Categories
Greinar

Takk Willum Þór

Deila grein

14/04/2025

Takk Willum Þór

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um, og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ nú kom­inn yfir 4.000, eða alls 4.312 nú í byrj­un apríl. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir sjö árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. Íbúum hef­ur því fjölgað um 912 manns á þess­um tíma, sem sam­svar­ar rúm­lega 26,8% fjölg­un.

Upp­bygg­ing í heil­brigðismál­um á Íslandi hef­ur verið tölu­verð á und­an­förn­um árum.

Fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­son, lagði mikla vinnu í þau mik­il­vægu verk­efni sem hon­um voru fal­in og sýndi mikla vinnu­semi á þeim tíma sem hann gegndi embætt­inu.

Heil­brigðisþjón­usta í heima­byggð að raun­ger­ast

Bæj­ar­yf­ir­völd í Suður­nesja­bæ hafa lengi kallað eft­ir því að heilsu­gæsluþjón­usta verði veitt í sveit­ar­fé­lag­inu. Við bæj­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ hóf­um taf­ar­laust sam­töl við þing­menn okk­ar í Suður­kjör­dæmi og heil­brigðisráðherra eft­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022, enda var þetta eitt af helstu áherslu­mál­um okk­ar – að tryggja heil­brigðisþjón­ustu í heima­byggð.

Eft­ir góð og grein­argóð sam­töl við þing­menn Fram­sókn­ar í Suður­kjör­dæmi og Will­um Þór Þórs­son, þáver­andi heil­brigðisráðherra, var skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu þann 30. ág­úst 2024 um að opna skyldi heilsu­gæslu­stöð í Suður­nesja­bæ.

Mark­mið verk­efn­is­ins er skýrt

Mark­miðið er að bæta aðgengi að heilsu­gæslu í sveit­ar­fé­lag­inu, færa þjón­ust­una nær íbú­um og styrkja þannig þjón­ustu við fólk í heima­byggð. Á starfs­stöðinni verður boðið upp á al­menna heilsu­gæslu á ákveðnum tím­um og fell­ur þetta fyr­ir­komu­lag vel að áhersl­um stjórn­valda um jafnt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu – óháð bú­setu.

Það er því sér­stak­lega ánægju­legt að sjá þetta mik­il­væga rétt­læt­is­mál raun­ger­ast, þetta mikla bar­áttu­mál okk­ar í Fram­sókn.

Opn­un er áætluð í maí 2025, í sam­ræmi við vilja­yf­ir­lýs­ingu ráðherra, þar sem fram kom að þjón­ust­an skyldi hefjast ekki síðar en 1. maí 2025.

Með mikl­um sam­taka­mætti og sam­vinnu­hug­sjón að leiðarljósi er þessi mik­il­væga þjón­usta nú að verða að veru­leika – heil­brigðisþjón­usta fyr­ir íbúa í heima­byggð.

Stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins um heil­brigðismál und­ir­strik­ar þetta vel: „Heil­brigðis­kerfið er horn­steinn sam­fé­lags­ins og bygg­ir und­ir hag­sæld þjóðar­inn­ar. Heil­brigðis­kerfið bygg­ir á fé­lags­leg­um grunni þar sem hið op­in­bera trygg­ir lands­mönn­um jafnt aðgengi að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu. Fram­sókn legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að standa vörð um heil­brigðis­kerfið og um­fram allt tryggja jafnt og tím­an­legt aðgengi að öfl­ugri heil­brigðisþjón­ustu, óháð efna­hag og bú­setu.“

Ég leit við í hús­næðið á dög­un­um og þar er allt á fullu og fram­kvæmd­ir ganga vel og áætl­un stefnt er á opn­un núna í maí.

Takk fyr­ir sam­starfið í þessu mik­il­væga verk­efni Will­um Þór Þórs­son.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. apríl 2025.

Categories
Fréttir

Framsókn krefst svara fyrir niðurskurð í framhaldsskólum

Deila grein

11/04/2025

Framsókn krefst svara fyrir niðurskurð í framhaldsskólum

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar, kallar eftir því að mennta- og barnamálaráðherra útskýri fyrirhugaðan niðurskurð á framhaldsskólastiginu. Hún lagði fram beiðni á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis að ráðherra mætti tafarlaust á fund nefndarinnar – en beiðninni var hafnað.

„Tillögur hagræðingarhóps stjórnvalda fela í sér breytingar sem gætu raskað starfsemi framhaldsskóla verulega ef þær eru innleiddar án samráðs og stuðnings,“ segir Ingibjörg.

Samkvæmt áætlunum fjölgar nemendum um tæplega 650 næstu tvö ár – sem samsvarar einum meðalstórum skóla. Þetta gerist á sama tíma og skerðing framlaga stendur fyrir dyrum, þrátt fyrir auknar kröfur um kennslu í íslensku, einstaklingsmiðaðan stuðning og aðlögun nemenda.

Ég óskaði eftir því í morgun á fundi Allsherjar – og menntamálanefndar að mennta- og barnamálaráðherra myndi mæti á fund…

Posted by Ingibjörg Isaksen on Fimmtudagur, 10. apríl 2025

***

Minnisblað

– Niðurskurður á framhaldsskólastiginu í fjármálaáætlun 2026–2030

Helstu niðurstöður úr fjármálaáætlun
  • Gert er ráð fyrir niðurskurði upp á 2,5 milljarða kr. á tímabilinu 2026–2030.
  • Þetta samsvarar meira en 5% samdrætti í fjárframlögum til framhaldsskólanna, miðað við núverandi útgjöld.
  • Á sama tíma er gert ráð fyrir fjölgun nemenda – um 650 nemendur á næstu tveimur árum – auk aukins kostnaðar við verknám og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp.

Gagnrýni og áhyggjur
  • Félag framhaldsskólakennara hefur lýst yfir miklum áhyggjum og telur að niðurskurðurinn geti haft áhrif á:
    • gæði kennslu
    • framboð námsleiða og valfaga
    • starfsskilyrði kennara
    • aðgengi að sértækum úrræðum fyrir nemendur með sérþarfir
  • Stefán Vagn Stefánsson alþingismaður hefur bent á alvarlegan skort á markmiðum og mælikvörðum í fjármálaáætluninni, sem brýtur gegn lögum um opinber fjármál.

Viðbótarathuganir og samhengi
Samanburður við önnur skólastig
  • Nauðsynlegt er að meta hvort sambærilegur niðurskurður sé fyrirhugaður í grunn- og háskólastigi – ef ekki, þarf að skýra hvers vegna framhaldsskólar dragast sérstaklega saman.
Áhrif á framtíðarmöguleika
  • Gæti dregið úr möguleikum nemenda til að velja fjölbreyttar námsleiðir, sérstaklega í verknámi.
  • Aukið brottfall eða lakari námsárangur til lengri tíma, sem getur haft áhrif á atvinnulíf og samfélag.
Starfsskilyrði kennara
  • Hætta á auknu álagi, fækkun starfa og minni sveigjanleika í skipulagi náms.

***

Categories
Fréttir

Gjaldtaka fyrir nýtingu á heitu vatni

Deila grein

11/04/2025

Gjaldtaka fyrir nýtingu á heitu vatni

Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður, ræddi Alþingi um deilur ríkisins og Landsvirkjunar varðandi rentu fyrir nýtingu auðlinda vatns og vinds í tilfelli Hvammsvirkjunar og Búrfellslundar. Hún spurði í óundirbúnum fyrirspurnum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um gjaldtöku fyrir nýtingu á heitu vatni.

Halla Hrund benti á að heita vatnið hefur að ákveðnu leyti verið undanskilið í umræðunni um auðlindagjaldtöku. Hún spurði ráðherra hvernig gjaldtöku fyrir nýtingu á heitu vatni verði háttað, sérstaklega á þjóðlendum og ríkisjörðum.

„Hver er sýn ráðherra þegar kemur að gjaldtöku fyrir nýtingu á heitu vatni, ekki síst á þjóðlendum sem eru um 40% af landinu okkar og þeim hundruðum ríkisjarða sem við eigum?“ spurði Halla Hrund.

Hún vísaði til uppbyggingar baðlóna sem nota töluvert magn af heitu vatni og spurði hvort sömu lögmál gildi um rentu fyrir heita vatnið og í tilfelli vatnsafls og vindorku.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra svaraði að gjaldtakan fyrir heita vatnið heyri undir fleiri ráðherra og kalli á samhæfða stefnu þvert á ríkisstjórn. Ráðherra viðurkenndi að skýr, heildstæð sýn á gjaldtöku fyrir heita vatnið vanti enn og að stefnumótunarvinna sé nauðsynleg. Hann benti á að í stjórnarsáttmála sé kveðið á um mótun heildrænnar auðlindastefnu á þessu kjörtímabili.

Halla Hrund hvatti ráðherra í andsvari til að horfa á heita vatnið í heildarsamhengi. Hún benti á mikilvægi skýrleika fyrir fjárfesta, sveitarfélög og almenning. Hún spurði einnig um rentu af jarðefnanýtingu og benti á að ásókn í jarðefni sé að aukast á heimsvísu. Ráðherra svaraði að skýr lagarammi um jarðefnanýtingu vanti og að það sé nauðsynlegt að horfa til lagaumgjarðarinnar í heildstæðri auðlindastefnuvinnu.

Categories
Fréttir

Aukið álag á lögregluna

Deila grein

10/04/2025

Aukið álag á lögregluna

Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins um áhyggjur sínar vegna stöðu lögreglunnar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hann benti á að verkefni lögreglunnar hafi breyst verulega á síðustu árum með aukinni hörku, ofbeldi og flóknari málum.

Trygging öryggis lögreglumanna

Stefán Vagn lagði áherslu á að öryggi lögreglumanna þurfi að vera tryggt og að lögreglan fái nægilegt fjármagn og mannafla til að sinna sínum verkefnum.

Álag og hætta á brotthvarfi

„Í samtölum við lögregluna er ljóst að við núverandi ástand verður ekki unað öllu lengur enda eykur þetta aukna álag á starfsmenn lögreglunnar, sem þeir finna fyrir á hverjum degi, hættu á brotthvarfi úr starfi, kulnun og óöryggi í vinnunni þar sem óvíst er hvenær liðsauki berst í þeim málum sem eru þess eðlis að þess sé þörf.“

Nýjar lausnir og endurskoðun inntökukerfis

Stefán Vagn kallaði eftir því að horfa út fyrir kassann og skoða nýjar lausnir, þar á meðal að endurskoða inntökukerfi í lögreglunám og gefa ómenntuðum lögreglumönnum tækifæri til að mennta sig.

Framtíðarsýn fyrir lögregluna

Stefán Vagn lagði áherslu á mikilvægi þess að tryggja öryggi lögreglumanna og bæta starfsumhverfi þeirra til að mæta auknum kröfum og verkefnum. Hann hvatti til þess að leita lausna til framtíðar til að bæta stöðu lögreglunnar.

Ræða Stefáns Vagns í heild sinni á Alþingi:

Categories
Fréttir

Ofbeldi gegn börnum í brennidepli á Alþingi

Deila grein

10/04/2025

Ofbeldi gegn börnum í brennidepli á Alþingi

Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður, ræddi um alvarlegt ástand kynferðisofbeldis gegn börnum á í störfum þingsins á Alþingi. Hún benti á átakið „Ég lofa“ sem Barnaheill hefur staðið fyrir, þar sem kynferðisofbeldi gegn börnum er sérstaklega tekið fyrir.

Sláandi tölur

Samkvæmt nýjustu rannsóknum frá 2024, sem Barnaheill hefur tekið saman, eru tölurnar sláandi. Um 700 börn í 8.-10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu jafnaldra og 250 börn af hálfu fullorðinna. Innan við helmingur þessara barna hefur sagt frá ofbeldinu.

Áhrif á stúlkur í 10. bekk

Halla Hrund lagði áherslu á að yfir 50% stelpna í 10. bekk hafa verið beðnar um að senda nektarmyndir og fengið óumbeðið klámfengið efni sent til sín. „Mörg mál eru tilkynnt til lögreglu en þó langt í frá stór hluti þeirra, um tvö á viku eða 126 á árinu 2024.“

Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá 2023 voru 52,1% þeirra sem leituðu til samtakanna á barnsaldri þegar ofbeldið átti sér stað og 27,4% undir tíu ára.

Kallað eftir aukinni fræðslu

Halla Hrund kallaði eftir aukinni fræðslu og umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta er einfaldlega hræðileg staða. Hvert og eitt barn sem verður fyrir slíku ofbeldi glímir við afleiðingarnar út ævina og það er okkar skylda að tala meira um þetta og efla fræðslu.“ 

Hún skoraði á þingmenn og ráðherra málaflokksins að setja þetta mál á oddinn og tryggja að börn fái þá vernd sem þau eiga rétt á.

Ræða Höllu Hrundar í heild sinni á Alþingi:

Categories
Greinar

Ofþétting byggðar í Breið­holti?

Deila grein

10/04/2025

Ofþétting byggðar í Breið­holti?

Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið.

Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna – og er þó ansi þétt setinn bekkurinn.

Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er – og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja – heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði.

Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta.

Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir.

Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana.

Þorvaldur Daníelsson, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. apríl 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Aldrei fleiri klárað iðnnám

Deila grein

10/04/2025

Aldrei fleiri klárað iðnnám

Braut­skrán­ing­um úr iðnnámi hjá ein­stak­ling­um yngri en 21 árs hef­ur fjölgað um 150% frá ár­inu 2016, sam­kvæmt töl­fræði Hag­stofu Íslands. Al­gjör straum­hvörf hafa orðið í áhuga á námi í iðngrein­um.

Eitt af áherslu­mál­um síðustu rík­is­stjórn­ar var að efla iðnnám á Íslandi, og því má með sanni segja að það hafi tek­ist í góðu sam­starfi við skóla­sam­fé­lagið, at­vinnu­lífið og sveit­ar­fé­lög­in. Mennta­stefna til árs­ins 2030 legg­ur sér­stak­an metnað í iðnnám og fram­kvæmda­áætl­un um stefn­una. Megin­á­stæða þess að ráðist var í metnaðarfulla stefnu­gerð og aðgerðir var sú staðreynd að mun færri sóttu iðnnám á Íslandi en í öðrum OECD-ríkj­um. Skýr vilji stjórn­valda stóð til þess að fleiri sæktu sér starfs- og tækni­mennt­un til að koma bet­ur til móts við þarf­ir sam­fé­lags­ins.

Stjórn­völd og skóla­sam­fé­lagið gerðu sam­komu­lag árið 2020 við Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um að fara í sam­stillt­ar aðgerðir til að efla iðnnám í fimm liðum: Í fyrsta lagi var ráðist í um­fangs­mikl­ar kerf­is­breyt­ing­ar á iðnnámi með það að mark­miði að ein­falda skipu­lag starfs- og tækni­náms. Ný reglu­gerð var sett um vinnustaðanámið, þar sem helsta breyt­ing­in var að fram­halds­skól­ar báru ábyrgð á gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga fyr­ir iðnnema í gegn­um ra­f­ræna ferl­ibók. Í stuttu máli: Fram­halds­skól­arn­ir tóku í aukn­um mæli ábyrgð á öllu nám­inu – frá inn­rit­un til út­skrift­ar. Í öðru lagi var ráðist í breyt­ing­ar á lög­um um há­skóla­stigið, þannig að iðnmenntaðir skyldu njóta sömu rétt­inda og þeir sem lokið hafa stúd­ents­prófi til að sækja um há­skóla­nám. Í þriðja lagi var mark­visst unnið að því að bæta aðgengi að starfs- og tækni­námi á lands­byggðinni, enda ræður náms­fram­boð í heima­byggð miklu um námsval ung­menna að lokn­um grunn­skóla. Nýr Tækni­skóli er á teikni­borðinu og aðstaða bætt víða um land. Í fjórða lagi skyldi náms- og starfs­ráðgjöf í grunn­skól­um styrkt, bæði fyr­ir ung­menni og for­eldra.

Far­sæl sam­vinna og sam­starf allra lyk­ilaðila skilaði góðum ár­angri fyr­ir land og þjóð. Ég vil þakka öll­um þeim sem lögðu hönd á plóg til að efla iðnnám á Íslandi fyr­ir gott sam­starf.

Í rík­is­fjár­mála­áætl­un nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar er boðaður stór­felld­ur niður­skurður í mennta­mál­um. Sér­stakt áhyggju­efni er fram­halds­skóla­stigið, þar sem veru­lega á að lækka fjár­fram­lög­in. Með þess­um áform­um er hætta á að rík­is­stjórn­in sé að fresta framtíðinni og grafa und­an framtíðar­hag­vexti sem byggður er á mennt­un.

Ljóst er í mín­um huga að ef hand­verk iðnmenntaðra væri ekki til staðar í ís­lensku sam­fé­lagi væri afar tóm­legt um að lit­ast. Full­yrðing Njáls á Bergþórs­hvoli, um að land vort skuli byggt með lög­um, er ljóðræn og fög­ur – en raun­in er sú að miklu meira en laga­bók­staf­inn þarf til að byggja sam­fé­lag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. mennta­málaráðherralilja­alf@gmail.com

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. apríl 2025.

Categories
Greinar

Iðkun rafíþrótta og velferð barna

Deila grein

09/04/2025

Iðkun rafíþrótta og velferð barna

Rafíþrótt­ir og fram­gang­ur þeirra hér á landi hef­ur mér hjart­ans mál um langt skeið og í dag mun ég mæla fyr­ir til­lögu okk­ar í Fram­sókn um stofn­un stýri­hóps sem mun hafa það mark­mið að marka stefnu borg­ar­inn­ar varðandi rafíþrótt­ir og iðkun þeirra.

Rafíþrótta­hreyf­ing­in hef­ur það að mark­miði líkt og aðrar íþrótta­hreyf­ing­ar að stuðla að betri heilsu og bættri and­legri líðan barna, sem ég veit fyr­ir víst að skipt­ir alla Íslend­inga máli. Með þetta að leiðarljósi hafa rafíþrótta­fé­lög hér á landi náð að laða til sín um 3.500 iðkend­ur á grunn­skóla­aldri.

Fé­lög sem starf­rækja rafíþrótta­deild­ir núna í Reykja­vík eru Fylk­ir og Ármann. KR starf­rækti hér deild í stutt­an tíma en hún varð frá að hverfa vegna fjár­magns­leys­is og er mik­il eft­ir­sjá að henni.

Um­hverfi rafíþrótta er að mörgu leyti erfitt hér á landi. Starf­semi rafíþrótta­fé­laga hef­ur mætt skiln­ings­leysi hjá for­svars­mönn­um ÍSÍ og hef­ur Reykja­vík­ur­borg ekki enn markað sér stefnu um rafíþrótt­ir og iðkun þeirra meðal barna og ung­linga, þrátt fyr­ir að ÍBR hafi samþykkt að rafíþrótt­ir til­heyri sínu sviði og komið því þannig fyr­ir að keppt er í rafíþrótt­um á Reykja­vík­ur­leik­un­um.

Þessu þarf að breyta og því vill Fram­sókn að Reykja­vík­ur­borg taki þetta mál föst­um tök­um og marki sér stefnu í rafíþrótt­um og iðkun þeirra.

Rök­in fyr­ir því að borg­in taki upp sér­staka stefnu í þess­um mála­flokki eru ein­föld. Með skýrri stefnu um rafíþrótt­ir fyr­ir börn væri stuðlað að því að virkja fjölda af krökk­um sem eru ekki í neinu skipu­lögðu íþrótt­a­starfi eða hafa sýnt lít­inn áhuga á slíku.

Frá stofn­un Rafíþrótta­sam­bands Íslands (RÍSI) hef­ur Fram­sókn stutt dyggi­lega við upp­bygg­ingu skipu­lagðrar starfs­semi rafíþrótta. Ég tel nauðsyn­legt að halda þeirri veg­ferð áfram og tryggja að við náum til stærri hóps krakka með fjöl­breytt­ari nálg­un í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um.

Frá­bær und­ir­bún­ing­ur fyr­ir framtíðina

Í ung­dómi Íslands er framtíð lands­ins fal­in og því er það mik­il­vægt mál­efni stjórn­mál­anna að styðja við þroska og hæfi­leika­rækt­un ung­menna. Fjórða iðnbylt­ing­in er haf­in og meiri­hluti þeirra starfa sem nú eru til verður horf­inn eft­ir nokkra ára­tugi. Störf framtíðar­inn­ar munu snú­ast um tölvu­tækni og því er afar mik­il­vægt að börn og ung­ling­ar séu hag­vön að nýta sér hana. Ein vin­sæl­asta dægra­dvöl ís­lenskra krakka og ung­linga er að spila tölvu­spil og geta slík spil bæði gefið þeim tæki­færi til að kynn­ast tölvu­tækni þannig að það nýt­ist þeim á hinum ýms­um sviðum. Iðkun rafíþrótta get­ur kennt börn­um okk­ar að spila tölvu­leiki með ábyrg­um hætti, en eins og ég kom inn á hér að ofan að er mark­mið rafíþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar eins og skil­greint er af Rafíþrótta­sam­bandi Íslands (RÍSÍ) að stuðla að lík­am­legri hreyf­ingu af ýmsu tagi og þjálf­un í taktískri hugs­un og áherslu á and­leg­an und­ir­bún­ing og hollt matræði.

Það hljóm­ar fyr­ir mér eins og frá­bær und­ir­bún­ing­ur fyr­ir framtíðina.

Við stönd­um frammi fyr­ir því verk­efni að mennta okk­ar unga fólk þannig að það og Ísland verði sam­keppn­is­hæft inn í næstu 100 árin og geta rafíþrótt­ir gegnt mik­il­vægu hlut­verki í því sam­bandi.

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. apríl 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Óboðleg fjármálaáætlun

Deila grein

09/04/2025

Óboðleg fjármálaáætlun

Í síðustu viku lagði rík­is­stjórn­in fram fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2026-2030. Þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar um ábyrgð og gegn­sæi vek­ur áætl­un­in áleitn­ar og al­var­leg­ar spurn­ing­ar um skort á skýr­leika og aðgengi Alþing­is og lands­manna að upp­lýs­ing­um um hvert stefn­ir í fjár­mál­um al­menn­ings og hins op­in­bera næstu ár. Hvaða stofn­an­ir verða lagðar niður? Hver verður stefn­an í gjald­töku auðlinda? Hvar á að hagræða? Hvaða verk­efni á að stöðva?

Blind­flug eða lang­tíma­horf­ur

Í mars 2025 kynnti fjár­málaráðherra skýrslu um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um. Þrátt fyr­ir að veita al­menna yf­ir­sýn um áskor­an­ir næstu ára og ára­tuga fjallaði skýrsl­an því miður hvorki um mik­il­væga þætti eins og vax­andi þrýst­ing frá NATO um hærri út­gjöld til varn­ar­mála, tolla­stríð sem gæti haft áhrif á gengi krón­unn­ar og út­flutn­ing (s.s. ferðaþjón­ustu), né tölu­legt um­fang innviðaskuld­ar sem krefst lang­tíma­fjár­fest­inga. Þessi van­ræksla er mjög baga­leg.

Óljós fjár­mála­stefna

Með sama hætti eru for­send­ur ný­fram­lagðrar fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar til næstu fimm ára (2026-2030) í besta falli óljós­ar. Eins og í skýrslu fjár­málaráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um, sem birt var í mars, er í fjár­mála­stefn­unni lítið sem ekk­ert fjallað um fyr­ir­huguð auk­in út­gjöld til varn­ar­mála næstu ára, sem ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur þó gefið til kynna, nú síðast um liðna helgi.

Þá er eng­an veg­inn fjallað um mögu­leg nei­kvæð áhrif tolla­stríðs á ís­lenskt efna­hags­líf, sér­stak­lega ferðaþjón­ustu. Útlitið er ekki bjart. Það veit fólk sem starfar í grein­inni. Eng­ar tölu­leg­ar for­send­ur eru lagðar fram í því ljósi, sem vek­ur spurn­ing­ar um hvort for­send­ur hag­stjórn­ar séu rétt­ar, hvort tekju- og út­gjalda­for­send­ur stand­ist og hvort af­komu­mark­mið séu raun­hæf.

Óljós fjár­mála­áætl­un

Svo­kölluð fjár­mála­áætl­un er svo enn einn hluti af gang­verki stefnu­mörk­un­ar hins op­in­bera, og kem­ur í kjöl­far fjár­mála­stefnu. Fjár­mála­áætl­un á að veita Alþingi og al­menn­ingi skýra og inni­halds­ríka mynd af þróun út­gjalda og tekna mál­efna­sviða eins og starf­semi fram­halds­skóla, há­skóla, land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegs og heil­brigðismála.

Í áætl­un­inni á að birta áhersl­ur, mark­mið og mæli­kv­arða um starf­semi s.s. á sviði mennta- og heil­brigðismála og sýna for­gangs­röðun næstu fimm árin. Nán­ast eng­in slík mark­mið koma fram. Al­menn­ing­ur get­ur eng­an veg­inn áttað sig á hvað ár­angri rík­is­stjórn­in hyggst ná á fyrr­nefnd­um mál­efna­sviðum, enda vant­ar alla mæli­kv­arða.

Alþingi sjálft veit lítið sem ekk­ert og áætl­un­in upp­fyll­ir með engu móti þær kröf­ur sem gera verður til rík­is­valds­ins um vandaða stefnu­mót­un.

Rétt­ur Alþing­is til grunnupp­lýs­inga

Sam­kvæmt lög­um um op­in­ber fjár­mál á Alþingi rétt á aðgangi að skýr­um gögn­um um mark­mið, mæli­kv­arða, tíma­setn­ing­ar og fjár­mögn­un aðgerða inn­an hvers mál­efna­sviðs sem fjalla á um í grein­ar­gerð með fjár­mála­áætl­un. Án þess­ara upp­lýs­inga get­ur þingið ekki rætt grunn­for­send­ur áætl­un­ar­inn­ar, sem dreg­ur úr getu þess til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sínu. Um hvað á að ræða ef ekk­ert markvert kem­ur fram í fjár­mála­áætl­un næstu ára um mark­mið og mæli­kv­arða í starf­semi mál­efna­sviða?

Hagræðing­ar­til­lög­ur og út­gjalda­stefna

Þá vek­ur meiri hátt­ar at­hygli að nán­ast eng­in efn­is­leg um­fjöll­un er í fjár­mála­áætl­un­inni um hagræðing­ar­til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem þó voru kynnt­ar op­in­ber­lega ný­lega – og rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt. Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hvernig sparnaður upp á tugi millj­arða króna á ári á að nást næstu fimm ár, hvaða stofn­an­ir eigi að sam­eina eða leggja niður, svo dæmi séu tek­in. Útgjalda­for­send­ur áætl­un­ar­inn­ar eru veru­lega ótrygg­ar. Fólk, þ.m.t. op­in­ber­ir starfs­menn, veit ekk­ert um hvað koma skal.

Gilda mark­mið fyrri rík­is­stjórn­ar frá 2024?

Þar sem nán­ast eng­in mark­mið og mæli­kv­arðar koma fram um starf­semi mál­efna­sviða er rétt­mæt spurn­ing hvort mark­mið síðustu fjár­mála­áætl­un­ar, frá vori 2024, gildi enn og eigi að gilda næstu ár. Ef svo er má spyrja hvernig þau passa við nýja út­gjalda­áætl­un og stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Skýrt ósam­ræmi við lög um op­in­ber fjár­mál

Sam­kvæmt 5. og 20. gr. laga um op­in­ber fjár­mál skal fjár­mála­áætl­un inni­halda skýra stefnu­mörk­un fyr­ir hvert mál­efna­svið, ásamt mark­miðum, mæli­kvörðum, fjár­mögn­un og áætlaðri tíma­setn­ingu aðgerða. Hver sá sem hef­ur grunn­færni í lestri, hvað þá grunn­færni í hag­fræði, veit hvað átt er við. Þar sem þessa efn­isþætti vant­ar upp­fyll­ir fjár­mála­áætl­un 2026-2030 ekki laga­leg­ar kröf­ur. Í stað þess að gang­ast við mis­tök­un­um og bæta úr þeim mæt­ir fjár­málaráðherra og stjórn­arþing­menn ábend­ing­un­um með full­yrðing­um sem í besta falli eru hagræðing á sann­leika máls­ins.

Blind­flugið held­ur áfram

Skort­ur á skýr­leika, gegn­sæi og aðgengi að grunnupp­lýs­ing­um í fjár­mála­áætl­un 2026-2030, sér­stak­lega um starf­semi inn­an mál­efna­sviða s.s. land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegs, hjúkr­un­ar­heim­ila og mennta­mála, veld­ur óvissu, dreg­ur úr skiln­ingi al­menn­ings og hagaðila á stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og veik­ir al­mennt traust á stjórn­völd­um.

Rík­is­stjórn­in verður að gera bet­ur. Til að þing­menn geti sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu verða að liggja fyr­ir full­nægj­andi gögn í sam­ræmi við ákvæði laga. Þau eru ekki til staðar og er með öllu óboðlegt að keyra málið áfram með þeim hætti sem gert var síðastliðinn mánu­dag í þing­inu.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. apríl 2025.

Categories
Fréttir

„Fjármálaáætlunin er fúsk“

Deila grein

08/04/2025

„Fjármálaáætlunin er fúsk“

„Ríkisstjórnin sýnir enga raunverulega framtíðarsýn og vanrækir mikilvægustu málaflokkana,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í umræðum á Alþingi í störfum þingins. Þar gagnrýndi hann fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega og sakaði hana um að fórna framtíðinni með skammsýnu fjármagni og vanrækslu á verðmætasköpun.

Sigurður Ingi benti á að ríkisstjórnin hefði tekið við ríkissjóði með 50 milljarða í umframtekjur, en engu að síður væri horft fram hjá tækifærum til að bæta stöðuna eða fjárfesta í grunnþjónustu.

„Því hefði mátt bæta fjárhag ríkissjóðs strax eða forgangsraða betur – í stað þess stefnir í niðurskurð á lykilþjónustu eins og menntun og heilbrigðismálum,“ sagði hann.

„Við erum að fresta framtíðinni“ – menntun látin sitja á hakanum

Í ræðu sinni lagði Sigurður Ingi sérstaka áherslu á stöðu menntakerfisins og kallaði stöðu framhaldsskólanna sérstaka áhyggjuefni:

„Það er eins og framhaldsskólinn sé skilinn eftir úti á þekju – þetta eru skilaboð um að fresta framtíðinni.“

Hann gagnrýndi jafnframt yfirvofandi niðurskurð í geðheilbrigðisþjónustu.

Óvissa eykst – en ríkisstjórnin minnkar varasjóð

Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun hyggst ríkisstjórnin lækka árlegt framlag í varasjóð um 20 milljarða króna, miðað við síðustu áætlun. Þetta gerist á sama tíma og efnahagsleg óvissa á alþjóðamörkuðum eykst.

Sigurður Ingi benti á að 400 milljarðar hafi horfið úr Kauphöllinni á skömmum tíma, sem sé meira en tapðist í upphafi Covid-faraldursins.

„Á sama tíma og fjármálakerfið missir hundruð milljarða og alþjóðleg óvissa eykst, dregur ríkisstjórnin úr eigin viðbragðsgetu,“ sagði hann.

Framsókn leggur fram tillögu um innlent eignarhald í fiskeldi

Í lok ræðunnar boðaði Sigurður Ingi að Framsókn myndi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að tryggja innlent eignarhald í sjókvíaeldi, með fyrirmynd frá Færeyjum. Hann lagði áherslu á að arður af auðlindum þjóðarinnar ætti að nýtast innanlands.

„Við verðum að tryggja að arðurinn af auðlindum okkar skili sér heim – það er forsenda verðmætasköpunar og lykill að því að ná 6.500 milljarða markmiðinu fyrir árið 2030.“

Ræða Sigurðar Inga í heild sinni á Alþingi: