Categories
Fréttir

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Deila grein

23/10/2020

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði nálgun Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns, vera mjög ómálefnalega þegar hann segði að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að stefna sveitarfélögunum í einhvern vanda, þegar allir vita við hvað sé að fást í þessu samfélagi, sem er heimsfaraldur, Covid. Þetta koma fram í óundirfyrirspurnum á Alþingi í dag.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, spurði Sigurð Inga hvernig það megi vera að hann hafi varið jafn glæfralega og ábyrgðarlausa stefnu gagnvart sveitarfélögum landsins. Þingmaðurinn sagði stöðu sveitarfélaga geta orðið alvarlega ef stefna ríkisstjórnarinnar næði fram að ganga. Vitnaði hann til þess að rekstur sveitarfélaga hafi ekki verið losaralegur á undanförnum árum og það samkvæmt mati aðalhagfræðings Kviku. Sveitarfélögin hafi skilað álíka rekstrarjöfnuði og ríkissjóður ef frá eru taldar einskiptistekjur ríkissjóðs vegna slitabúa föllnu bankanna.

„Það er markmið stjórnvalda að gefa í upp úr niðursveiflunni, að koma með innspýtingu og drífa allt af stað aftur,“ sagði þingmaðurinn og í framhaldi, „en á sama tíma sýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að fjárfesting sveitarfélaga verður langt undir sögulegu meðaltali. Niðurstaðan er að þótt fjárfestingar ríkisins tvöfaldist á næsta ári miðað við árið 2019 minnkar fjárfesting bæði sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja“.

Sigurður Ingi sagði fullyrðingar þingmannsins um að hér væru öll sveitarfélög vel rekin ekki vera rétta, heldur standi sveitarfélögin mjög misjafnlega. „Sum sveitarfélög gætu staðið sig mun betur og jafnvel stærsta sveitarfélag landsins sem ætti þó að hafa mestu hagræðingarmöguleikana í krafti stærðar,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við, „margt bendir til þess að ef það sveitarfélag eitt og sér þarf að treysta á byggingarréttartekjur til þess að vera í plús þá sé eitthvað verulega að í þeim rekstri“.

Sagðist Sigurður Ingi vera tilbúin í umræðu hvernig megi auka opinberar fjárfestingar, á málefnalegan hátt. „Við gætum aukið þær og að því hefur ríkisstjórnin stefnt. Ég veit að slíkur áhugi er til staðar, ég heyri það alla vega hjá einstökum þingmönnum fjárlaganefndar,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi sagði að hvetja eigi til fjárfestinga sveitarfélaganna og sagði ekki rétt að þau geti ekki nálgast lánsfé.

„Það eru 75 milljarðar í lánasjóði sveitarfélaga á mjög góðum kjörum sem sveitarfélögin geta sótt í en sækja ekki í,“ sagði Sigurður Ingi.

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

Deila grein

10/10/2020

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skoðun sín sé að segja eigi upp tollasamningi við ESB. Ríkisstjórnin sé með það til skoðunar að segja eigi þessum ESB-tollasamningi upp, segir Sigurður Ingi enn fremur. Mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, hafi ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim og að Bret­land sé gengið úr ESB.

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Að auki hef­ur orðið forsendubrestur eft­ir að samn­ing­ur­inn komst á. Ann­ars veg­ar hafa þeir sem fóru fram á að samn­ing­ar yrðu gerðir, mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, ein­hverra hluta vegna ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim. Hins veg­ar er Bret­land gengið úr ESB – eða í þann mund að gera það. Það er því mín skoðun og til skoðunar inn­an ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þess­um ESB-tolla­samn­ingi upp, segir Sigurður Ingi.

Landbúnaður – hvað er til ráða? er í yfirskrift greinar Sigurðar Inga. Segir hann landbúnað á Íslandi standa á kross­göt­um og hafi gert í þó nokk­ur ár. „Neyslu­breyt­ing­ar al­menn­ings, auk­in alþjóðleg sem og inn­lend sam­keppni og breytt­ur rík­is­stuðning­ur (minni beinn fram­leiðsl­u­stuðning­ur) hafa valdið lægri tekj­um á fram­leiðslu­ein­ingu hjá bænd­um. Á móti hafa vax­andi ferðamanna­fjöldi, ný­sköp­un í störf­um á lands­byggðinni og stærri bú vegið á móti,“ segir Sigurður Ingi. 

Nefnir Sigurður Ingi að landsmenn sýni mikinn stuðning við inn­lenda fram­leiðslu og þá hafi auk­in krafa um minna kol­efn­is­fót­spor, minni lyfja­notk­un, meiri sjálf­bærni og meiri holl­ustu ýtt und­ir fram­leiðslu ís­lenskra bænda.

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk, segir Sigurður Ingi.

Categories
Fréttir

Þriðji geirinn – bætt lýðheilsa!

Deila grein

06/10/2020

Þriðji geirinn – bætt lýðheilsa!

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins á Alþingi í dag þá staðreynd að í fjárlagafrumvarpinu sé áætlað að 2,1 milljarður fari í að styðja þriðja geirann.

„Þriðji geirinn er mjög fjölþættur og afar mikilvægur og ekki síst allt það sjálfboðaliðastarf sem fer fram í þeim geira. Það eru fjölmargar rannsóknir sem staðfesta að þetta styrkir uppvöxt barna og unglinga. Þátttaka í öllu skipulögðu íþrótta- og menningartengdu tómstundastarfi styður við uppvöxt þeirra og bætir lýðheilsu til lengri tíma,“ sagði Willum Þór. 

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem snúa að þriðja geiranum. 

„Það er í samræmi við tillögur starfshóps sem skilaði skýrslu um þetta efni og tillögum til að hvetja og styrkja skattalegt umhverfi þriðja geirans. Ég vil fagna þeim viðbrögðum hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra að boða þetta frumvarp,“ sagði Willum. 

Sagði hann starfshópinn hafa komist að því að nágrannaríki okkar væru með víðtækari skattalega hvata en séu á Íslandi. 

„Hér er verið að bregðast við því, og ég vil fagna því,“ sagði Willum að lokum.

Categories
Fréttir

Munu bændur einir sitja uppi með þetta tjón?

Deila grein

05/10/2020

Munu bændur einir sitja uppi með þetta tjón?

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður og formaður Þingflokks Framsóknarmanna, hefur kallað eftir svörum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort ekki verði séð til þess að aukið fjármagn verði sett í Bjargráðasjóð. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

„Óveðrið sem gekk yfir landið i desember í fyrra hafði miklar og afleiðingar eins og okkur er öllum kunnugt. Ríkið brást hratt við og gengið hefur verið í mikilvæga vinnu varðandi t.d. rafmagnsmál. Vinnu við að koma rafmagni í jörð hefur verið hraðað og munu um 250 km. komast í jörð á þessu ári. Landsmönnum hefur því verið tryggt meira öryggi og aukin lífsgæði. Ætla verður að þetta styrki byggð um land allt.,“ sagði Þórunn.

„En veðurofsinn kubbaði niður girðingar á stórum landsvæðum og eru girðingar stór kostnaðarliður á hverju búi. Til viðbótar kom í ljós kal í túnum á stórum svæðum norðan- og austanlands. Samkvæmt mínum heimildum eru svæði þar sem í raun enginn sleppur við kalskemmdir,“ sagði Þórunn.

Bændur brugðust við með því að endurvinna tún og ræktun en veðráttan var áfram erfið og á Norðurlandi var vorið afar þurrt og stór hluti endurvinnslunnar mistókst af þeim sökum. Þá hefur ágangur gæsa og álfta einnig verið mikill.

„Nú er staðan sú að margir eru tæpir á hey og þurfa því að taka ákvörðun um hvort mæta eigi því með fækkun á búfé eða hvort kosta eigi upp á kostnaðarsöm heykaup. Heyrist mér bændur ekki allir bjartsýnir á að hið opinbera komi að þessu með þeim því ekki hefur verið sett aukið fjármagn í Bjargráðasjóð. Síðast var sótt um aukafjármagn í hann árið 2013. 

Sýnist mér regla vera sú að alltaf þegar áföll hafa orðið þá hafi verið sótt um aukaframlög. Stjórnvöld hafa farið þá leið að safna ekki upp fjármunum í sjóðinn en alltaf komið til aðstoðar þegar áföll hafa orðið.“

Fyrir Bjargráðasjóði eru nú umsóknir vegna 4700 hektara  af kalskemmdum og eins umsóknir vegna um 200 km. af girðingum.

„Ég vil því spyrja hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að aukið fjármagn verði sett í Bjargráðasjóð, því ekki trúi ég því að bændur eigi að sitja einir með þetta tjón,“ sagði Þórunn að lokum.

Categories
Fréttir

Ræða Sigurðar Inga

Deila grein

02/10/2020

Ræða Sigurðar Inga

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fimmtudaginn 1. október 2020.

***

Virðulegi forseti. Formaður Miðflokksins fór í ræðu sinni yfir að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom svo upp og sagði að þessi stefna væri hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi: Stefna þessarar ríkisstjórnar er stefna Framsóknarflokksins. [Hllátur í þingsal.] Það er rétt sem formaður Samfylkingarinnar sagði: Vinna, vöxtur, velferð. Þetta eru kjörorð framsóknarstefnunnar og Samfylkingin er að taka þau upp. Þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu var hann lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar. Það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þá átt. Ræða mín er ónýt því að ég þurfti að byrja á þessu en ég ætla samt að fara í nokkra hluti.

Upp er runnin 1. október og áttundu mánaðamótin frá því að kórónuveirufaraldurinn fór fyrir alvöru að hafa áhrif á líf okkar. Fjöldi fólks sem var með vinnu 1. mars er nú án atvinnu. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að milda þetta mikla högg um leið og heilsa landsmanna er vernduð eftir því sem best er hægt. Og hvað felst í því að milda höggið? Jú, það felst fyrst og fremst í því að standa vörð um atvinnu fólks og lifibrauð þess og líklega er stærsta aðgerðin hlutastarfaleiðin. Eftir því sem á hefur liðið höfum við framlengt hana og framlengt tekjutengdar atvinnuleysisbætur. Markmiðið er að standa vörð um ráðstöfunartekjur heimilanna eftir því sem kostur er því að mánaðamótin koma með öllum sínum skuldbindingum. Við stöndum vörð um störfin og við sköpum ný störf. Það er atvinna, atvinna, atvinna sem málið snýst um.

Sumarið var ólíkt síðustu sumrum, engir erlendir ferðamenn. Íslendingar fóru hins vegar um landið og ég held að það hafi aukið skilning okkar allra á aðstæðum fólks hringinn í kringum landið og skapað sterkari tilfinningu fyrir landinu. Okkar fagra Ísland er nefnilega ekki bara höfuðborg og landsbyggð. Við eigum landsbyggðir, ólíkar en samt með sömu hagsmuni fólks, hagsmuni þar sem atvinna er efst á blaði, það að geta mætt mánaðamótunum án þess að vera með kvíðahnút í maganum. Um það snýst vinna okkar á Alþingi og í ríkisstjórn, síðustu mánuðina, næstu vikur, næstu mánuði: Að standa vörð um störf og skapa ný störf. Atvinna, atvinna, atvinna.

Næstu mánuði leggjum við grunn að framtíðinni. Það eru viðamikil mennta- og starfsúrræði fram undan fyrir þá sem missa vinnuna auk áherslunnar á að skapa ný störf og ný tækifæri. Það á ekki síst við á þeim svæðum sem hafa orðið harðast úti vegna frosts í ferðaþjónustu, atvinnugreininni sem hefur auk landbúnaðar og sjávarútvegs verið lífæðin í byggðum landsins. Við vitum öll að þegar þessar hörmungar hafa gengið yfir er framtíðin björt í ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúran er enn jafn fögur, innviðir enn til staðar og styrkjast með ári hverju með metnaðarfullum samgönguframkvæmdum, og það sem er mikilvægast: Þekkingin hjá fólkinu og krafturinn er enn til staðar og mun springa út sem aldrei fyrr þegar veiran gefur eftir og ferðaþráin springur út að nýju. Nú eiga lítil og meðalstór fyrirtæki allt sitt undir því að fjármagnseigendur séu þolinmóðir og bíði af sér ölduganginn. Þar eru störf fólks og heimili í húfi.

Ég er bjartsýnn að eðlisfari og síðustu mánuðir hafa styrkt þann eiginleika minn því að ég hef upplifað mikla samstöðu þjóðarinnar við erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir, þrátt fyrir að við getum ekki lifað eðlilegu lífi og þrátt fyrir að kreppan komi mismunandi við fólk hefur ríkt skilningur um að við komumst í gegnum þetta saman, með samvinnu, með skilningi á aðstæðum annarra, umburðarlyndi og bjartsýni. Og verkefnið er fyrst og fremst atvinna, atvinna, atvinna.

Í dag er gleðidagur. Eftir margra ára baráttu fyrir bættum samgöngum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur sá dómur loks verið kveðinn upp að framkvæmdir geti hafist í gegnum Teigsskóg. Áfram veginn um Teigsskóg.

Fullyrða má að aukningin í nýframkvæmdum á næstu árum í samgöngum vegi á móti samdrætti næstu ára á ýmsum öðrum sviðum. Sú sókn grundvallast annars vegar á metnaðarfullri framtíðarsýn í 15 ára samgönguáætlun og á viðbótarfjármagni sem lagt var í samgönguframkvæmdir og fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar. Samgönguframkvæmdir næstu ára skapa 8.700 störf einar og sér.

Þá er mikilvægt að við séum meðvituð um áhrif okkar sem neytenda þegar við kaupum íslenskar vörur, hvort heldur er lambakjöt eða súkkulaði eða fatnaður. Þannig verjum við störf og sköpum ný. Við höfum val. Íslenskt – gjörið svo vel og Láttu það ganga.

Haustið bítur aðeins í nef okkar og veturinn færist nær. Frá því að þing var sett haustið 2019 hefur margt gengið á, ekki aðeins veiran heldur var síðasti vetur mörgum erfiðum með vályndum veðrum. Óveður sem gengu yfir landið síðasta vetur sýndu svo ekki verður um villst aðstöðumun milli landshluta. Ríkisstjórnin brást við af festu og nú myndu óveður af þessari stærðargráðu ekki hafa slík áhrif. Það er búið að framkvæma.

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er breið í eðli sínu. Þar koma saman ólíkir kraftar sem endurspegla að miklu leyti skoðanir þjóðarinnar. Hún hefur verið einbeitt í því að horfa á sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar og vinna að sátt í samfélaginu. Hún er á réttum tíma á réttum stað. Við þurfum að vernda störf, við þurfum að skapa störf. Það er verkefni sem við getum sameinast um. Þegar fer að vora verðum við tilbúin til að snúa vörn í sókn. Framsókn fyrir íslenskt samfélag. Vinna, vöxtur, velferð, formaður Samfylkingarinnar, því að framtíðin ræðst á miðjunni

Það er 1. október 2020 í dag og við erum í miðju stríði við kórónuveiruna. En hver mánaðamót sem renna upp héðan í frá segja okkur líka að það styttist í að lífið færist að nýju í eðlilegt horf. Gleymum því ekki. Sameinumst um að vernda störf og skapa störf því að verkefnið er brýnt og verkefnið er ljóst: Atvinna, atvinna, atvinna. — Góðar stundir.

***

Categories
Fréttir

Ræða Lilju Daggar

Deila grein

02/10/2020

Ræða Lilju Daggar

Ræða Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fimmtudaginn 1. október 2020.

***

Virðulegi forseti. Góðir landsmenn. Ekkert í heiminum er fegurra en hamingjusöm börn sem njóta umhyggju, ástar, búa að sjálfstrausti og bjartsýni. Börn sem vita að þeirra bíða tækifæri í góðu og fjölskylduvænu samfélagi. Stærsta verkefni okkar þingmanna er að gera allt sem við getum til að auka þessa hamingju, tryggja að börn njóti menntunar frá unga aldri og upp á fullorðinsár, skapa umgjörð sem laðar fram það besta í hverju barni og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Víða um heim hefur yfirstandandi heimsfaraldur sett skólastarf úr skorðum. Dæmi eru um að börn hafi ekki farið í skólann síðan í febrúar og séu ekkert á leiðinni þangað á næstunni. Hérlendis hafa innviðir samfélagsins staðist hið fordæmalausa álagspróf. Mikilvægi skólakerfisins er ómælt í því samhengi, bæði fyrir menntun og hamingju barna og atvinnulífið í heild sem í raun stendur og fellur með skólastarfinu. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda á öllum skólastigum við mjög krefjandi aðstæður í vor og í haust verða seint fullþökkuð sem og samhugurinn sem enn þá einkennir nemendur og fjölskyldur þeirra.

Árangurinn af samhentu skólastarfi er margvíslegur. Til dæmis hefur það ótrúlega gerst að víða er brotthvarf nemenda í framhaldsskólum lægra en það er í venjulegu árferði. Kennarar og námsráðgjafar hafa sinnt þeim sérstaklega vel sem eru í mestri brotthvarfshættu og tekist að halda þeim við efnið. Markmiðið er að ekkert barn sé skilið eftir í skólakerfinu. Öll börn búa yfir styrkleikum sem skólakerfið á að mæta ef þörf krefur og sjá til þess að viðkomandi aðili fái notið tækifæranna sem það á rétt á. Auðvitað setur ástandið mark sitt á skólahald þar sem félagslegt hlutverk skólanna er ómælt og það er áhugavert að sjá unga fólkið okkar upplifa mikilvægi þess að mæta í skóla. Í þeirra huga er skólasókn ekki lengur kvöð heldur mikilvæg réttindi sem þau vilja nýta.

Í vikunni hitti ég efnilegan framhaldsskólanema á Selfossi sem sagði: Það eru allir æstir í að komast í skólann. Einhvern tímann hefði slík fullyrðing jafnvel komið á óvart en ekki nú. Skólarnir skipta líka sköpum fyrir marga sem upplifa núna atvinnumissi því að margir hafa ákveðið að nýta tímann til að mennta sig, jafnvel á nýjum vettvangi. Slíkt er til marks um nýja tíma og nýtt upphaf. Þau viðhorf til menntunar sem birtast í fjárlagafrumvarpinu eru fagnaðarefni. Aukin fjárfesting í menntun mun skila góðri ávöxtun, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Það sama má segja um auknar fjárveitingar til menningarmála því að sannarlega lifir maðurinn ekki á brauðinu einu saman. Við erum menningarverur, þurfum andlega næringu jafnt sem líkamlega og það er gleðilegt að geta færst meira í fang á sviði menningarmála á nýju ári. Á Íslandi eru glæsilegir listamenn sem bera hróður Íslands um allan heim, leikarar, myndlistarmenn og tónlistarfólk sem komist hefur til æðstu metorða. Við skulum muna að fólk sem fær Óskarsverðlaunin fyrir list sína ávinnur sér ekki bara virðingu heldur fylgja því tækifæri fyrir land og þjóð, beinhörð verðmæti sem við getum notað til að bæta samfélagið okkar og auka verðmætasköpun og styrkt hina fjórðu útflutningsstoð. Slík margföldunaráhrif höfum við séð af árangri íþróttafólks, einstaklinga og liða, sem hafa blásið okkur bjartsýni í brjóst. Það eiga listamenn og íþróttamenn sameiginlegt og hafa sýnt með elju og dugnaði að allt er mögulegt.

Góðir landsmenn. Þann lærdóm tökum við með okkur inn í síðasta þing kjörtímabilsins, þing sem ég trúi að muni einkennast af nútímalegum vinnubrögðum og samvinnu til heilla fyrir fjölskyldurnar í landinu. Fjölskylduflokkurinn Framsóknarflokkurinn hlakkar til samstarfsins og er búinn undir veturinn. — Góðar stundir, kæru landsmenn.

***

Categories
Fréttir

Ræða Ásmundar Einars

Deila grein

02/10/2020

Ræða Ásmundar Einars

Ræða Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fimmtudaginn 1. október 2020.

***

Góðir landsmenn. Þrátt fyrir þær fjölmörgu áskoranir sem íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir síðustu mánuði og tengjast heimsfaraldri Covid-19 er mikilvægt að gleyma ekki öðrum stórum verkefnum sem kannski einmitt vegna afleiðinga Covid-19 á samfélag okkar eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Ég ætla að koma inn á eitt þessara verkefna. Á haustþingi sem nú er að hefjast mun ég leggja fram stórar kerfisbreytingar er varða börn og fjölskyldur þeirra. Þar vil ég sérstaklega nefna nýja og stóra löggjöf sem á að stuðla að aukinni farsæld barna, grípa fjölskyldur sem þess þurfa og tryggja samtal á milli ólíkra kerfa þegar kemur að þjónustu við börn.

Samhliða þessari stóru kerfisbreytingu verða lagðar til fjölmargar aðrar lagabreytingar sem tengjast þessu. Að undirbúningi þeirra breytinga hefur komið afar stór hópur fólks með breiða og mikla þekkingu á málefnum barna. Þar má m.a. nefna sérfræðinga sem starfa með börnum okkar á hverjum einasta degi og bera kennsl á þau tækifæri sem til staðar eru til að gera betur og einstaklinga sem þekkja þjónustu kerfisins á eigin skinni, annaðhvort frá eigin æsku eða gegnum börnin sín. Og síðast en ekki síst hefur þverpólitísk þingmannanefnd með fulltrúum allra þingflokka gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki í þessari vinnu allri og hefur sýnt að við getum unnið saman þvert á flokka. Það er nefnilega svo að þessi mál snerta okkur öll og börn í viðkvæmri stöðu eiga ekki að eiga allt sitt undir flokkspólitískum línum. Við vildum hefja þau yfir þessar flokkspólitísku línur og það hefur tekist vel.

Eins og ég nefndi áðan og kynnt verður nánar á næstu vikum munu þessar kerfisbreytingar umbreyta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra þvert á þjónustukerfi. Ég hef fengið utanaðkomandi sérfræðinga til að meta áhrif af þessum kerfisbreytingum og í því mati kemur skýrlega fram að þær muni hafa mjög jákvæð áhrif á þjónustu við börn, tryggja snemmtæka íhlutun og eftirfylgd auk þess sem yfirsýn yfir velsæld barna verður margfalt betri.

Markmiðið með frumvarpinu er að börnum og fjölskyldum þeirra líði betur og vegni þar af leiðandi betur og tekið verði fyrr en ella á hindrunum sem verða mögulega á vegi þeirra. Allt sem aldrei er mikilvægara en einmitt á tímum sem þessum.

Það sem kemur einnig skýrlega fram í þessari vinnu og úttekt á lagafrumvarpinu er að fjárhagslegur ávinningur af því að koma þessum breytingum í gegn er gífurlegur. Þó að umtalsverða fjárfestingu muni þurfa á næstu árum til að tryggja að breytingarnar skili væntum árangri er ábati af þessum breytingum fyrir samfélagið í heild og þar með talið ríkissjóð ekki talinn í milljörðum heldur tugmilljörðum króna. Raunar yrði þessi fjárfesting, fjárfesting í börnunum okkar, sú allra ábatasamasta í sögu Íslands og það án neikvæðra umhverfisáhrifa eða annars fórnarkostnaðar. Á næstunni mun ráðast hvort við sem samfélag verðum tilbúin í slíka sögulega vegferð.

Góðir Íslendingar. Þessi vetur verður erfiður fyrir marga, við vitum það. Það er okkar hlutverk hér á Alþingi og í ríkisstjórn að standa vörð um fólkið í landinu, þétta möskvana í öryggisnetum og sjá til þess að í sameiningu komumst við í gegnum þetta. Um leið og ég hef fulla trú á því að okkur takist það tel ég mjög mikilvægan þátt í því að tryggja fullnægjandi þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, bæði vegna núverandi aðstæðna og sem hagsmuni okkar til allrar framtíðar. Ég hlakka til að ræða það frekar í þinginu hér á þessu þingi sem nú er að hefjast.

***

Categories
Fréttir

It is in our DNA to stick together in times like this

Deila grein

30/09/2020

It is in our DNA to stick together in times like this

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, var í viðtali við vefritið Prisma Reports á dögunum. Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.

***

INTERVIEW WITH SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, MINISTER OF TRANSPORT AND LOCAL GOVERNMENT

Prisma Reports: Let us begin the interview today by discussing COVID-19, which at the global level is still very relevant. Only yesterday the world registered a new daily record for single day infections. Iceland’s handling of the pandemic drew international praise for its effectiveness. What can you tell us about Iceland’s resilience when dealing with shocks of this magnitude? How is your country adapting to the ‘new reality’ and what is your assessment of the impact at the socioeconomic and cultural levels?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: The pandemic is rising everywhere. In Iceland, our government aims to safeguard the general health of the residents of Iceland and economic livelihood of people and businesses as well as protecting the welfare system and creating strong demand in the economy. Our goal is very clear, as we want to secure stability and keep society going, given the circumstances of the pandemic at this precise moment, because it is continuously changing. Our pledge is to meet the crisis on the offensive. We will not raise taxes or make heavy cuts to the budget for the next years. On the contrary, we will meet the challenges by increasing investment in infrastructure and by safeguarding jobs and the welfare system.

Our strategy is to make the best out of this unprecedented situation and to invest wisely in infrastructure. For instance, investments in roads and public transport construction for the creation of jobs to stimulate the economy and foster innovation and infrastructure for tourism. We are using the time to build up our infrastructure for the future. We know for a fact that when demand for travel rises again, we will be the preferred destination and perhaps more because of how we have dealt with the pandemic in Iceland so far. This is the way we are looking at it now and for the last seven months.

Prisma Reports: Since the beginning of the pandemic you have been very much involved in developing the recovery program as well as the implementation of pertinent measures to protect Iceland and Icelanders. What new priorities have you established at your Ministry and what are some of the latest measures you have implemented at Iceland’s international transport hubs?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: Tourism is a major economic force in Iceland and aviation has become in the recent years an increasingly important industry for the nation being a major contributor to GDP. In 2010, Oxford economics estimated last year of aviation and related activities was about 6.6 percent of GDP. Since then, and before COVID-19, the number of passengers passing through Keflavík International Airport rose from 2 million to about 10 million when it reached its peak in 2018. The estimate for air transport and tourism can rise to 38.3 percent of GDP and 72,000 jobs based on 2017 figures. We have witnessed phenomenal growth in this sector in the last 10 years but, clearly, not in the last seven months.

The objective of our aviation policy is to support economic growth and creation of jobs. It is the government’s policy to open more international gateways into Iceland and in this way support the growth of aviation, not only in the southwest area of Iceland, where Keflavik is, but in the whole country. We are currently renovating and expanding the terminal in Akureyri, the largest town in the northern part of Iceland.

We are also making improvements to the airport in Egilsstadir, where the main airport in the Eastern part of Iceland is found. The main function of this airport is to serve as a reserve airport for Keflavík. We have also looked at our harbours as they are important for the fishing industry and the transportation of goods. They are mostly operated by municipalities, but the goal is to improve the capacity of the harbours for goods transport. Iceland relies on shipping for almost 99 percent of its goods transport, even though we had, and we will have again great aviation. A new transport link is under development and growing fast in the south of Iceland.

Prisma Reports: Could you tell us a bit more about the ISK 20 billion investment initiative that is focused at upgrading and expanding infrastructure, both transport and technology?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: The government introduced very early an important investment initiative to cope with the foreseeable economic effects of the pandemic and it was passed in Parliament in the spring of 2020 in addition to the fiscal budget. It was a diverse investment plan of ISK 20 billion, with a heavy focus on transport. The criteria for the selection of transport projects to receive funding was safety, economic viability and job creation. These investments in transport were added to our existing plans for investment in infrastructure which are part of the 15-year national transport plan. The economic crisis in 2008 and the surge in tourism after 2012 paralysed the plan and we have a lot of infrastructure still to be built. However, we will discuss in parliament this autumn a further stimulus plan for the next few years, that aims to protect the economy, preserve jobs and increase the effectiveness and the value of our transport system. I believe that when we speak of ISK 20 billion, we are talking about an amount that is three or four times that for the next three or four years.

The investment initiative allowed us to speed up the construction of large economically feasible expansion projects in all modes of transport. In our highway system, we are now planning to speed up construction to increase safety and capacity on the main cities and to and from the capital area, which is used mostly. We would like to increase safety on these roads.

With regards to harbours, we are studying opportunities in a number of places that can greatly boost economic activity and investments in buildings and logistics. In aviation, we continue to invest in our main international airport in Keflavík. However, the investment initiative has put the long overdue focus on all of Iceland’s international airports. We hope this will allow them to develop and create more international links, thereby supporting the local tourism industry in each of these areas in the years to come. Tourists that come through Keflavík and mostly utilize the infrastructure in that part of the country, but not as much in the north-eastern or the western part of the country.

Prisma Reports: During the last decade, Iceland has positioned itself as an emerging tourist destination, a sector that also contributed greatly to the economic recovery following 2008. However, tourism and travel at the global level is one of the most affected sectors by COVID-19. What has the experience been this last summer season, in terms of finding the balance between reigniting tourism while minimizing healthcare risks? Moving forward, what will be your strategy to keep the tourism alive and buoyant?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: You have to have a balance to analyse how the pandemic is being dealt with and, on the other hand, assess the economic situation. Iceland was one of the first countries in Europe to create a policy of quarantine, isolation, high volume testing and contact tracing. All our measures have been made in order to protect public health and our healthcare infrastructure and that was the aim in the start and is still the main aim.

We rely on the active cooperation and responsible behaviour of the general population and this extends to everyone who is visiting Iceland. The government started easing restrictions on the international arrivals since 15th of June this summer and we experienced an increased in tourism. The government had to impose more comprehensive measures from the 19th of August given the increase in infections worldwide and the widespread effect that a small outbreak could have on the functioning of our society.

Since then, from the 19th of August we have all arriving passengers choosing between a 14-day quarantine and a double testing procedure along with a quarantine of five or six days. These measures will be reviewed and revised according to how the situation develops. Both domestically and internationally and just for the time being these days we have to learn and see that will not be changed in the next weeks. When it is possible to change this policy, we will do that, but we have to take notice of what the virus is doing.

Prisma Reports: The U.S. is Iceland’s single largest trading partner and biggest investor. Until recently, U.S. investments in Iceland were mostly aimed at the aluminum sector thanks to Iceland’s abundant geothermal energy. However, U.S. investments have diversified to areas such as hotel chains, consumer goods, and retail with the entrance of several U.S. brands and franchises. What is your assessment of the overall state of U.S. – Icelandic relations, especially those concerning investments and economic partnership in your portfolio?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: The U.S.-Iceland partnership has always been an important factor in our foreign policy, and we have had good relationship with the U.S. We have lots of opportunities for making our relationship stronger. We see foreign investment as very positive. There are always opportunities, for example regarding our expertise in fisheries, which is one of the things we are good at, as well as in energy, creative and innovative industries. We will look more into new economic sectors, those that are driven by innovation and which create jobs based on the human mind.

Prisma Reports: Iceland has earned itself a reputation as a leader in sustainability and green economy, being one of the few countries around the world that runs on renewable energy. However, your government has pledged to cut emissions by 50-60 percent by 2030. What are you plans to improve the carbon footprint in the maritime and transportation sector? What opportunities will emerge from these new measures?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: Despite COVID-19, it is important that other topics continue to be priority items on the global stage as well. One of the things we have been talking about is climate change and what measures have been presented by our government in recent months. Iceland is expected to exceed 35 percent reduction in greenhouse gas emissions by 2030 and we are making a huge effort to reduce the target to meet the commitments of the Paris Agreement which requires 29 percent reduction, that we have already surpassed. According to rough estimates, additional measures currently under development could result in a further decrease of five up to 11 percent bringing the total reduction in emissions to 46 percent compared to 2005 levels. This government’s Climate Action Plan marks a turning point in climate issues in Iceland.

During the first months of this government, we took climate change actions and allocated funding towards those issues. With the measures that we have now taken and intend to implement, we will achieve greater progress towards the international commitments the Paris agreement requires of us.

An important aspect is to ensure that the public can take part in the changes that need to take place and feel that every person’s contribution matters. The energy transition in transport plays a major role here. It is also clear that Iceland has economic interest at stake in switching to green energy sources, because many billions currently flow out of the country to buy fossil fuels and the government has initiated the study into how we can increase the use of domestically green biofuel for transportation industry, vehicle and ships.

And the first electrically charged ferries started sailing between the Western Islands and the mainland last year towards the end of 2019. This ferry is the most important maritime passenger link in Iceland than transports over 2000 people every year. Our goal is that all ferries around Iceland can run on an environmentally friendly fuel, most likely electricity to minimize the carbon footprint. We will implement this in coming years when the ferries will be renewed or replaced. Finally, the government is exploring ways to increase the chance for electric connection and charging in Icelandic harbours. This effort will require cooperation of different stakeholders, ministers and municipalities and others. We are using our own energy which we are producing from hydro power and geothermal and with it we don’t have to use our money to buy fossil fuel from others. Economically, it is very positive and at the same time it is climate friendly.

Prisma Reports: What would be your final message to the readers of Foreign Policy around the globe?

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson: Our strategy to come out of this pandemic is to meet this crisis on the offensive by not raising taxes or making heavy cuts to the budget, but, on the contrary, by investing more in all areas where it is both feasible and economically favourable and by that, safeguarding jobs and the welfare system. There has been a consensus of using science to tackle the pandemic and the government has cooperated closely with scientists and experts in every field. Looking back now for the last seven months, we have gone through these unprecedented and unique circumstances and I am incredibly proud to witness the unity of the nation and the solidarity of the people. Iceland has fought the virus together, adopted individual responsibility following strict measures when needed. This nation has faced natural disasters before and it this in our DNA to stick together in times like this. We are very optimistic that we will bring the current situation back to normal soon. We have learnt a valuable lesson and hopefully grown as a society so, in the end, I am optimistic for the future.

Categories
Fréttir

Áfram veginn – stefnuskrá og listakynning

Deila grein

14/09/2020

Áfram veginn – stefnuskrá og listakynning

Með öflugu fólki í öflugum flokki – traustur fjárhagur er lykillinn að farsælli sameiningu. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í uppbyggingu skóla og leikskóla því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að.

Þannig blómstrar fjárhagur sveitarfélagsins. En þetta gerist ekki af sjálfu sér.

Stefnuskrá og listakynning Framsóknarflokks í nýju sveitarfélagi á Austurlandi.

Categories
Fréttir

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Deila grein

09/09/2020

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Íbúar á landsbyggðinni með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, kynnti þessa nýjung, sem ber heitið Loftbrú, á kynningarfundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.

  • 40% afsláttur af heildarfargjaldi í innanlandsflugi fyrir allt að 6 flugleggi á ári.
  • Fyrir alla með lögheimili fjarri höfuðborginni og á eyjum.
  • Bætir aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni.

Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum.

Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík (tveir flugleggir).

Til að nýta Loftbrú auðkennir fólk sig á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og þeir sem eiga rétt á Loftbrúfá yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem notaður er á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug í áætlunarflugi er pantað.

Mikið réttlætismál

„Í mínum huga er Loftbrú ein að mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því er tekið stórt skref til að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annarsstaðar en á suðvesturhorninu. Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en verkefnið hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Fyrirmyndin var sótt til nágranna okkar Skota en við höfum nú útfært verkefnið á okkar hátt og gert aðgengilegt í takt við áherslur um stafræna þjónustu hins opinbera,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Verkefnið er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla innanlandsflug og byggja upp almenningssamgöngur um land allt. Verkefnið er hluti af samgönguáætlun 2020-2034 sem Alþingi samþykkti í júní 2020. Verkefnið hefur gjarnan verið nefnt skoska leiðin þar sem það á fyrirmynd í vel heppnuðu kerfi sem Skotar hafa byggt upp í samstarfi ríkis og flugfélaga.

Vegagerðin fer með umsjón og framkvæmd verkefnisins í samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. „Vegagerðin vinnur að almannasamgöngum utan þéttbýlis um land allt. Það er okkur gleðiefni að geta greitt götu þeirra sem nota flug frá fjærstu byggðum landsins að höfuðborg allra landsmanna og þeirri þjónustu sem þar er að sækja,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.

Kostnaður við greiðsluþátttöku ríkisins við lækkun flugfargjalda í verkefninu er metinn allt að 600 milljónum kr. á ársvísu og 200 milljónum kr. á þessu ári. Gert er ráð fyrir þeim fjárframlögum í samgönguáætlun sem samþykkt var í júní sl.

Stafrænt Ísland ber ábyrgð á uppbyggingu Ísland.is sem miðlægri þjónustugátt fyrir hið opinbera og er Loftbrú eitt þeirra verkefna. „Það er frábært að sjá verkefni á borð við Loftbrú verða að veruleika á jafn skömmum tíma. Lausnin var þróuð á grunni þeirra stafrænu innviða sem byggðir hafa verið upp á Ísland.is að undanförnu, en mikil samlegðaráhrif felast í þróun opins hugbúnaðar í samstarfi við þverfagleg teymi úr atvinnulífinu.  Með nýtingu stafrænna lausna verður aðgengi allra landsmanna að opinnberri þjónustu jafnt,“ segir Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Veflausn Loftbrúar er tengd bókunarvélum flugfélaga, sem bjóða upp á innanlandsflug, en það eru Air Iceland Connect, Ernir og Norlandair.

Námsmenn og börn

Tveir hópar hafa sérstöðu og um þá gilda undantekningar frá reglunni um að eiga lögheimili á landsbyggðinni. Framhaldsskólanemar af landsbyggðinni sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og hafa fært lögheimili sitt tímabundið þangað munu eiga rétt á Loftbrú. Börn sem eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á landsbyggðinni munu einnig eiga rétt á Loftbrú. Unnið er að því að útfæra þjónustuna þannig að hægt verði að bóka lægri fargjöld fyrir þessa tvo hópa. Stefnt er að því að klára þá vinnu fyrir áramót.

Heimild: stjornarradid.is