Categories
Forsíðuborði Greinar

Kjósum samvinnu

Deila grein

28/10/2017

Kjósum samvinnu

Í dag er kosið um traust stjórnarfar og stöðugleika næstu fjögur árin, skýra forgangsröðun verkefna og framtíðarsýn fyrir Ísland. Sú ríkisstjórn sem tekur við að loknum kosningum þarf að vera framsækin og lausnamiðuð til að ná fram nauðsynlegum umbótum í íslensku samfélagi.

Heilbrigði og velferð
Við þurfum að gera betur í heilbrigðismálum á Íslandi. Góð heilbrigðisþjónusta á að standa öllum til boða, óháð efnahag og búsetu. Efla þarf heilsugæsluna um land allt, fjölga hjúkrunarrýmum og reisa þjóðarsjúkrahús. Geðheilbrigðismálin hafa setið á hakanum of lengi og því þarf að breyta. Fjölga þarf geðlæknum á heilbrigðisstofnunum víðsvegar um landið og létta álaginu af Landspítalanum. Það er með öllu óviðunandi að andlega veikt fólk rekist á veggi í kerfinu, því það fær ekki rétta hjálp. Við viljum vinna að því framtíðarmarkmiði að allir geti fengið læknisþjónustu án tillits til efnahags. Núverandi greiðsluþátttökukerfi er íþyngjandi, sérstaklega ef fólk er búið að greiða hámarkskostnað fyrir læknisþjónustu og lyf. Þessu viljum við breyta. Tannlækna-, sálfræði- og ferðakostnaður sjúklinga á að vera hluti af greiðsluþátttökukerfinu. Samhliða þessu þurfum við að tryggja að heilbrigðiskerfið okkar sé vel mannað. Allt sem þarf er vilji og samvinna.

Aukið fé í menntakerfið
Menntun er forsenda hagvaxtar og framþróunar og eflir einstaklinga á margvíslegna hátt. Bæta þarf námsárangur í grunnskólum en þar erum við Íslendingar eftirbátar annarra þjóða. Fjölga þarf iðn-, verk-, tækni- og raungreinamenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Árangur í tækni og nýsköpun gerir okkur hæfari til að mæta kröfum framtíðarinnar. Við eigum öflugt vísindafólk og rannsóknarfyrirtæki sem skara fram úr á sínu sviði og eru að gera það gott á alþjóðavettvangi. Öflugt vísindastarf og nýsköpun gerir okkur samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi.
Setja þarf meira fjármagn í háskólana svo þeir nái OECD-meðaltalinu árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í kjölfarið.

Endurskoðum peningastefnu og fjármálakerfi
Ein stærsta áskorun nýrrar ríkisstjórnar verður að byggja undir stöðugleika. Með réttri stefnu má búa til skilyrði lægri vaxta. Það þarf að vinna á fjórum sviðum. Í fyrsta lagi er það endurskoðun peningastefnunnar en sú vinna hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Ljóst er að krónan verður áfram gjaldmiðill okkar Íslendinga og styrkja þarf umgjörð hennar. Í öðru lagi þurfa ríkisfjármál að vera ábyrg þannig að aðhald sé sýnt á þenslutímum en útgjöld aukin þegar dregur úr vexti. Í þriðja lagi þarf vinnumarkaður að aðlaga sig að stöðunni hverju sinni þannig að launahækkanir leiði ekki til verðbólgu og þar með til hærri vaxta. Í fjórða lagi þarf að móta framtíðarsýn um fjármálamarkaðinn með það að leiðarljósi að fjármálakerfið þjóni heimilum og fyrirtækjum á hagkvæman og skilvirkan hátt. Þessu til viðbótar þarf að efla stofnanaumgjörðina þannig að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinist og til verði öflugt eftirlit með fjármálamarkaðnum. Stofna á Stöðugleikasjóð sem byggir á auðlindum okkar og dregur úr sveiflum í íslensku hagkerfi. Enn má bæta lánshæfi ríkissjóðs sem skilar sér í lægri kostnaði fyrir ríkið og íslenskt atvinnulíf. Skuldir ríkissjóðs þarf að lækka enn frekar til að draga úr vaxtakostnaði svo meira fé sé til aflögu fyrir velferð landsmanna.

Utanríkismálin
Frjáls og opin alþjóðaviðskipti eru til hagsbóta fyrir lítil opin hagkerfi og auka velsæld þeirra. Hagsmunum Íslendinga er best borgið með því að vera áfram sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands, hvort heldur sem er í efnahagslegu eða stjórnmálalegu samhengi. Íslensk stjórnvöld verða að sinna framkvæmd samningsins vel. Með ákvörðun Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu er staðan gjörbreytt. Framtíðarskipulag Evrópu mun taka breytingum á næstu misserum og brýnt að góðir samningar náist við Bretland fyrir Íslands hönd enda er landið okkar helsta viðskiptaland. Stefnumótun í utanríkismálum á að miðast að þessum breytta heimi. Ísland á að vera virkur aðili í stefnumótun um málefni norðurslóða enda hefur landið mikilvæga sérstöðu sem norðurskautsríki og fylgja því bæði tækifæri og áskoranir. Tækifærin þarf að nýta með ábyrgum og sjálfbærum hætti þar sem náttúran fær að njóta vafans.

Framsóknarflokkurinn hefur djúpar rætur í samfélaginu og hefur látið verkin tala í heila öld, flokkur án öfga – hvorki til vinstri eða hægri, flokkur með skýr markmið um hvernig ná eigi árangri og bæta íslenskt samfélag þannig að Ísland verði í fremstu röð. Það þarf festu í íslensk stjórnmál, traust og stöðugleika, skýra forgangsröðun verkefna og bjarta framtíðarsýn fyrir Ísland. Að þessu viljum við vinna næstu fjögur árin. Til þess þurfum við þinn stuðning.

Lilja Alfreðsdóttir, alþingismaður og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. október 2017.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Máttur hinna mörgu

Deila grein

27/10/2017

Máttur hinna mörgu

Kæru vinir og flokksfélagar um land allt, mér finnst vel við hæfi að setja einkunnarorð samvinnumanna sem yfirskrift þessa pistils því í þeim speglast grunnstef Samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins að virkja samtakamátt fólks til góðra verka og um leið að fjöldinn njóti afrakstursins með jöfnuð að leiðarljósi.
Og þrátt fyrir að ýmislegt hafi breyst í samfélaginu þá falla aldrei þessi lífsgildi úr tísku og gott ef ekki er að byggjast upp frekari eftirspurn eftir þeim nú í dag þegar óstöðuleiki í stjórnmálum er helsta vandamál okkar góða lands.
Þá komu þessi einkunnarorð ekki síður upp í huga mér þegar kosningarbaráttan, sem nú er á endasprettinum, hófst og enn einu sinni sá maður hvar auður Framsóknarflokksins lá þegar þið, félagsmenn hans, tókuð höndum saman um allt land og gengu til verka fyrir flokkinn og framboðslista hans, hugsjónir og stefnumál. Það var máttur hinna mörgu.

Líka það að þrátt fyrir að margt sé búið að vera okkur mótdrægt nú á þessum síðasta mánuði þá hefur verið svo einstakt að finna hversu góður andi er innan flokksins, aldrei uppgjöf, og gleði í störfum allra sem lagt hafa á sig ómælda vinnu um allt land til að vinna flokknum okkar fylgi og koma okkar flottu frambjóðendum á framfæri í komandi kosningum. Þetta er máttur hinna mörgu.
Og nú tökum við endasprettinn saman fram á laugardaginn kemur, 28.október, og berjumst fyrir flokkinn okkar og tryggjum honum góða kosningu og færum þannig stöðugleika aftur inn í stjórnmálin að nýju því þegar Framsóknarflokkurinn er sterkur þá er íslenskt samfélag sterkt líka. Við höfum góð stefnumál, sterka frambjóðendur og rætur sem eru orðnar rúmlega aldargamlar og standa í félagshyggjujarðvegi. Slíkar rætur standa af sér ágjöf um stund og halda áfram að gefa af sér ríkulega uppskeru inn í framtíðina. Um það veit ég að við erum öll sammála.
Framsóknar- og baráttukveðjur,
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins
Categories
Forsíðuborði Greinar

Ísland er framtíðin

Deila grein

25/10/2017

Ísland er framtíðin

Ísland var í 16. sæti árið 2016 á lista Sameinuðu þjóðanna yfir bestu lífskjör í heiminum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru fyrir ofan okkur, en Finnland fyrir neðan. Þó við séum að koma vel út þegar kemur að jöfnuð í samfélaginu, þurfum við að gera enn betur svo Ísland verði ákjósanlegur valkostur fyrir unga fólkið í framtíðinni.

Framsókn leggur ríka áherslu á jafnan rétt til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til háskólanna svo þau nái OECD-meðaltalinu árið 2020. Ein króna inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið. Ísland þarf að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Fjölbreytt framboð á menntun og símenntun er lykilþáttur í því sambandi. Við höfum líka lagt áherslu á að þeir fjármunir sem sparast við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verði nýttir til að byggja upp og þróa framhaldsskólastigið, t.d. í verk- og iðnnámi.

Fjölbreytt og áhugaverð störf þurfa að vera í boði fyrir ungt fólk í framtíðinni. Sú tæknibylting sem framundan er mun án efa skapa mörg ný, spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk í náinni framtíð. En það gerist ekki af sjálfu sér. Framsókn vill að á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar verði endurgreiðsluhlutfall á rannsóknar- og þróunarkostnaði hækkað úr 20% í 25% svo skapa megi ný tækifæri á þeim umbreytingartímum sem framundan eru. Stjórnvöld þurfa að styðja vel við fyrirtæki sem fjárfesta í hugverka- og þekkingariðnaði.

Mikil fjölgun hefur verið á leigumarkaði á Íslandi en 80% þeirra vilja eignast sitt eigið húsnæði. Framsókn hefur lagt fram raunhæfa aðgerð sem gengur út á að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup. Þessi leið hefur nýst vel í Sviss til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Samhliða þessari aðgerð verður meira framboð af húsnæði að vera til staðar. Ísland þarf að geta boðið upp á sambærilegar aðstæður til húsnæðiskaupa og önnur norræn ríki.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 25. október 2017.

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Ásmundur Einar leiðir í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

09/10/2017

Ásmundur Einar leiðir í Norðvesturkjördæmi

Um helgina fór fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Bifröst í Borgarfirði. Þar var samþykkt að Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi alþingismaður, muni skipa efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri í Bolungarvík, situr í öðru sæti listans og Stefán Vagn Stefánsson, bæjarfulltrúi og yfirlögregluþjónn, á Sauðárkróki, í því þriðja.
Annars er listi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi svona:
1. Ásmundur Einar Daðason, Borgarnesi
2. Halla Signý Kristjánsdóttir, Bolungarvík
3. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkrókur
4. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð
5. Guðveig Anna Eyglóardóttir, Borgarnesi
6. Lilja Sigurðardóttir, Patreksfjörður
7. Þorgils Magnússon, Blönduósi
8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, Hvammstanga
9. Einar Guðmann Örnólfsson, Borgarbyggð
10. Jón Árnason, Patreksfirði
11. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Dalabyggð
12. Gauti Geirsson, Ísafirði
13. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
14. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Borgarbyggð
15. Elsa Lára Arnardóttir, Akranes
16. Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi

Categories
Forsíðuborði Greinar

Framsæknar lausnir

Deila grein

08/10/2017

Framsæknar lausnir

Vandi sauðfjárbænda er tvíþættur.

Annarsvegar sterk samningsstaða stórra verslunaraðila sem stýra verðinu til bænda sem verður til þess að afurðaverð er undir framleiðslukostnaði með tilheyrandi tekju og launaskerðingu til bænda.

Hinsvegar ytri vandi vegna efnahagsástands í Evrópu, þróunar gengis, lokun markaðar í Noregi og Rússlandi og seinkun á að fríverslunarsamningur við Kína taki gildi.

Hver taldi rangt eða sagði ósatt?

Í ljós kom að birgðasöfnun var minni en af var látið sem rennir stoðum undir þann grun að stórir verslunaraðilar stýra verðinu.

Þannig hefur það verið frá 2015 og hefur þróast á verri veg. Í flestum löndum er annað hvort framleiðslustýring, sem var fyrir löngu afnumin hér, eða sveiflujöfnunarverkfæri.

Hér á landi er hvorugt og það bætti ekki úr skák að núverandi ríkisstjórn var, af pólitískum ástæðum, ekki tilbúin að leysa málin á skynsaman hátt.

Það er ógn við sjálfstæði bænda að þeir eru ekki tengdir markaðnum m.a. af því ekkert gagnsæi er í afurðastöðvageiranum.

Það skal því engan undra að meðal bænda ríkir vantraust í garð afurðastöðvanna. Það er ekki gott fyrir neinn í framleiðslukeðjunni og þarf að laga hið snarasta.

Lausnirnar verða að snúa að þessu tvennu. Fyrstu þrjár aðgerðirnar snúa að skammtímavandanum. Tvær þær síðustu að leysa verkefnið til framtíðar.

1. Auka þarf stuðning í ár við bændur til að koma til móts við launaskerðinguna. Þær 650 milljónir sem ríkisstjórnin var þó tilbúin til að setja fram eiga að fara í það að draga úr tekjuhruninu. Tillögur aukaaðalfundar Landssambands sauðfjárbænda eru góðar og skynsamar og ber að fara eftir.

2. Byggðastofnun þarf að koma að málinu með afborganaskjóli, lengingu í lánum og öðrum þeim aðgerðum sem fleyta skuldsettum bændum yfir hjallann.

3. Halda þarf áfram með útflutningsverkefnið sem skilaði útflutningi á yfir 800 tonnum á þessu ári. Til þess þarf 100 milljónir.

4. Taka þarf upp sveiflujöfnunartæki. Útfærslu á útflutningsskyldu, sem virkar í báðar áttir. Þ.e. gæti tryggt nægjanlegt framboð á innanlandsmarkaði þegar markaðstækifæri erlendis vaxa á ný.

5. Auka gagnsæið með því að heimila afurðastöðvum að starfa saman á erlendum mörkuðum. Svipað og þegar sjávarútvegsfyrirtækin byggðu upp sterka stöðu íslensks gæða fisks með samstarfi fyrir nokkrum áratugum. Vilji bændur fara þá leið að eiga sjálfir slíkt fyrirtæki getur það einnig verið góð leið.
Með þessum framsæknu lausnum mun sauðfjárræktin ná sér á strik á ný. Halda áfram að vera undirstaða byggðar í dreifbýlasta hluta landsins og um leið skila hágæðavöru á borð neytandans á verði sem allir geta verið ánægðir með.

Þau verkefni sem bændur hafa sett af stað á undanförnum árum í kjölfar nýrra búvörusamninga um aukið virði sauðfjárafurða eru að skila sér. Höfum biðlund fyrir því. Markaðsstarf tekur tíma, en skammtímavandinn er auðleystur strax.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

 

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Sigurður Ingi leiðir í Suðurkjördæmi

Deila grein

07/10/2017

Sigurður Ingi leiðir í Suðurkjördæmi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Framsóknarflokksins, alþingismaður og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, leiðir lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Þetta var samþykkt á fjöl­menn­u kjördæmisþingi í fé­lags­heim­il­inu Hvoli á Hvolsvelli í dag.
Glæsi­leg­ur listi sem ég hef mikla trú á. Ég myndi segja að reynsla og þor væri það sem ein­kenndi okk­ar lista. Við erum til­bú­in að tak­ast á við verk­efn­in framund­an og þær áskor­an­ir sem bíða okk­ar. Verk­efn­in eru ærin,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son.
Listi Fram­sókn­ar­flokks­ins Suður­kjör­dæmi:

  1. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, alþing­ismaður og frv. for­sæt­is­ráðherra
  2. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, alþing­ismaður
  3. Ásgerður K. Gylfa­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og hjúkr­un­ar­stjóri
  4. Jó­hann Friðrik Friðriks­son, lýðheilsu­fræðing­ur
  5. Sæ­björg Erl­ings­dótt­ir, sál­fræðinemi
  6. Inga Jara Jóns­dótt­ir, nemi
  7. Pálmi Sæv­ar Þórðar­son, bif­véla­virki
  8. Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir, verk­fræðing­ur
  9. Lára Skær­ings­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
  10. Her­dís Þórðardótt­ir, inn­kaupa­stjóri
  11. Stefán Geirs­son, bóndi
  12. Jón H. Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi
  13. Hrönn Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
  14. Ármann Friðriks­son, nemi
  15. Val­geir Ómar Jóns­son, sagn­fræðing­ur
  16. Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, bóndi
  17. Jó­hann­es Giss­ur­ar­son, bóndi
  18. Jón­geir H. Hlina­son, bæj­ar­full­trúi og hag­fræðing­ur
  19. Har­ald­ur Ein­ars­son, fyrrv. alþing­ismaður
  20. Páll Jó­hann Páls­son, fyrrv. alþing­ismaður
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Þórunn leiðir í Norðausturkjördæmi

Deila grein

07/10/2017

Þórunn leiðir í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmis samþykkti í dag framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þórunn Egilsdóttir alþingismaður skipar fyrsta sæti listans og Líneik Anna Sævarsdóttir fyrrverandi alþingismaður skipar annað sætið. Í þriðja sætinu situr Þórarinn Ingi Pétursson, fyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Tillaga kjörstjórnar var samþykkt samhljóða með lófataki.
Í umræðum var lögð áhersla á mikilvægi málefna á borð við nauðsynlegar breytingar á menntakerfinu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, jöfnuð í samfélaginu, áframhaldandi uppstokkun á fjármálakerfinu og uppbyggingu á samgöngukerfinu.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 2017:
1. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafirði
2. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð
3. Þórarinn Ingi Pétursson, Grýtubakkahreppi
4. Hjálmar Bogi Hafliðason, Norðurþingi
5. Jóhannes Gunnar Bjarnason, Akureyri
6. Mínerva Björg Sverrisdóttir, Akureyri
7. Örvar Jóhannsson, Seyðisfirði
8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði
9. Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
10. Birna Björnsdóttir, Norðurþingi
11. Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi
12. Eiður Ragnarsson, Djúpavogshreppi
13. Petrea Ósk Sigurðardóttir, Akureyri
14. Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, Fljótsdalshéraði
15. Þorgeir Bjarnason, Fjallabyggð
16. Heiðar Hrafn Halldórsson, Norðurþingi
17. Svanhvít Aradóttir, Fjarðabyggð
18. Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi
19. Margrét Jónsdóttir, Þingeyjarsveit
20. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Norðurþingi

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík

Deila grein

06/10/2017

Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og frv. ráðherra og Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins nú í kvöld.
,,Ég er mjög ánægð með þessa sterku lista sem við munum tefla fram í komandi kosningum og tel þá sýna þann mikla félagsauð sem Framsóknarflokkurinn býr yfir. Við erum að fá inn nýja liðsmenn sem hafa ekki starfað í flokknum og er það ánægjulegt. Næstu dagar fara svo í að kynna okkur og fyrir hvað við stöndum. Við erum framsýnt og lausnamiðað fólk. Mín tilfinning er sú að almenningur sé að kalla eftir stöðugleika, trausti og reynslu í íslensk stjórnmál og það er svo sannarlega eitthvað sem við búum yfir og höfum sýnt í verki.” sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að loknum fundi nú kvöld.
Lilja Dögg mun leiða í Reykjavík suður og Lárus Sigurður í Reykjavík norður. Alex Björn og Birgir Örn skipa annað og þriðja sæti listans í Reykjavík suður og Kjartan Þór og Tanja Rún í Reykjavík norður.
Reykjavík norður:
1. Lárus Sigurður Lárusson, héraðsdómslögmaður
2. Kjartan Þór Ragnarsson, framhaldsskólakennari
3. Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
4. Ágúst Jóhannsson, markaðsstjóri og handboltaþjálfari
5. Ingveldur Sæmundsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Jón Finnbogason, vörustjóri
7. Snædís Karlsdóttir, laganemi
8. Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður
9. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
10. Kristrún Hermannsdóttir, framhaldsskólanemi
11. Guðrún Sigríður Briem, húsmóðir
12. Kristinn Snævar Jónsson, rekstrarhagfræðingur
13. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
14. Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur
15. Snjólfur F Kristbergsson, vélstjóri
16. Agnes Guðnadóttir, starfsmaður
17. Frímann Haukdal Jónsson, rafvirkjanemi
18. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, hárskeri
19. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur
20. Griselia Gíslason, skólaliði
21. Andri Kristjánsson, bakari
22. Frosti Sigurjónsson, fyrrv. alþingismaður
Reykjavík Suður:
1. Lilja D. Alfreðsdóttir, alþingismaður
2. Alex B. Stefánsson, háskólanemi
3. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður
4. Björn Ívar Björnsson, háskólanemi
5. Jóna Björg Sætran, varaborgarfulltrúi
6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, þakdúkari
7. Helga Rún Viktorsdóttir, heimsspekingur
8. Guðlaugur Siggi Hannesson, laganemi
9. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
10. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdarstjóri
11. Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, háskólanemi
12. Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri
13. Gerður Hauksdóttir, ráðgjafi
14. Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, vaktstjóri
15. Bragi Ingólfsson, efnaverkfræðingur
16. Jóhann Halldór Sigurðsson, háskólanemi
17. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi
18. Elías Mar Caripis Hrefnuson, vaktstjóri
19. Lára Hallveig Lárusdóttir, útgerðamaður
20. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur
21. Sigrún Sturludóttir, húsmóðir
22. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. alþingismaður

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Willum Þór Þórsson leiðir í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

05/10/2017

Willum Þór Þórsson leiðir í Suðvesturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, sem fram fara þann 28. október næstkomandi, var samþykktur á fjölmennu aukakjördæmisþingi.
Fram­boðslisti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suðvesturkjördæmi:

  1. Will­um Þór Þórs­son, rekstrarhagfræðingur og þjálf­ari
  2. Krist­björg Þóris­dótt­ir, sál­fræðing­ur
  3. Linda Hrönn Þóris­dótt­ir, leik- og grunn­skóla­kenn­ari
  4. Páll Marís Páls­son, há­skóla­nemi
  5. María Júlía Rún­ars­dótt­ir, lögmaður
  6. Þor­gerður Sæv­ars­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
  7. Ágúst Bjarni Garðars­son, stjórnmálafr. MPM og skrif­stofu­stjóri
  8. Mar­grét Sig­munds­dótt­ir, flug­freyja
  9. Guðmund­ur Há­kon Her­manns­son, nemi
  10. Anna Aur­ora Waage Óskars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
  11. Bjarni Dag­ur Þórðar­son, há­skóla­nemi
  12. Elín Jó­hanns­dótt­ir, há­skóla­nemi og leik­skóla­leiðbein­andi
  13. Há­kon Ju­hlin Þor­steins­son, tækni­skóla­nemi
  14. Njóla Elís­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  15. Ingi Már Aðal­steins­son, fjár­mála­stjóri
  16. Helga María Hall­gríms­dótt­ir, sér­kenn­ari
  17. Ein­ar Gunn­ar Bolla­son, öku­kenn­ari
  18. Birna Bjarna­dótt­ir, sér­fræðing­ur
  19. Birk­ir Jón Jóns­son, bæj­ar­full­trúi
  20. Ingi­björg Björg­vins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  21. Kári Walter Mar­grét­ar­son, lög­reglumaður
  22. Dóra Sig­urðardótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðingur
  23. Eyþór Rafn Þór­halls­son, verk­fræðing­ur og dós­ent
  24. Ólaf­ur Hjálm­ars­son, vél­fræðing­ur
  25. Óskar Guðmunds­son, full­trúi í flutn­inga­stjórn­un
  26. Eygló Harðardótt­ir, alþing­ismaður og frv. ráðherra
Categories
Forsíðuborði Greinar

Lýðræðið

Deila grein

03/10/2017

Lýðræðið

Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.

Vilji almennings
Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.

Hér heima
Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 3. október 2017.