Categories
Fréttir

Jón Björn leiðir lista Framsóknar í Fjarðabyggð

Deila grein

04/03/2022

Jón Björn leiðir lista Framsóknar í Fjarðabyggð

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

Framboðslisti Framsóknarfélags Fjarðabyggðar var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Þórðarbúð á Reyðarfirði í kvöld.

Uppstillingarnefnd, undir forystu Lars Gunnarssonar,  hefur unnið að því undanfarnar vikur að stilla upp listanum og á fundinum í kvöld var tillaga hennar lögð fram og samþykkt einróma.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Þuríður Lillý Sigurðardóttir, bóndi á Sléttu, í þriðja sæti er Birgir Jónsson, framhaldsskólakennari , fjórða sætið skipar Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri og það fimmta Elís Pétur Elísson, framkvæmdastjóri.

“Framboðslisti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð er skipaður kraftmiklu  fólki á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn, sem kemur úr öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Á listanum fer saman víðtæk þekking, reynsla, kraftur og vilji til að vinna að eflingu samfélagsins í Fjarðabyggð, með öruggar grunnstoðir og fjölbreytt atvinnulíf í forgrunni. Ég er spenntur fyrir kosningabaráttunni og þeirri vinnu sem framundan er með þeim öfluga hópi sem hér var kynntur í kvöld” sagði Jón Björn Hákonarson, oddviti listans eftir að listinn var samþykktur í kvöld.

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 er þannig skipaður.

1.         Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Norðfirði

2.         Þuríður Lillý Sigurðardóttir bóndi, Reyðarfirði

3.         Birgir Jónsson framhaldsskólakennari Eskifirði

4.         Arnfríður Eide Hafþórsdóttir mannauðs- og öryggisstjóri, Fáskrúðsfirði

5.         Elís Pétur Elísson framkvæmdastjóri, Breiðdal

6.         Pálína Margeirsdóttir bæjarfulltrúi og ritari, Reyðarfirði

7.         Bjarni Stefán Vilhjálmsson verkstjóri, Stöðvarfirði

8.         Karen Ragnarsdóttir skólastýra, Norðfirði

9.         Kristinn Magnússon rafvirki og íþróttafræðingur, Breiðdal

10.       Margrét Sigfúsdóttir grunnskólakennari, Mjóafirði

11.       Ívar Dan Arnarsson tæknistjóri, Reyðarfirði

12.       Tinna Hrönn Smáradóttir iðjuþjálfi, Fáskrúðsfirði

13.       Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri, Eskifirði

14.       Guðfinna Erlín Stefánsdóttir forstöðumaður og stuðningsfulltrúi, Fáskrúðsfirði

15.       Bjarki Ingason rafvirkjanemi, Norðfirði

16.       Bjarney Hallgrímsdóttir grunnskólakennari, Eskifirði

17.       Jón Kristinn Arngrímsson matráður, Reyðarfirði

18.       Elsa Guðjónsdóttir sundlaugavörður, Fáskrúðsfirði

Categories
Fréttir

Blikur á lofti í Evrópu – staða Íslands

Deila grein

01/03/2022

Blikur á lofti í Evrópu – staða Íslands

Fimmtudagur 3. mars

Þingflokkur Framsóknar heldur áfram að funda víðsvegar um landið í kjördæmavikum. Nú er komið að höfuðborginni og gefst tækifæri til að ræða stóru myndina í heimsmálunum.

Fundurinn fer fram í Hvammi á Grand hótel kl. 20:00.

Categories
Fréttir

„Við fordæmum þessar aðgerðir Rússa“

Deila grein

24/02/2022

„Við fordæmum þessar aðgerðir Rússa“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, sagði á Alþingi í dag:

„Það sem við höfum mörg hver óttast og fylgst með á síðustu dögum og vikum hefur verið að raungerast á síðasta sólarhring. Við hljótum að fordæma harðlega þá framkomu og þær ákvarðanir sem forseti Rússlands og yfirvöld í Rússlandi hafa tekið með því að ráðast inn í frjálst og fullvalda nágrannaríki sitt, lýðræðisríki, og brjóta þar með landamæri og alþjóðleg lög. Við hljótum að skipa okkur í sama lið og allar aðrar lýðræðisþjóðir í heimi, vestrænar þjóðir, bandalagsþjóðir okkar, hvort sem þær eru innan NATO eða innan Evrópu. Ég fagna því og vil reyndar lýsa því yfir, svo að á því sé enginn vafi, að ríkisstjórnin er einhuga í þeirri yfirlýsingu sem forsætisráðherra fór með í upphafi þessarar umræðu. Ég er líka ánægður að heyra að þau skilaboð sem koma frá þinginu eru skýr.

Skilaboð okkar frá Íslandi, frá ríkisstjórn, frá Alþingi, frá þjóðinni eru einfaldlega þessi:

Við fordæmum þessar aðgerðir Rússa og við stöndum með fólkinu í Úkraínu. Hugur okkar hlýtur að vera hjá almenningi þar, þar sem þeirra venjulega, daglega lífi er ógnað. Við munum gera allt sem við getum gert. Við þurfum að axla þá ábyrgð sem við höfum í því varnarbandalagi sem við erum í og í þeirri bandalagsstarfsemi sem þar er til að gagnast í þessu verkefni. Við þurfum líka að reyna að gera það sem við mögulega getum til að hjálpa fólkinu í Úkraínu.

Ég þakka fyrir þessa umræðu. Hún er mikilvæg og það er mikilvægt að við sýnum samstöðu frá Íslandi. Ég vona að allur heimurinn geri slíkt hið sama.“

Categories
Fréttir

Innrás í frjálst og fullvalda ríki hefur afleiðingar

Deila grein

24/02/2022

Innrás í frjálst og fullvalda ríki hefur afleiðingar

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, sagði í störfum þingsins á Alþingi, að öryggi Íslands byggist á sterkum gagnkvæmum vörnum bandalagsríkja NATO, með sameiginlegum vörnum og samvinnu. En jafnframt á trú okkar á frið, mannréttindum og lýðræði, og að leikreglum alþjóðasamfélagsins séu virtar.

„Frá lýðveldisstofnun hefur velgengni okkar grundvallast á sjálfsákvörðunarrétti okkar til athafna og ákvarðana um eigin örlög. Blessunarlega hefur stríð ekki ógnað okkar tilveru né fullveldi frá seinni heimsstyrjöld,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Innrás í frjálst og fullvalda ríki má aldrei og á aldrei að verða án afleiðinga fyrir þann sem valdi beitir.“

„Við Íslendingar erum fámenn, herlaus þjóð í gjöfulu landi. Það rof sem blasir við í öryggismálum í okkar heimsálfu er grafalvarlegt og kallar á sameiginleg viðbrögð. Staðan kennir okkur einnig mikilvægi þess að landið sé sjálfbært, fæðuöryggi okkar sé tryggt, samningar okkar á alþjóðavettvangi séu virtir og varnir okkar traustar. Það er og verður ávallt siðferðisleg skylda okkar að hvetja til friðsamlegra lausna og standa gegn stríðsátökum sem einna helst bitna á saklausum borgurum,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Ég trúi því að stjórnvöld og Alþingi tali skýrt fyrir þeim gildum sem skilað hafa friði og velsæld í Evrópu í áratugi og að enginn afsláttur verði gefinn þar á,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.

Categories
Fréttir

Falleinkunn í tollframkvæmd landbúnaðarafurða

Deila grein

24/02/2022

Falleinkunn í tollframkvæmd landbúnaðarafurða

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, gerði að umtalsefni falleinkunn þá er kemur fram í skýrslu um úttekt á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða í störfum þingsins á Alþingi. Ríkisendurskoðandi birti skýrslu þessa í vikunni.

Alvarlegar athugasemdir við tollframkvæmdinni eru endurtekið efni frá því fyrir níu árum. „Þetta sætir furðu,“ sagði Halla Signý. „Margir af þeim annmörkum sem komu fram þá eiga enn við í dag. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu síðustu ára á innflutningi landbúnaðarvara, sérstaklega mjólkurafurða, hefur mikilvægi eftirlits ekki aukist að sama skapi, því miður.“

„Það sætir furðu að þrátt fyrir að tollframkvæmd á innfluttum vörum hafi verið þó nokkuð í kastljósinu undanfarin misseri virðist sem ekkert hafi verið reynt til að bæta úr né að gera hana skilvirkari. Úttektin staðfestir það sem haldið hefur verið fram, að allnokkurt misræmi er á útflutningstölum Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands í tilviki ákveðinna landbúnaðarvara,“ sagði Halla Signý.

„Nú vinnum við eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi yfir flytjanlegar vörur sem samið er af tollsamvinnuráði í Brussel. Því ætti samræming tolleftirlits ekki að vera nein stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir það virðist ekki vera hægt að tolla rétt vörur hér á landi,“ sagði Halla Signý.

Tollurinn flokkar vörur í samræmi við upplýsingar frá innflytjendum og virðist treysta þeim upplýsingum í blindni í stað þess að bera þær saman við skráð flokkanúmer frá útflytjanda.

„Það er athyglisvert að þarna eru íslenskir innflytjendur frjálsir að flokka sínar vörur að vild og þegar maður horfir á misræmið er ekki laust við að maður haldi að þarna sé um einbeittan brotavilja að ræða,“ sagði Halla Signý.

„Það er nauðsynlegt að Skatturinn sem sér um tollframkvæmd sé í betri samvinnu við aðra tollstofnarnir erlendis. Þangað til úr því verður bætt mun áfram eiga sér stað ósanngjarnir viðskiptahættir hér á landi og fjárhagslegt tap fyrir ríkissjóð,“ sagði Halla Signý að lokum.

Categories
Fréttir

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar í Mosfellsbæ

Deila grein

24/02/2022

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar í Mosfellsbæ

Á félagsfundi þriðjudaginn 22. febrúar var samþykkt tillaga að framboðslista Framsóknar í Mosfellsbæ, en uppstillingarnefnd hefur unnið að mótun listans frá því í nóvember.
Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sæti listans og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti.

Áhersla lögð á samtal og samvinnu
„Við, sem skipum lista Framsóknar í Mosfellsbæ, erum hópur fólks sem gefur kost á sér til að taka þátt í að byggja upp samfélag þar sem lögð er áhersla á samtal og samvinnu,“ segir Halla Karen nýr oddviti Framsóknar.
„Þar sem áherslurnar eru skýrar en við getum rætt um leiðir að markmiðunum. Þar sem við missum aldrei sjónar á þeirri ánægju og gleði sem þarf að vera fylgifiskur þess að taka þátt í að byggja upp samfélag. Þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru og þeim sjónarmiðum sem uppi eru á hverjum tíma. Þar sem kjörnir fulltrúar bjóða fram þjónustu sína og styðja við þann mannauð sem fyrirfinnst bæði í stjórnkerfinu og í íbúum bæjarins.“

Fjölmargar áskoranir næstu ár
„Það er af mörgu að taka þegar kemur að áskorunum næstu ára í starfsemi Mosfellsbæjar.
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að íbúum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Slíkri fjölgun fylgja áskoranir sem mikilvægt er að ræða.
Heimsfaraldurinn mun án efa skilja eftir sig verkefni sem mikilvægt er að fylgja eftir bæði hjá ungum íbúum og einnig hjá þeim sem eldri eru.
Mikill þrýstingur er á sveitarfélög að uppbygging haldi áfram. Það þýðir áframhaldandi vaxtaverki og innviðauppbyggingu í Mosfellsbæ. Áskoranir sem varða umhverfismál eru miklar og þar verða allir að leggja sitt af mörkum.“


Halla Karen Kristjánsdóttir

Sameinumst um góðar ákvarðanir
„Við höfum tækifæri til að hafa áhrif á hvernig við viljum hafa Mosfellsbæ í framtíðinni með því að láta okkur málin varða og sameinast um að taka góðar ákvarðanir sem eru okkur sjálfum og samfélaginu okkar til framdráttar.
Við viljum hvetja öll þau sem hafa áhuga á að koma á fyrsta fundinn okkar, þar getið þið haft áhrif með því að koma með ábendingar eða vinna með okkur að stefnumótun listans og þeirri málefnavinnu sem fram undan er.
Fyrsti opni fundurinn verður á kosningaskrifstofu Framsóknar á 5. hæð í Kjarnanum laugardaginn 26. febrúar kl. 10:00-12:30.
Þín rödd er mikilvæg og þú skiptir máli fyrir bæjarfélagið. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samráð og samvinnu við ykkur bæjarbúa og tryggja að raddir sem flestra heyrist.“


Efstu sjö á lista Framsóknar: Erla, Sævar, Leifur Ingi, Halla Karen, Hrafnhildur, Aldís og Örvar.

LISTI FRAMSÓKNAR 2022

1. Halla Karen Kristjánsdóttir  Íþróttakennari
2. Aldís Stefánsdóttir  Viðskiptafræðingur
3. Sævar Birgisson Viðskiptafræðingur
4. Örvar Jóhannsson  Rafvirki
5. Leifur Ingi Eysteinsson  Háskólanemi
6. Erla Edvardsdóttir  Kennari
7. Hrafnhildur Gísladóttir  Tómstunda‐ og félagsfræðingur, Verkefnastjóri
8. Þorbjörg Sólbjartsdóttir  Kennari
9. Hilmar Tómas Guðmundsson  Sjálfstætt starfandi
10. Rúnar Þór Guðbrandsson  Framkvæmdastjóri
11. Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir  Hjúkrunarfræðingur
12. Birkir Már Árnason  Söluráðgjafi
13. Grétar Strange  Flugmaður
14. Ragnar Sverrisson  Matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri
15. Matthildur Þórðardóttir  Kennari og stjórnmálafræðingur
16. Ísak Viktorsson  Háskólanemi
17. Bjarni Ingimarsson  Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
18. Hörður Hafberg Gunnlaugsson  Húsasmíðameistari
19. Ævar H. Sigdórsson  Vélstjóri
20. Ingibjörg Óskarsdóttir  Hjúkrunarfræðingur
21. Níels Unnar Hauksson  Verktaki
22. Eygló Harðardóttir  Matreiðslunemi og fyrrverandi ráðherra

Greinin birtist fyrst í Mosfellingi 24. febrúar 2022

Categories
Fréttir

Frumkvöðlar eru lykilaðilar til árangurs hvað varðar nýsköpun

Deila grein

24/02/2022

Frumkvöðlar eru lykilaðilar til árangurs hvað varðar nýsköpun

Friðrik Már Sigurðsson, varaþingmaður, reifaði tillögu sína til þingsályktunar um frumkvöðlalaun í störfum þingsins á Alþingi. Tillaga hans kveður á um að Alþingi álykti að fela háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að koma á fót starfslaunum fyrir frumkvöðla með það að markmiði að efla enn frekar nýsköpun í landinu. Sagði Friðrik Már tillöguna vera í samræmi við skýrslu um „Klasastefnu fyrir Ísland“ frá mars 2021 sem tilgreinir frumkvöðla sem lykilaðila til árangurs hvað varðar nýsköpun.

„Með stefnunni er sett fram sú framtíðarsýn að árið 2030 verði Ísland meðal fremstu landa hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld,“ sagði Friðrik Már.

„Starfslaun frumkvöðla veita færi á að nýta frumsköpunarkraft grasrótarnýsköpunar og draga fram nýjar lausnir. Innleiðing á hugmyndafræði sjálfræðis í nýsköpun skapar aukið svigrúm fyrir hugmyndaauðgi og getur þannig skilað fleiri og fjölbreyttari lausnum á flóknum viðfangsefnum samtímans,“ sagði Friðrik Már.

Friðrik Már segir að vinna megi að lausnum á mörgum áskorunum samtímans, t.d. með að skapa nýjar lausnir á grundvelli hringrásarhagkerfisins og sjálfbærrar nýtingar auðlinda. Jafnframt orðið áhrifaríkt tæki í byggðaþróun, í samræmi við markmið Klasastefnunnar, að ráðstafa fjármunum til slíkra verkefna.

„Tillögunni er ætlað að efla enn frekar stuðningsumhverfi frumsköpunar og frumkvöðulsstarf í landinu með fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra og aukna verðmætasköpun að leiðarljósi,“ sagði Friðrik Már að lokum.

Categories
Fréttir

Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Deila grein

24/02/2022

Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Í gærkvöldi var listi Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi. Þar var m.a. nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi valinn, Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.

Eftir honum fylgja Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í öðru sæti og Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri, í því þriðja. Listinn er skipaður ellefu konum og ellefu körlum.

Það er sannur heiður að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er öflugur og við erum með kröftugt fólk í hverju sæti. Við ætlum okkur stóra hluti hér í Kópavogi og ég er spenntur fyrir því að hefjast handa,“ segir Orri Hlöðversson

Listinn í heild sinni:

  1. Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri
  2. Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri
  3. Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri
  4. Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
  5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
  6. Svava H Friðgeirsdóttir, skjalastjóri
  7. Sveinn Gíslason, forstöðumaður
  8. Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur
  9. Haukur Thors Einarsson, sálfræðingur
  10. Hjördís Einarsdóttir, aðst.skólameistari
  11. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
  12. Hrefna Hilmisdóttir, fv. rekstrarfulltrúi
  13. Eysteinn Þorri Björgvinsson, stuðningsfulltrúi
  14. Sigrún Ingólfsdóttir, íþróttakennari
  15. Sigurður H Svavarsson, rekstrarstjóri
  16. Guðrún Viggósdóttir, fv. deildarstjóri
  17. Páll Marís Pálsson, lögfræðingur
  18. Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari
  19. Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og varaþingmaður
  20. Willum Þór Þórsson, ráðherra
  21. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
  22. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. Alþingismaður
Categories
Fréttir

Loftbrúin bætt enn frekar

Deila grein

22/02/2022

Loftbrúin bætt enn frekar

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, vakti athygli á mjög jákvæðri frétt í störfum þingsins á Alþingi á nýju flugfélagi NICEAIR og áformum þess um reglubundið flug milli Akureyrar og Evrópu. Sagði hún þetta skapa alveg nýjan grundvöll fyrir frekari samvinnu og eflingu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi.

„Meðan millilandaflugið er undirstaða nýrra tækifæra er innanlandsflugið grunnþjónusta og liður í almenningssamgöngum. Loftbrúin, sem hleypt var af stokkunum í september 2020, er einmitt viðurkenning og staðfesting á því,“ sagði Líneik Anna. 

Loftbrúin er til að bæta aðgengi íbúa að miðlægri þjónustu og efla byggðir. Loftbrúin veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi í áætlunarflugi innan lands fyrir fólk sem býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrir fólk sem býr á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og að hluta vestra, Austurlandi, Hornafirði og Vestmannaeyjum, en rúmlega 60.000 íbúar geta nýtt sér loftbrúna og hver einstaklingur getur fengið allt að sex flugleggi á ári. 

„Það er fagnaðarefni að nú frá 7. febrúar var Loftbrúin víkkuð út og nú er tryggt að börn sem eiga foreldra sem búsettir eru á svæði sem hún nær til en eiga sjálf lögheimili utan þess, geta nýtt hana í flugferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu til foreldra,“ sagði Líneik Anna.

„Loftbrúna þarf að þróa áfram eins og áður sagði í samvinnu við flugfélögin. Vefir flugfélaganna verða að vinna með. Það er hægt að nota tæknina við að leysa þær áskoranir sem þar eru. Tölvurnar segja aldrei nei ef fólkið sem forritar gerir það ekki,“ sagði Líneik Anna að lokum.

Categories
Fréttir

Störf án staðsetningar er góð ráðstöfun á fjármagni

Deila grein

22/02/2022

Störf án staðsetningar er góð ráðstöfun á fjármagni

Friðrik Már Sigurðsson, varaþingmaður, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi og ræddi verkefnið „Störf án staðsetningar“. Rakti hann samantekt er Byggðastofnun vann að og gefin út í ágúst í fyrra. Þar kemur fram að allnokkur munur er á hlutfalli íbúafjölda og fjölda opinberra starfa. „Þegar 64% landsmanna búa hér á höfuðborgarsvæðinu en þar er hlutfall stöðugilda ríkisins 71%. Hins vegar er hlutfall íbúa á landsbyggðinni 36% og stöðugildin 29%. Þennan mismun þarf að leiðrétta,“ sagði Friðrik Már.

Ríkisendurskoðun hefur tekið saman tölur er varðar fjölda, stærð og stærðarhagkvæmni stofnana og kemur fram þar að árið 2021 störfuðu 22.000 manns í um 17.000 stöðugildum hjá ríkinu. Þar er frátalið starfsfólk ráðuneyta og hlutafélaga í eigu ríkisins.

Friðrik Már sagði atvinnuauglýsingar á Starfatorgi á störfum án staðsetningar vera enn of fáar. Ekki sé alltaf augljóst að um starf án staðsetningar sé að ræða og hér þurfi breytinga við. Jafnræði íbúa landsins að aðgengi að opinberum störfum sé í forgrunni. 

„Nauðsynlegt er að fjármagn fylgi góðum hug. Þá er ég vísa til þess að borið hefur á skorti á fjárheimildum til greiðslu fyrir starfsaðstöðu og hamlar það stofnunum hvað varðar flutning verkefna til landsbyggðarinnar. Brýnt er að leiðrétta þetta. Reynslan sýnir að staðsetning opinberra starfa og stofnana er ekki einungis byggðaaðgerð heldur góð ráðstöfun á fjármagni. Starfsmannavelta er lítil og vel helst í sérhæfingu og sérþekkingu starfsmanna,“ sagði Friðrik Már að lokum.