Categories
Fréttir

Undirritaður samningur við Rauða krossinn vegna móttöku flóttafólks

Deila grein

24/09/2014

Undirritaður samningur við Rauða krossinn vegna móttöku flóttafólks

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hafa undirritað samning um þau verkefni sem Rauði krossinn mun annast vegna móttöku flóttafólks á þessu ári.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands verður tekið á móti þremur hópum flóttafólks á þessu ári. Hafnarfjarðarbær tók að sér móttöku sex manna fjölskyldu frá Afganistan sem þegar er komin til landsins. Einnig verður tekið á móti hópi hinsegin flóttafólks frá fjórum löndum og sýrlenskum flóttamönnum sem koma hingað frá Tyrklandi. Reykjavíkurborg mun annast móttöku þessarra hópa. Í hópunum þremur eru samtals 24 einstaklingar; þrettán fullorðnir og ellefu börn.
Þegar tekið er á móti hópum flóttafólks gerir velferðarráðuneytið annars vegar samning við sveitarfélagið þar sem fólkið mun setjast að um ýmsa aðstoð og stuðning því til handa og hins vegar við Rauða krossinn á Íslandi sem einnig kemur að því að veita fólkinu liðsinni. Stærsta verkefni Rauða krossins er að skipuleggja störf þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem koma að málum, þ. á m. eru stuðningsfjölskyldur sem hafa reynst flóttafólki sem kemur hingað til lands afar mikilvægar.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á leiðtogafundi um loftslagsmál

Deila grein

24/09/2014

Sigmundur Davíð á leiðtogafundi um loftslagsmál

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York í gær. Í ræðu sinni fór ráðherra yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum, m.a. á sviði jarðhita og landgræðslu.
Hvatti forsætisráðherra þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar og tilkynnti um stuðning íslenskra stjórnvalda til sérstakrar jarðhitaáætlunar sem unnin er í samvinnu við Alþjóðabankann.
Ennfremur tilkynnti ráðherra um stuðning Íslands við átakið „Endurnýjanleg orka fyrir alla“ sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beitt sér fyrir, sem og að metnaðarfullur og bindandi loftslagssamningur náist í París á næsta ári.
Ráðherra áréttaði ennfremur mikilvægi þess að sporna gegn súrnun sjávar og minnti á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags.
Þá fjallaði ráðherra um mikilvægi þess að kraftar ólíkra hópa fólks og beggja kynja  séu nýttir í baráttunni gegn neikvæðum loftslagsbreytingum.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

Deila grein

11/09/2014

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gær, 10. september. Forsætisráðherra sagði að bjartsýni, kjarkur og þor væru forsendur framfara og árangurs.
„Náttúra Íslands minnir stöðugt á hve krefjandi það er að búa í landi elds og íss. Þeir kraftar sem takast nú á í iðrum jarðar og brjótast fram á hálendinu eru í senn stórfenglegir og ógnvekjandi. Hugur margra leitar þá til þeirra tíma þegar forfeður okkar þurftu að kljást við afleiðingar slíkra náttúruhamfara með mun minni bjargir en við þekkjum í dag. Það er því mjög ánægjulegt að sjá hve framúrskarandi vísindamönnum Ísland hefur á að skipa og hve mikið og gott starf hefur verið unnið á sviði almannavarna. Allt þeirra starf eykur mjög öryggi okkar í því ófyrirsjáanlega umhverfi sem náttúra landsins býr okkur.
En þrátt fyrir þessar hættur náttúrunnar erum við Íslendingar svo heppnir að búa í landi sem er í senn ægifagurt og gjöfult með gnægð auðlinda. Hvort sem litið er til jarðnæðis, vatns, hreinleika eða möguleika til matvælaframleiðslu eru fáar þjóðir í heiminum sem búa við jafn rík tækifæri frá náttúrunnar hendi og við. Landið sér okkur fyrir nægri umhverfisvænni orku og úr fegurð og aðdráttarafli náttúrunnar og auðlindum sjávar verða til gríðarleg verðmæti. Mannauður okkar og hugvit bætir sífellt við þau verðmæti enda vinnur nú stærri hluti þjóðarinnar að rannsóknum en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu.
Sé litið til alþjóðlegs samanburðar er Ísland í efsta sæti við mat á öryggi og friði og jafnrétti kynjanna. Raunar hefur það sýnt sig að í alþjóðlegum samanburði á þeim kostum sem lönd búa yfir er Ísland gjarnan í hópi þeirra efstu, hvort sem spurt er hvar best sé að búa í heiminum, um stöðu lýðræðis, um réttindi ólíkra hópa, frelsi fjölmiðla, árangur af heilbrigðisstefnu eða um stöðugustu ríki heims. Slíkur samanburður er ekki algildur en veitir þó mikilvæga vísbendingu um það hversu góð lífsskilyrði við búum við“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni sem flutt var á Alþingi í gær.

vigdishauksdottirVigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar, var með ræðu í annarri umferð stefnuræðu forsetisráðherra.
„Eftir 15 mánaða setu ríkisstjórnarinnar hefur orðið algjör viðsnúningur hér á landi. Það er hlutverk stjórnvalda að forgangsraða í ríkisrekstri og ráðstafa skattfé í grunnstoðir samfélagsins. Samtímis og ráðist var í sparnaðaraðgerðir og forgangsröðun fyrir fjárlagaárið 2014 var stefnan sett á hallalaus fjárlög í fyrsta sinn um langa hríð og í frumvarpi til fjárlaga fyrir 2015 er gert ráð fyrir afgangi.
Vinnan gengur afar vel.
Þessi agi eykur traust á landi og þjóð – innan lands sem utan – og er sérstaklega mikilvægt að sýna þetta aðhald fyrir lánardrottna ríkisins því að eitt af forgangsmálunum er að greiða niður skuldir til að ná himinháum vaxtagjöldum ríkisins niður. Stóra málið er, eins og minnst hefur verið á hér í kvöld, losun gjaldeyrishafta og samningar við kröfuhafa og áríðandi er að vel takist til því að allt er undir í því máli. Því eru afar mikilvægir tímar fram undan fyrir okkur öll og áríðandi að standa saman þjóðinni til heilla.
Þessi vinna er langhlaup og krefst aga, festu og framsýni. Víða má spara, sameina og hagræða. Það krefst kjarks og dugs að leggja til og fylgja eftir breytingum á kerfi sem hefur byggst upp í áratugi. Almenni vinnumarkaðurinn fæst við slíka endurskoðun á hverjum degi og því er brýnt að sækja fordæmi og þekkingu þangað. Einnig er nauðsynlegt að auka og auðvelda streymi vinnuafls frá hinu opinbera inn á almenna vinnumarkaðinn því að þar verða hinar raunverulegu skatttekjur til með verðmætasköpun.
Bjartsýni, von og trú á íslenskt samfélag hefur náð rótum á ný, þ.e. fyrir utan það sem framtíðarsýn hv. þm. Árna Páls Árnasonar hefur að segja. Hann kom hér fram og sá allt svart í kvöld en það verður að bíða betri tíma að útskýra fyrir hv. þingmanni í hverju þetta felst. Staðfesta og skýr framtíðarsýn skiptir sköpum. Segja má að fjárlög hvers árs séu takmörkuð auðlind. Ofnýting hennar, stöðug framúrkeyrsla kemur niður á komandi kynslóðum. Sviðið allt verður að skoða með heildarsýn að leiðarljósi en ekki einblína á einstaka, afmarkaða þætti. Ef bætt er í fjármagni á einum stað verður að færa það frá öðrum minna mikilvægum málaflokkum til að vera innan fjárlagaramma með forgangsröðun að leiðarljósi“, sagði Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra sem flutt var á Alþingi í gær.

Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, var með ræðu í þriðju umferð stefnuræðu forsetisráðherra.
„Samfélagið er þeir sem byggja það, lifa í því og trúa á það. Viljinn til breytinga lá í hjarta þessa samfélags fyrir ári þegar gengið var til kosninga. Langlundargeð þjóðar eftir réttri forgangsröðun var búið. Breytinga var þörf og að taka á vandamálum sem lá fólki næst. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði unnið að því ötullega síðastliðið ár og nokkrum vikum betur. Það var þreytt þjóð árið 2013 sem fór í kjörklefann, þreytt á hruni, þreytt á bið, þreytt á rifrildi meðal stjórnarflokka, skorti á lausnum og hún var orðin óþolinmóð. Ríkisstjórnin átti erfitt verk fram undan en tók strax til við uppbygginguna. Það er þó ekki hægt að laga hlutina á einu ári eða einni nóttu. Unnið hefur verið mikið og vel á einu ári og er ég þess fullviss að lausnirnar eru góðar.
Góðir landsmenn. Það er viðurkennt að sú ákvörðun að taka ekki skuldir fallinna einkabanka var grunnurinn að því að við stöndum svo framarlega í dag. Mistökin voru þau að lán heimilanna sátu eftir, en nú erum við að leiðrétta það. Leiðréttingin er komin til framkvæmda eftir umsóknatímabil þar sem gríðarlegur áhugi var hjá þjóðinni þrátt fyrir úrtöluraddir og almenna neikvæðni stjórnarandstöðunnar. Leiðrétting á skuldum heimilanna er mun áhrifaríkari leið til þess að bæta hag þeirra en þær fálmkenndu aðferðir sem gripið var til á síðasta kjörtímabili. En saman sköpum við jákvæða hvata, aukið traust og trú á samfélag okkar, traust til þess að framkvæma það sem þarf til að tryggja framtíðaríbúum eyjunnar okkar velmegun og farsæld.
Sérstakir fjármunir hafa verið veittir í verkefni sem voru einna mest aðkallandi í heilbrigðis- og löggæslumálum og störfum hefur verið skilað til landsbyggðarinnar. Breytingarnar eru sjáanlegar, munu koma áfram í ljós á næstu mánuðum og árum. Þá gefa hallalaus fjárlög fyrirheit um betri tíma í framtíðinni“, sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra sem flutt var á Alþingi í gær.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sumarlokun flokksskrifstofu Framsóknar

Deila grein

16/07/2014

Sumarlokun flokksskrifstofu Framsóknar

framsoknarhusidSkrifstofa Framsóknarflokksins verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá og með 21. júlí til og með 13. ágúst. Hægt er að fylgjast með fréttum á vefsíðunni, www.framsokn.is og senda póst á netfangið framsokn@framsokn.is.
Framsóknarflokkurinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Vilhjálmur Hjálmarsson látinn

Deila grein

15/07/2014

Vilhjálmur Hjálmarsson látinn

vilhjalmur-hjalmarssonVilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og fyrrverandi þingmaður og ráðherra lést í gær, 14. júlí, á heimili sínu Brekku í Mjóafirði, 99 ára að aldri.
Hann fæddist á Brekku 20. september árið 1914, og var jafna kenndur við bæinn, sonur hjónanna Hjálmars Vilhjálmssonar og Stefaníu Sigurðardóttur.
Vilhjálmur var kvæntur Önnu Margréti Þorkelsdóttur, sem lést 21. apríl 2008. Þau eignuðust fimm börn; Hjálmar (látinn 2011), Pál, Sigfús Mar, Stefán og Önnu. Barnabörn Vilhjálms og Margrétar eru átján, barnabarnabörnin 35, barnabarnabarnabörnin fimm og tvö til viðbótar eru á leiðinni.
Vilhjálmur lauk héraðsskólaprófi frá Laugarvatni árið 1935. Hann stundaði búskap í um þrjátíu ár, kenndi við barnaskólann í Mjóafirði og sinnti auk þess ýmis konar félagsmálastörfum.
Vilhjálmur sat í hreppsnefnd Mjóafjarðar í á fimmta áratug, frá 1944 til 1990. Þar af var hann oddviti hreppsins frá 1950 til 1978.
Þingferill Vilhjálms, sem stóð í þrjátíu ár, hófst árið 1949 þegar hann tók fyrst sæti á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn sem þingmaður Suður-Múlasýslu. Hann gegndi embætti menntamálaráðherra á árunum 1974-1978. Hann sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum, þar á meðal var hann formaður útvarpsráðs árin 1980-1983.
Þegar þingsetu lauk árið 1979 tóku ritstörf við. Samtals komu út 24 bækur eftir Vilhjálm sem hann skrifaði sjálfur og þrjár sem hann átti hlutdeild í.
Á meðal bóka Vilhjálms eru endurminningarnar, „Raupað úr ráðuneyti“ frá 1981 og sjálfsævisagan „Hann er sagður bóndi“ frá 1991. Þá skrifaði hann ævisögu Eysteins Jónssonar í þremur bindum árin 1983-1985 og Mjófirðingasögur í þremur bindum árin 1987-1990.
Síðasta bók Vilhjálms, „Örnefni í Mjóafirði“, kemur út 20. september nk. en þá hefði hann átt hundrað ára afmæli. Af þessu tilefni sló Fréttablaðið á þráðinn til Vilhjálms síðastliðinn föstudag en hann var ern til dánardags. „Þetta er reyndar smá svindl því handritið var til,“ sagði Vilhjálmur þegar blaðamaður hrósaði honum fyrir framtakssemina. Og ekki vantaði gamansemina þegar rætt var um ritstörf hans. „Ég hef alla tíð skrifað mikið. Ég skrifaði til dæmis allar mínar ræður þegar ég var ráðherra, mér fannst það líka betra að vita hvað ég hafði sagt.“
Framsóknarflokkurinn vottar aðstandendum dýpstu samúð.
 

Categories
Fréttir

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

Deila grein

09/07/2014

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

vilhjalmur-hjalmarssonÞann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig  kort,  litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978.  Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína.  Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.
Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.
Hægt er að panta bókina í netfanginu erna@holabok.is  eða í síma. 587-2619.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Góður árangur í sveitarstjórnarkosningunum

Deila grein

05/06/2014

Góður árangur í sveitarstjórnarkosningunum

logo-xb-14Framsóknarmenn geta verið mjög ánægðir með úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Framsóknarfólki um land allt eru þökkuð mikil og árangursrík störf á liðnum vikum.
Niðurstaðan er mikil aukning í fylgi og fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum af B-listum eða þar sem framsóknarfólk var í samstarfi við aðra. Það voru alls 56 sveitarstjórnarmenn kjörnir af B-listum. Með flesta sveitarstjórnarmenn er Sveitarfélagið Skagafjörður, fimm fulltrúa, í 9 manna sveitarstjórn. Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Ölfus eru með fjóra fulltrúa í sjö manna sveitarstjórn.
Sveitarfélög sem bættu við sig fulltrúum eru, Reykjavík, Borgarbyggð, Húnaþing vestra, Skagafjörður, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Fjarðabyggð, Hveragerði og Sandgerði.
B-listar með yfir 30% fylgi:
Sveitarfélagið Ölfus – 54,79%
Mýrdalshreppur – 53,72%
Rangárþing eystra – 46,41%
Skagafjörður – 45,42%
Dalvíkurbyggð – 44,90%
Húnaþing vestra – 40,84
Vopnafjörður – 38,7
Hornafjörður – 37,81
Seyðisfjörður – 32,55
Úrslit kosninganna á höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavík
Seltjarnarnes
Kópavogur
Garðabær
Hafnarfjörður
Mosfellsbær
Úrslit kosninganna í Norðvesturkjördæmi:
Akranes
Borgarbyggð
Ísafjarðarbær
Húnaþing vestra
Sveitarfélagið Skagafjörður
Úrslit kosninganna í Norðausturkjördæmi:
Fjallabyggð
Dalvíkurbyggð
Akureyri
Norðurþing
Vopnafjarðarhreppur
Seyðisfjörður
Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað

Úrslit kosninganna í Suðurkjördæmi:
Hornafjörður
Mýrdalshreppur
Rangárþing eystra
Árborg
Hveragerði
Sveitarfélagið Ölfus
Grindavík
Sandgerði
Reykjanesbær

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Rétt merktur kjörseðill B-lista

Deila grein

31/05/2014

Rétt merktur kjörseðill B-lista

Hér er rétt merktur kjörseðill Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.
aaarettmerkturkjorsedill

Categories
Fréttir

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

Deila grein

27/05/2014

Áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum

logo-suf-forsidaHér að neðan má sjá áríðandi skilaboð frá ungum framsóknarmönnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Það er mikilvægt að ungt fólk nýti atkvæðisrétt sinn og hefur Framsókn á að skipa ungum frambjóðendum um land allt sem eru tilbúnir að endurspegla hugmyndir og hugsjónir ungs fólks og koma þeim í framkvæmd.
 
ungir-siguroliSiguróli Magni Sigurðsson, 3. sæti á Akureyri
 
 
 
ungir-karenKaren H. Karlsdóttir Svendsen, 4. sæti í Árborg
 
 
 
ungir-johannaJóhanna María Kristinsdóttir, í 12. sæti í Reykjanesbæ
 
 
 
 
Á kjördag setjið þið X við B á kjörseðlinum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Húsnæðismál rædd í Reykjanesbæ

Deila grein

15/05/2014

Húsnæðismál rædd í Reykjanesbæ

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fór yfir tillögur verkefnahóps um framtíðarskipan húsæðiskerfisins á fundi hjá Framsókn í Reykjanesbæ í sl. laugardag.
Húsnæðisbætur og jafnræði
Eygló lagði áherslu á að í vinnu verkefnahópsins hefði áhersla verið lögð á sem víðtækast samráð við þá sem koma að húsnæðismálum. Hópurinn hefði lagt fram tillögur sem nú væri verið að meta og skoða hvernig hægt væri að koma í framkvæmd.
Meðal þess sem verið er að fara yfir nú er að breyta núverandi rekstrarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, koma á húsnæðisbótum þ.e. að fólk fengi húsnæðisbætur hvort sem það væri að leigja eða kaupa íbúð. Nú fá leigjendur svokallaðar húsaleigubætur og kaupendur vaxtabætur en til að gæta meira jafnræðis þá er stefnan að báðir hópar fái húsnæðisbætur.
Hvatar til húsnæðissparnaðar
Verið er að skoða að séreignasparnað yrði varanlega hægt að greiða inn á höfuðstól lána og einnig er mikilvægt að komið verði á hvötum fyrir húsnæðissparnað. En þess má geta að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem felur í sér skattaafslátt vegna húsnæðissparnaður. Fyrsti flutningsmaður þess er Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknar og meðal meðflutningsmanna er Silja Dögg Gunnarsdóttir: https://www.althingi.is/altext/143/s/0210.html
„Íslendingar geta sparað en hingað til hafa réttir hvatar kannski ekki verið til staðar. Það myndi breyta miklu ef ungt fólk ætti fyrir útborgun þegar það keypti sér sína fyrstu íbúð. Ef fólk kýs að kaupa ekki íbúð heldur leigja, þá mætti hugsa sér að sparnaðinn væri hægt að nota sem tryggingu fyrir leigu, en það reynist mörgum erfitt að reiða fram 3-6 mánaða leigu sem tryggingu þegar fólk flytur úr foreldrahúsum,“ sagði Eygló á fundinum.
reykjanesbaer-husnaedismal-eygloHúsnæðissamvinnufélög væri góð lausn
Húsnæðissamvinnufélög er leið sem gæti hentað mörgum að sögn Eyglóar og þarf að skoða nánar, lífeyrissjóðir, félagasamtök, verkalýðsfélög og fleiri gætu t.d. komið að stofnun slíkra félaga og þannig væri hægt að tryggja fólki öruggt húsnæð á góðum kjörum. „Ég hef oft talað um „Breiðholtsleiðina“ og þá á ég ekki við að við eigum að byggja nýtt Breiðholt, heldur fara þá leið sem farin var. Að félög taki sig saman og byggi upp íbúðir eins og gert var í Breiðholtinu,“ sagði Eygló.
Niðurstaða verkefnahópsins er að stefna beri á að bjóða aðeins upp á óverðtryggð neytendalán til húsnæðiskaupa.
Tómar íbúðir um allan bæ
Mjög fjörugar umræður urðu á fundinum. Fundarmenn höfðu allir sterka skoðanir á núverandi stöðu húsnæðismála á Suðurnesjum og sammála um að tillögur verkefnahóps yrðu til mikilla bóta en ráðherra hyggst leggja fram frumvörp á haustþingi sem í samræmi við þessar niðurstöður.
Brýnt er að finna lausnir og tryggja íbúum á Reykjanesi og um land allt, öruggt og heilnæmt húsnæði á sanngjörnum kjörum. Ástandið á húsnæðismarkaði er orðið mjög alvarlegt á svæðinu. Hér stendur mikið af húsnæði autt en á sama tíma er eftirspurn eftir leiguhúsnæði mjög mikil.
Eygló Harðardóttir tók undir með fundarmönnum að leysa þyrfti þess mál hið fyrsta með þeim lausnum sem ríkis- og sveitarstjórnir stæðu til boða innan ramma laga og reglna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.