Categories
Fréttir

Stóru málin í íslensku efnahagslífi

Deila grein

15/07/2015

Stóru málin í íslensku efnahagslífi

VilllumWillum Þór Þórsson, alþingismaður, velti upp hugleiðingum um „stóru málin í íslensku efnahagslífi“ á Alþingi á dögunum. Minnti hann á að í aðdraganda kjarasamninga hafi verið horft til hugmyndafræði þjóðarsáttarsamninganna, þríhliða samstarfi aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins.
Willum Þór sagði svo: „Nú hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar komið að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði með myndarlegum hætti með aðgerðapakka í 11 liðum þar sem sérstaklega var hugað að þeim tekjulægstu og millitekjuhópum. Breytingar á tekjuskatti fela í sér heildarlækkun upp á 16 milljarða sem munu hækka ráðstöfunartekjur allra launþega og mun hækkun ráðstöfunartekna ná til 65% launamanna sem dæmi og hækka ráðstöfunartekjur þeirra um 50–100 þús. kr. á ári. Þá mun ríkisstjórnin í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins stuðla að hraðri uppbyggingu á húsnæðismarkaði og átaki í húsnæðismálum til handa tekjulægri fjölskyldum.“
Er það mat Willum Þórs að ríkisstjórnin hafi svarað kalli þjóðarsáttar í kjarasamningum með myndarlegum hætti. „Á sama tíma hefur ríkisstjórnin nú boðað áætlun um afnám hafta sem er í senn trúverðug og söguleg, svo vel útfærð og vönduð, svo umfangsmikið verkefni að hún verður kennslubókarefni framtíðarinnar svo vitnað sé í Lee Buchheit.“
„Aðilar vinnumarkaðarins, forseti ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telja áætlunina létta á íslensku atvinnulífi og treysta forsendur stöðugleika og þannig til þess fallin að styrkja nýgerða kjarasamninga. Það er ljóst, virðulegi forseti, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur við stóru orð,“ sagði Willum Þór að lokum.

Categories
Fréttir

Alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu?

Deila grein

06/07/2015

Alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu?

PállPáll Jóhann Pálsson, alþingismaður,; „Virðulegi forseti. Nýlega skilaði Rögnunefndin margumrædda af sér áliti og segja má að ekki hafi slegið á umræðuna, heldur þvert á móti, um það hvort Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri eða einhvers staðar annars staðar. Það eru ákveðin vonbrigði að nefndin hafi ekki skoðað þá kosti að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni og að innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur. Ljóst er að borgaryfirvöld vilja ekki festa Reykjavíkurflugvöll til langrar framtíðar í Vatnsmýrinni og skipuleggja stóraukna byggð. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram að flugvöllur verður ekki færður, hann verður eyðilagður. Ég spyr: Höfum við efni á því að henda 20 milljörðum? Það er ekki gáfulegt að byggja nýjan flugvöll nær Keflavíkurflugvelli eða í Hvassahrauni, að fórna öðru byggingarlandi fyrir það byggingarland sem Reykjavíkurflugvöllur er á núna er ekki gáfulegt.
Keflavíkurflugvöllur er í raun sprunginn og ekki hefst undan að stækka flugstöðina. Ferðamannastaðir við suðvesturhornið eru sprungnir og samgöngukerfið í raun líka. Meira en helmingur af bolfisksvinnslunni er klukkutímakeyrslu frá Reykjavík.
Því spyr ég hvort ekki sé kominn tími til að byggja upp alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu. Með því dreifum við ferðamannastraumnum um landið og hlífum þar með viðkvæmum náttúruperlum sem liggja undir skemmdum vegna áníðslu. Með því eflum við fiskvinnslu á landsbyggðinni þar sem landsbyggðin verður betur í stakk búin til að auka verðmæti sjávaraflans og byggja öfluga byggðakjarna víða um land.“

Categories
Fréttir

„Geri alvöru úr því að kjósa með fótunum“

Deila grein

06/07/2015

„Geri alvöru úr því að kjósa með fótunum“

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, fór yfir fréttir af verðhækknum hjá birgjum og smásölufyrirtækjum í störfum þingsins í síðustu viku.
„Undanfarið hefur borið allnokkuð á því að fréttir berast af verðhækkunum bæði hjá birgjum og smásölufyrirtækjum. Það er í sjálfu sér mikið umhugsunar- og rannsóknarefni þar sem helstu viðskiptamyntir eru nú sirka 3% veikari gagnvart krónu en var fyrir ári, þá á ég við evru og Norðurlandamyntirnar, í þeim sem næstliðin missiri hefur ekki verið skilað styrkingu krónu allt að 10–12%. Það virðist einnig koma fram að enn hafi verslunin ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar á Alþingi um síðustu áramót. Þetta virðist koma fram í verðkönnunum Neytendasamtakanna og ASÍ.
Nú ber svo við að í Morgunblaðinu í morgun segir deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands, með leyfi forseta:
„Hafi kaupmáttur ekki aukist í febrúar á næsta ári eru forsendur nýgerðra kjarasamninga brostnar.“
Þetta eru alvarleg tíðindi. Ég held að það hljóti að vera þannig að nú þurfi verslunarmenn að hugsa sig um og ég held líka að neytendur í þessu landi þurfi að hugsa sig um. Það vill þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós. Það hefur ítrekað komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús. Nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti til sín heyra með svipuðum hætti og geri alvöru úr því að kjósa með fótunum og hunsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“

Categories
Fréttir

Eldhúsdagur: Þórunn, Willum og Silja Dögg

Deila grein

02/07/2015

Eldhúsdagur: Þórunn, Willum og Silja Dögg

Í gær fóru fram eldhúsdagsumræður, almennar stjórnmálaumræður, á Alþingi. Ræðumenn Framsóknarflokksins voru í fyrstu umferð Þórunn Egilsdóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis, Willum Þór Þórsson, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri og Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.
ÞórunnÞórunn Egilsdóttir:
„Ágætu Íslendingar. Það er grundvallaratriði að við Íslendingar viljum skapa aðstæður fyrir blómlega byggð um allt land. Til þess þarf að huga að mörgu, bæði umgjörð og innviðum. Samgöngur og aðgangur að þjónustu og netsambandi eru þar okkar mikilvægustu verkefni. Vinna er nú hafin við undirbúning ljósleiðaratengingar allra heimila á landinu og tekin hafa verið mikilvæg skref í átt að jöfnun húshitunarkostnaðar um allt land. Á næstu þremur árum verður 112 milljörðum varið í samgönguverkefni og strax í ár verður 1.800 milljónum varið til brýnna verkefna í vegagerð.
Þótt samgöngur séu vissulega mikilvægur þáttur í samfélaginu krefst nútíminn þess að fólk geti litið á það sem raunhæfan möguleika að starfa hvar sem er á landinu og verið í góðu fjarskiptasambandi. Það vitum við öll sem búum á landsbyggðinni að jafnrétti verður að nást í þessum málum. Það er mikilvægt fjölskyldunnar vegna, heimilanna, atvinnulífsins og þjóðarinnar allrar. Innviðir verða að vera traustir svo byggja megi áfram blómlega byggð um land allt, til sjávar og sveita.
Örugg netsamband skýtur stoðum undir það að skólar geti haft meiri samvinnu, fundir geti átt sér stað án kostnaðarsamra ferðalaga, bændur og aðrir atvinnurekendur geti sinnt vinnu sinni og skyldum. Nefna má ótal margt sem hangir á spýtunni, en hér vil ég líka nefna fjarheilbrigðisþjónustu, mál sem var til umfjöllunar á Alþingi í dag.“
VilllumWillum Þór Þórsson:
„Heimilin eru undirstaða og drifkraftur efnahagslífsins og ríkisstjórnin setti heimilin í forgang. Skuldsett hagkerfi er þunglamalegt og því var lagt upp með að vinna sérstaklega á skuldum heimila og ríkissjóðs en leggja ávallt áherslu á efnahagslegan stöðugleika.
Við skulum nú meta árangurinn á grundvelli markmiða sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

  1. Koma jafnvægi á ríkisfjármálin. Hvers vegna? Ná niður skuldum ríkissjóðs, lækka vaxtagreiðslur og vinna að stöðugleika.
  2. Ná niður skuldum heimila. Til hvers? Til að auka ráðstöfunargetu þeirra.
  3. Aðgerðaáætlun til að losa um fjármagnshöftin. Til hvers? Freista þess að leysa viðkvæma stöðu þjóðarbúsins og þann greiðslujafnaðarvanda sem steðjar að okkur.

Hvert er stöðumatið nú þegar við metum þetta hér á hálfnuðu kjörtímabili, í hálfnuðum kappleik, og skoðum hvernig til hefur tekist?

Snúum okkur að lækkun skulda heimilanna. Það var sett í hefðbundið stefnumótunarferli þegar ríkisstjórnin tók hér við stjórnartaumunum. 18 mánuðum síðar hafa 57 þús. heimili fengið lækkun á höfuðstól húsnæðislána og 34 þús. einstaklingar sóttu um séreignarsparnaðarleiðina og geta ýmist nýtt þann sparnað án skattgreiðslu til niðurgreiðslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána eða sparað til íbúðakaupa. Þau heimili sem ekki voru lengur með eftirstöðvar húsnæðislána en áttu rétt á lækkun fengu sérstakan persónuafslátt sem nýtist næstu fjögur árin. Saman virkuðu þessar tvær leiðir, skuldaniðurfellingin og séreignarsparnaðarleiðin, vel á efnahagslífið þar sem þær vega hvor aðra upp. Þegar ráðstöfunargeta heimilanna eykst virkar einkasparnaðurinn sem dempari á móti.
Skuldir heimilanna hafa því lækkað hratt, hraðar en í nágrannalöndum okkar, og eru nú til jafns við það sem þær voru árið 2004. Erum við að uppfylla þessi markmið? Já, kæru landsmenn. Það að ná tökum á ríkisfjármálunum og framkvæma skuldaleiðréttingu þegar á fyrri hluta kjörtímabilsins er sannarlega mælanlegur árangur, árangur í formi þess að uppfylla loforð og tengd markmið.“
Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir:
„Góðir Íslendingar. Óveðursskýin yfir landinu eru á hröðu undanhaldi. Það glittir víða í heiðan himin og sólargeislar eiga greiðari aðgang að landinu en áður. Aðgerðaáætlun um afnám hafta er einn af þessum sólargeislum. Almenn ánægja ríkið með áætlunina. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt sé að afnema fjármagnshöft og fjármunir sem myndast vegna stöðugleikaskilyrða eða skatts verða nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem kemur okkur öllum til góða.
Uppbygging heilbrigðiskerfisins er annað stórverkefni sem ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á. Ríkisframlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri og árlegt fé til tækjakaupa á Landspítalanum hefur fimmfaldast frá árinu 2012. Framlög til annarra heilbrigðisstofnana hafa einnig verið aukin. Sóknin er hafin.
Endurskoðun á almannatryggingakerfinu stendur yfir og er komin langt á veg. Verðbólgan hefur verið lítil sem engin um langt skeið og kaupmáttur launa mælist nú hærri en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Höfum það í huga.
Kæru landsmenn. Þrátt fyrir allt pólitískt karp held ég að við getum öll verið sammála um að árangur ríkisstjórnarinnar er bara nokkuð góður þegar horft er á heildarmyndina. Þrátt fyrir ágætt ástand eigum við þó að sækja fram af enn meiri krafti til að skapa réttlátara samfélag og gera það án þess að veikja hvatann til að vinna og skapa ný verðmæti.“

Categories
Fréttir

Vinnustaðurinn Alþingi

Deila grein

24/06/2015

Vinnustaðurinn Alþingi

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir, alþingismaður, ræddi vinnustaðinn Alþingi í störfum þingsins í gær.
„Á bak við hvern þingmann er fólk sem hefur trú á honum og því sem hann hefur fram að færa. Það er staðreynd sem við þurfum að bera virðingu fyrir. Ég reikna fastlega með því að hvert og eitt okkar sé hér með það að leiðarljósi að vinna landi og þjóð gagn. En það er ekki alltaf augljóst þeim sem fylgjast með störfum okkar og landsmenn hafa ýmsar skoðanir á því. Það hef ég líka en er þess þó fullmeðvituð að ég hef ekki umboð til að ala aðra upp eða segja þeim til um framkomu og samskipti.“
„Ég vil þó deila þeim hugsunum með ykkur að margt sem fram fer hér í þessum sal mundi ég aldrei líða í kennslustofu. Einhvers staðar virðist sumum hafa verið úthlutað leyfi til að láta flest vaða sem þeim dettur í hug, hömlulaust að því er mér virðist. Ég veit ekki hvar slík leyfi fást og langar ekki til að afla mér þeirra,“ sagði Þórunn.
„Mig langar enn og aftur til að gera orð Páls heitins Skúlasonar að lokaorðum mínum, með leyfi forseta:
„Forsenda þess að bæta heiminn er að takast á við spillinguna í sjálfum sér, það að vera manneskja er að reyna að bæta sjálfan sig.“,“ sagði Þórunn að lokum.

Categories
Fréttir

„Nýtt“ merki Framsóknar

Deila grein

23/06/2015

„Nýtt“ merki Framsóknar

logo-lfk-gluggiMorgunblaðið hafði samband við skrifstofu Framsóknar og spurðist fyrir um „nýtt“ merki Framsóknar á Facebook.
Því er til að svara að 19. júní s.l. var merki Framsóknarflokksins skipt út fyrir merki Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) í prófílmynd á Facebook. En LFK hefur staðið fyrir öflugu flokksstarfi frá stofnun þess 1981 og var viðeigandi að heiðra starf þeirra með merkinu síðustu daga fyrir flokkinn.
Merkið var hannað í tilefni af 15 ára afmælis LFK og 80 ára afmælis Framsóknarflokksins 1996. Hönnuður merkis LFK er Sigríður Ólafsdóttir. Hringurinn, tákn óendaleikans, merkir stöðuga endurnýjun og órjúfanlega heild fjölskyldunnar sem myndar hornstein fjölskyldunnar. Tvíbrot bókstarfsins „F“ myndar stöpla hringleikans og endurvarpar stöðugleika og festu í grunni. Sem heild gefur samtvinnað form bókstarfsins og hrings yfirbragð hins alþjóðlega merki kvenna, merki venusar.
Gott að halda þessu öllu til haga áður en aðrir fjölmiðlar en Morgunblaðið skyldu fara að spyrja sig spurninga.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki skipt um merki.

Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Deila grein

22/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Síðastliðinn föstudag var haldinn á Alþingi hátíðarfundur í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna á Íslandi. Á fundinum var samþykkt, í tilefni tímamótanna, að stofna Jafnréttissjóð Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 millj. kr. á ári. Jafnréttissjóður Íslands mun styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flutti tillöguna í félagi við alla aðra forystumenn flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. Hér er tillagan sem samþykkt var í heild sinni, https://www.althingi.is/altext/144/s/1456.html
Fundinn sóttu m.a. nokkrar hressar konur í Framsókn sem hafa tekið sæti á Alþingi.
IMG_6164
Fyrrverandi og núverandi þingkonur þingflokks framsóknarmanna 19. júní 2015 – 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Efri röð frá vinstri: Fjóla Hrund Björnsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Anna María Elíasdóttir, Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir.
Neðri röð frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.

Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Deila grein

22/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Síðastliðinn föstudag var haldinn á Alþingi hátíðarfundur í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna á Íslandi. Á fundinum var samþykkt, í tilefni tímamótanna, að stofna Jafnréttissjóð Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 millj. kr. á ári. Jafnréttissjóður Íslands mun styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flutti tillöguna í félagi við alla aðra forystumenn flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. Hér er tillagan sem samþykkt var í heild sinni, https://www.althingi.is/altext/144/s/1456.html
Fundinn sóttu m.a. nokkrar hressar konur í Framsókn sem hafa tekið sæti á Alþingi.
IMG_6164
Fyrrverandi og núverandi þingkonur þingflokks framsóknarmanna 19. júní 2015 – 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Efri röð frá vinstri: Fjóla Hrund Björnsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Anna María Elíasdóttir, Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir.
Neðri röð frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.

Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands

Deila grein

20/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands

ÞórunnÍ greinargerð með þingsályktunartillögu um jafnréttissjóð Íslands er forystumenn allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi leggja fram segir:
„Tillagan gerir ráð fyrir að stjórn Jafnréttissjóðs Íslands verði skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara, kjörnum til fimm ára af Alþingi. Lögð er áhersla á að stjórn sjóðsins eigi samvinnu við samtök kvenna, aðila á vinnumarkaði, ráðuneyti, skóla, sjóði og stofnanir um viðfangsefni sjóðsins. Miðað er við að sjóðurinn fái til verkefna sinna 100 millj. kr. á ári frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Kveðið er á um að úthlutun úr sjóðnum fari fram 19. júní ár hvert og er með því lögð áhersla á þann sess sem kvenréttindadagurinn skipar í íslensku samfélagi.“
Ræða Þórunnar Egilsdóttur, alþingismanns og formanns þingflokks Framsóknarmanna, við aðra umræðu á hátíðarfundi á Alþingi 19. júní:
„Hæstv. forseti. Fyrir tæpum 160 árum fæddist á Haukagili í Vatnsdal kona sem átti eftir að marka fyrstu sporin í réttindabaráttu kvenna á Íslandi. Bríetar Bjarnhéðinsdóttur er minnst fyrir margra hluta sakir en í dag langar mig, með leyfi forseta, að biðja þingheim að fylgja mér vestur í Húnavatnssýslu árið 1872 þar sem Bríet skrifaði hugsanir sínar á blað, þá 16 ára gömul. Þessar hugsanir sýndi hún engum næstu 13 árin þar til þær birtust í Fjallkonunni árið 1885, undir dulnefninu Æsa.
„Það er næsta eftirtektarvert, hversu karlmenn halda öllu frelsi kvenna og réttindum í helgreipum … En þrátt fyrir öll rök sín og allar sínar mótbárur, geta þeir þó aldrei fært gildar ástæður fyrir þeirri skoðun sinni, að konur séu óhæfari til hvers konar framfara og menntunar en karlar, eða að þær eigi minni rétt og heimtingu til þess en þeir.“
„En því meiri furðu gegnir það, hve fáir hafa fundið köllun hjá sér til að rita um það málefni, sem þó má efalaust kallast eitt af hinum mikilvægustu, en það er um menntun og réttindi kvenna. Og þó getur naumast neinum blandast hugur um, að þetta mál má heita grundvöllur allrar sannrar menntunar og framfara.“
„… konan er sköpuð til þess að gegna sömu skyldum og njóta sömu réttinda og karlmaðurinn, að svo miklu leyti sem hæfileikar hennar og vilji leyfa. Hún er jafningi bræðranna og félagi mannsins.“
Þannig voru hugsanir hinnar 16 ára gömlu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur tveimur árum áður en Íslendingar fengu stjórnarskrá. Fyrir henni átti meðal annars síðar að liggja að stofna Hið íslenska kvenfélag, vera formaður Kvenréttindafélags Íslands um árabil, gefa út Kvennablaðið, verða ein fjögurra fyrstu kvenna kjörin í bæjarstjórn Reykjavíkur og fyrsta konan sem bauð sig fram til Alþingis eftir að konur fengu kosningarrétt og kjörgengi, svo eitthvað sé nefnt.
Íslendingar eiga Bríeti og öðrum sporgöngukonum og -körlum þessa tíma mikið að þakka.
Hugsjónin um jöfn réttindi kynjanna sem birtist í verkum þeirra hefur lifað og dafnað á Íslandi, styrkst og vaxið svo mjög að nú, 100 árum eftir að Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að veita konum kosningarrétt, er landið í efsta sæti í alþjóðlegum samanburði um jafnrétti kynjanna. Sá árangur var aldrei sjálfgefinn, heldur hefur náðst vegna ötullegrar og ódrepandi baráttu fólks af báðum kynjum alla tíð síðan.
En þrátt fyrir það er fullu jafnrétti ekki náð í íslensku samfélagi. Betur má ef duga skal. Sú hugsjón sem hin 16 ára Bríet Bjarnhéðinsdóttir setti á blað í íslenskri sveit fyrir 143 árum þarf áfram að brenna með íslenskum almenningi og stjórnvöldum. Við megum aldrei veita afslátt af hinni sjálfsögðu kröfu um jöfn mannréttindi allra þegna samfélagsins. Aldrei.
Hæstv. forseti. Það er ánægjulegt fyrir mig, sem þingmann Framsóknarflokksins, að rifja það upp að jafnréttissjóðurinn sem nú er í forsætisráðuneytinu var settur á fót í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins í tíð Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Sá sjóður var settur á fót á grundvelli ríkisstjórnarsamþykktar. En hér erum við að fjalla um tillögu sem sett er fram með aðkomu allra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi. Það er vel og undirstrikar um leið hve mikilvægt málefnið er. Auk þess fer vel á því að sjóðurinn heyri undir forsætisráðuneytið. Með því er lögð þung áhersla á að jafnréttismál eru í raun málefni þess ráðuneytis og allra annarra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, eins og reyndar Alþingis og dómstóla og allra opinberra stofnana.
Það er einnig mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem nýtur þess heiðurs að vera álitið fyrirmynd í þessum málaflokki hefur skyldu til að nýta þá stöðu til að hjálpa öðrum.
Hæstv. forseti. Ég er sannfærð um að hinn nýi og öflugi Jafnréttissjóður Íslands eigi eftir að verða mikil lyftistöng og styrkja okkur til áframhaldandi forustu í þessum málaflokki, vera okkur vopn í baráttu sem aldrei má ljúka.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir var opinberlega baráttukona fyrir réttindum kvenna í 30 ár áður en konur fengu kosningarrétt og kjörgengi 19. júní 1915. Á þeirri baráttu þreyttist hún aldrei og ekki heldur þeirri köllun að vekja konur og karla til lags við þennan réttsýna málstað. Bríet lauk grein sinni í Fjallkonunni meðal annars á þessum orðum, ákalli sem á eins vel við í jafnréttisbaráttu dagsins í dag og fyrir 100 árum, með leyfi forseta:
„Það er vonandi, að menn taki nú þetta mál til alvarlegrar umhugsunar áður langt líður, og að það verði ekki aðeins hinir einstöku menn, sem hingað til hafa hafið máls á því, heldur almenningur.“
Góðir Íslendingar, konur og karlar, stelpur og strákar: Til hamingju með daginn!“

Categories
Fréttir

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

Deila grein

19/06/2015

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

logo-lfk-gluggiFramkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) fagnar tillögu formanna stjórnmálaflokkanna um jafnréttissjóð í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að m.a. konur fengu kosningarétt.
Þrátt fyrir að vera efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins í jafnrétti kynjanna er enn nokkuð í land að fullu jafnrétti sé náð á Íslandi. Afar jákvætt er að vinna eigi sérstaklega í því að ná enn lengra en sjóðinum er ætlað að styrkja verkefni til eflingar jafnréttis innanlands sem utan.

Mikilvægt er að styðja við konur í þeim löndum þar sem þær njóta ekki lagalegra réttinda á við karlmenn.
Í 52 ríkjum heims er ekki skilyrt í lögum að kynin njóti sömu réttinda. 26 ríki í heiminum í dag mismuna konum samkvæmt lögum um erfðarétt þar í landi. Efnahagslegt frelsi er grunnurinn að sjálfstæði kvenna en án þess eru þær dæmdar í fátækt og að vera háðar karlmönnum. Ísland á að vera fyrirmynd og í forystu í þessum mikilvæga málaflokki.
Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins og fagnar LFK áherslum UN Women um að auka þátttöku og skilning karla og drengja á mikilvægi þeirra í baráttu fyrir jafnari stöðu kynjanna.