Categories
Fréttir

Talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum á ári

Deila grein

18/04/2024

Talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum á ári

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins ósamræmið í framlögum til samneyslunnar eftir því hvort að um sé að ræða launþega eða þeirra sem eingöngu afla sér fjármagnstekna. Ríkið og sveitarfélög starfrækja grunnkerfin sem við göngum út frá sem vísu í samfélaginu. En það telst varla sanngjarnt að af fjármagnstekjum er ekki innheimt útsvar til þess sveitarfélags sem viðkomandi er búsettur í.

„Talsvert ósamræmi er því á milli tekjuflokka, ríkinu og þá sérstaklega sveitarfélögum í óhag. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir hana,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Lengi hefur verið varað við því að svona ósamræmi hvetji til þess að fólk leiki á kerfið og skrái launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur, t.d. er talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum kr. á ári í núverandi fyrirkomulagi.“

Í stjórnarsáttmálanum segir að taka eigi „regluverk í kringum tekjuflutning til endurskoðunar og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar“.

„Ég nefni þetta hér enda tel ég mjög mikilvægt að við hröðum þessari vinnu. Við fáum hér fljótlega inn til Alþingis frumvarp sem tekur á þessu. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf og ég vænti þess að það sé þverpólitísk samstaða um að gera það,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Hjól samfélagsins snúast með sanngjörnum framlögum allra til samneyslunnar. Við greiðum skatta af laununum okkar sem fara svo til ríkis og sveitarfélaga sem starfrækja þau grunnkerfi sem við ætlumst til að séu til staðar í samfélaginu. Þótt flestir Íslendingar afli launatekna eru sumir sem afla einungis fjármagnstekna, það eru tekjur af réttindum í eigu einstaklinga, vaxtatekjur, arður, söluhagnaður, leigutekjur o.fl. Af fjármagnstekjum er innheimt lægri skattprósenta ásamt því að ekki er innheimt útsvar til þeirra sveitarfélaga sem viðkomandi er búsettur í. Talsvert ósamræmi er því á milli tekjuflokka, ríkinu og þá sérstaklega sveitarfélögum í óhag. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir hana. Lengi hefur verið varað við því að svona ósamræmi hvetji til þess að fólk leiki á kerfið og skrái launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur, t.d. er talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum kr. á ári í núverandi fyrirkomulagi. Vegna þessa var ritað í núgildandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að taka regluverk í kringum tekjuflutning til endurskoðunar og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar.

Virðulegi forseti. Ég nefni þetta hér enda tel ég mjög mikilvægt að við hröðum þessari vinnu. Við fáum hér fljótlega inn til Alþingis frumvarp sem tekur á þessu. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf og ég vænti þess að það sé þverpólitísk samstaða um að gera það.“

Categories
Fréttir Greinar

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Deila grein

18/04/2024

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Ný­verið mælti Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér rýmk­un á heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í fé­lög­um þar sem meg­in­starf­sem­in er lang­tíma­leiga íbúðar­hús­næðis til ein­stak­linga. Það er rík ástæða til að fagna þessu frum­varpi og ég hef áður bent á mik­il­vægi þess í ræðu og riti. Líf­eyr­is­sjóðir þurfa að fá rýmri heim­ild til fjár­fest­inga á hús­næðismarkaði og taka þátt í því mik­il­væga verk­efni að byggja hér upp traust­an leigu­markað til framtíðar. Það er afar brýnt að ná tök­um á stöðunni á hús­næðismarkaði og hef ég bent á leiðir til þess svo hægt sé að ná tök­um á verðbólg­unni til lengri tíma. Þessi heim­ild sem nú hef­ur verið mælt fyr­ir er einn liður í þeirri veg­ferð, en meira þarf til.

Lengi hef­ur verið rætt um skort á leigu­hús­næði á Íslandi og meira ör­yggi á þeim markaði, ásamt fjöl­breytt­ari úrræðum á hús­næðismarkaði. Með því að veita líf­eyr­is­sjóðum heim­ild til þess að fjár­festa í leigu­hús­næði skap­ast aukn­ar for­send­ur fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóðir beini fjár­magni í fjár­fest­ingu á leigu­hús­næði og raun­ger­ist slíkt, má vel halda því fram að slíkt muni halda aft­ur af verðhækk­un­um á fast­eigna­markaði. Aukið fram­boð á leigu­hús­næði fjölg­ar val­mögu­leik­um ein­stak­linga til að finna sér hent­ugt bú­setu­form. Þá eru fjár­sterk­ir lang­tíma­eig­end­ur mjög ákjós­an­leg­ir kaup­end­ur að hús­næði og það eitt kann að flýta fyr­ir upp­bygg­ingu íbúða.

Mark­viss skref

Lengi hef­ur verið kallað eft­ir því að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Að því hef­ur verið unnið síðustu ár á vakt Fram­sókn­ar og er óum­deilt. Það var meðal ann­ars gert með fram­lagn­ingu hús­næðis­stefnu síðastliðið haust en þar er um að ræða fyrstu heild­ar­stefnu í hús­næðismál­um til 15 ára og aðgerðaáætl­un til fimm ára. Með stefn­unni má stuðla að skil­virk­ari stjórn­sýslu þannig að stefna, áhersl­ur og aðgerðir í hús­næðismál­um skapi skil­yrði til að öll­um sé tryggt aðgengi að góðu og ör­uggu hús­næði með viðráðan­leg­um hús­næðis­kostnaði sem hent­ar ólík­um þörf­um hvers og eins. Það frum­varp tengt aukn­um heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða sem Sig­urður Ingi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra mælti fyr­ir ný­verið er í sam­ræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frum­vörp sem eru hluti aðgerðanna í til­lögu til þings­álykt­un­ar um hús­næðis­stefnu verið í vinnslu eða verið lögð fram á Alþingi. Frum­vörp­in styðja við þau mark­mið sem stefn­an bygg­ist á.

Þá hafa ýms­ar aðrar aðgerðir komið til fram­kvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýj­ar leigu­íbúðir komn­ar í notk­un af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofn­fram­lög frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um á síðustu átta árum. Lang­flest­ar íbúðanna, eða um 2.227, eru á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjár­magnaðar í hlut­deild­ar­lána­kerf­inu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn sem á ekki eða á erfitt með að safna fyr­ir fullri út­borg­un en get­ur greitt mánaðarleg­ar af­borg­an­ir. Skil­yrðin eru að vera að kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu fimm ár. Það er aug­ljóst að hið op­in­bera hef­ur á und­an­förn­um árum verið að gera sitt til að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði og óum­deilt að án styrkr­ar for­ystu Fram­sókn­ar í upp­bygg­ingu nýs hús­næðis­kerf­is fyr­ir tekju- og eigna­litla væri staðan mun verri fyr­ir þá hópa sem hér er um rætt.

Við þurf­um Seðlabank­ann með

Stærsta áskor­un sam­fé­lags­ins í hús­næðismál­um á kom­andi árum snýr að því að tryggja nægt fram­boð af fjöl­breyttu hús­næði og skapa um­hverfi svo fýsi­legt sé fyr­ir fram­kvæmdaaðila á al­menn­um markaði að byggja hús­næði. Við vor­um á réttri leið, en það hef­ur komið bak­slag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýj­um svæðum, vaxtaum­hverf­is og hertra lánþega­skil­yrða. Með öðrum orðum; það vant­ar lóðir, láns­fjár­magn er orðið mjög dýrt sem hef­ur letj­andi áhrif á fram­kvæmdaaðila og fólki hef­ur verið gert erfiðara um vik að kom­ast í gegn­um greiðslu­mat vegna hertra lánþega­skil­yrða. Þetta er eitraður kokteill í nú­ver­andi ástand þar sem nauðsyn­legt er að byggja til að anna eft­ir­spurn. Seðlabank­inn hef­ur að und­an­förnu, með aðgerðum sín­um, hlaðið í snjó­hengju kyn­slóða sem bíða eft­ir tæki­færi til að kom­ast út á markaðinn á sama tíma og hann hef­ur tafið fyr­ir þeirri nauðsyn­legu upp­bygg­ingu sem fram und­an er.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður og 1. vara­formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Um afgreiðslu nýrra búvörulaga

Deila grein

18/04/2024

Um afgreiðslu nýrra búvörulaga

Und­an­farna daga hef­ur verið linnu­laus frétta­flutn­ing­ur um af­greiðslu at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is á frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þá mat­vælaráðherra, um fram­leiðenda­fé­lög. Í þess­um frétta­flutn­ingi, sem hef­ur verið sér­stak­lega óbil­gjarn, hef­ur verið farið fram með gíf­ur­yrðum og rang­færsl­um og af því til­efni tel ég rétt að fara hér yfir nokkr­ar staðreynd­ir.

Eina Evr­ópu­landið án und­anþágu fyr­ir kjötaf­urðastöðvar

Allt frá ár­inu 2020 hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir haft það til skoðunar að inn­leiða und­anþágu fyr­ir kjötaf­urðastöðvar frá sam­keppn­is­lög­um. Tvær ástæður búa þar að baki. Fyrri ástæðan er vel þekkt en lengi hef­ur af­koma í land­búnaði, m.a. vegna rekst­urs kjötaf­urðastöðva, verið mjög slæm – reynd­ar svo slæm að nú er svo komið að kjötaf­urðastöðvar eru langt­um of marg­ar og rekst­ur­inn svo erfiður að eig­end­ur þeirra hafa ekki getað ráðist í nauðsyn­leg­ar end­ur­bæt­ur. Seinni ástæðuna má rekja til út­gáfu skýrslu Laga­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, sem unn­in var að beiðni Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, þáver­andi at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, þar sem kom­ist var að þeirri niður­stöðu að víðtæk­ar und­anþágur hefðu gilt í ESB-rétti og norsk­um rétti um ára­tuga­skeið. Það mætti líkja þessu við að ís­lensk­ir bænd­ur mættu með smjör­hníf á móti sverði þegar kem­ur að sam­keppni við inn­flutt­ar land­búnaðar­vör­ur.

Um frum­varp mat­vælaráðherra

Sú staða sem ís­lensk­ur land­búnaður hef­ur búið við var ástæða þess af hverju fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra lagði fram frum­varp um und­anþágu fyr­ir fram­leiðenda­fé­lög sem fól í sér und­anþágu frá sam­keppn­is­lög­um. Við fram­lagn­ingu frum­varps­ins var hins veg­ar strax ljóst að van­kant­ar væru á mál­inu þar sem það gagnaðist í raun ein­ung­is litl­um hluta fram­leiðslu­kerf­is land­búnaðar, nán­ar til­tekið ali­fugla- og svína­bænd­um. Þannig var ljóst að frum­varpið hefði ekki gagn­ast meg­inþorra afurðastöðva í stór­gripa- og sauðfjár­slátrun þar sem vand­inn hef­ur verið mest­ur. Haf­andi heyrt ábend­ing­ar frá þing­mönn­um full­yrti fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra þetta í ræðustól á Alþingi í umræðum um málið og sagði: „Ég held að þetta sé gott dæmi um mál sem þingið á að taka til kost­anna og sýna hvað í því býr og sýna hvað frum­varpið hef­ur að geyma þegar það er dregið úr því það mesta og mik­il­væg­asta sem kem­ur til með að styðja við mark­miðin sem við erum sam­mála um hér. Þingið fær að glíma við þetta. Þingið fær að sýna hvað í því býr.“ At­vinnu­vega­nefnd tók til­lit til þess­ara orða ráðherr­ans þegar nefnd­in hóf vinnu sína og móttók um­sagn­ir frá um­sagnaraðilum.

Um meiri­hluta­álit at­vinnu­vega­nefnd­ar

Hvað um­sagn­ir um­sagnaraðila varðar, þá ber að taka skýrt fram að þær voru mjög mis­jafn­ar. Hér var að veru­legu leyti um end­ur­tekið efni und­an­far­inna þriggja ára að ræða. Til að mynda vísaði Sam­keppnis­eft­ir­litið að mestu leyti til fyrri um­sagna sinna þar sem t.d. hef­ur verið full­yrt að und­anþága gangi gegn EES-samn­ingn­um. Aldrei hef­ur hins veg­ar verið rök­stutt af hálfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, eða þeirra hags­munaaðila sem vísa til um­sagn­ar þess, hvernig und­anþága frá sam­keppn­is­regl­um gangi gegn EES-samn­ingn­um. Þetta vek­ur sér­staka at­hygli í ljósi þess að fyr­ir ligg­ur í dóm­um EFTA-dóm­stóls­ins sú afstaða dóms­ins, auk Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA, fram­kvæmda­stjórn­ar ESB og ís­lenskra og norskra stjórn­valda, að fram­leiðslu­kerfi land­búnaðar standi al­mennt utan EES-samn­ings­ins. Það væri fróðlegt og gott fyr­ir umræðuna ef eft­ir­tald­ir aðilar gætu rök­stutt um­sagn­ir sín­ar með ein­hverj­um hald­bær­um gögn­um í stað þess að þyrla upp moldviðri. Þá er einnig rétt að halda því til haga að meiri­hluta­álitið lá fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd­inni í fjóra daga áður en það var birt, án at­huga­semda frá minni­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar.

Um gagn­rýni Viðreisn­ar

Viðreisn hef­ur farið mik­inn í gagn­rýni sinni á hin nýju bú­vöru­lög. Það kem­ur þeim sem til Viðreisn­ar þekkja ekki á óvart. Það sem hins veg­ar kem­ur á óvart er að stjórn­mála­flokk­ur sem aðhyll­ist aðild að ESB skuli ekki geta sætt sig við það að inn­leidd­ar séu und­anþágur fyr­ir land­búnað, sem í grunn­inn byggj­ast á sam­svar­andi heim­ild­um til sam­starfs og gilda inn­an Evr­ópu en taka til­lit til ís­lenskra aðstæðna. Viðreisn virðist al­gjör­lega horfa fram hjá því að þar gilda und­anþágu­regl­ur fyr­ir evr­ópsk­an land­búnað frá sam­keppn­is­regl­um og hafa gert í nær 60 ár. Það er því hol­ur hljóm­ur í þing­ræðum og greina­skrif­um þing­manna Viðreisn­ar þegar það er látið í veðri vaka að full­komið viðskiptafrelsi gildi á markaði með land­búnaðar­vör­ur inn­an ESB. Því fer fjarri, þar gilda und­anþágu­regl­ur, og hafa gert lengi. Af nýj­ustu frétt­um að dæma var ný und­anþága frá sam­keppn­is­regl­um fyr­ir land­búnað inn­leidd í ESB, vegna um­hverf­is­sjón­ar­miða, nú síðast í des­em­ber 2023.

Hér má einnig benda á að Viðreisn hef­ur gert mikið úr því að fé­lög í blönduðum rekstri kunni að hagn­ast á und­anþág­unni. Slík afstaða bygg­ist á grund­vall­armis­skiln­ingi enda tek­ur und­anþágan ein­ung­is til slátr­un­ar og/​eða vinnslu kjötaf­urða og af­leiddra afurða. Eðli máls­ins sam­kvæmt myndi und­anþága ekki taka til annarr­ar starf­semi.

Sér­hags­mun­ir og al­manna­hags­mun­ir

Hags­munaaðilar hafa gagn­rýnt hin nýju lög og full­yrt að sér­hags­mun­ir hafi gengið fram­ar al­manna­hags­mun­um. Það kann að vera auðvelt fyr­ir hags­munaaðila, einkum Fé­lag at­vinnu­rek­enda, að ganga fram með þeim hætti sem gert er. Enda gæt­ir fé­lagið hags­muna inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja og geng­ur mjög hart fram í þeim efn­um án þess, að því er virðist, að taka nokk­urt til­lit til annarra sjón­ar­miða, s.s. byggðasjón­ar­miða og fæðuör­ygg­is, o.s.frv. En mál af þessu tagi horfa öðru­vísi við hvað þing­menn varðar. Þing­menn þurfa að taka til­lit til þess að þjóðin býr ekki bara á höfuðborg­ar­svæðinu. Þjóðin býr um allt land og það er á ábyrgð lög­gjaf­ans og fram­kvæmda­valds­ins að tryggja að byggð sé um gjörv­allt landið. Það er þing­manna að gæta að at­vinnu­stigi, at­vinnu­ör­yggi, fæðuör­yggi og þjóðarör­yggi, en til alls þessa, hvers og eins þátt­ar og svo allra til sam­ans, þarf að horfa við laga­setn­ingu.

Það er ágætt les­andi góður að velta fyr­ir sér í þessu sam­hengi hvers vegna fé­lag at­vinnu­rek­enda, áður nefnt Fé­lag stór­kaup­manna, hafi farið svo hart fram síðustu daga sem raun ber vitni. Hér er um að ræða sama fé­lag og vildi selja Íslend­ing­um jurta­ost sem venju­leg­an ost. Er fram­kvæmda­stjóri fé­lags at­vinu­rek­enda í al­vöru að berj­ast með hag neyt­enda að leiðarljósi eða er það kannski frek­ar fyr­ir hag um­bjóðenda sinna, eft­ir sem áður? Þá sæt­ir það furðu að Neyt­enda­sam­tök­in og VR hafa kosið að hoppa á þenn­an vagn og kalla sig nú ásamt Fé­lagi at­vinnu­rek­enda „Sam­keppn­i­stríóið“!

Um fram­hald máls­ins

Ef við horf­um til þeirra landa sem við ber­um okk­ur sam­an við sést að all­ar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína fram­leiðslu með ein­hverj­um hætti, hvers vegna ætt­um við ekki gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að tryggja betri starfs­skil­yrði fyr­ir grein­ina? Ég full­yrði það enn og aft­ur að neyt­end­ur munu njóta góðs af þess­um breyt­ing­um, því ef bænd­ur og afurðastöðvar standa sig ekki með bætt­um starfs­skil­yrðum þá munu neyt­end­ur ein­fald­lega líta fram hjá inn­lend­um land­búnaðar­vör­um og fara í aðrar vör­ur. Þetta vita bænd­ur og eig­end­ur afurðastöðva hér á landi.

At­vinnu­vega­nefnd hef­ur lokið af­greiðslu máls­ins og er það mat­vælaráðuneyt­is­ins að fram­kvæma lög­in eins og þau eru samþykkt af hálfu lög­gjaf­ar­valds­ins. Enda rík­ir þing­ræði í land­inu. Þá vil ég benda á í lok­in að at­vinnu­vega­nefnd hefði getið gengið lengra og samþykkt að veita und­anþágu frá banni við mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu, líkt og gert er í Nor­egi, en hún taldi ekki rétt að gera það. Það er því fjarri lagi að at­vinnu­vega­nefnd hafi gengið er­inda ein­hverra risa­fyr­ir­tækja, rétt skal vera rétt, heild­armat nefnd­ar­inn­ar grund­vallaðist á al­manna­hags­mun­um.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþingis og þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2024.

Categories
Fréttir

37. Flokksþing Framsóknar – drög að ályktunum

Deila grein

17/04/2024

37. Flokksþing Framsóknar – drög að ályktunum

37. Flokksþing Framsóknar verður haldið 20.-21. apríl á Hótel Hilton í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. 

  • Þinggjaldið er kr. 10.000,- en fyrir
  • öryrkja og námsfólk er þinggjaldið kr. 7.000,- 

Drög að ályktunum flokksþings

  1. Innviðir – drög
  1. Heilbrigði og málefni eldra fólks – drög
  1. Menning, viðskipti og efnahagur – drög
  1. Mennta- og barnamál – drög
  1. Stjórnskipan, mannréttindi, málefni innflytjenda og utanríkismál – drög
  1. Atvinnumál – drög
  1. Umhverfis-, orku- og loftslagsmál – drög
  1. Laganefnd – drög

„Við komum saman á 37. Flokksþingi Framsóknar, haldið á Hilton Reykjavík Nordica helgina 20.-21. apríl. Flokksþingið verður kraftmikið og spennandi, þar verður gott að koma saman eftir stormasamar vikur, styrkja tengslin og skerpa á málefnum.

Upplýsingar varðandi þinggjöld, hátíðarkvöldverð og drög að dagskrá þingsins liggja fyrir og má nálgast hér.

Athygli er vakin á því að nauðsynlegt er að bóka sig í hátíðarkvöldverðinn eigi síðar en á mánudaginn. Athugið að takmarkað magn miða er í boði. Hægt er að bóka hér.

Formenn félaga hafa fengið sent yfirlit yfir fulltrúatölu og form fyrir kjörbréf fyrir félagskjörna fulltrúa þingsins auk yfirlits yfir sjálfkjörna fulltrúa. Okkur er ljúft og skylt að veita upplýsingar eða aðstoð eftir atvikum. Kjörbréfum skal skila eigi síðar en á hádegi, laugardaginn 13. apríl til skrifstofu.

Enn fremur er vakin athygli á því að allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing með málfrelsi og tillögurétt.“ – Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri

Dagskrá:

Laugardagur 20. apríl –

Kl. 08:00 – Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Þingsetning – kosning þingforseta (4)
Kl. 09:10 – Kosning þingritara (4), kjörbréfanefndar (5), kjörstjórnar (7), samræmingarnefndar (3) og dagskrárnefndar (3)
Kl. 09:15 – Skýrsla ritara, Ásmundar Einars Daðasonar
Kl. 09:30 – Mál lögð fyrir þingið
Kl. 09:45 – Nefndastörf hefjast
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Yfirlitsræða formanns, Sigurðar Inga Jóhannssonar
Kl. 13:30 – Ræða varaformanns, Lilju Daggar Alfreðsdóttur
Kl. 13:45 – Ávarp borgarstjóra, Einars Þorsteinssonar
Kl. 14:00 – Almennar umræður
Kl. 15:45 – Íslensk kvikmyndagerð – Baltasar Kormákur
Kl. 15:40 – Afgreiðsla mála – lagabreytingar
Kl. 16:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 19:00 – Fordrykkur
Kl. 20:00 – Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 21. apríl –

Kl. 08:30 – Skráning og afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 09:30 – Lagabreytingar – afgreiðsla
Kl. 10:00 – Afgreiðsla mála
Kl. 11:30 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Afgreiðsla mála, framhald
Kl. 16:30 – Önnur mál
Kl. 17:00 – Þingslit

Skýrsla og tillögur um innra starf

Miðar á hátíðarkvöldverð og ball

Miðar á hátíðarkvöldverð eru til sölu á tix.is og innifalið er fordrykkur, þriggja rétta kvöldverður, skemmtun, PATRi!K – Prettyboychoco og ball með hljómsveitinni Sunnan 6

Síðasti möguleiki á að kaupa miða er á mánudaginn, 15. apríl – takmarkað magn miða.

Bílastæði á flokksþingi

Norðan megin við Hilton hótel:
Sunnan megin við Hilton hótel:
FRAMSÓKN
Categories
Fréttir Greinar

Fram­sókn klárar verkin

Deila grein

17/04/2024

Fram­sókn klárar verkin

Á helginni verður flokksþing Framsóknar haldið hér í Reykjavík, á þinginu hittist flokksfólk og fer yfir liðna daga og horfir til framtíðar. Ég hlakka til, það er alltaf gott að taka stöðina með grasrótinni. Enda getur Framsókn lagt sín verk á kjörtímabilinu og lengra aftur fram kinnroðalaust. Við höfum sömu orku og vilja til að klára verkin fram að næstu kosningum.

Sú ríkisstjórn sem setið hefur frá hausti 2017 eða í 2329 daga, og var endurkjörin með öruggum meirihluta árið 2021 hefur tekist á við fjölmörg og fjölbreytt verkefni, átt góða og slæma daga enda hefur oft gefið á bátinn á þessu tímabili. Til þess að klára þau verkefni hefur þurft ákveðni, víðsýni og seiglu.

Sterk staða þrátt fyrir áföll

Í nýrri fjármálaáætlun kemur fram sterk staða þjóðarbúsins þrátt fyrir áföll síðustu ára. Við höfum þurft að glíma við heimsfaraldur, stríð og jarðhræringar á Reykjanesskaga sem standa enn yfir og ekki sér fyrir endann á. Í þessu umhverfi er á næstu misserum mikilvægt að beita skynsamri fjármálastefnu til að halda jafnvægi, ná niður verðbólgu og halda í við skuldahlutfall ríkisins. Við neyðumst til að einblína á þau markmið þrátt fyrir stöðugan og góðan hagvöxt sem hefur verið 20% á síðustu þremur árum. Á sama tíma eru nágrannaríkin okkar sum hver að berjast við neikvæðan hagvöxt auk þess sem það mælist enginn hagvöxtur í Evrópu.

Atvinnustigið hér á landi er hátt og íslenska þjóðarsálin vill hafa það þannig, því fylgir þó spenna sem þarft er að halda í við. Meðallaun hafa verið að hækka og það sem mikilvægast er að nú í vetur náðust langtímakjarasamningar sem eru á okkar ábyrgð að haldi, það er öllum til framdráttar. Óvissan er þó áfram og því þarf að fara varlega líkt og þegar þarf að lækka undir pottunum þegar sjóða fer upp úr. Það þýðir að bata og áframhaldandi vöxt þarf að tryggja með því að halda aftur af útgjaldavexti. Þetta lætur ekki vel í eyrum en er staðreynd engu að síður. Þess vegna er ég ánægð með að í stól fjármálaráðherra er sestur maður sem beitir bæði skynsemi og horfir til framtíðar.

Lífið er list

Það er af mörgu góðu að taka þegar kemur að verkum Lilju Daggar Alfreðsdóttur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hún hefur hlotið sérstaklega mikið lof fyrir störf sín sem snúa að listum og skapandi greinum, enda mál sem alltaf þarf að hafa í fararbroddi í framþróun þjóðar. Okkur hefur tekist að koma upp endurgreiðslukerfi í kvikmyndum sem kemur okkur í raðir meðal fremstu þjóða á því sviði. Með því að leggja framlag til kvikmynda með þessum hætti tryggjum við að það sé þjóðhagslega hagkvæmt enda hefur hver króna skilað sér nærri sjöfalt til baka aftur, miðað við bein og óbein og afleidd áhrif. Undir þetta tekur Jonathan Olsberg einn eigandi Olsberg•SPI og sérfræðingur í efnahagslegum áhrifum kvikmyndagerðar. Hann bendir á að það sé mikilvægt að byggja á sterkum grunni og segir að íslenska endurgreiðslukerfið kalli á vandaða kvikmyndagerð og efli íslenskt fagfólk á því sviði. Þá hafa verið mótaðar mikilvægar stefnur fyrir komandi ár, má þar nefna tónlistarstefnu, myndlistarstefnu, bókmenntastefnu og ferðamálastefnu auk góðrar vinnu í málefnum íslenskrar tungu og táknmáls.

Heilbrigði þjóðar

Heilbrigðiskerfið okkar stóðst álagspróf þegar heimsfaraldur gekk yfir, öflugt fagfólk leiddi okkur í gegnum ólgusjó og sannaði að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er meðal þeirra fremstu á heimsvísu. Verkefnin eru fjölmörg og stöðugt þarf að viðhalda og bæta og standast álag. Þá bætast stöðugt við auknar áskoranir eins og mikil og stöðug fjölgun íbúa. Núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson hefur frá því að hann tók við embætti tekist ná mörgum af þeim markmiðum sem horft var til í framtíðarstefnu okkar í heilbrigðismálum. Mikilvægir og langþráðir samningar við sérfræðilækna náðust loksins á vakt Willums Þórs en þeir eru stór liður í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu. Biðlistar hafa styðst víða, má þar m.a. nefna í liðskiptiaðgerðum, aðgerðum á augasteinum og ekki síst hefur verið brugðist við ákalli kvenna í varðandi endómetríósu og vefjagigt. Það hefur verið gert bæði með fræðslu sem leiðir til breyttra viðhorfa og samningi sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu.

Farsæld til framtíðar

Þær breytingar sem gerðar voru af Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra á síðasta kjörtímabili varðandi farsæld barna er bylting sem samfélagið er nú farið að vinna eftir, það tekur vissulega tíma að innleiða svo stóra breytingu en hvar sem maður fer er þessari hugmynd fagnað og sveitarfélög leggja sig fram við að koma þessu inn í sína ferla. Það helst í hendur við breytt barnaverndarlög og til þess að tryggja heildstæða umgjörð er markmiðið að fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra, bregðast við þörf þeirra fyrir þjónustu með skilvirkum hætti strax í upphafi og að tryggja að kerfin tali saman með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt. Þetta eru breytingar sem skila sér í bættu samfélagi til framtíðar.

Áfram veginn

Það tæki of langan tíma að telja upp öll þau góðu atriði sem við í Framsókn höfum staðið að á síðustu árum, því stikla ég hér aðeins á stóru í þessari stuttu grein. En við þig lesandi góður vil ég segja að það er ekki að ástæðulausu að Framsókn vilji áfram vera hluti af þeim sem standa vaktina í stýrishúsinu. Við viljum stefna áfram án átaka, erum ávallt á vaktinni og tökum þannig þátt í sögunni sem horft verður til. Hittumst í Framsókn og tökum þátt.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 17. apríl 2024.

Categories
Fréttir

Staðan á Íslandi sterk

Deila grein

16/04/2024

Staðan á Íslandi sterk

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 þar sem verður áhersla á að verja sterka stöðu með hóflegum vexti útgjalda til að stuðla að lækkun verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta. Þannig skila þær launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum auknum kaupmætti til almennings. 

Það eru þrjú lykilatriði er skipta máli varðandi grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti:

  • Að aðhalds sé gætt í opinberum fjármálum.
  • Að stjórnvöld ráðist í þær aðgerðir sem tilkynnt var um samhliða gerð kjarasamninga.
  • Að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri ábyrgu heildarstefnu sem mörkuð hefur verið á almennum vinnumarkaði.

Undanfarinn áratug hefur vöxtur kaupmáttar verið langt umfram öll önnur ríki Vestur-Evrópu á samræmdan mælikvarða. Sú stefnumörkun sem fram kemur í fjármálaáætlun leggur grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti.

Kaupmáttur launa á samræmdan mælikvarða

Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra.

Í þeirri skýru stefnumörkun sem birt er í nýrri fjármálaáætlun og leggur grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti, skiptir þrennt mestu máli.

Í fyrsta lagi þarf áfram að gæta aðhalds í opinberum fjármálum. Halli ríkissjóðs helmingast þannig á næsta ári, úr 49 ma.kr. í 25 ma.kr., og snýst í afgang árið 2028.

Við mun­um síðan strax á næsta ári sjá að hall­inn helm­ing­ast, fer úr 49 ma 2024 niður í 25 millj­arða árið 2025. Þannig að þess­ar aðgerðir sýna okk­ur að við erum á réttri leið. Svo sjá­um við þróun á tíma­bil­inu miðað við hagspá sem ligg­ur til grund­vall­ar því að frum­jöfnuður vex. Hann varð já­kvæður á ár­inu 2023, tölu­vert fyrr en við höfðum vænst, en heild­ar­jöfnuði verður svo náð í lok tíma­bils,“ sagði Sig­urður Ingi í sam­tali við mbl.is

Sem fyrr vega útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála þyngst á tímabili þessarar fjármálaáætlunar en um helmingi heildarútgjalda ríkissjóðs er varið til þeirra málaflokka. Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 ma.kr. milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði.

Ríkisstjórnin hefur sammælst um að ná tökum á útgjöldum vegna málaflokka útlendinga. Árið 2022 nærri tvöfölduðust útgjöldin frá árinu 2021. Hið sama gerðist árið 2023. Útgjöld til þessara málaflokka hafa frá árinu 2017 ríflega þrefaldast að raunvirði.

Þótt jarðhræringarnar í Grindavík og aðkoma ríkissjóðs að kjarasamningum hafi kallað á nokkuð umfangsmikil bein útgjöld úr ríkissjóði helst afkoman stöðug milli ára. Er það vísbending um aukinn stöðugleika samanborið við miklar sveiflur síðustu ára. Á tímabili áætlunarinnar verður farið hægar í ný útgjöld eða þeim mætt með aðhaldi í öðrum rekstri með því að vinna að markvissum umbótum í ríkisrekstri.

Líkt og kemur fram í umbótakafla fjármálaáætlunar verður settur aukinn kraftur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggja þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. Þegar hefur náðst mikill árangur í að auka framleiðni hins opinbera í gegnum verkefni Stafræns Íslands og hafa sýslumannsembættin t.d. náð að auka hraða afgreiðslunnar markvert með aukinni stafvæðingu á sama tíma og hagrætt hefur verið í rekstrinum.

Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af VLF, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi.

Í öðru lagi munu stjórnvöld ráðast í þær aðgerðir sem tilkynnt var um samhliða gerð kjarasamninga. Aðgerðirnar auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum.

Í þriðja lagi leggja stjórnvöld á það ríka áherslu að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri ábyrgu heildarstefnu sem mörkuð hefur verið á almennum vinnumarkaði. Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta.

Categories
Fréttir Greinar

Árangurssögur í efnahagsmálum

Deila grein

15/04/2024

Árangurssögur í efnahagsmálum

Sam­fé­lagið okk­ar er eitt sam­vinnu­verk­efni. Við í Fram­sókn leggj­um mikla áherslu á að fjár­festa í fólki vegna þess að fjár­fest­ing í mannauði skil­ar sér í auk­inni hag­sæld og vel­sæld í sam­fé­lög­um líkt og hagrann­sókn­ir sýna. Rík­is­stjórn Íslands hef­ur á und­an­förn­um árum sann­ar­lega fjár­fest í fólki, for­gangsraðað í þágu auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar og náð ár­angri á fjöl­mörg­um sviðum, þar með talið efna­hags­mál­um, þrátt fyr­ir þau innri og ytri áföll sem á vegi henn­ar hafa orðið. Í því sam­hengi er áhuga­vert að skoða þróun nokkra lyk­il­stærða í þjóðarbú­skapn­um á und­an­förn­um árum. Í fyrsta lagi hef­ur hag­vöxt­ur á síðustu þrem­ur árum verið 20%, sem er það mik­ill vöxt­ur að það er ekki mögu­legt að bera hann sam­an við önn­ur ríki. Til dæm­is eru Dan­ir að horf­ast í augu við nei­kvæðan hag­vöxt, eng­inn hag­vöxt­ur er að ráði í Evr­ópu og helst er litið til Banda­ríkj­anna eft­ir ein­hverj­um hag­vexti í nán­ustu framtíð. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur ein­mitt ný­lega lýst því sem miklu áhyggju­efni að þessi ára­tug­ur muni ein­kenn­ast af stöðnun í heims­bú­skapn­um.

Í öðru lagi er at­vinnu­stig mjög hátt en at­vinnu­leysi nem­ur aðeins 3,5%. Auðlegð Íslands er mik­il og það eru fá þjóðríki þar sem fullt at­vinnu­stig er ráðandi yfir langt tíma­bil. Eitt það mik­il­væg­asta í sam­fé­lag­inu okk­ar er að all­ir geti fundið sér starf við hæfi og tekið þannig virk­an þátt í sam­fé­lag­inu okk­ar, eflt at­vinnu­lífið og und­ir­byggt aukna verðmæta­sköp­un sem nýt­ist meðal ann­ars til að fjár­festa enn frek­ar í fólki.

Í þriðja lagi hafa meðallaun verið að hækka og það skipt­ir gríðarlegu máli. Þannig eru meðallaun hér á landi með þeim hæstu á byggðu bóli. Þrátt fyr­ir verðbólgu und­an­far­inna miss­era höf­um við Íslend­ing­ar séð kaup­mátt launa aukast veru­lega und­an­far­in 10 ár. Nýir lang­tíma­kjara­samn­ing­ar eru góð tíðindi fyr­ir áfram­haldið og glím­una við verðbólgu, þar skipt­ir aðkoma stjórn­valda miklu máli.

Í fjórða lagi lang­ar mig til að benda á það að hrein er­lend staða þjóðarbús­ins er óvenju sterk eða sem nem­ur um 40% af lands­fram­leiðslu. Fyr­ir um 20 árum var staðan nei­kvæð um 80%. Við vor­um í gríðarleg­um erfiðleik­um með að halda já­kvæðum gjald­eyr­is­forða en hann var iðulega tek­inn að láni sem reynd­ist mik­il áskor­un fyr­ir þjóðarbúið. Kröft­ug ferðaþjón­usta hef­ur meðal ann­ars drifið þessa þróun áfram ásamt öfl­ug­um sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, hug­verk­um og vexti í skap­andi grein­um sem hef­ur skilað sér inn í hag­kerfið okk­ar. Sam­hliða þessu hef­ur gjald­eyr­is­markaður­inn dýpkað á sama tíma og hef­ur dregið úr sveifl­um. Til dæm­is er það merki­legt að jarðhrær­ing­arn­ar á Suður­nesj­um hafi ekki orðið til þess að krón­an hafi sveifl­ast mikið þótt eitt­hvert flökt hafi verið í fyrstu. Of­an­greint ber vitn­is­b­urð um góður ár­ang­ur sem við get­um verið stolt af. Stærsta verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar fram á veg­inn verður að ná niður verðbólgu og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un vaxta í þágu heim­ila og fyr­ir­tækja. Pen­inga­stefn­an, rík­is­fjár­mál­in og vinnu­markaður­inn eru far­in að ganga í takt, sem mun skila ár­angri fyr­ir sam­fé­lagið og und­ir­byggja betri lífs­kjör á Íslandi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. ágúst 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Góðar að­gerðir skila árangri, en meira þarf til

Deila grein

12/04/2024

Góðar að­gerðir skila árangri, en meira þarf til

Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Ég fagna þessu frumvarpi enda hef ég áður í ræðu og riti bent á mikilvægi þess að veita lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga á húsnæðismarkaði og taka þátt í því mikilvæga verkefni að byggja hér upp traustan leigumarkað. Þá hefur það verið mér mikið kappsmál að benda á leiðir til þess að ná tökum á stöðunni á húsnæðismarkaði. Það er afar brýnt svo hægt sé að ná tökum á verðbólgunni til lengri tíma. Þessi heimild sem nú hefur verið mælt fyrir nú er einn liður í þeirri vegferð.

Auknar forsendur fyrir fjárfestingu

Lengi hefur verið rætt um skort á leiguhúsnæði á Íslandi ásamt fjölbreyttari úrræðum á húsnæðismarkaði. Með því að veita lífeyrissjóðum heimild til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði skapast auknar forsendur fyrir því að lífeyrissjóðir beini fjármagni í fjárfestingu á leiguhúsnæði og er til þess fallið að halda aftur af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Aukið framboð af leiguhúsnæði fjölgar valmöguleikum einstaklinga til að finna sér hentugt búsetuform. Þá eru fjársterkir langtímaeigendur mjög ákjósanlegir kaupendur að húsnæði og það eitt kann að flýta fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði.

Markviss skref

Lengi hefur verið kallað eftir að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi vann að því marki sem innviðaráðherra og þá ráðherra húsnæðismála. Það var meðal annars gert með framlagningu húsnæðisstefnu en þar er um að ræða fyrstu heildarstefnu í húsnæðismálum til 15 ára og aðgerðaáætlunar til 5 ára. Með stefnunni má stuðla að skilvirkari stjórnsýslu þannig að stefna, áherslur og aðgerðir í húsnæðismálum skapi skilyrði til að öllum sé tryggt aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði sem hentar ólíkum þörfum hvers og eins. Það frumvarp sem mælt var fyrir í gær er í samræmi við þá stefnu.

Alls hafa níu frumvörp sem eru hluti aðgerðanna í tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verið í vinnslu í ráðuneytinu eða hafa verið lögð fram á Alþingi. Frumvörpin styðja við þau markmið sem stefnan byggir á. Þá hafa ýmsar aðrar aðgerðir komið til framkvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýjar leiguíbúðir komnar í notkun af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum á síðustu átta árum. Langflestar íbúðanna, eða um 2.227 eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjármagnaðar í hlutdeildarlánakerfinu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að komast inn á fasteignamarkaðinn sem á ekki, eða á erfitt með að safna fyrir fullri útborgun en getur greitt mánaðarlegar afborganir. Skilyrðin eru að vera kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár.

Það er augljóst að hið opinbera hefur á undanförnum árum verið að gera sitt til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og óumdeilt að án styrkrar forystu Framsóknar í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri fyrir þá hópa sem hér er um rætt.

Það þurfa allir að dansa með

Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, vaxtaumhverfis og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er orðið mjög dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og það hefur verið gert fólki erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Þetta er eitraður kokteill í núverandi ástand þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna eftirspurn.

Halda má því fram að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Það er kominn tími til að vakna.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. apríl 2024.

Categories
Fréttir

Áframhaldandi stjórnarsamstarf á traustum grunni

Deila grein

09/04/2024

Áframhaldandi stjórnarsamstarf á traustum grunni

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa sammælst um áframhaldandi samstarf þar sem eftirfarandi mál verða í öndvegi í ríkisstjórn í öðru ráðuneyti Bjarna Benediktssonar:

  1. Efnahagsmál.
    Allt kapp verður lagt á að ná niður verðbólgu og styðja við nýgerða kjarasamninga og koma nýsamþykktum stuðningsaðgerðum stjórnvalda við kjarasamninga til framkvæmdar hið fyrsta. Stöðugleiki í efnahagsmálum, vaxandi velsæld, aukinn kaupmáttur og lækkun verðbólgu og vaxta verða í forgrunni. Ríkisrekstur verður einfaldaður, stofnanir og sjóðir sameinaðir og þjónusta bætt. Áfram verður unnið að bættum kjörum barnafjölskyldna og lágtekjuhópa, m.a. með áframhaldandi úrbótum í húsnæðismálum og endurskoðun örorkulífeyriskerfisins.
  2. Innflytjendamál.
    Tekið verður utan um málefni innflytjenda í samræmi við heildarsýn stjórnvalda. Dregið verður markvisst úr kostnaði vegna hælisleitendakerfisins/umsækjenda um alþjóðlega vernd og ráðist í gerð nýrra heildarlaga um útlendinga. Lögð verður áhersla á inngildingu innflytjenda í íslenskt samfélag, þ.m.t. í skólum og unnið að nýjum heildarlögum um inngildingu.
  3. Orku- og loftslagsmál.
    Orkuframleiðsla verður aukin, virkjanaferlið einfaldað og valkostum í grænni orkuframleiðslu fjölgað svo styðja megi við orkuskipti og atvinnuuppbyggingu. Náttúruverndarsjónarmið verða höfð að leiðarljósi við sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda. Til að styðja við orkuskipti í samgöngum í þágu loftslagsmála verður m.a. lokið við uppfærslu samgöngusáttmála. Unnið verður að betri nýtingu í raforkukerfinu og skilvirkni aukin í þágu loftslagsaðgerða. Haldið verður áfram með endurskoðun rammaáætlunar.

„Þetta er það skynsamlegasta sem við getum gert, til þess að koma samfélaginu áfram inn í þann stöðugleika sem við þurfum til þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við ætlum að styðja áfram við þá öflugu verðmætasköpun sem er í landinu og við erum á góðum stað, með öflugan þingmeirihluta og traustan málefnagrunn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar.

Fjármálaráðuneytið er undir stjórn Framsóknar í fyrsta sinn í 45 ár eða frá því Tómas Árnason gegndi því embætti frá 1. september 1978 til 15. október 1979.

Yfirlit yfir fjármálaráðherra Framsóknarflokksins:

  • Tómas Árnason frá 1. september 1978 – 15. október 1979
  • Halldór E. Sigurðsson frá 14. júlí 1971 – 28. ágúst 1974
  • Eysteinn Jónsson frá 24. júlí 1956 – 23. desember 1958
  • Eysteinn Jónsson frá 8. september 1954 – 24. júlí 1956
  • Skúli Guðmundsson frá 14. apríl 1954 – 8. september 1954
  • Eysteinn Jónsson frá 11. september 1953 – 14. apríl 1954
  • Eysteinn Jónsson frá 14. mars 1950 – 11. september 1953
  • Eysteinn Jónsson frá 28. júlí 1934 – 17. apríl 1939
  • Ásgeir Ásgeirsson frá 3. júní 1932 – 28. júlí 1934
  • Ásgeir Ásgeirsson frá 20. ágúst 1931 – 3. júní 1932
  • Tryggvi Þórhallsson frá 20. apríl 1931 – 20. ágúst 1931
  • Einar Árnason frá 7. mars 1929 – 20. apríl 1931
  • Tryggvi Þórhallsson frá 8. desember 1928 – 7. mars 1929
  • Magnús Kristjánsson frá 28. ágúst 1927 – 8. desember 1928
  • Klemens Jónsson frá 18. apríl 1923 – 22. mars 1924
Categories
Fréttir Greinar

Vöxtur og vegsemd íslenskrar menningar

Deila grein

04/04/2024

Vöxtur og vegsemd íslenskrar menningar

Íslenskt menn­ing­ar­líf hef­ur átt góðu gengi að fagna og fer hróður þess um víða ver­öld. Slíkt ger­ist ekki af sjálfu sér. Hér á landi hef­ur verið al­mennt breið sátt um það að hlúa að menn­ing­ar­líf­inu með því að fjár­festa í list­námi, tryggja aðgang að slíku námi, styðja við grasrót­ar­sam­tök í menn­ing­ar­líf­inu og skapa vett­vang fyr­ir lista­menn til þess að hlúa að frumsköp­un. Þar hafa starfs­laun lista­manna þjónað sem mik­il­vægt verk­færi til að efla menn­ing­ar­starf í land­inu. Lista­manna­laun í ein­hverju formi eru rót­grón­ari en marg­an grun­ar, en saga þeirra nær allt aft­ur til 1891 þegar Alþingi samþykkti að veita skálda­laun. Um­gjörð þeirra var fyrst form­gerð með laga­setn­ingu árið 1967 þegar lög um lista­manna­laun voru samþykkt og síðar voru upp­færð árin 1991 og 2009.

Árleg­ur kostnaður við lista­manna­laun er 978 millj­ón­ir króna. Til að setja þá tölu í sam­hengi er um að ræða 1,5% af út­gjöld­um til há­skóla­stigs­ins og 0,06% af fjár­lög­um árs­ins 2024.

Ný­verið voru kynnt­ar til­lög­ur til breyt­inga á lista­manna­laun­um þar sem lagt var upp með að fjölga þeim í skref­um til árs­ins 2028, en eng­ar breyt­ing­ar hafa átt sér stað á kerf­inu í 15 ár. Eru boðaðar breyt­ing­ar gerðar í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem fram kem­ur í stjórn­arsátt­mála, að unnið skuli að því að styrkja fag­lega starfs­launa- og verk­efna­sjóði lista­manna. Þær eru því eðli­legt skref og for­gangsraðað verður í þágu þeirra á mál­efna­sviði menn­ing­ar­mála inn­an menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins. Í breyt­ing­un­um felst meðal ann­ars að komið verði á fót tveim­ur nýj­um þverfag­leg­um sjóðum; Vexti sem er sjóður sem ætlaður er fyr­ir lista­menn und­ir 35 ára aldri, og Veg­semd, sjóði fyr­ir lista­menn yfir 67 ára aldri. Vexti er ætlað að styðja sér­stak­lega við unga lista­menn sem hafa ekki enn skapað sér styrka stöðu inn­an sinn­ar list­grein­ar og er m.a. ætlað að mæta þeirri gagn­rýni sem heyrst hef­ur, að lít­il nýliðun sé inn­an kerf­is­ins. Að sama skapi er Veg­semd sér­stak­ur, þverfag­leg­ur sjóður fyr­ir eldri lista­menn sem hafa varið sinni starfsævi til list­sköp­un­ar.

Ég tel eðli­legt að við stönd­um með lista­fólk­inu okk­ar í blíðu jafnt sem stríðu, enda er menn­ing eitt­hvað sem sam­ein­ar okk­ar – sér­stak­lega þegar vel geng­ur. Öll fyll­umst við til að mynda stolti þegar ís­lensk­um lista­mönn­um geng­ur vel á er­lendri grundu og kast­ljós um­heims­ins bein­ist að land­inu vegna þess. Dæmi er um lista­menn sem hlotið hafa eft­ir­sótt­ustu verðlaun heims á sínu sviði sem á ein­hverj­um tíma­punkti þáðu lista­manna­laun á ferli sín­um til þess að vinna að frumsköp­un sinni. Ísland er auðugra og eft­ir­sótt­ara land fyr­ir vikið, fyr­ir okk­ur sjálf sem hér búum og alla þá gesti sem hingað koma.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. apríl 2024.