Categories
Fréttir Greinar

Menntun innflytjenda – falinn fjársjóður

Deila grein

08/02/2024

Menntun innflytjenda – falinn fjársjóður

Í janú­ar sá ég viðtal við tann­lækni frá Úkraínu sem kom til Íslands sem flóttamaður vorið 2022 og hef­ur nú fengið leyfi land­lækn­is til að starfa sem tann­lækn­ir hér á landi. Þetta eru virki­lega já­kvæðar frétt­ir. En því miður heyri ég sam­hliða of marg­ar sög­ur um að inn­flytj­end­ur fái fyrra nám eða starfs­rétt­indi ekki met­in á Íslandi. Hingað til hef­ur oft verið óljóst hvert eigi að snúa sér til að fá fyrra nám metið. Það er því mikið fagnaðarefni að í byrj­un fe­brú­ar var opnuð þjón­ustugátt fyr­ir mat á námi og starfs­rétt­ind­um á Is­land.is.

At­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda er mik­il

Inn­flytj­end­ur eru nú um 18 pró­sent af heild­ar­fjölda lands­manna en hlut­fallið er mjög breyti­legt á milli byggðarlaga. Hæst er hlut­fall inn­flytj­enda yfir 60% í Mýr­dals­hreppi, í all­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um er það yfir 30% en þar sem hlut­fall inn­flytj­enda er lægst fer það niður fyr­ir fimm pró­sent. Sveit­ar­fé­lög með hæst hlut­fall inn­flytj­enda eru öll á lands­byggðinni en ekk­ert sveit­ar­fé­lag á höfuðborg­ar­svæðinu fer yfir 20% nema Reykja­vík. Seinni hluta síðasta árs voru inn­flytj­end­ur um 23% af heild­ar­fjölda starf­andi á Íslandi. Al­menn at­vinnuþátt­taka á Íslandi er 82% en at­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda er enn meiri, eða tæp­lega 87%, og er það mun hærra hlut­fall en í öðrum nor­ræn­um ríkj­um. Ekki hefði verið mögu­legt að manna mik­il­væg störf síðustu ár án aðkomu inn­flytj­enda, t.d. í fisk­vinnslu, iðnaði, ferðaþjón­ustu og í vax­andi mæli í heil­brigðis- og vel­ferðarþjón­ustu.

Mennt­un­arstig inn­flytj­enda er áþekkt mennt­un­arstigi inn­lendra

Marg­ir inn­flytj­end­ur sinna störf­um þar sem ekki er gerð rík krafa um mennt­un og það oft þrátt fyr­ir að vera jafn­vel með sér­hæfða mennt­un sem mik­il þörf er fyr­ir á ís­lensk­um vinnu­markaði. Það þarf að nýta þenn­an mannauð bet­ur. Staðreynd­in er sú að um 42% inn­flytj­enda hér á landi vinna störf sem ekki krefjast sér­stakr­ar mennt­un­ar þrátt fyr­ir að hlut­fall þeirra inn­flytj­enda sem hér búa og ekki hafa lokið sér­tækri mennt­un sé 17%. Þá vek­ur það at­hygli að mennt­un­arstig inn­lendra og inn­flytj­enda á Íslandi er áþekkt. Þá er ekki mark­tæk­ur mun­ur á mennt­un­arstigi þeirra sem koma hingað frá svæðum utan EES og inn­an EES.

Bylt­ing við mat á mennt­un og færni

Eins og áður sagði var þjón­ustugátt fyr­ir mat á námi og starfs­rétt­ind­um opnuð í byrj­un fe­brú­ar. Með þjón­ustugátt­inni er verið að tengja um­sækj­end­ur í gegn­um miðlæga síðu við alla þá sem koma að mati og viður­kenn­ingu á námi hér á landi. Þannig batn­ar aðgengi fólks sem vill fá mennt­un frá út­lönd­um metna, óháð því hvort um er að ræða inn­flytj­end­ur eða inn­fædda. Hér er um að ræða mjög mik­il­vægt skref til ein­föld­un­ar og loks verður hægt að sjá á ein­um stað all­ar upp­lýs­ing­ar um kröf­ur sem gerðar eru til viður­kenn­ing­ar á mennt­un eða færni. Ég fagna þessu skrefi sem hér hef­ur verið tekið en legg áherslu á að frek­ari um­bóta er þörf. Matið heyr­ir und­ir þrjú ráðuneyti, heil­brigðisráðuneytið varðandi starfs­leyfi heil­brigðis­stétta; há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti varðandi starfs­rétt­indi iðngreina; og mennta- og barna­málaráðuneytið varðandi starfs­leyfi fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ara. Verk­efnið dreif­ist víða og þess vegna er brýnt að skil­greina vel hlut­verk skóla við mat á námi, leiðbein­ing­ar og þjón­ustu. Ég er sann­færð um að hér eru frek­ari tæki­færi til úr­bóta og auk­inn­ar skil­virkni án þess að slaka á kröf­um til þekk­ing­ar og færni.

Við þurf­um á þekk­ingu allra íbúa að halda

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið ber ábyrgð á mót­töku inn­flytj­enda, og þar hef­ur nú verið unn­in græn­bók um stöðuna í mál­efn­um inn­flytj­enda og unnið er að stefnu­mót­un í nánu sam­starfi við ráðherra­nefnd í mála­flokkn­um. Á kjör­tíma­bil­inu hafa nú þegar verið samþykkt­ar laga­breyt­ing­ar á grunni þeirr­ar vinnu til að auðvelda ráðningu sér­fræðinga frá út­lönd­um, þjón­ustug­átt­in er kom­in og unnið að efl­ingu raun­færni­mats og skil­virk­ara mati á námi og starfs­rétt­ind­um. Þessi vinna er í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar en þar seg­ir: „Tryggja þarf að inn­flytj­end­ur sem hér vilja búa og starfa fái tæki­færi til aðlög­un­ar og geti nýtt hæfi­leika sína, þekk­ingu og reynslu.“ Það er mik­il­vægt að fjár­festa í fólki eins og við í Fram­sókn leggj­um áherslu á. Við þurf­um á þekk­ingu allra að halda þar sem við á og kannski leyn­ist þekk­ing sem hef­ur skort í sum byggðarlög nú þegar meðal íbúa.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. febrúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Tölum um hvalrekaskatt

Deila grein

07/02/2024

Tölum um hvalrekaskatt

Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera.

Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja.

Þaulreynd aðferðafræði

Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki.

Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs.

Ekki spurning um hægri eða vinstri

Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu.

Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða.

Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum

Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 7. febrúar 2024.

Categories
Fréttir

„Innflytjendur eru undirstaða hagvaxtar á Íslandi“

Deila grein

07/02/2024

„Innflytjendur eru undirstaða hagvaxtar á Íslandi“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, fór yfir stöðu innflytjenda í störfum þingsins og mikilvægi þess að ef við viljum búa í samfélagi inngildingar eða samlögunar í stað stéttaskiptingar og skautunar þurfi að fara fram markvissa vinna. Innflytjendur eru nú tæpur fimmtungur landsmanna. „En hlutfallið er mjög breytilegt á milli byggðarlaga. Sveitarfélögin með hæst hlutfall innflytjenda eru öll á landsbyggðinni en ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu fer yfir 20%, nema Reykjavík.“

„Ég hef allt mitt sextíu ára líf búið í samfélagi með innflytjendum. Lengst af fannst mér viðhorf stjórnvalda vera: Innflytjendur eru margir úti á landi en það reddast því að návígið þar er svo mikið. En loksins erum við að vakna sem samfélag og í gær sáum við virkilega góða umfjöllun í þættinum Torgið hjá RÚV,“ sagði Líneik Anna.

Fór Líneik Anna yfir að unnið sé að fjölbreyttum umbótum í málaflokknum. Nýbúið sé að opna samræmda Þjónustugátt fyrir mat á námi og starfsréttindum island.is, sem muni bæta til muna aðgengi að þjónustu og upplýsingum.

„Það er ótrúlega stutt síðan við fórum að skoða hvernig best væri að kenna og læra íslensku sem annað tungumál. Þar þurfum við að halda áfram að afla þekkingar um íslensku sem annað mál, bæta tækifæri allra kennara á öllum skólastigum til símenntunar og auka framboð af námsefni. – Við þurfum að tryggja aðgang að námskeiðum um grundvallarorðaforða íslenskunnar fyrir foreldra.“

„Innflytjendur eru undirstaða hagvaxtar á Íslandi síðustu ár og eru hluti af bjartri framtíð Íslands ef við stöndum okkur næstu árin,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnu í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Innflytjendur eru tæpur fimmtungur landsmanna en hlutfallið er mjög breytilegt á milli byggðarlaga. Sveitarfélögin með hæst hlutfall innflytjenda eru öll á landsbyggðinni en ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu fer yfir 20% nema Reykjavík. Ég hef allt mitt sextíu ára líf búið í samfélagi með innflytjendum. Lengst af fannst mér viðhorf stjórnvalda vera: Innflytjendur eru margir úti á landi en það reddast því að návígið þar er svo mikið. En loksins erum við að vakna sem samfélag og í gær sáum við virkilega góða umfjöllun í þættinum Torgið hjá RÚV.

Ef við viljum búa í samfélagi inngildingar eða samlögunar í stað stéttaskiptingar og skautunar þarf markvissa vinnu. Sem betur fer er nú unnið að fjölbreyttum umbótum. Þjónustugátt fyrir mat á námi og starfsréttindum opnaði á island.is í byrjun febrúar. Þar með batnar aðgengi fólks að þjónustu og upplýsingum. Í framhaldinu er hægt að fara í frekari úrbætur verkferla. Það er ótrúlega stutt síðan við fórum að skoða hvernig best væri að kenna og læra íslensku sem annað tungumál. Þar þurfum við að halda áfram að afla þekkingar um íslensku sem annað mál, bæta tækifæri allra kennara á öllum skólastigum til símenntunar og auka framboð af námsefni. Leik-, grunn-, framhalds- og háskólar, framhaldsfræðslan, starfsmenntasjóðir, verkalýðsfélög, atvinnurekendur, sveitarfélög og ríki hafa öll formlegt hlutverk í móttöku og inngildingu innflytjenda og þurfa að vinna saman. Starfstengd íslenska er mikilvæg og gleymum ekki mikilvægasta viðfangsefni allra foreldra, uppeldishlutverkinu. Við þurfum að tryggja aðgang að námskeiðum um grundvallarorðaforða íslenskunnar fyrir foreldra. Innflytjendur eru undirstaða hagvaxtar á Íslandi síðustu ár og eru hluti af bjartri framtíð Íslands ef við stöndum okkur næstu árin.“

Categories
Fréttir

„Við viljum öll komast heil heim“

Deila grein

07/02/2024

„Við viljum öll komast heil heim“

„Nú eru 37 dagar liðnir af árinu og á þessum stutta tíma hafa orðið fjögur alvarleg umferðarslys þar sem margir hafa slasast og sex manns hafa hlotið bana. Ég votta aðstandendum þeirra samúð mína,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.

„Nú byrja ég hvern einasta vinnudag á því að keyra hingað á höfuðborgarsvæðið úr Borgarfirðinum. Á þessu ári hefur nær alltaf verið nýr bíll í kantinum sem hefur lent í vandræðum á veginum og jafnvel keyrt út af og jafnvel oltið, af því að við búum á hættulegu landi þegar kemur að veðurfari og umferð.“

Fór hún yfir að á þjóðvegi 1 sé „gríðarlega þung umferð“ og ferðamenn að aka hér í fyrsta sinn. Til viðbótar þá féllu á síðasta sólarhring snjóflóð í Súðavíkurhlíð og í Ólafsfjarðarmúla. „Við hér á þingi getum gert margt til að vernda fólk í umferðinni; með betra undirlagi, jarðgöngum, vegriðum og hreinlega að loka vegum þegar þeir eru hvað hættulegastir.“

„Við erum að vinna að samgönguáætlun í umhverfis- og samgöngunefnd hér á þingi og ég veit að hæstv. innviðaráðherra sem fer með samgöngumálin brennur fyrir því að vegir hér á landi séu eins öruggir og hugsast getur. En þetta tekur allt tíma og slysin gera ekki boð á undan sér. Því vil ég biðla til þeirra sem eru hér að hlusta: Keyrið varlega og sýnið þeim þolinmæði sem eru ekki jafn örugg í umferðinni og þið, því að við viljum öll komast heil heim,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.


Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni á Alþingi:

„Hæstv. forseti. Nú eru 37 dagar liðnir af árinu og á þessum stutta tíma hafa orðið fjögur alvarleg umferðarslys þar sem margir hafa slasast og sex manns hafa hlotið bana. Ég votta aðstandendum þeirra samúð mína. Nú byrja ég hvern einasta vinnudag á því að keyra hingað á höfuðborgarsvæðið úr Borgarfirðinum. Á þessu ári hefur nær alltaf verið nýr bíll í kantinum sem hefur lent í vandræðum á veginum og jafnvel keyrt út af og jafnvel oltið, af því að við búum á hættulegu landi þegar kemur að veðurfari og umferð. Í gær féllu tvö snjóflóð, í Súðavíkurhlíð og í Ólafsfjarðarmúla. Súðavíkurhlíð er reyndar hættuleg allt árið því að þar er einnig grjóthrun úr hlíðinni. Á Vestfjörðum eru oft mjög erfiðar aðstæður og margir sem veigra sér við því að keyra á milli staða. Á hringveginum er síðan gríðarlega þung umferð og oft er þar fólk að keyra um íslenska vegi í fyrsta sinn. Við hér á þingi getum gert margt til að vernda fólk í umferðinni; með betra undirlagi, jarðgöngum, vegriðum og hreinlega að loka vegum þegar þeir eru hvað hættulegastir. Við erum að vinna að samgönguáætlun í umhverfis- og samgöngunefnd hér á þingi og ég veit að hæstv. innviðaráðherra sem fer með samgöngumálin brennur fyrir því að vegir hér á landi séu eins öruggir og hugsast getur. En þetta tekur allt tíma og slysin gera ekki boð á undan sér. Því vil ég biðla til þeirra sem eru hér að hlusta: Keyrið varlega og sýnið þeim þolinmæði sem eru ekki jafn örugg í umferðinni og þið, því að við viljum öll komast heil heim.“

Categories
Fréttir

Grundvallarbreyting sem getur skipt sköpum fyrir börnin

Deila grein

07/02/2024

Grundvallarbreyting sem getur skipt sköpum fyrir börnin

„Þetta er grundvallarbreyting til góðs“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra: „Að tryggja börnum þessa mikilvægu þjónustu tímanlega getur skipt sköpum fyrir velferð þeirra í framtíðinni. Í lok janúar biðu 26 börn eftir þjónustu og biðin er að jafnaði innan við 1,3 mánuðir. Áður en þetta aukna fjárframlag kom til biðu jafnan um 100-130 börn á hverjum tíma eftir þjónustu og biðin var oft margir mánuðir. Ég er afar þakklátur yfir hve vel hefur tekist til og mun leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi góði árangur verði varanlegur.“

Með breyttu skipulagi og auknu fjármagni hefur tekist að stytta bið barna eftir göngudeildarþjónustu Barna- og unglingadeildar Landspítala (BUGL) verulega. Um nýliðin áramót hafði náðst það markmið að ekkert barn bíði eftir þjónustu lengur en 90 daga frá því að þjónustubeiðni er samþykkt og er það í samræmi við viðmið embættis landlæknis.

Ákvörðun Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að ráðstafa í þessu skyni 55 milljónum króna árlega í þrjú ár, hefur gert öflugu starfsfólki göngudeildarþjónustu BUGL kleift að umbreyta þjónustunni með þessum árangursríka hætti. 

Í fjárlögum síðasta árs voru tryggðar rúmar 260 milljónir króna til ýmissa heilsufarslegra aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Framlagið var tímabundið til þriggja ára og nemur í heild rúmum 780 m.kr. Við ráðstöfun fjárins ákvað Willum að nýta fjármagnið til að efla þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu og efla heilsugæsluþjónustu í skólum. Við þá ákvörðun hafði hann sérstaklega að leiðarljósi ábendingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og ályktun Alþingis um stefnu í geðheilbrigðismálum. 

Meðferðarteymum fjölgað úr tveimur í þrjú

Aukið fjármagn hefur gert BUGL kleift að ráða fleiri sérfræðinga og fjölga meðferðarteymum göngudeildarinnar úr tveimur í þrjú. Samhliða voru gerðar breytingar á verkferlum og skipulagi þjónustunnar með auknu samstarfi göngudeildar og legudeildar BUGL. Þetta hefur gefist vel og aukið þjónustugetuna til muna.

Það gleður mig mjög að sjá þennan árangur! Í lok janúar biðu 26 börn eftir þjónustu og biðin að jafnaði innan við 1,3…

Posted by Willum Þór Þórsson on Þriðjudagur, 6. febrúar 2024
Categories
Fréttir

Sóttvarnaaðgerðir á Íslandi í heimsfaraldri voru mjög árangursríkar!

Deila grein

06/02/2024

Sóttvarnaaðgerðir á Íslandi í heimsfaraldri voru mjög árangursríkar!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins nýlega skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD og þá niðurstöðu skýrslunnar að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs hafi verið mjög árangursríkar. Ítarleg greining leiðir í ljós að af OECD-ríkjum voru dauðsföll á Íslandi færri en búast hefði mátt við miðað við fólksfjölda og aldurssamsetningu þjóðar.

Minnti Líneik Anna á að í þingsal Alþingis hafi ítrekað verið velt upp þeirri spurningu hvort dauðsföll hér á landi á meðan sóttvarnaaðgerðum á tímum heimsfaraldurs Covid stóð hafi verið umfram samanburðarlönd. „Af þeirri umræðu að dæma var greinilegt að fólk las á mjög mismunandi hátt út úr fyrirliggjandi tölfræði í rauntíma.“

„Aðeins á Nýja-Sjálandi var hlutfall umframdauðsfalla lægra en hér á landi. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir lýðfræðilegum breytum og tekið tillit til fólksfjölgunar og aldurssamsetningar voru að meðaltali 5,3% fleiri dauðsföll í OECD-ríkjunum á árunum 2020–2022 en á samanburðarárum fyrir faraldurinn,“ sagði Líneik Anna.

„Mér finnst mikilvægt að draga þessar upplýsingar fram hér og hrósa um leið þeim sem stóðu í stafni í sóttvarnaaðgerðum, starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að við gætum sinnt ábyrgðinni um að vera öll almannavarnir,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnur í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Í þessum þingsal hefur þeirri spurningu ítrekað verið velt upp á síðustu þingum hvort dauðsföll hér á landi á meðan sóttvarnaaðgerðum á tímum heimsfaraldurs Covid stóð hafi verið umfram samanburðarlönd. Af þeirri umræðu að dæma var greinilegt að fólk las á mjög mismunandi hátt út úr fyrirliggjandi tölfræði í rauntíma. Það var þess vegna mjög ánægjulegt að sjá í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs hafi verið mjög árangursríkar. Niðurstaða skýrslunnar sem byggir á ítarlegum greiningum leiðir í ljós að af OECD-ríkjum voru dauðsföll á Íslandi færri en búast hefði mátt við miðað við fólksfjölda og aldurssamsetningu þjóðar. Aðeins á Nýja-Sjálandi var hlutfall umframdauðsfalla lægra en hér á landi. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir lýðfræðilegum breytum og tekið tillit til fólksfjölgunar og aldurssamsetningar voru að meðaltali 5,3% fleiri dauðsföll í OECD-ríkjunum á árunum 2020–2022 en á samanburðarárum fyrir faraldurinn. Munur milli landa var hins vegar verulegur og níu lönd af 41 skera sig úr þar sem dauðsföll á Covid-árunum voru færri en búast mátti við miðað við árin á undan. Þeirra á meðal eru Nýja-Sjáland, Ísland, Noregur, Írland og Austurríki. Mér finnst mikilvægt að draga þessar upplýsingar fram hér og hrósa um leið þeim sem stóðu í stafni í sóttvarnaaðgerðum, starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að við gætum sinnt ábyrgðinni um að vera öll almannavarnir.“

Categories
Fréttir

„Innflutt kjötvara er nú orðin stærri hluti af sölunni í heild“

Deila grein

06/02/2024

„Innflutt kjötvara er nú orðin stærri hluti af sölunni í heild“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins sífellt versnandi samkeppnisstöðu íslenskra bænda og að um leið skerðist matvælaöryggi landsins. En innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á síðasta ári og á kjöti í heild um 17%. Þá hefur kjötframleiðsla innanlands verið svipuð frá árinu á undan og dróst saman í kinda- og nautakjöti um 2%.

„Staðreyndin er sú að innflutt kjötvara er nú orðin stærri hluti af sölunni í heild,“ sagði Halla Signý.

Neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og þeir treysta að þeim kröfum sé framfylgt hér á landi. Því er sjálfsögð sú krafa að neytendur geti treyst að sömu kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla.

„Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við hér á Íslandi,“ sagði Halla Signý.

„ Í nágrannalöndunum mótmæla bændur stjórnvöldum vegna stöðu sinnar og vekja athygli á að samkeppnisstaða þeirra sé sífellt að veikjast gagnvart innflutningi á matvöru frá nágrannalöndunum. Bændur í Frakklandi óttast að mikill innflutningur frá Spáni á grænmeti og ávöxtum dragi úr sölu innlendra framleiðsluvara, enda þær falar fyrir mun lægra verð. En það er ekki að ástæðulausu því að á Spáni eru ekki gerðar eins ríkar kröfur um umhverfissjónarmið og þar er notað mun meira af eiturefnum við framleiðsluna. Er það framtíðin sem við viljum; lægra verð fyrir minni gæði?,“ sagði Halla Signý að lokum.


Ræða Höllu Signýjar í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við treystum og trúum að þeim kröfum sé framfylgt hér á landi. Það hlýtur einnig að vera sjálfsögð krafa að við neytendur getum treyst því að sömu kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við hér á Íslandi.

Virðulegi forseti. Nú er það þannig að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á síðasta ári og á kjöti í heild um 17%. Kjötframleiðsla innan lands var svipuð og á árinu á undan og dróst saman í kinda- og nautakjöti en salan dróst saman um 2%. Staðreyndin er sú að innflutt kjötvara er nú orðin stærri hluti af sölunni í heild. Samkeppnisstaða íslenskra bænda er sífellt að versna og matvælaöryggi landsins um leið. Samkeppnin er hörð, ekki bara hér á landi heldur einnig úti í hinum stóra heimi. Bændur í Evrópu eru farnir að mótmæla kröftuglega þar sem innfluttar landbúnaðarafurðir flæða yfir landamæri og veikja markaðsaðstæður. Í nágrannalöndunum mótmæla bændur stjórnvöldum vegna stöðu sinnar og vekja athygli á að samkeppnisstaða þeirra sé sífellt að veikjast gagnvart innflutningi á matvöru frá nágrannalöndunum. Bændur í Frakklandi óttast að mikill innflutningur frá Spáni á grænmeti og ávöxtum dragi úr sölu innlendra framleiðsluvara, enda þær falar fyrir mun lægra verð. En það er ekki að ástæðulausu því að á Spáni eru ekki gerðar eins ríkar kröfur um umhverfissjónarmið og þar er notað mun meira af eiturefnum við framleiðsluna. Er það framtíðin sem við viljum; lægra verð fyrir minni gæði?“

Categories
Greinar

Fern Grammy-verðlaun á fjórum árum

Deila grein

06/02/2024

Fern Grammy-verðlaun á fjórum árum

Það var gam­an að fylgj­ast með sjö­tug­ustu og sjöttu Grammy-tón­list­ar­verðlauna­hátíðinni í fyrra­kvöld. Þar hlaut söng­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inn­ar popp­tón­list­ar, sung­in tónlist. Lauf­ey hef­ur átt glæsi­legu gengi að fagna á und­an­förn­um miss­er­um en tón­leik­ar henn­ar um all­an heim selj­ast upp á mettíma og tug­ir millj­óna hafa hlustað á hana mánaðarlega á Spotify.

Grammy-verðlauna­hátíðin í ár var sér­stak­lega ánægju­leg fyr­ir okk­ur Íslend­inga, því ekki nóg með að Lauf­ey hafi hlotið verðlaun­in í sín­um flokki held­ur var tón­list­armaður­inn Ólaf­ur Arn­alds einnig til­nefnd­ur til Grammy-verðlauna fyr­ir Some Kind of Peace (e. Piano Reworks) en Ólaf­ur hlaut einnig tvær til­nefn­ing­ar árið 2022 fyr­ir verk sín! Íslend­ing­ar komu einnig við sögu í fleiri til­nefn­ing­um í ár en tölvu­leik­ur­inn Stríðsguðinn Ragnarök hlaut til­nefn­ing­ar fyr­ir besta hljóðritið í flokki tölvu­leikja, og fyr­ir bestu hljóðplöt­una fyr­ir hljóðupp­tök­ur, en Sin­foN­ord á Ak­ur­eyri sá um þær upp­tök­ur.

Það fylg­ir því mik­il upp­hefð að vera til­nefnd­ur til Grammy-tón­list­ar­verðlaun­anna en verðlaun­in eru af mörg­um tal­in þau eft­ir­sótt­ustu í tón­list­ar­heim­in­um. Árang­ur Íslend­inga er því stór­kost­leg­ur en á und­an­förn­um fjór­um árum hafa ís­lensk­ir lista­menn hlotið 10 Grammy-til­nefn­ing­ar, og unnið fjór­um sinn­um; Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir tónlist í þátt­un­um Cherno­byl og kvik­mynd­inni Jókern­um, Dísella Lár­us­dótt­ir fyr­ir bestu óperu­upp­tök­una í verk­inu Ak­hna­ten og nú síðast Lauf­ey.

Marg­ir kynnu að spyrja sig að því hvað sé eig­in­lega í vatn­inu hérna á Íslandi, ár­ang­ur­inn er slík­ur miðað þá tæp­lega 400.000 íbúa sem byggja þetta góða land. Að mín­um dómi er þetta hins veg­ar eng­in til­vilj­un. Það rík­ir metnaður til þess að halda úti öfl­ugu menn­ing­ar­lífi, framúrsk­ar­andi tón­list­ar­kenn­ar­ar og góður aðgang­ur að tón­list­ar­námi og þrot­laus vinna og metnaður tón­list­ar­mann­anna sjálfra er að skila sér með glæsi­leg­um hætti.

Sól­ar­sýn­in er skýr og það er mik­il­vægt að standa með lista­mönn­un­um okk­ar í blíðu jafnt sem stríðu. Aflvak­inn er að haldið verði áfram að styrkja um­gjörð menn­ing­ar­lífs­ins í land­inu. Í næstu fjár­mála­áætl­un mun­um við kynna ný áherslu­atriði sem styðja við þann metnað. Við finn­um það á stund­um sem þess­um hversu stolt við verðum þegar fólk­inu okk­ar geng­ur vel á er­lendri grundu – það er ávöxt­ur þess að fjár­festa í menn­ingu og skap­andi grein­um. Ég óska Lauf­eyju inni­lega til ham­ingju með Grammy-verðlaun­in og Ólafi og Sin­foN­ord sömu­leiðis með sinn ár­ang­ur. Ég er stolt af ykk­ur fyr­ir fram­lag ykk­ar til ís­lenskr­ar menn­ing­ar og hvet ykk­ur áfram til dáða í sköp­un ykk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2024.

Categories
Fréttir

Ríkum íslenskum hagsmunum gætt!

Deila grein

05/02/2024

Ríkum íslenskum hagsmunum gætt!

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar, flutti skýrslu Íslandsdeildar þingmannanefndar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fyrir árið 2023 á Alþingi í liðinni viku. Nefndin myndar sendinefnd Alþingis, bæði í þingmannanefnd EFTA og þingmannanefnd EES. Þá myndar Íslandsdeildin ásamt fjórum þingmönnum úr utanríkismálanefnd sendinefnd Alþingis í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og ESB.

Fór hún yfir í ræðu sinni hversu veigamiklu hlutverki sem EFTA og EES hafa sem grunnstoðir íslenskrar utanríkisverslunar. Með aðildinni að EES er Íslendingum tryggður að langmestu leyti sömu viðskiptakjör og 30 önnur Evrópuríki með rúmlega 460 milljóna manna markað. EFTA hefur, að auki rekstri EES-samningsins byggt upp öflugt net fríverslunarsamninga við ríki utan ESB, svonefnd þriðju ríki.

Haldnir hafa verið fundir með ráðherrum EFTA þar sem einkum var fjallað um græna tækni, styrkjakerfi á heimsvísu og stefnu ESB á sviði efnahagsöryggis og eins fund með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna innan EES um EES-samstarfið. Þróun alþjóðaviðskipta, viðskiptastefna ESB og aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu innri markaðarins hafa verið áberandi umfjöllunarefni. Jafnframt iðnaðaráætlun græna sáttmála ESB þar sem tvær tillögur að lagasetningu eru undir, annars vegar um aðgengi að hrávörum innan ESB og hins vegar um kolefnislausan iðnað. „Tillögur þessar miða m.a. að því að draga úr hættu á því að ESB verði háð einstökum ríkjum um mikilvægar hrávörur eða um orkugjafa. Þeim er jafnframt ætlað að stuðla að umhverfisvænni framleiðslu orku og tækni á innri markaði.“

Framkvæmdastjórn þingmannanefndarinnar átti fundi með þingnefndum, ráðherrum, stofnunum og hagsmunaaðilum í Nýju Delí og Mumbai um fríverslunarmál og aukið efnahagslegt samstarf í ljósi þess að fríverslunarviðræður EFTA-ríkjanna og Indlands standa yfir.

„Staða Úkraínu í kjölfar innrásar Rússlands var áberandi í starfi þingmannanefndarinnar síðastliðið ár eins og árið þar á undan. Hinn 27. júní var sérstök athöfn í Schaan í Liechtenstein samhliða fundi þingmannanefndarinnar og ráðherra til að marka upphaf viðræðna við Úkraínu um endurbættan og nútímalegri fríverslunarsamning,“ sagði Ingibjörg.

„Á árinu var jafnframt fjallað um þvingunaraðgerðir ESB gegn Rússlandi sem EES-EFTA-ríkin hafa tekið þátt í. Fjallað var um nýjar þvingunaraðgerðir sem ætlað er að koma í veg fyrir að aðilar komi sér undan reglunum. Þá var einnig rætt um mögulegar aðildarviðræður Úkraínu við ESB en Úkraínu var formlega veitt staða umsóknarríkis að ESB í júní 2022 og í desember síðastliðnum samþykkti ESB að hefja viðræður við Úkraínu.“

„Þingmannanefnd EES fundaði tvisvar sinnum á árinu og var venju samkvæmt fjallað um þróun og framkvæmd EES-samningsins á þeim fundum. Á fyrri fundi nefndarinnar í Strassborg í mars fjölluðu nefndarmenn Íslandsdeildarinnar um fyrirhugaðar breytingar á EES-löggjöf um viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug, sérstöðu Íslands og þeim verulegu áhrifum sem þær kæmu til með að hafa á íslenska hagsmuni yrðu þær teknar óbreyttar upp í EES-samninginn,“ sagði Ingibjörg.

Categories
Fréttir Greinar

Efnahagurinn á réttri leið en tryggja verður nægt framboð á húsnæði

Deila grein

04/02/2024

Efnahagurinn á réttri leið en tryggja verður nægt framboð á húsnæði

Veiga­mesta hags­muna­mál ís­lenskra heim­ila og fyr­ir­tækja er að verðbólg­an haldi áfram að minnka. Mik­il verðbólga bitn­ar ávallt á þeim sem síst skyldi, það er þeim efnam­inni. Fólk jafnt sem fyr­ir­tæki hafa jafn­framt fundið vel fyr­ir háu vaxta­stigi. Með sam­stilltri stefnu­mót­un rík­is og sveit­ar­fé­laga, Seðlabanka Íslands og aðila vinnu­markaðar­ins – gæt­um við loks­ins náð að sjá til lands í glím­unni við verðbólg­una.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 5,2%

Verðbólg­an hef­ur verið yfir 2,5% verðbólgu­mark­miði Seðlabanka Íslands í meira en þrjú ár. Vísi­tala neyslu­verðs hef­ur hækkað um 6,7% og vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 5,2%. Verðbólg­an hef­ur því lækkað um 1,3 pró­sentu­stig á tveim­ur mánuðum. Því miður var það reiknaða húsa­leig­an sem hafði mest áhrif til hækk­un­ar og jókst um 0,9%. Þetta sýn­ir áfram, svart á hvítu, hvar helsta upp­spretta frek­ari verðbólguþrýst­ings er í hag­kerfi okk­ar. Markaðsaðilar gera ráð fyr­ir að verðbólga haldi áfram að hjaðna og afar mik­il­vægt er að sú verði raun­in. Því er ekki hægt að leggja nægj­an­lega mikla áherslu á mik­il­vægi þess að lang­tíma­kjara­samn­ing­ar séu sniðnir á þá vegu að verðbólgu­mark­mið Seðlabanka Íslands ná­ist á næst­unni.

Hús­næðisliður­inn end­ur­skoðaður

Gleðileg tíðindi bár­ust í vik­unni um að Hag­stofa Íslands hefði um hríð unnið að því að end­ur­skoða aðferðir við mat á reiknaðri leigu í vísi­tölu neyslu­verðs. Sam­kvæmt Hag­stof­unni eru for­send­ur að skap­ast fyr­ir því að breyta um aðferð við mat á hús­næðisliðnum með það að mark­miði að búa til betri gögn. Afar brýnt er að mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar end­ur­spegli sem best raun­veru­lega þróun á hús­næðismarkaði. Breyt­ing­arn­ar munu hafa það í för með sér ann­ars veg­ar að sveifl­ur í reiknuðum hús­næðislið munu minnka og hins veg­ar mun þróun stýri­vaxta Seðlabanka Íslands ekki hafa sömu áhrif og verið hef­ur. Um er að ræða löngu tíma­bæra breyt­ingu.

Horf­ur í heims­bú­skapn­um hafa batnað

Upp­færð spá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um horf­ur í heims­bú­skapn­um sem birt­ist í vik­unni er bjart­ari en spár að und­an­förnu. Gert er ráð fyr­ir meiri hag­vexti, eða rúm­um 3%, árin 2024-25. Hagspá­in hef­ur hækkað vegna auk­ins viðnámsþrótt­ar í Banda­ríkj­un­um og hjá stór­um ný­markaðs- og þró­un­ar­ríkj­um. Verðbólga á heimsvísu hef­ur hjaðnað hraðar en bú­ist var við, sem er já­kvætt upp á hagþróun, en á móti koma skell­ir á fram­boðshliðinni og hef­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn áhyggj­ur af áhrif­um af vax­andi hafta­stefnu. Gert er ráð fyr­ir að verðbólga í heim­in­um lækki í 5,8% árið 2024 og í 4,4% árið 2025, en verðbólgu­spá­in fyr­ir árið 2025 er end­ur­skoðuð til lækk­un­ar. Með minnk­andi verðbólgu og stöðugum hag­vexti hafa lík­ur á mjúkri lend­ingu auk­ist veru­lega. Þessi hag­fellda þróun get­ur leitt til þess að vext­ir lækki hraðar en gert hef­ur verið ráð fyr­ir. Skila­boð banda­ríska Seðlabank­ans hafa þó verið afar skýr eða að vaxta­lækk­un­ar­ferli muni ekki hefjast fyrr en mjög traust­ar vís­bend­ing­ar liggja fyr­ir um lækk­un verðbólgu. Vinnu­markaður­inn í Banda­ríkj­un­um held­ur áfram að vera sterk­ur og störf­um fjölg­ar ört. Markaðir hafa brugðist við vænt­ing­um um mjúka lend­ingu heimbú­skap­ar­ins und­an­farn­ar vik­ur og hafa hluta­bréfa­vísi­töl­ur tekið við sér og vext­ir á skulda­bréfa­mörkuðum al­mennt lækkað. Það eru áfram skipt­ar skoðanir um hvort verðhækk­an­ir nú séu skamm­vinn­ar eða vís­bend­ing um viðvar­andi þróun. Seðlabank­ar beggja vegna Atlantsála hafa gefið til kynna að ein­hver bið kunni að verða á vaxta­lækk­un­um.

Póli­tísk spenna og átök vega áfram þungt

Viðskipta­spenna, svæðis­bund­in átök og póli­tísk­ur óstöðug­leiki skap­ar áskor­an­ir í alþjóðlegu sam­starfi og mun áfram lita spár um framþróun efna­hags­mála. Vax­andi póli­tísk­ur órói í Mið-Aust­ur­lönd­um og árás­ir á flutn­inga­skip í Rauðahafi geta þó hæg­lega leitt til hækk­un­ar á hrávöru, sem aft­ur eyk­ur verðbólguþrýst­ing. Þröng staða á kín­verska fast­eigna­markaðnum er lík­leg til að draga úr þrótti hag­kerf­is­ins þar en vegna stærðar markaðar­ins geta áhrif­in verið mun víðtæk­ari. Bú­ast má við að Kín­verj­ar leggi auk­inn kraft í út­flutn­ing, sem gæti aft­ur haft áhrif á viðskipta­höft og vernd­artolla víða um heim. Útlitið á heimsvísu horf­ir þó í heild til betri veg­ar og það eru einkum þrír þætt­ir sem eru þar veiga­mest­ir. Aðfanga­keðja heims­ins er að ná betra jafn­vægi, verðbólga er að hjaðna hraðar en spár gerðu ráð fyr­ir og að lok­um þá gera markaðsaðilar ráð fyr­ir að vaxta­lækk­un­ar­ferlið hefj­ist fyrr en ella. Hag­vöxt­ur hef­ur verið kröft­ugri en bú­ist var við þrátt fyr­ir háa vexti. Hins veg­ar er hag­vaxt­ar­spá­in fyr­ir næstu ár nokkuð lægri en meðaltal síðustu 20 ára og vega þar vænt­an­lega mest háir raun­vext­ir, minnk­andi stuðning­ur rík­is­fjár­mála, m.a. í ljósi hærri rík­is­skulda, og spár um að fram­leiðni muni minnka.

Mesta áskor­un­in að tryggja nægt fram­boð á hús­næði

Áhrif hús­næðismarkaðar hafa verið viðamik­il í verðbólgu und­an­far­inna ára. Mik­il­vægt er að stjórn­völd bregðist við því að hús­næðismarkaður­inn verði ekki til þess að snúa við hag­stæðri verðbólguþróun. Stjórn­völd eiga að styðja við fram­boðshlið hús­næðismarkaðar­ins og ráðast í aðgerðir sem auka fram­boð. Mitt ráðuneyti hef­ur sent frá sér frum­varp um tak­mörk­un á rekstr­ar­leyf­is­skyldri gisti­starf­semi við at­vinnu­hús­næði. Mark­mið frum­varps­ins er að losa íbúðir sem nýtt­ar eru í skamm­tíma­leigu og or­lofs­í­búðir í þétt­býli. Frek­ari skref stjórn­valda í þessa átt gætu verið að koma íbúðum sem eru í svo­kölluðu „stoppi“ í upp­bygg­ingu af stað á ný. Þá má vinna að því að skapa skil­yrði fyr­ir aukna íbúðaupp­bygg­ingu til lengri tíma með fjár­hags­leg­um hvöt­um og síðast en ekki síst að tryggt verði nægt fram­boð bygg­ing­ar­hæfra lóða til framtíðar. Skref­in sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur þegar tekið eru já­kvæð og verða til þess fall­in að auka fram­boð á hús­næðismarkaði.

Í litlu opnu hag­kerfi eins og hér á Íslandi skipta bæði ytri og innri þætt­ir miklu máli í hag­stjórn. Það er já­kvætt að sjá heims­bú­skap­inn þró­ast í rétta átt, bæði hvað varðar hag­vöxt og verðbólgu. Á tím­um eins og þess­um, þegar stjórn­völd standa frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um inn­an­lands, er ákveðinn létt­ir að þurfa ekki nauðsyn­lega að glíma við inn­flutta þætti sem gætu haft nei­kvæð áhrif, t.d. inn­flutt verðlag. Hins veg­ar er það áhyggju­efni til lengri tíma fyr­ir út­flutn­ingsþjóð, ef út­lit er fyr­ir að alþjóðaviðskipti muni í aukn­um mæli ein­kenn­ast af höft­um og toll­múr­um. Ein­ar Bene­dikts­son, skáld og frum­kvöðull, sagði eitt sinn: „Þeim sem vilja, vakna og skilja – vaxa þúsund ráð.“ Þess vegna ríður á að sam­stillt átak stjórn­valda, sveit­ar­fé­laga, Seðlabanka og aðila vinnu­markaðar­ins – fólks jafnt sem fyr­ir­tækja – verði far­sælt og skili okk­ur sem best­um ár­angri.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. febrúar 2024.