Categories
Fréttir

Mikilvægt að afgreiða frumvarpið um LÍN

Deila grein

05/10/2016

Mikilvægt að afgreiða frumvarpið um LÍN

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að taka undir með hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni um að í umræðu um málefni flóttamanna og innflytjenda er mjög mikilvægt að kynna sér málin til hlítar. Að því sögðu langar mig að ræða um eitt af þeim málum sem ég tel mjög mikilvægt að við afgreiðum hér á þessu þingi. Það er frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Nú liggur frumvarpið fyrir þinginu eftir umfjöllun í allsherjar- og menntamálanefnd ásamt breytingartillögu þaðan. Ég tel að sú kerfisbreyting sem felst í frumvarpinu sé mjög mikilvæg fyrir íslenska námsmenn og fyrir menntakerfið í heild sinni. Þessu frumvarpi fylgir hvati til þess að stunda nám miðað við fulla námsframvindu. Því fylgir viðbótarhvati við það sem verið hefur til þess að stunda iðnnám, sem er mjög mikilvægur hluti frumvarpsins. Fyrir meiri hluta námsmanna mun þetta leiða af sér minni og fyrirsjáanlegri afborganabyrði og mun leiða af sér gagnsærri og skýrari mynd af því hverjir njóta styrks. Í breytingartillögum allsherjar- og menntamálanefndar felst mjög viðamikil og mikilvæg breyting, þ.e. að námsmenn geti fengið greidda út styrki og lán samhliða námi eftir að fyrsta missiri lýkur, en það hefur verið baráttumál íslenskra námsmanna frá árinu 1992 og getur skipt sköpum fyrir marga.“
Líneik Anna Sævarsdóttir í störfum þingsins 5. október 2016.

Categories
Fréttir

Efnahagslegur stöðugleiki hlýtur að skipta mestu máli

Deila grein

05/10/2016

Efnahagslegur stöðugleiki hlýtur að skipta mestu máli

thingmadur-willumthor-05„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða stöðugleika. Efnahagsmál og innviðauppbygging fer hátt í umræðunni og það sem hefur einkennt umræðuna er viljinn til að auka ríkisútgjöld og setja meiri fjármuni t.d. í heilbrigðis- og velferðarmál og aðra innviðauppbyggingu. Ég ætla ekki að mæla gegn því að fjárþörf sé til staðar víða en vil þó segja hér að efnahagslegur stöðugleiki hlýtur að skipta mestu máli, verðlagsstöðugleiki, gengisstöðugleiki, pólitískur stöðugleiki fyrir atvinnulífið og fyrir heimilið, til þess að við verðum áfram og í frekari færum til að styrkja innviðina.
En af hverju er stöðugleikinn svo mikilvægur? Í mjög einföldu máli erum við, heimilin og atvinnulífið, frekar tilbúin til að hreyfa okkur til athafna við slíkar aðstæður, til nýbreytni og nýsköpunar. Við verðum öruggari í stöðugu umhverfi. Í óstöðugu umhverfi höldum við að okkur höndum, bíðum átekta og leitum í skjól. Við mikinn öldugang úti á sjó þá stígum við annaðhvort ölduna eða leggjumst í koju. Við náttúruhamfarir, storma og hvirfilbylji leitum við skjóls og bíðum það af okkur. Þegar allt er á hreyfingu í kringum okkur stoppum við og bíðum af okkur þá hreyfingu. Það sama á við um efnahagsmálin. Hinar miklu skattbreytingar á síðasta kjörtímabili eru dæmi um það. Fyrirtæki halda að sér höndum í mannaráðningum, fjölskyldan dregur saman útgjöldin, ekki til uppbyggilegs sparnaðar heldur neyðarsparnaðar.
Hér boða flestir flokkar stóraukin útgjöld, uppskurð kerfa, kerfisbreytingar á grundvallaratvinnuvegum. Staðreyndin er að samhliða stöðugleika hefur atvinnulífið dafnað, kaupmáttur aukist og ráðstöfunargeta heimilanna sem og efnahagslega staða þjóðarinnar batnað á þessu kjörtímabil og sjaldan verið betri.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 5. október 2016.

Categories
Fréttir

Engar fréttir úr Seðlabanka

Deila grein

05/10/2016

Engar fréttir úr Seðlabanka

160218-Þorsteinn Sæmundsson„Hæstv. forseti. Þeim fjölgar óðum sem koma fram og gagnrýna þá hávaxtastefnu sem rekin er á Íslandi. Samkvæmt fréttum sem bárust úr Seðlabankanum í morgun er ekkert að frétta þaðan. Þar er sami kjarkurinn og framsýnin, núll. Mig langar að vekja athygli á því sem einn af mikilvægustu mönnum í íslensku viðskiptalífi, Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði um vaxtastefnu Seðlabankans á fundi sem var haldinn á Hilton nýlega. Með leyfi forseta, sagði forstjórinn:
„Mér finnst það gjörsamlega út í hött að við séum að horfa á þetta háa vaxtastig. Horfum á allt aðra stöðu í nágrannalöndum sem við erum að berjast við. Ég tel að Seðlabankinn hafi gert afdrifarík mistök á undanförnum mánuðum.“
Hann sagði svo seinna í ræðu sinni:
„Ég er ekki svartsýnn fyrir hönd míns félags en mér finnst styrking á gengi krónunnar og vaxtastefnan galin. Punktur.“
Maður tekur eftir þegar menn af þessum kalíber stíga fram og taka til máls með þessum hætti. Það er því ekki að ófyrirsynju að sá sem hér stendur hefur farið fram á sérstaka umræðu um vaxtakjör á Íslandi við hæstv. fjármálaráðherra þar sem m.a. yrði farið yfir stýrivextina eins og þeir eru reiknaðir á Íslandi, hvernig vísitalan er reiknuð hér á landi, sem er öðruvísi en alls staðar annars staðar. Ég held að mjög mikilvægt sé að slík umræða sé tekin nú í aðdraganda kosninga vegna þess að alla vega er það stefna okkar framsóknarmanna að taka til í fjármálakerfinu. Ég held að nauðsynlegt sé að sú umræða komist á dagskrá áður en þingi lýkur, sé innlegg inn í þá baráttu.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 5. október 2016.

Categories
Fréttir

Upplagt að endurskoða vísitöluna

Deila grein

05/10/2016

Upplagt að endurskoða vísitöluna

elsa-lara-mynd01-vefur„Hæstv. forseti. Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverðs í hálft ár. Ástæðan er sú að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í 12 mánaða útreikningum Hagstofunnar, áður en mistökin komu fram, var verðbólga mæld 0,9% þar sem stuðst er við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað væri út frá samræmdri vísitölu neysluverðs, líkt og gert er í OECD-ríkjunum, hefði verðbólgan verið -0,9%. Ástæðan er sú að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann hugsaður sem fjárfesting en ekki neysla líkt og hér á landi. Í nýjum tölum Hagstofunnar mælist verðbólga síðustu 12 mánaða 1,8%, ef stuðst er við vísitölu neysluverðs, en 0,4%, ef reiknað væri út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Þarna er um gríðarlegan mun á útreikningum að ræða og birtast þessi áhrif m.a. á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að endurskoða þau viðmið sem við reiknum vísitöluna út frá. Því þarf að minnast á þingsályktunartillögu mína sem ekki hefur komist á dagskrá þingsins og hljómar á þessa leið, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs (SVN) í stað vísitölu neysluverðs (VNV). Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti.“

Við framsóknarmenn viljum koma þessu máli á dagskrá fyrir þinglok og við trúum ekki öðru en að aðrir flokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu að ræða en hún getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir heimili landsins.“
Elsa Lára Arnardóttir í störfum þingsins 5. október 2016.

Categories
Fréttir

Frumvarp um forkaupsrétt sveitarfélaga

Deila grein

04/10/2016

Frumvarp um forkaupsrétt sveitarfélaga

Páll Jóhann Pálsson„Virðulegi forseti. Mig langar undir þessum lið, um störf þingsins, að vekja athygli á frumvarpi sem við, tveir framsóknarmenn, höfum lagt fram um breytingu á forkaupsrétti sveitarfélaga. Eins og segir í greinargerð er með frumvarpinu lagt til að sveitarstjórn eigi einnig forkaupsrétt samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða þegar aflahlutdeildir eru framseldar útgerð sem hefur heimilisfesti í öðru sveitarfélagi. Samkvæmt gildandi lögum á sveitarstjórn aðeins forkaupsrétt ef fiskiskip er selt og því geta aflahlutdeildir færst í hendur útgerðar í öðru sveitarfélagi án þess að sveitarstjórn eigi þess kost að njóta forkaupsréttar. Það má kannski segja að full seint sé í rassinn gripið að koma með þetta frumvarp á þessum síðustu dögum þingsins en við teljum þó rétt að vekja athygli á þessu hér í von um að kannski verði drifið í þessu þjóðþrifamáli á næsta þingi.
Mörg þingmannamál liggja í nefndum og þar á meðal eitt þingmannamál sem mig langar að vekja athygli á sem ég lagði fram ásamt nokkrum öðrum þingmönnum. Það er um að sjómenn sitji við sama borð og aðrir, t.d. alþingismenn, og fái skattfrjálsa fæðispeninga rétt eins og aðrir landsmenn, eins og alþingismenn, opinberir starfsmenn, flugfreyjur og flugmenn, þegar þeir fara erlendis. Ef alþingismenn fara út í kjördæmi fá þeir dagpeninga og þeir fá dagpeninga ef þeir fara til útlanda. Mér þykir miður að það mál liggi í nefnd og verði ekki afgreitt þaðan.“
Páll Jóhann Pálsson í störfum þingsins 4. október 2016.

Categories
Fréttir

Jafnvel launað starfsnám?

Deila grein

04/10/2016

Jafnvel launað starfsnám?

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Síðustu daga hafa komið fram upplýsingar í fjölmiðlum sem segja okkur að í kennaranámi eru nú allt of fáir einstaklingar til þess að viðhalda kennarastéttinni. Þá hafa líka komið fram upplýsingar um að aðeins um helmingur þeirra sem eru með kennsluréttindi starfi í raun við kennslu. Í dag var sú staða sérstaklega rædd á opnum fundi í Háskóla Íslands. Það liggur fyrir að það þarf fjölþætta lausn til þess að vinna gegn þeim vanda sem við blasir, það þarf samtal háskólasamfélagsins, kennarafélaga, ríkisins og sveitarfélaga. Í því samtali þarf að fara yfir inntak námsins, starfsvettvang og kjör.
Varðandi inntak námsins tel ég mjög mikilvægt að ræða hvort nauðsynlegt sé að lokaverkefni í kennaranámi til starfsréttinda séu akademísk, hvort allir þurfi rannsóknarmenntun. Ætti meistaranámið eða meiri hluti þess frekar að vera starfsnám úti í skólunum, jafnvel launað starfsnám? Gætu betri tengingar við skólana og það að allir verðandi kennarar færu í gegnum heilt skólaár í sínu námi tryggt betri tengsl og áhuga á skólastarfinu? Þá tel ég að sú kerfisbreyting sem lögð er til í fyrirliggjandi frumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna skapi tækifæri til að þróa hvata til að fjölga nemendum í greinum eins og kennaranámi fyrir öll skólastig. Þessir hvatar gætu annars vegar komið í gegnum styrkjakerfið eða skattalega hvata, eins og lagt er til í breytingartillögum meiri hlutans að skoðað verði sérstaklega.
Varðandi starfsumhverfið vill umræðan um starfsumhverfi í skólum oft verða misvísandi og hana þarf að dýpka í nánustu framtíð.“
Líneik Anna Sævarsdóttir í störfum þingsins 4. október 2016.

Categories
Fréttir

Ásýnd og virðing Alþingis

Deila grein

04/10/2016

Ásýnd og virðing Alþingis

thingmadur-willumthor-05„Hæstv. forseti. Eins og hæstv. forseti kynnti verður eftir þennan dagskrárlið gert hlé að nýju til kl. 17 og var búið að fresta þingfundi þegar um tvær klukkustundir, væntanlega vegna viðræðna formanna um tilhögun starfa okkur á þingi fram undan og það er vel. Ég hef sagt það hér og segi enn að samstarfið hefur gengið vel og virðulegur forseti hefur haldið vel á málum. Samráðið hefur verið þétt um framvindu þingstarfa og samvinna þingmanna þvert á flokka í nefndum hefur verið góð.
Ég vil segja vegna þeirrar umræðu og athugasemda undir liðnum um fundarstjórn forseta um starfsáætlun að auðvitað er ekkert að því að stjórnarandstöðuþingmenn geri athugasemd við fundarstjórn forseta og komi sjónarmiðum sínum að. Ég hefði líklegast gert það sjálfur við þessar aðstæður á leið í kosningar og spennan að aukast. En það er líka mikilvægt, af því að við ræðum gjarnan um ásýnd og virðingu Alþingis, að þrátt fyrir umræðu og athugasemdir stjórnarandstöðunnar, og ég ítreka að þær eiga fullan rétt á sér, finnst mér rétt að koma því að að ríkt hefur gagnkvæmur og einlægur vilji til samráðs og samvinnu og til þess að ljúka mikilvægum málum þannig að við viðhöldum skilvirkni og verjum ásýnd Alþingis, verjum faglega vinnu og tíma sem fer í undirbúning málefna, umræðu málanna í þinginu, umsagnir sérfræðinga og hagsmunaaðila og eftirfylgni þeirra í nefndum, viðbrögð í nefndum, undirbúning og málatilbúnað nefndarmanna og framsögumanna.
Auðvitað glatast ekki öll sú vinna, en dýrmætum tíma er sóað og ekki er séð fyrir endann á framgangi margra hverra. Það er því ekkert síður vegna skilvirkni Alþingis en ásýndar þess að ég fagna því að við náum saman um stóru málin og ljúkum þessu þingi og kjörtímabili á þeim nótum að Alþingi sé sómi að.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 4. október 2016.

Categories
Fréttir

Undrast fækkun á póstdreifingarstöðum

Deila grein

28/09/2016

Undrast fækkun á póstdreifingarstöðum

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Það líður að lokum þingsins. Síðustu vikur hefur mikil vinna farið fram í nefndum. Samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu er að jafnaði góð í þeim nefndum sem ég starfa í. Oft næst þverpólitísk samstaða um breytingar eða hluta þeirra. Í öðrum málum er ágreiningur og í mörgum tilfellum er slíkur ágreiningur mikilvægur liður í að bæta mál. Nefndarvinnu er nú lokið eða að ljúka í nokkrum mikilvægum málum sem ég legg mikla áherslu á að skili sér til umræðu og afgreiðslu í þinginu. Þetta eru til dæmis mál eins og frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, losun fjármagnshafta og stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð.
Það skiptir okkur öll máli sem hér störfum að sem mest af þeirri vinnu sem við höfum lagt á okkur í mismunandi málum á öllum stigum skili sér í gegnum þingið. Því tel ég mjög mikilvægt að við fáum tækifæri til að vinna hér áfram í einhverja daga fyrir kosningar.
Þá langar mig líka að koma inn á mál sem á pappírnum sýnist vera hagsmunamál lítils hluta landsmanna en er sennilega stærra mál en okkur grunar, það er póstdreifingin í landinu. Eins og kunnugt er var póstdreifingardögum í dreifbýli fækkað á vormánuðum. Það kann að vera skynsamlegt en er algerlega fráleitt að farið sé í það verkefni öðruvísi en að í framhaldinu verði farið í endurskoðun á fleiri þáttum í póstdreifingunni, svo sem skiptingunni í A- og B-póst, hverjir geta tekið að sér póstdreifingu og fleira. Þá undrast ég að Póst- og fjarskiptastofnun hafi fallist á umsókn rekstrarleyfishafa um að fækka póstdreifingardögum á smærri þéttbýlisstöðum, stöðum sem ýmist eru skilgreindir sem þéttbýli eða dreifbýli, að því er virðist eftir hentugleika hverju sinni. Þetta á til dæmis við um staði eins og Borgarfjörð Eystri og Hvanneyri.“
Líneik Anna Sævarsdóttir í störfum þingsins 28. september 2016.

Categories
Fréttir

English/Enska

Deila grein

23/09/2016

English/Enska

The message and promises go hand in hand

We tackled the problem of debt-ridden homes
-> The Debt Relief Program was an action plan aimed at breaking the economical standstill, reducing the country’s housing debt and to create an incentive to investment. The action had the greatest significance for people with below-average income. Household debt has not been lower since the year 2003.
People are better off today than they were four years ago
-> The purchasing power parity has risen well over 20% during this electoral term and has never been greater. Jobs have increased by just over 15.000 and the unemployment rate is lower than often before.
Easing restrictions
-> The people of Iceland will soon reap the benefits of capital restrictions being lifted entirely. A plan is in motion that is based on the ideology of the Progressive Party and has basically been accomplished on the whole. It was executed in a way that the Icelandic Krona has strengthened and inflation has been low. Creditors agreed on hundreds of billions of financial stability contributions to the government and offshore ISK owners were presented with clear alternatives.
Incentives to lessen the importance of indexation
-> First Real Estate is the logical continuation of the Debt Relief Program. This action makes it easier for people to put a roof over their heads and encourages them to take out non-indexed housing loans. It’s possible to lower the debt load of non-indexed housing loans by using the private pension product for 10 years. General actions cited in laws on housing loans encompass an encouragement to take out non-indexed housing loans. The first steps to abolish indexation have been taken.
The Social Security System revised
-> Pensions raised for all pensioners. The pension system for elders will be changed in a way that the system will be simpler, offer more flexibility, krona vs. krona impairment will be annulled and nominal pensions will rise, consistent with labour market minimum wage.
We set clear and responsible goals and achieve them with a purposeful policy
*
Our Achievements
-> The Debt Relief Program was realized
-> The easing of capital restrictions
-> Our creditor actions were executed
-> 15.000 new jobs and strong growth
-> The purchasing power parity has never been greater
-> Inflation contained
-> Introduction of a new Social Security System
-> Compensation impairment retracted
-> Climate agreement signed
-> Higher maternity pay
We are both a radical and responsible party. We have a clear vision on how we want to make our society and economy better and we never shy away from going unconventional ways. The goal is to apply stability and we intend to keep it that way.
We are at a crossroads. A total reversal in Iceland has happened over the last few years because of the Progressive Party’s clear vision and purposeful policy. Messages and promises have gone hand in hand. We set out to tackle the problem of debt-ridden homes and to ease capital restrictions. Both of the two have been realized. Because of that we are standing on a solid foundation that makes it possible for us to make our society even greater.
The future of Iceland is bright if we do things right.
*

The Progressive Party

For the people

*
The Economy
Value creation is the prerequisite for welfare. Payroll tax should be lowered. We need to simplify rules, regulations and the taxation system and thereby create a positive incentive for business activity. Innovation will be boosted in all areas of the economy by using tax reliefs.
Let’s support the growth of the tourist services. Arrival fees shall be collected which will be utilized to strengthen the infrastructure, transport, telecommunications and tourist destinations. We need to increase tourism outside traditional tourist destinations.
Financial system for people and companies. A detailed examination shall be executed in the financial market. Commercial banks should offer primary service for homes and companies and should not exercise venture management. Landsbankinn will still be owned by the Icelandic state. It’s time to revise the monetary policy since conditions have changed significantly in the last years. Real interest in Iceland have to adjust according to a changed reality.
*
Households
More power to the middle class. We want the middle class and people with below-average income to have more spending money. The lowest tax rate shall be lowered substantially, the taxation system should be pay incentive and personal tax-free allowance disbursed. We want individual tax returns.
Elders in the forefront. Nominal pensions will be 300.000 ISK per month, consistent with labour market minimum wage. The revision of the The Social Security System will be completed. Dental care for elders will be free of charge and convalescent rooms will be built all over the country.
Families in the foreground. Maternity leave will be 12 months and the payment limit will be raised to 600.000 ISK. Child allowance will be raised and baby clothes will be exempt from V.A.T.
*
The Future

  • World class health care. A new National University Hospital of Iceland will be built at a new location and contributions to health care institutions all over the country will be higher. Public health will be strengthened and waiting time will be shortened with more general practitioners and psychologists. Cost participation will be lowered and preventive measures will be taken to improve public health.
  • Everyone is equal. Equality will be a key factor in all aspects of strategic management and the values of equality will be taught in all educational levels. Sex-related wage differential shall be eliminated in co-operation with labour market parties.
  • An educational system on top. The key to a successful society are strong schools and good teachers. Students should benefit from finishing their studies in the designated time, with part of the student loans being transformed into scholarships, for example. Vocational training and apprenticeships should be especially supported.
  • Safe housing market for Icelanders. First Real Estate is the logical continuation of the Debt Relief Program. Let’s secure more residential housing with a bigger number of building sites and simpler rules on housing construction.
  • Future stability. The prime prerequisite for a happy future for both homes and economy is economical stability.

baeklingur_front

Categories
Fréttir

Polish/Pólska

Deila grein

23/09/2016

Polish/Pólska

Zagadnienia, na które Framsókn kładzie nacisk w roku 2016

Niższe podatki , które zwiększają siłę nabywczą, poprawa komunikacji . niższe ceny i lepsza służba zdrowia – wychodzą na przeciw Twoim potrzebom.

Przez wielke słowa – do kolejnych projektów …

1. Silna klasa średnia – która płaci 25% podatku dochodowego.
2. Silniejsze instytucje służby zdrowia na terenie całego kraju, dostosowane do potrzeb ludności.
3. System społeczny na wzór skandynawski.

– preferencyjne kredyty studenckie

– odpisy podatkowe dla kosztów dojazdu do pracy

– niższe kwoty odpisów na fundusz zasiłków dla bezrobotnych, wychowawczych itp… dla firm regionalnych

4. Silne rolnictwo i rybołówstwo , bezpieczne dla środowiska.
5. Zwiększony wysiłek i nakłady na rozwój transportu.
6. Minimalna emerytura czy renta dla osób starszych i niepełnosprawnych będzie wynosić 300 000 koron.
7. Nowy Szpital zbudowany szybko w nowym miejscu.
8. Gwarantowana energia elektryczna dla ludności i przemysłu. Ciągły rozwój w oparciu o wydajność i stabilność = Framsókn – głosuj na B.
9. Znacznie wzmacniamy organy ścigania w kraju.baeklingur_front