Á fyrsta fundi nýs sveitarstjórnarráðs Framsóknar var Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, kjörinn til forystu. Aðrir í stjórninni eru Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, og Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði.
Birki Jón þarf vart að kynna fyrir flokksmönnum, fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, alþingismaður, aðstoðarmaður ráðherra og bæjarfulltrúi í Fjallabyggð. Það skal tekið fram að Birkir Jón er aðeins 35 ára gamall.
Hlutverk sveitarstjórnarráðs Framsóknar er að efla starfsemi Framsóknarflokksins á sviði sveitarstjórnarmála, að auka samstarf sveitarstjórnarmanna flokksins og vera flokksforystu og þingflokki framsóknarmanna til ráðuneytis.
Sveitarstjórnarráð skal koma saman a.m.k. einu sinni á ári en stjórnin ber eftir það ábyrgð á starfi ráðsins. Kjör stjórnar gildir þar til lokið er að kjósa í sveitarstjórnarráð að nýju eftir að kjörtímabil þess rennur út, 2018.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
10/02/2015
Birkir Jón nýr formaður sveitarstjórnarráðs