Categories
Fréttir

„Bjartari tímar framundan í Reykjanesbæ“

Deila grein

05/12/2018

„Bjartari tímar framundan í Reykjanesbæ“

Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fer yfir helstu atriði í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022, í yfirlýsingu í gær. Sveitarfélagið mun ná undir lögboðið 150% skuldaviðmið fyrr en upphafleg aðlögunaráætlun gerði ráð fyrir. Aðlögunaráætlun fyrir árin 2017 til 2022 gerði ráð fyrir að skuldaviðmiðið næði 150% árið 2022.
„Aukning er til nýframkvæmda í skólum og undirbúningur hafinn að byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Álögur á íbúa eru lækkaðar eins og kostur er. Horfið hefur verið frá hækkuðu útsvari og nú greiða íbúar Reykjanesbæjar sömu prósentu í útsvar og íbúar flestra annara sveitarfélaga á Íslandi. Þá er ráðgerð lækkun á fasteignaskatti í gjaldskrá úr 0,46% í 0,36% til þess að mæta hækkuðu fasteignamati,“ segir Jóhann Friðrik.
Aðhald í rekstri, hagstæð ytri skilyrði, auknar tekjur og breyttar reglur um útreikning skuldaviðmiðs eru meðal þess sem valdi því að hraðar gangi að nálgast skuldaviðmiðið, samt hefur náðst að forgangsraða til velferðar-og fræðslumála í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2019.
„Bjartari tímar framundan í Reykjanesbæ,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson.

Categories
Fréttir

Hvað getur unnist af klasastarfi?

Deila grein

04/12/2018

Hvað getur unnist af klasastarfi?

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, er flutningsmaður að tillögu til þingsályktunar á Alþingi um mótun klasastefnu.
Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Stefnan feli í sér fyrirkomulag um hvernig hið opinbera efli stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem málið snertir. Stefnan verði unnin í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs sem er í gildi 2017–2019 þar sem markmið nýrrar klasastefnu verði að ráðstafa fjármunum til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar á markvissari hátt en hingað til, að efla samvinnu vísinda og atvinnulífs, efla nýsköpun, efla samkeppnishæfni fyrirtækja, atvinnugreina og þjóðarinnar og efla hagsæld. Enn fremur er lagt til að ríkisstjórnin skili skýrslu til Alþingis með niðurstöðum starfshóps í lok maí 2019.
„Ég tel slíka stefnumótun getað skilað miklum ávinningi fyrir atvinnulífið, nýsköpun og ekki síst þegar við skoðum uppbyggingu atvinnu í tengslum við nýtingu auðlinda um landið gervallt og markvissari nýtingu fjölmargra sjóða sem ætlað er að efla rannsóknir og nýsköpun, hvort sem um ræðir vísindamenn innan menntageirans eða verkefnadrifna sjóði. Við getum kallað það innlegg í markvissari byggðastefnu,“ sagði Willum Þór.

Fjárfesting í þekkingarsköpun leiði til betri skilnings á samfélagslegum áskorunum
„Samfélög í dag standa frammi fyrir flóknum, hnattrænum áskorunum á sviði t.d. umhverfis, loftslags, heilsu, orku, fæðu, fólksflutninga og öryggis. Mikilvægt er að fjárfesting í þekkingarsköpun leiði til betri skilnings á samfélagslegum áskorunum og vísi veginn í átt til árangursríkra lausna. Slíkar lausnir krefjast oft umfangsmikils samstarfs þvert á fræðigreinar og á milli háskóla, stofnana og fyrirtækja. Til að ný þekking nýtist samfélaginu verður hún að hafa áhrif til breytinga, t.d. í stefnu stjórnvalda, með lagasetningu, með breyttu verklagi fyrirtækja og stofnana eða með breyttri hegðun fólks. Í samfélagslegum áskorunum felst töluverð óvissa því erfitt er að segja fyrir um áhrif þeirra og hvernig best sé að bregðast við. Skýr framtíðarsýn og markviss fjárfesting í þekkingu eykur möguleikana jákvæðum árangri og farsælli aðlögun að breyttum aðstæðum,“ sagði Willum Þór og vitnaði í ritið Stefna- og aðgerðaráætlun, Vísinda- og tækniráðs 2017-2019.
„Tillagan sem við ræðum, um opinbera klasastefnu, styður vel þær áherslur sem koma fram í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs um vel ígrundaða stefnumótun og mikilvægi slíkrar stefnumörkunar þar sem upplýsingavinnsla og hagtölugerð er forsenda vandaðrar stefnumótunar og til aukins skilnings á rannsóknar- og nýsköpunarkerfinu, auknum sveigjanleika þess til að fylgja árangri eftir og markvissari ákvörðunartöku stjórnvalda, stofnana eins og háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja,“ sagði Willum Þór.
Hvað getur unnist af klasastarfi?
„Við höfum þrisvar sinnum haldið risastórar alþjóðlegar ráðstefnur sem hafa farið stækkandi og sem dæmi er alþjóðlega jarðvarmaráðstefnan sem haldin var í Hörpu 2016 um fjölnýtingu jarðvarmans. Hún er mjög gott dæmi um hvað getur sprottið á slíkum vettvangi og í samvinnu fyrirtækja í milli og stofnana og fræðasamfélags. Á ráðstefnunni voru fyrirlesarar á borð við Michael Porter. Þar voru 1.000 gestir frá 40 þjóðum að deila þekkingunni. Með ráðstefnunni hefur Íslandi eða íslenska jarðvarmaklasanum tekist að byggja Ísland upp sem helsta umræðuvettvang jarðvarma og endurnýjanlegrar orku á heimsvísu. Okkur tókst síðan í kjölfarið að fá alheimsráðstefnuna, sem er haldin á fimm ára fresti, í samkeppni við lönd eins og Chile, Þýskaland, Holland, Kenýa, Filippseyjar og Bandaríkin. Sú ráðstefna fer fram hér 2020. Ef hið opinbera markar ekki stefnu og tekur ekki þátt í verkefnum eins og því förum við á mis við tækifæri og hætta er á, ef slíkur stuðningur og skuldbinding er ekki fyrir hendi, að slík verkefni fjari út. Þetta er dæmi um það sem getur unnist í klasavinnu þar sem þekking kemur saman úr mörgum áttum, úr fræðasamfélagi, frá stofnunum, hinu opinbera, úr atvinnulífinu,“ sagði Willum Þór Þórsson.

Categories
Fréttir

Umhverfisvernd og dýravelferð við opinber innkaup á matvöru

Deila grein

03/12/2018

Umhverfisvernd og dýravelferð við opinber innkaup á matvöru

Þórunn Egilsdóttir, formaður Þingflokks Framsóknarmanna, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru á dögunum á Alþingi. Fram kom í inngangsorðum Þórunnar „að miklu varðar að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda, notkun skaðlegra hormóna og eiturefna, ofnotkun sýklalyfja sem leiðir af sér fjölónæmar bakteríur og önnur skaðleg áhrif á umhverfið og velferð dýra við framleiðslu og flutning matvöru. Ríki og sveitarfélög geta haft veruleg áhrif þar á með því að hafa umhverfisvernd og dýravelferð að leiðarljósi við innkaup á matvöru. Til dæmis má ætla að hátt í 150.000 manns – nemendur, starfsfólk hjá hinu opinbera, vistmenn á dvalar- og öldrunarheimilum og fleiri – eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra neyti þess kosts er um 100.000 manns að ræða,“ sagði Þórunn.
Þórunn lagði áherslu á mikilvægi þess „að ávallt verði tekið tillit til umhverfisverndar og dýravelferðar við opinber innkaup á matvöru.“ Ríki og sveitarfélög geta stuðlað að vistvænni matvælaframleiðslu enda viðurkennt að nýta megi opinber innkaup til að vinna að umhverfisvernd og velferð dýra.
„Við búum hér yfir gríðarlegum gæðum“
Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2014 kallar á breiðan stuðning við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og atvinnugreinar í viðleitni þeirra til að setja sér markmið í loftslagsmálum. Allar stærri opinberar áætlanir þarf nú að meta út frá loftslagsmarkmiðum.
Skýrsla um kolefnisspor garðyrkjunnar, sem unnin var fyrir samband garðyrkjubænda, leiðir í ljós að íslensk garðyrkja hefur mest forskot þegar afurð er flutt inn með flugi. Það að flytja salat til landsins kostar rúmlega þrefalt meira kolefni en allt ferlið á Íslandi og er hlutfall íslenska kolefnissporsins um 26% af því innflutta.
„Allt skiptir þetta máli í stóra samhenginu þegar talið berst að umhverfismálum. Til gamans langar mig til að benda á að Danir, sem eru framarlega í þessum málum, eru svo hrifnir af íslenska grænmetinu að þeir vilja það helst af því að ræktunaraðferðirnar hér á landi og hreinleiki vatnsins er langt umfram það sem þekkist annars staðar. Við búum hér yfir gríðarlegum gæðum,“ sagði Þórunn.

Neytendastefna sauðfjárbænda
Í neytendastefnu sauðfjárbænda til ársins 2027 er gert ráð fyrir að búið verði að kolefnisjafna íslenska sauðfjárrækt fyrir þann tíma og að allar íslenskar sauðfjárafurðir verði vottaðar með lágmarksumhverfisspori fyrir 2027. Íslenskt sauðfé er nú þegar alið án hormóna og vaxtarhvetjandi lyfja og erfðabreytt fóður hefur verið bannað. Notkun á sýklalyfjum er með því minnsta sem þekkist í heiminum.
Ríkið er drifkraftur nýsköpunar og til sjálfbærrar þróunar
„Opinber innkaup ríkisins eru umtalsverður hluti af hagkerfinu og því skiptir máli hvernig þeim er hagað. Með hlutdeild sinni á matvælamarkaði getur ríkið haft áhrif á þróun á markaði og verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar. Metnaður hins opinbera á að felast í því að gefa börnum, öldruðum og öðrum þeim er hið opinbera matreiðir fyrir, lystuga og heilnæma máltíð,“ sagði Þórunn.
„Íslenskur landbúnaður og íslensk landbúnaðarframleiðsla stendur mjög framarlega og það hefur verið mikið kappsmál hjá mínum flokki, Framsóknarflokknum, okkur Framsóknarmönnum, að fylgja þessum málum eftir. Ég hef trú á því að við stöndum með pálmann í höndunum ef við byggjum á þessum grunni,“ sagði Þórunn.
Í ríkisstjórnarsáttmálnum semgir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggja eigi áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðamörkuðum. Einnig kemur fram að nýta beri tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.
„Það er gríðarlega mikið og stórt mál í öllum byggðamálum, að við séum með öflugt atvinnulíf um allt land og við séum að nýta auðlindina okkar, landið, til að framleiða heilnæm matvæli,“ sagði Þórunn Egilsdóttir.

Categories
Fréttir

Stjórnarsamstarfið eins árs í dag

Deila grein

30/11/2018

Stjórnarsamstarfið eins árs í dag

Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er eins árs í dag.
Ríkisstjórnin var mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa og fagnar þeim árangri sem náðst hefur fyrir samfélagið á liðnu ári.

  • Nú þegar eitt ár er liðið af kjörtímabili ríkisstjórnarinnar er 171 verkefni af 183 verkefnum í stjórnarsáttmála í vinnslu eða þeim lokið.
  • Ríkisstjórnin hefur lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða.
  • Frumvarp hefur verið lagt fram um lækkun tryggingagjalds um 0,5% og markvissri lækkun skulda hefur verið haldið áfram. Nema þær nú rétt rúmlega 30% af landsframleiðslu en hrein staða ríkissjóðs er um 653 ma.kr., eða sem nemur um 23% af vergri landsframleiðslu.
  • Unnið er að stofnun Þjóðarsjóðs til að mæta áhrifum verulegra efnahagslegra áfalla.
  • Framlög til umhverfismála hafa aldrei verið hærri en nú. Metnaðarfull aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur verið kynnt og unnið er að fyrstu skrefunum; orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu.
  • Uppbygging meðferðarkjarna nýs Landspítala er hafin og áhersla lögð á að styrkja heilsugæsluna um allt land. Fyrstu skref hafa verið stigin til þess að draga úr kostnaði fólks við að sækja sér læknisþjónustu og þeirri vinnu verður haldið áfram út kjörtímabilið.
  • Þverpólitísk nefnd vinnur nú að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands auk þess sem ráðist hefur verið í stórátak við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði.
  • Framlög til menntamála hafa stóraukist og nú stendur yfir vinna við gerð menntastefnu.
  • Istanbúl-sáttmálinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum var fullgiltur, aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota er fullfjármögnuð og stýrihópur um heildstæðar úrbætur gegn kynferðislegu ofbeldi var settur á fót og starfar af fullum krafti.
  • Stuðningur við nýsköpun og rannsóknir hefur enn verið efldur, nú síðast með tvöföldun hámarksupphæða endurgreiðslu vegna rannsóknar- og þróunarverkefna fyrirtækja. Jafnframt er unnið að nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem er lykilatriði fyrir framtíð samfélagsins og fjölbreyttari stoðir efnahagslífsins. Unnið er að endurskoðun á starfsumhverfi vísinda og rannsókna og von á frumvarpi um heilindi í vísindarannsóknum.
  • Framtíðarnefnd hefur verið sett á fót á vegum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Nefndinni er ætlað að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni m.t.t. langtímabreytinga á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegra breytinga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.
  • Sérstök áhersla hefur verið lögð á samráð við aðila vinnumarkaðarins allt frá stjórnarmyndunarviðræðum þessarar ríkisstjórnar.
  • Atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa voru hækkaðar í vor.
  • Í þeim fjárlögum sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er lagt til að barnabætur hækki um 16% á milli ára og þar með fjölgar þeim sem eiga rétt á barnabótum um rúmlega 2.200.
  • Nýtt dómstig tók til starfa, löggæsla hefur verið styrkt og í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir endurnýjun þyrlukosts Landhelgisgæslunnar. Hagsmunagæsla vegna EES-samstarfsins hefur verið styrkt og mikilvæg skref hafa verið stigin til að innleiða stafræna stjórnsýslu og auka aðgengi og bæta þjónustu við almenning og nýta almannafé betur.
  • Framlög til nýframkvæmda og viðhalds hafa verið stóraukin til að tryggja umferðaröryggi sem best. Með sérstöku fjárframlagi til vegamála var brugðist við brýnum viðhaldsverkefnum og uppsöfnuðum vanda undanfarinna ára. Áform eru um að flýta uppbyggingu tiltekinna mannvirkja.
  • Á árinu hefur áhersla verið lögð á málefni barna, umhverfi barnaverndar verður endurskoðað og á næsta ári verður í fyrsta sinn haldið Barnaþing með þátttöku barna hvaðanæva af landinu og ungmennaráð í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var sett á fót. Máltækniáætlun er nú loksins fjármögnuð enda eitt mikilvægasta tækið til að styðja við íslenska tungu á tækniöld.

Heimild: stjornarradid.is

Categories
Fréttir

Hver græðir? Neytendur?

Deila grein

29/11/2018

Hver græðir? Neytendur?

„Virðulegi forseti. Við förum oft fögrum orðum um að gæta hagsmuna neytenda en erum ekki alveg sammála um hvaða leið sé rétt í þeim efnum. Ég hef verið nokkuð sannfærð um að hagsmunir bænda og neytenda fari saman þegar varað er við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum. En ef ég hef verið eitthvað villuráfandi í þessum efnum er ég orðin algerlega sannfærð eftir að ég horfði á Kastljóssþáttinn í gær. Þar skiptust á skoðunum þeir Karl Kristinsson, prófessor í sýklafræðum, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Þar tókust þeir á um ávinning neytenda af fyrrgreindum innflutningi og sitt sýndist hvorum. Karl talaði út frá staðreyndum vísindanna en Ólafur talaði máli mammons. Máli sínu til stuðnings hvatti hann til og talaði um að viðhalda varúðarráðstöfunum til að lágmarka áhættuna.
Já, áhættuna. Því áhættan er staðreynd og þekkt. Við höfum verið á hraðferð við að opna landið fyrir innflutningi á landbúnaðarafurðum. Fylgjendur þeirra sem tala fyrir frjálsum innflutningi segjast tala máli neytenda og tala fyrir frelsi bænda. Ekki skal dregið úr þeirri staðreynd að málefni neytenda og íslenska landbúnaðarins fari saman. Það á líka við þegar kemur að auknum innflutningi landbúnaðarvara. Það er stórt hagsmunamál íslensks landbúnaðar og neytenda að brugðist verði við auknum innflutningi á hrávörum. Þar getur hreinlega skilið á milli feigs og ófeigs í hreinleika íslenskra búvara.
Í gær féllu þau orð í þessum ræðustól að Framsóknarmönnum væri í nöp við neytendur og stæðu í vegi fyrir að þeir gætu keypt ódýrari matvöru. Þessu svaraði formaður Félags atvinnurekanda afdráttarlaust í Kastljósi í gær. Það er ekki verið að sækjast eftir ódýrari ferskvöru heldur reyndar þvert á móti, dýrri gæðavöru. Erum við þá ekki komin hringinn? Hver græðir? Neytendur? Nei.“ –
Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins 21. nóvember 2018.

Categories
Fréttir

Sýnum skynsemi

Deila grein

28/11/2018

Sýnum skynsemi

„Hæstv. forseti. Nú liggja mörg áhugaverð mál frá þingmönnum fyrir þinginu. Segja má að þau snerti flesta þætti mannlegs samfélags og eins og gengur er nálgun manna misjöfn, en þegar allt kemur til alls vilja allir bæta samfélagið og styrkja stoðir þess. Umhverfismál eru eðlilega mikilvægur þáttur og í raun sá þráður sem ætti að tengja okkur öll saman því að á okkur hvílir sú ábyrgð að skila landinu okkar í betra ástandi en við tókum við því.
Mikil áhersla er á umhverfismál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar kemur fram að Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að tryggja eigi áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Skipuð hefur verið verkefnisstjórn til að móta matvælastefnu fyrir Ísland og það er vel. Meðal þátta sem horfa ber til við mótun stefnunnar er bætt aðgengi að hollum matvælum.
Hæstv. forseti. Það háttar svo til að matvælaframleiðsla á Íslandi er með eindæmum metnaðarfull og gæði hennar mikil. Ríki og sveitarfélög geta haft mikil áhrif á framboð og neyslu þar sem ætla má að hátt í 150.000 manns, nemendur, starfsfólk hjá hinu opinbera, vistmenn á dvalar- og öldrunarheimilum o.fl., hafi aðgang að mötuneytum hins opinbera. Ekki er fjarri lagi að um 100.000 manns nýti sér það daglega.
Í samræmi við metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum er eðlilegt að horfa til kolefnisspors, vega og meta um hve langan veg matvæli eru flutt og fleira því tengt. Er nauðsynlegt að flytja inn mat sem framleiða má innan lands með færri kolefnissporum?
Hæstv. forseti. Ég vil leyfa mér að vekja athygli á tillögu sem þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram í liðinni viku um opinber vistvæn innkaup. Með tillögu þessari er lagt til grundvallar að ávallt verði tekið tillit til umhverfisverndar og dýravelferðar við opinber innkaup á matvöru. Þannig geta ríki og sveitarfélög lagt þungt lóð á vogarskálar vistvænnar matvælaframleiðslu og stuðlað að bættri lýðheilsu.“ –
Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarmanna, í störfum þingsins 27. nóvember 2018.

Categories
Fréttir

Stjórnmálin hafa farið fram úr almenningi – verðum að stoppa hér

Deila grein

25/11/2018

Stjórnmálin hafa farið fram úr almenningi – verðum að stoppa hér

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar ræddi þriðja orkupakkann við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í þættinum Víglínan á Stöð 2, á laugardaginn.
Sjá nánar: Víglínan á Stöð 2
Fram kom á fundi miðstjórnar Framsóknar mikil umræða um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Löggjöfin hefur m.a. verið gagnrýnd með þeim orðum að upptaka hans hér myndi fela í sér valdaframsal til erlendra stofnana umfram það sem stjórnarskráin heimilar.
Miðstjórnin ákvað að álykta sérstaklega um þriðja orkupakkan á fundi sínum að Smyrlabjörgum í Suðursveit á dögunum:

Orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Miðstjórn Framsóknarflokksins áréttar mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga og minnir á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Auk þess hefur Ísland enga tengingu við orkumarkað ESB og Framsóknarflokkurinn telur slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Því skal fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.

„Við fengum strax í upphafi ýmsar undanþágur í orkusamningnum og satt best að segja er að við skiptum upp fyrirtækjunum þá gengum við lengra en nauðsynlegt var kveðið á um í tilskipuninni,“ sagði Sigurður Ingi.
Sigurður Ingi vill fá undanþágu frá þriðja orkupakkanum með fyrirvara um framhaldið. Hann yrði um að Ísland undirgangist ekki ákvæði um sameiginlegan orkumarkað Evrópu fyrr en og ef Íslendingar ákveddu einhvern tímann í framtíðinni að þeir vildu tengjast Evrópu með sæstreng.
„Það er engin spurning í mínum huga að EES-samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur,“ sagði Sigurður Ingi. Það hefði birst í viðskiptum og margvíslegum öðrum ávinningi. Hann sagði að sífellt hefði orðið erfiðara að innleiða reglur ESB í EES-samninginn vegna minnkandi áherslu ESB á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, margt hefði verið samþykkt þó að það byggði aðeins á einni stoð, Evrópusambandinu.
Sigurður Ingi segir mikinn mun á íslenskum og erlendum orkumarkaði. Hér væru orkufyrirtæki flest í opinberri eigu og orka ein sú ódýrasta sem völ væri á. Hann sagðist á sínum tíma hafa spurt sig hvers vegna Íslendingar hefðu gengið lengra í að aðskilja orkuvinnslu og dreifingu en flestar þjóðir Evrópu, og það þrátt fyrir að Ísland væri ekki hluti af orkumarkaði Evrópu sem orkupakkar Evrópusambandsins snúist um.
Reynslan sýnir að orkuverð hefði lækkað en dreifingarkostnaður hækkað.

Categories
Fréttir

Almannahagsmunir að styrkja samfélög og tapa ekki eignarhaldi á auðlindum

Deila grein

24/11/2018

Almannahagsmunir að styrkja samfélög og tapa ekki eignarhaldi á auðlindum

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, kom inn á heitt mál í þjóðfélagsumræðunni í sérstökum umræðum á Alþingi á dögunum. En eignarhald á bújöðrum í höndum erlendra aðila hefur skapað áhyggjur af því að Íslendingar séu með andvaraleysi að tapa eignarhaldi á auðlindum á landi.
Verðmæti í ræktun, húsnæði og fleiru tapast er jörð fer í eyði, sveitarfélagið og samfélagið sjálft stendur eftir veikara, eignarhald, ráðstöfunarréttur og ábyrgð á landi verður óljós. Bújarðir á Íslandi eru nú 6.000-7.000 og hefur ásókn fólks sem ekki er búsett á Íslandi eftir eignarhaldi á jörðum aukist á síðustu árum. Við það hafa vaknað spurningar um eignasöfnun á fárra hendur og vandi komið upp vegna óþekkts og óljóss fyrirsvars jarða.
Áhrif á ráðstöfun lands er í höndum stjórnvalda og geta til þess beitt ýmsum tækjum. „Ég álít allt land vera auðlind, landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn sem þar þrífst. Sumt land nýtist til matvælaframleiðslu, annað til útivistar og auk þess geta fylgt landi önnur gæði sem enn auka verðmæti þess, t.d. veiði og vatnsréttindi. Meðferð og notkun alls lands skiptir alla landsmenn máli, bæði nú og til framtíðar. Það felast miklir almannahagsmunir í ráðstöfun og meðferð lands og því geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og á hverri annarri fasteign,“ sagði Líneik Anna.
Hugmyndir að ráðstöfunum stjórnvalda:

  • Að lögfesta búsetuskilyrði,
  • setja skilyrði um nýtingu lands í landbúnaðarnotum,
  • takmarkanir á stærð eða fjölda fasteigna í eigu sama aðila,
  • fyrirframsamþykki opinberra aðila fyrir eignaskiptum og að unnin verði hlutlæg viðmið fyrir slíka ákvarðanatöku, verðstýringarheimildir og skýrari reglur um fyrirsvar.

„Sú leið sem ég tel fært að ganga beint í að festa í lög eða reglugerð eru skilyrði um að einstaklingar sem öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir landi í landbúnaðarnotum skuli hafa lögheimili hér á landi eða hafa haft það áður í tiltekinn tíma. Ég tel að slíkar takmarkanir eigi ekki að vera bundnar við land í landbúnaðarnotum, heldur ná yfir allt land“, sagði Líneik Anna.
Stjórnvöld og almenningur hafa áhrif á landnýtingu í gegnum skipulagsáætlanir sveitarfélaga og „sveitarfélög geta skilgreint landbúnaðarland sem halda skal í ræktanlegu ástandi og líka jarðir þar sem heilsársbúseta telst æskileg og geta þar komið inn fleiri sjónarmið en nýting til landbúnaðar, svo sem styrking samfélaga, öryggissjónarmið, eftirlit lands, eftirlit minja og náttúruvernd. Bætt skráning landeigna er líka forsenda þess að hægt verði að beita stjórntækjum við markvissa ráðstöfun“, sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi – fjárfestum í menntun

Deila grein

24/11/2018

Fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi – fjárfestum í menntun

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er lögð mikil áherslu á öflugt menntakerfi, enda eru menntun, vísindi og rannsóknir forsenda nýsköpunar og framfara og ávísun á framtíðarhagvöxt.
Við Framsóknarmenn viljum byggja á að íslenska skólakerfið verði áfram skapandi og að gagnrýnin hugsun ásamt því að efla læsi og þátttöku í lýðræðissamfélagi miði að því að styrkja áfram allar undirstöður þess með margvíslegum hætti. Einkum er aðkallandi að tryggja öllum aðgengi að menningu, íþróttum og æskulýðsstarfi og efla skapandi greinar sem atvinnuveg.
Rúmlega 11% af heildarútgjöldum ríkissjóðs
Það eru rúmlega 11% af heildarútgjöldum ríkissjóðs renna til málefnaflokka sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðherra. Málefnasviðin eru fimm talsins og skiptast í menningu, listir, íþrótta- og æskulýðsmál, fjölmiðlun, framhaldsskólastigið, háskólastigið og loks önnur skólastig.
„Heildarfjárframlög háskólastigsins munu nema tæpum 47 milljörðum kr. á næsta ári en að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum er það hækkun um 2,2 milljarða eða um 5% milli ára. Þetta eru háar fjárhæðir en sýnt er að hver króna sem fer í fjárfestingu á háskólastiginu skilar sér áttfalt til baka til samfélagsins. …
Markmiðið með auknum framlögum til kennslu og rannsókna á háskólastigi er fyrst og fremst að auka gæði náms. Sé miðað við nýjasta meðaltal Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) um framlag á hvern háskólanemanda stefnir í að árið 2020 hafi Ísland náð því markmiði eins og ráðgert er í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Menntun er forsenda samkeppnishæfni okkar til framtíðar og því þurfa fjárfestingar okkar að taka mið af,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjárfestum í framtíðinni
Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um jafnan rétt fólks til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Mikilvægt er að tryggja þennan rétt til framtíðar, standa vörð um menntakerfið í landinu og tryggja að við frekari uppbyggingu þess verði hvergi hvikað frá þeim
Miklar breytingar hafa verið gerðar á íslensku skólakerfi á undanförnum misserum og mikilvægt að staldra við og gefa fagfólki skólanna svigrúm til að innleiða þær og þróa skólastarfið. Það er einnig mikilvægt að starfsumhverfi skóla miði að því að einfalda daglegt líf barna og fjölskyldna þeirra og draga úr álagi á fjölskyldufólk og starfsfólk skóla.
Byggjum betra og manneskjulegra samfélag
Efling menntakerfisins og framþróun, aukinn stuðningur við kennara og starfsfólk skóla, styrking innviða skólasamfélagsins, og samþætting skólastarfs og tómstunda, eru allt mikilvægir þættir til að byggja upp betra og manneskjulegra samfélag. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að aukin menntun dregur úr fordómum samhliða því að auka skilning á því alþjóðaumhverfi sem Ísland er hluti af.
Með öflugu menntakerfi, fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði og með auknu rannsókna- og þróunarstarfi má skapa fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi.
Framsókn er flokkur fjölskyldunnar og vill á tímum efnahagslegrar velgengni fjárfesta sérstaklega í innviðum samfélagsins með það að leiðarljósi að tryggja velferð og hagsæld okkar allra til framtíðar.
Sjá nánar: Tillögur menntastefnuhóps Framsóknarflokksins
Sjá nánar: Hlutfall háskólamenntaðra aldrei hærra á Íslandi – ný skýrsla um menntatölfræði

Categories
Fréttir

„Við erum með gott fjárlagafrumvarp“

Deila grein

23/11/2018

„Við erum með gott fjárlagafrumvarp“

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir nefndaráliti meiri hlutans í annari umferð um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019.
Willum Þór fór yfir að áhrif breytingartillagna, milli fyrstu og annarar umræðu, séu að nettóbreytingin á tekjuhlið sé hækkun tekna um 364,2 milljónir og nettóbreytingin á gjaldahlið til aukningar um 396,4 milljónir. Eftir sem áður er áætlað að afgangur verði 1% af vergri landsframleiðslu eins og lagt er upp með í fjármálastefnu og fjármálaáætlun.
Ríkissjóður hefur skilað afgangi á hverju ári frá og með árinu 2014 og einskiptis- og tímabundnar tekjur hafa verið nýttar til að greiða niður skuldir. „Á sex árum hefur tekist að lækka heildarskuldir ríkissjóðs úr 86% af vergri landsframleiðslu í 31% nú í árslok,“ sagði Willum Þór.

„Endurmat tekjuáætlunar frumvarpsins hefur tekið óverulegum breytingum frá uppfærðri þjóðhagsspá Hagstofunnar frá 2. nóvember, tæpum 400 milljónum með frávikum í báðar áttir. Þar munar mest um lækkun virðisaukaskatts um 4 milljarða vegna minnkandi einkaneyslu og minnkandi eyðslu ferðamanna hérlendis sem hefur áhrif á hann. Á móti vegur 1,7 milljarða kr. hækkun tekjuskatts einstaklinga og 2,7 milljarða kr. tekjur af sölu losunarheimilda“, sagði Willum Þór.
Lagt er til að fjárheimildir aukist um 3,8 milljarða kr. vegna endurmats á launa-, gengis- og verðlagsforsendum frumvarpsins. Á móti vega endurmat og ýmsar ráðstafanir ríkisstjórnar til lækkunar á ýmsum útgjaldaskuldbindingum sem leiða til 4,3 milljarða kr. lækkunar.
Willum Þór fór yfir að landsmenn verði að vera á vaktinni og að við þurfum að vanda okkur þegar kemur að efnahagsmálum og horfum í nýjustu efnahagsspá. „Það hefur hægst á í hagkerfinu en við erum með hagvöxt. Það er ánægjulegt að geta lagt til útgjaldaaukningu og innviðauppbyggingu á öllum málefnasviðum, til allt að því allra málefnaflokka, og standa við loforð um að fjárfesta í velferð, menntun, samgöngum og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og taka þátt í því verkefni jafn myndarlega og gert er. Þetta er ávísun á hagvöxt til framtíðar og uppbyggingu fyrir komandi kynslóðir“, sagði Willum Þór.