Categories
Fréttir

Takmarkið að veikir borgi ekki

Deila grein

04/06/2019

Takmarkið að veikir borgi ekki

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður og framsögumaður meirihluta velferðarnefndar Alþingis, fylgdi vel á eftir áherslum Framsóknarmanna í meðförum Alþingis á þingsályktun heilbrigðisráðherra „Heilbrigðisstefnu til ársins 2030“ á Alþingi í gær.
„Hér er verið að setja ramma utan um heilbrigðisstefnuna til 2030 og það sem á að rúmast innan hennar skal vera sett í aðgerðaáætlun. Það er mjög mikilvægt að þessi heilbrigðisstefna landsins fylgi ekki duttlungum hverrar ríkisstjórnar fyrir sig, að settur verði ákveðinn rammi sem við getum sætt okkur við,“ sagði Halla Signý.
Hún sagði ennfremur að „hér erum við að taka tillit til allra þegna, hvort sem er í fæðingu eða á hjúkrunarheimili, þannig að allir njóti sömu réttinda hvar á landinu sem þeir búa og á hvaða aldri sem þeir eru.“
Atkvæðaskýring, Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns og framsögumanns meirihluta velferðarnefndar Alþingis, 3. júní 2019.

Framsókn hefur lagt áherslu á að innlend heilbrigðisþjónusta verði áfram í fremstu röð, að við nýtum fjármuni betur og eflum þjónustu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar. Við viljum vinna að sameiningu greiðsluþátttökukerfis læknisþjónustu og lyfja. Að tryggt sé að tannlækninga-, sálfræði og ferðakostnaður sjúklinga falli undir greiðsluþátttökukerfið. Fólk á aldrei að þurfa að glíma við fjárhagsörðugleika vegna veikinda sinna, barna eða skyldmenna. Takmarkið er að veikir borgi ekki.
Heilbrigðisráðherra verður nú í framhaldi falið það verkefni að leggja fram aðgerðaáætlanir til fimm ára í senn, sem verði endurskoðaðar árlega og teknar til umræðu á Alþingi.
Markmið heilbrigðisstefnu er um rétta þjónusta á réttum stað og fólkið í forgrunni.

Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns og framsögumaður meirihluta velferðarnefndar Alþingis 14. maí 2019:

Categories
Fréttir

Halla Signý – eldhúsdagsumræður

Deila grein

31/05/2019

Halla Signý – eldhúsdagsumræður

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, var ræðumaður Framsóknar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í vikunni. Sagði Halla Signý ríkisstjórnina náð góðum samhljómi, mörg mál verið tekin fyrir á Alþingi á þessu þingi, sem munu koma þjóðinni til góða til framtíðar.
Halla Signý nefndi sérstaklega byggða- og atvinnumál í ræðu sinni, og þá sérstaklega breytingar á lögum um fiskeldi sem munu skipta þjóðarbúið miklu máli. Að vanda verði lagaramma og kröfur til eldisfyrirtækja og að greinin muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum á næstu árum. Minnti hún á að Íslendingar hafi háleit markmið varðandi umhverfi og náttúru, og að gæta verði sérstaklega að heilbrigði dýra og umhverfis svo að fiskeldi verði byggt upp til sjálfbærni, vistfræðilega, félagslega og efnahagslega. En fara verði að ýtrustu nærgætni við starfsemina og að hið opinbera tryggi gott og vandað aðhald og eftirlit. Það verði enginn afsláttur gefinn, „enda erum við sprottin af sterkri náttúru og verðum hluti af henni að lokum,“ sagði Halla Signý.
Ræddi Halla Signý fyrirvara þingflokks Framsóknarmanna við frumvarp á reglum um innflutning á ferskum matvælum, talaði um mikilvægi sömu gæðakrafna til innflutra matvæla frá EES svæðinu og gerðar séu til íslenskrar matvælaframleiðslu. Og brýndi fyrir áheyrendum að lýðheilsa beri ekki skaða af innflutningi vegna sýktra matvæla.
„Tilgangur matvælalöggjafar EES snýr að því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Því er mikilvægt að sömu kröfur séu gerðar til innlendrar matvælaframleiðslu og innfluttrar.
Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og vera óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þær áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein mesta ógn sem heilsufar manna stendur frammi fyrir í dag. Undir það taka helstu sérfræðingar okkar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Á grunni sérstöðunnar á Íslandi á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með banni á dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur,“ sagði Halla Signý.
Halla Signý bætti við, að „kolefnisfótspor og önnur umhverfisáhrif íslensks grænmetis og annarra afurða garðyrkjunnar eru miklu minni en þess innflutta. Því er í ljósi fæðuöryggis, umhverfisþátta og orkunýtingar skynsamlegt að hvetja til meiri innlendrar framleiðslu.“
Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur á eldhúsdegi á Alþingi 29. maí.

Categories
Fréttir

Líneik Anna – eldhúsdagsumræður

Deila grein

31/05/2019

Líneik Anna – eldhúsdagsumræður

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, var ræðumaður Framsóknar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í vikunni. Líneik Anna vildi minna á frumkvæði Framsóknarmanna á töluverða umfjöllun um auðlindir á landi, svo sem um:

  • um landnýtingu,
  • ráðstöfun og eignarhald jarða,
  • ráðstöfun og nýtingu takmarkaðra auðlinda á landi,
  • fyrirkomulag samstarfs um skipulag,
  • nýtingu og vernd miðhálendisins og náttúruverndarsvæða,
  • nýtingu lands í vinnunni gegn loftslagsbreytingum,
  • ný heildarlög, bæði um landgræðslu og skógrækt.

Kom Líneik Anna inn á að allt landið sé auðlind sem nýtist í margt, svo sem til matvælaframleiðslu og sem aðdráttarafl ferðamanna. Landi geti fylgt hlunnindi eins og veiði-, námu- og vatnsréttindi. „Það felast miklir almannahagsmunir í ráðstöfun og meðferð lands og því geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi og um hverja aðra fasteign væri að ræða,“ sagði Líneik Anna. Og í framhaldi benti hún á að tryggja verði eignarhald landsmanna og að takmarka fjölda jarðeigna í eignarhaldi sömu aðila, einnig nefndi hún að skýra verði ábyrgð og skyldur þeirra sem fara með ráðstöfunarrétt á landi. Nefndi Líneik Anna að nýta eigi skipulag betur sem stjórntæki við landnýtingu og bæta skráningu landeigna.
„Ég hef miklar væntingar til vinnu sem nú er unnin á vegum ríkisstjórnarinnar um endurskoðun laga og reglna varðandi eignarhald á landi og fasteignum,“ sagði Líneik Anna.
Líneik Anna kom inn á í ræðu sinni vinnu við gróður- og jarðvegsvernd, endurheimt vistkerfa og uppbyggingu gróðurauðlindar og minnti á sú vinna veltur á miklu að rækta samstarf við bændur og aðra sem beri ábyrgð á landi eða búa í strjálbýli. Minnti á Líneik Anna á mikilvægi þess að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. „Samvinna skilar samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni. Þar á meðal er skilgreind nágrannavarsla við náttúruperlur og viðkvæm svæði. Við vorum svo rækilega minnt á það nú í vor, þegar ryk frá Sahara fauk yfir landið, að alþjóðasamfélagið þarf að leggja miklu meiri áherslu á landgræðslu í baráttunni gegn fátækt og loftslagsvánni,“ sagði Líneik Anna.
„Öll verkefni stjórnmálanna eru samvinnuverkefni sem hríslast um allt samfélagið. Vinna okkar þarf að sameina krafta og hvetja til þróunar á öllum sviðum. Við getum aldrei leyft okkur að hafa bara eitt mál á dagskrá og það er aldrei nóg að segja nei, það þarf alltaf að finna lausnir. Bestu óskir um gott sumar um allt land. Áfram veginn,“ sagði Líneik Anna.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur á eldhúsdegi á Alþingi 29. maí 2019.

Categories
Fréttir

Willum Þór – eldhúsdagsumræður

Deila grein

31/05/2019

Willum Þór – eldhúsdagsumræður

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, var ræðumaður Framsóknar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í vikunni. Í ræðu sinni fór hann yfir mikilvægi þess að ákvarðanir Alþingis fyrir landsmenn, atvinnulíf og heimili hafi góðáhrif til framtíðar, að alþingismenn allir séu þátttakendur í móta jöfn tækifæri fyrir alla til að nýta krafta sína, tækni og hugvit til framfærslu og framfara fyrir land og þjóð. Kraftmikið samkeppnishæft atvinnulíf sé gunnur lífsgæða og bættra lífskjara.
Framsýni, samvinna og samstaða einkennir störf ríkisstjórnarinnar sagði Willum Þór og sagði þessa stefnu ríma vel við áherslur og stefnu Framsóknar. Fjárlög ársins 2019 endurspegluðu hagvöxt á liðnum árum, þar sem áfram sé verið að byggja upp samfélagslega innviði á sama tíma og greitt er af skuldum. Aukin séu framlög til samgöngumála og fjarskipta þar sem uppsöfnuð viðhalds- og nýfjárfestingarþörf er hvað mest, til heilbrigðis- og velferðarmála, menntamála, nýsköpunar og rannsókna og umhverfis- og loftslagsmála.
Lífskjarasamningarnir leggja frekari grunn að „efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Í þeim felst aukinn jöfnuður þar sem áherslan er á tekjulægri hópa og barnafjölskyldur með skattkerfisbreytingum og lægri sköttum, hækkuðum barnabótum, lengra fæðingarorlofi og hærri orlofsgreiðslum. Samanlagt geta til að mynda ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu aukist um 411.000 kr. á ári,“ sagði Willum Þór og minnti einnig á fjölmargar lausnir á sviði húsnæðismála:

  • aðstoð við fyrstu kaup,
  • aukið framboð á félagslegu húsnæði,
  • nýting séreignarsparnaðar og tilgreindrar séreignar, „svissneska leiðin“
  • endurskoðun á húsnæðislið vísitölunnar og verðtryggingar

„Lífskjarasamningarnir eru gífurlega mikilvægt innlegg og gefa svigrúm til vaxtalækkunar Seðlabankans sem um leið er merki um aukinn styrk hagkerfisins, trúverðugleika bankans og sjálfstæða stefnu. Það hefur lengi verið kallað eftir því að peningamálastefna og ríkisfjármálastefna togi í sömu átt.“
Hvað er skynsamlegast að gera fyrir land og þjóð?
„Mér finnst svarið blasa við: Ábyrg stefna og sterk staða ríkissjóðs gerir það að verkum að við erum í færum til að halda áfram samfélagslegri uppbyggingu, að bæta í skynsamlegar innviðafjárfestingar og stuðla að sjálfbærum hagvexti til góða fyrir alla landsmenn,“ sagði Willum Þór.
Ræða Willum Þórs Þórssonar á eldhúsdegi á Alþingi 29. maí 2019.

Categories
Fréttir

Banna á dreifingu matvæla sem innihalda kampýlóbakter, salmónellu og fjölónæmar bakteríur

Deila grein

29/05/2019

Banna á dreifingu matvæla sem innihalda kampýlóbakter, salmónellu og fjölónæmar bakteríur

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir í yfirlýsingu í gær, að Ísland geti „verið í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með banni á dreifingu matvæla sem í greinist sýklalyfjaónæmar bakteríur“. Meginstefið í áherslum Framsóknarmanna er að ná því fram að banna ætti dreifingu matvæla sem innihalda kampýlóbakter, salmónellu og fjölónæmar bakteríur.
Þegar hrákjötsfrumvarpið var lagt fyrir Alþingi í vetur bókaði þingflokkur Framsóknarmanna fyrirvara um málið og hefur verð unnið eftir í meðferð málsins í atvinnuveganefnd Alþingis. Fyrirvararnir snúa að því að:

  • sömu gæðakröfur verði gerðar til innfluttra matvæla frá Evrópska efnahagssvæðinu og gerðar eru til íslenskrar matvælaframleiðslu.
  • lýðheilsa beri ekki skaða af innflutningi vegna sýktra matvæla.

„Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Fjölmennur fundur var haldinn á Hótel Sögu þar sem okkar helsti sérfræðingur Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, og yfirlæknir við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, fór yfir staðreyndir málsins. Auk þess sem við fengum Lance Price, prófessor George Washington-háskóla, og stjórnanda rannsóknaseturs skólans sem rannsakar ónæmi gegn sýklalyfjum. Hann brýndi fyrir fundarmönnum að verja þyrfti þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Á grunni sérstöðunnar ættum við möguleika á að banna dreifingu á matvælum sem innihalda fjölónæmar bakteríur til að verja lýðheilsu manna og heilbrigði búfjár í landinu,“ segir Halla Signý.

Categories
Fréttir

Orkunýting og áframhaldandi þróun umhverfisvænna lausna

Deila grein

28/05/2019

Orkunýting og áframhaldandi þróun umhverfisvænna lausna

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í sérstakri umræðu um tækifæri garðyrkjunnar á Alþingi, mikilvægi þess að stjórnvöld skapi greininni eðlilegt starfsumhverfi til að keppa á markaðnum.
„Skapa þarf hvata til nýsköpunar í framleiðsluaðferðum, framleiðslutegundum til áframhaldandi þróunar umhverfisvænna lausna, hvort sem er varðandi orkunýtingu eða aðra framleiðsluþætti,“ sagði Líneik Anna.
Kolefnisfótspor og önnur umhverfisáhrif íslensks grænmetis og annarra afurða garðyrkjunnar eru miklu minni en þess innflutta.
„Þar fyrir utan gæti í stærra samhengi orkunýtingar innan lands, fæðuöryggis og umhverfisþátta, verið skynsamlegt að greiða verð á raforku niður til garðyrkjunnar ásamt því að styðja á einhvern hátt við alla matvöruframleiðslu garðyrkjubænda,“ sagði Líneik Anna.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur, á Alþingi 20. maí 2019.

Categories
Fréttir

Kolefnisfótspor matvælaframleiðslu skiptir mannkynið allt máli

Deila grein

28/05/2019

Kolefnisfótspor matvælaframleiðslu skiptir mannkynið allt máli

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, fór yfir í sérstakri umræðu, um tækifæri garðyrkjunnar, á Alþingi, á dögunum, stefnu stjórnvalda í stuðningi við garðyrkjubændur.
Stjórnvöld vinna að auknu framboði „og neyslu á garðyrkjuafurðum í samræmi við lýðheilsustefnu stjórnvalda og auka vitund almennings um hollustu og heilbrigða lífshætti,“ sagði Halla Signý.
„Hlýnun jarðar er talið vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Kolefnisfótspor matvælaframleiðslu skiptir mannkynið allt máli, hvernig matvæla við neytum og hvar tækifærin liggja. Forskot íslenskrar framleiðslu í grænmeti er umtalsverð miðað við innflutta framleiðslu. Það er mikilvægt að huga að tækifærum í þeim málum, bæði út frá fjárhagslegum kostnaði og umhverfissjónarmiðum. Útiræktun grænmetis er á undanhaldi og spurning er hvort það væri vilji til þess að taka upp beingreiðslur fyrir útiræktun, t.d. gegn niðurfellingu tollverndar.“
Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns, á Alþingi 20. maí 2019.

Categories
Fréttir

Þrefaldað framlög til sérstakrar íslenskukennslu

Deila grein

27/05/2019

Þrefaldað framlög til sérstakrar íslenskukennslu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifar grein, er birtist í Fréttablaðinu 27. maí, þar sem hún ræðir að hlúa þurfi mun betur að námsframvindu ungmenna með annað móðurmál en íslensku. Skólasókn og brottfall innflytjenda í framhaldsskóla er algengara en annarra nemenda samkvæmt alþjóðlegu menntakönnunarinnar PISA.
„Áskoranir þessara nemenda eru margþættar en tungumálið er óneitanlega sú stærsta,“ segir Lilja Dögg, „höfum við þegar gripið til beinna aðgerða til að bæta þjónustu með því að þrefalda framlög til sérstakrar íslenskukennslu.“
„Þingmenn eru tilbúnir í þessa vegferð og vilja bæta þá þjónustu sem við veitum börnunum okkar. Við erum opið og framsækið samfélag sem vill nýta hæfileika allra þeirra sem búa hér. Í sameiningu og samvinnu munum við vinna að umbótum á menntakerfinu, til heilla fyrir samfélagið allt,“ segir Lilja Dögg.

Categories
Fréttir

Grunnstoð samfélagsins

Deila grein

27/05/2019

Grunnstoð samfélagsins

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, skrifar grein í Fréttablaðinu 15. maí s.l. um áherslu Sameinuðu þjóðanna á mikilvægi fjölskyldunnar er kemur að aðgerðum í loftslagsmálum.
„Stór verkefni eru fram undan til að Ísland nái markmiðum sínum í þeim efnum og ljóst að þeim verður ekki náð nema með átaki samfélagsins í heild. Þar hefur ekki skort þátttöku íslenskra barna og unglinga sem meðal annars hafa skipulagt loftslagsverkföll á Austurvelli og víðar um landið síðustu mánuði. Þrátt fyrir að kolefnisfótspor hverrar fjölskyldu sé lítið í stóra samhenginu er ljóst að fjölskyldur landsins munu í sameiningu gegna risastóru hlutverki í baráttunni fram undan,“ segir Ásmundur Einar.
„Við hvert fótmál bíða foreldra og barna þeirra nýjar hindranir og áskoranir, miserfiðar. Við þurfum öll á aðstoð að halda á einhverjum tímapunkti. Til þess að vel takist til þurfum við að búa til samfélag sem veitir hana þegar hennar er þörf og styður betur við þessa dýrmætustu einingu okkar, fjölskylduna. Það er einmitt á meðal markmiða heildarendurskoðunar á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem nú stendur yfir í félagsmálaráðuneytinu í samvinnu þvert á ráðuneyti, við Samband íslenskra sveitarfélaga og með liðsinni þingmanna úr öllum flokkum,“ segir Ásmundur Einar.

Categories
Fréttir

Treystum ekki vísindamönnum um sýklalyfjaónæmar bakteríur – en um aðgerðir við hlýnun jarðar gegnir öðru máli!

Deila grein

24/05/2019

Treystum ekki vísindamönnum um sýklalyfjaónæmar bakteríur – en um aðgerðir við hlýnun jarðar gegnir öðru máli!

Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður, segir í yfirlýsingu í dag að nú mæti „unga fólkið okkar á Austurvöll í kröfugerð og krefst aðgerða í loftslagsmálum. Vísindamenn segja okkur að bregðast þurfi við hlýnun Jarðar. Við hlustum, treystum og trúum vísindamönnum vegna gjörða mannsins.“
Síðan segir Hjálmar Bogi, „á sama tíma segja vísindamenn okkur að ein helsta ógn við heilsu mannkyns eru sýklalyfjaónæmar bakteríur. Sem finnast m.a. í kjöti og dýraafurðum víða á Jörðinni. Þó í afar litlum mæli hér á landi. Því ættum við ekki að hlusta, treysta og trúa vísindamönnum í því máli? Hvers vegna að taka hagsmuni verslunar og viðskipta framar lýðheilsu fólks og heillar þjóðar?“