau félög sem teljast til almannaheilla.
Auk þess var það mat starfshópsins að rétt væri að nýir skattalegir hvatar yrðu lögfestir til að stuðla enn frekar að eflingu þeirrar mikilvægu starfsemi lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir þriðja geirann.
Með auknum skattalegum hvötum fyrir starfsemi til almannaheilla og framlaga til slíkrar starfsemi munu skattaleg og rekstrarleg skilyrði slíkrar starfsemi verða efld og færast nær skattalegum ívilnunum í nágrannaríkjum okkar.

Helstu tillögur starfshópsins:

Erfðafjárskattur. Að kannað verði hvort undanþága félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum frá greiðslu erfðafjárskatts af dánargjöfum geti tekið til lögaðila í öðrum félagaformum.
Fasteignaskattur. Að kannað verði að veita undanþágu, lækka eða fella niður fasteignaskatt hjá lögaðilum sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínu samkvæmt samþykktum sínum.
Fjármagnstekjuskattur. Að lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínum samkvæmt samþykktum sínum verði undanþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum.
Stimpilgjald. Að lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla verði undanþegnir, að öllu leyti eða að hluta, frá greiðslu stimpilgjalds af kaupsamningum sem þeir eru aðilar að.
Stuðningur vegna útlagðs byggingarkostnaðar. Að þeim lögaðilum sem starfa til almannaheilla og hlotið hafa staðfestingu frá Skattinum í kjölfar skráningar á almannaheillafélagaskrá verði veitt heimild til að óska eftir fjárstuðningi af útlögðum kostnaði upp að ákveðnu hámarki vegna byggingar, viðhalds eða endurbóta á mannvirki undir starfsemi til almannaheilla, að uppfylltum ítarlegum skilyrðum.
Tekjuskattur. Að ákvæði 2. tölul. 31. gr. tekjuskattslaga verði endurskoðað með tilliti til hlutfalls og gildissviðs heimils frádráttar frá tekjum af atvinnurekstri. Jafnframt verði einstaklingum gert heimilt að draga frá tekjum sínum sambærilegar gjafir og framlög upp að ákveðnu hámarki. Samhliða verði skoðað hvort ákjósanlegt sé að miða frádráttarheimild ákvæðisins við tiltekna fjárhæð og/eða ákveðið hlutfall af tekjum.
Virðisaukaskattur. Að undanþáguákvæði 5. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga er varðar góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað auk þess sem það verði útvíkkað þannig að undanþágan nái jafnframt til ráðstöfunar hagnaðar til almannaheilla en ekki aðeins til líknarmála. Þá er lagt til að þau tímamörk sem sett eru fyrir undanþágu góðgerðarstarfsemi samkvæmt ákvæðinu verði endurskoðuð.