Categories
Fréttir

Ákvörðun Skipulagsstofnunar óskiljanleg

Deila grein

12/07/2019

Ákvörðun Skipulagsstofnunar óskiljanleg

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs Akraness, segir að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg muni hafa „afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis“ enda ætlað „að taka á lífshættulegum aðstæðum vegfarenda,“ í yfirlýsingu í dag. Og í því ljósi sé ákvörðun Skipulagsstofnunar að breikkunin sé háð mati á umhverfisáhrifum óskiljanleg. Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun.
Akranes og íbúar þess hafa lögvarinna hagsmuna að gæta þegar kemur að umferðaröryggi íbúa og að framkvæmdinni sé hraðað en Akraneskaupstað er umhugað um að ekki verði fleiri slys á umræddri leið segir m.a. í yfirlýsingu frá fundinum. „Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum.“ En það er mat bæjarráðs Akraness að ákvörðun Skipulagsstofnunar sé háð verulegum annmörkum, sé byggð á röngum forsendum og sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir og beri að ógilda. Ekki sé um að ræða nýjan veg heldur breikkun vegarins í 2+1 ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Land sem raskast við framkvæmdina hefur þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið.
Verulegt ósamræmi er við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um mastskyldu sambærilegra framkvæmda og ef breyta ætti stjórnsýsluframkvæmd þá þurfi að rökstyðja það sem ekki er gert. Ósamræmi er við ákvarðanir Skipulagsstofnunar er varða t.d. endurbætur á Þingvallavegi, breytingar á Kjalvegi og breikkun Grindavíkurvegar. Óskiljanlegt er hvers vegna önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun um matsskyldu breikkunar Vesturlandsvegar.
Elsa Lára segir að byggðarráð Borgarbyggðar hafi tekið undir sjónarmið Akraneskaupstaðar og styðji þar með kæru bæjarráðs Akraness.
Vegagerðin hefur einnig ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum.
„Ákvörðunin eins og hún er fram sett getur að mati Vegagerðarinnar valdið vafa um hvernig meðhöndla eigi aðrar slíkar framkvæmdir með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. Vegagerðin mun samhliða flýta undirbúningi verkefnisins eins og kostur er þannig að framkvæmdir tefjist sem allra minnst,“ segir í yfirlýsingu Vegagerðarinnar.

Categories
Fréttir

„Lilja alveg með þetta“ – stórt skref í byggðaþróun í landinu

Deila grein

12/07/2019

„Lilja alveg með þetta“ – stórt skref í byggðaþróun í landinu

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir Lilju Alfreðdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, „alveg með þetta“ en að frumvarpsdrög um nýjan stuðningssjóð íslenskra námsmanna sé „verið að stíga mörg ár fram í sögu lánamála námsmanna,“ í yfirlýsingu í dag.
„Þetta er róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknu. Svo dæmi má nefna er veitt heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búa og starfa í brothættum byggðum. Það er stórt skref í byggðaþróun í landinu,“ segir Halla Signý.
Halla Signý segist vonast til að frumvarpið fái gott „gengi í málsmeðferð inn á Alþingi“ og hvetur hún endilega fólk að fara í samráðsgáttin og gera „athugasemdir sem nýtast munu í vinnu við frumvarpið“.

Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Hjálmar Bogi Hafliðason

Deila grein

12/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Hjálmar Bogi Hafliðason

Í Norðurþingi leiddi Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, lista Framsóknarflokks og félagshyggjufólks. Hjálmar Bogi er 39 ára Húsvíkingur með sveitatengingu inn í Aðaldalinn. Hann er grunnskólakennari að mennt og er deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Hefur hann starfað við kennslu síðastliðin 13 ár auk þess kennt hin og þessi námskeið og starfað á meðferðarheimili fyrir unglinga.
„Ég var fyrst í framboði 18 ára árið 1998 og síðan eru liðin mörg ár. Setið í ótal nefndum og ráðum bæði á sveitarstjórnarstiginu eða hjá ríkinu síðan þá. Sat í sveitarstjórn árið 2010-2014 og af fáu er ég eins stoltur og þegar sveitarfélagið byggði gervigrasvöll og mötuneyti við Borgarhólsskóla. Framsókn hafði þá afgerandi forystu í málefnum sveitarfélagsins þar sem vörn var snúið í sókn þó að aðrir vilji skreyta sig með stolnum fjöðrum. Var varabæjarfulltrúi á síðasta kjörtímabili, er varaþingmaður og sinnt því áður,“ segir Hjálmar Bogi.

Þjónn samfélagsins

„Mér finnst gaman að láta gott af mér leiða með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Að vera þjónn samfélagsins og eiga samskipti við ólíka einstaklinga sem vilja fara ólíkar leiðir með sama markmið í huga; að gera samfélagið okkar betra. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar taki þátt í samfélaginu og það tel ég mig gera; á kórloftinu eða kórpöllunum, á leiksviðinu, í útkalli eða með því að slá kúlu á golfvellinum,“ segir Hjálmar Bogi.

Áherslumál Framsóknarflokks og félagshyggjufólks

Við leggjum áherslu á forvarnir og lýðheilsu í víðum skilningi • Það þarf að auka afþreyingu • Við viljum skipuleggja og hefja uppbyggingu á skíða- og útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk ofan Húsavíkur – þar opnast algjör paradís • Við viljum lækka álögur á barnafjölskyldur og bjóða upp á heimagreiðslur þannig að foreldrar hafi val um að vera heima með barni sínu eftir að fæðingarorlofi lýkur og til tveggja ára aldurs • Við viljum taka upp samninga við íþrótta- og tómstundafélög og auka í þann málaflokk með langtímamarkmið í huga • Sömuleiðis að stórauka hvatastyrki á sem víðustum grunni til barna og ungmenna, m.a. til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og hverju því sem stuðlar að vellíðan og þroska barna • Við viljum mæta framtíðinni og tæknivæða skólastarf, m.a. með því að hver nemandi frá 4. bekk grunnskóla og upp úr fái spjaldtölvu til afnota við nám

Fréttir og greinar

Húsavík rétt í þessu…

Ljósmynd: Hjálmar Bogi Hafliðason.

Categories
Fréttir

Nýtt námsstyrkjakerfi: „Róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi“

Deila grein

10/07/2019

Nýtt námsstyrkjakerfi: „Róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi“

Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóðs íslenskra námsmanna (SÍN) hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánakerfinu.
„Þetta er róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknu. Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Nýtt námsstyrkjakerfi mun stuðla að bættri námsframvindu háskólanema, og þar með aukinni skilvirkni og betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu. Námsaðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna verður efld og jafnræði mun aukast milli námsmanna. Þá veitir nýja fyrirkomulagið lánþegum meira frelsi til að velja hvernig þeir haga sínum lánamálum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meðal helstu breytinga í frumvarpinu:

Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra. Styrkurinn er í formi niðurfellingar sem kemur til framkvæmda að námi loknu.

Námsstyrkur verður veittur vegna framfærslu barna lánþega.

Veitt er heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búa og starfa í brothættum byggðum.

Veitt er heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána til lánþega vegna tiltekinna námsgreina, svo sem starfs- og verknáms eða kennaranáms.

Endurgreiðslutími námslána er almennt háður lántökufjárhæð en námslán skal ávallt vera að fullu greitt á 65. aldursári lánþega. Námslán greiðast með mánaðarlegum afborgunum í stað tveggja afborgana á ári hverju. Ljúki lánþegi námi fyrir 35 ára aldur getur hann valið hvort endurgreiðslan sé tekjutengd eða með jöfnum greiðslum.

Nýmæli er að lánþegar geta valið við námslok um hvort þeir endurgreiði námslán með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi.

Framfærsla námsmanna verður almennt sú sama á Íslandi og erlendis. Veitt er heimild til stjórnar SÍN um að bæta við staðaruppbót til erlendra lánþega í úthlutunarreglum sjóðsins, þ.e. viðbótarláni sem miðast við kostnað og aðrar sérstakar aðstæður á hverjum stað.

Frumvarpið mun leysa af hólmi gildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992. Það er afrakstur heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem lengi hefur staðið yfir. Á undanförnum árum hafa verið lögð fram tvö frumvörp til heildarlaga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, á 141. löggjafarþingi vorið 2013, og 145. löggjafarþingi vorið 2016. Athugasemdir sem bárust við þau frumvörp voru höfð til hliðsjónar við gerð þessa frumvarps.

***

Nýtt námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánakerfinu:

Róttæk breyting – lægri skuldsetning – bætt námsframvinda – efld staða vegna félagslegra aðstæðna – aukið jafnræði – meira valfrelsi.

Categories
Fréttir

Úthlutun til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum

Deila grein

08/07/2019

Úthlutun til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu– og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum sem er ætlað að efla byggðir landsins. Úthlutað var til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum fyrir árið 2019 í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024.
Úthlutað var styrkjum að upphæð 71,5 milljónum króna til sjö verkefna á vegum sex landshlutasamtaka sveitarfélaga. Alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr. fyrir árið 2019. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.
Verkefnin sem hljóta styrk árið 2019 eru:

Gestastofa Snæfellsness. Verkefnið er styrkt um 10.000.000 kr. á árinu 2019, en hlaut 15 m.kr. styrk úr sama sjóði árið 2018.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að efla Gestastofu Snæfellsness. Gestastofan gegnir lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunnanverðu nesinu. Þar verður miðlað upplýsingum og þekkingu um svæðið til ferðamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess.
Þekkingarsetur í Skaftárhreppi. Verkefnið er styrkt um 17.500.000 kr. á árinu 2019 og um 25.000.000 kr. árlega árin 2020-2021, samtals kr. 67.500.000 kr.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fá styrk til að undirbúa hönnun á þekkingarsetri á heimavist Kirkjubæjarskóla. Breyta á heimavistarálmu, ljúka hönnun og gera útboðsgögn fyrir nýbyggingu Erróseturs.
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Verkefnið er styrkt um 17.500.000 kr. á árinu 2019 og 20.000.000 kr. árlega árin 2020-2021, samtals kr. 57.500.000 kr. Verkefnið hlaut 5 m.kr. styrk úr sama sjóði árið 2018.
Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hljóta styrk fyrir tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu Sköpunarmiðstöðvarinnar og nýtist styrkurinn til þessa þáttar.
Orkuskipti og bætt orkunýting í Grímsey. Verkefnið er styrkt um 5.200.000 kr. á árinu 2019.
Eyþing hlýtur styrk til að skoða fýsileika orkuskipta fyrir Grímsey. Markmiðið er að hætta brennslu jarðefnaeldneytis í Grímsey, framleiða rafmagn og hita með lífdísli, vind- og sólarorku.
Strandakjarni – undirbúningur og verkefnisstjórn. Verkefnið er styrkt um 4.300.000 kr. á árinu 2019.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk til að undirbúa þjónustumiðstöðvarinnar Strandakjarna er hugsuð fyrir fjölbreytta starfsemi undir sama þaki. Markmið verkefnisins er að standa undir þjónustu við íbúa með rekstri verslunar og annarri grunnþjónustu.
Vestfirðir á krossgötum – uppbygging innviða og atvinnulífs. Verkefnið er styrkt um 12.000.000 kr. á árinu 2019.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk til að taka saman gögn til að byggja á ákvarðanatöku og stefnumótun varðandi þær breytingar sem framundan eru vegna samgöngubóta og breytinga í atvinnulífi, t.d. fiskeldi. Gera á viðhorfskönnun og greiningu á samfélagslegum áhrifum samgöngubóta og á áhrifum fiskeldis.
Hitaveituvæðing Óslandshlíðar, Viðvíkursveitar og Hjaltadals. Verkefnið er styrkt um 5.000.000 kr. á árinu 2019.
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlýtur styrk til að leggja stofnlögn hitaveitu og tengja borholu í Fljótum. Þannig verður miðsvæði Skagafjarðar tengt hitaveitu árið 2021, en það er eina svæðið í sveitarfélaginu sem ekki hefur hitaveitu.

Alls hafa 363,5 m.kr. verið ráðstafað til verkefnanna fyrir árin 2018-2021 en markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum.

Categories
Fréttir

Hér er verið að brjóta lög um dýravelferð!

Deila grein

08/07/2019

Hér er verið að brjóta lög um dýravelferð!

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, vekur athygli á því að nú sé dýralæknalaust í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum, Súðavík, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð (svæði 3 skv. reglugerð 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum). Dýralæknir sá er hefur sinnt þessu svæði hefur sagt upp eftir farsælt starf um árabil oft við erfiðar aðstæður. Þetta kemur fram í grein Höllu Signýjar í Bæjarins besta 4. júlí sl.
Dýralæknir er forsenda þess að bændur og dýraeigendur geti haldið dýravernd. Eftirliti með dýravelferð og dýralækningum í dreifðum byggðum er sinnt með verktakasamningum. Dýravelferð og eftirlit er á hendi héraðsdýralæknis. Héraðsdýralæknir fyrir vesturumdæmi situr í Borgarnesi og sinnir svæðinu frá Hvalfjarðarbotni að Hrútafirði að með töldum Vestfjörðum. Dýralæknar er starfa einir á stóru svæði, án afleysinga, allt árið um kring eru undir miklu álagi.
„MAST hefur á liðnum vikum tvívegis auglýst eftir dýralækni til að taka við þjónustusamningi á svæði 3 en engin viðbrögð hafa verið. Segir það kannski mikið um hvernig þessir samningar eru byggðir upp.“
„Það er tímabært að skoða þessi mál heildstætt og um allt land. Dýralækningar og eftirlit með dýravelferð á að vera hægt að vinna saman, skapa þannig eftirsótt störf og ákjósanleg starfsskilyrði fyrir dýralækna að sækja í. Vinna þarf að lausn í þessum málum og tryggja þannig dýravelferð um allt land,“ segir Halla Signý.

 

Categories
Fréttir

Börn eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi!

Deila grein

05/07/2019

Börn eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi!

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir það „ánægjulegt að forsætisráðherra muni formlega leggja það fyrir ríkisstjórnina að þingmannanefnd um útlendingamál verði falið víðtækara hlutverk en nú er,“ í yfirlýsingu í dag.
„Þá fagna ég frumkvæði dómsmálaráðherra og tek af heilum hug undir mikilvægi þess að meiri áhersla verði lögð á að skoða framkvæmd laganna með tilliti til barna og að fulltrúi minn fái sæti við það borð,“ segir Ásmundur Einar.
„Undanfarna daga hafa málefni barna á flótta verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu og ekki að ástæðulausu. Börn hafa sérstöðu í velflestum málaflokkum og þurfa á því að halda að við, hin fullorðnu, verndum þau svo best sem okkur er mögulegt. Með það að markmiði hef ég einmitt lagt áherslu í embætti á endurskoðun á þjónustu við öll börn á Íslandi. Í því samhengi skiptir uppruni barna ekki máli. Börn eru börn, hvaðan sem þau koma,“ segir Ásmundur Einar.
„Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur en í síðustu viku afhenti UNICEF á Íslandi mér skýrslu um verkefnið „HEIMA: móttöku barna í leit að alþjóðlegri vernd frá sjónarhóli barnsins“. Þar koma fram ýmsar athugasemdir um móttöku og þjónustu við börn í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi, m.a. að bæta þurfi verkferla.
Það virðist sem við getum gert betur að þessu leyti og í því, eins og í öllu er varðar börn skal ávallt haft í huga hvað sé barni fyrir bestu.“

Categories
Fréttir

Til hamingju Ísland – Vatnajökulsþjóðgarður samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO

Deila grein

05/07/2019

Til hamingju Ísland – Vatnajökulsþjóðgarður samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, fagnar frábærri viðurkenningu að Vatnajökulsþjóðgarður hafi verið samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO í yfirlýsingu í dag.
„Til hamingju Ísland,“ segir Líneik Anna, „þetta er einn af stóru sigrunum og frábær viðurkenning.“
„Vatnajökulsþjóðgarður varð ekki til á einni nóttu – í jafn umfangsmiklu verkefni verða óhjákvæmilega sigrar og töp. Undirbúningur umsóknar til UNESCO hófst á árinu 2016,“ segir Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Ekki sparka í þann sem hefur hingað til hugsað um landið

Deila grein

04/07/2019

Ekki sparka í þann sem hefur hingað til hugsað um landið

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður og bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 1 í gær og ræddi þar við Ágúst Ólafsson, fréttamann á Akureyri, m.a. um uppreksturinn en Þórarinn Ingi er einn þeirra sem reka fé sitt úr Höfðahverfi í eyðibyggðina í Fjörðum.
Í viðtalinu var komið inn á umræðu um landgæði og ofbeit á sumum landsvæðum, í kjölfar skýrslu Ólafs G. Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ber heitið Á röngunni – alvarlegir hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt.
Ólafur G. Arnalds segir að skoðun gagna um umhverfisáhrif sauðfjárbeitar leiði í ljós að margt hafi farið úrskeiðis um framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt og þá einkum landnýtingarþátt verkefnisins. Gæðastýringin er liður í samningum sauðfjárbænda um stuðning við atvinnugreinina.
Fram kom hjá Þórarin Inga að landgæði væru ljómandi góð heilt yfir í Fjörðum. „Við höfum verið í verkefni í yfir tuttugu ár á heiðinni sem slíkri, á Leirdalsheiðinni, sem hefur skilað miklum árangri, en vissulega er þetta ekki þungamiðja í okkar beitarsvæði. Þarna erum við að græða upp landið, sem er einmitt það sem bændur gera alls staðar hringinn í kringum landið. Bændum er umhugað um það land sem er verið að nýta og gera sér grein fyrir því að ef gengið er of langt í beit eru menn að skerða rétt framtíðarinnar til að nýta landið.“
Þórarinn Ingi segir að sauðfé sé ekki sleppt eitthvað út í buskan og að það sé ekki ofbeit vegna núverandi búskaparhátta. „Landið er víða uppblásið af öðrum völdum en vegna sauðkindarinnar. Það eru gríðarlegir hópar af gæsum, það ganga hreindýr laus o.s.frv. Við búum í landi þar sem veður eru válynd, svo ég tali ekki um allar þessar náttúruhamfarir, það er ekki bara sauðkindin sem á sök á því hvernig er fyrir komið. Vissulega var það hér áður fyrr að menn voru ekki að heyja það magn sem gert er í dag, búfjáreign var einnig miklu meiri, fé er núna um 450.000, en það voru milljón kindur hér upp úr 1980. Síðan er beitartími orðinn allt annar og mér gremst yfirleitt þessi umræða hjá þessum mönnum sem ég veit að eiga að vita betur. Staðan er ekki svona og það er á sumum stöðum alltaf farið á þetta svo kallaða „gosbelti“ og þar er verið að ráðast á bændur sem eiga það einfaldlega alls ekki skilið, vegna þess að þetta eru þeir bændur sem hafa staðið sig hvað allra best í að græða upp landið.“
„Það er ekki vænlegt til árangurs að sparka í þann sem hefur hingað til hugsað um landið,“ segir Þórarinn Ingi.
„Við sjáum árangur víða um land þar sem bændur hafa verið að græða upp landið og þeir sem vilja sjá það – sjá það. Það er búið að vinna þrekvirki heilt yfir á vegum bænda hringinn í kringum landið þar sem að á hefur þurft að halda í gegnum árin og fullyrði ég að það er þrekvirki, menn hafa lagt á sig ómældan tíma og vinnu í gegnum árin til þess að endurheimta það sem hefur farið í burtu vegna þeirra áhrifa sem nefnd voru hér að framan. Ekki eingöngu vegna sauðkindarinnar og þetta snýst ekki um það að græða upp fyrir beit – það er alls ekki þannig – menn eru að græða upp landið til þess að reyna að loka því,“ segir Þórarinn Ingi.
Áætlað er að á hverju ári séu 18.000-19.000 hektarar undir í uppgræðsluverkefnum  og eins er búið að friða mikið af landi í gegnum tíðina. „Þannig að menn skulu spara stóru orðin þegar er verið að ráðast á bændur og vinna málin frekar í sátt og samlyndi enda skilar það okkur árangri. Það skilar engum árangri að vera með upphrópanir og læti og dæma síðan heila stétt, heilt yfir um landið. Vissulega er það alltaf þannig að eitthvað má betur fara og við tökum að sjálfsögðu alltaf við ábendingum og viljum gera betur,“ segir Þórarinn Ingi, „og það má ekki gleyma því heldur að sum ár gengur ofboðslega vel, það er þá vegna þess að tíðarfarið hefur verið mjög hagstætt. Svo koma þurrkar, líkt og hefur verið núna og þá gengur þetta hægar og veðurfarið getur jafnvel eyðilagt margra ára starf.“

  • Morgunvaktin — Sauðfjárbændur um allt land eru þessa dagana að reka lambfé sitt á fjall til sumarbeitar. Þá þurfa sumir að fara tugi kílómetra á meðan öðrum dugir að reka kindur og lömb rétt út úr fjárhúsgirðingunni. Það er mikil útgerð sem fylgir upprekstrinum og oft þarf að kalla til auka mannskap, enda taka svona ferðir gjarnan einhverja daga. Þórarinn Pétursson, bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi, er einn þeirra sem reka fé sitt úr Höfðahverfi í eyðibyggðina í Fjörðum – viðtalið hefst á 1:24:25 mínútu
Categories
Fréttir

Jarðgöng yfir í Gufunes eða lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík?

Deila grein

03/07/2019

Jarðgöng yfir í Gufunes eða lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík?

Starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum og skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil og í skýrslunni eru nokkrir valkostir vegnir og metnir. Í niðurstöðum hópsins eru tveir valkostir taldir koma til greina; jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir.
„Sundabrautin myndi tengja uppsveitir borgarinnar betur saman milli Kjalarnes, greiða fyrir umferð fólks og vöruflutninga í gegnum höfuðborgarsvæðið og vera öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
„Með hliðsjón af öllu ofangreindu leggur starfshópurinn til að unnið verði að frekari undirbúningi Sundabrautar í jarðgöngum. Leitað verði leiða til að lækka kostnað við göngin, endurskoða tengingar þeirra við hafnarsvæðið, Sæbraut og Gufunes til að hámarka þann fjölda sem myndi aka göngin í stað annarra leiða. Jafnframt verði unnið að undirbúningi þess að leggja Sæbraut í stokk við Vogabyggð sem að mati hópsins er eðlilegur undanfari Sundabrautar,“ segir í skýrslu starfshópsins.