Categories
Fréttir Greinar

Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni

Deila grein

14/05/2022

Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni

Kæri les­andi. Í dag göng­um við til kosn­inga til sveit­ar­stjórna. Í dag mark­ar at­kvæði okk­ar stefn­una í stjórn sveit­ar­fé­lags­ins okk­ar til næstu fjög­urra ára. Ég hef síðustu vik­ur og mánuði sem odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík átt mörg og gef­andi sam­töl við borg­ar­búa um þarf­ir þeirra og vænt­ing­ar til borg­ar­inn­ar okk­ar. Ég hef fundið fyr­ir mikl­um meðbyr og fyr­ir það er ég þakk­lát­ur.

Sterk Fram­sókn fyr­ir borg­ar­búa

Við höf­um á síðustu árum horft upp á mikla skaut­un í sam­fé­lag­inu sem birt­ist í harðari átök­um í stjórn­mál­um. Fram­sókn hef­ur komið fram sem sterk­ur full­trúi miðjunn­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um og staðið fyr­ir hóf­söm­um gild­um. Við erum lausnamiðuð og umb­urðarlynd og höf­um unnið hörðum hönd­um að um­bót­um í ís­lensku sam­fé­lagi á vett­vangi lands­mál­anna. Í sam­töl­um mín­um við Reyk­vík­inga hef ég fundið fyr­ir því að það þarf sterka Fram­sókn í borg­ar­stjórn.

Meiri­hlut­inn hef­ur sofið á verðinum

Það er margt gott í borg­inni okk­ar en það er fjöl­margt sem þarf að bæta. Meiri­hluti síðustu ára hef­ur sofið á verðinum hvað varðar upp­bygg­ingu á íbúðar­hús­næði. Um það eru all­ir sam­mála, Seðlabank­inn, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, íbú­ar borg­ar­inn­ar, íbú­ar lands­ins; all­ir nema meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sem hef­ur lagt alla áherslu á borg­ar­línu en gleymt hús­næðismál­un­um. Af­leiðing­arn­ar eru stór­kost­leg hækk­un á hús­næði, hækk­un vaxta og verðtryggðra lána. Þess­ari þróun verður að snúa við. Það þolir enga bið. Lausn­in er að mínu mati aug­ljós: Borg­ar­stjórn verður að segja skilið við trú­ar­brögðin sem boða það að eina leiðin sé þétt­ing byggðar. Við þurf­um líka að byggja ný hverfi og skapa þannig jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

Stór hluti ungs fólks hef­ur ekki ráð á því að koma sér þaki yfir höfuðið. Við get­um ekki búið við það að eina leiðin fyr­ir ungt fólk til að eign­ast hús­næði sé með veðsetn­ingu for­eldra og annarra aðstand­enda. Hús­næði er ekki munaðar­vara, hús­næði er ekki áhættu­fjár­fest­ing, hús­næði á að vera sjálf­sögð lífs­gæði.

Fram­sókn gef­ur þér val­kosti

Fram­sókn hef­ur ekki átt borg­ar­full­trúa síðustu árin en samt hef­ur flokk­ur­inn, með Sig­urð Inga Jó­hanns­son í for­ystu verið í lyk­il­hlut­verki við það að leysa borg­ina úr klaka­bönd­um sem ríkt höfðu í ára­tugi í sam­göngu­mál­um höfuðborg­ar­inn­ar. Sam­göngusátt­máli Sig­urðar Inga rauf kyrr­stöðuna. Upp­bygg­ing stofn­brauta til að greiða leið fjöl­skyldu­bíls­ins og upp­bygg­ing al­menn­ings­sam­gangna eru ekki and­stæður held­ur styðja hvor aðra. Mark­miðið er greiðari og ör­ugg­ari um­ferð fyr­ir alla borg­ar­búa. Við í Fram­sókn ætl­um ekki að segja þér, les­andi góður, hvernig þú ferð til og frá vinnu held­ur bjóða þér upp á val­kosti sem henta þér.

Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur mikið talað um framtíðina. Tákn­mynd framtíðar­inn­ar í þeirra huga er borg­ar­lína. Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur hins veg­ar ekki verið sam­stíga og í raun verið und­ar­lega áhuga­laus um arðsöm­ustu sam­göngu­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, Sunda­braut. Í upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar hef­ur Fram­sókn dregið vagn­inn. Og Sunda­braut mun ekki aðeins bæta veru­lega teng­ingu borg­ar­inn­ar við Vest­ur­land held­ur bæta sam­göng­ur milli borg­ar­hverf­anna. Íbúar Grafar­vogs og Kjal­ar­ness munu upp­lifa bylt­ingu í sam­göng­um. Og með Sunda­braut spar­ast 150 þúsund kíló­metra akst­ur á degi hverj­um.

Framtíðin er ekki bara hvernig borg­in lít­ur út eft­ir 10 ár. Framtíðin er líka á morg­un. Þessu hef­ur meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn gleymt. Borg­ar­bú­ar upp­lifa að þjón­usta borg­ar­inn­ar sé verri en annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. Sorp­hirða, snjómokst­ur, óviðun­andi viðhald skóla­bygg­inga með þeim af­leiðing­um að hundruð barna eru keyrð milli hverfa á hverj­um degi, allt er þetta vitn­is­b­urður um það að meiri­hlut­inn hef­ur verið sof­andi þegar kem­ur að dag­legu lífi borg­ar­búa. Þessu verður að breyta.

Breyt­ing­ar í borg­inni

Kæri les­andi. Sterk Fram­sókn í borg­inni er lyk­ill að breyt­ing­um. Lyk­ill að breytt­um stjórn­mál­um í borg­inni, lyk­ill að meiri upp­bygg­ingu, meiri sátt og meira sam­tali við borg­ar­búa. At­kvæði þitt get­ur brotið upp meiri­hlut­ann í borg­inni og haft úr­slita­áhrif um stjórn borg­ar­inn­ar næstu fjög­ur árin. Ég bið um þinn stuðning í kjör­klef­an­um í dag. X við B er stuðning­ur við breyt­ing­ar í borg­inni.

Einar Þorsteinsson

Höf­und­ur er odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Nýtum kosningaréttinn

Deila grein

13/05/2022

Nýtum kosningaréttinn

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti en á síðustu vikum hafa frambjóðendur Framsóknar verði á ferð og flugi um sveitarfélagið til þess að kynnast íbúum, fyrirtækjum og einstaklingum og vita hvað brennur á þeim.

Það er gríðarlega mikilvægt að ná snertingu við íbúana. Þessi samtöl taka frambjóðendur með sér sem veganesti næstu fjögur árin. Það hefur verið tekið vel á móti frambjóðendum Framsóknar og það er ánægjulegt að finna meðbyrinn. Fyrir það ber að þakka.

Það er mikilvægt að í sveitastjórnir veljist fólk sem hefur ríka samvinnuhugsjón. Við í Framsókn höfum ávallt lagt áherslu á samvinnu innan bæjarstjórna, nefnda og ráða sem og samvinnu við íbúa. Við þurfum að hlusta á þá sem þiggja þjónustuna.

Sveitarstjórnarkosningar eru á fjögra ára fresti, ólíkt kosningum til Alþingis þar sem hægt er að rjúfa þing og boða til kosninga ef ósætti kemur upp. Því skiptir máli að það fólk sem velst í sveitarstjórn sem með hugann að samvinnu allt kjörtímabilið

Það skiptir fleira máli en stefnumál

Í Framsókn býr mikil mannauður, ólíkir einstaklingar sem koma úr ólíkum hópum en ganga saman í takt. Það skiptir máli að hafa kröftugt fólk í framboði sem hefur áhuga, vilja og getu til að leysa hnúta saman og ganga í framkvæmdir. Á lista Framsóknar í Múlaþingi situr traust fólk í hverju sæti sem státar af mikill og breiðri reynslu. Fólk sem vill leggja sitt fram til þess að gera gott samfélag enn betra.

Stefnumál skipta vissulega máli, en það sem skiptir mestu er að í sveitastjórn sé fólk sem vinnur af samviskusemi, samheldni og samvinnu að leiðarljósi. Framboð Framsóknar í Múlaþingi hefur svo sannarlega þá eiginleika til að bera.

Höfum áhrif á nærsamfélagið

Á laugardaginn fáum við tækifæri til þess að nýta kosningarétt okkar. Fullt af frambærilegu fólki hefur gefið kost á sér, og það er svo sannarlega ekki sjálfgefið. Í kosningunum höfum við tækifæri til þess að hafa bein áhrif á stjórn í okkar nær samfélagi og það er mikilvægt að sem flestir nýti þann rétt. Ég vil biðla til ykkar að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn Þá vil ég biðla til þín kæri kjósandi að veita Framsókn traust til þess að starfa fyrir þig og setja X við B á kjördag.

Ingibjörg Isaksen

Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 13. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

11/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

3000 íbúðir á ári

Deila grein

10/05/2022

3000 íbúðir á ári

Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki.

Flóttinn úr borginni

Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar.

Það sem Framsókn ætlar að gera

Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð.

Einar Þorsteinsson

Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. 

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Sveitar­stjóri ráðinn á fag­legum for­sendum

Deila grein

10/05/2022

Sveitar­stjóri ráðinn á fag­legum for­sendum

Undanfarið höfum við átt frábært samtal við íbúa í Hveragerði um málefnin sem við í Framsókn höfum lagt fram og finnum við mikinn meðbyr með þeim málum sem við setjum í forgang. Við heyrum einnig að það skiptir íbúa í Hveragerði miklu máli hver það er sem gegnir stöðu bæjarstjóra enda eitt æðsta embætti sveitarfélagsins. Það er kallað eftir því að staðan sé auglýst og þar með staðið faglega að ráðningu þessa embættis. Við í Framsókn viljum vera alveg skýr hvað þetta varðar og munum standa faglega að ráðningu bæjarstjóra.

Það er bæjarstjórn sem fær það umboð að forgangsraða þeim verkefnum sem innt eru af hendi. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að vinna verkefnunum brautargengi. Það er mikilvægt að þessi aðili starfi bæði með minni- og meirihluta og sé framkvæmdastjóri allra bæjarbúa.

Það eru fjölmörg verkefni fram undan. Við viljum faglegan, kraftmikinn og lausnamiðaðan einstakling í verkið með okkur og því munum við auglýsa stöðu bæjarstjóra.

Við hvetjum Hveragerðinga til að nýta kosningaréttinn sinn og mæta á kjörstað þann 14. maí næstkomandi.

Það er tækifæri – XB

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Hveragerði og skipar 1. sæti lista Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Framsókn um allt land!

Deila grein

09/05/2022

Framsókn um allt land!

Í dag eru fimm dag­ar til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í land­inu þar sem um 277.000 kjós­end­ur munu hafa tæki­færi til að tjá hug sinn með at­kvæðum sín­um. Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli í því góða lýðræðis­sam­fé­lagi sem við búum í. Á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um til þess að bæta sam­fé­lag sitt og auka lífs­gæði íbú­anna. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta nærþjón­ustu sem snert­ir hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi – til dæm­is með því að viðhalda litl­um um­ferðargöt­um, fjar­lægja rusl, skipu­leggja og út­hluta lóðum, veita barna­fjöl­skyld­um ýmsa stoðþjón­ustu, halda úti leik- og grunn­skól­um og þjón­usta eldri borg­ara.

Í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn um landið býður Fram­sókn fram öfl­uga lista, skipaða fólki sem brenn­ur fyr­ir það að gera sam­fé­lagið sitt betra en það var í gær. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunni, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess að auka vel­sæld íbú­anna. Það er ánægju­legt að finna fyr­ir og heyra af þeim mikla meðbyr sem fram­bjóðend­ur Fram­sókn­ar finna út um allt land. All­ir eiga þeir það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Það er ánægju­legt að sjá að kann­an­ir benda til þess að Fram­sókn sé sér­stak­lega að sækja í sig veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu. Fólk er í aukn­um mæli að kalla eft­ir auk­inni sam­vinnu til þess að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tím­ans. Það er klár­lega rými fyr­ir slíkt í ráðhúsi Reykja­vík­ur þar sem hörð átaka­stjórn­mál hafa verið stunduð und­an­far­in ár, á sama tíma og þjón­usta við borg­ar­búa hef­ur of oft ekki staðið und­ir vænt­ing­um – hvort sem um er að ræða ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki. Þannig mæl­ist traust á ráðhús­inu minnst af öll­um stofn­un­um sem eru mæld­ar og ánægja Reyk­vík­inga með þjón­ustu borg­ar­inn­ar mæl­ist tals­vert minni en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þessu þarf að breyta og hug­mynda­fræði Fram­sókn­ar mun þar leika lyk­il­hlut­verk.

Ég hvet kjós­end­ur til þess að kynna sér fram­bjóðend­ur og mál­efni Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar og nýta kosn­inga­rétt sinn í kosn­ing­un­um.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Höf­und­ur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2022.

Categories
Fréttir

Ný öflug stjórn — samvinnan sterkasta tólið sem við höfum

Deila grein

05/05/2022

Ný öflug stjórn — samvinnan sterkasta tólið sem við höfum

Miðvikudaginn 27. apríl var haldinn aðalfundur Framsóknarfélagsins í Árborg. Fyrir fundinn var ljóst að þrír aðalmenn myndu víkja úr stjórn. Það voru þau Björn Harðarson formaður, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir gjaldkeri og Vilhjálmur Sörli Pétursson meðstjórnandi.

Björn Harðarson hefur verið formaður félagsins undanfarin átta ár og verið formaður kjördæmaráðs Suðurlands síðastliðin 6 ár. Undir stjórn Bjarnar komst Framsókn í meirihluta í bæjarstjórn árið 2018 með Helga Sigurð Haraldsson sem oddvita flokksins. Listinn bauð þá fram undir nafninu „Framsókn og óháðir“. Síðastliðið ár átti stjórnin og félag Framsóknar í Árborg hlut í því að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var tilnefnd í prófkjör fyrir alþingiskosningarnar 2021 sem endaði með því að hún var kjörinn á þing sem þriðji þingmaður Framsóknar og 7. þingmaður Suðurkjördæmis.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir víkur úr stjórn sem gjaldkeri og meðstjórnandi félagsins. Hafdís kom inn í stjórn félagsins árið 2019 eftir að hafa aðstoðað með sveitarstjórnarkosningarnar 2018, þar sem hún sá meðal annars um samfélagsmiðla framboðsins. Eins og öllu Framsóknarfólki er kunnugt um þá var  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir kjörin á Alþingi síðastliðið haust.

Vilhjálmur Sörli Pétursson hefur verið meðstjórnandi félagsins síðastliðin í 7 ár og hefur meðal annars gengt stöðu ritara stjórnar. Hann hefur komið að kosningastjórn í sveitastjórnarkosningum og hefur ásamt konu sinni Fjólu Ingimundardóttur séð um vöfflukaffið í Árborg til fjölda ára. Vöfflukaffið hefur verið helsta límið í félagsstarfsemi Framsóknar í Árborg og eiga þau stóran þátt í að halda grasrótinni virkri undanfarin ár. Hjónin hafa sinnt þessu óeigingjarna starfi af ást og alúð.

Þrátt fyrir að framangreindir aðilar eru farin úr stjórn félagsins er fullvíst að þau munu taka þátt í félagsstarfsemi Framsóknar, munu hafa aðhald að nýkjörinni stjórn og leggja sitt að mörkum í að endurvekja öflugt Framsóknarvígi í Árborg.  

Á aðalfundinum var kosið um nýjan formann og stóð kjörið milli Andra Björgvins Arnþórssonar og Valgeirs Ómars Jónssonar. Niðurstaða kosningarinnar var sú að Andri Björgvin Arnþórsson hlaut meirihluta greiddra atkvæða og úr varð að hann er nýkjörinn formaður Framsóknarfélagsins í Árborg. Andri Björgvin er lögfræðingur og starfar hjá Lögvernd lögmannsstofu og er kosningastjóri Framsóknar í Árborg í yfirstandandi kosningum.

Eins og við Framsóknarfólk vitum best er samvinnan sterkasta tólið sem við höfum og því skiptir teymið mestu máli. Auk formannsins er var öflug stjórn kosin og hana skipa þau:

Anný Björk Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Johan Rönning á Selfossi,
Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, sérfræðingur á sviði kjaramála hjá VR,
Páll Sigurðsson, skógfræðingur, og
Stefán Gunnar Stefánsson, iðnfræðingur og fageftirlitsmaður fjárfestingarverkefna hjá Veitum.

Varamenn eru þau:
Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur, og
Valgeir Ómar Jónsson, vélfræðingur og sagnfræðingur.

Categories
Fréttir Greinar

Þannig stjórn­mála­fólk ætlum við að vera

Deila grein

05/05/2022

Þannig stjórn­mála­fólk ætlum við að vera

Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti.

Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki.

Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila.

Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir.

Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera.

Framtíðin ræðst á miðjunni.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.

Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.

Greinin birtist fyrst á visir.is 5. maí 2022.