Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktunum kjördæmisþings framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

24/11/2015

Stjórnmálaályktunum kjördæmisþings framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar því hve vel gengur að efla hag fólksins í landinu eftir erfið ár í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Þingið fagnar einu lengsta skeiði verðstöðugleika sem þekkst hefur á síðari tímum, þökk sé styrkri efnahagsstjórn ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þingið bendir á að öll skilyrði fyrir áframhaldandi verðstöðugleika eru fyrir hendi. Til að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólguþróun ber þó nauðsyn til að verslunarfyrirtæki skili styrkingu krónunnar út í verðlag líkt og nokkur fyrirtæki s.s IKEA og Bónus hafa gert. Kjördæmisþingið fagnar frumkvæði þingmanna flokksins í neytendamálum.
Eitt alvarlegasta efnahagsvandamál sem Íslendingar eiga við að glíma nú um stundir er það taumlausa vaxtaokur sem bankarnir stunda í skjóli stýrivaxta Seðlabanka Íslands sem eru úr öllu samhengi við þróun efnahagsmála á Íslandi. Kjördæmisþingið hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að nýta tækifæri það sem nú er til að endurskipuleggja bankakerfið með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar þeim áföngum sem náðst hafa með efndum loforða flokksins frá í síðustu kosningum og varða leiðréttingu á neytendalánum heimilanna í landinu og því risaskrefi sem stigið hefur verið í afléttingu fjármagnshafta. Kjördæmisþingið hvetur til þess að strax verði tekið á afnámi verðtryggingar neytendalána í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og loforð í því efni. Kjördæmisþingið lýsir eindregnum stuðningi við forystu flokksins og þingflokk í þessu mikilvæga máli.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 lýsir yfir fullum stuðningi við nýtt húsnæðiskerfi sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt. Það byggir m. a. á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá maí síðastliðnum þar sem ríkisstjórnin skuldbindur sig til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði í samvinnu við sveitafélög og aðila vinnumarkaðarins. Í þessu felst bæði bygging hagkvæmra leiguíbúða og hækkun húsnæðisbóta.
Þá ber að fagna því sameiginlega átaki sem nú er hafið um lausnir til að lækka byggingarkostnað og auka framboð af ódýru húsnæði m.a. með endurskoðun byggingareglugerðar og skipulagslaga.
Með bættum efnahag og aukinni eftirspurn eftir húsnæði er jafnframt mikilvægt að sveitarfélögin, sem fara með skipulagsvald, sjái til þess að nægt framboð verið af lóðum á hagstæðu verði svo aukin eftirspurn leiði ekki til óhóflegrar hækkunar á húsnæðisverði líkt og varð á árunum 2006 og 2007. Öruggt húsnæði er ein af grundvallarþörfum fólksins í landinu. Þingið skorar á alla stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi að sameinast um að ná fram nýju húsnæðiskerfi á yfirstandandi þingi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna sem náðist fram undir forystu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hér er um eina stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar að ræða.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 telur mikilvægt að ríki og sveitarfélög standi þétt að baki þeim flóttamönnum sem hér fá hæli. Mikilvægt er að þeir fái þann stuðning sem nauðsynlegur er svo þeir finni sig heima í íslensku samfélagi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) á Seltjarnarnesi 12. nóvember 2015 fagnar þingsályktunartillögu Willums Þórs Þórssonar, alþingismanns, þar sem lagt er til bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Óréttlætanlegt er að nota heilsuspillandi efni á svæðum sem m.a. eru ætluð til íþróttaiðkunar barna og unglinga.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar einnig því landssamráði sem hafið er af frumkvæði þriggja ráðherra um að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála.Orðið hefur tímabær vitundarvakning í því að fólk komi skömminni þangað sem hún á heima hvað varðar einelti, kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 telur að fjölga þurfi lögreglumönnum eins og fram kemur í nýlegri skýrslu og tekur undir að leiðarljósið í því átaki verður niðurstaða nefndar um löggæslumál sem skilað hefur tillögum um forgangsröðun verkefna á næstu árum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 telur mikilvægt að stefnumótun í málefnum ferðaþjónustunnar verði efld í ljósi stóraukinnar komu ferðamanna til landsins. Þingið leggur áherslu á að Alþingi komi sér saman um leiðir til gjaldtöku af ferðamönnum í því skyni að standa straum af uppbyggingu innviða og grunnstoða í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er orðin ein mikilvægasta tekjulind landsins,en stefnumótun innan hennar er í engu samræmi við þann veruleika.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar þeirri nýlegu og sögulegu sátt sem náðst hefur um breytta löggjöf í náttúruvernd á Alþingi. Þingið telur rétt að næstu stóru skrefin í náttúruverndarmálum verði friðun heildstæðra svæða á miðhálendinu sem fari fram að loknu vönduðu undirbúningsferli.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 væntir mikils af störfum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins, sem starfar í umboði Félags- og húsnæðismálaráðherra. Greina þarf vanda þeirra hópa aldraðra og öryrkja sem verst standa og leita lausna sem tryggi bætta afkomu þeirra.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið á Seltjarnarnesi þann 12. nóvember 2015 fagnar sérstaklega nýframkominni þingsályktunartillögu um stefnumótun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð: Árangurinn leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar – árangur þjóða byggir á hugarfarinu

Deila grein

21/11/2015

Sigmundur Davíð: Árangurinn leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar – árangur þjóða byggir á hugarfarinu

Sigmundur-davíðMiðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn dagana 20.-21. nóvember í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fundurinn var ákaflega vel sóttur og fór fram mikið og gott hópastarf þar sem fjölmörg málefni voru brotin til mergjar. Mikil áhersla var lögð á málefni aldraðra og húsnæðismál á fundinum og voru fundarmenn einhuga um mikilvægi þess.
Upp úr hádegi í dag flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins yfirlitsræðu sína.
Í ræðu sinni beindi Sigmundur Davíð sjónum að mikilvægi hugarfarsins og því að velgengni legði aukna ábyrgð og skyldur á herðar Íslendinga.
Forsætisráðherra sagði að árangur Íslands væri einstakur, hvort sem litið væri til einstakra þátta uppbyggingar innanlands eða til alþjóðlegs samanburðar um efnahagsmál. Um 15000 ný störf hafi skapast á kjörtímabilinu, spáð væri rúmlega 5% hagvexti, fjárfesting væri að aukast víða um land, atvinnuleysi væri komið niður í um 3%, verðbólga hefði verið minni og stöðugari en um langt skeið og að kjarabætur í formi kaupmáttaraukningar væru nú meiri en áður hafi sést á svo stuttum tíma.
Sagði Sigmundur að þetta sýndi án þess að um verði villst að það skipti máli hverjir stjórna. Munurinn á þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu séu meira en 1500 milljarðar þegar talið sé saman árangur af áætlun um afnám hafta, því að ekki voru lagðar hundruða milljarða Icesave skuldir á almenning og svo árangurinn af efnahagsstjórninni og hallalausum rekstri ríkissjóðs á yfirstandandi kjörtímabili. Munurinn liggi í efnahagslegum hremmingum annars vegar og hins vegar hraðasta efnahagsárangri sem landið hafi séð marga áratugi aftur í tímann.
Sigmundur sagði að við eigum að leyfa okkur að tala um þessa hluti á jákvæðan hátt, og að í því felist alls ekki að litið sé fram hjá þeirri staðreynd að enn sé margt sem þurfi að bæta. Það að við höfum náð árangri á þessum sviðum sýni einmitt að við höfum tækifæri til að gera enn betur og lagfæra það sem enn má betur fara. Það sé því ekki óviðeigandi að tala um t.d. að á Íslandi sé hvað minnst fátækt í Evrópu því að það sýni okkur að við getum náð árangri og minnkað fátækt hér enn meira og útrýmt henni. Þannig geri það að viðurkenna árangurinn okkur hvatning til að gera enn betur.
Þessi árangur hafi náðst með þeim lausnum sem Framsóknarmenn hafi boðað. Þær lausnir séu sumar stórar og róttækar en aðrar snúist um að skapa öryggi, fyrirsjáanleika og jákvæða hvata. Þegar árangur hafi náðst sé svo nauðsynlegt að sýna ábyrgð til að verja árangurinn og til að byggja á honum, það gefi tækifæri til að halda áfram á sömu braut.
[fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]

Mynd: Jón Ingi Gíslason
Mynd: Jón Ingi Gíslason

Sigmundur vitnaði til orða John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna sem sagði í innsetningarræðu landsmönnum sínum að spyrja ekki hvað landið gæti gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir landið. Tímabært sé fyrir okkur á Íslandi að huga að þessum boðskap.
Of algengt sé að fyrst og fremst sé lögð áhersla á réttindi en síður á skyldur og ábyrgð, slíkt geti reynst dragbítur á framfarir þegar til lengdar er litið. Flestir séu mjög meðvitaðir um réttindi sín og um það séu gerðar miklar kröfur, en tímabært væri að spyrja hvort við sem samfélag séum nógu meðvituð um skyldur okkar og ábyrgð?
Þannig sé oft rætt um skyldur ríkis og sveitarfélaga við einstaklinga og fyrirtæki, og þær séu vissulega mikilvægar, einnig sé gjarnan minnst á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, sem að sönnu sé misjanft hvernig er uppfyllt. Hins vegar sé í þessu samhengi of lítið horft til ábyrgðar og skyldna einstaklinga sem séu ekki síður mikilvægar en réttindi. Einstaklingar hafi ekki mikilvægar samfélagslegar skyldur og ábyrgð gagnvart bæði meðborgurum og landinu.
Sigmundur sagði að árangur þjóða byggðist að stórum hluta á hugarfari. Íslendingar hefðu í gegn um tíðina komist mjög langt á hugarfari vinnusemi, samheldni, skyldurækni við landið og samfélagið, vitund um söguna, heiðarleika, fórnfýsi og æðruleysi. Slíkt hugarfar hefði ráðið því að hér byggðist sterkt samfélag sem hafi getað sótt fram þrátt fyrir fámenni og áföll, nýtt tækifærin sem í boði voru til að byggja sterkan grunn og í krafti þess sótt fram.
Ísland sé á grunni slíks hugarfars nú í efstu sætum í alþjóðlegum samanburði yfir þjóðir þegar litið sé til lífsgæða, öryggis, jafnréttis og margra fleiri þátta, eins og vel sé þekkt.
Í ljósi slíks árangurs komi á óvart að stundum sé mest bölsótast yrir því sem gengur best. Tvö dæmi megi nefna í því sambandi, sjávarútveg og umhverfismál. Íslenskur sjávarútvegur sé best rekni innan OECD, í raun sá eini sem ekki er ríkisstyrktur. Jafnvel í Noregi séu greiddar tugþúsundir króna með hverju lönduðu tonni. Þessum árangri eigi að fagna og byggja á honum. Það þýði hins vegar ekki að ekki megi gera betur bæði varðandi rekstur fyrirtækjanna og lagfæra fiskveiðistjórnunarkerfið. En til að það verði best gert þurfi allir aðilar að nálgast málið af ábyrgð. Sama gildi um umhverfismálin, þar sem Ísland sé í sérflokki hvað varðar framleiðslu og nýtingu á grænni endurnýjanlegri orku. Samt sé gjarnan talað eins og Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu.  Að sjálfsögðu þurfi að vinna að bótum í þessum málaflokkum eins og öðrum og þar séu full tækifæri til þess.
Sigmundur sagði það sérstaklega varhugavert þegar upp úr slíku hugarfari spryttu jafnvel stjórnmálaflokkar sem vilji ekki aðeins að einstaklingar fríi sig ábyrgð heldur að samfélagið allt afsali sér ábyrgð gagnvart erlendu valdi. Þar nefndi hann sem dæmi ákall stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar um að Íslendingar þyrftu að „flytja inn aga“ með því að flytja stjórn landsmála til ESB að sögn vegna þess að sagan sýndi að Íslendingar væru ekki færir um að stjórna sér sjálfir.  Einnig sé það furðulegt þegar stefna stjórnmálaflokka geri beinlínis ráð fyrir því að þeir taki ekki ábyrgð á neinu, þeir sækist eftir völdum en segist svo ætla að láta embættismenn stjórna á milli þjóðaratkvæðagreiðslna.
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]
Mynd: Eygló Harðardóttir
Mynd: Eygló Harðardóttir

Sigmundur benti á að Framsóknarflokkurinn hefði lagt til óhefðbundnar lausnir á óhefðbundnum vandamálum og fylgt þeim eftir og menn sæu nú árangurinn af þeim. Skuldir heimilanna hafi til dæmis verið um 108% af landsframleiðslu þegar unnið var að útfærslu leiðréttingarinnar. Nú ári eftir að leiðréttingin komst í framkvæmd sé hlutfallið komið niður fyrir 90% og skuldir Íslenskra heimila miðað við ráðstöfunartekjur séu nú orðnar lægri en í Danmörku, Noregi og Finnlandi og svipaðar og í Svíþjóð. Það sé árangur sem máli skiptir, ekki bara fyrir heimilin heldur allt efnahagslíf landsins.
Að leggja fram skýra stefnu og fylgja henni svo fast eftir í framkvæmd sé grundvallaratriði í því að takast á hendur þær skyldur og ábyrgð sem árangurinn legi á herðar þeirra sem starfa í stjórnmálum.
Sigmundur fór að lokum yfir þá umræðu sem enn færi nokkuð fyrir varðandi möguleika á upptöku evru, þrátt fyrir að ljóst hlyti að vera að slíkt væri út af borðinu. Sagði hann að ekki þyrfti að líta alla leið til Grikklands eða Spánar í því samhengi, nægilegt væri að líta til þess vanda sem evran skapar vinaþjóð okkar og nágrönum Finnum, sem nú er fjallað töluvert um í erlendum fjölmiðlum. Þrátt fyrir að Finnland sé á pappírunum ein samkeppnishæfasta þjóð Evrópu þar sem mikil áhersla sé lögð á menntun og nýsköpun og tækniþróun hafi verið gríðarlega hröð, þá skapi það Finnum nú mikinn efnahagslegan vanda að vera með gjaldmiðil sem er festur við hagkerfi annarra ríkja. Þannig geti Finnar ekki leyft sínu eigin efnahagslífi að aðlagast eins og nauðsynlegt er til að bregðast hratt við niðursveiflunni. Afleiðingin sé meira atvinnuleysi og meiri niðursveifla, hægari bati. Á þessum samanburði megi sjá hvaða jákvæðu hliðar það hefur haft fyrir Ísland að hafa gjaldmiðil sem hefur gert okkur kleift að vinna úr vandanum.
Sigmundur minntist þess að lokum að framsóknarmaðurinn John F. Kennedy hafi lokið innsetningarræðu sinni með þeim orðum að þau verkefni sem fyrir dyrum stæðu yrðu ekki kláruð á fyrstu hundrað dögunum, ekki fyrstu þúsund dögunum, ekki á kjörtímabilinu og jafnvel ekki á líftíma þeirra sem þar sætu. En einmitt þess vegna væri svo mikilvægt að byrja strax að vinna.
Og Íslendingar hefðu það nú sér til framdráttar að við værum þegar byrjuð. Og þess vegna væri svo mikilvægt að halda áfram af festu og með því hugarfari sem lengst af hefði vísað Íslendingum veginn til framfara.
Sigmundur lauk máli sínu undir dynjandi lófataki fundarmanna sem risu úr sætum sem einn maður.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Kjörið tækifæri til að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

Deila grein

19/11/2015

Kjörið tækifæri til að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka

ásmundur„Virðulegi forseti. Í fréttum í gær á vefmiðli var verið að segja frá fundi sem haldinn var um mögulegan aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og á þeim fundi voru hagfræðingurinn Ásgeir Jónsson og hv. þm. Frosti Sigurjónsson. Hv. þm. Frosti Sigurjónsson sagði að það væri kjörið tækifæri nú til þess að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.
Virðulegi forseti. Ég held að það hafi verið mistök eftir efnahagshrunið að gera ekki þær breytingar á fjármálakerfinu sem nauðsynlegar voru. Það var nú einu sinni bankakerfið sem hrundi og olli því sem við erum búin að vera að ganga í gegnum síðan 2008.
Hvað ætlum við að gera ef við stöndum frammi fyrir þeirri stöðu að tveir þriðju hlutar íslenska bankakerfisins verða í höndum ríkissjóðs á nýjan leik? Þá hljótum við að ætla að ráðast í einhverjar breytingar á fjármálakerfinu. Við hljótum að ætla að skoða þann möguleika og ráðast í það að aðskilja fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.
Stjórnvöld eiga að einhenda sér í þetta og það á að vera mögulegt að ná um það víðtækri sátt, þverpólitískri sátt, vegna þess að hingað til hafa eiginlega allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni nema kannski Sjálfstæðisflokkurinn, en á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þá ályktaði hann sérstaklega um þetta. Þar segir: „Landsfundur leggur áherslu á að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka verði að fullu aðskilin.“
Virðulegur forseti. Stjórnvöld eiga að setja það í algjöran forgang að aðskilja fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Stóra verkefnið fram undan er hvernig við ætlum að byggja upp fjármálakerfi á Íslandi. Það snýst ekki um það hversu hratt við seljum 10% í Landsbankanum eða hversu hratt Íslandsbanki verður seldur eins og bankastjórar stóru bankanna koma nú fram og segja, það snýst um hvernig fjármálakerfi ætlum við að byggja upp. Og aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka á að vera okkar fyrsta skref og lykilatriði í því efni.“
Ásmundur Einar Daðason — í störfum þingsins 18. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

Er stórum hópum ferðamanna skákað bakdyramegin inn í friðland?

Deila grein

19/11/2015

Er stórum hópum ferðamanna skákað bakdyramegin inn í friðland?

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstvirtur forseti. … En í dag langar mig til þess að ræða fréttir sem borist hafa upp á síðkastið um að færst hafi í vöxt í sumar að farþegum skemmtiferðaskipa sem fara hringinn í kringum Ísland sé siglt í smábátum í land í friðland Hornstranda.
Friðlandið á Hornströndum er ein dýrmætasta og um leið viðkvæmasta náttúruperla sem við Íslendingar eigum. Það er því mikið áhyggjuefni ef stórum hópum ferðamanna er svo að segja skákað bakdyramegin inn í friðlandið.
Það hlýtur líka að vera okkur áminning um að ef það er nauðsynlegt að við endurskoðum reglur og ef það er nauðsynlegt að Alþingi sjálft taki reglur og eða lög til endurskoðunar til þess að koma í veg fyrir þetta, þá ber okkur að sjálfsögðu skylda til þess að gera það.
Ég ítreka að það er eiginlega ekki forsvaranlegt ef verið er að skáka stórum hópum ferðamanna inn í Hornvíkina, nánast í hverri viku, og að þar séu menn að trampa niður viðkvæma náttúru. Það hefur tekist bærilega að stýra umgangi um þetta friðland og við verðum að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til þess að koma í veg fyrir að það opnist þannig að það verði fyrir skaða sem ekki er hægt að bæta.“
Þorsteinn Sæmundsson — í störfum þingsins 17. nóvember 2015.

 

Categories
Fréttir

Reglulegt millilandaflug á landsbyggðinni

Deila grein

19/11/2015

Reglulegt millilandaflug á landsbyggðinni

Þórunn„Hæstv. forseti. Ég vil nýta tíma minn í dag til að vekja athygli á því góða framtaki að ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, falið iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík. Í umræðunni um þetta góða mál hafa einhverjir haldið því á lofti að hér verði um beinar greiðslur úr ríkissjóði að ræða. En markmiðið er að sjóðirnir hafi hvetjandi áhrif á erlenda sem innlenda aðila og skal framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það. Sem sagt, peningar þurfa að koma inn áður en þeir fara út.
Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til sjóðanna muni skila sér til baka í formi skatttekna, en ætla má að beinar skatttekjur af tveimur flugum á viku allt árið yrðu um 300–400 millj. kr. árlega, en ríkissjóður mundi njóta áfram að loknu þriggja ára starfstímabili sjóðanna. Þetta er annar vinkillinn á þessu ágæta máli sem ég vildi vekja athygli á. Hinn er að hér er ekki um tilviljunarkennda byggðaaðgerð að ræða heldur vandaða og vel fram setta áætlun sem unnin er af heimamönnum og þeir hafa kallað eftir. Aðferðafræðin sem unnið hefur verið eftir er vel þekkt frá nágrannalöndum okkar og hefur gefið góðan árangur í byggðamálum.
Með því að koma þessu í framkvæmd munum við efla vaxtarmöguleika fyrirtækja á Norður- og Austurlandi, nýta betur innviði ríkisins, efla hagræn áhrif á svæðinu og landinu öllu, bæta búsetuskilyrði og lífsgæði, svo eitthvað sé nefnt.“
Þórunn Egilsdóttirí störfum þingsins 17. nóvember 2015.

 

Categories
Fréttir

Schengen-samstarf nánast ónýtt

Deila grein

19/11/2015

Schengen-samstarf nánast ónýtt

Karl_SRGB„Virðulegur forseti. Samstarf Evrópuríkja um landamæraeftirlit, svokallað Schengen-samstarf, er í uppnámi. Það er ekki bara í uppnámi, það er nánast ónýtt.
Samstarfið gengur út á það að ytra eftirlit sé virkt en síðan sé lítið sem ekkert innra eftirlit eftir að fólk er komið inn á Schengen-svæðið. Staðan er sú að á degi hverjum streyma þúsundir manna óhindrað inn á Schengen-svæðið án vegabréfaáritunar og oft með fölsuð skilríki. Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi o.s.frv.
Tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, benda til þess að einungis 21% hælisleitenda sem komið hafi til ríkja sambandsins séu frá Sýrlandi. Hin 79% hafi komið frá öðrum ríkjum.
Fyrir nokkrum dögum spurði vinur minn sem býr í landi utan Schengen-svæðisins hvaða rök væru fyrir því að hann þyrfti á vegabréfsáritun að halda ef hann vildi koma sem ferðamaður til Íslands, sem tæki mánuð að fá, á meðan þúsundir annarra sem væru ekki að flýja stríðsátök eða af pólitískum ástæðum gætu gengið óhindrað inn á Schengen. Það var fátt um svör.
Staðan í Schengen er orðin sú að einstök ríki innan þess eru farin að búa sér til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf, fangelsa fólk o.s.frv. Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna.
Mér finnst frábært að geta ferðast um innan Schengen-svæðisins án sérstaks vegabréfaeftirlits. Eftirlit á ytri mörkum svæðisins er hins vegar einfaldlega ónýtt. Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöruumræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?“
Karl Garðarsson — í störfum þingsins 17. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

Skrifstofan er lokuð vegna landsstjórnarfundar – Vöfflukaffi fellur niður

Deila grein

12/11/2015

Skrifstofan er lokuð vegna landsstjórnarfundar – Vöfflukaffi fellur niður

logo-framsokn-gluggiSkrifstofa Framsóknar er lokuð í dag fimmtudag og á morgun föstudag vegna landsstjórnarfundar Framsóknarflokkssins.
Vöfflukaffið á föstudaginn á Hverfisgötunni fellur því niður.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN

Categories
Fréttir

Örugglega stærsta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar

Deila grein

09/11/2015

Örugglega stærsta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sagði í sjónvarpsfréttum í kvöld að lausn á uppgjöri slitabúum föllnu bankanna ekki bara sögulega á Íslandi heldur á heimsvísu. Enginn hafi haft trú á því að mögulegt væri að sækja fé í föllnu bankana á sínum tíma.
„Það er rétt hjá fjármálaráðherra að þetta eru söguleg tíðindi. Þetta er örugglega stærsta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En þetta er líka í rauninni heimssögulegt. Vegna þess að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa komið að þessu með okkur hafa allir sagt að þetta hafi hvergi gerst áður. Að kröfuhafar með þessum hætti hafi sjálfir séð um að fjármagna það að aflétta höftum,“ sagði Sigmundur Davíð.
„Staða landsins þegar þetta verður gengið í gegn verður orðin allt önnur og miklu betri efnahagslega. Við verðum í stöðu til að halda áfram að tryggja áfram velferð fyrir alla á Íslandi.“
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann
Kynning stjórnvalda á uppgjöri slitabúanna
Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu
Seðlabankinn Seðlabanki Íslands hefur lokið mati sínu á fyrirliggjandi drögum að nauðasamningumveitir slitabúum undanþágu
Samkvæmt greiningu Seðlabankans munu um 490 milljarðar renna í ríkissjóð. Upphæðin gæti hækkað um 100 milljarða fáist hærra verð fyrir lykileignir. En er sú upphæð ekki undir þeim tölum sem kynntar voru í upphafi?
„Ja, ef við spáum í hvað var talað um í upphafi þá hafði náttúrulega enginn trú á því að þetta gæti gengið. Það þótti jafnvel fáránlegt að það væri hægt að sækja eitthvað fjármagn í þessi slitabú fyrir ekki svo löngu síðan. Það er líka mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að skoða upphæðir að jú, þarna eru 500 milljarðar sirka í framlag. Til viðbótar við það eru svo 380 milljarðar í öðrum ráðstöfunum. Þetta getur auk þess hækkað ef þörf er fyrir það. Það er nú eitt af því sem er sniðugt við þessa leið að ef umfang vandans reynist meira þá aukast greiðslurnar til að takast á við þann vanda.“
Sigmundur segir að samkomulag SALEK-hópsins séu einnig mikilvæg tíðindi. Það hjálpi til við að nýta þennan meðbyr og tryggja efnahagslegan stöðugleika á næstu árum.

HEIMILD: RUV.IS
Categories
Fréttir

Umhverfisdagur atvinnulífsins

Deila grein

09/11/2015

Umhverfisdagur atvinnulífsins

Þórunn„Hæstv. forseti. Nú er að vaxa úr grasi kynslóð neytenda sem alist hefur upp við mun meiri umræðu um umhverfismál en áður var. Þetta er ný kynslóð sem tengir gæði við sjálfbærni og gerir ríkar kröfur á því sviði. Fyrirtæki finna sífellt fyrir auknum kröfum um hreint umhverfi og rekjanleika vara. Það er því ánægjulegt að umhverfisdagur atvinnulífsins, sem haldinn var í fyrsta sinn nú á haustdögum, tókst með miklum ágætum. Þar komu saman rúmlega 200 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnkerfi og ræddu sjálfbæra nýtingu auðlinda og samspil umhverfismála og einstakra atvinnugreina. Þrátt fyrir að aðila innan samtakanna greini oft á um ýmislegt þar sem hagsmunir fara ekki alltaf saman má þó finna mikinn samhljóm meðal þeirra þegar kemur að umhverfismálum.
Þá hafa stofnanir ríkisins í auknum mæli unnið að umhverfisvænni rekstri og vistvænum innkaupum frá árinu 2013. Helstu niðurstöður könnunar sem gerð var í mars síðastliðnum á vegum stýrihóps um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, sem skipaður var af umhverfis- og auðlindaráðherra, eru að almennt hefur hvers konar umhverfisstarf aukist. Stofnanir hafa sett sér umhverfisstefnu og markmið auk þess sem þær flokka sorp í meira mæli en áður var. Þá hefur mikil aukning orðið í gerð samgöngusamninga.
Til að bregðast við óskum forstöðumanna um aukna fræðslu og einföld verkfæri til að geta unnið að vistvænum rekstri var verkefnið Græn skref í ríkisrekstri sett á fót. Nú þegar hafa 23 stofnanir skráð sig í það og ánægjulegt er að sjá að 78% stofnana þekkja nú þegar til verkefnisins og 56% þeirra segjast ætla að taka þátt í verkefninu. Þá sögðu forstöðumenn jákvæð áhrif umhverfsstarfs vera mörg, svo sem að starfsánægja starfsfólksins hafi aukist, fjármunir hafi sparast, samgöngusamningar hafi hvatt til vistvænni ferðamáta og aukinnar hreyfingar og að ímynd stofnunarinnar hafi batnað. Þetta eru allt liðir í því að móta langtímahugsun og heildræna sýn á nýtingu auðlinda okkar og skila auðlindum í jafn góðu eða betra ástandi til komandi kynslóða.“
Þórunn Egilsdóttirí störfum þingsins 4. nóvember 2015.

Categories
Fréttir

„Agi og aðhald er það sem til þarf“

Deila grein

09/11/2015

„Agi og aðhald er það sem til þarf“

Villlum„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða hér vexti og verðtryggingu. Sú yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka vexti um 0,25% og fara með stýrivexti í 5,75% ætti ekki að koma neinum á óvart. Verðbólguhorfur hafa í raun ekki breyst og þessi ákvörðun er í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar og skilaboð frá peningastefnunefndinni og Seðlabankanum. Sú staðreynd að þetta er helsta stjórntæki Seðlabankans er í raun ekki aðalatriðið heldur sú vegferð sem fram undan er. Þær aðgerðir og ákvarðanir sem við tökum nú og á næstu missirum í fjármálastjórn og stefnu í gegnum fjárlögin og aðrar ákvarðanir þar að lútandi á aðra löggjöf hefur afgerandi áhrif á fjármál ríkisins. Agi og aðhald er það sem til þarf, en margir hafa bent á að nægilegs aðhalds skorti nú þegar í fjárlögum.
Framtíðin mun markast mjög af bættum kjörum í kjölfar kjarasamninga og að aukinn hagvöxtur sem flestar spár gera ráð fyrir byggi meðal annars á innlendri eftirspurn. Seðlabankinn hefur þegar boðað aukið aðhald peningastefnunnar, það þýðir auðvitað bara eitt, að stýrivextir verði hækkaðir jafnt og þétt. Auðvitað mun framvinda og þróun losunar fjármagnshafta hafa áhrif og svo ákvörðun um beitingu annarra tækja en vaxta, eins og beiting bindiskyldu. Í öllu falli getum við ekki treyst á lágt olíuverð og að áframhaldandi styrking krónunnar haldi endalaust aftur af þörf á frekari stýrivaxtahækkunum í auknum og hraðari takti en hingað til.
Hæstv. ríkisstjórn er enn að fylgja tímalínu er varðar afnám verðtryggingar. En ljósin blikka á kunnuglegan vítahring, virðulegi forseti, að ráðstöfunargetan og kaupmátturinn hverfi í verðtryggðan skuldabing og enn ein uppsveiflan verði fjármögnuð á skuldahlið heimilanna.“
Willum Þór Þórsson  — í störfum þingsins  4. nóvember 2015.